Lögberg - 09.07.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.07.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. JÚLl 1943. 5 anir til verndar móðurmáli sínu og bókmenta. Undir eins, í fá- tækt frumbýlis lífsins taka þeir svo að stofna lestrarfélög til að útvega sér bækur að heiman og málfunda- og menningarfélög voru stofnsett í ýmsum bygðum. Það er vert að athuga að þær bygðir sem lengst gengu í þessarri félagsmyndun; Dakota °8 Nýja íslands, ásamt Winni- peg hafa framleitt flest af okk- ar glæsilegustu gæfumönnnm Sé hugurinn snemma vakinn til starfs og þjálfunar er undirstað- an lögð til andlegs þroska. Sumum finnst nú óþarff að minnast nokkuð á þetta og nefna það gort eitt og þjóðrembing. Jæja eg vil nú heldur vera nefndur gortari og þjóðrembing- ur en um mig megi segja að eg hafi aldrei kunnað að ifieta starf og hetjudáðir feðranna. Ef til vill finnst sumum lítið til um þessar dáðir af því þær voru ekki framdar á vígvöJlum með vopnataki. Það er .ekki nema mannlegt og sjálfsagt að snúast til varnar fyrir frelsi fósturlandsins og ekki hafa ís- lendingar og þeirra afkomendur legið á liði sínu þegar landið þurfti varnar við. Þeir hafa keypt sér erfðarétt í Ameríku með blóði og erfiði. En lífið er stöðugt stríð ýmist til að vernda fengin verðmæti eða afla sér nýrra. Þegar vér dáumst að hetjuskap drengjanna er ekki úr vegi að minnast þess að feður þeirra höfðu líka við marga mæðu að stríða. Sumarhitinn kvaldi þá, flug- urnar stungu þá, veggjalúsin bannaði þeim svefnværðir, faeðan var þeim óholl svo óvan- ir sem þeir voru henni og vatn- ið reyndist þeim illdrekkandi, svo erviðismaðurinn fékk ekki slökt þorstann í sumár hitar.um. Já margar voru pláurnar sem þeir urðu að þola og lögðust þungt á þá er öllu þessu voru óvanir frá heimahögum. Það þurfti þrek til að standast það. t'að þurfti þrek til að ryðja skóginn. Það þurfti karlmensku fil að stunda veiðar á vötnunum í nístandi vetrarkuldum með lé- fogan klæð.nað og lítinn útbún- að. Það þurfti áræði til að etja iii kapps við aðra fyrir hina örsnauðu og fákunnandi land- námsmenn. En þeir höfðu þetta þrek, þessa karlmennsku, þetta áræði og það leið ekki.á löngu áður en þeir höfðu orpið sér minnismerki er seint munu fyrnast. Sumar af bezt ræktuðu bújörðunum á vinjum Vestur- landsins eru í eign og ábúð íslendinga. Mörg stórhýsi í borg- unum eru reist fyrir íslenzkt hugvit og framtakssemi. Þeir hafa varið svo tugum þúsunda skiftir til kirkjubygg- inga og kriistnihalds. Margt í þeirri starfsemi hefir farið mið ur en skildi, en ef við berum okkur saman við framferði ann- arra þjóðflokka höfum við samt sem áður minna að bera kyn- roða fyrir en ýmsir aðrir. ís- lendingar hafa haft manndóm, upp til hins síðasta, til að vera sjálfstæðir | trúarefnum. Þótt sumum þeirra hafi verið brugð- ið um þröngsýni þá er það sem ekkert í samanburði við það er átt hefir sér stað hjá mörg- um öðrum þjóðflokkum í Vest- urheimi. Engum íslenzkum presti hefði I iðist að halda fram slíkum rétttrúnaðar öfgum, sem aðrir þjóðflokkar hafa orðið við að búa Norskur guðfræðikennari held ur því fram í rétti að sín kirkja hafni öllum vísindum séu þau ekki í samræmi við ritninguna eða játningarnar. Flestar norsk- ar kirkjudeildir eru afar þröng- sýnar og það má vera að sökum þess beri svo tiltölulega lítið á andlegum framförum hjá þess- um frændum vorum í Vestur- heimi. Sumar þýzkar kirkjudeildir eru ákaflega þröngsýnar og fyr ir fáum árum var það kent við Missouri synodunnar að sólin snérist um jörðina og að hún flyti sem flötur í himindjúpinu. Lítil furða þótt galdratrú og vmiskonar hégiljur þrifust í sum um þýzkum bygðum í Pensyl- vaniu, en morðmál hryllilegt, sem stóð fyrir rétti, fyrir eitt- hvað