Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1943. 5 um, fara með kvæði eftir Jónas eða Bjarna, minnast atorku- mannsins, Skúla fógetra, eða frelsishetju þjóðarinnar, Jóns Sigurðssonar forseta. Þannig töluðu þeir í sjálfa sig kjark og kapp, og þannig urðu þeir sigursælir í landnámsbaráttu sinni. Þessir menn og þessar konur, ruddu brautina fyrir okkur, af- komendur þeirra. Gerum upp reikningana! — Stöndum við þeim jafnfætis að þraut- seigju, sigurvissu «og . andlegum þroska? Væri okkur ekki holt að bergja oftar af hinum sama andlega afls og þroska brunni, sem afar okkar og ömmur, feð- ur okkar og mæður bergðu af? Getum við í nútíð eða framtíð slitið tengslin við fortíð okkar, án þess að bíða tjón á sálu okkar? Við segjum nei við þessari síðustu spurningu; há- tíðarhaldið í dag segir nei, því þessi hátíð er helguð minning- unum um okkar íslenzka upp- runa, en þó einkum minningu Jóns Sigurðssonar, bardaga- hetjunnar miklu, sem var ljós á vegum íslenzku þjóðarinnar og lampi hennar fóta. Svo lengi sem íslendingar muna Jón Sigurðsson og taka hug- sjónir, ósénplægni og ættjarð- arást hans sér til fyrirmyndar mun þeim vegna vel. Lengi lifi ísland! Ný jörð og nýr himinn Efíir Wendell Willkie. Lauslega þýti úr "One World". Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Eftir heimkomu mína síðast- liðið haust, skýrði eg þjóð minni frá því að á mörgum sviðum störfuðum við fremur laklega, við værum að vísu á áttinni til sigurs, en ættum á hættu að fórna fleiri mannslífum og meira verðmæti en nauðsyn bæri til. Sú skýrsla mín var bygð á staðreyndum sem ekki verður haldið leyndum; þeim eiga allir rétt á að kynnast. Án þess við játum yfirsjónir okkar og mistök og lögum og endur- bætum alt slíkt, eigum við á hættu að missa vináttu og traust bandamanna okkar, áður en stríðinu lýkur, og þá er friður- inn tapaður. Það er deginum ljósara að við verðum allir að gjöra stríðsmál- in að okkar áhugamálum til þess að sigur vinnist. Til þess að slíkt sé mögulegt, mega engir leyndardómar eiga sér stað, að iindanteknum þeim, er gætu stofnað hernaðarlegu öryggi í hættu. Frakkland átti eitt sinn her- fræðing að nafni Maginot. Þeg- ar framsýnn franskur borgari vakti athygli á því, að nýtísku hernaðartæki, svo sem flugvélar og skriðdrekar mundu verða ofjarlar neðanjarða víggirðinga, var hann aðeins mintur á að brjóta ekki heilann um slík mál, sérfræðingarnir mundu annast um það. Saga þessa ófriðar fram á þenna dag, er ekki slík, að við verðum innblásnir af trúnaðar- trausti á óskeikulleika sérfræð- inganna, hvorki í stjórnmálum eða hermálum. Þeir eiga því stöðugt að vera berskjaldaðir fyrir svipu lýðræðisfyrirkomu- lagsins, sem felst í áliti al- mennings, framkvæmdu með frjálsum og hreinskilnislegum umræðum. Það er til dæmis hin almenna þjóðaróánægja í Bretlandi yfir hinum síféldu ósigrum í Norður Afríku, sem átti mestan þátt- inn í breytingu á yfirstiórn hersins þar og sem síðan hefir hrakið Rommell til baka um þrjá fjórðu vegalengdar yfir þvera Afríku. Mín skoðun er, að heiðurinn af þeim sigurvinning- um beri að færa í tekjudálk al- mennings álitsins heima á Eng- lándi. Bandaríkjamenn virðast hafa hneigð til að álykta, að það hug- tak sem kallað er almennings- álit með valdi að baki sér, eigi sér alls ekki stað í ríkjum með ótakmörku stjórnarvaldi. En sannleikurinn *er sá að öll ríki undir slíkri stjórn hafa sín- ar vissu aðferðir til að öðlast vitneskju um álit og skoðanir lýðsins. Stalin hafði ákveðið fyrirkomulag á slíkri tilrauna- atkvæðagreiðslu. Þegar Napóleon var á hátindi frægðar sinnar og gengis, beið hann áhyggjufullur eftir slíkum skýrslum frá París, þar sem hann sat á stríðsfáki sínum hin- um hvíta við brunarústirnar í Moskva. í öllum þeim löndum er eg fór í gegnum á för minni um- hverfis jörðina, fann eg hið volduga almenningsálit á verði, bæði í málefnum ófriðarins og hins komandi friðar. I Bagdad varð eg þess greinilega var í samtölum kaffihúsgestanna og slíkir samkomustaðir eru ó- grynni. í