Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 7
Sir Huberl Wilkins: Tilraunir mínar með hughrif Haustið 1937 bjó eg mig und- ir leiðangur í norðurveg, til að leita að hinum hugdjörfu rúss- nesku flugmönnum, sem urðu að nauðlenda þar nyðra, en þeir voru að gera tilraun til að fljúga frá Moskva til Bandaríkjanna, um Norðurpólinn og Alaska. Meðan á undirbúningnum stóð, kom til min maður; Harold Sherman að nafni, er eg hafði • verið málkunnugur í nokkur ár. Hann kom með þá uppástungu, að við gerðum nokkrar tilraun- ir með hughrif (telepathy), meðan eg væri þar nyðra. Hugmynd Shermans var sú, að eg átti að reyna að senda hon um hugsanir mínar, hvar svo sem eg væri staddur, en hann átti að sitja á skrifstofu sinni í New York og skrifa jafnharð- an niður þau hughrif, sem hann yrði fyrir. Sherman hafði lagt mikla stund á að rannsaka hugs- anaflutning og allskonar hug- ræn fjarhrif og áleit að sú vega lengd, sem yrði á milli okkar, ' — um 4500 km., — væri mjög ákjósanleg fyrir slíkar tilraunir, í þessu tilfelli kom einnig fram sá möguleiki að eg nevdd- ist til að nauðlenda með ónothæf loftskeytatæki og talstöð. Ef það kæmi fyrir, gat aðstoð Sh^r- mans orðið ómetanleg, það er að segja ef tilraunir okkar bæru nokkurn jákvæðan árangur. Hann hélt því fram að með að- stoð tilrauna okkar gæti liann gefið þeim, sem að okkur leit- uðu, nákvæmar upplýsingar um hnattstöðu þess staðar sem við höfðum lent á. Eg veit að mörgum virðist þetta hreinasta fjarstæða, en mér fannst það ekki. Eg hafði lengi brotið heilann um þann möguleika, sem hugur hins siðmentaða manns hefði, eftir stranga þjálfun og þroska, til að taka á móti hughrifum frá öðrum, eftir vild. Hér kom tækifærið, upp í hendurnar á mér, til að varpa nýju ljósi á þessa lítt skyldu eiginleika mannsalhdans. Því var það, að eg játaði fús- lega að taka þátt í þessum til- raunum. Okkur kom saman um, að strax og eg legði af stað norður, skyldi Sherman byrja að “sitja fyrir” þrjú kvöld í viku, á mánud|ögum, þr|fðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 11,30 til 12 á miðnætti og reyna að balda huga sínum auðum og opnum fyrir utanaðkomandi áhrifum. En eg átti á sama tíma að reyna að senda honum hug- skeyti um það, sem fyrir mig hefði komið þann daginn. Við sömdum strax við doktor Gardner Murphy, yfirkennara í dulvísindum (parapsychology) við Columbia-háskólann, að Sherman skyldi senda honum strax afrit af því, sem hann skrifaði niður í hverjum til- raunatíma. Skýrslurnar yrðu þannig komnar í hendur þriðja aðila, löngu áður en við Sher- man gætum með nokkru venju- legu móti, svo sem flugpósti eða loftskeytum, borið saman bæk- or okkar, varðandi það sem hann hafði skrifað niður. Til enn frekara öryggis voru fleiri kunnir vísindamenn fengnir til að fylgjast með til- raununum frá byrjun, svo sem dr. Henry S. W. Hardwicke, dr. H. E. Strath-Gordon og Samuel Emery. Áður en eg lagði af stað, hom eg Sherman í kynni við Heginold Iversen, stöðvarstjóra við stuttbylgjustöð stórblaðsins New York Times, með það íyrir augum að hægt væri að flýta f.Vrir tilraunum okkar með því að senda mér skýrslur Sher- mans til staðfestingar eða leið- rettingar, en Iversen átti að hafa samband við mig á hverju hveldi til að ræða um ýms mál- efni leiðangursins. En það fór LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1943. nú öðruvísi en ætlað var, því vegna mikilla segultruflana og áhrifa frá sólblettum, sem stóðu yfir alla þá fimm mánuði, sem eg var í leitinni þar nyðra, náði Iversen aðeins 13 sinnum loftskeytasambandi við mig - En þegar tilraununum var lokið, þá vottaði Iversen það, að Sherman hefði alltaf haft nánari vitneskju um það sem fyrir