tíu árum síðan, leiddu þann ægilega sannleika í ljós að galdratrú er þar býsna útbreidd. Quebeck fylkið stendur, sem kunnugt er menningarlega iangt að baki annarra fylkja í Canada fvrir aðhald kaþólsku kirkjunn- ar. STUflLID að því að ráða bót á Eldsneytis Vandræðunum Vegna stríðskringumstæðna, er nú víst, að alvar- legur eldsneytisskortur, getur átt sér stað ö Mani- toba næsta vetur. Á þessum alvörutímum hjálpið þér landinu og tryggið eigin hag með því — Byrgja yður upp með eldsneyti NÚ ÞEGAR! Kolanotendur— Dragið ekki fram á haust að byrgja yður upp að kolum til vetrrains ... ekki víst að byrgðir vérði þá nægar. Komist að hvers þér þarfnist, pantið kolin nú þegar og fáið þau / send heim, eða eins fljótt og verða má. Með því tryggið þér byrgðir til vetrarins. Viðarnotendur— Þar, sem viður er á landi yðar, skulið þér höggva nóg til heimilis þarfa strax, og eins mikið og auðið má verða til markaðs. Þar, sem viður á stjórnarlöndum, eða skógvörzlusvæðum, er bezt fvrir yður að leita til næsta Forest Ranger eða Provinc- ial Forester í sambandi við levfi til viðartekju o. s. frv. Upplýsingar um brenni á hinum vmsu stiórnarlönd- um verða góðfúslega látn- ar í té. Þessi aðvörun er birt að tilhlulun Manitoba- stjórnar með það fyrir augum. að brýna fyrir notendum eldsneytis þörfina á að byrgja sig þegar upp vegna yfirvofandi skorts í þessu efni. Department of Mines and Natural Resources HON. J. S. McDIARMID, D. M. STEPHENS, Minister. Deputy Miniater. Ukraníumönnum gengur frem ur ervitt að samlaga sig öðrum mönnum og tileinka sér vest- ræna menningu enda er sagi að prestarnir velji þeim bæk- ur til lestrar. Mér er sem eg sjái framan í landann ef við ætluðum að velja honum bækur til lestrar. Við höfum frumherjunum mikið að þakka en ekki hvað síst að þeir höfðu þrek til að vernda sitt andlega sjálfstæði. Feðurnir hafa okkur eftir lát- ið dýran arf en sá glatar ekki góðum arfi sem ávaxtar hann með nytsömu starfi. Mikið hef- ir áunnist en það verður aldrei þrot á verkefnum fyrir þá ein- staklinga, sem vilja áfram, og framsóknin ein getur aftrað afturför. Framtíðarlandið, sem fólkið í dölum og fjörðum Islands hugð- ist að eignast með landnámi Atlandis hins nýja er aðeins að hálfu unnið. Sjálfsagt hafa ótal íslendingar hrept meiri þroska í Ameríku en þeim mundi hafa orðið auðið á ættlandinu. Mik- ið hefir álit Islendinga vaxið um víða veröld við framgang vorn hér vestra. Fyrir það alt ber okkur að vera þakklátum en við megum ekki nema staðar á miðri leið. Við verðum að gefa okkur alla við því að hjálpa til að byggja það framtíðar- land í Vesturálfu sem kann að nota vísindin sér til andlegs þroska, auðinn sér til farsæld- ar, vélarnar sér til gagns. Þann- ig ávaxtast framtak feðranna í starfi niðjanna. Við verðurn að gæta þess að þótt það sé hrapa- legt að glata tungunni og ætt- menningunni er það þó ennþá voðalegra að glata ættarkostum síns kyns, manndómi, atorku, áræði, frelsisást og ráðvendni feðranha. Sérhver íslendingur ætti að eiga þann metnað í framtíðinni sem veitti feðrunum vígsgengi í fortíðinni og þá munu Islend- ingar reisa ennþá veglegri varða á komandi árum. Við erum stoltir af okkar ágætu læknum. Mig fýsir að sjá þann hamingjudag þegar ís- lénzkir læknar í Ameríku ganga að því ótrauðir að útrýma öllu banvænu# í álfunni, mig fýsir að sjá sem flesta íslendinga fylkja sér undir fána sannleikans og rettlætisins svo frelsið berí á- vöxt í hamingju fólksins. Við eigum allir að vinna að útrým- ing þess banvænis, sem afskræm ir mannlífið. Ný jörð og nýr himinn Efiir Wendell Willkie. Lauslega þýít íir "One World". Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Winston Churcbill gjörði tvær yfirlýsingar viðvíkjandi Atlants- hafssamningnum, skömmu áður en eg hóf ferð mína. Hann sagði í fyrsta lagi: “að höfund- ar hans hefðu fyrst og fremst haft í huga endurreisn sjálfs- ákvörðunarréttar og fulls frelsis þeirra þjóða í Norðurálfu, sem væru þrælkaðar undir járnhæl Nasista”. í ýðru lagi: “að ákveða sáttmálans takmörkuðu ekki nauðsynlega þær lfnur er dregn- ar hefðu verið á ýmsum tímum, gagnvart sjálfstjórn Indlands, Burma og öðrum hlutum Brezka veldisins”. Forsaétis- og utanríkisráðherr- ar flestra ríkja. er eg heimsótti, fyrir utan fjölda annara manna af öllum stéttum, spurðu mig hvort þessi ummæli þýddu að fyrirmæli sáttmálans næðu að- eins til ríkjanna i Vestur-Evrópu Eg svaraði þeim að sjálfsögðu, að mér væri ekki ljóst hverja meiningu mætti draga af orð- um Churchills, en jafnvel þó hann hefði lagt sérstaka aherzlu á viss ríki í þessu sambandi, þá væri ekki endilega sjálf- sagt að það útilokaði önnur. Áheyrendur mínir viku þessu svari mínu óþolinmóðlega til hliðar sem ómerku og hvers- dagslegu. Af þeirri ástæðu með- al annars, brá mér svo mjög, er Churchill síðar móðgaði heim inn ' með þessum ummælum: “Vér ætlum að halda öllu voru; eg varð ekki forsætisráðherra Bretakonungs til þess að segja fyrir um upplausn Bretaveldis”. Síðan hefir mér verið fagnað- arefni að uppgötva að enskt almenningsálit í þessum efnum er langt á undan okkar, hér í mínu heimalandi; sönnun þess hefi eg gegnum samtöl mín við Englendinga búsetta hér, úr um- mælum enskra dagblaða og frá bréfaviðskiptum mínum við Englendinga víðsvegar um heim. Bretar sjálfir draga ekki í efa — og harma það ekki svo mjög — að hin gamla nýlendu- pólitík verði að líða undir lok, og alfrjálst þjóðasamband er nái að ystu takmörkum Brezka heimsveldisins hljóti að koma í þess stað. Frammistaða og stjórnvizka leðitoga okkar með hliðsjón af yfirlýsingum þeirra, er undir ströngu eftirliti og prófun, vegna þess sorgarleiks sem mér virðist hafa farið fram í Afríku, með okkar tilstilli. Hapn hófst með yfirlýsingu forsetans í til- efni af hinni sigursælu land- göngu Bandaríkjahersins á strendur Afríku. í stað þess að greina hreinskilnislega ástæðu fyrir komu okkar þangað, til- færði hann þetta gamla gat- slitrra stjórnviskulega svar, sem enginn hefir nokkurntíma tekið mark á, — og vissulega ekki Holland og Belgía, þegar Hitler barði þar að dyrum og gaf áþekka ástæðu — “til að fyrir- byggja innrás Þjóðverja og ítala, sem væri líkleg til — ef heppnaðist t— að skapa beina og ákveðna hættu fyrir Ameríku, yfir hið tiltölulega mjóa haf sem aðskilur þessi tvö meginlönd, sterkUr herafli nú í dag settur á land á ströndum frönsku ný- lendanna í Afríku.” I kjölfar þessa sigldu við- skiftin við Darlan, — þessa fyrirmynd er öllum frjálsum mönnum hafði verið innrætt að hata og fyrirlíta — með þeim rökum, að þau væru aðeins 'um stundarsakir vegna hernaðar- legra hagsmuna. Þessi skýring gjörði aðfinslur fremur torveld- ar, án þess að álítast ótrúr ágætum herstjóra, er einmitt þá hafði framkvæmt í félagi við brezka flotann eitthvert ágæt- asta skipulagt herbragð. En skýr ingin var ekki fullnægjandi; nokkrir álitu að þessi hugmynd mundi ekki hafa skapast í heila hermannsins, en þóttust heldur sjá reikula stjórnfræði einu sinni enn selja frumburðarrétt þeirra hugsjóna, sem auglýstar höfðu verið öllum heiminum. Útnefning Peyrouton staðfesti þennan grun. Við sem erum kvíðafullir vonum þó að eitt- hvað betra en enn er sjáanlegt, muni koma í ljós; en jafnvel þó svo verði, er það full vrísa að hefði ekki góðvildar vara- sjóður Ameríku verið svo ríku- legur og vináttuhugur í okkar garð svo einlægur, mundi reikn- ingur okkar ekki hafa þolað svo stórar upphæðir í úttektardálki. Rússum, Bretum og hinum sigruðu þjóðum í