Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1943. í Lögbergi, sem út kom 27. maí s. 1., birtist grein með fyrirsögninni “Hvað segja þeir um okkur í Ameríku?-’ eftir ’frú Kristínu Þ. Thoroddsen, sem dveldur í Bandaríkjunum um þessar mundir. — Einnig birtist í Heimskringlu, 2. júní, grein eftir Rannveigu Schmith um sama efni. Þar sem þessar greinar sýna aðeins aðra hlið málsins, þykir rétt að birta hér grein, skrifaða af manni búsettum í Reykjavík. • ' Hvað segja þeir um okkur í Ameríku? Það er fyrir mér eins og fjölda annara, að Lesbókin er það rit, sem aldrei er lagt til hliðar ólesið, enda er hvert Les- bókarheíti mér jafnan hinn besti gestur, sem oft færir bæði gleði og gaman. Það er því engin furða, þótt eg yrði dálítið hissa að sjá þennan gamla vin færa mér grein sem hneykslaði mig. En það er grein Kristínar Þ. Thor- oddsen: “Hvað segja þeir um okkur í Ameríku.” Það er rétt að taka það fram, ' að ýmislegt í grein þessari á fullkominn rétt á sér, >og sumt eru orð í tíma töluð, eins og t. d. um bókmentalega kynningu okkar út á við. Það er hverju orði sannara, að við eigum ekki að loka hinar dýrmætu bókment ir okkar niður, heldur eigum við að kynna þær fyrir erlendum þjóðum, svo að aðrar þjóðir geti metið gildi þeirra að verðleik- um og skilið -baráttu okkar fyrir íslenzku þjóðerni og menningu. En svo tekur greinarhóf. það fram, að fyrirlestrar hér að lútandi megi ekki vera “of þrungnir af fróðleik”. Er dálítið erfitt að giska á, hvað frúin á við með þessu. Sennilega á hún við, að fyrirlesarinn vaði elginn og strái einstaka fróðleiksmola innan um, sem áheyrandinn verð ur síðan að tína upp og setja saman, ef hann á að verða nokk- urs vísari. Slík fræðsluaðferð er ekki norræn og myndi ekki tak- ast neinum íslendingi, svo gagn yrði að. Greinarhöf. tekur það rétti- lega fram, að sambúð og kynn- ing setuliðsmanna og lands- manna er viðkvæmt mál o% vandasamt. Og ýmiskonar á- rekstrar milli svo gífurlegs fjölda bráðókunnugra manna í ókunnu landi við ókunna lands- menn er eðlilegur og í mörgum tilfellum óhjákvæmilegur hlut- ur. Stafar það vitanlega af þeirri einföldu ástæðu, að ;afn- an er misjafn sayður í mörgu fé. Þarf ekki að kippa sér upp við það. Eða heldur greinarhöf., að sambúðin myndi verða betri og “skilningurinn” á okkur í Ameríku vaxa, þótt við tækjum hönd hvers hermanns og sýnd- um þeim “vor grafar inni öll?” Þá fer greinarhöf. mörgum orðum um “kulda” okkar í garð hinna amerísku hermanna og sársauka amerískra kvenna yf- ir því. Við skulum nú athuga dálítið afstöðu okkar til setuliðs- ins, eins og hún er í raun og veru. Hinir erlendu hermenn eru hér ekki í eigin erindum, til þess að kynnast landi og þjóð. Þeir eru her til þess að gegna skyldu sinni fyrir þjóð sína og ættjörð. 