Lögberg - 22.04.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.04.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. APRÍL 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. þurfa að lyfta þungum sendingum — hann kom því svo fyrir, — aðeins léttum sendingum, sem voru sendar leynilega yfir hafið, var hennar hlutverk 'að taka á máti. Það var farið að dimma, en hún lét bílinn þjóta með fullum hraða yfir skógarkjarr og ósléttur, þar til hún kom á þjóðveginn. Hún var viss um að það • mundu hafa verið einhverjir þetta fagra kvöld, sem hefðu verið að njóta hinnar viltu náttúru- fegurðar þar úti, og hefðu séð flugvélina, en það var mjög ólíklegt að nokkur hefði verið svo nærri að sjá þegar kassinn kom niður; því hún hafði farið svo mikið út af almanna- leið. Þegar hún kom á þjóðveginn sneri hún bílnum í áttina til Lundúna. Hún fór eins hart og bíllinn gat komist. Vélin í bílnum var afar sterk, svo hún gat farið harðara en vana- legt var, enda þaut hún framhjá öllum bílum er héldu í sömu áft; eins og elding. Mark, sem var verkfræðingur, hafði séð svo um að hún yrði ekki á eftir öðrum, ef í eltingaleik kæmi. Það var ómótstæðileg löngun, sem Anna hafði til að fara sem harðast, og þegar hrað- inn var orðinn níutíu mílur á klukkustund, þá fyrst var hún ánægð. Bíllinn rann með sama feikna hraða upp Kingston hæðarnar. Lögregluþjónn kallaði til hennar, og hún sneri bílljósunum á, því hún hafði keyrt ljóslaust í dimmunni. Fyrir ári síðan muhdi hún bara hafa brosað að þessum auðvirðilega bjálfa í einkennisbún- ingi, og virt skipun hans að vettugi. En Mark hafði stranglega skipað henni, og öðrum í hans þjónustu að hlýða lögreglunni tafarlaust, og brjóta engar lögreglureglur. — Hún hataði lögreglumenn. — Stöðvunarmerki á krossgötum var henni þyrnir í augum. Lögreglumenn voru í huga hennar sem tákn; grimdar og mannúðar- leysis, svika og jafnvel morða. Hún hægði ferðina er lögreglumaður gaf henni merki, og brosti til hennar er hún fór framhjá. Hún hefði slegið hann í andlitið, ef hún hefði þorað, og þó var eins og útlit hans hefði góð áhrif á hana. Ef hann vissi---! Ef hann hefði verið gæddur þeirri fjarsýnisgáfu, að geta séð í gegnum holt og hæðir, mundi hann hafa stöðvað bílinn og gætt að hvað var i kassanum, sem var undir sætinu. Þegar hún kom inn á Hammersmith og Broadway, sá hún á allri ljósadýrðinni þar að fram á kvöld var komið, og hér komst hún í þrengsli, sökum hinnar miklu umferðar. Hún reyndi að komast áfram milli vörubílanna, sem voru í þéttri breiðu, en komst ekki, og varð að stöðva bílinn við jaðarsteininn. Hún sá mann standa við strætið, og hrökk við, eins og naðra hefði bitið hana. Ljósbirtan frá búðarglugga skein á andlit hennar, og það var enginn vegur að verjast því að hin rann- sakandi augu mannsins sem stóð við strætið sæu hana. Hann stóð í fremur einkennilegum stellingum, með báðar hendur djúpt í buxna- vösunum, álútur, svo vart sást í andlit hans, , það var auðvelt að ímynda sér eftir háttalagi hans að dæma, að hugur hans væri að fást við eitthvert viðfangsefni, afarlangt í burtu. Fyrst gaf hann ekkert merki að hann þekti hana, svo hún hélt hann hefði ekki veitt sér eftir- tekt, og sneri sér að flutningsvagni sem ók fast að bíl hennar, en hún sá útundan sér að hann hreifði sig, og áður hún vissi af var hann kominn að bílnum, og studdi olnboganum á gluggasilluna. “Verið að fá yður skemtitúr, Miss Perry- man?” Hún hataði hann, hún hataði málróm hans, hún hataði allt sem var í sambandi við hann Mark hafði sagt henni að brúka alla aðgætni og