Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
*«
iot
L<*
,dcrers
For Beiter
Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
vv«
1 \ W***
Co«
ers
atvo-
,^G1
Service
and
Satisfaction
56 ÁRGANGUR
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1943.
NÚMER 25
Dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður
Eítlr prófessor Richard Beck.
íslendingum vestan hafs er
það vafalaust hugleikið, að vita
sem fyllst deili á þeim mönn-
um, sem landsstjórn íslands
skipar í ábyrgðarmestu fulltrúa-
Dr. Helgi P. Briem.
stöður sínar hér í álfu. Sendi-
herra Islands í Washington og
glæsilegum náms- og embættis-
ferli hans lýsti eg að nokkru
á sínum tíma hér í blaðinu, í
sambandi við fyrstu heimsókn
hans í byggðum vorum. Hér
verður í stuttu máli sagt frá
þeim manninum, er nú skipar
þá íslenzku fulltrúastöðu í
Bandaríkjunum, er næst gengur
áð virðingu og ábyrgð sjálfri
sendiherrastöðunni í Washing-
ton, en það er sess hins íslenzka
aðalræðismanns í New York
borg.
Á miðju sumri í fyrra urðu
mannaskipti í þeirri mikilvægu
stöðu. Agnar Klemens Jónsson,
er gengt hafði því embætti'við
hinn besta orðstír og reynst oss
Vestur-Islendingum um allt
hinn velviljaðasti, var kvaddur
heim til íslands til starfs í ut-
anríkismálaráðuneytinu þar. Að-
alræðismaður varð þá í hans
stað dr. Helgi P. Briem, prýði-
lega lærður maður með víðtæka
reynslu að baki í utanríkismál-
um, er skipaður hafði verið í
embættið í maí-mánuði í fyrra.
Eins og fyrirrennarar hans í að-
alræðismannsstöðunni, hefir
hann verið oss íslendingum í
Vesturheimi hinn vinveittasti og
sýnt virkan áhuga á þjóðræknis-
málum vorum og annari menn-
ingarviðleitni vorri.
Helgi Briem er maður ágæt-
lega ættaður og enn ungur að
árum. Hann er yngsti sonur
þeirra Páls amtmanns Briem og
Álfheiðar Helgadóttur konu
hans_, fæddur á Akureyri 18.
júní 1902; á hann því 41 árs
afmæli á föstudaginn núna í
vikunni. Eigi að síður á hann
yfir óvenjulega fjölbreyttan og
athafnamikinn mennta- og starfs
feril að líta.
Hann lauk stúdentsprófi á
Meinntaskólanum, í Reykjavík
í júní 1921, en prófi í hagfræði
og stjórnlagafræði .við háskól-
ann í Kaupmannahöfn' í janúar-
lok 1928; áður hafði hann stund-
að hagfræðinám á ýmsum há
skólum á meginlandi Norður
álfu; einnig dvaldi hann vetrar-
langt við nám í Oxford á Eng-
landi.
Að loknu hagfræðinámi í
Kaupmannahöfn hvarf hann
heim til Islands og gerðist starfs
maður ríkisstjórnarinnar, fyrst
sem endurskoðandi hjá sýslu-
mönnum og ritari milliþinga-
nefndar í skattamálum. I árs-
I
byrjun 1929 varð hann skatt-
stjóri og formaður niðurjöfnun-
arnefndar í Reykjavík, auk ann-
ara starfa, er hann hafði með
höndum, og hélt svo fram til
marz-loka 1930. Þá varð hann
einn af bankastjórum Útvegs-
banka Islands og jafnframt for-
maður yfirskattanefndar í
Reykjavík.
