Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1943. -----------löBtoerg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lyögbergr" is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manftoba PHONE 86 327 Rafljós og myrkvun Við vorum fjórir á ferð nýlega í bifreið, að aflokinni hinni árlegu skemtisamkomu lestrar- félagsins á Gimli; það var komið nokkuð fram yfir miðnætti, er við ferðafélagarnir lögðum af ^að heimleiðis eftir nokkurra klukkustunda ánægjulega dvöl í “bústa?f guðanna” norður við Vatnið, þar sem öndvegissúlum íslenzkra írumherja í vesturvegi fyrst skolaði á land. Þó komið væri vor, var Winnipegvatn eins langt og augað eygði, eitt óslitið mjallarhaf; veður var svalt, en bjart í lofti, og yfir sléttunni vestrænu hvolfdist heiður stjörnuhiminn í órofa kyrð dulrænnar aprílnæturinnar; við nutum forustu hins öruggasta bifreiðastjóra; ferðin sótt ist greitt, og áður en oss varði, vorum við komnir í námunda við Selkirk; þar voru megin- götur enn raflýstar þó nótt væri; innan tiltölu- lega fárra mínútna bjarmaði fyrir WTinnipeg, borginni okkar, er deplaði þúsundum rafaugna, eins og hún væri að bjóða okkur velkomna heim; það var eins og við ferðafélagarnir vöknuðum af dvala; við fórum að tala um þann feikna mun, sem á því væri, að njóta ótakmarkaðrar raf- Ijósadýrðar frá síðdegi til morguns, eða aðstöðu þess fólks, sem orðið hefði, ásamt óteljandi öðrum mannkúgunarstimplum, myrkvun þýzku Nazistastefnunnar að bráð. Okkur flaug Pólland í hug, þar sem flest er i rústum og myrkur yfir djúpinu; okkur fanst sem að hlustum okkar bærist um óravegu óm- ur af frelsisbæn Pólverja: Guð, þú sem vorri ættjörð skýldir áður, alvaldi guð, sem vilt að hún sig reisi. Lít þú í náð til lýðsins, sem er þjáður, lagður í fjötra jafnt í borg sem hreysi. Guð, heyr vort óp, þess grættir vér þig biðjum, gef oss vort land og frelsa það úr viðjum.” Og nú hefir stór hópur annara saklausra þjóða sömu sögu að segja og Pólland, er hrópa til Guðs um lausn úr helheimi Hitlers-myrkv- unarinnar. Danmörk situr í myrkri, og Npregi er að blæða til ólífis. Og upp að hásæti Guðs stíga heitar bænir allra hreinræktaðra fslend- inga um, að íslenzku þjóðinni verði forðað frá rammagaldri þeirra skaðsemdarafla, sem slökt hafa á vitum þeilagra mannréttinda með öðr- i:m þjóðum; að land feðra okkar, og mæðra, megi í aldir fram halda áfram sköpunarsögu sinni við hækkandi frelsisbjarma komandi dags. Gyðinga sagan er saga merkrar þjóðar, og á að engu fremur skylt við kerlingarsögurj en saga annara þjóða. Gyðingaþjóðin hefir öldum saman verið hundelt fyrir þá sök, að hún hefir ávalt viljað vera hún sjálf. Og nú er það eitt af höfuðboðorðum Hitlers, að þurka þessa gáfuðu, dreifðu þjóð með öllu út af jörðinni; og þó furðulegt sé, verður maður þess var, hér og þar, að slíkt tiltæki eigi skylt við land- hreinsun, og sé að öllu leyti réttmætt. Nú er bifreiðarstjórinn farinn að hægja á ferð, því við ferðafélagarnir vorum komnir inn yfir landamerki borgarinnar, og ferðinni rétt um það að verða lokið; samtal okkar, rétt áður en við kvöddumst laut að því, hve þakk- lát við mættum vera, sem land þetta byggj- um fyrir það frelsi, sem við njótum, þó rétti- lega megi eitt og annað að einu og öðru finna; hve enn sé hér hátt til lofts og vítt til veggja við hækkandi hugsjónir vaxandi lýðfrelsis. Borgin, eða réttara sagt langmestur hluti borgarbúa var nú í fasta svefni; yfir þessari fviðuðu rafljósaborg, höfuðb'org íslendinga vestan hafs, hvolfdist ómælilegur stjörnugeim- urinn — draumur