1 viðkynningu sinni við landsmenn eignast þeir ýmsa kunningja, eins og gerist þar, sem menn dvelja langvistum. Það er hin eðlilega kynning. Að öðru leyti eru þessir menn okk- ur algerlega óviðkomandi. Þeir eru gestir á landi okkar, eins og ferðamenn í áfanga, en þeir eru ekki gestir okkar, þ." e. ekki gest- ir heimilanna. Hin óskráðu lög gistivináttunnar eru því ekki brotin, þótt við látum þá af- skiftalausa. Við hljótum að um- gangast þá eins og aðra óþekta menn. Við erum ekki óvinir þeirra og við erum heldur ekki kunhingjar þeirra, hvers um sig. Það er því hin mesta firra og furðuleg ófyrirleitni, er greinar- höf. stingur upp á því, að hafist vejði handa um heimboð einka- heimila fyrir þessa útlendu her- menn og vafasöm góðgirni í þeirra garð, en hreinn og beinn bjánaskapur fyrir okkur. Eg geri ráð fyrir, að Ameríkanar virði friðhelgi heimila sinna í sínu eigin landi, engu minna en við. En hversu yrði ástatt um heimilisfriðinn, ef bjóða skvldi heim þrem eða fjórum útlend- um hermönnum, til kaffidrykkju ( og “rabba við þá og syngja með ■ þeim kvöld og kvöld”? Og ætli það gæti ekki farið svo, að þessi “kaffikvöld” yrðu nokkuð mörg þegar fram í sækti? Það vill nú svo til, að það er engin nýlunda, að hermönnum hafi verið boðið upp á kaffi “kvöld og kvöld”. Raunasagan um afleiðingar þess i er alþjóð kunn og liggja fyrir mörg gögn henni til sönnunar. Og ætli heiður íslands út á við yrði ekki vafasamur, þótt ís- lenzkar konur færu að bjóða hermönnum heim til sín, til þess að sýna þeim “hvers virði þær eru”? Eða hvernig er það með heiðurinn, sem verulegur hluti íslenzkra kvenna hefir aflað þjóðinni með kynningu sinni við setuliðið? Ef yfirvöldin og stofnanir, eins og Rauði Kross íslands, sem allir sæmilegir menn unna, beittu sér fyrir þessari heim- * boðastarfsemi, mætti búast við, ' að þetta yrði mjög víðtækt og kæmi mér þá ekki á óvart, þótt heimboðin yrðu ekki aðeins j “kvöld og kvöld”, heldur kvöld (eftir kvöld. Og með því yrðu , íslenzku heimilin vitanlega 1 kynningarstöðvar fyrir hermenn j ina, að minsta kosti að kaffi- drykkju og söng, — og þar með hálfopinberar kaffiknæpur, svo I ekki sé meira sagt. Fari svo, að íslenzku konurn- ; ar fari að reyna að “bjarga ; heiðri íslands út á við” með því að fórna íslenzkri heimilis- menningu, þá er hróður okkar út á við of dýru Verði keyptur. Á tímum, eins og þeim, sem við nú lifum á, reynir á siðferð- isþrek og sjálfstæðisvilja þjóð- arinnar. Vill hún standa stolt og frjáls meðan straumar æðis- genginna heimsvíðburða leika um hana og taka það eitt til sín, sem samrýmst getur frjálsborn- um, norrænum hugsunarhætti? Eða vill hún sleppa sjálfri sér og sogast aflvana niður í hring- iðu heimsbyltingarinnar og týn- ast í mannhafi stórveldanna? Hér er um tvent að velja, það dylst engum. Eg fyrir mitt leyti er sannfærður um að meiri hluti íslenzku þjóðarinnar vill standa af sér strauminn, að svo miklu leyti sem unt er, og varð- veita íslenzka menningu og þjóð- erni gegnum þykt og þunt. Enginn má skilja orð mín svo, að eg ætlist til, að hinum er- lendu hermönnum sé sýnd and- úð eða ókurteisi á neinn hátt. Aðstaða þeirra er ekki öðundar verð. Okkur ber að sýna þeim kurteisi og hjálpsemi, ef þeir þarfnast hjálpar, en þar fyrir utan eigum við að umgangast þá sem aðra ókunna menn, — með kurteisi og fullkomnu afskifta- leysi. Ef við ekki gætum þess, þá munum við, fyr en okkur varir lúta örlögum hinna ýmsu smáþjóða, sem stórveldin hafa gleypt með húð og hári og sem sagan getur, sem fámennrar þjóðar, sem lifað hafi hér ein- hverntíma, en leyst upp og sam- einast öðrum þjóðum, af því að hún hafði ekki þrek til að varð- veita menningu sína og þjóð- erni gegn erlendum áhrifum. Og hvað segja þeir þá um okkur í Ameríku? 