varfærni, en hún átti sjálfri sér um að kenna kunningskap sinn við þennan mann, það var hennar eigið áform. Með köldu blóði, hafði hún komið til vegar, mörgum samfundum við hann. Hún hafði enn sársaukann af drápi Ronnie í huga, en hún lék hlutverk sitt vel, var mjúkmál í að afsaka öll stóry^ðin, sem hún hafði brúkað við hann; hún duldi hatrið sem henni brann í brjósti fyrir honum. “Mr. Bradley! eg sá yður ekki.” “Fóljk sér mig sjaldan þegar það horfir í aðra átt,” svaraði hann í viðfeldnum róm. Hún hélt hann væri að rannsaka með aug- unum hvað hún hefði í bílnum. “Einsömul á ferð? Það er ágætt! Eg segi fyrir mig, eg þekki engan sem eg vildi frem- ur vera einn með, en sjálfum mér! Eg ímvnda mér að yður finnist það sama. Hann sá nú að það var að þynnast troðning- urinn á strætinu. “Liggur leið yðar nokkuð nærri Marble Arch? Eg vildi gjarnan spara mér fáein cent, með því að þurfa ekki að kaupa mér farmiða með strætisvagni, þér haldið víst að eg sé skoti.” Hún var í efa, ef hann kæmi inn í bílinn og sæti við hlið hennar, fanst henni að hún mundi ekki geta varist því að orga upp. En Mark hafði sagt------ “Gerið þér svo vel og komið inn. Eg fer framhjá Marble Arch,” sagði hún. Hann var búinn að opna hurðina og sestur hjá henni, í einni svipan. “Þetta gæti orðið mér til upphefðar,” sagði hann dræmt. “Eg aðstoðarumboðsmaðurinn, eða sjálfur lögreglu- stjórinn gæti bara séð mig í slíkum ágætis félagsskap, yrði eg hækkaður í tigninni, strax í næstu viku. Hvað við erum virðingagjarnir.” Hún hafði verstu óbeit á þessu slefulega rugli, og hataði hann enn meir fyrir það, að einhver innri tilfinning sagði henni að hann væri að hlægja að sér, því að hann þekti hvaða hlut- verk hún var höfð til að vinna í félagi Marks, en það stældi hug hennar, fremur en bugaði. Hún keyrði eins hart og bíllinn gat farið, á milli og framhjá allri umferðinni á strætinu, og inn á veginn sem lá til Shephards Bush. “Hvernig líður Mr. Mc. Gill?” spurði hann með mestu kurteysi, og næstum með hluttekn- ingu. “Eg veit ekki fnikið um Mc Gill,” svaraði hún- stutt. “Eg bara sé hann stöku sinnum.” “Auðvitað,” nöldraði hann lágt, “búa í sömu byggingu og á sama gólfi, það er ekki eðlilegt að þér vitið mikið um hann.*' Heimilið í góðu lagi? >Þar er maður sem gerir góðverk! Sýnið mér kærleiksríkari mannvin! Ef eg hefði ekki crðið lögreglumaður, hefði eg orðið banka- eigandi og gefið peninga á báðar hendur.” Hún svaraði honum engu,, og Bradley þurfti ekkert svar. “Mundi yður líka að fara í leikhús í kvöld, Miss Perryman?” “Nei,” sagði hún stutt í spuna. “En til kvöldverðar, ef til vill?” Mark hafði sagt henni að hann þyrfti hennar með heim það bráðasta. “Voruð þér að hugsa um að bjóða mér út til kvöldverðar?” spurði hún hryssingslega. Bardley hóstaði. “Jáí bæði og ekki.” Hún sá hann í annað sinn horfa um öxl sér á baksætið í bílnum. 11. “Ef eg væri ekki leynilögreglumaður, skyldi eg hafa lagt leiklist fyrir rhig. Hafið þér lesið það, sem vestur Lundúna Gazette sagði um hlutverkið sem eg lék í léiknum “The School of Seandal”, sem leikfélagið okkar sýndi?” “Það er rétt samboðið ykkur,” svaraði hún. Hann hneigði sig. “Ef mér væri hlátur í hug, skyldi eg hlæja, Sshool for Scandal for Scotland Yard.” sagði hann, eins og við sjálfan sig. Hann sagði ekk- ert meira, þar til að bíllinn staðnæmdist fyrir framan Mable Arch. “Eg þakka yður fyrir greiðann, Miss Perry- man.” Hann ætlaði að stansa við bílgluggan og tala meira við hana, en áður en hann gat nokkuð sagt, var bíllinn þotinn af stað. Maðurinn, sem leit eftir bílum