Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines For Betler Dry Cleaning and Laundry PHONES 36 311 Seven Lines **£ ulerers ' dV^ ,A ......»£><>• ,to* Co^- Service and Salisfaciion 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1943. NÚMER 23 HELZTU FRÉTTIR STJÓRNARBYLTING í ARGENTÍNU. Síðastliðinn föstudag fór fram í Argentínu stjórnarbylting með svo skjótum atburðum, að megin þorri þjóðarinnar vissi í raun og veru ekki um hvaðan á sig stóð veðrið, fyr en alt var um garð gengið. Er hinn fráfarandi forseti lýð- veldisins, Ramon S. Castillo, komst á snoðir um hvað á seiði var, hypjaði hann sig þegar á brott, ásamt fimm af ráðherr- um sínum, og létti eigi för sinni fyr en komið var til Montedvideo í Uruguay. Að því búnu tókst foringi uppreisnar- manna, Arturo Rawson, völd á hendur og gerði tilraun til nýrr- ar raðuneytismyndunar; sú við- leitni hans fór brátt út um þúf- ur, og varð hann því að leggja niður völd, völdunum hélt hann í aðeins tuttugu og átta klukku- stundir; fól hann þá samvcka- manni sínum í uppreisninni, Pedro Ramierz hershöíðingja, myndun nýs ráðuneytis, hvernig svo sem honum kann að reiða af. Líklegt þykir að hin nýja stjórn Argentínu, verði hlið- hollari málstað sameinuðu þjóð- anna en Castillo stjórmn var. ? ? ? FLUGSLYS. Þann 3. þ. m., var það gert heyrin kunnugt í London, að brezk fólksflutningaflugvél hefði farist á leið frá Lisbon til Lund- úna; flugvél þessi hafði innan- borðs 13 farþega, og síðustu fregnir af henni voru þær, að óvinaflugvél elti hana á rönd- um; meðal þeirra, sem létu líf sitt í flugslysi þessu, var kvik- myndaleikarinn nafntogaði, Leslie Howard. 4> -f •?• KVÆÐI EFTIR DR. BECK í MERKU RITI. Kvæðið "Salute to Norway" (Kveðja til Noregs), sem dr. Richard Beck orti í fyrra vor í tilefni af komu Ólafs ríkiserf- ingja Norðmanna og Mörthu krónprinsessu til Grand Forks, og birt var á sínum tíma hér í blaðinu, hefir verið prentað í vorhefti hins merka tímarits Poet Lore, sem gefið er út í Boston í Bandaríkjunum. Er þar um að ræða eitt hið kunn- asta bókmentarit í landi þar. Kvæðið skipar heiðursrúm í nefndu hefti ritsins; er þar fremst alls lesmáls. Rit þetta hefir áður flutt greinar eftir dr. Beck, meðal annars ítarlega ritgerð um Ein- ar H. Kvaran rithöfund. Þar hafa einnig komið hinar vönd- uðu ensku þýðingar frú Jakob- ínu Johnson á "Lénharði fógeta" og "Galdra-Lofti". ? ? ? ARAS A ÍTALSKA HERSKIPASTÖÐ. Á sunnudaginn fluttu útvarps- stöðvar þær fregnir vítt um heim, að amerískir flugdrekar hefðu gert stórkostlega sprengju árás á ítölsku herskipastöðina við La Spezia, og valdið þar skemdum á þremur stærstu skipum ítalska flotans; nú er það síðar komið á daginn, að ekkert af sprengjunum kom nið- ur það nálægt áminstum her- skipum, að þau sakaði hið minsta. KOLAVERKFALLI LOKIÐ. Hinu almenna verkfalli, sem hófst í kolanámum Bandaríkj- anna í byrjun fyrri viku, er nú að minsta kosti til bráðabyrgða lokið; vinna hófst í námunum á ný á mánudagsmorguninn var. Það var Roosevelt forseti, sem skarst í leikinn, og fékk því til leiðar komið, að námumenn hófu vinnu upp á von um verulegar kjarabætur í náinni framtíð. ? ? ? DR. ALLAN ROY DAFOE. Á miðvikudaginn þanri 2, þ. m., lézt á sjúkrahúsi í North Bay, Ont., Dr. Allan Rov Dafoe sextugur að aldri, sá, er tók á móti Dionne fimmburunum, og heimsfrægð hlaut vegna ráð- stafana við uppeldi þeirra; fimm