Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1943. ----------iöstors---------------------- Gefiö út hvern fimíudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED oJ5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.01) um árið — Borgist' fyrirfram The ''Lögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitooa PHONE 66 32V “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir” Þetta stolta svar Gunnlaugs Ormstungu, mun jafnan í minnum haft, sem táknrænt vitni norrænum metnaði og karlmannslund: er Gunn laugur skáld gekk fyrir Eirík norðmanna- höfðingja, hagaði svo til að hann hafði fótar- mein nokkurt. Eiríkur varð þess skjótt var og spyr: “Hvat er at fæti þínum?” “Sullur er á, herra”, svarar Gunnlaugur. “Hví gengur þú þá eigi haltur sem aðrir menn?”, mælir Eirík- ur. Gunnlaugur svarar: “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.” Spor íslenzkra landnema liggja víða um þetta mikla meginland; eigi aðeins í Manitoba, þó þar séu byggðir afkomenda þeirra flestar og fjölmennastar, heldur einnig í Saskatche- wan, þó nokkuð séu þær yngri að árum. Helztu samhangandi byggðarlög íslendinga í Saskatchewan eru hinar svo nefndu Vatna- byggðir, er grípa yfir Foam Lake, Leslie, Mozart, Wynyard, Kandahar og Dafoe; öll eru þessi byggðarlög hin fegurstu að sumarlagi, er vel háttar til um veðurfar, og dögg er næg af himni; sé á hinn bóginn hörgull á regni, verð- ur lítt um gróður á svæðum þessum, og að sama skapi þverrandi búsæld. íslendingar í Vatnabyggðum hafa oft notið velsældar, en þeir hafa heldur eigi ávalt átt sjö dagana sæla. Mörg ár í röð hefir upp- skerubrestur sorfið að þeim, sökum hörguls á regni; en þrátt fyrir aðköst af völdum óhag- stæðra náttúruafla, hafa þeir þó haldið í horfi, minnugir á hið frækilega tilsvar Gunnlaugs Ormstungu, að “eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.” Það er einkenni aukvisa, að barma sér og blása í kaun; en sönn hetjumenni, jafnve] þó blóðjárnuð sé af völdum utanaðkomandi afla, ganga keik á hólm við hverskonar mótbyr, eins og ekkert hefði í skorist. íslendingar í Vatnabyggðum héldu sína ár- legu þjóðhátíð í Wynyard á afmælisdag Jóns Sigurðssonar, þann 17. júní síðastliðinn; naum- ast verður sagt að þar væri verulega marg- mennt, en þar væri góðmennt, verður ekki óregið í efa; samkoman var óvenju frjálsmann- leg, og sveif þar yfir vötnunum andi hins fegursta samræmis; í augum og málfarf sam- komugesta speglaðist svo afdráttarlaust að ekki varð um vilst: “íslendingar viljum vér allir vera.” Hátíð þessi átti í engu skylt við neina hálfvelgju- eða uppgerðarþjóðrækni; hún var gegnmótuð fölskvalausri ást á íslandi, og lotn- ingu fyrir íslenzkum menningarerfðum; var það auðsætt á öllu, hve römm er enn sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Samkomustjórn hafði með höndum H. S. Axdal; er hann maður gáfaður og bráðfynd- inn; tókst honum svo vel til um forustuna, að naumast verður á betra kosið. Bæjarstjórinn í Wynyard, Mr. Hopper, mað- ur hniginn að aldri, ávarpaði samkomuna nokkr um hlýyrðum í garð íslenzkra sarhborgara sinna í byggðarlaginu; frú Ingibjörg Jónsson minntist Islands, og las jafnframt upp sköru- lega samið ávarp til hátíðargesta frá forseta Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, Dr. Richard Beck. Séra Halldór E. Johnson flutti hina aðalræðuna, en hafði ekki gefið henni nafn, er hér var komið sögu, enda ekki