Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1943. 4 blóðdropana á enninu, þyrni- kórónuna, blóði storkið hárið og kvaladrættina um munninn. Hann beygir sig yfir myndina dýpra og dýpra. Hann sér andlitið skýrara og skýrara. Allt í einu taka augun á mynd inni að ljóma, eins og í þeim leiftri dularfullt líf. Þau segja honum í einu frá ógurlegustu þjáningu og frá tign og hrein- leika, sem hann aldrei hafði áð- ur litið. Hann liggur á legubekk sínum og mænir á myndina. “Er það maður?” segir hann í hálfum hljóðum. “Er það maður?” Hann liggur aftur kyr og horfir á myndina. Allt í einu falla honum tár. “Eg harma dauða þinn, ókunni maður,” hvíslaði hann. “Fástína”, kallar hann að lok- um, “af hverju léztu þennan mann deyja? Hann mundi hafa hjálpað mér” Hann liggur enn litla stund, en svo rennir hann sér ofan á gólfið og fellur á kné fyrir fram an myndina: “Þú ert maðurinn”, segir hann. “Þú ert sá, sem eg hugs- aði, að eg myndi aldrei fá að sjá.” Hann benti á hryggðarmynd- ina, sem hann er sjálfur orðinn: “Eg og allir aðrir erum villi- dýr og þrælmenni, en þú ert maðurinn.” Hann lýtur höfðinu svo djúpt fyrir myndinni, að það kemur við gólfið. “Eg græt yfir þér”, segir hann, og tárin hrynja á stéininn. “Hefðir þú lifað, þá hefði það eitt læknað mig að líta þig” Veslings garnla konan verður hrædd við það, sem hún hefir gjört. “Það hefði verið hyggilegra”, hugsaði hún, “að sýna ekki keis- aranum myndina”. , Hún hafði alltaf verið hrædd um, að sorg hans yrði of sár, er hann sæi hana. Og hún ætl- ar að taka myndina til sín. Þá lítur keisarinn upp. Andlitsdrættir hans eru gjör- breyttir Honum er batnað. Það er eins og sjúkdómurinn 'hafi stafað af hatrinu í sál hans og fyrirlitningunni á mönnun- um. Nú verður hann að hörfa burt, þegar kærleikurinn og með aumkunin snerta dýpstu streng- ina. Svo mikill er máttur Krists- myndarinnar. Á. G. þýddi. Kirkjuritið. Henry J. Taylor: Hjá Petain í Vichy Höfundur eftirfarandi greinar, Henry J. Taylor, er amerískur fjármálamaður og viðskiftafræð- ingur. Hann ferðaðisl um mik- inn hluta Evrópu síðari hluta ársins 1941, og hefir ritað um þessa ferð sjna. — Eftirfarandi grein er rituð haustið 1941, er höf. heimsótfi Pétain marskálk í aðselurssiað frönsku stjórnar- innar, Vichy. Hermálaráðherra Frakka, Charles Huntziger hershöfðingi, fórst í flugslysi að aflíðandi há- degi miðvikudaginn 12. nóvem- ber 1941. Eg kom til Vichy í lítilli, franskri flugvél um hádegi þennan sama dag. Það hafði ringt í Lyon, og þegar við áttum eftir hálfrar klukkustund af flug til Vichy, lentum við í níðaþoku. Við sáum ekki einu sinni út á vængbrodda f'ug- vélarinnar. Eg hefi aldrei séð svartari þoku. -Það var eins og naaður flygi gegnum bómull. Engum þykir gott að fljúga í þoku, og víst var um það, að þetta flug skemti mér ekki til- takanlega. Við fórum í stöðuga hringi yf- ir Vichy í þvínær heila klukku- stund, og altaf var flugmaður- inn við og við að reyna að lenda. Hann lækkaði flugið og setti svo hreyfilinn á fulla ferð, til þess að ná sér á loft aftur, þegar hann sá hvergi ljósan blett í þokuhafinu. Flugvallarmenn- irnir voru að reyna að leið- beina okkur með firðtali, og þegar franskur flugmaður er að ræða í talstöðina sína, þá geng- ur nú meira en lítið á. Alt í einu lækkaði hann flugið skyndi lega og tókst að lenda. Við fór- um inn í veitingahús við flug- völlinn, fengum okkur kaffisopa og reyktum meira en lítið. “Eg er ánægður yfir því að vera lentur”, sagði flugmaður- inn. “Og eg líka”, sagði eg. Huntziger hershöfðingi var einnig á leiðinni til Vichy. Hann var að koma af fundi við Vey- gand hershöfðingja í Algiers. Flugvél hermálaráðherrans var að sveima yfir Vichy um leið og sú, sem eg var í. En sú flugvél var stór. Hún gat ekki lent á litlum velli í slíkri þoku. Hunt- ziger var tilkynt af flugvallar- liðinu, að veður væri bjart í Marseilles, og reynandi væri að landa þar. Flugmanninum virt- ist slíkt hyggilegt, og ætlaði þangað. Flugvélin rakst á hæð fyrir sunnan Vichy. Hershöfð- inginn