Marks og gerði við þá, bjó í herbergi uppi á lofti í bíl- skúrnum; hann var að bíða eftir Miss Perry- man til að taka á móti bílnum og láta hann inn. “Gott kvöld, Miss — þér eruð nokkuð seint á ferð.” Hún brosti að þessari athugasemd. Mark var ekki vandur að hvaðan hann fékk þjónustu- fólk sitt. Þennan mann hafði hann fengið frá hvíldarheimilinu. “Það gerir ekkert til Manford, eg hafði far- þega, sem þoldi ekki harða keyrslu.” Rétt í þessu fór fólksflutningabíll framhjá, og sneri inn á Cavendish Szuare. Þegar hún kom þar, sá hún að bíllinn hafði stansað. Far- þeginn var( kominn út, og stóð við randstein- inn. Hún rétt rendi augum til hans þegar hún gekk framhjá. Hafði hún séð hann áður? Það var eins og hún hefði óljósa hugmvnd um það. Eða hafði hun aðeins búið til mynd í huga sínum ag slíkum manni? Hann stóð þreyfingarlaus, og þegjandi, kynleg fígúra, sem samsvaraði illa hinu fágæta umhverfi þar sem hún var. Þegar hún gekk upp tröppurnar að framdyrum hússins, leit hún til baka og sá, að hann stóð enn hreifingarlaus í sömu spor- um, henni datt í hug, að það væri einhver scm væri að njósna um ferð hennar. Hún vissi að Mark var inni, því ljósbirta sást í gegnum gluggan, sem var yfir dyrunum að stofu hans. Anna lauk upp hurðinni, og sá að hann sat í hægindastól við arininn, að lesa kvöldblaðið. Hann leit upp þegar hann heyrði að inn var gengið og sagði í viðfeldum róm. “Komnar aftur, yður hefir gengið vel vona eg?” Anna hafði tekið af sér hattinn, og var að laga hárið á sér, fyrir framan stóran spegil. “Eg hafði samferðamann, frá Hammersmith alla leið til Mable Arch — getið þér hver það var í þriðju gátu.” Hann hristi höfuðið, seildist með hendina eftir vindli, sem var á silfurbakka á borðinu. “Eg er of latur til að geta, auk þess býst eg ekki við að vera kunnugur svo nánum vini yðar.” “Getið þér.” Mark bara kýmdi og hagræddi sér í stóln- um. “Eg reyni aldrei að svara gátum, ekki einu sinni gátum tollgæzlumannanna, sem taka svo óheyrilegan toll af því, sem fóþtið þarf að kaupa. Eg er viss um að það hefir verið einhver, sem hefir haft áhuga fyrir yður.” “Það var Bradley, lögreglueftirlitsmaður.” Hann varð sem steini lostinn. “Bradley- Hvað gat hann meint? Stöðvaði hann yður á leiðinni? Hvar var það sem þér höfðuð meðferðis?” Hún hló að öllum þessum ákafaspurningum, og hlátur hennar«sýndist gera hann rólegan. “Hann bara beiddi mig að lofa sér að sitja í bílnum, og eg lofaði honum að gera það. Eg gat ekki vel neitað honum um það. Hann spurði eftir yður.” Mark hvítnaði í andliti. “Skrítinn náungi,” sagði hann, og reyndi að láta sýnast sem svo að hann brosti. Hún síóð fyrir framan spegilinn, og var að snirta hár sitt með ofurlítilli gyltri greiðu. Hann sá hið fagra anddlit hennar endurspeglast, í spegl- inum. “f hvert sinn, sem eg sé mig sjálfa í spegl- inum, finst mér eg vera að líkjast meir og meir slarkarakvendi, Mark. Eg held eg ætti að lita hárið mitt svart.” Mark svaraði þessu engu, og þau þögðu um stund. Hann hafði fært sig í legubekkinn, og starði á myndir í hinum mjúka og kostulega gólfdúk, þegar hún tók aftur til máls. “Stundum fljúga mér í hug minningar, sem eg á svo erfitt að gera mér ljósa grein fyrir. Bradley— hvað kallið þið hann — Brad? Eg gat ekki gert mér rétta hugmynd um hann á leiðinni. Eg hefði átt að verða veik af að hafa hann í bílnum, en eg varð ekki. Það er afar þreytandi að hafa persónu nálægt sér, sem æsir upp allt það versta í huga manns. Eg sagði við sjálfa mig: Hér er maðurinn sem drap minn kæra bróður Ronnie — hann drap hann, gerði hann