Lögberg - 22.04.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.04.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines Aöt For Better Dry Cleaning and Laundry ^ESS^ PHONES 86 3H Seven Lines t« iot «v^^ 5!fS r* an( Cot' *0 V# atvo Hít^ <*>« Service and Satisfaction 56 ARGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. APRÍL 1943. NÚMER 16 Árshátíð Laugardagsskólans Síðastliðið laugardagskvöld fór fram í Sambandskirkjunni skemtisamkoma Laugardagsskól- ans, fjölsóttari en nokkru sinni fyr, og auðug mjög að blæ- brigðum. Séra Valdimar J. Eylands, varaforseti þjóðræknis- félagsins, hafði samkomustjórn með höndum, og flutti mergjað ávarp, sem vonast er til að birt- ist í næsta blaði; las hann upp bréf það frá forseta félagsins, Dr. Richard Beck, sem nú er hér birt. Þetta var samkoma nemenda Laugardagsskólans, barnanna, sem í vetur, og ýmisir þeirra und anfarna vetur, hafa lagt stund á nám ástkæra, ylhýra málsins, sem allri rödd er fegra, og svo er víðvængjað og regindjúpt, að það á orð "yfir alt, sem er hugs- að á jörðu". Kórsöngur barnanna, undir ágætri forustu frú Hólmfríðar Daníelson fór fram hið besta og lét fagurlega í eyra; um tvo smá leiki, skrautdans, framsögn og hljóðfæraslátt, er jafnframt gott eitt að segja, og bar Ijósan vott um vandvirkni kennara og al- úð nemenda; var það mál manna, að samkoma þessi hefði verið ein sú allra ánægjuleg- asta, sem íslendingar í þessari borg hefðu átt frumkvæði að í háa herrans tíð; það voru eink- um raddir æskunnar, sem hér voru að verki; þær raddir, sem með tíð og tíma eiga að verða sterkar forusturaddir í hljóm- kviðu íslenzkra mannfélagssam- taka í þessari borg; yfir sam- komunni allri hvíldi ljúfur blær hins fegursta samræmis. í lok þessarar eftirminnilegu samkomu, flutti forstöðukona skólans, frú Ingíbjörg Jónsson ræðu, er í sér fól yfirlit yfir starfrækslu áminstrar íslenzku- kenslu, ásamt þökk til nemenda og meðkennara fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári. Kveðja lesin á árslokahátíð Laugardags- skólans 17. apríl 1943. Séra V. J. Eylands. yara-forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, Winnipeg, Man. Kæri vinur og félagsbróðir: Hin árlega lokasamkoma laug- ardagsskóla Þjóðræknisfélagsins í íslenzku, er eins og vera ber, orðin ein af merkissamkomum íslendinga í Winnipeg. Er það maklega viðurkenning á hinu mikilvæga starfi, sem skólinn hefir með höndum, og ættu sem allra flestir Islendingar, er þess eiga kost, að sækja þessa samkomu, þar sem nemend ur skólans sýna árangur kennsl- unnar með upplestri, söng eða leiksýningum. Þykir mér stór- um miður, að skyldustörf heima fyrir hindra það, að eg geti ver- ið í hópi þeirra, sem hér njóta ánægjulegrar og minnisstæðrar kvöldstundar. En holt er það ein- staklingum sem félögum að eiga samleið með æskunni í leit hennar að aukinni þekkingu og þroska. Eigi vil eg þó láta þessa árs- samkomu skólans fara þegjandi fram hjá mér. Bréf þetta flytur því umsjónarmanni hans, skóla- stjóra, kennurum og nemendum, þakkir mínar fyrir allan áhuga I þeirra og gott starf, og bestu kveðjur. Er stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins stórþakklát þeim öllum, sem hér eiga hlut að máli, eigi síst foreldrum barn- anna, er skólann hafa sótt. Mun vara-forseti félagsins túlka frek- ar hug stjórnarnefndarinnar til hlutaðeigenda, jafnframt því, að harm les bréf þetta. Skortur á heppilegum kenslu- bókum hefir fram að þessu gert bæði