Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1943. S Heimsókn á sjúkrahúsið Síðasla kveðjan. Ragnheiður. Hvar er mamma, kom hún ekki? kær þó návist hennar er, ykkur vinir öll eg þekki aldrei sem að gleymið mér, ykkur þakka eg af hjarta ástúð líkn og hjálpar dáð góða framtíð, glaða, bjarta, gefi ykkur drottins náð. Alt sem hér mig gjörði græta, góða lækning mun nú fá. innri-vitund sára — sæta samt í mínum hug eg á. Börnin mín í hættu heimi heilög verndi drottins náð, að þau vegum Guðs ei gleymi, gæti sitt að vanda ráð. Fegin burtu fer eg héðan friðar landsins brosir höfn, ekkert angrar mig á meðan mild og kyrlát þar er dröfn. Sjálfur lífsins herra hefur holla vist þar búið mér, allra meina græðslu gefur Guð sem trúr og mátkur er. Amma og pabbi munu mæta mér og fleiri vinir þar eilíf náð má yfir bæta alt sem veikann þroska ber. Aftur þar í lífsins ljóma, lifum saman þið og eg; einnig ný með árdags blóma, okkur veitist dásamleg. Margir vildu böl mitt bæta; blessun falli þeim í skaut þess er jafnan gott að gæta, góðvild mýkir sjúkra þraut. Ykkur hlít eg öll að kveðja, elsku vinir þessa stund, v okkur síðar, Guð mun gleðja gefa sælan endurfund. Kristín D. Johnsen. Mrs. Ragnheiður Johnson Wulff. Lorrine, voru öll þessi stjúpbörn í ómegð þegar Ragnheiður gift- ist Mr. Wulff en hún gekk þeim í móðurstað og leysti það verk af hendi með heiðri og snild, einnig lifir hana öldruð móðir Frú Kristín Johnson og 2 syst- ur og einn bróðir, eru þau, Herdís, gift Guðmundi Dalsted í N. D. Kristíana gift Inga Benediktssyni í Blaine, Wash., og Franklin giftur Solveigu Guðmundson frá N. D. og bú- sett að Blaine, Wash. Mrs. Wulff var sérstaklega húsleg og snyrtin kona; þrátt fyrir hennar miklu og erfiðu, margvíslegu heimilisstörf, þá var hús hennar ávalt hreint og barnahópurinn hennar mjög svo snyrtilega klæddur, þau voru hrein og fallega greidd, samt voru efni ekki mikil stundum, hún kvartaði ekki og lét oft í ljósi sérstaka ánægju sína vfir því að guð hafði gefið henni falleg og myndarleg börn, sem hana langaði til að lifa fyrir og sjá þau komast til mentunar og manndóms, samt ^var hún kölluð burt meðan börn henn- ar voru ennþá of ung til þess að geta séð fyrir sér sjálf. Mrs. Wulff var mjög stilt og fáskiftin kona sem ekki bar mik- ið á út á við, hún var vel skyn- söm, eins og hún líka átti kyn til, alvarleg en sérstaklega skír í samtali brosti stundum blíð- lega þegar hún talaði um mál- efni sem féllu henni vel í geð, hún var djúphugsandi og tók lífið nokkuð alvarlega. Hún var heilsteypt lútersk trúkona, sem hélt fast sinni barnatrú og vék aldrei frá, hún elskaði kirkju og kristindóm, enda hafði hún þannig verið uppalin í sín- um velkristnu foreldrahúsum, henni þótti sérstaklega vænt um sunnudagaskóla starfið og óskaði þess að börn sín nytu þeirrar fræðslu sem best. Alla æfi hafði Mrs. Wulff ver- ið mikið fremur heilsuhraust þar til síðastliðið ár að hún fór að finna til lasleika sem smámsaman ágerðist og að síð- ustu leiddi hana til dauða. Eftir að Mrs. Wulff var flutt á sjúkrahúsið. í Bellingham, var hennar daglega vitjað af syst- kinum, eiginmanni