burasysturnar eru nú níu ára að aldri, og má svo að orði kveða, að þeim hafi í rauninni aldrei orðið misdægurt. Dr. Dafoe var fæddur í Madoc, sem liggur um 25 mílur norður af Belleville, 29. maí, 1883. Hann lagði fyrir sig læknisfræði eins og faðir hans hafði gert. og að loknu fullnaðarprófi, settist hann að sem héraðslæknir í þorpinu Callander, og í því um- hverfi vitjaði hann sjúkra oft og einatt fyrir lítil laun, í sam- fleytt 27 ár, elskaður af sam- ferðasveit sinni. Eftir að Dr. Dafoe hlotnaðist víðfrægð, stóðu honum opin embætti við margar hinna víð- þekktustu læknastofnana; hann hafnaði öllum slíkum tilboðum, og kvaðst ekki geta hugsað til þess, að' slíta sig upp frá Callander. ?• ? ? TVÖ SKIP REKAST Á 83 AF SKIPVERJUM FARAST. Nýlega vildi það slys til, að tvö amerísk flutningaskip rák- ust á, og fórust bæði, skamt frá ströndum Bandaríkjanna, að því er óljósar fregnir herma; annað skipið var hlaðið sprengiefni, en hitt var allstórt olíuflutninga- skip; samtals höfðu skip þessi innanbo/rðs 150 rhanns, og af þeim týndu 83 lífi; þeir, sem björguðust af, komu á land í Norfolk, Virginia. ? ? ? EGGJANEYZLA. Landbúnaðarráðherrann, Mr. Gardiner, hefir skorað á cana- disku þjóðina að minka eggja- neyzlu sína næstu vikurnar, vegna þess hve kröfur frá sam- einuðu þjóðunum um auknar eggjabyrgðir á hinum ýmsu víg- stöðvum, verða háværari frá degi til ðags. ? ? ? ÞINGKOSNINGAR í SUÐUR-AFRÍKU. Forsætisráðherra Suður-Afr- íku sambandsins, Smúts mar- skálkur, hefir formlega tilkynt,, að almennar kosningar til þjóð- þingsins þar í landi, fari fram þann 7. júlí næstkomandi. Mr. Smuts átti áhrifamestan þátt í því, að sameina þjóð og þing um hluttöku í núverandi heim- styrjöld á hlið sameinuðu þjóð- anna, þrátt fyrir bitra and- spyrnu af hálfu Gen. Herzog fyrverandi forsætisráðherra og þeirra, sem honum fylgdu að miálum. Stjórn sú, sem Mr. Smuts veitir forustu, er einkum byggð á samvinnu hins svo- nefnda Domionion flokks og verkamannaflokksins. Mr.Smuts hefir lýst yfir því, að báðir þessir flokkar gangi til kosninga í sameiningu einhuga um það, að vinna sem ein sál að fulln- aðarsigri sameinuðu þjóðanna i yfirstandandi hildarleik: aðal- flokkur stjórnarandstæðinga nefnir sig fullveldisflokk Suður- Afriku. Dánardœgur í herþjónustu Á miðvikudaginn í vikunni sme leið, varð bráðkvaddur að heimili sínu hér í borginni, Guð mundur leikhússtjóri Christie, 70 árá að aldri. Guðmundur var hinn mesti skýrleiksmaður, fróð- ur um margt og hverjum manni vinfastari; auk ekkju sinnar og uppeldissonar þeirra hjóna, læt- ur Guðmundur eftir sig tvo bræður, þá Jónas lækni Krist- jánsson í Reykjavík og Jóhannes verzlunarmann í Winnipeg. Kveðjuathöfn yfir Guðmund fór fram frá Bardals fyrir há- degi á mánudaginn, undir for- ustu séra Philips M. Péturssonar, en þaðan var líkið flutt norður til Gimli og jarðsett í Gimli grafreit, að afstöðnum kveðju- málum í sambandskirkjunni þar í bænum. ? * * Nýlega lézt hér í borginni, Bjarni Þorsteinsson skáld og ljósmyndasmiður frá Höfn í Borgarfirði eystra, því nær 75 ára að aldri, gáfumaður mik- ill, og sérstakt prúðmenni í framgöngu; hann lætur eftir sig fimm fulltíða, einkar mannvæn- leg börn. Bjarni heitinn átti lengi heima í Selkirk, en var síðustu fimm ár ævinnar til heimilis hjá Jóni raffræðing syni sínum í Norwood. Útför Bjarna fór fram að við- stöddu fjölmenni frá