kennurum og nem- endum starfið örðugra en vera þurfti. Hefir nú verið bætt úr þeim vandkvæðum með útvegun slíkra bóka frá íslandi. Ætti það að vera íslenzkum foreldr- um hvatning til þess að notfæra sér betur en verið hefir hið ágæta tækifæri, sem börnum þeirra býðst til íslenzkunáms á Laugardagsskólanum. Hann hef- ir mikið og merkilegt verk með höndum, en það nær því aðeins tilgangi sínum, að fólk sendi börn sín þangað og leggi með því þá rækt við skólann, sem hann verðskuldar. í þeim hvatningaranda sendi eg öllum, sem #að skólanum standa, og samkomugestum í heild sinni, hugheilar kveðjur og óskir. Vinsamlegast, Richard Beck. Forseti Þjóðræknisfqlagsins. Ur borg og bygð ÍSLENDINGADAGURINN. íslendingadagsnefndin hélt fyrsta starfsfund sinn á sunnu- daginn var, og var þar ákveðið, að halda skyldi þjóðminningar- hátíð að Gimli þann 2. ágúst næstkomandi, en sá dagur er almennur frídagur Winnipeg- búa. Á fundi þessu skipti nefndin með sér verkum; til forseta var kosinn Hannes Pétursson, vara- forseti G. F. Jónasson, féhirðir Jochum Ásgeirsson og ritari Davíð Björnsson. ? ? ? Til arðs fyrir BUnd Institute, verður haldið "Tea" á 6. lofti T. Eaton verzlunarinnar á mánu- daginn þann 26. þ. m. eftir há- degi. Lútersk kvenfélög í borg- inni, hafa umsjón með þessu "Tea"-samkvæmi. ? -?• ? Ragnar H. Ragnars, sem nú er í þjónustu Bandaríkjahersins, kom til borgarinnar snöggva ferð á laugardaginn. I fylgd með honum voru þau W. Guðmunds- son póstmeistari á Mountain og frú hans. ? ? ? Gefin saman í hjónaband að heimili íslenzka prestsins í Sel- kirk, þann 14., apríl. Thorsteinn Guðni Johnson, frá Cypress River, Man., og Pálína Guðrún Pálsson, frá Árnes P. O. Man. Heimili ungu hjónanna verður í Cypress River. ? ? ? Kjartan Sigtryggur Björnson og Anna Marie Charlotte Wal- leghem, bæði frá Árborg, voru gefin saman í hjónaband þ. 1. apríl af séra Bjarna A. Bjarna- son. Hjónavígslan fór fram á heimili Mr. og Mrs. Elímann Johnson á Fiskilæk við Arborg, Man.; en Mrs. Johnson og brúð- urin eru systur. Brúðguminn er starfsmaður við North Star Creamery í Árborg, og er sonur Tómasar og Ólafar Björnson að Sólheimum í 'Geysis-bygð; en brúðurin er af belgizkum ætt- um. Viðstödd athöfnina voru náin skyldmenni brúðhjónanna ungu. Framtíðarheimili Mr. og Mrs. Björnson verður í Árborg. Á miðvikudagskvöldið þann 14. þ. m., voru gefin saman í hjónaband þau Vilhjálmur Sigur geirsson frá Hecla og María Bald winson frá Riverton. Séra V. J. Eylands gifti, og fór hjónavígsl- aa fram á heimili þeirra Mr. og Mrs. Einar P. Jónsson, Ste 12 Acadia Apts. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. S. W. Sigurgeirsson, Hecla, en brúðurin dóttir Mr. og Mrs. Herbert Baldwinson í Riverton. Svaramenn voru, Carl Tomas- son frá Hecla og Mrs. Jóhannes Snorrason frá Regina. systir brúðarinnar. Nokkur hópur nán- ustu ættmenna og vina var við- staddur hjónavígslu athöfnina. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Riverton. ? ? * Samskoi í útvarpssjóð Fyrsta lúterska safnaðar. Mr. og Mrs. B. Ingimundson, Langruth, Man. $1.00. Mr. og Mrs. G. Thorleifsson, Langruth, Man. $1.00. Mrs. Sigurlaug M. Sigurðson, Bottineau, N. D. $1.00. Mr. og Mrs. T. J. Thor- leifsson, Bottineau, N. D. $1.00. Mrs. Hólmfríður Johnson, Bot- tineau, N. D. $1.00. Mr. og Mrs. O. S. Freeman, Bottineau, N. D. $2.00. Swain Swainson, Box 4, Árborg, Man. $5.00. Kærar þakkir. V. J. E. Eins og kunnugt er, minnist hið eldra kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar jafnan sumarkomunnar með almennri samkomu í kirkju safnaðarins, en í þetta sinn var ekki hægt að hafa samkomuna á sumardaginn fyrsta eins og venjulega því hann bar upp á skírdag í þetta sinn, en þá er æfinlega guðsþjónusta haldin í kirkjunni. Var því samkomunni frestað um rúma viku og verð- ur nú haldin á föstudagskvöld- ið 30. þ. m. Sá siður, að halda upp á sumardaginn fyrsta er eitt af því sem íslendingar fluttu með sér að heiman og hafa varð- veitt alt til þessa og varðveita yonandi lengi enn. Það er svo afar eðlilegt, að þeir sem eiga við mikið vetrarríki að búa, eins og íslendingar og þeir sem Sléttufylkin í Canada byggja, fagni sól og sumri. En eftir því sem menn best vita eru það íslendingar einir sem þessum sið halda. Þeir eiga sumardag- inn fyrsta út af fyrir sig. Það er nú orðið langt síðan kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar byrjaði á því, að minnast sumarkomunnar með samkomu í safnaðarkirkjunni, en þær hafa náð miklum vinsældum, enda jafnan verið vel til þeirra vand- að og svo er enn eins og skemti- skráin, sem er að finna á öðrum stað í blaðinu, ber með sér og allir þekkja rausn kvenfélags- ins þegar til veitinganna kem- ur. Kvenfélagið verður við því búið, að taka á móti fjölda gesta þetta kvöld og hér er gott tækifæri fyrir íslendinga í Winnipeg og nágrenni, að fagna sumri og gleðjast hver með öðr- um og óska hver öðrum gleði- legs sumars. ? ? ? FARÞEGASKRÁ. Eftirgreint fólk er nýkomið til Bandaríkanna heiman frá íslandi. Joseph Dixon Smíth, Business. Erna Sigurpálsdóttir, Turist. Björg Elfar Steeves, Turist. Elisabeth Thorunn Steeves. Ing- ólfur Guðmundsson Business. Mr. Grettir L. Jóhannson, ræðismaður íslands og Dan- merkur, fór flugleiðis austur til Ottawa á sunnudaginn í erind- um fyrir utanríkisráðuneyti Is- lands; barst honum símskeyti frá Islandi daginn áður, þar sem þess var farið á leit við hann, að hann færi til Ottawa eins fljótt og því yrði við komið í erindum ríkisstjórnar íslands. ? ? ? Söngkonan góðkunna, frá Rósa Herrhannsson Vernon, syngur sex lög yfir C. B. C. útvarps- kerfið á mánudaginn þann 26. þ. m. kl. 2,30 e. h. Er vonandi, að islenzkir útvarpsnotendur láti ekki þetta tækifæri sér úr greip- um ganga, að hlýða á rödd þess- arar ágætu söngkonu. ? ? ? Fimtudaginn 8. apríl, voru þau Martin Bjarnason frá Vancouver og Dorothy Evelyn Bjarnason, hjúkrunarkona frá Poroka, Al- berta, gefin saman í hjónaband, af séra Runólfi Marteinssyni. Brúðina aðstoðaði frænka henn- ar, Thorbjörg Helga Bjarnason, frá Bellingham, Wash., en brúð- gumann aðstoðaði Richard Al- fred Scott, frá Vancouver. Gift- ingin fór fram að 1095 W. 14th Ave. í Vancouver, en veizlan í Patricia salnum í Hótel Georgía Allstór hópur vina og vanda- manna var þar saman kominn og átti yndislega stund við veizlufagnað og samræður. Mr. G. F. Gíslason mælti fyrir skál brúðhjónanna og brúðguminn bar fram þakklæti. Brúðgum- inn er dóttursonur Guðlaugs Gunnlaugssonar og konu hans Agnesar, er lengi voru í Brand- on; en brúðurin dóttir Halldórs og Elinborgar Bjarnason er lengi voru í Wynyard, Sask., nú í Vancouver. Heimili ungu hjón- anna verður í Vancouver. ? ? ? Frú Marja Björnsson frá Ár- borg og Sveinn Thorvaldson, M. B. E. frá Riverton, voru í borginni á þriðjudaginn og sátu fund í fræðslunefnd Þjóðræknis- félagsins. ? ? ? Samúel Guðmansson 641 Burnell Street, 82 ára að aldri, lézt síðastliðinn sunnudag. Út- för hans fór fram á þriðjudag- inn frá Bardals. