Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.07.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1943. Ávarp forseta Islendingadagsins í Wynyard Kæru íslendingar ! t'að er mér sann- arlegt ánægjuefni. að bjófia ykkur öll velkomin á þenrjan stað. ''Við komum bér ennþá, sem ertim a ferg fvrst enn er ei strengur þinn skorinn,” seglr I>orsteinn Erlingsson í kvæðinu “Við fossinn." Við kom- um hér sanjan, fyrst enn er ekki skor- inn tengi-strengurinn milli móður- þjóÖarinnar og okkar; og viö vonum það verði aldrei. Við höldum áfram að niinnast móðurtengslanna og minn- mga feöra vorra. “Því þangað er vonunum vorkunnarlaust sem vegina minningin lagði." Hvers er þá að minna.t? Hvað er fyrir að þakka? Þvi tökum við á'okkur erfiði og ó- mök, til þess að halda þjóðminningar- öag? Við gerum það af því að við eigum svo glæsilegar minningar fyrir að þakka. I’að er andlegra verðmæta afmælis- dagur okkar, lílendingadagurinn, hvort sem hann er baldinn sevtjánda júní eða annan ágúst. Eitt af þeim verðmætum sem við þökkum fyrir, er ánægjan; sem við höfum af því áð koma samn og njóta i félagi þeirrar anægju að hlýða á mál ræðumanna, söng og kvæði. Svo er þessi taug sterk og nauðsyn hennar svo í eðli vort gróin, að jafnvel nú á þessum þrauta og hörmunga tímum, þegar varla er nokkurt heimili í bygðum vorum. þar sem ekki er autt eitt eða flei ri sæti, til lengri eða skemri tíma, og ótal, sem aldrei verða fylt. Þrátt f.vrir kviða mæðranna, eiginkvenn- »nn og unnustanna um afdrif son- anna, eiginmannanna og unustanna, tneð öllum þeim hljóðu hörmum, sem þær einar þekkja sem revna, þrátt fyrir alt þetta og ótal aðrar hindr- anir, halda ísle^zku konurnar okkar afram að stjórna heimilunum og fé- lagslifinu með gestrisni og glöðu viö- móti, þó hjartasárin blæði. Þetta er e'tt af jslenzku andlegu aðalsmerkj- ununt sem við eigtun að þakka fvrir. Það er ekki satt, að við komum sam- an til þess að hæía hver öðrunt; við komum ekki heldur saman til þess að r'fja upp gallana, sem við þekkjum, og eru svo illur þröskuldur í daglegri umgengni. \ ið komum saman til þess að tigna og þakka fyrir það, sem við þekkjum göfugast i islenzkri skap- gerð, — og sent við eigum arfhluta i. Það keniur sá tinii, að jafnvel stór- þióð irnar tigna göfgi andans, og taka fram yfir hnefaréttinn, og mannvit °g bróðurhugur ræður úrslitum. Sá dagur vonum við að renni upp sem f.vrst. íslenzka þjóðin, sent er ein af fániennustu þjóðuni heims, hefir ekki einungis haldið þessu frarn um lang- an aldur, heldur hefir hún beinlínis lifað þessa kenningu, og hafið sjálfa s'g upp úr efnalegri og stjórnarfars- iegri - niðurlæging, upp í efnalegt sjálfstæði, setn alfrjáls þjóð, alt með atorku andans. 1 dag er afmælisdag- ur fyrirliðans og gæfumannsins, sem fuddi þessa braut og benti öðrum leið, Jóns forseta Sigttrðssonar. I>etta er t- áreiðanlega vert að þakka með lotn- ingu. Það eru ótal fleiri verðmæti, sem við höfum fyrir að þakka. Eitt það glæsilegasta og óbrotlegasta eru ís- ienzkar bókmentir fyr og nú. Tel eg íslenzk ljóðskáld þar fremst. Þau hafa verið andlegir leiðtogar þjóðær- innar; þau kváðu kjark og dug, von og virðing á þvi sem mannsandinn á göfugast til, þau hafa tekið okkur með sér inn á draumalönd alsnægt- anna og snortið við listhneigð okkar. Það er ómögulegt annað en vaxa and- lega. við að kynna sér íslenzku skáld- snillingana og við sent eigum þvi láni að fagna að almenningur er svo vel að sér, að honum er nautn í því aö lesa þá og dáðst að verkum þeirra, af því hann skilur þá. "Mvndasmíðar andans skulu standa,” segir Einar Ben. tslenzku skáldin liafa smíöaö vandlega og vel. Á meðan til eru I onur og menn af íslenzku bergi brotin í þessu landi, sem kunna að meta og hafa unun af að skoða og reika um salina í þeim höllum, sem