lútersku kirkjunni í Selkirk á laugar- daginn var, þar sem séra Valdi- mar J. Eylands flutti hin feg- urstu kveðjumál, og stýrði út- fararsiðum í Mapleton grafreit. Rev. Evans, prestur presbytera safnaðarins í Norwood, flutti einnig bæn við gröfina. ? ? ? Eysteinn Árnason, skólastióri í Riverton, lézt á miðvikudag- inn í fyrri viku, eftir langvar- andi vanheilsu; hann var mað- ur um fimmtugt, ættaður úr Borgarfirði eystra. Eysteinn var hið mesta valmenni, og hafði aflað sér hins bezta orðstírs fyr- ir ágæta kennarahæfileika. Hann var kvæntur Helgu Jóns- dóttur frá Sleðbrjót, hinni mestu ágætiskonu, er lifir mann sinn, ásamt börnum þeirra hjóna á ungþroskaskeiði. Systkini Ey- steins eru þau Hildur, ker.slu- kona í Árborg, og Sigurður tré- smiður í Chicago. Útför Eysteins skólastjóra fór fram í Riverton að viðstöddu miklu fjölmenni á laugardaginn var. Séra Sigurður ólafsson iarðsöng. ? ? ? Síðastliðinn sunnudag lézt á almenna sjúkrahúsinu hér í borg inni, Kristján Stefánsson tré- smiður, því nær 69 ára að aldri; hann var fæddur á Hallbjarnar- stöðum á Tjörriesi í Suður-Þing- eyjarsýslu, og kom urigur hingað til lands; hann var maður prýðisvel að sér og djúpúðgur í hugsun; meginhluta æfi sinnar hafði Kristján heitinn átt við heilsulasleik að stríða, og varð honum krabbamein að bana. Konu sína misti Kristján fyrir fáum mánuðum; hann lætur eftir sig fimm mannvænleg börn fjóra sonu og eina dóttur. Útför Kristjáns fór fram frá Sambandskirkjunni í dag. Séra Philip M. Pétursson, jarðsöng. Hannes M. Markússon, sonur Magnúsar Markússonar skálds, starfsmaður International Nickel stóriðnaðarfélagsins í Sudbury, Ont., í síðastliðin fimm ár, hefir nýlega innritast í canadiska flugherinn; hann er kvæntur konu af canadiskum ættum, og eiga þau tvö mannvænleg börn. Hannes er bráðvelgefinn mað- ur .og vel menntur, og hefir getið sér í hvívetna hinn bezta orðstír fyrir dugnap og prúð- mensku. Björn Jóhannsson frá Selkirk, innritaðist í herinn þann 1. sept. síðastliðinn, og hefir gefið sig við æfingum í Brandon frá þeim tíma; hann hefir lokið þar fulln- aðarprófi, sem signaller í stór- skotaliðinu. Mr. Jóhannsson er fæddur í Piney og er 19 ára að aldri; hann er sonur Gests Jóhannssonar í Selkirk. Harold E. Lindal, 513 Furby Street, Winnipeg, sem stundað hefir fótgönguliðsæfingar í Three Rivers, Quebec, er nú að búa sig undir Lieutenantstöðu við Shilo herbúðirnar í Mani- toba. Þjóðrœknisíélagið safnar fé í herbergi í stúdentagarðinum Fulltrúaráð Þjóðræknisfélags- ins hefir ákveðið að hefja fjársöfnun á meðal meðlima fé- lagsins og annara, er vilja stuðla að því að treysta böndin á milli íslendinga vestan hafs og austan með það fyrir augum að félagið geti greitt fyrir eitt herbergi í nýja Stúdentagarðinum og á- nafnað það til afnota íslenzkum stúdentum frá Vesturheimi. Þessar gjafir hafa þegar bor- ist: Jóhannes J. Reykdal verk- smiðjueigandi Þórsbergi kr. 500. ásamt loforði um húsgögn í her- bergið. Geir Thorsteinsson út- gerðarmaður kr. 500. Kveldúlfur h.f. kr. 1000. Tryggvi Óíeigsson framkvæmdarstióri kr. 1000. Þeir sem vilja styðja þessa hugmynd, eru vinsamlega beðn- ir að tilkynna gjafir sínar til einhvers af stjórnarnefndar- monnum félagsins. Mbl. 4. apríl. Bandalag lúterskra kvenna Bandalag Lúterskra kvenna hefir nú í nokkur ár starf- rækt námsskeið í kristilegri fræðslu fyrir ungmenni. Hef- ir það starf