Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1943. Þú skalt ekki... Efiir Pálma. Eg er ánægður með sjálfan mig. Eg fann til þess, að eg hafði leyst verk mitt vel af hendi, og með þessari þægileegu tilfinningu í meðvitund minni, hóf eg göngu mína heimleiðis. Mér hafði verið boðinn leigu- vagn sem eg hafði afþakkað; eg hafði fremur kosið að ganga tvær mílur í ágúst hitamoll- unni í Louisville í Kentucky. Það sannar það, að eg vildi hafa nægan tíma til þess að líta yfir alt sem eg hafði gert og sannfæra sjálfan mig um það, að það sem eg hefði sagt hefði verið gott. En það sem eg hafði í raun og veru gert, var í því fólgið, að eg hafði gefið fyrirlestur fyr- ir eitt kvenfélag, sem saman- stóð af, hér um bil, hundrað meðlimum. Eg hafði kvnst for- manni þessarar stofnunar á myndastofu sem eg hafði þar í borginni og gáleysislega lofast til að gefa þennan fyrirlestur, því þá í svipinn hafði eg álit- ið, að aldrei mundi til þess koma, að á mig yrði kallað til þess að efna loforð mín. Seinna þegar eg komst að því, að ekkert undanfæri var mögulegt, varð þetta atriði mér til mikils umhugsunarefnis. En nú, þegar eg gekk heim- leiðis, fanst mér sem þungum steini væri af mér létt, og eg var að velta því fyrir mér, hvernig eg hefði getað talað fullan klukkutíma um sólar- lagið á íslandi, björtu næturnar og miðnætursólskinið. Að vísu hafði eg ritað fáeinar vegavörð- ur upp, áður en eg kom til sam- komunnar, sjálfum mér til leið- beiningar, en nú var mér það fullkomlega ljóst, að flest það, sem eg hafði ásett mér að segja, hafði eg ekki sagt. Eg hafði byrjað talsvert hikandi, en svo með auknum hraða og full- vissu um það, að eg hafði náð at hygli áheyrendanna hafði eg haldið áfram án þessara vega- verða. Beint fyrir framan mig hafði Mrs. Gill setið. Hún hafði á hendi forystu þessa kvenfélags og var mjög fögur kona, vel vaxin af meðal hæð; reyndar virtist mér hún vera fáeinum pundum of þung, til þess að svara til öllum fullkomleikans feglum í orðsins fylsta skilningi. Allur þessi kvennafjöldi sem var þarna fyrir framan, virtist renna í óljósar þokumyndir um- hverfis Mrs. Gill sem mér virt- ist ein halda formi og fegurð. Eg sá greinilega, að brúnu fögru augun hennar hvíldu á mér, og í þeim sá eg við og við, glampa skilnings og viðhvæmnis sem vanalega eiga heima í djúpi ríkis hugmynda-afls á ólgusjó æstra tilfinninga. Þessi augu voru stundum spyrjandi en altaf uppörfandi og í þeim fanst mér að eg gæti lesið öll orð sem best áttu við mínar eigin hugs- anir. Því lengur sem eg starði í þessi augu, því stærri virt- ust mér þau verða og ^ð lokum hafði mér fundist þau fylla sal- inn og í þessum skínandi spegl- um hafði eg svo að lokum séð iþokumyndir af öllum hinum stúlkunum sem voru þarna fyr- ir framan mig. Eg hafði talað um litfegurð kvöldroðans, um sólina niður við brún hafsins, þennan gló- andi rauða eldhnött, sem menn gátu þá starað á án þess að saka augun. Eg hafði talað um þennan mikla eldhnött í öllum þeim myndum sem hann kem- ur fyrir augum um lágnættið, þegar hann var hálfur, meira eða minna en hálfur bak við hina eldrauðu hafsbrún og sendi glóandi geislastafi alla leið til fjörunnar; eg hafði talað um kyrð næturinn og friðar og ró- semistilfinninguna