14. marz 1943. Einar Einarsson, Morgunblaðið Gullbrúðkaup Sunnudaginn 30. maí var hald- in guðsþjónusta í Fjalla-kirkju kl. 3 e. h. Var þar fjölmenni ^aman komið. Eítir messu var slegið upp gullbrúðkaupsveizlu til heiðurs hjónunum Hermanni og Júlíönu Bjarnason, sem hafa verið 50 ’ár í hjónabandi, og mest af þeim tíma búið í Fjalla-bygðinni í N. Dak. Veizlan hófst á þann hátt að sungin voru tvö vers af sálm- inum “Hve gott og fagurt og yndælt er”. Flutti þá séra Har- aldur Sigmar bæn og ávarp til gullbrúðhjónanna frá sér og fyr- ir hönd, Fjalla-safnaðar og fólks- ins í Fjallabýgð, og afhenti þeim hjónum peningagjöf frá nágrönn um þeirra og vinum. Reis þá gullbrúðguminn úr sæti og flutti velsamið og fallegt erindi til vina sinna og þakkaði fyrir sína hönd og konunnar. Var gjörður að því hinn bezti róm- ur. Las þá séra Haraldur fagurt og vinsamlegt bréf frá séra K. K. Ólafson forseta kirkjufélags- ins íslenzka og lúterska, og fyr- verandi prests Fjalla-safnaðar um margra ára skeið. Lýsti bréf þetta, svo sem annað er i fram kom, greinilega hversu mikilsmetin Bjarnasons hjónin hafa verið, af öllum er hafa kynst þeim og starfað með þeim. Þökkuðu þau hjón þetta bréf innilega og létu í ljósi hve , mikils þau mettu það, og önnur vinsemdarorð og athafnir er þau yrðu nú, svo sem oftar aðnjót- andi. Við þetta tækifæri söng Mrs. Guðmundur Goodman, tvo fagra íslenzka söngva og | nutu þess hið bezta bæði heið- ! ursgestir og veizlugestir allir. Að því búnu bar kvenfélag Fjallasafnaðar fram rausnarleg- ar og ágætar veitingar fyrir alla viðstadda, og nutu ménn þess í vinsemd og samúð, og töluðu saman meðan tími entist til. Um 90 manns voru í sam- sæti þessu, flestir íslenzkir, en líka þó nokkrir enskumælandi menn og konur. Hermann Bjarnason er 75 ára að aldri og kona hans Júlíana Sigríður er 72 ára. Er hún bróðurdóttir Skúla þingmanns Sigfúss^nar. Þau hjón giftust 11. febrúar 1893 í Churchbridge Sask. En í Fjalla-byggð settust þau hjón að árið 1894 og hafa dvalið þar síðan. Þau eiga 8 börn á lífi, fjóra syni og 4 dætur. Þrjú af börnum þeirra voru fjarverandi veizlu þessa, Jón Otcar, sem býr í Gardena N. D., Mrs. Lynn í Fargo, N. D. og Staff Sgt. Helgi E. Bjarna- son, Fort Jackson, S. Carolina. Viðstödd voru 12 barnabörn af 27. Það var víst sameiginleg hugs- un allra er sátu veizlu þessa, að heiðursgestirnir hefðu átt þetta margfaldlega skilið. Þau eru búin að dvelja í Fjalla-bygð nærri 40 ár og hafa verið vin- sæl og virt af samferðafólkinu. í öllu félagsstarfi hafa þau ávalt tekið ''mikinn og góðan þátt, og gjört það af góðum og fúsum vilja. Hvergi hefir fram- koma þeirra þó víst betri verið en í félagslífi og starfi Fjalla- safnaðar. Hermann hefir verið ritari safnaðarins um fjölda mörg ár og hefir rækt það starf af frábærum myndarskap