Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines ít«S I..VCf> tV *ZcMa ^ ^ot For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines Cot 1-»1,,U1^ ^d Service and Satisíaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1943. NÚMER 23 Sameinuðu þjóðirnar ráðast inn á Sikiley með Canadamenn í fararbroddi Árla morguns á laugardaginn var, flugu þær fregnir á öldum ljósvakans vítt um, að samein- uðu þjóðirnar, með Canada- menn í fararbroddi, hefðu þá nýverið komið liði miklu á land á Sikiley, staðráðnar í því, að láta þar til skarar skríða, og ná fullu haldi á þessari miklu eyju, sem telur um 4 miljónir íbúa; lending var hafin á aust- ur og suðurströnd eyjarinnar, og gekk hún all greiðlega; stað- hæft er, að ekki færri en tvö þús und skip, af ýmsum stærðum, þar á meðal fjöldi orustuskipa og beitiskipa, hafi staðið að lendinjgu innrásarhersins með tilstyrk öflugs loftflota. Gen. Montgomery hafði með höndum forustu hinna brezku og cana- disku innrásarsveita, en Lt.Gen. George S. Patton, var höfuðs- maður Bandaríkjaliðsins. Viðnám hersveita möndul- veldanna á Sikiley, hefir fram að þessu verið allmiklu veikara, en í fyrstu var búist við; í ýmissum tilfellum gáfust ítalsk- ar herdeildir svo að segja sam- stundis upp, og á öðrum degi eftir lendinguna voru sveitir bandamanna komnar 15 mílur inn í landið, en hafa nú bætt við sig 10 mílum, eða freklega það; alls hafa þeir nú 14 bæi á valdi sínu, þar á meðal hafnar- borgina Syracuse; en eftir fall þeirrar borgar, var þegar sótt fram af kappi miklu í áttina til Cataníu og Messina. Á mánu- daginn söktu brezkar og ame- rískar sprengjuflugvélar, fjórum allmiklum flutningaskipum, er möndulveldin höfðu í förum, hlaðin hergögnum, er fara áttu | til Sikileyjar til stuðnings við varnarlið þeirra á eynni. Fram að þessu hafa engar upplýsingar verið látnar í té um mannfall af hálfu samein- uðu þjóðanna í Sikileyjarleið- angrinum. í herþjóoustu HELZTU FRÉTTIR VILJA FÁ VERKAMÁLARÁÐ- HERRA ER GEFI SIG ÓSKIPT- AN VIÐ ÞVÍ STARFI Verkamálaráðið í Winnipeg s'amþykkti á nýlegum fundi sín- um áskorun til fylkisstjórnar í Manitoba þess efnis, að hún beitti sér umsvifalaust fyrir um það að komið verði á fót sér- stöku verkamálaráðherra em- bætti. Síðan að Mr. Farmer fyrir fullu ári lét af embætti sínu vegna ágreinings við Mr. Brack- en, hefir ráðherra opinberra verka, Mr. Erric VVillis, veitt verkamálaráðuneytinu forustu samtímis sínu aðalembætti. Þessi nýja krafa verkamálaráðs- ins sýnist í öllum atriðum sann- gjörn, og er því þess að vænta, að stjórnin daufheyrist ekki við henni. ? ? •?¦ "LÁTIÐ BRACKEN KOMAST HJÁ KROSSFESTINGU". Hon. Erric Willis, ráðgjafi opinberra verka í samsteypu- stjórn Manitobafylkis, flutti fyr- ir skömmu ræðu á þingi íhalds- manna í Victoria, B. C, þar sem hann meðal annars, lét þannig um mælt: "íhaldsflokkur, sá stjórnmála- flokkurinn í Canada, sem eg telst til, er orðinn þjóðkunnur fyrir krossfesting foringja sinna; hann krossfesti þá Meighen, Bennett og Manion; nú ætti að vera nóg komið af svo góðu. Látið Bracken komast hjá kross- festingu." Svo mörg voru þau orð. •?• ? •?- CANADA PRESS CLUB. Á miðvikudagskvöldið í fyrri viku, bauð John Bird ritstjóri blaðsins Winnipeg Tribune. með limum áminsts blaðamannafél- ags til veglegrar veizlu í sal- kynnum Manitobaklúbbsins hér í borginni. Félag þetta saman- stendur af ritstjórum þeirra blaða, sem hér eru gefin út á öðrum málum en enskri tungu, eitthvað um tuttugu talsins. Þetta umrædda blaðamanna- félag var stofnað fyrir rúmu ári, og hélt það aðalfund sinn þegar að aflokinni veizlu Mr. Birds. Mr. W. J. Lindal, dómari átti frumkvæði að stofnun félags ins; hann var forseti þess árið sem leið, og var