þau reistu, slitnar ekki strengurinn inilli Austur- og Vestur-íslendinga. H. S. AXDAL. Fallinn í stríðinu F.O. Haraldur J. Davíðson. Seinni part síðustu viku, var aðstandendum þessa unga og efnilega manns, tilkvnt frá Ot- tawa-stjórninni, að vonlaust væri nú orðið um afturkomu hans. Hafði hún áður tilkynt þeim, að hann hefði eigi komið til skila úr ferð þeirri er hartn lagði upp í þann 26. október síðastliðinn, og sem þá var hér lauslega getið úm í blaðinu. Má því fullvíst telja að hann háfi tapað lífi í áminstri ferð,' þó eigi sé kunnugt hvernig það hefir að borið, því eigi hefir neitt frést er kastað gæti ljósi á þann atburð. Haraldur Jóhannes var fædd- ur í Winnipeg, 1. ágúst 1912. Hann kvæntist 11. maí 1938 konu af enskum ættum, Bertha Bensted að nafni, og eiga þau eina dóttur, er Diane heitir, og er hún nærri tveggja ára. Hann var í þjónustu T. Eaton’s fé- lagsins hér í borginni frá því hann útskrifaðist af Daniel Mc- Intyre háskólanum hér í bæn- um, en þá var hann sextán ára, og þar til hann innritaðist í flugher Canada, eða í full tólf ár. Vann hann í ýmsum deild- um félagsins en síðast var hann á líftryggingarskrifstofunni, því hann var góður reiknings- maður og ágætur skrifari. Foreldrar hans, sem bæði eru á lífi og búa í Winnipeg, eru Haraldur F. og kona hans, Ragnheiður Davíðson, er búa að 639% Langside St. Hann á tvö systkini á lífi, Öldu, er heima á í foreldrahúsum og Charles Vernharð, sem vinnur á skrifstofu Central Patricia Mining Co., í Ontario. I herinn gekk hann í ágúst- mánuði 1940 og var þá þegar settur þar til menta, fyrst í Austur Canada og Prince Er- ward Island en síðar og síðast í Saskatoon, Sask., og þaðan útskrifaður sem Sergeant-Pilot í júlí 1941 með góðum vitnis- burði. Skömmu síðar var hann gerður að Pilot Officer og eftir að til Englands kom var hann gerður að Flying Officer. Til Englands fór hann í okt. það ár og Egyptalands snemma á ár- inu 1942. Herbúðirnar er hann tilheyrði höfðu bækistöð sína í Cairo eða þar í grendinni, og þaðan fór hann sína síðustu ferð er áður var minst á. Halli (svo nefndu vinir hans hann) var ialsverður íþrótta- maður. Hann gekk ungur í Kristlegt félag ungra manna (Y.M.C.A.) hér í bænum og iðkaði þar um langt skeið ýmsa leikfimi. Hann var einn af spil- urum “Toilers”-flokksins (Bas- ketball) er fræknastir voru í Manitoba, Saskatchewan og Al- berta árið 1936. Fóru þeir svo til Victoria, B.C., að kepp? um Canada titilinn, en sem þeir hlutu þó ekki, því hinir urðu hlutskarpari. Halli var drengur góður, vin- fastur og vinavandur, ráðsett- ur og umgengisgóður, frómur til orða og verka og kom sér alstaðar vel er hann kyntist. Er því sár harmur kveðinn að vinum hans og vandamönnum við þessa sorgarfregn, en “það er gott að falla að fold fyrir ættjörð sína”, stríð er altaf stríð, þar tjáir ei um að tala. Sveinn Oddscn. Kirkjunnarmenn stofna nýtt blað Kirkjublaðið, nýtt blað, hóf göngu sína í gær. Útgefandi og ábyrgðarmaður þess er Sigurgeir Sigurðsson biskup. 1 þessu fyrsta tbl. eru margar grein- ar uni kirkjunnar mál. í ávarpsorðum til Islendinga, sem biskupinn skrifar, segir meðal ann- ars: Mr. Justice A. K. Dysart, chairman of the board of trustees of Brewers and Hotelkeepers of Manitoba War fund, which is contributed to voluntarily by all of the brewers and hotelkeepers of Manitoba, presenting cheques; $5,000 to the co-ordinating Board of War Serviees, Mr. Justice W. J. Major, chairman; $2,500 to the Greek War Relief fund, Hon. J. S. McDiarmid, chairman; $1,500 to The Navy League of Canada, John D. Ruttan, chaii-man; $1,000 to the Kinsmen Milk for Britain fund, P. J. O’Brien. president; $500 to H.M.C.S. Winnipeg fund, Mr.1 Justice W. J. Major, chairman; $500 to Wartime Pilots’ and Observers’ association, W. S. Anderson, president. Left