Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1943. lega 2 félög, sem þar voru: Good Templara stúka og ung- lingafélag, sem eg stofnaði þar. Nokkrum sinnum hefi eg kom- ið á þær slóðir á síðari árum, og alltaf átt hinum ástúðleg- ustu viðtökum að mæta. Á afmælisdaginn minn fékk eg mörg símskeyti úr öllum áttum. Meðal þeirra var. kveðja frá Kirkjufélaginu vestur-ís- lenzka, og önnur frá söfnuðum mínum í Argyle-bygð í Canada, sem eg þjónaði tæp 22 ár. Tildrögin til þess að eg fór þangað voru þau, að Kirkju- félagið vestur-íslenzka vantaði tilfinnanlega presta, og forseti Kirkjufélagsins hafði skrifað föð ur mínum og beðið hann um að stuðla að því, að móðurkirkj- an hér heima veitti þar ein- hverja hjálp, og til þess var hann fús, vegna þess að hann mat að maklegleikum það, hve mikið kristnir Vestur-íslending- ar lögðu á sig til þess að halda við hjá sér kristilegu starfi. Þegar svo köllun kom til mín frá söfnuðunum í Argyle-byggð, ásamt eindregnum tilmælum forseta Kirkjufélagsins um að eg tæki þeirri köllun, féllst faðir minn á, að rétt væri að eg færi, þó að hann hefði hins- vegar heldur óskað að eg væri kyr hér heima. Mig langaði líka til að kanna ókunna stigu og leggja jafnframt lið góðu málefni. En ekki hugsaði eg þá til þess, að dvöl mín þar vestra yrði eins löng og raun varð á. En ekki sé eg eftir þeim árum. Eg lærði mikið af því að kom- ast í nýtt umhverfi og kynnast nýju kirkjufyrirkomulagi, nýj- um starfsaðferðum og bókment- um. sem eg hafði áður haft lít- ið af að segja. Eg veit, að það var hönd Guðs, sem leiddi mig þangað, og eg hafði mikla á- nægjú af starfinu þar. í prestakallinu mínu voru um 1000 manns og ein kirkja; en þegar eg fór þaðan, voru kirkj- urnar orðnar 4, allar mjög mynd qrlegar og snotrar, og ein þeirra áreiðanlega fallegasta íslenzka sveitakirkjan, sem til er. Þar naut eg hinnar beztu samvinnu kristinna áhugamanna, og allt félagslíf bygðarinnar var í nánu sambandi við safnaðarstarfið. Fólkið í byggðinni kostaði að öllu leyti kirkjulega starfið með frjálsum fjárframlögum, og kirkjurækni hefi eg hvergi þekkt betri en þar. Á vetrum messaði eg á 2 kirkjum á hverj- um sunnudegi síðari árin, en 3 á sumrum, og voru í sambandi við messurnar sunnudagaskólar, sem önnuðust kristilega íræðslu æskulýðsins. Ferðalögin voru stundum allerfið á vetruxn, þeg- ar aka þurfti í 20—30 stiga frosti í misjafnri færð. Á hverju sumri, um Jóns- messuleytið, komu prestar og erindrekar safnaða Kirkjufélags ins saman ,á ársþing, og voru þeir þá allir gestir þess byggðar- lags, sem þingið var haldið í. Kirkjuþingið stóð yfir í 5 daga, og mátti þá heita að væri sam- anhangandi hátíð í byggðinni, þar sem það var haldið, og skiftust byggðirnar á að bjóða þingunum til sín; kirkjurnar voru dag eftir dag alskipaðar fólki, sem vildi fylgjast með því, sem gjört var, og hlýða á erindi, sem flutt voru. Sam- eiginlegar máltíðir voru á þing- staðnum ein eða tvær á dag, og var þá veitt af mikilli rausn, on bændur fluttu gesti sína dag- lega á þingstaðinn, ef þing var haldið í 'sveitabyggð, og önnuð- ost um þá að öðru leyti. Það, sem sögulegast gjörðist í vestur-íslenzku kirkjulífi á þeim arum, var sundrungin, sem varð 1909 út af ágreiningi milli gam- allar og nýrrar guðfræðistefnu, °g varð til þess, því miður, að einn prestur og nokkrir söfnyð- 'r sögðu skilið við Kirkjufélag- ið. — Þessi ágreiningur var mér núkið sársaukaefni, því að eg hefi lengst af verið maður frið- samur, og sérstaklega hefir mér fundizt það illa við eiga, ef menn hafa látið afskifti sín af trúmálum gjöra sig að verri mönnum, eða haft trúmálin að yfirskini persónulegrar illkvitni. — Mér fannst þarna sá vinur minn, sem gjörðist merkisberi nýju skoðanana, hinn gáfaði og margfróði prestur Friðrik Berg- mann, fara of langt í nýmæl- unum, eins og oft vill verða, þegar menn verða hrifnir af einhverju nýju, — en andstæð- ingar hans sýna of lítinn skiln- ing og sanngirni í þeirri viður- eign; og eg reyndi að miðla málum eins og eg gat. En það var kominn bardagahugur