Guðs. Íslendingar skjálfa af kulda í Philadelphia Þannig er fyrirsögn á fréttagrein í blaðinu ‘ Philadelphia Recora” 26. marz síðastliðinn. Creinin er útdráttur úr viðtali fréttaritara við sex unga íslenzka námsmenn þar í borginni. “Veðrið er kaldara í Philadelphia en á íslandi en stúlkurnar eru það ekki.” Þetta er sam- hljóma vitnisburður sex ungra íslendinga hér í borginni, sem allir eru að fullkomna sig í námi við lyfja- og vísindaskólann,' og fellur þeim námið ágætlega. Skipastóll íslendinga hefir minkað um 3,000 smál. á tveimur árum Þeir komu hingað á varðskipum, eftir hættu- legar og langar krókaferðir sem varði í margar vikur. Fjórir þeirra komu í september í haust en hinir fyrir tveimur mánuðum; en þeir hafa allir verið hér nógu lengi til þess að breyta að ýmsu leyti þeim hugmyndum, sem þeir höfðu um þetta land og íbúa þess áður en þeir komu. Þeir hafa yfirleitt mætt miklu vingjarn- legri móttökum en þeir áttu von á; er þeir lýsa vonbrigðum sínum í sambandi við ame- rxskar lyfjabúðir og þeir eru hálf hissa á því að hafa ekki mætt neinum ræningjum, sem svo mikið veður er gert af í hreyfimyndum og sýningum að vestan. Þessir ungu gestir eru á aldrinum frá 22 til 28 ára, allir útskrifaðir stúdentar með sex ára rámsskeið að baki sér sem svarar til miðskóla hér og þriggja ára háskólanámi. Þeir tala allir laukrétta ensku. Að útliti til eru þeir alveg eins og venjulegir amerískir menn. Á venjulegum tímum hefðu þeir fullkomnað nám sitt í Evrópu — sennilega í Danmörku. Hafi þeir efast um það áður að hér væri um íullkomið nám og góða kenslu að ræða þá hafa þeir nú þegar sannfærst í því tilliti. Vér gátum þess að þeim félli vel á skólanum, og þá má bæta við að kennurunum fellur ekki síður vel við þá: “Þessir piltar eru allir góðir námsmenn og hafa staðið sig ágætlega við prófin”, sagði Dr. E. Fullerton Cook forstjóri lyfj afræðisdeildarinnar. En þegar þessir gestir eiga að segja álit sitt um lyfjabúðir í Vesturheimi kveður við annan tón: “Lyfjabúðirnar hér eru miklu líkari kaffi- stofum”, sagði Ivar Daníelsson. “Lyfjafræðsla er miklu fullkomnari hér en lyfjabúðirnar,” sagði Sigurður Magnússon. “Á íslandi eru lyfjabúðirnar miklu stærri — þar vinna að meðaltali 40 til 50 manns — og þar er ekkert selt nema meðul og ef til vill lítið eitt af fegurðarlyfjum — engin ísrjómi, engar brauðsneiðar, engin skrifföng. íslendingar heima mundu ekki stíga fæti sínum inn í lyfjabúð líka þeim, sem þið hafið hérna.” Lyfjabúðirnar eru tiltölulega miklu færri á íslandi en í Ameríku; þar er að meðaltali ein lyfjabúð fyrir 12 500 íbúa, en hér er að meðal- talið einn fyrir 2000 manns. Lyfjabúðirnar á ís- landi eru jafnframt lyfjagerðarhús. Þessir námsmenn segja það hreinskilningslega að Ameríkumenn séu miklu viðkunnanlegri en þeir hafi gert sér í hugarlund. Þeir segjast hafa att hægt með að kynnast amerísku stúlkunum. “Þær eru alveg eins og stúlkurnar heima,” sagði iViatthías Ingibergsson: “nema að því leyti að þær eru meira blátt áíram og það er auð- veldara að kynnast þeim. Við höíum mætt vinsemd og kurteisi hjá öllum, sem við höí- um kynst.” “Það er mér gleðiefni að eg kom hingað,” sagði Kjartan Jonsson: “Við attum alls ekki \on á svona góðum viðtökum, fólkið er mikiu vingjarnlegra en við héldum.” “Er það satt að kuldalega sé tekið á móti amerískum hermönnum á Islandi,” var spurt. “Það er ekki vegna þess að þeir eru Vestur- heimsmenn, heldur sökum hins, að þeir eru hermenn,” svaraði Sigurður Ólafsson: “Auð- vitað höfum við samhygð með Bandaríkja- mönnum