Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1943. Otdráttur úr fréttaskýrzlu upplýsiogadeildar ísleuzka utanríkisráðuneytisins yfir marz, 1943 Félagslegl öryggi. Félagsmálaráðuneytið hefir falið þeim Jóni Blöndal hag- fræðing, Guðmundi Kr. Guð- mundssyni tryggingafræðing og Kiemens Tryggvasyni hagfræð- ing að gera rannsókn á því, hversu bezt megi tryggja fé- lagslegt öryggi á sem flestum sviðum hér á landi í framtíð- inni. Verkefnið er í fyrsta lagi fólg- ið í því, að rannsökuð sé fjár- hagsleg geta þjóðarheildarinnar, með tilliti til atvinnnhátta og afkomu landsmanna. í öðru lagi ,er ætlazt til, að undirbúnar séu tillögur um heildarfyrirkomu- ]ag löggjafar er tryggi sem bezt félagslegt öryggi lands- manna í framtíðinni á öllum þeim sviðum, þar sem almenn- um tryggingum verður komið við. Fyrst og fremst eru það þau svið er nú falla undir alþýðu- tryggingarnar. • Slysatrygging, sjúkratrygging, örorkutrygging, ellitryggingar, er lítt hefir gætt í íslenzkri löggjöf til þessa, svo sem ó- magatryggingar, ekkna styrkir og jarðarfarastyrkir. Skal leggja áherzlu á að tryggingarnar geti, að svo miklu leyti sem fjárhagsleg geta þjóð- arinnar leyfir skapað hverjum einstaklingi rétt til viðunandi ]ífskjara ef hann vill vinna. Ætlazt er til þess, að sam- tímis fari fram athugun á lög- gjöf um framfærslu sveitar- félaga og framfærslu ríkisins og þess gætt, að samræmi sé milli slíkrar löggjafar og væntanlegs tryggingarkerfis. I sambandi við aðgerðir gegri atvinnuleysi og forsjá atvinnu- lausra manna, sé gerð grein fvr- ir öllum helztu aðferðum, er beita má af hálfu hins opinbera til að vinna gegn atvinnuleysi manna á starfsaldri. Einnig sé gerð grein fyrir, hvernig hent- ugast sé að haga opinberum framkvæmdum í því skyni, að þær geti orðið til þess að skapa sem stöðugasta og jafnasta at- vinnu. Einnig sé gerð athugun á því í sambandi við örorkutrygging- ar á hvern hátt vinnugeta þeirra, er hafa skerta starfsorku, verði bezt gerð arðbær fyrir þá siálfa og þjóðfélagið. Eigi er það ætlunin, að til- lögurnar um þessi mál verði lagðar fram í frumvarpsformi, en megináherzlan lögð á að öll efnisatriði séu svo vandlega und- irbúin sem auðið er og kapp- kostað að kynnast löggjöf og fyrirætlunum Norðurlandaþjóða Englendinga, Ameríkumanna og annarra þjóða, til lausnar þess- um vandamálum í framtíðinni, auk þess sem leitað sé tillagna og umsagnar sem flestra aðilja, er á einhvern hatt annast fram- kvæmd þessara mála hér á landi eða eiga hagsmuna að gæta í sambandi við væntanlegar breyt ingar á skipulagi þeirra. SALA ÍSL AFURÐA. Sala á gærum. Utanríkis- og atvinnumálaráð- herra skýrði frá því á Alþmgi hinn 19. marz, að gengið hefði verið frá samn- ingum við Bandaríkjastjórnma um sölu á gærum. Bandaríkjastjórnin kaupir all- ar útflutningsgærur af fram- leiðslu ársins 1942 fyrir verð sem sparar ríkissjóði um eina þriðja milljón króna. Lokið hefir verið samningum um sölu íslenzkra gæra til Bandaríkjastjórnar og er nú ver ið að undirbúa afskipun þeirra. Verð það sem gengizt hefir, er mikið fyrir ofan markaðsverð