það ekki? — Það gat hafa verið einhver annar af þeim — Simmond — sá oþokki?” “Brad vissulega drap hann.” Mark starði þungbúinn á gólfdúkinn. “Og Eli gamla líkaj býst eg við. Það er skrítið að hann finst ekki.” “Hvað kom fyrir Eli Josef?” spurði hún. Hann þristi bara höfuðið, en svaraði ekki. “Guð má vita. Hann hefir líklega flúið þegar hann hefir komist að því að hann var í hættu. Hann hefir líklega komist á Þýzkt eða Holl- enskt skip, sem hafa verið á leið ofan eftir fljótinu; við vissum að hann átti bát sem hann ' gat ávalt gripið til ef hann þurfti að fara út í skipin sem fóru eftir fljótinu. Hann var sérstaklega sterkbygður maður.” “Hafið' þér reynt að finna hann?” Hann hikaði við augnablik að svara. “Já, eg sendi mann til Hollands og til Litaníu til að spyrj- ast fyrir um hann — hann er dauður. Hann dó í Utrekt. Þetta veit enginn nema eg og þér.” Hún sýndi engin viðbrigði, svo honum flaug í hug að hún mundi, ef til vill ekki trúa sér, og kannske fengið einhverja vitneskju um hvað skeði í Meyjastiganum. “Hvernig leit hann út? Eg sá hann einu sinni, hann er mjög / óljóst í mynni mínu. Viljið þér lýsa honum fyrir mér?” “Hverjum — Eli Josef? Eg held eg hafi sagt yður það. Hann var um sextugt — fremur hár vexti, með dálítinn herðakistil, gulur í andliti. Hann var æfinlega eins búinn, sumar og vetur, í dökkum frakka, eins og kapteinar brúka hneptum upp í hálsmál, og með rússneska loð- skinns húfu á höfði — því spyrjið þér eftir þessu?” ^ Hún starði á hanu með opnum augum. “Eg sá hann, fyrir svo sem fimtán mínútum, hér fyrir utan húsið,” svaraði hún, og andlit IVlark Mc Gill fölnaði upp allt í e.inu. VI. kafli. Mark MC Gill varð eins, og allt afl hefði á því augnabliki horfið úr líkama hans. Hann hvorki talaði né hreifði legg né lið. Loksins stamaði hann út úr sér. “Þér sáuð hann — Eli Josef í — í Cacandis? Þér eruð ekki með fullu ráði, vitleysa!” Hann hristist, eins og hann væri að hrista aí sér einhverja þunga byrði, sem hún hefði lagt á hann. “Hvar? segið mér.” Hún sagði honum alt um manninn, sem hún sa standa við randsteininn, hjá leiguvagninum. Hann hljóp að glugganum, reif gluggatjaldið frá, opnaði gluggan og fór út á sválirnar. “Hvar?” Hún fylgdi honum út, og benti honum á, þar sem hún sá manninn. “Hann var þarna rétt við hornið.” Leiguvagninn og gamli maðurinn voru horfnir. “Rugl — Guð minn! Þér svei mér létuð mig bregða við! Auðvitað, eg skil hvernig í þessu liggur. Það er náungi, sem á heima í hornhús- inu, Rússneskur prins, eða aðalsmaður, það koma oft menn að heimsækja hann, Rússar, eða einhverjir þeim líkir.” Hendur hans titruðu, og einhver óstyrkur virtist hafa heltekið hann allan. Hún hafði a'drei séð hann því líkan áður, og stóð undr- andi yfir því, hversu mikil áhrif það hafði á hann, ef Eli Josef skyldi vera lifandi. “Hann er dauður — eg veit það, hann er dauður — hvert í hel ?” Hann snerist í hring eins og fældur hestur þegar Tiser kom inn í stofuna. Mr. Tiser. var klæddur í dökkan búning. Hann var í svört- um klæðisfrakka, sem var heldur stór fyrir hann, um hálsinn hafði hann svart bindi, en skyrta hans og kragi var æfinlega hreint. Hann hafði stórar framtennur, sem æfinlega bar mikið á, er hann brosti. Mr. Tiser var fjarska sæll með sig. Hann var sæll yfir því að hann var enn á lífi, sem hann hafði næga ástæðu til að vera; sæll yfir því að hafa tækifæri til að hjálpa, sem hann kallaði olnbogabörnum, en sælastur var hann þegar hann bauð velkon>na einhverja nafnkenda gesti í Hvíldarheimilið. Hann var mjög sæll nú, er hann kom dansandi inn