hrein- skrifað hana að fullu; en eftir nýlegu sam- tali við séra Halldór, væntum vér að ræða hans birtist í næsta bláði. Ritstjóri þessa blaðs ávarpaði og samkomuna nokkrum orðum. Wynyardbúar eru söngelskir menn, og höfðu þarna á að skipa álitlegum söngflokk blandaðra radda. Samkoman fór fram í stórri fagur- skrýddri kirkju, The Brick Church, sem Is- lendingar ráða yfir, og rúma mun á fimta hundrað manns í sæti; var þar komið fyrir • gjallarhornum svo skemmtiskrá nyti sín sem bezt; enda mun fátt það hafa farið fram hjá gestum, er á samkomunni var mælt. Að skemtiskrá aflokinni voru bornar fram rausn- arlegar veitingar í hinum rúmgóða kjallara- sal kirkjunnar. Á þessari áminstu þjóðminningarhátíð Islend- inga í Vatnabygðum, var margt háaldrað fólk manna og kvenna, veðurbarið og með sigg. í lófum, er borið hafði hita og þunga landnáms- áranna; það var enn lífsglatt og bjarttrúað á framtíðina; vegna stríðisins var færra ungs fólks á samkomunni en ella hefði verið; en þau ungmenni, er vér hittum, báru glæsilegt vitni höfuðkostum vors sterka stofns. Viðtökur þær hinar ástúðlegu, er við hjónin urðum aðnjótandi á hinni stuttu dvöl okkar vestra, verða okkur samferða fram á brautar- enda. ar. En eigi stendur þó minni ljómi af mannin- um sjálfum, tilkomumikilli og heilsteyptri per- sónu hans. Fyrir stuttu síðan átti eg leið fram hjá standmyndinni af honum á þinghúsvellin- um í Winnipeg, og hurfu mér þá í hug orð Stephans G. Stephanssonar: “Hinn ókiýndi kcnungur íslands” Efíir prófessor Richard Beck. Ræða flult á samkomu Þjóðræknisdeildarinnar "Báran", að Mountain, N.-Dak., 17. júní 1943. Frændur vorir Norðmenn tala um stórskáld- ið og menningarfrömuðinn Björnstjerne Björn- son sem “hinn ókrýnda konung” lands síns. Sé nokkur Islendingur, sem verðskuldar það að vera nefndur “hinn ókrýndi konungur” ættlands vors, þá er það Jón Sigurðsson; enda hefir þjóð vor fyrir löngu síðan, eins og vera ber, leitt hann til hásætis í höll minninga sinna og í hjarta sínu. Þar skipar hann þann konungssess, er hann mundi helst hafa kosið, og þar mun myhd hans geymast “íslenzkt meðan lifir blóð”. Þess vegna fer þá einnig ágætlega á því, að vér, sem íslenzkt blóð rennur í æðum, hvort sem vér erum fædd á íslandi eða af íslenzku foreldri í landi hér, komum saman og höldum hátíðlegan 17. júní, afmælisdag Jóns Sigurðs- sonar. Sá andi, sem svífur yfir þeim heilla- degi hinnar íslenzku þjóðar, er andi þeirra Washingtons, Jeffersons og Lincolns, er ber hæst við söguhimin hinnar bandarísku þjóð- ar — andi djúpstæðrar og víðfeðmrar ætt- jarðarástar, frelsis og framsóknar. Væri Jón Sigurðsson uppi nú á dögum, þarf engum get- um að því að leiða, hvar hann myndi skipa sér í flokk “þegar frelsið verja skal”. Hann myndi sem fyrri standa í fylkingarbrjósti for- mælenda frelsis og mannréttinda. * Hin fremstu skáld vor Islendinga beggja megin hafsins hafa, eins og eðlilegt var, hyllt Jón Siguðrsson í fögrum ljóðum og snjöllum. Má sérstaklega minna á hin hreimmiklu og máttugu minningarljóð, er Hannes Hafstein orti á aldarafmæli hans 1911, en þar farast skáldinu meðal annars orð á þessa leið: Vopnum öflugs anda búinn, öllu röngu móti snúinn, hreinni ást til ættlands knúinn, aldrei hugði á sjálfs síns gagn. Fætur djúpt í fortíð stóðu, fast í samtíð herðar óðu, fránar sjónir framtíð glóðu. Fylti viljann snildar magn. Hulinn kraft úr læðing leysti, lífgaði von og trú á