sem reiknað var með í janúar síðastliðnum þegar áætlun var gerð um útgjöld ríkissjóðs vegna uppbótá á þessa vöru, að um 1.350.000 kr. sparast frá því, sem þá var áætlað. Jafnframt hefir Bandarikja- stjórn eftir tilmælum undirgeng izt að flytja gærurnar með skip- um Eimskipáfélagsins, en ekki með herstjórnarskipum sínum, og nemur farmgjaldsgreiðslan til Eimskipafélaigsins væntan- lega 5—600.000 krónum. Sala á frosnu dilkakjöii. Utanríkis- og atvinnumálaráð- herra skýrði frá því á Alþingi 23. marz að lokið hefði verið samningum þeim um sölu á frosnu dilkakjöti Hefir Bandaríkjastjórn kevpt af ríkisstjórn Islands 1500 smá- lestir af frosnu kjöti fyrir verð sem samsvarar kr. 5.40 kílóið fob. Kjötið kaupir Bandaríkja- stjórn til flutnings til Bretlands. Þetta verð gefur fyrir nefnt kjötmagn sem næst 2% miljón kr. yfir markaðsverð það sem haft var til hliðsjónar í janúar ^síðastliðnum við útreikning á áætluðum útgjöldum ríkissjóðs vegna uppbóta á þessari vöru. Nærri 4 miljónum króna nem- ur upphæð sú sem samtals spar- ast ríkissjóði með sölu til Banda ríkjastjórnar á þessu kjöti og gærum sem tilkynt var um fyr- ir nokkrum dögum, frá því markaðsverði sem reiknað var með í janúar síðastliðnum. Samningar standa nú yfir um sölu á ull ársins 1941 og 1042. Vilhjálmur Þór uianríkisráðh. er fæddur 1. sept. 1899 og voru foreldrar hans Ólöf Þorsteins- dóttir og Þórarinn Jónsson bóndi. Hann var á unga aldri starfsmaður^ hjá Kaupfélagi Eyfirðinga a Akureyri. 1 árs- byrjun 1924 varð hann fram- kvæmdarstjóri þess og gengdi því starfi til 1938, en þá var hann ráðinn til þess að hafa á hendi forstöðu íslandssýningar- innar í New York, sem haldin var 1939 og 1940. Haustið 1939 er styrjöldin hófst var honum jafnframt falið að vera verzl- unarerindreki Islands í New York og þegar aðalræðismanns- skrifstofa Islands var stofnuð í New York í apríl 1941 varð hann fyrsti aðalræðismaður íslands þar. Haustið 1941 flutti hann til Reykjavíkur og tók við bankastjórastarfi við Lands- banka íslands. Hann hefir átt sæti í stjórn Samb. ísl. sam- vinnufélaga. 16. des. 1942 varð hann utanríkis- og atvinnumála- ráðhérra í ráðuneyti dr. Björns Þórðarsonar. Kona Vilhjálms Þór er Rann- veig Jónsdóttir frá Akureyri og eiga þau þrjú börn. * FRA ALÞINGI. Endurreisn Alþingis. Hinn 8. marz voru liðin 100 ár síðan gefin var út tilskipun um endurreisn Alþingis. Alþingi minntist þessa hátíðisdags með fundi í sameinuðu þingi og flutti forseti sameinaðs þings Haraldur Guðmundsson ávarp. Þá var samþykkt svohljóðandi þingsályktunartillaga: “Alþingi ályktar að fela 5 manna nefnd, er ríkisstjórnin skipar, að láta fullgera sögu Alþingis, þá er fyrirhugað var að gefa út á 1000 ára hátíð þingsins 1930, með svipaðri til- hugun og ráð var þá fyrir gert, ásamt viðauka, er fjalli um tíma bilið eftir 1930, enda sé miðað við, að ritið komi út á árinu 1945, þegar liðin eru 100 ár frá endurreisn Alþingis. Fjórir nefndarmanna skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu þingflokkanna, og nefnir hver þeirra einn mann, en hinn fimmti skal skipaður án tilnefn- ingar. — Nefndin kýs sér sjálf formann. Kostnað að útgáfunni og af störfum nefndarinnar skal greiða úr ríkissjóði.” 