og öll áhöfn vélarinnar fórst. Eg hafði farið beint til stjórn- arráðsins, sem hefir aðsetur sitt í Hotel du Parc í Vichy. Og eg sat þar á tali við einn skrifstofu- stjórann, þegar hann fékk fregn ina af slysinu í gegnum símann. Og það verður langt þangað til eg gleymi þessum atburði, þeg- ar eg sat þarna öðrumegin við skrifborðið og heyrði um slysið. Skrifstofustjórinn fór til mar- skálksins og sagði honum frétt- ina. í dag er stjórn franska lýð- veldisins starfandi í litlum bæ, þar sem alt er hljótt og rólegt, og aðeins fáeinir hermenn spíg- spora um göturnar. Þessir menn eru lífvörður marskálksins. Þeir eru klæddir í dökkbláa einkenn- isbúninga og upphá svört leður- stígvél. Hjálma hafa þeir a höfði, og voru flestir áður í bif- hjólasveitum franska hersins. Þar ofan á eru þeir með hvíta hanska upp fyrir olnboga. Þessi margbreytti klæðnaður er ein- kennhndi fyrir Vichy. Með byssur í höndum halda slíkir menn vörð fyrir framan Hotel du Parc, stjórnaraðsetr- ið. Manni finst varla mögulegt, að héðan sé Frakklandi stjórn- að, þegar maður kemur inn í þetta sveitagistihús. Tveir eða þrír undirforingjar úr lífvarðarsveit marskálksins sitja við borð í anddyrinu. Þeir skrifa niður nafn manns, ef maður hefir fengið áheyrn, og senda það upp. Marskálkur Frakklands, æðsti stjórnandi þess býr og vinnur í þessu gisti- húsi. Hvar er nú öll dýrð Par- isar og Versala? Eg labbaði upp stigana og eftir löngum göngum, þar sem hrúgað er upp óhemju af alls- konar skjalabögglum. Það er skjalasafn utanríkisráðuneyt- isins. Mér fanst ekkert sanna betur þá ringulreið, sem ríkir í þessum undarlega heimi, heldur en að sjá þessa skjalaböggla á slitnu trégólfinu, kómna hingað úr hinum íburðarmiklu sölum Ouay d’Orsay. Gistihúsgögnin eru enn í vinnustofum sumra ráðherranna. Þeir verða bæði að vinna og sofa í sömu stofunni. Þannig er um bæði utanríkis- og fjármálaráð- herrann. — Ráðuneyti í svefn- herbergi. Marskálkurinn sjálfur ræður yfir nokkrum herbergjum, þar á meðal borðsal, því eins og eg sagði áðan, þa býr hann í gisti- húsinu. Setustofa hans, sem er vinnustofa um leið, er með mjög fornfálegum húsgögnum. Skrifborð marskálksins er eign gistihússins. Það var flutt upp úr skrifstofu gistihússins, er marskálkurinn kom. Pétain og Frakkar. Hvers vegna nýtur Pétain svo mikils trausts með Frökkum? Það er aðallega af þrem ástæð- um. í fyrsta lagi vegna þess, að hann fór ekki úr landi. I augum þeirra Frakka, sem sjálfir eru í heimalandinu, er þessi ástæða merkust allra. Það er einkenn- andi staðreynd, að þeir Frakkar, sem fóru úr landi, hvort sem það nú var til að berjast eða einhvers annars, eru alls ekki reiknaðir með. “Það er algjörlega sama, hvað skeður”, sagði marskálkurinn, þegar hann tók við stjórnar- taumunum. “Eg yfirgef aldrei Frakkland”. Og þetta endurtek- ur hann í hvert skifti, sem hann flytur ræðu. Önnur ástæðan er sú, að Pé- tain er mjög virðulegur maður og gefur stjórninni allri slíkan svip, og án þess mega Frakkar ekki vera. Hann er þvínær hið eina tákn þjóðarsálarinnar, sem þeir eiga enn eftir. Sigruð þjóð, bitur í geði yfir atburðum þeim, sem ollu niðurlægingu hennar, álasar Bretum og sjálfri sér meira fyrir það, sem orðið er, heldur en nokkurntíma Þjóðverj um. Og persóna marskálksins er það eina, sem nokkur smyrsli bera á þau djúpu niðurlægingar- sár, sem sérhver Frakki ber. Og síðast en ekki síst vita all- ir, að Pétain er heiðvirður mað- ur. Hann er ekki að reyna að auðga sjálfan sig. Hann er ekki stjórnmálamaður. “Hið nýja Frakkland”, hefir hann sagt, “er ekki bundið neinum hagsmuna- flokki’” Fólkið er ekkert að bollaleggja það, hvort hann sé hlyntur fascistum, en það er hann og hefir altaf verið. Pé- tain vinnur að stjórnarstörfum frá 8 til 10 klukkustundir á degi hverjum. » Ef maður atnugar hin miklu störf hans og eril, þá sér mað- ur, að Pétain er undramaður á vissu sviði. Hann verður nefni- lega 86 ára þann 24. maí næst- koihandi, og er varla hægt að sjá nokkur ellimörk á honum. Leahy