Norðurálfunni virtust þær vera sviknar og gabbaðar, jafnvel í hinu fjar- læga Kínaveldi var það enn ein aflraun á traust þeirra til okkar í viðbót við það gjörræðislega loforð að skila Indo-Kína aftur til Frakklands. Hér heima hafa menn, sem í einlægni trúðu því að við ættum í varnarstyrjöld, endurvaknað til þeirrar skoðunar, að við ættum að unnum sigri. að draga okkur til baka, inn fyrir okkar eigin landamæri. Winston Churchill og Franklín Roosevelt eru ekki þeir einu leiðtogar sem eru undir ströngu eftirliti gagnvart samanburði á yfirlýsingum og athöfnum. Van- ræksla Stalins að tilkvnna hin- um kvíðandi heimi fyrirætlanir sínar viðkomandi Austur-Evrópu Hér gefur að líta þorpið Luca á Malta, sem orðið hefir fyrir fleiri sprengjuárásum í núverandi stríði, en nokkur annar staður á hnettinum. vegur þunglega gegn yfirlýstum áformum. Hvorki tilkynningar leiðtog- anna eða álit þjóðanna, hversu ákveðið og skýrt sem það er, getur hrundið nelnum stórvirkj- um í framkvæmd, án þess við áformum samtímis því sem við berjumst og gefum áformunum sannann og ótvíræðann veru- leika. Hundruð milljóna manna víðs vegar um heiminn álíta að þeim birtist vitrun, þegar sáttmáli bandamanna var opinberaður; vitrun er sýndi undirskrift þjóð- anna er heitstrengdu sem félag- ar að leysa heiminn úr áþján. Menn héldu að meðan stríðið stæði yfir mundu fulltrúar þess- ara þjóða sitja á sameiginleg um rökstólum og skipuleggja þar fjármálastyrjöld á hendur óvin unum, og síðast en ekki síst semja ákveðnar og heillaríkar framtíðaráætlanir; þeir vissu að á þann hátt muntli bindast skjótari endir á styrjöldina. Þeir vissu einnig að besta trygging- in fyrir framtíðar einingu og friði, var að læra nú þegar að vinna í sameiningu. Rúmt ár er liðið síðan samn- ingurinn .var undirskrifaður. Nú í dag eru bandaþjóðirnar tákn- mynd samvinnu og bræðralags. En við verðum að játa þá stað- reynd, að þær verða — ekki á morgun, heldur í dag — að mynda sameiginlegt fulltrúa- ráð, ekki einungis til þess að vinna stríðið, heldur að vinna framtíðina fyrir mannkynið, ef biljónir manna eiga ekki að verða vonsviknar. , Samtímis því er við berjumst, verðum við að uppgötva sam- vinnuaðferð fyrir framtíðina. Happasæl stjórnarstefna í inn- anlands og alheimsmálum skap- ast með framþróun og, ræktun. Slíkt skapast ekki á einum degi, enda ekki von um slíka Sköp- un meðal endurvaktra áhrifa ■ýmsra þjóðernisflokka og fjár- hagslegs og félagslegs ruglings, sem er ætíð hinn venjulegi ófriðareftirmáli. Tryggar samvinnuaðferðir verða að skapast nú, meðan hin sameiginlega hætta er yfirvof- andi; þær þurfa að vera auð- veldar í framkvæmdum, eftir því sem nauðsyn hinna sam- eiginlegu úrlausnarefna krefst. Það er óráðshjal að tala um ■>ð hrinda slíku fyrst í fram- kvæmd þegar stríðið er endað, án þess að slíkt hafi verið hafið samtímis þeim bjargfasta ásetn- ingi að yfirvinna fjandmanninn. Það er aðeins draumur að tala um næg verkefni, sem verða að byggjast á alþjóða viðskiftum og framþróun, án þess við nú þegar lærum að vinna saman í gagnkvæmri virðingu og skiln-1 ingi. Getum við — eins og sumir leiðtogar okkar hafa álitið — hafið margvísleg viðskiftasam- bönd við Kína og önnur austur- lönd, án þess við nú í dag hefj- um sameiginlega sóknarbaráttu með þeim sömu þjóðum. Get- um við vonast eftir að ná Rúss- landi með sinum miklu mögu- leikum, inn í sarfivinnuhring okkar, ef við ekki nú þegar lærum að vinna með þeim að hernaðarmálum við sameigin- legt samningaborð. Frh. SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. ' i TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Porlage Ave. at Edmonlon St. WINNIPEG. 'iWkÝi >'vv ávv >vv

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.