Rússlandi var það mjög áberandi á fjölmennum verksmiðjufundum; yfirleitt töl- uðu Rússar um þau mál alstað- ar. Vel má vera að slíkt sé and- stætt þeirri hugmynd sem við höfum um Rússland, en borgar- arnir þar tala eins frjálsmann- lega hver við annan um öll þessi áhugamál og við gjörum hér. Jafnvel þó fréttablöð í Kína séu undir strangara eftirliti en hér, þá birta þau þó furðuiega skýrar rtiyndir af skoðunum fjöldans. Það skiftir engu máli hvort eg talaði við ieiðtoga kommúnista, verkamann, menta mann eða hermann, svörin voru ætíð hiklaus og opinská og komu jafnvel stundum í bága við yfirlýsta stefnu stjórnarinn- ar. Alstaðar varð eg var við hræðslu og efa fólksins bak við víglínurnar; það var sífelt að leita og þreifa fyrir sér eftir einhverju tangarhaldi á sameig- inlegum ásetnmgi og stefnu- marki. Þetta kom glöggt í ljós i spurningum þess . um afstöðu Bandaríkjanna eftir stríð, sömu- leiðis um Bretland; um Rúss- land var eg spurður þegar eg var í Kína. Mér virtist öll ver- öldin vera í yfirspentu hugar- ástandi, reiðubúin að færa ótrú- legar fórnir, aðeins ef öílum þeim þjáningum væri ekki kast- að á glæ. Árið 1917 var öll Norðurálf- an í slíku hugarástandi, það var óhjákvæmileg afleiðing og niðurstaða ófriðarins. Á því ári birti Lenin öllum heiminum stefnuskrá sína. Skömmu síðar kom önnur frá Wilson, en hvor- ug hafði endanleg áhrif á stríð- ið og virt að vettugi við sáttar- gjörðir. Hvorug þessi steínuskrá bar gæfu til að bæta neinum upp neinar færðar fórnir, svo stríðið varð ekkert meira né háleitara en valdabarátta, sem endaði með vopnahléi en ekki sönnum og varanlegum friði. Engin nauðsyn er að slíkt end urtaki sig í þessu tilfelli. Nú eru sameinaðir hugir manna úr öllum álfum heimsins um ákveð ið markmið, en það markmið þarf að vera greinilegra og ná- kvæmar sundurliðað. Þessa verður að gjöra sér glöggva grein nú þegar meðan stríðið stendur yfir. Af ráðnum huga vakti eg umræður um þessi mál meðal alþýðunnar í hinum ýmsu löndum; eg óttast að lýð- urinn öðlist ekki fullan skilning á, um hvað og fyrir hverju hann berst og hvers hann væntir fyr en í ófriðarlok. Eg var hermað- ur í síðasta stríði og eftir það; eg sá okkar dýrustu drauma ausna moldu; eg heyrði okkar eggjandi slagorð höfð að hláturs- efni meðal mannhataranna, ein- ungis af því að þjóðinni var ekki Ijóst markmiðið, meðan vopnaviðskifti stóðu yfir. Slíkt má ekki henda í annað sinn. Miljónir manna hafa látið líf- ið nú þegar og margar þúsund- ir deyja enn áður en þessu tafli lýkur; öllum þessum mannslíf- um er fórnað til ónýtis, nema því aðeins að allir okkar banda- menn beri gæfu til að finna að- ferðir og möguleika til fullrar °g tryggrar samvinnu á kom- andi tíma. Leiðtogar okkar hafa hver fyrir sig og allir í einingu, lát- ið í ljósi sum af þessum sam- eiginlegu áhugamálum, en einna skýrust og greinilegust virtist mér yfirlýsing Chiang Kai-shek, er birtist í nóvember síðastliðn- um. Niðurlagið er á þessa leið: “Rínverjar óska ekki að endur- reisa vesturlanda nýlendupólitík í Asíu, með austurlanda áþján, hvorki heimaaldri eða inn- fluttri. Vér verðum að rísa frá þröngsýnum hugmyndum um einkasambönd og héraða tog- streitu, sem leiða óhjákvæmi- lega til bitrari og blóðugri styrj- alda, og hverfa til öflugs al- heimsbandalags. Ef sönn og ein- læg samvinna útrýmir ekki einangrun og undirokun, af hvaða tegund sem er í hinni nýju. komandi veröld frjáisra manna, mun engin trygging eiga sér stað fyrir yður né oss.” Bætum hér við yfirlýsingu Stalins, er eg gat um áður, gef- inni út 6. nóv. 1942, í tilefni af 25 ára afmæli októberbyltingar- innar. Sú yfirlýsing er frábæri- lega skýr og nákvæm og hljóð- ar svo: “Algjört afnám kynflokkaof- sókna; þjóðajafnrétti og landa- mærahelgi; frelsi ánauðugra þjóða og endurheimt þeirra eig- in stjórnskipulags; fullveldi hverrar þjóðar í eigin málum; fjárhagsleg aðstoð til þeirra er tjón hafa beðið og önnur hjálp til efnalegs sjálfstæðis; viðreisn lýðræðislegs frjálsræðis; algjör eyðilegging