rétt. Frelsisvirkin fornu reisti, framtíð þjóðar mark lét sett. Lífstríð hans varð landsins saga. Langar nætur, stranga daga leitaði’ að hjálp við hverjum baga hjartkærs lands, með örugt magn. Alt hið stærsta, alt hið smæsta, alt hið fjærsta og hendi næsta, alt var honum eins: hið kæsta, J ef hann fann þar lands síns gagn. Hér er brugðið upp skáldlegri en þó raun- sannri mynd bæði af sljórnmálaleiðloganum og manninum Jóni Sigurðssyni. Verður oss, að yonum, tíðrætt um hann sem hina miklu frelsishetju þjóðar vorrar, er æfilangt barðist ótrauður fyrir frelsi hennar, og sá þá hugsjón sína rætast að eigi litlu leyti með stjórnar- skránni 1874. Og það er alveg sérstök ástæða til þess að minnast stjórnmálabaráttu Jóns Sigurðssonar að þessu sinni. Nú í ár eru 100 ára afmæli hins endurreista Alþingis íslands, en Jón Sig- urðsson átti meginþátt í endurreisn þess. og hefir hlutdeild hans í því máli verið talinn fyrsti stjórnmálasigur hans. En jafnframt því, að vér minnumst að verðugu frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar, skyldum vér efcmig hafa það hugfast, að hann var í reyndinni, eins og Hannes Hafstein minn- ir svo fagurlega á í kvæði sínu, forystumaður á öllum sviðum íslenzks þjóðlífs, í atvinnu- málum, fræðslumálum og hverskonar fram- förum. Segja má með sanni, að hann lét sér ekkert það óviðkomandi, er þjóð vorri horfði til nytsemdar. Eigi má heldur gleyma umfangs- mikilli og merkilegri bókmentastarfsemi hans og frábærri vísindamensku hans í fornum fræðum íslenzkum og sögu lands vors. Hann kunni þá eftirsóknarverðu list: að læra af fortíðinni, lifa og starfa í samtíðinni og byggja fyrir framtíðina. Aldrei verður of mik’l á- herzla á það/lögð, hver styrkur afburða þekk- ing Jóns Sigurðssonar á sögu lands vors varð honum í stjórnmálabaráttunni; eitt er víst, að hún varð honum happadrýgsta vopnið til sókn- ar og varnar. Heillandi er það því og eggjandi að rifja upp fyrir sér glæsilega stjórnfrelsisbaráttu og víðtæka þjóðþrifastarfsemi Jón§ Sigurðsson- Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin, klöppuð úr bergi. Öllum þeim, er kynntust Jóni Sigurðssyni og ritað hafa um hann, ber saman um það, að hann hafði verið gæddur framúrskarandi kjarki og staðfestu, og öll framsóknarbarátta hans í þágu þjóðar vorrar ber því fagurt vitni, að svo hefir hlotið að vera. Baráttan varð honum einnig, eins og öllum þeim, sem eitthvað er verulega spunnið í, uppspretta orku og aukins þroska. Því segir Stephan G. Stephansson rétti- lega um hann: Honum juku þrautir þrek, þrekið, sem að aldrei vék. Hans það var að voga bratt, vita rétt og kenna satt. Miklar Jón vorn Sigurðsson sérhver fullnægð þjóðarvon. Hann, svo stakur, sterkur, hár, stækkar við hver hundrað ár. Vér, sem nú lifum, fáum eigi annað en dáð af heilum huga vonadirfsku og framtíðartrú Jóns Sigurðssonar. Þar, eins og í svo mörgu öðru, getur hann verið oss til fyrirmvndar. Hann var hugsjónamaður, eins og allir sann- fíamsæknir menn hljóta að vera, en jafn- framt stóð hann traustum fótum í heimi veruleikans. Annað er það, sem skráð stóð og björtu letri í æfiferli hans og starfi: drenglund hans og ósérplægni. \ Mikil gæfa er það vorri ættþjóð að hafa átt slíkum ágætis- og afburðamann. Þá gæfu fáum vér eigi betur þakkað, né heldur minnst Jóns Sigurðssonar betur á afmælisdegi hans, en með því að láta mannkosti hans, djarfhug og fram- tíðartrú verða oss til hvatningar og