sem hún ber undir vængjum sínum til þeirra sem njóta hennar í vökudraum- um sínum, og eg hafði talað um skyldleika svefna og vöku og lífs og dauða. Einhversstaðar þarna, þar sem morgun og kvöld mætast, þóttist eg hafa séð fullvissuna um sigur lífsins og að dauðinn væri í raun og veru ekkert annað en hvíld í kyrð- inni eða draumur lífsins. Eg hafði verið langorður um kyrð- ina, kyrðina sem átti þó þúsund raddir, sem í samræmi sínu hvísluðu vökudraumum í eyru þeirra sem vaka og hlusta, um undralönd þau sem hugsjöna- afl æskunnar skapar sér, kyrð- ina sem er þó full af báruniði, lækjarniði og fossaniði sem berst til eyrna manna á öldum golunnar sem líður frá fjör- unni yfir landið, yfir lækina og gljúfrin um leið og hún stillir sína eigin strengi í samræmi við raddir vornætunnar í kvrð- inni. Eg hafði talað um álfana í blómunum, um dvergana í steinunum, um huldufólkið í hólunum og tröllin í fjöllunum, þessar undarlegu verur sem all- ar eiga raddir í djúpi björtu vor- næturnar. Eg hafði talað um það, þegar fuglarnir hætta að mnniTDBB teiiEphoiie sasTEm syngja um lánættið, og svo um það þegar þeeir byrja aftur að syngja, þegar sólin hækkar á lofti yfir hafsbrúninni. Eg hafði talað um fjöllin í litskrúði næt- urgeislanna, um dalina í blá- móðu skugganna og um vötnin sem endurspegluðu næturhim- ininn. Og svo hafði eg sagt sög- ur, sem stóðu í einhverju sam- bandi við þessar náttúrulýsing- ar. Að endingu hafði eg svo tal- að um tvo unglinga, sem gengu upp í fjallshlíðina og nutu næt- urinnar undir draumvængjum ásta og æsku, og vöknuðu. þó þeir hefðu ekki sofið, við það, að þeir voru tilbúnir að mæta næsta degi, sem maður og kona í hug og hjarta. Og svo hafði eg spurt: “Hafið þið nokkurn- tíma lifað undir slíkum vor- himni bjartrar nætur í sólskini ásta og æsku? Ef ekki, þá hafið sannarlega ekki lifað að fulln- ustu —” Og — svo kom lófaklappið og þar á eftir hringiða af sundur- lausum spurningum. Allar þess- ar stúlkur töluðu nú á sama tíma svo að orð þeirra runnu saman í endalausa suðu, með þeirri einu tilbreytingu, að ein röddin yfirgnæfði aðrar með sér hverri nýrri hugmynd. Eg var mjög glaður þegar eg hafði komist út úr salnum eftir te-drykkjuna sem fór fram á eftir fyrirlestrinum. Þó hafði það í svipinn vakið óróa í huga mínum, að eg gat ekki hvatt Mrs. Gill. Hún hafði skyndilega horfið frá samkomunni og eng- inn gat gefið mér upplýsingar um það, hvar hún væri niður komin. Það var myrkur er eg hafði farið niður tröppurnar út á götuna, og hrökk eg því við, er eg fann að hönd var lögð á öxl mína. Eg áttaði mig þó fljótlega og við skímuna sem kom frá salnum sá eg ógreini- lega skuggamynd af kvenmanni. Svo hafði eg heyrt léttann hljóm fagran hlátur og strax á eftir heyrði eg hvíslað að mér í lág- um rómi: “Þekkir þú mig ekki — það er eg — Alice?” Eg kannaðist fljótt við mál- róm Mrs. Gill. Eg hafði oft tekið eftir því, að rödd hennar hafði einkennilega þægilegan hreim sem eg gat ekki gert mér grein fyrir. Eg var fremur ráðalaus en hafði þó byrjað á því, að afsaka það, að eg hefði ekki fundið hana uppi í salnum. Það hefði ekki verið geðfelt fyrir mig að fara án þess að kveðja hana. “Ó, góði,” hafði hún sagt, “hvernig gaztu látið þér detta í