í menn og sáttatilraunir mínar urðu árangurslausar. En nú veit eg ekki betur en áð gróið sé yfir þann gamla ágreining, sem betur fer. Kveðja barst mér líka frá Þjóðræknisfélagi Vestur-íslend- inga. Sá félagsskapur hefir sett sér það markmið að varðveita íslenzka tungu og þjóðerni hjá þjóðarbrotinu yestan hafs; ekki í þeim tilgangi, að það einangri sig þar, heldur til þess að það geti með sem mestum sóma skipað sinn sess. Og það er ánægjulegt til þess að vita, í hve miklu áliti íslendingar eru vestijn hajfs, og hve margir ágætismenn hafa verið og eru í þeirra hóp, sem njóta almennr- ar virðingar samborgara sinna. — Það hefir ekki reynzt fyrir- hafnarlaust að halda við kunn- áttu í íslenzku hjá ungu kvn- slóðinni, sem þar hefir alizt upp. En íslenzkukunnátta og þjóð- rækni margra Vestur-íslendinga. sem hingað hafa komið síðari árin ber þess vott, að það starf hefir síður en svo verið árang- ■ urslaust. Eg gjörði í því efni það, sem í mínu valdi stóð, í prestakalli mínu. Þegar eg lít um öxl og %irði fyrir mér svo margar bjartar myndir af samvistum og sam- vinnu við elskulega vini úr hóp leikmanna og presta, eldri og yngri, þá þakka eg Guði af öllu hjarta fyrir þann áfanga æfinnar, sem eg dvaldi vestan hafs. Og þangað leitar hugurinn oft. Fyrsti hópurinn, sem til mín kom á afmælisdaginn minn, voru sóknarnefndarmenn Dómkirkju- safnaðarins og annara safnaða Reykjavíkur ásamt nokkrum öðrum safnaðarmönjnum, sem færðu mér höfðinglega gjöf frá fjölmennum hóp vina minna hér í bæ. Eg gat ekki varist þeirri hugsun: Hvað hefði eg til þess unnið, að mér sé svo mikil góð- vild sýnd? En það er ekki fyrsta sinn, sem fólkið í þessum bæ hefir gjört vel til mín og sýnt mér vináttu og traust. Þeg&r mér barst árið 1924 áskorun frá nokkrum mönnum hér um það, að sækja um prests- embætti við Dómkirkjuna þegar séra Jóhann Þorkelsson sagði af sér, var mér ljóst, að mér var sýnt mikið traust. Og eg átti úr vöndu að ráða. Annars veg- ar bundu mig sterk bönd við starfið og vinina þar sem eg var; en hins vegar átti eg móð- ur mína, systkini og ættfólk hér heima, og löngunin til að fá að njóta samvista við þau hafði glæðst við það, að eg kom hingað heim sumarið 1921, þeg- ar söfnuðir mínir vestra gáfu mér 5 mánaða sumarfrí með fullum launum til þeirrar ferð- ar og nokkurt skotsilfur að auki. Þegar svo áskorunin um að sækja um embættið var árétt- uð með höfðinglegu tilboði um að borga allan ferðakostnað minn og fjölskyldu minnar, sá eg að þeim, sem vildu fá mig hingað, var alvara. Og eg^ sótti um, embættið og fékk veitingu fyrir því. Það var erfitt að kveðja vin- ina vestaþ |h^fs, sem höfðu verið mér svo góðir. Og aldrei gleymi eg seinustu guðsþión- ustunni, sem allir söfnuðirnir í prestakalli mínu héldu sameigin lega í stærstu kirkju byggðar- innar seinasta sunnudaginn sem eg var þar, og orðunum hlýju, sem til mín voru töluð í sam- sætinu, sem á eftir var haldið í samkomuhúsi á kirkjustaðnum, handtökunum föstu og blessun- arbænunum. Ferð okkar heim, um ýmsar stórborgir Bandaríkjanna, Osló og Kaupmannahöfn, leyfir tím- inn ekki að fjölyrða um, þó að þar bæri margt merkilegt og skemmtilegt fyrir augu, sem gaman gæti verið að rifja upp. En þegar heim kom, laugardags- kvöldið fyrir Hvítasunnu 1925, þegar kirkjuklukkurnar byrjuðu að hringja inn hátíðina um leið og skipið lagðist að hafnarbakk- anum, fundum við, að við vor- um komin til vina. Sumir þeirra sem þá fögnuðu okkur bezt, eru nú héðan farnir. Eg minnist þeirra með þakklátum huga og bið Guð að blessa þá í föður- húsunum himnesku. Síðan eru liðin 17 ár, sem hugljúft starf og mikil ástúð og tryggð fjölmargra vina hefir gert mér ánægjurík og farsæl. Eg skil varla í því að þau séu orðin svo mörg, því að mér finnst svo stutt síðan eg kom aftur; þau hafa verið svo skemti leg, þessi ár, og tilbreytinga- rík. Tíminn líður fljótt, þegar manni líður vel og nóg er að starfa; og ekki hefir það vant- að, að nóg verk væri alltaf fyrir hendi í svo stóru presta- kalli. Fyrir 14 árum tók eg aft- ur við prestþjónustu