eftir- breytni. Hvar sem vér erum í sveit sett og hvernig, sem högum vorum kann að vera háttað, eigum vér altaf þann úrkost; “að unna því göfuga og stóra”. Með því horfði við lífinu erum vér elnnig líklegust til að verða vel við þeim þungu kvöðum, sem örlagarík samtíð leggur oss á < herðar. / Frá Islendingum sunnan landamœra Góðir námsmenn. Fyrir stuttu síðan lauk Conrad Hjálmarson (sonur þeirra Björns Hjálmarson og konu hans að Akra, N. Dak.) fullnaðarprófi í almennri verkfræði í ríkishá- skólanum í N. Dak. og hlaut verðlaun þau, er norðvesturdeild Ameríska verkfræðingafélagsins (The American Society of Civil Engineers) veitir árlega þeim námsmanni, er skarar fram úr í þeirri grein verkfræðinnar. Eru verðlaun þessi bæði veitt fyrir dugnað í námi og þátttöku í ann- ari starfsemi verkfræðistúdenta. Við vorprófin á ríkisháskólan- um í Norður Dakota, þ. 23. maí, útskrifaðist Richard Earle Árna- son (sonur þeirra Richard B. Árnason og konu hans í Grand Forks, N. Dak.) í verzlunarfræði og hlaut menntastigið “Bachelor of Science in Commerce”. en stundar nú lögfræðinám. Nokkru áður hafði hann verið kosinn félagi í “Blue Key” (Honorary Service Fraternity), en þann heiður hljóta aðeins þeir náms- menn; sem teljast áhrifa- og for- ustumenn í félagslífi háskóla- stúdentanna. Tveir íslenzkir námsmenn, sem áður stunduðu nám á ríkis- háskólanum í N. Dak., hafa einnig getið sér ágætt orð í námi sínu annars staðar, en það eru þeir Harald og Eric Sigmar (synir þeirra séra Haralds og Margrétar Sigmar að Mountain, N. Dak.). I sambandi við frá- sögnina um prestvígslu Hraálds vikuna sem leið var þess getið, að hann ætti sér að baki glæsi- legan námsferil, og er það í engu ofmælt. Hann lauk stúdentsprófi Œachelor of Arts” prófi) á ríkisháskólanum í N. Dakota vorið 1938 og lagði sérstaka stund á sálar- og uppeldisfræði; einnig nam hann íslenzku. Eftir Iveggja ára kennslustarf hóf hann guðfræðinám sitt á lút- erska prestaskólanum, sem kenndur er við Mt. Airy, í Philadelphia, og lauk þar hinu almenna guðfræðiprófi 13. maí í vor og hlaut jafnhliða mennta- stigið “Bachelor of Divinity”: en jafnframt guðfræðináminu stund aði hann í frístundum framhalds nám í sálarfræði og uppeldis- fræði á ríkisháskólanum í Pennsylvania (University of Pennsylvania) og lauk meistara- prófi (M.A.) í þeim greinum 3. júní í ár. Var það vel að verki verið, enda hafði nann hlotið námsstyrk til þessa fram- haldsnáms. — Eric Sigmar, sem stundar nám á Gettysburg College í Pennsylvania, vinnur sér einnig hinn besta orðstír fyr- ir frammistöðu sína; þeim. er þetta ritar, er einnig kunnugt um, að hann hefir gert séi far um það að vekja athygli kenn- ara og nemenda á íslandi og íslenzkum bókmentum; sem Harald bróðir hans, nam hann íslenzku meðan hann var við nám í ríkisháskólanum í N. Dakota Frægir íslenzkur flugmenn. Hinn íslenzk-ættaði flugmað- ur George Ingebo frá Winnett, Montana (móðir hans er Pearl Hansson) hefir nýlega verið sæmdur heiðursmerkinu “The Distinguished Flying Cross” fyr- ir hreystilega framgöngu og flug afrek, en áðuf hafði hann eigi hlotið færri en fjögur heiðurs- merki. Hann er enn í ameríska flughernum á Indlandi og er að berja á Japönum austur í Burma Fluggarpurinn Eiríkur Magnús son (sonur þeirra Magnúsar skrifstofustjóra Magnússonar og konu hans í Virginia, Minne- sota) hækkar stöðugt í tign og er nú liðsforingi (Lieutenant Junior Grade) í sjóhernum