hug, að eg mundi láta mér n®gja, að kveðja þig þarna í þessum kvenna-glaumi. Mig langaði til þess að vera ein með þér og þakka þér fyrir öll fall- egu orðin sem þú sagðir. Getur þú ekki skilið það?” Eg hafði sagt eitthvað í þá átt, að ef eg hefði sagt eitthvað fallega þá hefði það alt verið henni að þakka. Eg hefði alger- lega verið undir hennar áhrif- um. “En eg hefi aldrei séð slíkt sólarlag — slíkar nætur. Hvern- ig gat eg haft áhrif á lýsingar þínar?” Nú hafði eg byrjað á því, að segja henni þann leyndardóm, að eg hefði séð alt sem eg hefði sagt í fögru aug^inum hennar — sólarlagið og lágnætt- ið í öllum sínum myndum. Gaml ir dagar — gamlar minningar hefðu endurspeglast þar. Það hefði alt verið svo auðvelt; hún hefði verið sálin í öllu því sem mér hafði tekist að segja. Þá hafði hún rétt mér hendina sína, heita og mjúka um leið og hún hafði sagt: “ó, segðu mér meira! Enginn maður hefir sagt svona falleg orð um mig. Að hugsa sér það — um augun í mér.” Svo hafði eg leitt hana fram og aftur um völlinn fyrir fram- an salinn og með auknu hug- rekki sagt henni meira og meira Hvað? Það mundi eg nú ekki, en mér hlaut að hafa tekist vel. Svo höfðu raddir borist til eyrna okkar frá salnum; það var einhver að kalla á hana. Við numum staðar. “Þær eru að leita að mér. Eg verð að yfirgefa þig,” sagði hún. Hún losaði hendina á sér sem hún hafði haft á handleggnum á mér, og svo hafði hún snúið sér beint að mér. Við hina daufu birtu sem kom frá glugg- , unum í salnum, sá eg gftur ' glampana í brúnu augunum | hennar. Eg hafði séð votu var- irnar hennar og\ á milli þeirra | hvítu vellöguðu tennurnar henn ar sem glóðu þar eins og perl- ur. Eg hafði séð brjóst hennar j lyftast og falla við andardrátt ( hennar og eg hafði fundið hita- öldurnar frá anda hennar leika um Varir mínar. Svo hafði hún rétt mér hendipa í kveðju skvni sem var heit og mjúk og svo, áður en eg gat gert mér grein fyrir því hvað eg gerði, hafði eg tekið hana í faðm mér og kyst hana. Hún hafði ekki veitt neina mótspyrnu en eg fann að handleggir hennar ýoru um hálsinn á mér. Svona höfðum við staðið um stund. “Alice, Alice!” höfðum við heyrt einhvern kalla frá saln- um, og eins ogy skuggi hafði hún horfið mér inn í salinn bakdyramegin og þarna á gras- flötinni hafði eg svo staðið utan við mig langa stund. Og þegar eg var nú að ganga heimleiðis, þessar löngu tvær mílur, velti eg þannig öllu því sem skeð hafði fyrir í huga mínum, og þó að eg væri ánægð- ur við sjálfan mig, og findi til þess, að mér hefði tekist vel, leyndist mér það ekki, að hug- ur minn var fullur af einkenni- legum óróa eða jafnvel kvíða. Mér fanst kvöldgolan ekki vera nægilega köld og svo virtist mér að eg gæti ekki dregið andann nægilega djúpt. “Alice, Alice!” fanst mér ein- hver vera að hrópa langt inni í sálu minni. Eg fór beint til klúbbsins þar sem eg var vanur að dveJja í tómstundum mínum. Þessi klúbbur var í raun og veru ólöglegur leynifélagsskapur, þar sem menn gátu skemt sér við skák, spil og knattborðsleiki, og á sama tíma notið alskonar á- fengra drykkja sem auðvitað voru seldir ólöglega vegna á- fengisbannsins. Samt samanstóð þessi klúbbur af mönnum sem flestir voru talsvert áhrifamikl- ir menn í félagslífi