Með ársbyrjun 1932 lét Helgi
Briem af bankastjóraembættinu
og varð fiskifulltrúi á Spáni,
ítalíu og Portúgal; hófst með
þeim hætti starf hans í þágu
Islands erlendis. I febrúar 1935
varð hann fulltrúi (Attache) við
danska sendiráðið í Madrid og
rúmum tveim árum síðar full-
trúi við danska sendiráðið í
Berlín. Hann hefir verið ritari
og átt sæti í ýmsum samninga-
nefndum um verzlunarsamninga
við Italíu, Spán og Þýzkaland;
auk þess hefir hann verið send
ur í ýmsan erindrekstur fyrir
íslenzka ríkið til Rússlands, Pól-
lands, Tékkóslóvakíu, Austur-
ríkis og Sviss. Hann hætti störf-
um í Berlín í febrúar 1940 og
starfaði um sumarið á skrifstofu
Sveins Björnssonar í Reykjavík
að undir búningi utanríkismál-
anna, en var sendur til Portúgal
í september það ár. Gengdi hann
fulltrúaembætti þar þangað til
hann var skipaður aðalræðis-
maður í New York, eins og fyr
greinir.
Helgi Briem er kvæntur
enskri konu, Doris Mildred
Parker að nafni, giftust þau í
Birmingham í júní 1929. Eiga
þau eina dóttur barna, Álf-
heiði Silvíu, kornunga.
Jafnhliða margþættum em-
bættisstörfum hefir Helgi Briem
fengist talsvert við ritstörf; hafa
ýmsar greinar og skýrslur eftir
hann birst í íslenzkum blöðum
og "Eimreiðinni". Langmesta
og "Eimreeiðinni". Langmesta
ritverk hans fram að þessu er
bók hans Sjálfstæði íslends 1809
(Byltingin 1809), sem Þjóðvina-
félagið gaf út 1936, en fyrir
hana sæmdi Háskoli Islands
hann doktorsnafnbót í heim-
speki í apríl 1938. Vannst höf-
undi eigi tími til að verja- rit-
gerðina fyrri vegna sendiferða í
þágu landsstjórnarinnar.
Bók þessi fjallar, eins og nafn-
ið bendir til, um byltingu þá,
sem varð á íslandi 1809, er
Jörgen Jörgensen, hinn danski
víkingur, gerðist þar um hríð
einvaldsherra. Safnaði höfundur
inn miklu efni í bókina vetur-
inn, sem hann dvaldi í Oxford,
með rannsókn á enskum heim-
ildum um Jörgensen og íslands-
för hans; hélt hann síðan áfram
að draga að sér efnivið í ritið á
söfnum í Kaupmannahöfn og
Reykjavík. Á Kaupmannahafnar
árum sínum samdi hann enn-
fremur ritgerð um Jörgensen og
hlaut fyrir hana verðlaun úr
sjóðnum "Gjöf Jóns Sigurðsson-
ar" 1927.
Bók dr. Helga Briem um
Jörgensen og byltinguna 1809
ber þess einnig órækan vott, að
hún er bygð á víðtækum og
traustum heimildum, því að hún
er að öllu leyti hin fræðimann-
legasta; í einu orði sagt: gagn-
merkt fræðirit um einkar at-
hyglisvert tímabil í sögu lands
vors. Hún er auk þess miög lip-
urlega skrifuð og hin læsileg-
asta
Eigi verða hér raktar niður-
stöður höfundar, en geta má
þess, að hann lítur svo á, að
ísland hafi um tíma verið sjálf-
stætt og fullvalda ríki árið 1809.
Bæta má því við, að í nýút-
komnu sumarhefti "The Arreri-
can-Scandinavian Review" ritar
dr. Helgi allítarlega og skemti-
lega grein um Jörgensen og æf-
intýri hans. ("King" Jorgen
Jorgensen).
Helga Briem hafa fallið í
skaut ýmsar heiðursviðurkenn-
ingar fyrir störf sín. Hann hef-
ir verið kjörinn bréfafélagi
nefndar Þjóðabandalagsins um
skattamál og heiðursfélagi Tax
Research Foundation í New
York. Þann 1. des. síðastliðinn
sæmdi landsstjórn íslands hann
Stórriddarakrossi Fálkaorðunn-
ar.
Þó að hér hafi verið stiklað
á stærstu steinum og frásögn-
in því næsta beinaber. gefur
hún eigi að síður nægilega vel
í skyn, að aðalræðismaður ís-
lands í New York er hæfur og
glæsilegur fulltrúi heimaþjóðar
vorrar. Er það einlæg ósk vor
landa hans, að framhaldandi
gifta megi fylgja störfum hans.