to right in pic- ture, Mr. Justice Dysart, Frank G. Mathers (secretary of the board of trustees of Brewers and Hotel- keepers of Manitoba War fund; R. H. G. Bonnycastle, Hon. J. S. McDiarmid, P. J. O’Brien, J. D. Ruttan, Mr. Justice Major, W. S. Anderson. V "Kirkjublaðið, sem í dag hefur göngu sína, helgar sig, eins og nafnið bendír til, fyrst og fremst þjónustu íslenzkrar kristni og kirkju. Það kveður sér hljóðs í þeirri sannfær- ingu, að þess sé nú þörf fremur en nokkru sinni áður á Islandi, að rödd kristinnar kirkju heyrist, og að þjóð- in ljái þeim ðoðskap athygli, sem mestur, beztur • og fegtírstur hefir fluttur verið í þessum heinti, þeim boðskap, er heilög kirkja flytur þjóö- unum. Öllum hugsandi mönnuni í þessu landi kemur saman um, að islenzka þjóðin sé í hættu stödd. Breytingar á högum hennar, á aðstöðu liennar til annara þjóða og í hennar eigin þjóð- lífi, hafa á skammri stund orðið svo stórfeldar og örar, að þess er naum- ast að vænta, að þjóðin hafi enn átt- að sig: Yér eiguni ekki aöeins við ytri hættur að stríða í þessum óðfluga straumi breytinganna. Vér eigum engu síður við innri hættur að etja. Það er hætta á að þjóðinni verði glapin sýn, er svo margt nýstárlegt gerist og margt ber fyrir augu, sem vér aldrei áður höfum litið. Það er hætta á siðferðilegu, menpingarlegu og fjárhagslegu hruni, ef vér erum ekki á verði og gætum ekki að oss í tíma. Það getur orðið hætta á, að þjóðernistilfinning vor sljóvgist, og að vér í þeint skilningi glötum ýmsu af því, sem vér eigum dýrmætast og helgast. Kirkjublaðið vill af öllum mætti vinna gegn því, að svo fari. Það vill halda merki islenzks þjóð- ernis og íslenzkrar menningar sem hæzt á lofti. Það vijl eiga þátt í að vekia og glæða ást þjóðarinnar til landsins, og minna stöðugt á, að vér eigum eitt allra bezta og fegursta landið i þessum heimi.” —Alþbl. 9. maí. Á fjórða hundruð um- sækjendur um íbúðirnar Bæjarbvggingarnar á Melunum verða tilbúnar til íbúðar fyrir haust- iö. Þetta eru 48 ibúðir, en hver ibúð er 3 og 4 herbergi með öllum þæg- indunt. (3. og 4. herbergið er uppi undir súð). Þrjú til fjögur hundruð umsóknir hafa borist urn þessar íbúðir, svo að þ.er eru margfalt fleiri en ibúðirnar. Bæjarráð ræðir nú um þessar íbúð- ir — og var meðal annars haldinn aukafundur um inálið siðastlijiinn miðvikudag. Það sem fyrst og fremst kentur til álita í sambandi við þessar ibúðir er livort bærinn eigi að selja þær eða leigja. hvernig skuli úthluta íbúð- unum til umsækjenda og á hvern hátt skuli selja ibúðirnar, ef sú ákvörðun verður tekin, að selja þær. Málið var nokkuð rætt á bæjar- stjórnarfundi í gær. Við þær um- ræður kom það fram, að bæjarfull- trúar munu yfirleitt vera sSmmála um að íbúðirnar verði seldar umsækjend- um eða félagsskap þeirra, og að fé- lagið verði rekið á líkan eða sama liátt og félögin, sem starfa í sama anda og Byggingarfélag verkamanna. Þá kemur til álita hversu mikil út- borgunin skuli verða. Um það virðast bæjarfulltrúar ekki fyllilega sam- mála. Eftir því, sem upplýst var á bæjarstjórnarfundinum hefir kornið upp í bæjarráöi sú skoðun að borga skuli út alt að 33% af söluverðinu. Xú . upplýstist það á fundinum, að fvrir lægi lausleg áætlun um kostn- aðarverð húsanna. Samkvæmt henni munu 3 herbergja íbúðirnar kosta 50—60 þúsundir króna en 4 herbergja ibúðirnar 60—70 þúsundir króna. Sjá því allir hversu gífurleg útborgun' \erður ef borga skal út 33%%. Ekkert er um þetta ákveðið. Reynt mun verða að ná samkomulagi um lausn þessa máls í bæjarráði. en bæjarráð mun taka fullnaðarákvörðun um þetta mál nlveg á næstunni. —Alþbl. 