borgarinnar. Við borðið, þar sem eg var vanur að sitja, rakst eg á þrjá vini mína sem strax buðu mér til sætis. Einn af þessum mönn- um var ráðsmaður og einn af eigendum klúbbsins. Nafn hans var Josef, en alment var hann þektur undir nafninu Josó, og því bar klúbburinn það nafn. Menn mæltu sér móts að Josó. Nafn hinna tveggja manna sem nú sátu við þetta borð var Herris og Dunn. Herris var lög- maður en Dunn veðmálafröm- uður. Harris hafði auðsæilega drukkið talsvert um kvöldið og var því talsvert hávær. Hann hafði bréf í hendi sinni og hristi það fyrir framan nefið á Josó. “Við þurfum varla vitnanna við,” var hann að segja, “í þessu bréfi er hér um bil alt, sem nauðsýnlegt er fyrri hagfeldan skilnað við konu þína. Líttu nú á, — þetta bréf var ritað til kónunnar þinnar, og sá sem ritaði það, býst við að heim- sækja hana á heimili þínu ná- kvæmlega klukkan 15 mínútur eftir 9 að kvöldi hins 20 ágúst næstkomandi. Andinn í bréfinu er allur í þá átt, að hann bú- ist við því, að hún muni glað- lega taka á móti honum. Eg skal glaðlega flytja málið fyrir Þig.” _ Josó hengdi höfuðið. Það var auðséð á svip hans, að hann var á báðum áttum, um það hvað gera skildi. Harris hélt því áfram: “Við vinir þínir höfum tekið eftir því að þú ert ekki með sjálfum þér upp á síðkastið. Við vitum það, að heimilis-áhyggjur þínar standa þér fyrir þrifum. Það er því augljóst, að því fyr sem þetta mál er endað, því betra er það fyrir þig. Þú ert ungur maður og afbrýðissamur og því er þér ómögulegt að lifa við svo efasöm kjör.” Jósó kallaði nú á veitinga- manninn og bað um Wiskey fyrir okkur alla. Svo huldi hann andlit sitt í höndum sér. Dunn rauf þögnina. “Láttu mig lesa þetta bréf,” sagði hann um leið og hann tók það, án þess að bíða. eftir svari frá Herris. Svo las ,hann það hálf hátt og kastaði því svo á borð- ið. “í þessu bréfi eru í raun og veru engar sannanir,” sagði hann. “Það er að sönnú ritað til Mrs. José, ef menn geta tek- ið umslagið til greina; en frá hverjum er bréfið? Það er und- irritað af eeinhverjum Edward. Þekkið þið hann? Nei — ekki fremur en manninn í tunglinu. Hann snéri sér að José og lagði hendina á öxl hans. “Þessir lög- menn gera altaf úlfalda úr mý- flugunni. Eg þekki auðviðað ekki öll tildrög til heimilis ósam- ræmis þíns, en eg er sannfærð- ur um það, með sjálfum mér, að ef að þú vilt vera sann- gjarn og líta á alt frá heil- brigðu sjónarmiði, mundir þú komast að þeirri niðurstöðu, að þú hafir enga ástæðu fyrir skiln að við konuna þína.” “En ef eg get sannað það, að hún sé mér ótrú?” spurði Jósé, og svipur hans varð ein- kennilega barnalegur. “Já, hvað þá,” skaut Herris inn í og leit kímnislega á Dunn. “Eg er sannfærður um það, að José óskar í raun og veru ekki eftir skilnaði,” sagði Dunn. “Ef konan hans er honum ótrú mundi hann finna ráð t.il þess að hafa þessar sannanir. En það er einmitt það sem hann hefir ekki gert.” “En — hvernig komst þetta hréf j þínar |hendlur José?” spurði eg sem var nú farinn að ná samræmi í þessum við- ræðum vína minna. José leit upp. Eg sá að honum geðjaðist ekki að þessari spurn- ingu. “Hvernig komst brófið í þín- ar hendur?” spurði nú Herris og Dunn á sama tíma. José tók nú bréfið sem hafði legið á borðinu og stakk