og trúmensku. Messusókn þeirra hefir ávalt verið til fyrirmynd- ar, og reyndar öll framkoma í safnaðarstarfinu. Eg hefi nú átt samstarf með þeim hjónum «og börnum þeirra á seytjánda ár, aðallega í kirkjustarfinu, en líka í sambandi við önnur störf. Er mér ljúft að minnast þess nú í sambandi við þenna hátíð- isdag í lífi þeirra, að sú sam- vinna hefir ávalt verið ljúf og góð, ,og hefi eg ásamt með fjöl- skyldu minni metið þau mikils, og notið margra gæða af þeirra hálfu. Munu þeir margir vera er vildu bera svipaðann vitnis- burð um gull-brúðhjónin og fólk þeirra. H. S. Lítið um öxl Útvarpserindi 12. júlí 1942. Útvarpsráðið hefir sýnt mér þann sóma og þá góðvild að bjóða mér á þessum tímamót- um æfi minnar að tala við ykkur stundarkorn um liðinn tíma. Formaður útvarpsráðs stakk upp á því, að við nefnd- um þetta erindi: “Litið um öxl”, og það líkar mér vel, því að sú yfirskrift má vel úákna það. að hér talar ekki maður, sem hefir látið af störfurr^ og er seztur í helgan stein,' heldur maður, sem er enn á ferðinni og starfandi og hefir engu síð- ur en nokkru sinni fyr á æf inni ánægju af starfi sínu og löngun til að vinna eitthvað til gagns. Eg lít um öxl — en hefi jafnframt hugann á brautinni fram undan, og held áfram með an Guð leyfir. Það er í sambandi við 70 ára afmæli mitt, sem útvarpsráð bauð mér að tala í kvöld. Og þegar eg lít um öxl, sé eg auð- vitað fyrst það, sem næst er: Afmælisdaginn, sem var svo dásamlega bjartur og fagur, bæði af veðurblíðu og sólbirtu og ekki síður af þeirri miklu ástúð, sem var þann dag látin mér í té í svo ríkum mæli. að eg ofhermi ekki að eg hefi ekki annan afmælisdag glaðari lifað. Það kom svo margt fyrir þann dag, sem vakti mér fögnuð í huga og dýrmætar minningar. Fyrsta ganga mín um morgun- inn var út í gamla kirkjugarð- inn. Þar nam eg staðar við leiði foreldra minna og minntist bernskuáranna og þakkaði Guði fyrir mína elskuleguVjioreidra og bernskuheimilið góðal Reykjavík var fyrir Vo árum ólík því, sem nú er. Þá var hún lítill bær, — eitthvað 20. partur af því, sem hún er nú. Þá var hér hvorki vatnsveita, rafmagn, sími né útvarp og ýms önnur lífsþægindi, sem við eigum nú við að búa; þá komu hér ekki út blöð daglega, og þá þurfti hver maður að sækja bréfin sín niður í pósthús, þegar skip eða póstar komu. Þá var ekki eins margt til þess að draga æsku- lýðinn frá heimilunum, og þá var líka rækt lögð við heimilis- lífið. Heimilið var þá meira en matstofa og svefnskáli. Eg minn- ist vetrarkvöldanna, þegar allt heimilisfólkið sat kringum stórt borð, við systkinin og stúlkurn- ar eitthvað að dunda í höndun- um og foreldrar mínir á með- an að lesa fyrir okkur eitthvað til skemmtunar og fróðleiks; stundum var farið í leiki, sér- staklega þegar börn úr ná- grannahúsunum komu til okk- ar, og yfir höfuð að tala var mikið af sakláusri glaðværð á heimilinu samfara einbeittum en sanngjörnum heimilisaga. Faðir minn var hagur vel og hafði smíðastofu í húsi sínu, út- búna góðum áhöldum,. og þar kenndi hann mér að fara með hefil og sög og rennibekk, og bókband kenndi hann mér líka, ■og varð mér hið