Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1943. 7 Frá Sendiráði íslands í Washington Upplýsingastarfsemi (Framhald) FYRSTU FRAMKVÆMDIR RÍKISSTJÓRNARINNAR. IL Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar!. Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dögum. og það íólk, sem hennar nýtur, hefir ætíð forgangs- rélt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við fræguslu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg ;!1 Bann gegn verðhækkunum. Ríkisstjórnin lagði strax fyrir Alþingi sitt fyrsta frumvarp og var það um stöðvun á hækkun dýrtíðarinnar. Alþingi samþykti frumvarpið hinn 19. des. og varð það að lögum samdægurs. Fólst í því heimild til að ákveða að ekki megi frá útgáfudegi aug- lýsingar og þar til nánar verði ákveðið, þó ekki lengur en til lok febrúar-mánaðar 1943 selja nokkra vöru í heilsölu eða smá- sölu, innlenda eða erlenda, við hærra verði en lægst var á henni á hverjum stað hinn 18. des. 1942. Auglýsing um þetta var og gefin út 19. des. 1942 og gilda því ákvæðin frá þeim degi. Jafnframt var samkvæmt heimild í sömu lögum bannað að hækka farmgjöld og flutn- inga á landi, lofti og sjó, við- gerðir, smíðar, saumaskap, prent un og annað slíkt. Skipun viðskipiaráðs. Þegar er Alþingi kom saman eftir áramótin lagði stjórnin fyr- ir þingið frumvarp um nýja skipun á innflutnings- og gjald- eyrismálum. Tilætlunin er að ieggja niður Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd svo og dóm- nefnd í verðlagsmálum, en stofna fimm manna Viðskipta- ráð er sjái um framkvæmd þess ara mála og er valdsvið þess allrúmt. Skyldi ríkisstjórnin skipa menn í viðskiptaráðið. Frum- varpið vakti nokkurn ágreining í þinginu, sérstaklega vildi þingið hafa afskifti af vali manna í Viðskiptaráðið, en ríkis- stjórnin vildi ekki kvika frá því að hún ein skyldi ráða manna- valinu. Hafði hún sitt fram. Frumvarpið varð að lögum með þeirri breytingu að eigi mætti skipa í Viðskiptaráð fulltrúa sérstakra stétta eða félaga né heldur menn, er eiga beinna hagsmuna að gæta í sambandi við störf ráðsins eða eru í þjón- ustu aðila, sem svo er ástatt um. Lögin eru staðfest 16. janúar 1943 og er texti þeirra svohljóð- andi: L gr. Ríkisstjórnin skipar fimm manna nefnd, er nefnist Við- skiptaráð, og jafnmarga vara- menn, er sæti taka í ráðinu í forföllum aðalmanna, eða ef sæti verður laust um stundar- sakir. Eigi má skipa í Viðskiptaráð fulltrúa sérstakra stétta eða féiaga né heldur menn, er eiga heinna hagsmuna að gæta í sambandi við störf ráðsins eða eru í þjónustu aðila, sem svo er ástatt um. 2. gr. Viðskiptaráð hefir þessi verk- efni með höndum: L Akveður, hvaða vörur skuli flytja til landsins. 2. Ráðstafar farmrými í skipum er annast eiga vöruflutninga til landsins og eru eign ís- lenzkra aðila eða á vegum þeirra. 3. Ráðstafar gjaldeyri til vöru- kaupa erlendis og annara nauðsynja. 4. Úthlutar innflutningi á vör- um til innflytjenda og setur þau skilyrði um hann, sem nauðsynleg kunna að vera eða verða vegna ófriðar- ástands eða viðskiptaskilyrða. 5. Annast innflutning brýnna nauðsynja eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar, ef hún tel- ur sýnilegt, að innflytjendur sjái ekki þörf þjóðarinnar borgið, eða aðrar ástæður gera slíkar ráðstafanir nauð- synlegar að dómi ríkisstjórn- arinnar. 6. Fer með verðlagsákvarðanir og verðlagseftirlit samkvæmt lögum nr. 79/1942 eða öðrum lögum, sem sett verða í þeira stað, og vöruskömmtun lög- um samkvæmt. Ráðherra getur sett Viðskiptaráði starfs reglur. 