mig bar þar norður frá í gegnum tilraunir okkar, en hann sjálfur gat aflað sér með hinum árangurslitlu tilraunum sínum að ná sambandi við mig með stuttbylgju loftskeytum. Það voru mörg kvöld sem eg gat ekki staðið við samning minn við Sherman, en við tók- um báðir bráðlega eftir því, okkur til mikillar undrunar, að hughrif þau sem hann varð fyr- ir viðvíkjandi því sem fyrir mig bar, reyndust rétt ótrúlega oft. Það kom einnig bráðlega í ljós, að á einhvern leyndardómsfull- an hátt, sem við ekki gátuni ráð- ið í, tók Sherman á móti ýms- um hughrifum — sterkum hugsunum, sem sköpuðust á ýmsum tímum dagsins vegna ýmissa atburða — sem eg reyndi ekki til að senda honum á hinum fastákveðna tilrauna- tíma og þá oft vegna þess að mér vannst ekki tími til þess. Vegna þess hve oft eg varð að láta hina reglulegu tilrauna- tíma niður falla, þá ákvað eg í staðinn að reyna að beina hugsunum mínum til Shermans, hvenær sem væri og mér dytti það í hug. Þetta byggði eg á þeirri kenningu, að hin mótaða hugsun deyi ekki út um leið og hún dreifist fyrst, heldur vakanum, svo hvaða hrifnæm- haldi áfram að sveiflast í Ijós- ur hugur sem er, getur hlerað hana, mörgum klukkustundum, já, jafnvel mörgum árum eftir að hún var hugsuð. Tilraunir okkar til að f’nna hina rússnesku flugmenn — Levanevsky og 5 félaga hans — var auðvitað aðalstarf okkar. Þótt margir álitu það hlægilega bjartsýni og bentu okkur á hina miklu og margvíslegu örðug leika og hættur, sem við væri að stríða, þá áleit eg samt að það væri ennþá ekki vonlaust um að bjarga þeim. Tími sá, fjórir mánuður, sem var liðinn frá því seinast heyrð- ist frá Levanevsky og félögum hans, var tiltölulega stuttur og engin ástæða til að efast um, að þeir væru enn á lífi ef þeim hefði tekist að lenda, heilir á húfi. Þeir höfðu lagt af stað með tveggja mánaða matar- forða, sem átti að geta dugað þeim í þrjá mánuði með ýtrustu skömmtun. En ef þeim tækist að drýja forðann með selveiði, sem engin ástæða var til að efast um, þá áttu þeir að geta lifað svo árum skipti á ísnum og rekið á honum mörg hundruð kíló- metra áður en þeir kæmu í landsýn. . Sagan um hina 70.000 kíló- metra, sem við flugum í árang- urslausri leit að Levanevsky, undantekningarlítið við hörmu- leg veðurskilyrði, hefir þegar verið skráð. En sagan um til- raunir okkar Shermans hefir ekki enn verið sögð. Sherman rækti skyldur sínar með einstakri samvizkusemi. Viku eftir viku, er eg var al- gerlega einangraður og án nokkurs sambands við umheim- inn, skrifaði hann niður öll þau hughrif sem hann varð fyrir, þó að hann hefði enga vissu fyrir því, hvort eg reyndi nokkuð til að senda honum. Eg hélt auðvitað nákvæma dagbók, bæði fyrir mig persónulega og fyrir leiðangurinn. Sherman sendi afrit af öllu, sem hann skrifaði niður, með flugpósti til þess staðar, þar sem síðast hafði frézt til mín, svo sem Point Barrow eða j^klavík. En oft bárust þessi afrit ekki til mín fyrr en þau voru margra vikna gömul. Hver varð svo útkoman, er við gátum að lokum borið sam- an bækur okkar? Sherman hafði skrifað niður aragrúa af hughrifum eða hug- skeytum varðandi hina daglegu viðburði leiðangursins og það sem fyxii4 mig hafði komið, hugsanir mínar og persónuleg viðhorf. Af þessu var svo margt sannleikanum samkvæmt í öll- um atriðum og stóð heiir.a hvað tímann snerti, að það var alveg óhugsandi að það væri eintóm- ar ágizkanir. Við skulum taka til dæmis vopnahlésdaginn 11. nóv. 1937. Eg hafði neyðst til að lenda í borginni Regina í Saskatche- wanfylki vegna stórhríðar þenn- an dag, og um kveldið fór eg á viðhafnardansleik þar. Eg man eftir því, að eg hafði nokkrar álhyggjur, vegna þess að kjól- fötin, sem eg hafði fengið