í stofuna. “Góður Guð! Vinir mínir. Það er eins og eg hafi gert ykkur bilt við! Eg skal ekki láta það koma fyrir aftur, eg skal muna eftir að berja að dyrum. Eg hefi líklega komið á oþægilegum tíma.” Anna horfði á hann, og hafði gaman af mikilmensku látum hans og umslætti, þó henni geðjaðist ekki með öllu mjög illa að honum, þá fanst henni erfitt að gjalda honuro þakklæti fyrir þá þjónustu sem hann þóttist veita um- komulausu fólki, í mannúðarskini. “Kæri félagi minn. Þér lítið út eins og þér séuð veikur. Sýnist yður það ekki Miss Perry-\ man? Eg er hræddur. Það er kannske vegna þess, að eg veiti þessu eftirtekt, að eg lifi og hrærist, og á mína tilveru í sterkri heilsu: — Ruddamenni, en hraustir, þorparar en karl- menni, vondir en heilsugóðir. Ha—ha! Ha—ha!” Hann hló kuldahlátur*að fyndni sinni. Hann gleymdi ekki sjálfum sér meðan hann var að tala, því hann gekk rakleitt að veggskáp í siofunni, tók þaðan út flösku og glas. “Horfðu ekki á vínið þegar það er rautt, þegar það hefir réttan lit, he”. En þegar það er gult og mórautt, og lyktar sem mór, he. En allt öðru máli er að gegna held eg.” Hann saup vínið með góðri lyst, og brosti ánægjulega. “Það er allt í góðu lagi á Hvíldarheimilinu.” “Anna heldur að hún hafi séð Eli Josef í dag,” sagði Mark. Andlit Tisers afmyndaðist hræðilega við að Iieyra það. “Fyrir Guðsskuld verið þér ekki að spauga,” sagði Tiser í skjálfandi róm. “Eli Josef — heldur skemtilegt umræðuefni, he. Látið þá dauðu eiga sig, gamli Eli Josef — úh.” Hann skalf á fótunum og setti glasið frá sér. Svitinn stóð á andliti hans, og skuggar komu undir augun. Öll gleðilætin voru horfin. Við- brigðin sem þessi frétt hafði á hann, gerði hann ringlaðan, og Anna varð þess nú fyrst vör, hver þessi kærleiksríki trúboði var. “Eli —Josef — munið þér Mark? Allir þeir draugar og andar, sem hann var í sambandi við. Hamingjan komi til, hann gerði mig oft hræddan, og nú er hann orðinn draugur sjálf- ur — það ér heldur skemtilegt.” Hann skríkti einfeldnislega, fyllti glasið aft-. ur og svolgraði hið sterka vín sem vatn. “Eli Josef er dauður, eins langt og við vit- -um.” Mark þurfti að beita átökum til að geta talað í venjulegum málróm. Mr. Tisen óð að honum, japlandi munninum eins og hálfviti. “Já, já. Þér vitið að hann er dauður! Það er öllum fyrir beztu. Munið þér hvernig hann talaði við anda og drauga Mark? — talaði til þeirra — það var stundum nærri því búið að frysta blóðið í æðum mínum.” Hann nötraði, og hendin sem hann hélt á glasinu með, skalf sem strá í vindi. Hann horfði út í auðnina, eins og hann sæi eitthvað. I þessu hræðsluástandi veitti hann ekki athygli þeim er inni voru. Anna heyrði hugsamr hans, eins og hann talaði í fullum róm. “Það var hræðilegt — helvítlegt. Eg vildi ekki lenda í því aftur. Geturðu ekki séð hann þar sem hann stóð storkandi, og sagði — he — hann kæmi aftur?” Mark stóð hjá honum, greip óþyrmilega í hann og sneri honum í kring. “Viljið þér ekki reyna að vakna, skræfan yðar?” sagði hann hörkulega. “Haldið yður saman! Getið þér ekki séð að þetta fylliríisröfl gerir Miss Perryman hrædda?” “Eg bið fyrirgefningar.” drafaði í Tiser, sem enn skalf eins og hrísla. Mark gaf önnu merki, en hún þurfti þess ekki með, hún tók hatt sinn og handtösku og fór hið bráðasta út úr stofunni. Þegar hún var komin út í ganginn heyrði hún Tiser segja í skrækum og skerandi róm. “Eli Josef — Eli Josef — mennirnir eru ekki ódauðlegir. Mark, þqr vitið að hann er dauður! eruð þér ekki viss um það?” (Kramhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.