mesta gagn að þessu seinna á æfinni; en þetta hafði faðir minn lært af afa mínum, séra Sveini Níels- syni, sem var mesti hagleiks maður. Með þessu tókst honum líka að hafa mig ánægðan heima þegar aðrir unglingar voru á ýmiskonar flækingi. — Og heima var mér innrætt lotning fyrir Guði og traust til hans. Þar eign aðist eg, fyrir áhrif foreldra minna, þá leiðarstjörnu, sem hefir síðan lýst mér leið, og það fæ eg aldrei fullþakkað. Þessa minntíst eg, þegar einn prestur sagði frá því nýlega á kirkjufundi, að hann hefði tekið sér fyrir hendur að kynna sér, fyrir ^ hverjum trúaráhrifum fermingarbörnin hans hefðu orð ið á heimilum sínum, og kom- izt að þeirri niðurstöðu, að sum bömin hefðu enga bæn heima hjá sér lært. Eg gjöri ráð fyrir því, að ein- hverjir foreldrar heyri nú mál mitt, og við þau vildi eg segja: Sálir barnanna ykkar eru það dýrmætasta, sem Guð hefir trú- að ykkur fyrir. Ykkur þvkir vænt um börnin og ykkur er annt um að greiða götu þe:rra til gengis og gæfu. En gjörið ykkur þá grein fyrir því, að það varðar ekki mestu, hve mikið þau eignast eða hverja stöðu þau muni skapa í mann- félaginu, heldur hitt, hvern mann þau hafa að geyma. ,Send- ið þau ekki frá ykkur áttavita- laus út í ferð lífsins. Kermið þeim að trúa á Guð og tilbiðja hann. Þið getið ekkert gjört fyr- ir þau betra en það. Það heimsóttu mig margir á afmælinu mínu í hinum nýja, fagra og notalega embættisbú- stað, sem kirkjustjórnin hefir fengið mér til íbúðar. — Einn hópurinn, sem til mín kom, var Dómkirkjukórinn, með Pál ís- ólfsson í broddi fylkingar. Þessir kæru samverkamenn mínir sungu fyrir mig lofsönginn: “Þín miskunn, ó, Guð, er sem hirpininn há”. Sá sálmur hreif mig þá stund sérstaklega vegna þess, að hann var eins og berg- mál af þeim þakklætistilfinning- um, sem voru mér svo ríkar í. huga. — Og sálmurinn vakti hjá mér fagra endurminningu. Það var sunntidagurinn 18. júlí 1897. Eg var þá nýkominn heim frá Kaupmannahöfn að loknu embættisprófi. Við vorum 12 í hóp í 5 daga skemmtiferð til Þingvalla, Geysis og Gullfoss, og foringi fararinnar var Björn Jónsson, þá ritstjóri “ísafolda'r” og seinna ráðherra, og var kona hans, Elísabet, föðursystir mín, og öll börn þeirra í förinni. Daginn, sem við dvöldum við Geysi, var afmæli Elísabetar, og drukkum við minni hennar í súkkulaði, sem við hituðum í Geysi. En hann þakkað,i heim- sóknina með fallegu gosi. án þess að við þyrftum að múta honum til þess með sápufórn, eins og nú er títt. í þeirri ferð opinberuðum við hjónin trúlof- un okkar. Við áðum þennan dag á heimleið í Laugardalnum í indælasta veðri, og þá minnti Björn okkur á, að það væri sunnudagur og við ættum að halda guðsþjónustu. Við fórum að leita að sálmi, sem flestir kynnu utanbókar, og við sung- um þar þennan sama sálm. Hann hreif míg svo þá í hinni dásam- legu kirkju náttúrunnar, að hann varð, mér þá kær og hef- ir altaf verið síðan. Sú stund hefir oft komið mér í hug og vfir þeim endurminningum alt- af verið fagur og bjartur blær, því að eg held að mér sé óhætt að segja, að þá tilbáðum við Guð í anda og sannleika. Eg var þá nýkominn heim