lán- uð, voru heldur lítjl á mig og vestið og buxurnar náðu tæp- lega saman. Á dansleiknum voru margir háttsettir foringjár úr hernum og hinni konunglegu canadisku riddara-lögreglu — einnig háttsettir stjórnmála- menn og ráðherrar með kon- um sínum. Þetta kvöld skrifaði Sher- man: “Þú, innan um einkennis- búna menn — nokkrar konur — samkvæmisföt— viðhafnarsam- kvæmi — háttsettir menn við- staddir — fjörugar samræður — þú virðist vera í samkvæm- isjötum sjálfur”. Kvöldið þann 7. desember er eg var staddur í loftskeytastöð- inni á Point Barrow hringdi brunabjallan; löng og óslitin hringing í símanum. Eg gekk út að glugganum og leit út, það hafði kviknað í eskimóakofa, loginn stóð upp um skorstein- inn og bráðlega fór þekjan að loga líka..Það gekk greiðlega að slökkva eldinn og tjónið varð lítið, aðallega af völdum helzt til áhugasamra slökkviliða. Það var anzi kalt þetta kvöld og hægur kaldi. Þetta kvöld skrifar Sherman í skrifstofu sinn í New York, í 4800 kílómetra fjarlægð: “Eg veit ekki af hverju, en mér virðist eg sjá snarkandi loga úti í dimmunni — greini- leg áhrif frá' eldi, eins og hús væri að brenna — þú getur séð það frá stöðvum þínum á ísn- um — hópur af fólki í kring um eldinn — fólk hleypur í áttina til hans — afar kalt — stinn- ings kaldi.” Ef við tökum tillit til þess tíma-mismunar, sem á milli okkar var, þá sá Sherman raun- verulega sama eldinn fyrir hug- skotssjónum sínum, sitjandi á skrifstofu sinni, í New York, sem eg var að horfa á norður við íshaf. Tveimur dögum síðar, eða 9. des., hélt eg dálítinn fyrir- lestur fyrir skólabömin í Point Barrow. Til skýringar teiknaði eg mynd með krít á skóla- töfluna. Það kvöld skrifaði Sherman, meðal annars: “Eg sé þig í sam- bandi við skóla — þú stendur fyrir framan skólatöflu með krít í heridinni — heldur stutt- án fyrirlestur — teiknar til skýringar”. > Þann 14. marz 1938 fórum við í eirin lengsta leiðangur okkar í aWri leitinni. Við flugum þá 4200 km. yfir íshafið, en samtals flugum við þá 4800 km. vegalengd. Á heimleiðinn lentum við í þoku og lágu skýjáþykkni og urðum að fljúga í blindni. Við vorum búnir að vera 19 stund- ir á flugi, en á fótum og önnum kafnir í meira een 30 stundir og nú áttum við aðeins 45 mínútna benzínforða. Flugmaðurinn, Herbert Hollic-Kenyon, sem var við stýrið, var þreyttur, allt að því úrvinda af þreytu. Hann var með svo ákafan höfuðverk, að hann þoldi ekki að hlusta á skeytin frá aðalbækistöð okk- ar í Aklavík, sVo hann skrúfaði fyrir tækið. Við flugum nú í algerri blindni eftir mælitækj- um og treystum á guð og lukk- una, að við rækjumst ekki á hina skývöfðu fjallatinda er við kæmum af ísnum inn yfir landið. Allt í einu sá eg glampa á fjallgarðinn í tunglsljósinu, í gegn um skýjaþykknið. Skýin voru lítið eitt lægri þarna og nú gátum við áttað okkur og séð hvar við vorum staddir. Eg setti á mig heyrnartólið og heyrði von bráðar veður- skeyti frá Aklavík: “Ennþá svarta þoka — skyggni tæpur kílómeter”. Nú urðum við að lenda 'hið bráðasta, annars áttum við á hættu að verða eldsneytislaus- ir og hrapa. Við snérum við og stefndum í áttina til árós- anna þar sem skógurinn var lægstur, og eftir eilífðartíma að því er okkur fannst, sáum við breiða hvfta irönd milli trjánna; það var á^in. Kenvon tók krappa beygju til að komast á rétta stefnu og eg hafði tæp- lega tíma til að áegja frá því að við værum' á réttri leið áður en eg sá, mér til ósegjanlegrar gleði, glampa á blysin, sem menn okkar höfðu sett á ísinn okkur til leiðbeiningar. Flugmaðurinn beygði á fallri ferð og hækkaði flugið um leið svo rendi hann sér yfir blysin og lenti eins og fugl á vatni. Vinir okkar þyrptust í kring- um okkur. Við