1 greinargerð segir: Með tilskipun frá 8. marz 1943 var ákveðið að endurreisa Alþingi, og kom hið endurreista þing saman í fyrsta sinn 1. júlí 1845. Flutningsmönnum þessarar til lögu þykir hlýða, að minnst sé þessara merkilegu tímamóta í sögu þingsins með þeim hætti m. a. að þingið geri ráðstaf- anir til þess, að fullgerð verði saga þess og hún gefin út á 100 ára afmæli hins endurreista Alþingis, 1945, en drög til al- þingissögunnar eru mörg fyrir hendi. Einar Arnórsson dómsmálaráð herra flutti erindi í útvarpið um endurreisn Alþingis og Alþingismenn og allir starfs- menn Alþingis sátu veizlu að Hótel Borg. Vertíðin. • Vertíðin hefir að þessu sinni verið venju fremur góð þrátt fyrir mjög örðuga og umhleyp- ingasama verðráttu. I Sandgerði hafa aflahæstu bátar fengið um 750—800 skippund í 46—50 róðr- um. Lifrarmagn þeirra er 25— 27.000 lítrar á bát og er það um 40 # meiri afli en á sama tíma í fyrra. I öðrum verstöðvum við Faxa'flóa hefir afli orðið eins mikill. I Vestmannaeyjum hafa línubátar aflað sæmilega. Hæstu bátar hafa fengið um 500 skip- pund á línu. Á Vestfjörðum hef- ir fiskast vel þegar á sjó hefir gefið en róðrar eru þar fremur fáir á þessari vertíð. Á Siglu- firði var afli framan af rýr, og fiskiveiðar lögðust alveg niður um tíma í háskammdeginu, en eru nú byrjaðar aftur. Frá Hornafirði ganga um 30 bátar. Seinni part marz-mánaðar var þar mokafli á línu. Frá Djúpa- vogi hafa nokkrir bátar gengið og fiskað sæmilega, en annars- staðar á Austfjörðum hefir lítið verið róið. IÐNAÐARMAL. Ný vinnustofa til að mála bifreiðar. 1 byrjun marz-mánaðar opn- uðu þeir Magnús Kjartansson og Sveinn Magnússon, málara- meistarar í Hafnarfirði, nýja vinnustofu til þess að mála bif- reiðar. Hafa þeir fengið nýjar ame- rískar vélar og mun þetta vera eina hérlenda vinnustofan í þessari iðngrein, auk þeirrar sem Egill Vilhjálmsson hefir rek ið ásamt bifreiðaviðgerðum sín- um. Eins og er geta eigendur tek- ið inn í vinnustofuna 8—9 5- manna bíla í einu, en fleiri þeg- ar þeir hafa fengið tæki til að færa þá til með. Þeir hafa fengið ný amerísk tæki til slípunar og sprautunar og geta haft 4 sprautur í gangi í einu. Vélarnar eru allar raf- knúnar. BÓKMENNTIR. Saga smábýlis. Mikla athygli hefir bók eftir bændaöldunginn Hákon Finns- son í Borgum vakið. Heitir hún “Saga smábýlis 1920—1940”. Ragnar Ásgeirsson ráðunautur hefir skrifað formála að bókinni. Bók þessi skýrir frá því hvernig höfundur byrjar búskap á smá- jörð, ræktar hana, leggur vegi og byggir upp húsin, og gerir hana að blómlegri jörð. Er ná- kvæmlega skýrt frá áætlunum, sem svo var nákvæmlega fylgt í framkvæmd, og loks hvernig niðurstöður hafa orðið. Bók þessi er einstök meðal íslenzkra bóka og lýsir með ágætum lífs- baráttu íslenzks sveitabónda nú á tímum. íslenzk kvæði og sögur á ensku. The Princeton University Press og The American Scandin- avian Foundation í New York hafa gefið út íslenzk kvæði og sögur á ensku, og hefir próf. Richard Beck í Grand Forks, N.