3. gr. Engan erlendan gjaldeyri má láta af hendi án leyfis Við- skiptaráðs, nema séu greiðslur vegna ríkissjóðs og banka eða vextir og afborganir bæjar- og sveitarfélaga. Landsbanki ís- lands og Útvegsbanki Islands h.f. hafa einir kauprétt á er- lendum gjaldeyri. Þeim gjaldeyri, sem bankarnir kaupa, skal skipt milli Lands- banka Islands og Útvegsbanka íslands h.f., þannig að hinn síð- arnefndi fái þriðja hluta alls gjaldeyris, ef hann óskar, fyrir innkaupsverð, hlutfallslega af hverri mynt, sem keypt er á mánuði hverjum. Hlutfalli því, sem hvor banki fær, getur ráð- herra breytt, ef báðir bankarnir samþykkja. Enginn hefir rétt til að selja erlendan gjaldeyri nema Landsbanki íslands og Út- vegsbanki íslands h.f. Þó er póststjórninni heimil slík verzl- un innan þeirra takmarka, sem ráðherra setur. Bannað er að flytja íslenzkan eða erlendan gjaldmiðil úr landi, nema nauðsynlegan farareyri eftir reglum, sem ráðherra setur. 4. gr. Ríkisstjórnin setur nánari fyrirmæli í reglugerð um efni þau, er í lögum þessum greinir, þar á meðal um úthlutun inn- flutnings og um gjaldeyrisleyfi, um gjaldeyrisverzlun, um eftir- lit tollmanna til varnar við út- flutningi innlends og erlends gjaldmiðils og til tryggingar því, að íslenzk útflutningsverðmæti verði greidd með erlendum gjaldeyri, er renni til bankanna. Enn fremur ákvæði um það, að allur annar gjaldeyrir, sem menn eiga eða eignast, renni til þeirra. 5. gr. Hver sá, er innflutningsleyfi fær, greiðir Viðskiptaráði % af upphæð þeirri, sem leyfi hljóð ar um, þó aldrei minna en 1 krónu fyrir hvert einstakt leyfi. Skal gjaldi þessu varið til að standast kostnað af Viðskipta- ráði og framkvæmd þessara laga. 6. gr. Bhot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim, þar á meðal skilyrðum um leyfi, er Viðskiptaráð setur, varða sektum allt að 100.000 kr. Ef miklar sakir eru eða brot er ítrekað, má og svipta sökunaut með dómi rétti til verzlunar. Upptaka eignar samkvæmt 69. gr. almennra hegningarlaga skal og heimil vera. 7. gr. Mál út af brotum samkvæmt 6. gr. fara að hætti opinberra mála. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi numin lög nr. 99/1941, svo og önnur ákvæði, sem fara í bág við lög þessi. Lög þessi falla úr gildi í síð- asta lagi sex mánuðum eftir að núverandi Evrópustyrjöld er lokið. Ákvæði til bráðabirgða. Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd skal starfa þangað til Við- skiptaráð hefir tekið við þeim störfum, sem nefndin hefir nú. Hinn 20. janúar skipaði ríkis- stjórnin eftirtalda menn í Við- skiptaráð: Svanbjörn Frímannsson, aðal- gjaldkeri Landsbankans, for- maður. Gunnlaugur E. Briem, stjórn- arráðsfulltrúi, varaformaður. Jón Guðmundsson, skvifstofu- stjóri í viðskiptamálaráðuneyt- inu. Jón ívarsson fyrv. alþingis- maður. Dr. Oddur Guðjónsson skrif- stofustj. Verzlunarráðsins. Jón Ivarsson hefir þó ekki tek- ið sæti í ráðinu að svo stöddu heldur varamaður, Sigtryggur Klemenzson lögfræðingur. Viðskiptaráðið tók til starfa 26. janúar. Verðlækkun á nokkrum vörum. Hinn 2. janúar skýrði ríkis- stjórnin frá því að verð hefði verið lækkað á eftirtöldum vöru- tegundum: Egg hafa lækkað úr kr. 25.00 kg í 16.00 kg. Smjör hefir lækk- að úr ca. 21.50 kg í 16.00 kg. Kindakjöt (súpukjöt) hefir lækk að úr ca. 7.75 kg í 6.50 kg. Kol hafa lækkað úr kr. 200.00 pr. tonn í kr. 184.00 per. tonn. Saltkjöt hefir lækkað úr kr. 820.00 tunnan í kr. 690.00 tunn- an. Ákveðin hefir ennfremur ver- ið hámarksálagning á tilbúnum fatnaði og munu á næstunni verða sett slík ákvæði um æ fleiri vörur. Uppbætur á landbúnaðarafurðir. Skv. þingsályktunartillögu