við Laugar nes-spítalann, sem nú er fluttur að Kópavogi, og allmörg ár hefi eg líka haft á hendi kenslu í kristnum fræðum við Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur. Það starf, sem eg hefi haft hvað mest skemmtun af, er und- irbúningurinn undir það að segja börnunum sögur í útvarp- inu. Eg hef skoðað það sem einn þ^tt í prestsstarfi mínu; því að jafnframt því að skemta börnunum hefi eg alltaf haft í huga að glæða hjá þeim heil- brigða kristna lífsskoðun og hefi eg þess vegna Vandað eins vel og mér var unnt til þess, sem eg hefi flutt þeim. — Mikið af sögunum, sem eg hefi sagt þeim, hefi eg gefið út, yfirhöfuð að tala hefi eg helzt haft æskulýð- inn í huga við ritstörf mín, því að allar þær 12 bækur, sem eg hefi samið eða búið undir prentun, eru að 2 undantekn- um beinlínis ætlaðar börnum og unglingum. Það eina að kalla má, sem héfir varpað skugga á gleði mína þennan seinasta áfanga. er það, að méf hefir stundum fundist þeir, sem eiga að krist- indómsmálum að vinna, ekki nógu vel samhuga og samheldn- ir, og allt of margir skilnings- litlir á það, hve mikla þýðingu það hefir, að menn leggi af alhug rækt við trúarlíf sitt og það starf kirkjunnar, sem mið- ar að því að v$kja það og glæða hjá öðrum. Guð gefi að breyting til batnaðar megi á því verða. Að því vil eg með hjálp hans vinna, meðan líf og þrek endist. Eg lít enn um öxl. Og enn blasa' v|ið mér myfndir, sem hlýja mér um hjartaræturnar. Eg hefi ekki verið einn á ferð. Mér > hefir verið samferða 42 ár góð kona, sem Guð gaf mér, og svo hafa bæzt við í hópinn elskuleg börn, tengdabörn og barnabörn. Samvistirnar við þenna hóp nákomnustu og dýr- mætustu ástvinanna hafa veitt mér fleiri gleðistundir en eg get frá sagt. Þar hefi eg notið bjötrustu sólskinsstundanna. Það hefir verið gæfa mín, hve annt konan mín hefir allt- af látið sér um prestsstarf mitt og áhugamál og á hve marg- víslegan hátt hún hefir unnið með mér og hjálpað mér. Ár- um saman hefir hún, meðan við vorum vestan hafs, þrátt fyrir miklar heimilisannir, kennt í sunnudagsskóla og stundum líka spurt börnin fyrir mig, þegar einhver atvik hafa bannað mér það. Og smekkvísi hennar hefir skapað mér geðfellt heimili, hvar sem við höfum dvalið. Eg lít um öxl yfir 70 ára æfibraut. Ferðin hefir verið góð. Eg hefi verið gæfusamur maður. — Það, sem miður hef- ir farið en skyldi, má eg að mestu leyti sjálfum mér um kenna. Gæzka Guðs hefir yfir mér vakað og aldrei brugðizt. Hjarta mitt er fullt af þakklæti til hans fyrir allt, sem hann hefir fyrir mig gjört. 1 einlægu trausti fel eg honum sjálfan mig og öll mín örlög, og bið hann um að blessa alla þá, sem hafa verið mér góðir á þessari löngu leið. Friðrik Hallgrímsson. Kirkjuritið. Minningarorð progress in defeating our en- emies. This has been kept in mind in designing the exhibit. Thraugh the generous co-op- eration of the Entomological Branch of the Dominion Depart ment óf Agriculture, the exhibit includes a very interesting display concerned with warble flies. Specimens of damaged leather, figures °n actual losses and control methods are includ- ed, and a new bulletin will be distributed. The central part of the exhi- bit portrays the movement of food from the farm to the fight- ing forces, and one wing is devoted to emergency rations used in the army, nevy and air forces. Other featurer are weeds, soil erosion and ‘ sound” moving pictures. We hope to weicome our readers at Swift Corrent (front- ier celebration), Calgary, Regina Yorkton, Lloydminster, Verm- ilion, Vegroville, Red Deer, North Battleford and Prince Albert. Þann 21. maí s. 1., lézt að heimili sínu að Hnausa, Man., húsfrú Stefanía Sigríður Stef- ánson, fædd á Seljanúpi í Loð- mundarfirði, Norður-Múlasýslu á Islandi, 23. maí 1874. Foreldrar hennar voru Jó- hann Sveinsson og Guðrún Pétursdóttir. Tíu ára gömul misti hún föður sinn og flutt- ist með móður sinni upp til Héraðs. Árið 1900 giftist Stefania fyrri manni sínum, Jóni Einarssyni frá Stórabakka í Hróarstungu. Eignuðust þau tvo