-Dakota safnað þar verkum þekktustu íslenzkra höfunda og skálda síðustu hundrað árin. Slraumhvörf. Nýtt tímarit hefir hafið göngu sína. Heitir það “Straumhvörf” og á að fjalla um þjóðfélags- og menningarmál. Útgefendur þess eru nokkrir ungir menn, og undirrita ávarps orðin Broddi Jóhannesson, Emil Björnsson, Jóhann Jónsson frá Öxney, Egill Bjarnason, Her- mann Jónsson, Klemens Tryggva son, Lúðvík Kristjánsson, Sigur- björn Einarsson og S. Sörensen. Ritstjóri er Emil Björnsson. Efni þessa fyrsta heftis er: Einhuga þjóð, eftir Emil Björns- son, Réttmæti stríðsgróðans eftir Klemens Tryggvason, Skáleyja- systkinin, eftir Lúðvík Kristjáns son, Ræðd ríkisstjóra, eftir S. Sörensen. Heimili og þjóðfélag, eftir Brodda -Jóhannesson. Auk þess eru nokkrar smágreinar. V er ndarenglar nir. Skáldið Jóhannes úr Kötlum hefir samið nýja skáldsögu að nafni Verndarenglarnir og er efni hennar um hernám Breta á íslandi. Bókin er stór, um 360 blað- síður. Hún segir aðallega frá lifi einnar fjölskyldu, sem kemst í kynni við setuliðsmenn. Áður hefir Jóhannes sent frá sér eina skáldsögu “Og björgin klofnuðu”. Jóhannes lauk við að skrifa “Verndarenglana” á síð- astliðnu hausti. Bækur Þjóðvinafélagsins og Menningarsj óðs. Tvær nýjar bækur eru nýlega komnar út á vegum ofannefndra stofnana íslenzk úrvalsrit II. og annað bindið af Önnu Kareninu eftir Tolstoy í þýðingy, Magnúsar Ás- geirssonar. Isl. úrvalsrit II. er úrval Ijóða Bólu-Hjálmars, með ýtarlegum formála eftir Jónaá Jónsson frá Hriflu, þar sem getið er helztu æviatriða skáldsins og skáld- skapar hans og ævikjara, sem svo mjög hafa sett svip á ljóð- in, lýst í Ijósu máli. | I þessu riti eru öll helztu og beztu Ijóð Bólu-Hjálmars. Utan við alfara leið. Þá er nýl^ga komið á bóka- markaðinn safn af smásögum með þessu heiti eftir Sigurð Róbertsson. Höfundurinn er ung ur Þingeyingur og hefir áður komið frá honum bókin “Lagt upp í langa ferð”, og auk þess hafa birzt eftir hann margar sögur í “Nýjum kvöldvökum”, á undanförnum árum. Bók um Vesiurland. Út hefir komið bók eftir Jón H. Guðmundsson, ritstjóra Vik- unnar, er hann nefnir “Vildi eg um Vesturland”. Er þetta lítið kver en snot- urt og hefir inni að halda kvæði og stökur, auk stuttrar ferða- sögu, en allt fjallar þetta um Vesturland. Er það ætlun höf- undar, að láta andvirði fyrstu 100 eintakanna sem seljast af 400 eintaka upplagi, renna til Byggðasafns Vestfjarða. Vinnan. Alþýðusamband Islands hefir hafið útgáfu á nýju mánaðar- riti, sem heitir Vinnan. 1 þetta blað skrifa m. a. Hall- dór Kiljan Laxness, Stefán ög- mundsson, Steinn Steinarr, Sig- urður Einarsson, Friðrik Hall- dórsson o. fl. Ritstjóri þess er Friðrik Hall- dórsson loftskeytamaður og í rit nefnd þeir Stefán Ögmundsson og Sæmundur Ólafsson. íslenzkar þjóðsögur á ensku. Isafoldarprentsmiðja hefir gef- ið út lítið kver, sem nefnist “Folk Tales from Iceland and other countries” og er eftir H. M. Scargill, Ph. D., sem er liðs- foringi í brezka hernum. Porlrail of Iceland. Víkingsprent hefir gefið út aðra