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ? ? ? Síðastliðinn mánudag, lézt að 455 Morley Ave., hér í borg, Valgerður Jóhannsdóttir Ellison, ættuð frá Gnýstöðum í Húna- þingi. Útför hennar fór fram frá Bardals á fimtudaginn. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ? ? ? Jón Sigurðsson félagið þakkar fyrir eftirtaldar gjafir: Mr. S. Kristjánson, 649 Tor- onto St. $1.00. Icelandic-Can- adian Club $25.00. Vinur, Win- nipeg $10.00. Mrs. C. Ingaldson, Winnipeg $1.00. Mr. og Mrs. C. G. McKeag, Coffee table. Miss Inga og Elvira Benjamín- son, Knitted Afghan. Mrs. Jón Halldórson, 52 Smith St. Wpg. $1.00. íslenzka kvenfélagið, Húsa vík, Man., 2 large comforters 1 baby comforter. 4 pr. mitts 2 pr. ankle socks. Á mynd þessari sézt íslenzka óperusöngkonan víðfræga, María Markan östlund, og Steingrímur Arajon rithöfundur, þar sem þau eru að afhenda Mrs. T. J. Johnston Mali, merkar bækur um Island, þar á meðal "Smoky Bay" og ýmissar bækur Vilhjálms Stefánssonar; bækur þessar send- ast ameríska setuliðinu á Islandi. víst ekki nema einu sinni i viku; þó varð hún næst hæzt af tólf stúlkum, er þátt tóku í sópranókepni; fór prófdómandi lofsamlegum orðum um raddfeg urð Margrétar og næmleik henn ar í tóntúlkun. Margrét er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Stefán Helgason í Mikley, og hefir lítinn tíma til söngiðkana frá daglegum störf- um sínum hér í borginni. ÍSLENZK SÖNGMÆR. I nýafstaðinni hljómlistar- samkepni Manitoba-fylkis, tók þátt íslenzk stúlka um tvítugt, ungfrú Margrét Helgason frá Mikley. Þessi efnilega stúlka hefir aðeins notið tilsagnar í söng rúma fjóra mánuði, og Einar S. Jónasson, fylkisþingmaður Þeir gleymast seint, sem eiga hugsjón háa og hirða líka um gullið í því smáa, sem rista dýpst í rökum megin fræða og rósir út um samfélagið græða. Þó ýmsir tíðum færi vegarviltir, Þú vökumannahópinn jafnan fyltir og veittir hollráð hverjum þreyttum bróður, sem höfði draup við lifsins berurjóður. Við augum þínum ávalt brosti fagur til æðri starfa sérhver vökudagur, svo bygð þín yrði björgulegri og stærri og bjarminn yfir landnáminu hærri. Þú lærðir snemma öllu því að unna, sem alið var við stofnsins heilsubrunna. Og marga stund frá önn og ljúfum lestri þú léttir göngu bræðra þinna í vestri. Sjálft lífið var þinn æðsti átrúnaður, hin insta þrá að reynast sannur maður, og ganga á hólm við kreddur jafnt sem kvíða, og kafa djúpt og skygnast langt og víða. Við bjarmann út frá gröfum góðra manna má gerla finna leið hins eilíf-sanna. Þeir einir stækka landnám allra lýða, sem lifa og deyja í hugsjón nýrra tíða. Einar P. Jónsson. Eaáter, 1943 By Hólmfríður Danielson. 'Twas Mary's lot to walk behind Her Son, upon that last long road; And silently, through blinding tears She saw Him fall beneath His load. A sword to pierce the Saviour's side The mother's soul had torn apart; The thorns that pricked His noble Brow Were crushed against her loving heart. They made one Simon take the tree. Yet thoughts and fancies come to us, — Relieved to share His agony 'Twas Mary bare the heavy cross. Thus countless Marys of to-day, Their dear sons' sacrifice to share Walk down the Dolorosa Way With each a cross, a cross to bear. Still, through the bleeding blacked-out world The shining Light of Truth is borne, And hope and faith and love revived, For Lo, once more 'tis Easter Morn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.