og börnum, einnig af hennar aldurhnignu móður, sem oft mun hafa gert það meira af vilja en mætti að ferðast svo langa leið mörgum sinnum. Tveimur dögum fyrir andlát Ragnheiðar heimsótti Mrs. Johnson hana og sá vel hvernig komið var, næsta dag fór hún ekki, samt fóru systkini og börn hinnar veiku konu, varð þá Ragnheiði fyrst að orði: “Hvar er mamma, kom hún ekki?” Þegar Mrs. Johnson bár- ust þessi orð frá dóttur sinni þá mælti hún fram þau kveðju er- indi sem hún kallar “Heimsókn á sjúkrahúsið, síðásta kveðjan”, og birtist það í Lögbergi. Mrs. Wulff hneigði höfuð sitt í öruggri trú og trausti, svo í friði við guð og menn sofnaði hún vært. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. Hún var jarðsungin af séra Guðm. P. Johnson, frá Uutersku kirkjunni í Blaine, Wash., laug- ardaginn 10. apríl, að viðstöddu fjölmenni. Með Mrs. Ragnheiði Johnson Wulff er til moldar gengin ein myndarleg og góð íslenzk kona k miðaldurs aldursskeiði lífsins, sem er sárt saknað af elskandi móður, eiginmanni, systrum og bróður, en þó mest af ungum heittelskandi börnum, sem gráta sárt yfir því að þurfa að sjá á bak sinni ástríku móður svo fljátt og snemma í lífinu, og margir eru þeir vinir og kunn- ingjar hinnar framliðnu konu. sem innilega samhryggjast öllu hennar sifjaliði. Blessuð sé minning hennar. G. P. J. Takið eftir landar góðir Framkvæmdarnefnd deildar- innar “Báran” hefir ákveðið að hafa samkomu á Mountain, fimtudaginn þann 17. juní, kl. 8 að kvöldinu. Nefndin telur sig mjög lán- sama, með tilliti til þess, sem á dagskrá kvöldsins verður til skemtunar og fróðleiks. Má þar fyrst nefna að Dr. Richard.Beck forseti Þjóðræknisfélagsins hef- ir góðfúslega lofað að koma og flytja erindi, er hann svo þekt- ur meðal íslendinga beggja megin línunnar að óþarft er að fjölyrða um, vil eg aöeins vekja athygli fólks á því, að þessi fluggáfaði íslendingur hef- ir ávalt eitthvað holt og fræð- andi að flytja. Einnig verður Mr. J. J Bildfell frá Winnipeg á samkomunni og flytur ræðu. Hefir Mr. Bildfell eins og mörg- um er kunnugt ferðast víða um og má ganga út frá því sem gefnu, að hann hefir frá mörgu skemtilegu og fróðlegu að segja. Einn ungur Islendingur, sem nýbúinn er að taka próf, flytur stutt ávarp. Ennfremur verður stór, eða réttara sagt fjölmennur barna- kór. — 6 ungar stúlkur syngja nokkur lög — og ennfremur ein söngur. Við söngvana alla aðstoðar Miss Kathryn Arason. Inngangur að samkomunni 35 cent fyrir fullorðna og 20 cent fyrir börn, innan 14 ára aldurs. Að endaðri skemtiskrá verða ágætar veitingar undir umsjón kvenfélagsins. Nefndin vonast eftir að sjá sem flesta á Mountain þetta kvöld, mælir sérstaklega tvent með því. í fyrsta lagi er þetta fæðingardagur Jóns Sigurðsson- ar, hins mæta og merka manns sem helgaði íslenzku þjóðinni líf sitt og starf — og í öðru lagi er júní-mánuður helsti tími ársins, sem við er í sveitunum lifum, eigum hvað hægast með að lyfta okkur svolítið upp frá önnum dagsins. Látum okkur því öll fara í sparifötin og mætast á Mountain þann 17. júní. Fyrir hönd nefndarinnar. A. M. Ásgrímson. Æfiminning Þriðjudaginn 6. apríl