LÝKUR HÁSKÓLAPRÓFI.
Baldur F. Guttormsson. B. Sc.
Þessi gjörfulegi mentamaður,
er sonur þeirra Mr. og Mrs.
Josep Guttormsson, sem búsett
eru í Geysis-bygð í Norður
Nýja íslandi; hann útskrifaðist
í vor af Manitobaháskólahum,
sem Bachelor of Science í raf-
urmagnsverkfræði með ágætis-
einkunn. Baldur hefir stundað
nám sit með elju og ástundun,
og er óvenju fjölhæfur maður.
Samhliða barna- og miðskóla-
námi, lagði Bajldjur stund á
hljómlistarnám, og hlaut árið
1936 A.T.C.M. skírteini; næstu
tvö ár stundaði hann kennslu í
píanóspili í Riverton, Árborg og
víðar við hinn bezta árangur.
Árið 1938 innritaðist Baldur
við Manitobaháskólann og vann
ári síðar "Association of Professi
onal Engineers of the Province
of Manitoba First Year Engine-
erjng" verðlaun. Hann hefir að
miklu leyti unnið fyrir sér sjálf-
ur meðan á háskólanáminu stóð.
Að afloknu háskólaprófi sínu
í vor, innritaðist Baldur . í
canadiska sjóherinn sem Engi-
neering Offiver í R.C.N.V.R., og
dvelur við nám í Austur Cana-
da á Naval Engineering skóla.
Kirkjuþingið
Hið 59. ársþing Hins Evan-
geliska Lúterska Kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi var
haldið að Mountain, N.-Dak , þ.
18.—21. júní, og hófst með guðs-
þjónustu og altarisgöngu í
kirkju Víkursafnaðar á föstu-
dagskvöldið; en í þeirri sögu-
ríku, elstu íslenzku kirkju vest-
an hafs voru állir þingfundir
haldnir, enda er hún bæði rúm-
góð og vel í sveit sett. Margt var
kirkjugesta þetta fyrsta kvöld
þingsins, og sérstaklega ánægju-
legt, hve margir fulltrúar voru
þangað komnir, þrátt fyrir ýmsa
örðugleika á samgöngum, eink-
um hvað það fólk snertir, er
býr norðan landamæra. Bættust
þó enn fleiri fulltrúar í hópinn
síðar og fjöldi gesta víðsvegar
að, sumir langt að komnir.
Séra Valdimar J. Eylands pré-
dikaði við umrædda guðsþjón-
ustu, og var ræða hans hin
prýðilegasta að efni og flutn-
ingi; fjallaði hún um nauðsyn
þess þolgæðis, er byggist á
bjargi kristinnar trúar. Sóknar-
presturinn, séra Haraldur Sig-
mar, þjónaði fyrir altari og
stýrði altarisgöngunni með að-
stoð sera Sigurðar Ólagssonar.
Að lokinni guðsþjónustunni setti
séra Kristinn K. Ólafson, for-
Sjeti Kirkjufélagsins, þingið og
skipaði í fastar nefndir.
Þingfundir hófust síðan á laug
ardagsmorguninn með • stuttri
guðsþjónustu, er séra Guttormur
Guttormsson stýrði, en hann var
þingprestur að þessu sinni. Síð-
an flutti forseti ávarp sitt og
skýrslu, og var það hin athyglis
verðasta og skörulegasta gremar
gerð; ræddi hann um afstöðu
kirkjunnar til hinna knýjandi
vandamálá vorra tíma jafnframt
því, sem hann lýsti starfi kírkju
félagsins á liðnu ári. Þá voru
lesnar skýrslur ritara, séra E.