bók einnig á ensku með, ofangreindum titli. Er hún eftir D. A. Langhorn herlækni og prýdd mörgum myndum, er tek- ið hefir Óskar Bjarnason, prent- ari. Langhorn herlæknir hefir dvalið á landi hér um tveggja ára skeið og átt þess kost að fara víða um landið. Hefir hann haft opin augu og eyru fyrir því, er hann hefir séð og hevrt, og með hleypidómaleysi hins menntaða manns ræðir hann um þjóðina og siði hennar, skýr- ir í stuttu máli frá jarðmyndun landsins og gróðri en ræðir auk þess um nokkra fegurstu staði sem honum hefir fyrir augu borið. Er bókin rituð af hinum mesta vel\)ilja, enda kveðst höf- undurinn á marga lund dást að landinu, og sé bókin rituð til þess að glæða skilning annara, áhuga og virðingu fyrir lítilli þjóð með gamlar erfðavenjur. Veitið athygli Þrátt fyrir ýmsa örðugleika vegna stríðsástandsins, verður haldinn íslendingadagur í Blaime, Washington, þetta ár eins og að undanförnu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að landanum sæmdi ekki að byrgja skútuna inni í naust þó kylja nokkur stæði af hafi. Hefir hún því sett ferjuna á flot, seglbúið og ráðið skipshöfn. Vonar hún að liðið dugi hið besta og komi skipinu heilu í höfn, hlöðnu dýrum farmi gleði og góðvildar. Skemtiskrá dagsins er aug- lýst á öðrum stað í bl^ðinu. Hefir verið vandað til hennar eftir föngum. Þess skal getið, þeim til hugarléttis, sem óttast kynnu andlega uppþembu eftir að sitja undir fjórum ræðum sama daginn, að þrjár þeirra eru stutt ávörp heiðursgesta dags- ins. Þess utan er aðalræðumanni sett strangt og ákveðið tíma- takmark. Annars trúir nefndin því, að henni heppnist að haga þannig skemtiskránni, að fólk verði ánægt með hana. íslenzku kvenfélögin í Blaine hafa tekið höndum saman um matarmálin. Þarf enginn að ótt- ast, að nokkur skortur muni verða á ágætum veizlukosti, fyr- ir sanngjarna þóknun. Sá hluti nefndarinnar, sem búsettur er sunnan línúnnar hef ir tekið að sér, að mæta lönd- unum frá Vancouver í Clover- dale (ekki White Rock eins og í fyrra), koma þeim á skemti- staðinn að morgni og til Clover- dale aftur að kvöldi. Nákvæmari upplýsingar um ferðatæki og áætlanir frá Vancouver er hægt að fá með því að síma til ein- hvers þessara: Magnús Elíasson, Fairmont 15034. Bjarni Kolbeins Fairmont 1521. Stefán Árnason, Dexter 1648R Mrs. Le Messurier, Hastings 2361L. Fegurri staður verður vart fundinn en Friðargarðurinn (Peace Arch Park), fyrir frænd- ur og vini að finnast og talast við á fögrum sumar degi. Gleym ið ekki deginum, Sunnudaginn 25. júlí. Munið eftir staðnum, Peace Arch Park. A. E. K. HLUSTIÐ Á Séra Philip Pétursson Og LLOYD STINSON, bœjarfulltrúa | til stuðnings við 1 ‘PHJE SCOTTY BRYCE C.C.F. frambjóðeoda í Selkirk FRAMNES - 26. Júlí GEYSIR - - 28. Júlí Fundir hefjast kl. 8,30 e. h. Merkið kjörseðilino: BRYCE | X>| 13! a SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening ClasseS, which will continue thróughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. U C C E S BUSINESS COLLEGE Porlage Ave. at Edmonlon St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.