og því sem þeir aðhafast, en samt sem áður er það erfitt að sýna vináttu gagn- vart herliði sem flutt hefir inn í landið”. “Hinn margræddi kuldi, sem sagt er að ís- lenzkar stúlkur sýni amerískum hermönnum,” sagði einn stúdentanna, “er að nokkru leyti afleiðing þess að setuliðshermanni er bannað það bæði af herstjórn Bandaríkjanna og af stjórninni á Islandi að kvongast íslenzkri stúlku.” ísland er ekki kalt land, eins og hér er alment álitið,” sagði Kjartan Jónssou: “Hér halda menn að við hljótum að vera Eskimóar. Sannleikurinn er sá að þar er aldrei kaldara en 10 fyrir ofan frostmark.” “Kaldasti vetur, sem eg hefi komið út í, er einmitt hérna í Philadelphia”, sagði Sigurður Magnússon. Þegar þessir gestir koma aftur til ættjarðar sinnar að afloknu námi, segjast þeir ætla að gerast talsmenn og fulltrúar vináttu og virð- ingar gagnvart Vesturheimi. , Nöfn hinna ungu námsmanna eru þessi: ívar Daníelsson, Kjartan Jónsson, Sigurður Jónsson, Sigurður Ólafsson, Sigurður Magnússon og Matthías Ingibergsson. Blaðið flytur af jjeim ágæta mynd. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Nýútkomin Hagtíðindi birta lista yfir skipastól íslendinga í árslok 1942. Samkvæmt honum hefri skipastóllinn minkað um 3000 smál. á tveimur árum. Ár- ið 1940 áttu Islendingar skipa- stól er nam 43.476 brúttó smál. 1941 var skipastóllinn 41.233 smálestir og í árslokin síðustu 40.575 smálestir. En þrátt fyrir að smálesta- talan hafi minkað, hefir tölu skipa, sem eru 12 smálestir og stærri, fjölgað. Við síðustu ára- mót áttum við 627 skip, en ekki nema 602 árið 1940. Gufuskip- um hefir hinsvegar fækkað, því 1940 áttum við samtals 78 gufu- skip, en ekki nema 59 í árslok 1942. Allur þorrinn af þessum skip- um eru fiskiskip. Eftir notkun þeirra skiptast þau þannig: í Botnvörpuskip 31, alt gufu- ( skip, önnur fiskiskip 576, þar af 18 gufuskip, fafþegaskip 8 5 gufu- og 3 mótorskip, vöru- flutningaskip 8, 4 gufu- og 4 mótorskip, varðskip 2, bæði mótorskip, björgunarskip 1 og dráttarskip 1. Af farþegaskipunum eru 5 gufuskip. Brúarfoss, Dettifoss, Goðafoss, Lagarfoss, og Súðin, en 3 mótorskip: Esja, Fagra- nes og Laxfoss. Vöruflutninga- skipin eru: Selfoss, Fjallfoss, Hermóður og Katla, gufuskip, og Arctic, Skeljungur, Skaftfell- ingur og Baldur frá Stykkis- hólmi, mótorskip. Varðskipin eru: Ægir og Óðinn, mótorskip. Björgunarskipið er Sæbjörg, og dráttarskipið er Magni, eign Reykj a víkurhafnar. Frá næsta hausti á undan hef- ir skipum fjölgað um 27, en lesta talan samt lækkað um 658 lest- ir. Mótorskipum hefir fjölgað um 33 og lestatala þeirra hækk- að um 900 lestir. Hinsvegar hef- ir gufuskipunum fækkað um 6 og lestatala þeirra lækkað um 1558 lestir. Reyndar hefir 1 gufu skip bæst við, sem var keypt strandað og síðan gert við, en aftur á móti hafa 7 fall- ið í burtu. Eitt þeirra er komið í útlenda eigu, Gullfoss, 3 hafa farist, Fróði, Jón Ólafsson og Sviði, en 3 hefir verið breytt í mótorskip. Þó að mótorskipun um hafi fjölgað, hafa samt líka mörg þeirra fallið burtu á árinu. í Sjómannaalmanakinu er talið, að 15 þeirra hafi strandað eða farist á annan hátt, en 2 verið rifin. Mbl. 12. marz. unar um endurreisn Alþingis Saga Alþingis verður fullgerð 1945. Alþingi mintist 8. marz merki- legra tímamóta. Þá voru 100 ár liðin frá því að gefin var út tilskipun um endurreisn Al- þingis. Þessi tilskipun var gef- in út 8. marz 1843, en fyrsta endurreista þingið kom saman 1. júlí 1845. Alþingi minnist þessara tíma- móta með sérstökum dagskrár- lið á fundi í Sameinuðu