Lögberg - 06.05.1943, Page 1

Lögberg - 06.05.1943, Page 1
56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1943. NÚMER 18 Thorðarson-verksmiðjan í Chicago hlýtur heiðursviðurkenningu Dr. C. H. Thordarson. Nýlega barst mér sú fregn, að landsstjórnin í Bandaríkjunum hefði sæmt rafmagnstækja-verk- smiðju dr. C. H. Thordarson í Chicago (Thordarson Electric Manufacturing Companv) heið- ursviðurkenningu fyrir framúr- skarandi starf hennar í þágu stríðssóknar þjóðarinnar. Verð- laun þau, sem hér er um að ræða, eru veitt af hermála- stjórn Bandaríkjanna og nefnast “Army-Navy “E” Award”. Tilkynning um heiðursviður- kenningu þessa barst verksmiðj- unni í bréfi (dags 27. marz) frá Robert E. Patterson, aðstoðar- hermálaráðherra Bandaríkjanna sem stílað var til starfsfólks hennar í heild sinni og er á þessa leið: “This is to inform you that the Army and Navy are con- ferring upon you the Army- Navy Production Award for outstanding achievement in producing war equipment. The award consists of a flag to be flown above your plant and a lapel pin which every member of the Thordarson Electric Manufacturing Comp- any may wear as the mark of an inspiring contribution to the future of our country. Your accomplishment during the past year has set a high standard of practical patriotims, yet the Arnáy and Navy are confident that your record in the future will raise that stand- ard even higher.” Afhending verðlaunanna til verksmiðjunnar og starfsfólks- ins fór fram í veglegri veizlu, sem haldin var í einum af helstu samkomustöðum Chicago- borgar þ. 20. apríl. Má óhætt segja, að heiðurs- viðurkenning þessi varpi, beint og óbeint, ljóma á íslendings- nafnið; og er það ekki í fyrsta sinni, að dr. Thordarson eykur á hróður lands vors og þjóðar. Sjálfur vinnur hann nú af kappi að fullkomnun vélar þeirrar, sem hann gat um í skevti sínu til Þjóðræknisþingsins. Richard Beck. HELZTU FRÉTTIR ÍSLENDINGUR BERST MEÐ FLUGHER BANDAMANNA í NORÐUR-AFRÍKU. Brezka útvarpið í London skýrir frá því í gær, að eini íslenzki flugmaðurinn, sem sé í brezka flughernum, berjist nú í flugsveit sinni í Norður-Afríku. Þessi íslenzki flugmaður heitir Þorsteinn Jónsson og er sonur Snæbjarnar Jónssonar bóksala hér í bænum. Þá segir ennfremur í frétt- inni, að Þorsteinn Jónsson, sem stjórnar orustuflugvél hafi nú skotið niður 3 þýzkar flugvél- ar. Tvær þessara flugvéla skaut hann niður í loftbardögum í Norður-Afríku, en áður hafði hann skotið niður eina þýzka flugvél yfir Englandi. Alþbl 26. jan. ♦ ♦ ♦ ÁTÖKIN UM TUNISÍU. Undanfarna daga fiafa her- sveitir sameinuðu þóðanna unn- ið mjög á í Tunisíu, og er því nú nokkurnveginn alment spáð, að yfir muni ljúka á þeim vett- vangi stríðssóknarinnar með full aðarsigri af þeirra hálfu fyrir lok yfirstandandi mánaðar; að því er nýjustu fregnir herma, eru fylkingar bandamanna nú aðeins um tólf mílur frá hafn- arborginni Bizerte, og innan við átján mílur frá Tunis, sem er höfuðborg landsins; mannfall hefir orðið allmikið á báðar hlið ar, en flugvélatap möndulveld- anna er talið að vei^a fullum helmingi meira en tap hinna sameinuðu þjóða. ♦ f f FLUGSLYS Á ÍSLANDI. Canadiska útvarpið flutti um það óljósa fregn á þriðjudag- inn, að einn af háttsettustu em- bættismönnum ameríska hersins hefði þá nýverið farist af völd- um flugslyss yfir íslandi; þess var getið, að með honum hefðu látið líf sitt þrír aðrir herfor- ingjar, en einn óbreyttur liðs- maður hefði bjargast af. ♦ f ♦ ÞINGFUNDIR HEFJAST í DAG. Sambandsþingið í Ottawa tek- ur á ný til starfa í dag