ameríska. Hann hefir, eins og fyr hefir verið skýrt frá, það hlut- verk með höndum að ferja hershöfðingja og stjórnmálaleið- toga loftleiðis yfir Atlantshaf, en, af bréfum hans að dæma, þykir honum það lítið verk og löðurmannlegt og öfundar vini sína í flugliðinu, er daglega taka þátt í loftárásum á óvinalönd- in. Sannast því á honum hið fornkveðna, að ekki eru allir Jómsvíkingar dauðir, eða með öðrum Ofðum: að hin gamla ís- lenzka víkingslund lifir. íslenzkur blaðamaður á ferðalagi. Arnaldur Jónsson blaðamaður frá Reykjavík, sem stundar nám í blaðamennsku á ríkisháskól- anum í Minnesota í Minneapolis, hefir rúman vikutíma verið á ferðalagi í Norður Dakota. Hann er sonur Jóns Stefánssonar fyr- verandi ritstjóra á Akureyri, sem margir eldri Islendingar í landi hér munu kannast við. Arnaldur dvaldi daglangt í Grand Forks á norðurleið og einnig part úr degi.á heimleið- inni, en aðalerindi hans var það að heimsækja íslenzku bygðarn- ar í Pembinahéraði. Var hann þar vikutíma, fór víða um og kynntist mörgum. Gafst honum einnig tækifæri til að vera á almennri samkomu, sem þjóð- ræknisdeildin “Báran” stóð að á Mountain og sömuleiðis til að sitja ársþing Kirkjufélagsins lúterska og sækja guðsþjónust- ur og aðra mannfundi í sam- bandi við þingið. Lét Arnaldur hið besta af viðtökunum hjá Dakota-Islend- ingum og harmaði það eitt. að hann gat eigi að • þessu sinni heimsótt Islendinga norðan landamæra og verið á þeim mannfurídum þeirra, sem haldn- ir eru um þessar mundir, svo sem ársþingi hins Sameinaða Kirkjufélags að Gimli. Hann er fullur áhuga fyrir auknurn og traustari samböndum milli Is- lendinga austan hafs og ve«tan, og mun reynast hinn liðtækasti á því sviði. Islenzki söngflokkurinn í Minneapolis syngur í úfvarp. Söngflokkur íslenzkra kvenna í Minneapolis, undir stiórn Hjartar Lárussonar, hefir nýlega sungið tvisvar í útvarp þaðan. I fyrra skiftið þ. 1. maí frá stöðinni W.T.C.N., en í seinna skiftið þ. 12. maí frá stöðinni W.L.B. Var seinna útvarpið þáttur í þeirri útvarpsstarfsemi ríkisháskólans í Minnesota. er nefnist “Arts and Letters of Scandinavia”, og hefir eins og nafnið bendir til það markmið að fræða útvarpshlustendur um menningu og bókmenntir Norð- urlanda. Vinnur söngflokkur þessi, sem aðrir slíkir söngflokk- ar íslenzkir, hið þafasta þjóð- ræknisverk. Richard Beck. Gengið á Öræfajökul ’ Eftir GUÐMUND EINARSSON. A8 kvöldi dags er þaS allra nauS- synlegasta tekiS til og því raSaS í bakpokana. Á morgun ætlum viS aS ganga á Öræfajökul. Því ofíar sem maSur liefir tekiS til pjönkur sínar fyrir jökulgöngu, þeim mun fleirá finst manni óhjákvæmilegt aS hafa meö sér. Reynslan gerir menn var- færnari, og betra er aö búa sig ekki þaö léttilega, aö úr veröi léttúö. — Þaö er gaman aö búa sig í fjall- göngu. Hafi maöur hlakkaö til hcnn- ar árum, saman, er þaö beinlínis há- tiölegt tækifæri. — En félagi minn, sem er útlendingur, öllu vanur, trúir því varla, aö viö fáum færi á jöklin- ttm; hann þekkir ekki veðurlagiö hjá okkur og þvi síðtir hefir hann hina undraverðu tilfinningu fyrir því, aö hreinviðri sé í nánd: Þessa tilfinn- ingu eöa spádómsgáfu um veðurfar, sem hestarnir, hundarnir. og feröa- nnöttrinn hafa öölast hér fyrir ár- þúsunds reynslu i viðskiftum sinum við náttúruöflin. Tortryggni félaga míns er skiljanleg, því aö undanfarna tvo- daga hafa kolsvartir dimntviöris- /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.