samþykktri á vetrarþinginu 1941 nema verðuppbætur ríkissjóðs á landbúnaðarafurðir frá 1941 sem hér segir (talið í þús. kr.): Gærur 2.096 þús. Garnir 396 þús. Ull áætl. 1.991 þús. Uppbæturnar á gærur og garn ir hafa verið greiddar. Skv. þál. frá síðasta sumarþingi skal veita þessar uppbætur (enn ógreidd- ar): Ull 5.332 þús. Gærur 8.781 þús. Kjöt 6.000 þús. Sjávarúlvegurinn 1942. (Bygt á yfirliti forstjóra Fiski félags Islands í dagblaðinu Vísi 5. jan. 1943). Allt frá því styrjöldin hófst og út árið 1941 mun óhætt að segja, að afkoma sjávatútvegs- ins hafi verið góð. Á þessu varð nokkur breyting á árinu 1942 og það til hins verra. Því skal ekki haldið fram, að um taprekstur hafi verið að ræða hjá útgerðinni á þessu ári, en þegar öll kurl koma til grafar, þá er næst að halda að afgangurinn hjá hinni smærri útgerð að minnsta kosti verði ekki ýkja mikill. Þátttaka í útgerðinni mun yfir leitt hafa verið minni á árinu en á fyrra ári. Ollu þar mestu um að miklir erfiðleikum var bundið að fá fólk á bátana og á þetta þó eingum við um smæstu bátana. Eftirspurnin eftir vinnuaflinu til landvinnu, einkum í þágu setuliðanna, var svo gífurleg og kaupið sem gold- ið var fyrir þá vinnu svo hátt, að menn tóku heldur þann kost- inn, að taka fé sitt á þurru landi. • Aílabrögð á þorskveiðum voru yfirleitt mjög misjöfn á árinu og var það hvortveggja að gæft- ir voru stirðar og afli oft treg- ur. Á vetrarvertíð sunnanlands voru gæftir frámunalega stirð- ar lengi vertíðar og afli sömu- leiðis tregur, þó glæddist afl- inn þegar leið á vertíðina og í maí-mánuði var góður afli og stóð fram yfir lok, en það er heldur ótítt. En þrátt fyrir afla- hrotu þá, sem kom 1 lok vertíð- arinnar, verður að telja vertíðina í lakasta lagi hvað aflamagn snertir. Heildaraflinn á öllu landinu mun hafa numið um 190 þús. smál. (af slægðum fiski með haus); er það 5. þús. smál. minni afli en á fyrra ári. Verkun á aflanum var með svipuðum hætti og árið áður. Yfirgnæfandi meirihl. aflans var fluttur út ísvarinn. Sáu bæði íslenzk og erlend skip um þá flutninga auk þess sem tog- ararnir fluttu utan fisk, sem þeir veiddu sjálfir. Islenzku fisk tökuskipin, sem flest eru smá, fóru um 180 ferðir á árinu, j en 201 ferð á fyrra ári. Aftur á móti fjölgaði ferðum togar- anna úr 188 í rúmlega 300. Var siglingum haldið áfram viðstöðu laust fram í októbermánuð, en lögðust eftir það niður að mestu. Ástæðan til þessarar siglinga- stöðvunar var, eins og mönnum mun kunnugt sú, að Bretar skip- uðu svo fyrir, að togararnir skyldu sigla til hafna á austur- strönd Bretlands tvær ferðir af hverjum þremur sem þeir færu, en þá þriðju mættu þeir sigla til þeirrar hafnar á vesturströnd inni sem þeir áður höfðu siglt til. Saltfiskverkun var mjög lítil á árinu miðað við það sem var hér áður fyrr. Mun hún hafa verið u.ndir 3. þús. smál. alls en var árið áður um 13 þús. smál. Hraðfrystihúsum fjölgaði enn á árinu og munu hafa verið starfrækt 44 hús og enn eru nokkur hús í byggingu. Alls munu hafa verið fryst á árinu talsvert yfir 20 þús. smál. af fiski og mun það vera um helmingi meira en á fyrra ári. Framleiðsla hraðfrystihúsanna var eins og annar fiskur seld samkv. samningi fyrir fastákveð- ið verð til júní-loka 1943. Seinni hluta ársins 1942 hækkaði fram- leiðslukostnaður frystihúsanna hröðum skrefum sem bein af- leiðing af hinni vaxandi dýrtíð í landinu. Gerði þetta alla starfs- rækslú húsanna mjög erfiða og svo kom að lokum, að frysti- húsaeigendur töldu sig ækki geta starfrækt hús sín vegna hins aukna