sonu, en misti annan þeirra á unga aldri. Hinn sonurinn, Jóhann, giftist Mabel Smith frá Ásgarði, býr í Hnausa-bygð. Frá íslandi fluttu Jón og Stefania árið 1902 og settust að í Winnipeg. Áttu þar þeimili þar til árið 1920 er þau fluttu til Hnausa. Xar dó Jón nokkrum árum seinna. Árið 1929 giftist Stefanía eftirlifandi manni sín- um Jóni Stefánssyni frá Ásgarði, og hafa þau búið þar tii þessa. Stefania heitin var frjálslvnd og góð kona, tók mikinn þátt í félagslífi í kirkjusöfnuði þeim er hún tilheyrði. Trygglyndi við vini sína, og hjálpsemi við bág- stadda. einkendu hana. Síðustu þrjú árin átti hún við heilsuleysi að búa, en bar það með þeirri sömu stilling og kristilegu þolinmæði, sem aðrar þrautir lífsins. Jarðarförin fór fram frá heimili og kirkju, sunnudaginn 23. maí að viðstöddum vinum og ættingjum. Séra Bjarm A. Bjarnason, jarðsöng. Stefaníu mun lengi verða | saknað af aðstandendum og vin- j um, endurminningin um henn- ar hæga og blíða viðmót mun lengi lifa í huga þeirra. Vinkona. Business and Professional Cards ,SEEDTIMEí CL+UÍ HARVEST' By Dr. K. W. N«atby Ihrtcfr, AfrieyUtural Dtpariwunt North-Wr*t Lin« EleTiton Aaaocutiea The Country Fair. The wisdom of continuing agricultural exhibitions in war time cannot be questioned so. long as proper emphasis is placed on agricultural matters. For several years, the exhibit of The Noort-West Line Eleva- tors Association has been among the most popular features at B class fairs. We estimated that, in 1943, it attracted the attention of about 50,000 persons. It has always combined useful information with attractive ap- pearance, and this year is no exception. Food rationing has brought home to áll of us the import- ance of agriculture in this war. Inefficiency in farm operations now means not only loss to the farmer, but it actually hinders Drummondville CottonCo. LTD. 55 xVrthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. LTD. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distrihutors of FRESH AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræðingur Skrífstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul annað með pósti. Fljót afgreiðsla. og Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary's • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENÚE BLDG., WPG • Fasteignasalar. Leigja hOs. Ct- vega peningalán og eldsóbyi gð. bifreiðaAbyrgð, ,o. s. frv. Phone 26 821 Peningar til útláns Sölusamnlngar keyptir. BújarCir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 308 Medieal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tíma'r 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Crvals blúgrýti og Manitoba marmari SJcrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR, A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG 7 Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Stmi 61 023 MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bcrcovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 Hleifets fcfel Þhone 96 647 J CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H Page, Managtng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. ' Res Phone 73 917. Offiee Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ANDI^EWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfræðingar 209 Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dcntist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yftr; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar málttðir 40c—60c Free Parking for Ghiests DRS. H. R. and H. W. TWEED , Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 5 45 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SllERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talsími 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingrur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham & ICennedv Viðtalstímt — 11 tll 1 og 2 til 5 Skrifstofustml 22 251 Heimllisstmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 Viðtalstlmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.