vorum búnir að vera 20 stundir á flugi. Er benzíngeymar okkar voru at- hugaðir næsta morgun, kom í ljós að við höfðum eftir elds- neyti til 50 km. flugs! En hvaða hughrifum hafði Sherman orðið fyrir þar sem hann var í sambandi við þessa síðustu leit okkar? Um kvÖldið þann 14. marz, en þá vorum við á heimleið og eg hafði næði og tækifæri til að hugsa til hans, þá skrifar Sherman: “Þið hafið verið á flugi í dag, á morgun, mið- vikudag, virðist mér þið fara í eina af ykkar mestu leitar- ferðum hingað til”. (Það var kominn miðvikudagur um það leyti sem við komum aftur til Aklavíkur.) “Held að þú hafir fundið bilun í stálgrindinni, sem þarfnast viðgerðar.” (Þetta var alveg rétt.) “Mér finnst eg sjá þig með einhverskonar handdælu í flugvélinni, einn hreyfillinn spýr frá sér gusum af kolsvörtum reyk — hvellar sprengingar frá honum — ó- jafnar — hálfkæft sog*hljóð — líkast því að eldsneytið sé í ó- lagi — benzínleiðsla.” (Þetta var einnig alveg rétt. Á heimleið- inni varð mér það á, að eg varð heldur seinn til að skifta yfir, er einn benzíngeymirinn tæmd- ist og varð að dæla ákaft með handdælu, til að ná upp þrýst- ingnum, svo að > hreyfillinn stöðvaðist ekki. En samt hóstaði hann og sprengdi mjög óreglu- lega sem snöggvast. Þetta at- vik tók ekki nema nokkrar mín- útur, en á meðan tók það alla mína hugsun og óskifta at- hygli) Sherman skrifar áfram: “Is- ing á flugvélinni — þurin skel, sem þú gefur nánar gætur — sé flugvélina sveima lágt vfir á- kveðnu svæði — ísauðn með auðum vökum á víð og dreif — hnattstaða' virðist -85—115.” Einhversstaðar mjög nálægt þessari hnattstöðu flugum við afar lágt yfir ísnum til að prófa y hæðarmæli okkar. Staður sá, er við snerum við á í þessari ferð, reeyndist eftir mjög nákvæma athugun og samanburð vera 86.50 norðl. breidd og 105° ve^tl. lengd, en það er vert að hafa það í huga um leið, að á þessu breiddaristigi er aðeins 70 km. vegalengd milli 105° 115°. Á þessu er hægt að sjá, að ef við hefðum orðið að nauðlenda í þetta skipti, þá hefðu upplýs- ingar Shermans orðið þeim, sem að okkur leituðu, til ómetanlegs stuðnings. Það er hægt að deila um það, hvort okkur hafi tekist að sanna sem óyggjandi staðreynd, að tveir menn geti haft hugskeyta- samband sín á milli eftir sam- komulagi. En mér var persónu- lega mikil ánægja að því, að hafa tekið þátt í þessum tilraun- um og hafa með þeim sannað, að þessi viðfangsefni eru sann- arlega þess virði, að þau séu rannsökuð mjög ýtarlega. Vísir. “Eg held á skínandi gullpen- ingi í hendinni,” sagði frambióð- andf nokkur við hóp af ungling- um, sem safnast höfðu í kringum hann. “Sá ykkar, sem hefir sömu stjórnmálaskoðun og eg, skal fá hann”. Síðan snéri hann sér að ljós- hærðum strákhnokka og spurði: “Hvar ertu í pólitíkinni, sonur sæll?” “Hvar ert þú i henm?” var hið eina, sem hinn ungi maður sagði. Borgið Lögberg! Vélar og menn þurfa að kappsamlegar en áður VINNA Aldrei fyr var jafn mikil nauðsyn á góðum búáhöldum. Nú í ár koma vel lagaðar og sterkar búnaðarvélar að miklu haldi. Og vissulega verður það metið, að eiga aðgang að stofnun, sem annast um viðhald verkfæra yðar. Massey-Harris félagið, er við því búið að mæta stríðs kröfum vegna hinna mörgu útibúa þess og umboðs- manna, sem réiðubúnir eru til að veita canadiskum bændum alla hugsanlega aðstoð við framléiðslu eins mikilla vista, og auðið má verða. Leitið upplýsinga hjá Massey-Harris umboðs- manni í sambandi við að- gerðir og endurnýjun verk- færa. MASSEY- HARRIS COMPANY LIMITED Siofnað 1847 Toroiito Montreal Moncton Winnipeg Brandon Regina Saskatoon Swift Current Yorkton Calgary Edmonton Vancouver

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.