endurkosinn í einu hljóði á fundi þessum; ajSal markmið félagsins er það. að auka kynningarstarfsemi meðal Þeirra mörgu og mismunandi þjóðbrota, sem hér eiga sambvli. Sú nýlunda gerðist á fundi þessum, að Mr. Bird bauð rit- stjórum áminstra blaða rúm í blaði sínu fyrir greinar, er þeir sjálfir semja; engar skorður verða settar um efnisval að öðru leyti en því, að flokkapólitík verður vitaskuld látin liggja í láginni; svo er til ætlast, að greinar þessar fari eigi fram úr 750 orðum, og verða þær birtar vikulega í röð. Mr. Bird fylgir greinaflokkum þessum úr hlaði, en fyrstu rit- gerðina- er ráðgert að forseti félagsins, Lindal dómari. semji, og mun hún birtast í Tribune í öndverðum september mánuði næstkomandi; sigla hinar grein- arnar svo í kjölfar, unz rit- stjórar allra hinna áminstu blaða hafa látið til sín heyra. ? ? ? NORRÆNA MÓTIÐ. Eins og frá var skýrt í síð- asta blaði, efna norrænu þjóðar- brotin hér í borginni til skemti- samkomu í Vasalund Park, Charleswood, á laugardaginn kemur. Félagið Viking Club, sem J. T. Jonasson er forseti fyrir, á frumkvæði að þessari frænda og vinaskemtun. Aðal- ræðumaður veruðr Dr. Richard Beck, og er umræðuefni hahs "Our Common Heritage of Ideals." Mr. Jónasson kynnir Dr. Beck samkomugestum. í- þróttir fara fram undir umsjá þeirra J. G. Jóhannsonar og Carls Simonson. Dans verður stiginn að kveldi. Vara-féhirðir: Mrs. Magnússon, Selkirk. Anna Framkvæmdanefnd: Mrs. Sigrún Sigurðson, Glen- boro. Miss Fríða Thorkelson, Árnes. Mrs. S. Sigurgeirson. Hecla. Mrs. Anna Austman, Víðir. Mrs. G. A. Erlendson, Árborg. Ritstjóri Árdís: Mrs. I. J. Ólafson, Selkirk. Aðstoðar-ritstjóri: Mrs. O. Stephensen, Wpg. Ráðskonur: Mrs. F. Johnson, Wpg. Mrs. M. M. Jónasson, Ár- borg. Námsskeiðsnefnd: Mrs. A. H. Gray, Wp Mrs. H. Danielson, Wpg. Mrs. J. Tergesen, Gimli. Mrs. J. V. Jonasson, Wpg. Mrs. B. M. Paulson, Árborg. Mrs. A. Sigurðson, Árnes. Mrs. H. G. Henrickson, Wpg. Þing Bandalags lúterskra kvenna í þingtíðindum Bandalags lúterskra kvenna, sem birt voru í Lögbergi í vikunni sem leið, hafði kafli fallið úr, og fyrirsögn verið sett á rangann stað. Til þess að bæta úr þessu, er um- ræddur kafli birtur hér í heild. Ritstj. Kosningar 'fóru fram sem fylgir: Heiðursforsetar: Mrs. I. J. Ólafsson, Selkirk, Mrs. Finnur Johnson, Wpg. Forseti: Mrs. Lena Thorleif- son, Langruth. Vara-forseti: Mrs. A. S. Bar- dal, Wpg. Skrifari: Miss Lilja Guttorms- son, Geysir. Bréfaviðskifta-skrifari: Mrs. Jona Sigurdson, Wpg. Féhirðir: Mrs. G. Johannson, Wpg. BÝÐUR SIG FRAM í SELKIRK Miss Mary Miles Goodman innritaðist í Canadian Wotnen's Army Corps, Fort Osborne Barracks, Winnipeg, þann 23. júní síðastliðinn, og hefir hún þegar byrjað æfihgar; hún er fædd og uppalin í Winnipeg; faðir hennar er írskur, en móð- irin íslenzk, Mrs." Ena Good- man, 361 Carlton St. Harold E. Lindal. Hernaðar- völdin hafa nýlega kunngert. að þessi ungi maður, sem aðeins er 23. ára að aldri, hafi verið skipaður lieutenant í fótgöngu- liðinu canadiska, eftir að hafa lokið æfingum við A 15 Infantry Training Centre skólann við Shilo herbúðirnar. Lieut. Lindal er fæddur í Wynyard. Sask. Hann er kvæntur maður, og er heimili þeirra hjóna að 155 Maryland St. Winnipeg. Jónas R. Jónasson kom frá Riverton til Winnipeg fyrir rokkrum árum; hann gekk í herþjónustu í janúar-mánuði síðastliðnum, og stundaði fram- anaf æfingar við fótgönguliðs- skólann í Shilo, en er nú nýverið byrjaður á fallhlífaræfingum í Winnipeg. Jónas er 27. ára að aldri; hann er kvæntur maður, kona hans heitir Anna, og er heimili þeirra að 571 Maryland St., Winnipeg. Lt. Gen. Montgamery. ÞRIÐJA ÞINGMANNSEFNIÐ? Miss Salome Halldórsson, Social Oredit, hefir boðað til íundar í Selkirk