flotaforingi, sendiherra Bandaríkjanna í Vichy, og yfir- leitt allir, sem eiga eitthvað saman við marskálkinn að sælda bera hinu mikla starfsþreki hans best vitni. Og andlegir kraftar hans eru óskertir, hann er vak- andi og fjörugur. Og þó var lýð- veldið franska ekki nema átta ára gamalt, er hann fæddist, og þá var Abraham Lincoln enn starfandi lögfræðingur í Spring- field, Illinois. Maður verður ekki elli hans var, þegar maður er með hon- um. Hann heilsar manni að her- mannasið og brosir fallega. Áugu hans tindra og öll athygli hans er bundin við þann, sem hann ræðir við. Hann er hreinn og beinn í allri framgöngu, hugsar og talar eins og þjóðhöfðingi, sem alist hefir upp við her- mensku. En hann er mjög blátt áfram og hlær mikið og inni- lega. Allir embættismenn í Vichy, og þeir eru ekki fáir, dást að Pétain, og allir í stjórn- inni, þar með Darlan, hlýða hon um. Og ef áhrif marskálksins eru þeim ekki bakhjallur í störf- um þeirra, þá komast þeir ekki langt. Frjálsir Frakkar. Frjálsir Frakkar eru frjálsir, — og þó eiga þeir ekki samúð almennings heima í Frakklandi. Hversvegna? Frakkar heima fyr- ir hugsa annaðhvort til hinna frjálsu landa sinna með lítils- virðingu, eða láta blátt áfram, sem þeir séu ekki til. Þetta er hin mikla ógæfa og óhemju vandamál í stefnu Breta og Bandarík j amanna. Nauðsyn hreyfingar eins og frjálsra Frakka er staðreynd. Og slík hreyfing á allan siðferði- legan rétt til þess að bera ár- angur, og við bindum við hana miklar vonir. Ekki einungis all- ir Frakkar, heldur og allir frjáls ir menn, eiga þessari hreyf’ngu mikið upp að unna. En eftir því, sem eg best gat séð í Frakklandi sjálfu, þá þarf að breyta eitthvað til um stefnu frjálsra Frakka. í þeim hópi eru mörg vand- ræðin, og eiga sér dýpri rætur en persóna De Gaulles ein sam- an. Hann er mjög óglöggur á stjórnmál, og gjarnt á að lenda saman við aðra menn. Einn mesti gallinn við frjálsa Frakka er sá, að þeir virðast ekki vita, hvaða afstöðu þeir eiga að taka til samlandanna heima. Annaðhvort hafa liðsmenn De Gaulles beitt skökkum aðferð- um, eða markmið þeirra eru á huldu. Maður skyldi ætla, að megináherslan væri lögð á það, að sameina Frakka gegn Þjóð- verjum. En því fer fjarri. Það lítur ekki einu sinni út fyrir, að slíkt sé reynt. Ef menn De Gaull es hefðu í hyggju að koma á flokkahatri og borgarastyrjöld í Frakklandi, svo einhver minna- hlutaklíka gæti tekið völdin eft- ir fall Þýzkalands, þá myndu þeir fara að, eins og þeir gera nú. Eg ásaka ekki De Gaulle fyrir þetta. En eg leyfi mér að segja, að þetta séu áhrif af flokki hans. Frakkar heima fyrir líta nið- ur á alla þá sem flóttamenn, sem farið hafa úr landi, og sem ekki þurfa að þola alla þá harð- drægni og það hungur, sem þeir eiga við að búa.* Slíkt er nóg ástæða frá sjónarmiði Frakkans heima fyrir. Þeim dettur ekki í hug að álíta þá menn tilvonandi lausnara sína, sem flúið hafa landið, og vilja því í engu hlíta forsjá fylgjenda De Gaulles. Þýzkur áróður hefir hagnast vel á ýmsum aðferðum De Gaull es, til dæmis eins og þegar hann réðist hvað eftir annað á Pé- tain marskálk í ræðum sínum. Það þótti nú nazistunum aðeins matur. De Gaulle hætti þessu eftir neyðaróp frá bestu vinum Englands í Frakklandi. Svo hef- ir líka De Gaulle gleypt hvert einasta agn, sem nazistarnir hafa, beitt fyrir hann. Þetta er nú það neikvæða. Það jákvæða, sem gleymst hefir, er verra Einu skil eg ekkert í, og það er það, að De Gaulle skuli ekki hafa í frammi meiri áróður gegn ítölum, en gert er, þegar hann er að reyna að sameina alla Frakka. Um það gætu þeir allir CAN SAVE THE PEOPLE OF GREECE Over 1,500,000 civilians, or one-fifth of the entire Mercy ships leave Greek nation, are dead or physically wrecked by C a n a d a regularly starvation. Little children skulk through the with food and medi- ^ towns as scavengers, fighting over garbage tins crnes for starving in search of a morsel of food. tHbtutón is needed YOU can help send them food and medicines by __NOW to h-'lp making a