H. Fáfnis, og féhirðis, herra S.
O. Bjerring, sem og ýmsar aðr-
ar skýrslur varðandi starfsemi
félagsins; bar allt þess vott, að
það stendur enn víða fótum og
hefir margþætt starf með hönd-
um, þó tímarnir séu um margt
hinir andvígustu og örðugustu
allri félagslegri starfsemi. Af
skýrslum sérstakra nefnda, er
fram komu á þinginu, má sér-
staklega nefna ágæta skýrslu
heimatrúboðsnefndar, er séra
Valdimar J. Eylands las. og hið
ítarlega álit nefndar þeirrar,
sem hafði með höndum endur-
skoðun á lögum félagsins og
lesið var af herra Hiálmari
lendinga í Vesturheimi. Forseti
Kirkjufélagsins las upp kveðji^
skeyti, er þinginu hafði borist
frá heíra Thor Thors, sendi
herra íslands í Washington. Hóf-
ust þingfundir síðan á ný og
stóðu lengi kvelds.
Fram að þessu hafði mikil
veðurblíða ríkt í hinni gróður-
sælu og fögru byggð íslendinga
á þessum slóðum, en seint á
sunnudagsnóttina gerði þunga-
regn. Greiddi þó til þegar fram
á morguninn kom og gerði hið
fegursta veður á ný. Umgerð
þessa söguríka dags var því um
allt hin ákjósanlegasta, enda
var fjölmenni mikið komið á
kirkjustaðinn löngu áður en hin
sérstaka 'hátíðarguðsþiónusta
hófst í Víku/rkirkju, en þar
skyldi nú vígður til prests,
Harald Sigmar, Jr., sonur þeirra
séra Haraldar Sigmar og Mar-
grétar frúar hans, er nýlega
lauk guðfræðinámi á Mt. Airy
prestaskólanum í Philadelphia.
Voru ríkar sögulegar minningar
tengdar við vígslu hans, því að
á sama stað var afi hins unga
prestsefnis, hinn nýlega látni
öldungur, séra N. S. Thorláks-
son, vígður til prests fyrir meir
en hálfri öld síðan. Séra Krist-
inn K. Ólafson flutti efnismikla
hátíðarprédikun um "Kraft orðs-
ins" og minnti fagurlega á hin
sögulegu tengsl þess atburðar,
sem hér var um að ræða- frum-
herja- og fórnarstarf séra Páls
Thoriáksson og langa og merka
kirkjulega starfsemi séra N S.
Thorláksson, afa-bróður og afa
vígsluþega. Séra S. O. Thorláks-
son þjónaði fyrir altari, en séra
Haraldur Sigmar las upp hið
formlega æfiágrip, er sonur hans
hafði samið venju samkvæmt,
og flutti hugnæm bænar- og
þakkarorð. Frú Margrét Sigmar,
móðir vígsluþega, söng þvínæst
sálm föður síns "Konungur, kon-
ungur" á mjög áhrifamikinn
hátt.
Vígði séra Kristinn síðan
hinn unga guðfræðing, en hann
hefir þegar tekið köllun frá
Hallgrímssöfnuði í Seattle,
Washington. Að vígslunni lok-
inni mælti séra S. O. Thorláks-
son hjartnæm orð til systurson-
ar síns og minnti hann sérstak-
lega á fagurt fyrirdæmi afa
hans í kristilegu starfi. Amma
hans, Mrs. N. S. Thorláksson,
afhenti honum síðan að gjöf, til
minningar um mann hennar og
afa hans, gullúr það og festi,
sem hann hafði á sínum tíma
verið sæmdur af safnaðafólki
sínu. Þakkaði hinn ungi prestur
gjöf þessa og alla ástúð sér auð
ÞIGGUR PRESTSVIGSLU.
Séra Harald S. Sigmar.
Síðastliðinn sunnudag var <agð
ur til prests á Kirkjuþinginu á
Montain, cand. theol. Harald
Sigmar, er í vor lauk embættis-
prófi við Mt. Airy prestaskól-
ann í Philadelphia; hann vígð-
ist til Hallgrímssafnaðar í
Seattle. Hinn ungi kennimaður
er fæddur á heimili afa síns og
örmmu, séra Steingríms og frú
Eriku í Selkirk, þann 30. marz
1917. Foreldrar hans eru þau
séra Haraldur Sigmar og frú
Margrét Sigmar á Mountain.
Hinn nývígði prestur á glæsileg-
an námsferil að baki, og má
því óefað mikils góðs af honum
vænta. í hinu mikilvæga kenni-
mannsstarfi; hann er kvæntur
Kristbjörgu Ethel Kristjánsson
£rá Mountain.