frá Kaupmannahöfn. Á náms- árunum kom eg stundum heim á sumrum og var þá með föð- ur mínum í vísitazíuferðum hans. Það voru skemmtilegar ferðir, og eg kynntist þá mörg- um byggðarlögum landsins. Það var unun að koma á prestssetrin og njóta þeirrar miklu gestrisni og ástúðar, sem við áttúm þar að mæta. Og þar sá eg víða merki þess, hvílíka þýðmgu góður prestur og gott prests- heimili getur haft, bæði fyrir trúarlíf og menningarbrag sveit- arinnar. Námsárin í Khöfn, þeirri fögru og skemmtilegu borg, voru mér að mörgu leyti lærdómsrík, ekki sízt fyrir það, hve mörgu góðu fólki eg kynnt- ist þar, bæði ættingjum móður minnar, kennurum og námsfél- ögum. Fog, Sjálandsbiskup, sem hafði bæði fermt móður mína, gift foreldra mína og vígt föður minn til biskups, var mér mjög góður, og kom eg oft heim til hans, og margir aðrir vinir for- eldra minna sýndu mér mikla gestrisni og góðvild. Mikill á- bati var mér að kirkjugöngum á þeim árum, því að margir Khafnar prestarnir voru ágætir kennimenn, sem mikil uppbygg- ing var að hlýða á. Og mikið lærði eg af því að taka þátt í safnaðarstarfi, sérstaklega sunnu dagaskólakennslu, og njóta þar leiðsagnar áhugasamra og reyndra presta. Þar vaknaði hjá mér löngunin til að boða fagn- aðarerindið börnum og ungling- um, og það starf hefir alltaf síðan verið mér hugljúft, enda hefi eg lagt mikla áherzlu á það í prestsstarfi mínu og aldrei séð eftir þeim tíma, sem til þess fór. Og eg þarf ekki að taka það fram, að mikla ánægju hefi eg af því haft 'og oftSr en einu sinni orðið þess var, að það hefir ekki alltaf verið til ónýtis unnið. Á afmælisdaginn minn komu til mín 2 n^enn með ávarp og afmælisgjöf frá 17 fermingar- börnum mínum í Útskálasókn. Það voru liðin um 40 ár síðan eg fermdi þau, og get eg ekki með orðum lýst því, hve inni- lega það gladdi mig, að þau skyldu enn muna eftir mér og hugsa eins hlýlega til mín og raun bar vitni um. Eg leit um öxl og hugsaði til starfsáranna á þeim slóðum. Eg vígðist til þess að þjóna holds- veikraspítalanum í Laugarnesi, þegar starfið var hafið þar í október 1898, og gengdi því starfi tæpt ár, jafnhliða kenn- slu við barnaskólann, kennara- skólann og stýrimannaskólann, en fór um mitt sumar 1899 í Útskála prestakall og var þar næstu 4 árin. Eg kom þangað og átti sam- kvæmt þeirri venju, sem þá var ríkjandi, að fara að gefa mig að búskap og útgerð, jafn- hliða prestskapnum, og þeim störfum var eg með öllu ókunn- ugur og óvanur, enda er méc ekki grunlaust um, að sumum sóknarmönnum mínum hafi þótt sitthvað broslegt af framkvæmd um mínum á því sviði. En ekki lét fólkið mig samt gjalda þess; það var mér alltaf elskulegt og gott. í Garðinum var allmikið félagslíf, og stóðu að því aðal- WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanted — Age limils 18 to 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Womens Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line — Every Fit Man Needed Age limits 18 to 45 War Veterans up to 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiting Representative

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.