á laugardags- kvöldið kemur, sennilega með það fyrir augum, að velja flokkn um þingmannsefni við í hönd farandi kosningar. FRAMBJÓÐANDI C.C.F. FLOKKSINS í SELKIRK. Charles E. Filtmore. Eins og þegar hefir verið vikið að hér í blaðinu, verður Charles E. Fillmore í kjöri af hálfu Liberalflokksins við aukakosn- ingu 'þá til sambandsþings, sem fram fer í Selkirk-kjördæmi 9. ágúst næstkomandi. Mr. Fill- more hefir mikið verið við opin- ber mál riðin, og hefir í sjö ár samfleytt haft með höndum odd- vitasýslan í St. Andrews-bygð- inni; hann er í tölu þeirra, sem alt sitt eiga undir sól og regni; hann hefir í 30 ár búið ágætu búi í grend við Clandeboye, og nýtur í hvarvetna almennings- trausts. Mrs. Fillmore er maður ger- hugull, og auðugur að þeim hyggindum, sem í hag koma; hann hugsar jafnan vandlega ráð sitt, og hrapar ekki að neinu; hann myndi sóma sér vel á þingi sem fulltrúi bænda- stéttarinnar. William Bryce. Mr. Bryce, sá, er býður sig fram til sambandsþings af hálfu C.C.F. flokksins í áukakosning unni, sem fram fer í Selkirk- kjördæmi þann 9. ágúst næst- komandi, er fæddur í Lanark á Skotlandi og kom hingað til lands vorið 1919; fyrst eftir komu sína til Manitoba, vann Mr. Bryce í vélaverksmiðju Canadian National járnbrautar- félagsins í Transcona; en í síð- astliðin 20 ár hefir hann rekið búskap í Dugaldsveitinni. Mr. Bryce hefir um langt skeið tekið virkan þátt í opinberum málum; hann var í tvö ár forseti bún- aðarsamtakanna í Manitoba, jafnframt því sem hann hefir átt sæti í nefnd mjólkurfram- leiðenda, og kjötframleiðslu- nefnd sambandsstjórnar. Mr. Bryce er kvæntur maður og á fjögur börn. Mynd þessi er af hinumi sigursæla hershöfðingja Breta, Lt. Gen. Montgbmery. Myndin er tekið af honum þar sem hann í för með hinu 8. herfylki breta neytir hinnar óbrotn- ustu máltíðar á eyðimerkur leiðangri sínum. Mynd þessi er af einum frægasta herforingja Kínverja í yfirstandandi styrjöld, þar sem hann heilsar að sið kín- verskra hermanna, brezkum liðsmönnum, sem fluttir hafa verið í lofti til árásarstöðva sinna. Þessi herforingi heytir Hsiung Shih-Lui, sá er var formaður kínverzku herna^ar- nefndarinnar í Washington. Sigurður Grímsson: Einar Benediktsson Söngtregi Handels, — harmsins ljóða ljóð, á ljósvakans öldum barst um dali og strendur, og síðustu kveðju flutti fold og þjóð hin frjálsborna víkings, er í lyfting stóð, • og gull sinna stefja gaf á báðar hendur. Knerri hann beitti um heimsins víðu höf, hátt bar og glæst sitt tigna aðalsmerki. Blikandi vogar, brim við ystu nöf. bláhvolfið vítt og dauðans þögla gröf, var honum broraf lífsins listaverki. \ Gneistaði af augum andans brunabál, brimsjóar hugans risu í andlitsdráttum. Væringjans hjarta, norrænt stuðla stál. stórbrotin sýn og Egils kyngimál, leiftraði í skáldsins skyggðu, dýru háttum. Heit var hans gleði, hryggð hans djúp og myrk, hirðingjans frjálsa reisn hang hversdagsbragur, háreist hans altar, von hans vængjastyrk, voldugt hans orð, hans hyggja mikilvirk. og þjóðskáldsins draumur himinhár og fagur. Hvar sem hann fór,—um fögur sólarlönd, fallþungar elfur, dimma brunasanda, norrænar vættir fóru huldri hönd um hjarta hans strengi, — treystu niðjans bönd, og seiddu hans fley til Islands úfnu stranda. Þar var hans óðal, — andans helgu vé, ættbogans glæstu kynni ljóða.og sagna Sótt var í hauga Egils erfðafé, arfleifðin reist, er fyrr að moldum hné, og búið með rausn að minning máls og bragna. Dagur er hniginn. Greppur hefir gist goðhelga sali, er fornir eldar hlóðu. í íslenskan muna er minning skáldsins rist, meitlað hans orð, hans sterka, göfga list, á vörðunnar skjöld, við tímans miklu móðu. Lesbók Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.