eftir páskafríið, og verður hið fyrsta viðfangsefni þess það, að ræða um og afgreiða fjárveitinguna til stríðssóknarinnar; hve lengi þing kann að sitja fram á sum- ar, er enn eigi vitað. FRÁ AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Svo má segja, að síðastliðna viku hafi í raun og veru alt staðið í stað á austurvígstöðv- unum á Rússlandi; er engu lík- ara en hvorirtveggja aðilja séu að sækja í sig veðrið til undir- búnings nýrra átaka; nú er um- ferð þar í landi orðin sæmileg, og auðveldara að, koma við skrið drekum en áður var; þær orust- ur, sem nokkuð verulega kvað að, voru háðar í Kubanhéraðinu í Kákasusfjöllum, og fóru Þjóð- verjar þar mjög halloka. Á svæðunum í grend við Smolensk hafa Rússar sótt allhart fram við litlum árangri, að því er síðast fréttist. ♦ ♦ ♦ FLYTUR RÆÐU. Dr. Sveinbjörn Johnson. Hinn víðkunni lögspekingur, Dr. Sveinbjörn Johnson, próf. í lögum við ríkisháskólann í Illinois, hefir verið valinn til þess að flytja meginræðuna við uppsögn ríkisháskólans í North Dakota þann 23. yfirstandandi mánaðar. Dr. Sveinbjörn var um eitt skeið dómsmálaráðherra North Dakotaríkis, og gengdi um hríð hæstaréttardómaraembætti í þjónustu þess. ♦ ♦ ♦ ÞÝZKI FLOTINN KOMINN Á VETTVANG. Frá Stokkhólmi er símað á þriðjudaginn, að þýzki flotinn, er fram að þessu hefir haft bæki stöð í Þrándheimsfirði, sé nú sigldur úr höfn, og sennilega kominn á leið til Narvik. Or- ustuskipið Tirpitz er sagt að vera fyrir flotaleiðangri þess- um, ásamt ýmissum beitiskip- um og tundurspillum, og mun tilgangurinn vera sá, að reyna að ná sér niðri á amerískum skipalestum, er flytja hergagna- birgðir til Murmansk. VERKFALLI LOKIÐ. Hinu alvarlega kolaverkfalli í Bandaríkjunum, sem hálf miljón manna tók þátt í, er nú að minsta kosti til bráðabirgða lokið; námumenn fá tveggja dollara kauphækkun á (^ag, og verða að vinna fulla sex daga á viku. Ekki er forseti námumanna samtakanna alls kostar ánægð- ur með úrslit verkfallsins, þó líklegt þyki, að hann láti við svo búið standa um hríð. í út- varpsræðu, sem Roosevelt forseti flutti á sunnudagskvöldið, var hann næsta þungyrtur í garð þeirra manna, sem frumkvæði áttu að verkfallinu, og taldi verkfallið í heild beina árás á lögbundna stjórn hinnar amer- ísku þjóðar. NÝR ÍSLENZKUR LÆKNIR. Dr. Vilhjálmur J. Guttormsson. Þessi ungi og efnilegi læknir, er fæddur í Lundarbæ þann 8. desember 1916, og þar hlaut hann alþýðuskólamentun sína. Síðan fór hann til Winnipeg og hélt þar áfram námi unz hann útskrifaðist í læknisfræði við Manitobaháskólann þann 24. marz síðastliðinn með lofsam- legri einkunn. Dr. Guttormsson er sonur þeirra Vigfúsar J. Guttorms- sonar skálds og kaupmanns á Lundar og frú Vilborgar Gutt- ormsson; nú er hann kominn til Camp Borden í Ontario, sem herlæknir og hefir hlotið Lieut- enantstign. Þau Guttormsson-hjónin hafa lagt frábæra alúð við menntun barna sinna, og er annar sonur þeirra, Peter, fyrir löngu víð- kunnur læknir. NÝR FLOKKSFORINGI. Á nýafstöðnu þingi Liberal- samtakanna í Ontario, sem hald- ið var í Toronto, var Mr. Harry Nixon, kjörinn til flokksforingja með miklu afli atkvæða um- fram þrjá keppinauta sína. Mr. Nixon er 52 ára að aldri og hefir átt sæti í fylkisþinginu í sam- fleytt 23 ár; hann gegndi um hríð ráðherraembætti í fylkis- stjórninni, en sagði því lausu fyrir tæpum tveimur árum vegna ágreinings við Mr. Hep- burn. Talið er víst, að Mr. Nixon takist þá og þegar á hendur ráðuneytisforustu, og að hann muni brátt rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Vor Með