blessast vel og náð miklum vinsældum meðal al- mennings. Bandalagið leigði í sumar sem leið, United Church Camp við Rock Lake; en hin árin Can. Sunday school mission camp við Winnipegvatn. Leigan þar hefir verið afar há, $12 á dag, og plássið aðeins fáanlegt á óhentugum tíma sumarsins. Það var því auðséð að fram- tíðarstarf þessa mikilvæga fyr- irtækis varð best trygt með því að Bandalagið gæti eignast sinn eigin "Camp", sem fyrst. A þingi 1941 var kosin nefnd til þess að líta eftir landspildu með fram Winnipegvatni á milli Árnes og Winnipeg Beach; var nefndinni gefin full heimild til að kaupa blett, sem álitinn væri hæfilegur. Aðallega vakti fyrir nefnd- inni að plássið væri: 1. Á þessu tiltekna svæði, ekki of langt frá Gimli, né heldur of nálægt þeim fjölmenna baðstað. 2. Að- laðandi sumardvalarstaður, fjar- an slétt og vatnsbotninn hvorki grýttur né leirugur. 3. Með því verði sem Bandalagið sæi sér fært að greiða. Á þessu svæði milli Árnes og Winnipeg Betch er nú mjög lítið eftir af landi til söiu sem er vel til fallið fyrir hinn um- rædda camp. Nefndin hefir lagt á sig mikið verk og marga snúninga og hefir skoðað svo að segja óteljandi landbletti. En við flesta þeirra hefir verið eitt- hvað ábótavant. Nú hefir samt tekist að festa kaup á fimm ekrum aí landi tvær mílur suður af Árnesi, með mjög góðum kjörum. Er þetta eini bletturinn, sem full- nægir þeim skilyrðum sem nefndin hafði sett sér. "Hálfnað er verk þá hafið er", og var það mjög ánægjulegt fyrir nefndina að geta tekið þetta fyrsta nauðsynlega spor einmitt nú, svo að þing Bandalagsins," sem nú fer í hönd, geti gert ákveðnar ráðstafanir í málinu. Bandalagið treystir á stuðning og áhuga almennings svo að þessi hugsjón til eflingar krist- indóms- og menningarmálum megi verða að sigursælum virki leika. Ýms félög og einstakling- KOSINN í STJÓRN EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS. Árni G. Eggertsson. K. C. Samkvæmt símskeyti frá Reykjavík síðastliðinn þriðju- dag, var Árni G. Eggertson. K. C, kosinn á aðalfundi Eim- skipafélags fslands, sem hald- inn var þann 5. þ. m., í fram- kvæmdanefnd félagsins fyrir hönd Vestur-íslenzkra hluthafa; meðnefndarmaður hans vestan hafs, er Ásmundur P. Jóhanns- son, sem kosinn var til tveggja ára í fyrra. Á aðalfundi félagsins síðast- liðið ár, var Árni G. Eggertson kosinn til að útenda tímabil föður síns í stjórn félagsins, sem þá var nýlátinn, en nú hefir hann verið kosinn fyrir tveggja ára tímabil. ar haífa þegar sýnt velvilja sinn og áhuga mað því að senda tillög í námsskeiðssjóð Bandalagsins. Allir sem styrkja vilja þetta fyrirtæki eru góðfúslega beðn- ir um að senda tillög sín til Mrs. -H. F. Danielson, 869 Gar- field St., Winnipeg, Fyrir allar gjafir verður kvjttað með því að prenta skrá yfir tillög í Lög- bergi. Guðrún Johnson. FRÁ RÚSSLANDI. Engar stórorustur hafa verið háðar á Rússrandi undanfarna daga. Þjóðverjar gerðu að vísu allsnarpa loftárás á Leningrad á þriðjudaginn, án þess þeim yrði nokkuð til muna ágengt; skærur nokkrar hafa átt sér stað á Smolensk vígstöðvunum, sem litlu hafa breytt um við- horf hernaðaraðilja. Á mynd þessari sézt liðsauki, sem Bretar höfðu komið á land við höfnina Bone, meðan sókn sameinuðu þjóðanna í Norður-Afríku stóð sem hæzt yfir, eða skömmu áður en Tunis og Bezerta gáfust upp.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.