framleiðslukostnað- ar. Síldveiðin. Eins og á fyrra ári varð nokk- ur dráttur á því, að gengið væri frá samningum um sölu á síldarafurðum. Það dróst því nokkuð að unnt væri að ákveða verðið á bræðslusíldinni. Hinn 2. júní tilkynnti ríkisstjórnin, þá ákvörðun sína, að ríkisverk- smiðjurnar skyldu hefja mót- töku síldar hinn 5. júlí og greiða kr. 18.00 fyrir mál fast verð eða kr. 15.30 pr. mál, ef síld væri tekin til vinnslu og^uppbót síðar ef afkoma verksmiðjanna leyfði. Var hér um mjög verulega hækkun á síldarafurðum að ræða frá því sem verið hafði á fyrra ári, en þá var það kr. 12.00 pr. mál. Varð þetta til þess, að þátttaka í síldveiðun- um varð meiri en ella hefði orðið. Alls tóku þátt í síldveið- unum 114 skip með 101 herpi- nót, en tala skipverja á síld- veiðiflotanum var 1690. Á fyrra ári voru stundaðar síidveiðar « alls með 105 herpinótum, en ár- ið 1940 er talan 171. Síldar- vertíðina í sumar er óhætt að telja eina þá beztu sem komið hefir hvað aflamagn snertir. Alls nam bræðslusíldaraflinn 1.544.159 hektol. en 979.103 hektól. á fyrra ári. Söltun síldar var með minsta móti á árinu. Voru saltaðar alls 49.548 tn. en þar af voru 10.714 tn Faxaflóa- síld, en sú síld var söltuð um vorið og þó einkum um haustið. Á fyrra ári nam heildarsöltunin 70.003 tn. Yfirgnæfandi meiri hluti Norðurlands-síldarinnar var matiesverkaður eða alls 28.874 tn. og er það meira magn en verið hefir þrjú undanfarin ár. Öll Norðurlands-síldin er seld til Bandaríkjanna en Faxa- síldin samkv. fisksölusamning- um til Bretlands. Meðalafli hinha einstöku skipaflokka á síldveiðunum varð svo sem hér segir: Togarar 18.545 mál (mál = 1.5 hektol.) (15.034)*. Línuveiðarar 16.691 mál (7.313). Mótorskip 9.666 mál (6.104). Mótorbátar 2 um nót 8.444 mál (4.381). Er meðalafli skipanna á þessari vertíð sá hæsti, sem nokkurntíma hefir þekkzt hér á landi. *Tölurnar í svigunum tákna meðalaflann árið 1941. Sala afurðanna og útflutningur. Árið 1941 var í fyrsta skipti gerður samningur um sölu á öllum fiski landsmanna til eins árs í senn. Gilti sá samningur til 30. júní 1942. Voru samning- ar þessir gerðir við Breta. I júní 1942 voru gerðir nýjir samningar, að mörgu leyti svip- aðir hinum fyrri, en þó ennþá víðtækari, og gilda þeir til 30. júní 1943. En nú voru það Bandaríkin, sem voru kaup- andi afurðanna, enda þótt meiri hluti þeirra væri fluttur út til Bretlands. Við þetta vannst fyrst og fremst það, að í stað sterlingspunda, sem Bretar höfðu greitt fyrir þær afurðir, sem þeir keyptu, var andvirði þeirra afurða, sem seldir voru samkv. síðari samningi, greitt í Bandaríkja-dollurum, en þess gjaldeyris var okkur mikil þörf til innkaupa á ýmis konar varn- ingi frá Bandaríkjunum. Verðlag á fiskinum samkv. þessum samningi varð mun hag- stæðara en eftir hinum fyrri. Hækkaði verðjð um 28% og mátti það teljast fullkomlega viðunandi, eins og sakir stóðu, þegar samningarnir voru gerðir •í lok júní-mánaðar. En seinni hluta ársins 1942 hefir allt verð- lag og kaupgjald í landinu breytzt svo mjög til hækkunar, að útgerðarkostnaður aliur hef- ir stórhækkað og meira en etið upp verðhækkunina á fiskinum. (Framhald) Þegar Jana litla ætlaði að fara að hátta, sagði mamma hennar við hana: “Þú veist það, Jana mín, að amma þín er komin til okkar, og mundu nú eftir, þegar hún bið- ur guð að varðveita okkur, að biðja hana einnig að lofa ömmu þinni að lifa miklu lengur og verða gömul.” “Ó, hún er nógu gömul”, svar- aði Jana. “Eg ætla heldur að biðja guð að gera hana yngri”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.