þingi. Þessi dagskrárliður er; 100 ára minning tilskipunarinnar um endurreisn Alþingis. Forseti Sþ., Haraldur Guðmundsson flutti ávarp. Á þessum þingfundi var einnig lögð fram, rædd og af- greidd ný þingsályktunartillaga um sögu Alþingis. Flutnings- menn tillögunnar eru þeir Har- aldur Guðmundsson, Jóhann Jósefsson, Steingrímur Aðal- steinsson og Jörundur Brynjólfs- son. ' Þingsályktunartillagari er svo- hljóðandi: “Alþingi ályktar að fela 5 manna nefnd, er ríkisstjórnin skipar, að láta fullgera sögu Al- þingis, þá er fyrirhugað var að gefa út á 1000 ára hátíð þings- ins 1930, með svipaðri tilhögun og ráð var þá fyrir gert, ásamt viðauka, er fjalli um tímabilið eftir 1930, enda sé miðað við, að ritið komi út á árinu 1945, þeg- ar liðin eru 100 ár frá endur- reisn Alþingis. Fjórir nefndarmanna skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu þingflokkanna, og nefnir hver þeirra einn mann, en hinn fimti skal skipaður án tilnefningar. — Nefndin kýs sér sjálf formann. Kostnað að útgáfunni og af störfum nefndarinnar skal greiða úr ríkissjóði”. I greinargerð segir: Með tilskipun frá 8. marz 1843 var ákveðið að endurreisa Al- þingi, og kom hið endurreista þing saman í fyrsta sinni 1. júlí 1845. Flutningsmönnum þessarar til- lögu þykir hlýða, að minnst sé þessara merkilegu tímamóta í sögu þingsins með þeim hætti m. a. að þingið geri ráðstafanir til þess, að fullgerð verði saga þess og hún gefin út á 100 ára afmæli hins endurreista Al- þingis, 1945, en drög til alþingis- sögunnar eru mörg fyrir hendi. Mbl. 7. marz. Þakkarorð og rabb Löng er vist í liðagigt liggja þrjá mánuði á eigin reynslu er það bygt og aldrei verður framhald trygt, þó vonirnar við veruleikann suði. Þessar ljóðlínur eru hvorki fréttmætar né frumlegar. Þetta er svo algengt og hversdags- legt, að rosknir menn séu alls- lags kvillum haldnir, ekki er það heldur skrifað í þeim til- gangi að eg óski eða vænti neinn ar samhrygðar né sjúkrastyrks, heldur aðeins að geta þess manns sem gerði mér þennan tíma ekki aðeins þolanlegan, heldur skemtilegan hvíldartíma því þótt eg gæti mig lítið hreyft, tók ekki út neinar kvalir þegar eg hreyfði mig ekkert. Eftir að vera búinn að vera eina viku á sjúkrahúsi á Gimli átti eg tal við læknirinn þar Dr. K. John- son sem bæði er læknir góður og ljúfmenni og var hann svo hreinskilinn að láta mig vita að þetta mundi geta orðið lang- vint og það eina sem læknis- fræðin þekti væri heitir vatns- bakstrar og þó sólar og sumar- hitinn bestur; leist mér þá illa á þá hliðina, sem að kostnað- inum laut, enda þótt eg kynni vel við þær syndlausu systur nunnurnar; spurði læknirinn mig hvort eg ætti enga kunn- ingja á Gimli, en þá átti eg fáa, enda heyrði eg að svo þröngt væri þar í hverju húsi að gamalmenni, sem annars voru ekkert veik urðu að vera á sjúkrahúsinu; var það því bæði nndrun og ánægja fyrir mig þegar læknirinn sagði mér næsta dag að hann tæki mig til Jó- hanns Sæmundssonar, sem er stutt frá húsi læknisins; þar var eg svo yfir þrjá mánuði. Enda þó eg kannaðist vel við Jóhann Sæmundsson, sem er af íslandi úr sömu sýslu og eg, ög hér heyrði eg hans líka oft getið, vorum við sem sagt ekki neitt persónulega kunnugir; gat honum því ekki gengið neinn vanalegur vinskapur til allra síst á batavon, heldur aðeins hjálp- fýsi og hjartagæska. Það sem eg vissi um Jóhann heima var að hann þótti með beztu verk- mönnum, en hér heyrði eg hans getið sem ráðdeildar og reglu- manns og búmanns í bezta lagi. Eg býst við að eg hafi snert af kvilla sem kvelur marga að