ÍSLENZK HJÚKRUNARKONA.
Bergmann, K. C, lögfræðing. sýnda í tilefni af þessum merkis-
KOSINN FORSETI
Á nýafstöðnu ársþingi evan-
geliska lúterska kirkjufélagsins,
sem haldið var að Mountain, N.
Dak., var séra Haraldur Sigmar,
kosinn til forseta.
Var hið nýja lagafrumvarp sam
þykkt af þinginu. Mjög ánægju-
leg var skýrsla séra Runólfs
Marteinssonar um kirkjulegt
starf hans meðal íslendinga í
Vancouver, er sýnist spá góðu
um framtíðarstarf þar í borg.
Seinni partinn á laugardaginn
var þinghlé til þess að hlýða á
boðskap dr. R. W. Gerberding,
fulltrúa Sameinuðu Lútersku
kirkjunnar í Ameríku (The
United Lutheran Church in
America), er flutti hlýjar kveðj-
ur kirkjufélags síns og ágætt
mál um starfshætti kirkjunnar
á vorri tíð. Héldu þingfundir
degi í lífi hans.
Var hátíðaguðsþjónusta þessi
og vígsluathöfn um alt hin virðu
legasta og mun mörgum minnis-
stæð; jók ágætur söngur kirkju-
kórsins eigi lítið á áhrifamagn
og virtSuleik athafnarinnar; hið
sögufræga umhverfi og veður-
fegurð dagsins gerðu og sitt til
þess að festa hana í hugum
manna.
Seinnni hluta sunnudags héldu
þingfundir áfram, en þá um
kvöldið prédikuðu aðkomnir
prestar Kirkjufélagsins víðsveg-
ar í kirkjum byggðarinnar. Við
guðsþjónustuna að Mountain, er
Ellen Soffia Johnson.
Þessi bráðgáfaða stúlka, sem
er dóttir merkishjónanna Björns
og Thorhild'ar Johnson, sem
heima eiga í grend við Glen-
boro, lauk prófi í hjúkrunar-
fræði við Almenna spítalann í
Winnipeg nú í vor, með slíkum
ágætum, að hún vann þrenn
peningaverðlaun, þau ölL sem í
boði voru, og hlaut þar að auki
verðlaunamedalíu.
síðan áfram til kvölds, en þá var mjög fjölsótt, hélt hinn ný-
var opinber samkoma, er fjöldi
manns sótti. Dr. Gerberding
flutti þar hið skörulegasta og
tímabærasta erindi um viðhorf
kirkjunnar til heimsmálanna og
starf kirkjufélags síns alment.
Dr. Richard Beck, er staddur
var á þinginu, ávarpaði það
með stuttri ræðu og flutti
kveðjur frá Þjóðræknisfélagi fs-
vígði prestur fallega ræðu og
vel flutta um fullkomnunar- og
friðarþrá mannshjartans. Faðir
hans, séra Haraldur Sigmar,
flutti einnig tímabært mál um
kjarna kristinnar trúar og boð-
un hennar, er var sérstaklega
stílað til sonar hans. Séra S. O.
Thorláksson þjónaði á ný fyrir
altari. Lauk með guðsþjónustu
þessari atburðaríkum degi og
eftirminnilegum í sögu byggð-
arinnar.
Þingstörf héldu síðan áfram á
mánudaginn, og var þeim eigi
lokið er umsögn þessi var rituð.
Skal þess að málslokum þakk-
látlega minnst, með hve miklum
myndarskap og frábærri risnu
bygg^arfólk tók á móti hinum
mörgu fulltrúum og gestum.
Stóðu hin ýmsu kvenfélög presta
kallsins fyrir ríkulegum mat-
veislum dag hvern og skorti þar
eigi góðan fagnað. Hvarvetna
mættu aðkomumanninum fram-
réttar vinahendur og góðhuga.
Gestrisnin íslenzka lifir áreiðan-
lega góðu lífi í söguríkri byggð
íslendinga á þessum slóðum.
Richard Beck.