7. maí. Athugasemd Eg sé í Sameiningunni fvrir maí þ. á., minst á prentvillu í grein eftir J. 1. Bildfell. sent nefnist “Börn ISnjólandanna.” Hann minnist þar á fornan mannflokk, sem hann telur til Eskintóa og nefni sig "Iunníta. Þetta fullyrðir Sam. að -sé ptentvilla," og gjörir svo þá leiðréttingu að þessir Eskimóar heiti "Tunnitar. ' En af því eg liefi lika lesiö um þenna bjóðflokk, eftir merkan höf- und, þá liggur mér við að efast um gildi þessarar leiðréttingar. Eg hefi fyrir mér verk eftir merk- au höfund, sem er prófessor i sögu við The Universitv of Mississippi. er heitir Charles Woodward Hutsou. Ilatin gaf út rit um fornfræði, sem prentuð var 1891 hjá Columbian Pub- lishing Co. í New York. Tek eg því hér upp kafla úr bók próf. Hut- son’s til að sýrta skoðun hans á þessu máli.----- . . .The period to which human life has been traced back. as the earliest age in which any members of the human family drew the breath of life on European soil, is called by the archæologists the palæolithic, that is the Age of Early Stone. The race of men then roaming over the half- jfrozen continent are generally assign- ed hy ethnlogists to the type of the Eskimo, or, as the race calls itself the “Innuit.” But there is no clear evi- dence at all touching the race vvho used these implements of rough stone and flint; and it would be unsfientific to designate them by a name which would identify thern with any existing race. . . . Eg er ekki aö rita þetta sem að- fijislu, heldur aðeins sem athuga- semd. S. B. BENEDICTSSON. Islenzkt brúðkaup í Seattle Sunnudaginn 13. júní síðast- liðinn fór fram íslenzkt brúð- kaup í Seattle í Washington- ríki. Gefin voru saman í hjóna- band þau Elsa Eiríksson og Þór Guðjónsson, bæði frá Reykjavík. Bæði stunda þau nám við há- skóla Washintonríkis í Seattle. Les Elsa heimilisfræði og blaða- mennsku en Þór fiskifræði. Brúðkaupið var haldið á heimili þeirra hjóna frú Jakob- ínu og ísaks Johnson. Athöfnin fór fram á íslenzku, og fram- kvæmdi séra Kolbeinn Sæmunds son vígsluna. Á undan vígsl- unni söng frú Kristbjörg Eiríks- son íslenzkan giftingasálm, með aðstoð ungfrú önnu Magnússon, sem einnig lék brúðargöngu- lagið úr Lohengrin. Isak John- son leiddi brúðurina, en svara- menn varu þaju unfrú I,nga Eiríksson, systir brúðurinnar, og Styrmir Proppé, bæði stúdentar að heiman. Brúðkaupið var hið hátíðleg- asta. Brúðurin var á íslenzkum upphlut, húsakynni blómum skreytt, og um 100 landar voru viðstaddir. Að athöfninni lokinni voru Veitingar, sem íslenzku konurnar stóðu fyrir. Brúðhjónunum bárust hinar höfðinglegustu gjafir, þar á meðal silfurborðbúnaður frá lestrarfélaginu Vestra. Ungu hjónin gera ráð fyrir að stunda enn nám um tveggja til þriggja ára skeið í Banda- ríkjunum og hverfa síðan heim. B. E. Frá Blaine, Wash. Eins og áður hefir verið getið um þá verður Islendingadags hátíð haldin 26. júlí n. k. í Blaine, Wash. við Friðarbogann, á merkjalínunni milli Canada og Bandaríkjanna. Fyrir þessu hátíðahaldi stendur nefnd skip- uð mönnum frá Vancouver, B. C., Bellingham, Pt. Roberts og Blaine, Wash. og þar sem há- tíðin verður haldin á línunni, þá er mönnum frjálst að koma og fara eftir vild, án þess að hafa “Pass Port”, svo engirin þarf að sitja heima þess vegna; þetta þykir mér þess vert að láta almenning vita í tæka tíð. Ýmsir örðugleikar eru á vegi, undir núverandi kringumstæð- um, og þá helzt, vöntun á flutn- ingstækjum, verður því hver að sjá um sig, þó er ekki ómögu- legt að hægt verði að mæta fólki í Cloverdale B. C. og verð- ur það auglýst síðar ásamt prógraminu. Ef svo kynni að vilja til að •iandar þarna austurfrá hvoru- megin línunnar sem er, ættu leið hér um garð í kringum þann 26. júlí, þá leyfi eg mér að bjóða þá sérstaklega velkomna hingað þann dag. Prógramið verður auglýst síð- ar, og verður að vanda skipað úrvals fólki. Andrew Danielson, forseti nefndarinnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.