álíta þá alla auðs og efnishyggju menn sem fjármunalega eru sjálfstæðir en þetta á hvergi við um Jóhann, heldur hitt að hann er víðsýnn mannúðarmaður frjáls og félagslyndur, enda þó hitt standi óhaggað um verk- lægpi hans og vinnuþrek og til marks um það er að núna síðast- liðinn vetur er hann búinn að spinna og prjóna þrjú hundruð pör af vetlingum auk annarar vinnu og sagar tvö korð af við á dag í vanalega stóarlengd, þetta mun einsdæmi um hálf- áttræðan mann. Þó virðist hann altaf hafa tíma að gera öðrum greiða, sem hans lejta, sem eru bísna margir sem eru hjálpar- þurfar á margan hátt, og aldrei leið sá dagur að hann læsi ekki eitthvað, mér og sér til skemt- unar, hann er mjög bókhneygð- ur og hefir góðan skilning á bókum og fáa betri stuðnings- menn hygg eg Lestrarfélagið eigi en hann. Það eru aðeins tvö ár síðan hann fluttist til Gimli og bygði þar hús fyrir það að hann þoldi ekki orðið erfiðisvinnu en lét búið í hendur syni sínum en ekki var hann fyr búinn að fullgera húsið en hann tók gamalmennið Magnús Sigurðs- son frá Storð auk hans hefir nálega alt af verið þar einhver sem hefir verið undir læknis- hendi en of fátækt til að vera á sjúkrahúsi og af eigin revnslu get eg borið um það að það er ekki gert í hagnaðarskyni því því er fremur tap en tekjur með þeirri aðbúð sem þar er. því til sönnunar nægir að sjá og heyra gamla ættfræðinginn Magnús áttatíu og sjö ára alt af blíðan og brosandi ræðinn og rannsak- andi íslenzka ættfræði. Eg býst við sumum finnist þettað vera óþarflega orðmargt og efni og orðfæri sé fremur fátæklegt, en mér finst eg eigi fullan rétt á að blöðin birti þetta þar sem í hverri viku eru lof- samleg ummæli um nálega alla sem einhverju lærdómsprófi ljúka, að ekki sé nefnt ef einhver nær þingstöðu eða öðrum embætt um án þess nokkur viti fyrir- fram hvort það verður til gagns eða gæfu fyrir þá eða aðra, en hitt geta allir sagt og sannað sem til þekkja sá sem lokið hef- ir sjötíu og fimm ára lífsprófi með dáð og drengskap, honum á land og þjóð mikið að þakka, þó hann hafi ekkert embættis- próf tekið, en þess sér maður sjaldan getið nema þá helst í sambandi við gull eða silfur- brúðkaup, þó aðeins ef veizla hefir verið haldin, verður því oft eins og matarlykt af þess- háttar umsögnum, en svo má segja að nálega allir eigi von á æfiminningu við síðasta áfang- ann, en þær eru oftast svipaðar á hverja hliðina sem oltið hefir. í vanalegum þakkar ávörpum eru oftast nefnd nokkur nöfn, og svo ótal fleiri sem Guð er beðinn að blessa af ríkdómi sinnar náðar, þessari reglu vil eg fylgja aðeins að sleppa úr þessu ótal fleiri, því þó einstaka maður heimsækti mig tók eing- inn virkan þátt í kjörum mín- um nema Jóhann og hans heimili. Hnausar 17. apríl 1943. Daníel Halldórson. Wartime Prices and Trade Board Skömtunardeild W. P. & T. B. hefir ákveðið að láta bændur hafa seðla til þess að kaupa ^kamt af sykri te og kaffi, einn- ig smjöri, ef þess þarf, þegar þeir bæta við sig vinnufólki sem ekki er hjá þeim nema nokkra daga. Beiðnir eiga að sendast á næstu skrifstofu Local Ration Board. Hver umsækjandi verð- ur að taka fram hve margt vinnufólk hann mun ráða til sín, og hve lengi hver um sig verði hjá honum, einnig, hve margar máltíðir í alt verði veitt- ar þessu fólki á meðan það er í hans þjónustu. Ef smjör er framleitt á heim- ilinu, er ekki nauðsynlegt að biðja um smjörseðla, nema að það sem búið er til heima fyrir hrökkvi ekki til, og bóndinn verði því að kaupa viðbót í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.