því í vasa sinn um leið og hann sagði hikandi: Þjónustustúlka okkar hjón- anna gaf mér það!” Við litum hvgr á annan. Dunn var brosandi. “Líklega hefir Mrs. José aldr- ei séð þetta bréf? spurði hann langt. “Hvað þá — hver opnaði bréf- ið?” spurði Herris sem þóttist nú sjá nýtt ljós. “Eg opnaði það,” sagði José. “Og þjónustustúlkan er lík- lega ljóshærð, bláeygð, vel vax- in og fögur stúlka og þar að auki innan við tvítugs aldur.” Dunn var ertnislegur. “Hvað áttu við?” spurði Herris “ertu að reyna að flækja þetta mál?” “Nei, nei. Eg er ekki lögmað- ur. En mér virðist að þetta atr- iði gæti litið illa út fyrir dóm- aranum ef til þess kemur. Þegar lögmenn fara með mál af þessu tagi, útleggja þeir alt á versta veg. Þeir eru að því skapi lík- astir svínunum sem stinga trýn- unum í allan óhroða. Hvers vegna reynir þú ekki til, að koma sáttum og samkomulagi á, á heimili þeirra José’s? Sjáið þið nú ti'l. José er ekki góður eiginmaður. Það mundi hann játa sjálfur. Hann er hér um bil aldrei heima. Hann er hérna í klúbbnum þangað til klukkan 3 á morgnana og svo er hann hér aftur kl. 10 f. h. Jafnvel þó eg geri ráð fyrir því, að konan hans lifi við alsnægtir, er það, að mínu áliti skiljan- . leegt, að flestar konur mundu verða þreyttar á því, að lifa við slík kjör. sem ekki bafa börn til þess að sjá um.” Hann snéri sér að José, sem auðsæilega með mestu alvöru hafði fylgst með þessum nýja snúningi á viðræðunum. “Við, vinir þínir vitum það,” hélt Dunn áfram, “að þú ert enginn engill José, og að þú hefir áreið- anlega bíotið fleiri boðorð en konan þín, en þrátt fyrir það, ertu hræðilega afbrýðisamur og á þann hátt, fyllir sjálfan þig með alskonar efasemdum sem oft eru á engum rökum bygðar. Hvers vegna reynir þú ekki til að vernda konuna þína frá þeim freistingum, sem þú í raun og veru hefir sjálfur leitt hana í? Þú veist t. d. að einhver Edward, hefir skrifað henni bréf, og að hann býst við að heimsækja hana á sérstökum tíma. Hvers vegna situr þú ekki fyrir þess- um gesti, og ef nauðsyn ber til, gefur honum maklega ráðn-. ingu? Eg mundi glaðlega hjálpa þér til þess.að gera það.” “Þú gamli spilagosi og hesta- prangari,” sagði Herris, “þú ætl- ar þá að taka lögin í þínar hendur, ha, ha, ha. Það gæti annars orðið hressandi fyrir mig að vera með í þessum leið- angri. Eg verð hvort sem er að fara með þetta mál fyrir þig á endanum. Það er því vel við eigandi, að eg kynni mér alla málavexti eins og þeir koma fyrir í fyrstu útgáfu.” Svo bað hann um meira Whisky og á meðan við vorum að drekka það, höfðum við dreg- ið allar áætlanir upp nákvæm- lega, viðvíkjandi þessu æfin- týri. Það var áliðið nætur þegar eg kom heim til herbergja minna. Eg var þreyttur en samt var eg ekki syfjaður. Það sem gerst hafði um daginn og nótt- ina, rann í óreglulegum straum- um í gegnum huga minn. Eg WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanted — Age limiis 18 io 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Womens Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Geí in Line — Every Fii Man Needed . Age limiis 18 lo 45 War Veierans up io 55 needed for VETERAN S GUARD (Active) Local Recruiiing Represeniaiive

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.