útlendingshuga, en höggvin flest bönd er heimsþráin knýtti við feðranna strönd, sem gestur eg reika um gróðursnauð lönd, sem gestur er hvergi á heima. — Og æskan er horfin úr hjarta og kinn, en heimurinn fjöllyndi, dómari minn mér bendir að halda í hamarinn inn þeim hugljúfu draumum að gleyma. En svo kemur’ vorið með sólgeisla skraut, og sigruð er vetrarins langdregna þraut, er fegurðin ríkir við friðarins skaut — eg finn eg á alstaðar heima. Og trúnni eg gleymi, á takmörk og bönd, er tek eg mér vordagsins bikar í hönd, og hugurinn svífur um sólroðans lönd þau sóllönd er minningar geyma. Þú andi, sem veittir mér lífgleði og ljóð; og lýsir mér veginn um ókunna slóð; og kveiktir í sál minni guðstrúar glóð, nú geng eg á hönd þínum vilja. í faðm þinn eg kasta mér, friðsæla vor, þú færir mér starfshvöt og sigrandi þor, og leiðin er indæl og létt er hvert spor að leita, og nema, og skilja. Kristján Pálsson. The Land of Dreams Allir eitt Nú er liðin rúm vika síðan sala verSbréfa Fjórða sigurláns- ins hófst; undirtektir þjóðarinn- ar fram að þessu hafa mátt kallast sæmilegar, en hreint ekki fram yfir það; þörfin á auknum átökum Sigurláninu við víkjandi, er það ljós, að frekari brýningar í þá átt ætti í raun og veru ekki að vera þörf þó víst sé, að góð vísa sé sjaldan of oft kveðin; þetta mál varðar alla þjóðfélagsþegna jafnt, því undir sigursælum úrslitum yfirstand- andi hildarleiks á vora hlið, er framtíðarfrelsi vor sjálfra kom- ið. (Draumalandið) By Guðmundur Magnússon. Oh, let us roam together the land of mountain heather with summers sweet and long, where flowers praise the weather in paradise of song. % I only there found pleasure and perfect life — full measure — Gods favored land — it seems; and there is all I treasure — It is my land of dreams. Sig. Júl. Jóhannesson. translated. Meðan á fyrri heimstyrjöld- inni stóð, komst þáverandi for- sætisráðherra brezku þjóðarinn- ar, David Lloyd George, þannig að orði: “Það verða silfurkúlurnar, sem á sínum tíma ráða niður- lögum styrjaldarinnar.” Með silfurkúlum átti hann vitanlega við peningana, sem nauðsynleg- ir voru vegna stríðsátakanna; og það, sem hann þá sagði, stendur óhaggað í dag. Stjórn þessa lands verður að fá allá þá pen- inga, sem hún þarf til þess að flýta fyrir fullnaðarsigri, og í því efni verða þegnar þessa lands að verða samtaka — verða allir eitt. ♦ -f ♦ LOFTÁRÁS Á DARWIN. - Síðastliðinn sunnudag gerðu Japanir harðsnúna loftárás á hafnarbæinn Darwin, sem mælt er að hafi orsakað þó nokkuð tjón á ýmissum mannvirkjum. Yfirherstjórnin í Ástralíu hefir tilkynt, að flugvélatap hinna sameinuðu þjóða í árás þessari hafi orðið all tilfinnanlegt, þó tölur sé ekki tilgreindar, en Japanir segjast hafa skotið nið- ur fyrir þeim að minsta kosti tuttugu og tvær orustuflugvél- Forlög Forlög manns að dauðadúr deila sæmd og hnjóði Lífið alt er skin og skúr skuldabasl og gróði. Lífsins bröttu boðaföll breyta stefnu og ráðum. Moldin heimtar okkur öll einhvern tíma bráðum. Afmælisvísur orktar 1 o. nóvember, 1 942 Nú heyri eg sögina syngja mér lag frá sólinni ylinn eg finn. Á sextugs og áttunda afmælisdag eg yrki við saghestinn minn. Um leyndardóm fræðast þá löngun mín var hvort lífstíðin þryti nú senn. Þá buldi í söginni hið broslega svar þú brúkar mig töluvert enn. Ef mætti eg spyrja hvað mælist hún löng? uns moldin og eg verðum eitt. Þá dulrænu tónana sögin mín söng og sagði mér hreint ekki neitt. V. J. Guttormsson. ar. SÍJJÍ}«{J«ÍÍÍÍÍ{{Í«}$Í5Í!

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.