donation during the present appeal for continue these ship- funds. Manitoba’s objective is $30,000. No per- ments. sonal solicitations will be made. Send your con- tribution, large or small, to: GREEK WAR RELIEF FUND in care of any branch oi the Royai Bank of Canada; Lions Club, Brandon; or Campaign Headquarters at 172 Grain Exchange Bldg., Winnipeg. This space contributed by THE DliEWRYS LIMITED MD99 sameinast, því þeir hata allir ít- ali eins og pestina. Ef hann gerði slíkt, myndu allir Frakkar fylgja honum, í anda að minsta kosti. Og ef þessi áróður væri vel rekinn, myndi sjálfsagt fjölga í flokki hermanna hans. Vichy kvödd. Eg sit og horfi út um glugg- ann í stóru, gráu, þýzku flug- vélinni, sem flýgur lágt yfir Suður-Frakkland á leið til Spán- ar. Við fljúgum yfir skóga og vínekrur;. við og við sjáum við mikil sveitasetur. Þetta er hið óhernumda Frakkland. Þar er ekki ræktað mikið af kornvör- um, en fagurt er landið. Og ein- kennilegt er það, eitt af mörgu skrítnu í stríðinu, að matvæla- ástandið er stórum betra í her- numda hlutanum en þeim óher- numda, þar sem hann er svo miklu frjósamari. Við svífum yfir slóðir mikilla atburða, land, þar sem sigurhrós ið er horfið, þar sem frelsið er eins og vofa, þar sem enginn á framar neitt nema sína ódauð- legu sál. Lesbók. Business and Prc ifessional Cards Drummondville CottonCo. LTD. 55 Afthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzia f heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 lílei/ets Siuxllos ZjtcL* Blóm siundvíslega afgreidd THE ROSERY Lto. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. (ffffest Phetoycaphic OiganijatumTh Canada •224 Notre Dame- m. 96 647 W G.‘ F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Baokman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Manaping Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Phone Res. Phone H. A. BERGMAN, K.C. 87 293 72 409 íslenzkur lögfrœöingur • Dr. L. A. Sigurdson Skrifstofa: Room 8li McArthur 109 MEDICAL ARTS BLDG. Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phones 95 052 og 39 043 and by appointment EYOLFSON’S DRUG ANDREWS. ANDREWS PARK RIVER, N.D. THORVALDSON AND tslenzkur lyfsali EGGERTSON Fólk getur pantað meðul og L ög frœð ingar annað með pósti. 209 Bank of Nova Scotia Bidg. Portage og Garry St. Fljót afgreiðsla. Sími 98 291 Dr. P. H. T. Thorlakson DR. A. V. JOHNSON Phone 22 866 Dentist WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary's • • Res. 114 GRENFELL BLVD. 506 SOMERS^T BLDG. Telephone 88 124 Phone 62 200 Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. LIMITED ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG 308 AVENUE BLDG., WPG. • Pægilegur og rólegur hústaóur • i miðbiki borgarinnar Fasteignasalar. Leigja hös. Út- Herbergi $2.00 og þar yftr; með vega peningalán og eldsábyrgð. baðklefa $3.00 og þar yfir bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Agætar máltíðir 4 0c—60c Phone 26 821 Free Parking for Quests DR. B. J. BRANDSON DRS. H. R. and H. W. 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 • TWEED Tannlœknar • 40 6 TORONTO GEN. TRCSTS Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg, Manitoba PHONE 26 54| WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti ■ og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. » A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur ú'tbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstoíu talsími 86 607 Heimilis talsími 501 562 * N. DR. A. BLONDAL DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í eyrna, augna, nef Physician & Surgeon og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. 602 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham & Kennedy Sfmi 22 296 Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 Skrifstofusími 22 251 Heimilisslmi 401 991 I I Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suCur af Banning) Talsimi 30 87 7 • ViStaistími 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.