stjórnarfars nasista.” Franklin Roosevélt heí’ir aug- lýst sína fjórþættu frelsisskrá, og hann og Winston Churchill hafa gefið heiminum Atlants- hafs samninginn. Mér virðist yfirlýsing Stalins og Atlantshafssamningurinn inni halda sömu villuna; hvortveggja gjörir ráð fyrir sömu smáríkja- skipun í Vestur-Evrópu og nú er, hverju ríki með sín eigin pólitísku, fjármálalegu og hern- aðarlegu einkayfirráð. Það er einmitt þetta útlifaða skipulag sem ruddi veginn fyrir Hitler og gjörði miljónir að þrælum. Jafn- vel undir harðstjórn Nasista, höfðu þeir von um svo ríflega laudaukningu, að fjármál nútím ans gætu fyllilega notið sín. Þeir sáu af rándýrri reynslu að tollgarðar og reipdráttur hinna ýmsu þjóðflokka um pólitísk völd, leiddu óhjákvæmilega til örbyrgðar o-g styrjalda. Er endursköpun smáríkjanna í Norðurálfunni heppileg, sem pólitískra eininga? Já, vissulega. Er endurreisn þeirra sem fjár- hagslegra og hernaðarlegra eininga sjálfsögð? Nei, vissulega ekki, ef við höfum von um að gróðursetja jafnvægi og kyrð í þeim parti Norðurálfunnar og berum fyrir brjósti frið og fiár- hagslega tryg^ingu heimsins í heild. Yfirlýsingar Chiang Kai-shek, Stalins, Roosevelts og Churchills eru samt sem áður leiðarmerki á framsóknarbraut og hafa vak- ið glæsilegar vonir um víða ver- öld. Ef framkvæmdir aftur á móti ná ekki loforðunum, eða ef einstakar þjóðir gjöra efnd- irnar ómögulegar, mun eyðandi mannhatur í brjósti alþjóðar, útiloka alla von um framtíðar lög og reglur. Menn í öllum álfum heimsins, eru vakandi á verði, athugandi hvort höfund- ar loforðanna — leiðtogarnir — meina í fullri alvöru það sem þeir hafa látið ummælt. SIIMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switohboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. U C C E S S BUSINESS COLLEGE Porlage Ave. ,at Edmonlon Si. WINNIPEG. Frh. Steypi regn Margur er háttur mannlegs kífs, þó megi þrátt við una, það tekur á þáttinn trúar lífs, að treysta á náttúruna. Björn Stefánsson. EMERGENCY! ewmy.fr Munið að sími yðar er nauðsyn á stríðstíma. GÆTIÐ HANS VEL! Farið vel með símann. og hann mun reynast yður vel. Látið enga parta hans skemmast, því nýir partar fást treglega . . ef slys, sjúkdóm eða aldsvoða ber að höndum, getur síminn hjálpað fljótt. Þér sparið líka gas og togleður með því að hafa símann í lagL Aðgerðir eru dýrar. og gas og togleður þarf að spara vegna stríðs- TILLER COMBINE" • “Umboðsmaðurinn kyn'ti Cockshutt stríðs sparnaðar- skipulagninguna nýju. Hún er ágæt hugmynd! Hún sýnir hvernig eg get, með því að kaupa stríðs sparn- aðarskírteini, trygt mér for gangsrétt að nýjum búnað- arverkfærum eftir strið, og flýtt jafnframt fyrir sigri. Petta er bezta leiðin til að f& það, sem þér barfnist.” Þannig komið þér ár fyrir borð samkvæmt COCKSHUTT Sparnaðarkeríinu • Hugsið yður þau hlunnindi, að njóta forgöngu á nýjum verkfærum þegar stjórnarskömtun lýkur, og ef þér þarfnist þeirra fyr, fáið þér leyfi til þess. Þetta fæst með hlutdeild í Cockshutt stríðssparn- aðarkerfinu. Það er einfadt .. ábatavænlegt og þjóðræknislegt! Þetta kerfi nýtur samstarfs Alþjóðar Stríðsfjár- málanefndar, og er ehn ein hlunnindastarfsemi Cockshutt við Canadáeka bændur. Með þessu eigið þér hægra með kaup stríðssparnaðarskírteina. Byrj- ið skipulagningu yðar strax samkvæmt Cockshutt stríðssparnaðarkerfinu. Finnið viðurkendan Coekshutt umboðs- mann vegna frekari upplýsinga, og kaupið stríðs sparnað- ar skírtini reglu- bundið. FARIÐ VEL MEÐ VERKFÆRI YÐAR Cockshutt verndun- arskipulagning verk færa, skilgreind í m y n dskreytt- um bæklingi, sýnir hvernig vernda á búverkfæri. Biðjið um þenna bækling hjá umboðsmannin- um, sem veitir upp- lýsingar um aðgerð- ir og nýja parta. COCKSHUTJ PLOW COMPANY LIMITED BRANTFORD, ONTARIO SMITHS FALLS • WINNIPLG • REGINA SASKATOON • CALGARY • EOMONTON COCKSHUTT PLOW OUEBEC LIMITEO, MONTREAL. OUEBEC COCKSHUTT PLOW MARITIME LIMITEO. TRURO. N S 1839 - Forusta í meir en öld - 1943

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.