s. 1. and- aðist á St. Josephs sjúkrahúsinu í Bellingham, Wash. Mrs. Ragn- heiður Johnson Wulff, rúmlega 51 árs að aldri, hún var fædd þann 20. október árið 1891, í Hallson-bygðinni N. D. Hún var dóttir þeirra merku hjóna, Daniels Johnsonar og frú Krist- ínar skáldkonu. Daniel lézt fyjr- ir ári síðan, en frú Kristin býr hér í Blaine hjá syni sínum Franklín og konu hans Sol- veigu. Ragnheiður ólst upp hjá for- eldrum sínum þar til árið 1925 að hún gekk að eiga ekkjumann- inn Ludwig A. Wulff, en árið 1926 fluttu þau búferlum til Kyrrahafsstrandarinnar og sett- ust að í Blaine, Wash. þar sem hún bjó með manni sínum til dauðadags. Þeim hjónum varð 5 barna auðið sem öll lifa móður sína, eru þau Ernest Wallance Frank- lín, Wilfred Elmer, Kristín Augounett, Luoise Violet og Doris Rase, einnig 4 stjúpbörn, Walter, August, Orville og SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You' may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. UCCESS BUSINESS COLLEGE Porlage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG. • • • Þér verðið að leggja fram skýrzlu yfir tekjuskatt yðar fyrir 1942 ekki síðar en 30. júlí CC EINHLEYPUR og hreinar tekjur fara yfir $660.00 L'L KVÆNTUR og hreinar tekjur fara yfir $1,200.00 Tekjuskattseyðublöð fyrir 1942 fást nú þegar. Vinnuveitandinn getur sennilega lát- ið yður fá þau. Annars fást þau á næsta pósthúsi eða hjá tekjuskatts skrifstofu. Tekjuskatts dollarar eru ekki venjulegir dollarar . . . þeir eru sigur dollarar . . . óumflý- janlegir til að vinna stríðið. Tekjuskattur er sanngjarn fyrir alla. Þeir einir borga sem geta Samkvæmt fyrirkomulaginu í ár, greiðist skatturinn jafnóðum og tekjur yðar koma inn; þetta er kleift vegna skattlækkunar 1942. » í flestum tilfellum hefir mikið af hinum lækkaða tekjuskatti 1942 verið greitt samkvæmt launafrádrætti eða smáafborgunum. Einn þriðji eftirstöðva verður að greiðast um 30. júní, en hitt fyrir eða um 31. desember 1943. Munið ... að með því að leggja fram tekjuskatts- skýrslu yðar, og greiða útistandandi upphæð, tryggið þér rétt yðar til þess að fá endurgreidda spariupphæð skatts yðar að loknu stríði.. Yfir 2,000,000 Canadamenn leggja fram skýrslur sín- ar og greiða tekjuskatt ... dragið ekkert á langinn. Ef yður seinkar, geta veikindi eða aðrar ófyrirsjáan- legar hömlur komið í veg fyrir að skýrslurnar komi í tæka tíð. Komist hjá sektum með þvi að senda skýrslur yðar NÚ ÞEGAR. FÁIÐ EYÐUBLÖÐIN STRAX — PÓSTIÐ ÞAU STRAX Fýrir tekjur ekki yfir $3,000, þarf (2) eyðublöð T. 1 Special. Þella er nýti eyðublað—engar þungar tölur—enginn flókinn reikningur. Fyrir tekjur yfir $3,000, skal fá (3) eyðulöð T. 1 General. -VINNU VEITENDUR - Hafið þér fengið vinnufólki yðar eintak af T. 4 seðlL sem þér útbjugguð, er þér lögðuð fram T. 4—1942 skýrslu yðar fyrir eða um 31. maí 1942? Þessir seðlar sýna vinnuþegum inntektir þeirra 1942 og skattfrádrátt. DOMINION OF CANADA — DEPARTMENT OF NATIONAL REVENUE INCOME TAX DIVISION COLIN GIBSON, Minister of National Revenue C. FRASER ELLIOTT, Commissioner of Income Tax

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.