Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 3
L.OGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÖLÍ 1943. Ný jörð og nýr himinn Efiir Wendell Willkie. Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Við þörfnumst fulltrúaráðs, útvöldu af þjóðum sambandsins, er áformi og skipuleggi — ekki örfáa menn er aðstoði aðra á þann máta sem þeim “öðrum” finst heppilegast, heldur vísinda lega herfræðinga. Við getum ef- laust lært eitthvað af Kínverj- um, sem hafa barist svo snild- arlega og lengi, með jafnlitlum fararkosti; sömuleiðis af Rúss- um, sem virðast upp á síðkast- ið vera sæmilega að sér í her- fræði. \ Hlutverk % þessa ráðs verður, að blanda saman fjárhagslegu afli okkar allra til vopnafram- leiðslu, og athuga og skapa möguleika til fjármálasámvinnu í framtíðinni. En höfuðþungann verðum við bandamenn að leggja á frum- drætti að hegðun okkar og starfs háttum, er við fet fyrir fet leys- um úr viðjum hinar fjötruðu og undirokuðu þjóðir; margföld vandamál rísa við hvert fótmál er krefast tafarlausrar úrlausn- ar, að öðrum kosti töpum við gefnum tækifærum og sáum fræjum til þjóðernislegrar. trú- arlegrar og pólitískrar óánægju og misklíðs í akur framtíðarinn- ar, ekki einungis meðal skjól- stæðinganna, heldur einnig meðal bandamanna sjálfra. Á slíkum skerjum hafa vonir góð- viljaðr^ manná beðið skipsbrot á liðnum öldum., II. Styrjöldin sem eg áá geysa heimsendanna milli, er frelsis- stríð, eins og Mr. Stalin komst að orði. Það er háð til þess að frelsa ánauðugar þjóðir undan hernaðaroki Þjóðverja og Jap- ana og afstýra hættu sem öðr- um þjóðum er búin af hinurh sömu herskörum. Þessu eru all- ir samþykkir. En eru allir sam- mála um að í slíkri frelsun fel- ist annað og meira? Þrjátíu og ein þjóð berjast nú hlið við hlið fyrir málstað þessara undirokuðu manna, svo þeim gefist tækifæri til að velja sína nýju forráðamenn eins skjótt og mögulegt er, og öðl- ast fult fjármálafrelsi, sem öll varanleg sjálfstjórn byggist á. Þessi sjónarmið eru að minni hyggju prófsteinninn fyrir holl- ustu okkar við málið. Þetta inni- bindst í þeirri hugsjón er við berjumst fyrir. Án þess er eg sannfærður um að við töpum friðnum og mjög vafasamt að við vinnum stríðið sjálft. Eg gjörði yfirlýsingu til blaða mannasambandsins í Chunking 7. október 1942, þar sem • eg gjörði tilraun til að skýra frá þeim niðurstöðum sem eg komst að á ferð minni umhverfis jörð- ina. Aðalinnihald þeirrar skýrslu fylgir hér með: “Eg- hef ferðast gegnum 13 þjóðlönd. Eg hefi séð koungs- uíki, sameignarríki, lýðveldi, um boðsríki, nýlendur og hjáleig- ur. Eg hefi séð alla mögulega lifnaðarhætti og stjórnarsiði. En þrátt fyrir allar þær andstæður Sem í þessu felast, eiga öll þessi ríki og allir þeirra einstakling- ar sem eg talaði við’, eina sam- eiginlega ósk: að bandaþjóðirnar vinni stríðið. Allir óska að fá að lifa í fullu frelsi og sjálf- stæði í framtíðinni. En allir eru þeir í efa — þó á mismunandi háu stigi — hvort hin helztu lýð- veldi heimsins, muni reiðubúin að gjörast málsvarar frelsisins fyrir þeirra hönd að ófriðnum loknum; þessi efi er banvænn áhuga þeirra fyrir oSkar mál- stað. Án aðstoðar og fylgis þessa alþýðufólks verður torvelt að vinna sigur og næstum ófram- kvæmanlegt að gjöra friðinn hagkvæmann og heillaríkann. Hér er ekkf aðeins um að ræða einfalt iðnaðarviðangsefni sem vinnst með liðsafla, það er einn- ig sálfræðilegs eðlis. Við verð- um að skipuleggja fyrir okkar málstað, ekki einungis þá sam- hygðajrsinnUðu, heldúr einnig þau virku framgjörnu og jafn- vel andstæðu öfl, næstum iþriggja fjórðu hluta alls mann- kynsins, sem búa í Suður- Ame- ríku, Afríku, Austur-Evrópu og Asíu. Við höfum vanrækt þetta hingað til og sláum því enn á ffest. En við verðum að hefjast handa í þessu efni nú þegar.’ Menn þarfnast meiri og betri vopna til að heyja með þessa baráttu upp á líf og dauða; þeir þarfnast meiri áhuga og hrifn- ingar gagnvart framtíðinni; meiri og einlægari sannfæringar fyrir hreinleika þess stríðsíána sem þeir berjast undir. Sann- leikurinn er, að við höfum enn ekki komist á fasta niðurstöðu, hvaða tegund af veröld við er- um reiðubúnir að mæla með, þegar sigur er unninn. Alþýðan hér í Asíu, er sér þess sérstaklega meðvitandi, að við höfum óskað liðveislu henn- ar með þaú enn afsleppu rök, að Japönsk áþján geti jafnvel orðið verri en vestrænt arðrán. Þetta meginland geymir langa og blendna sögu um viðskifti vesturlýðveldanna, og þessar þjóðir eru nú ráðnar í að hrinda af sér erlendu oki. Hugtökin um fult frelsi og óskoruð tæki- færi hafa lostið þær nútímans töfrasprota; en við höfum látið Japani — þá grimmustu arð- ræningja er heiminn byggja — stela frá okkur þessum fögru hugtökum og nota Jjau ótak- markað til eigin þarfa. Flestir Asíubúar hafa lýðræði í sinni mynd, og vel má vera að okkar stjórnarskipun mundi ekki vera þeim að skapi, enda sumir að minsta kosti ótilbún- ir að veita þeim viðtöku næstu daga, þó borin væru fram á silfurdiski. Þeir eru alráðnir í að gkveða sín eigin örlög sjálf- ir undir heima kosinni forystu. Jafnvel nafn Atlanthafssátt- málans er hugsandi mönnum og konum er eg talaði við, nokkurt áhyggjuefni. Eru allir undirrit- aðir sammála um að þessi á- kvæði eigi við þjóðirnar á og við Kyrrahafið? er spurt. Slíkum spurningum verður að svara með orðum og verkum er sýna og sanna afstöðu banda- manna til þessa máls. Við verð- um að vinna ósleitilega að því að þýða loforð okkar og skund- EVERY BIT OF SCRAP MtTAl AND TAKE TO VOUR NEAREST TOWN SALVACE COMMITTEi This space contributed by THE DREWRYS LIMITED bindingar í áþreifanlegum yerkn aði í garð þessara miljóna sem nú eru bandamenn okkar og samherjar. Eg er sannfærður um að sam- löndum mínum eru ljósar þær ráðstafanir er slíkar skuldbind- ingar heimta. Trú okkar er að þetta stríð meini endalok yfir- ráða einnar þjóðar yfir annari. Engum bletti af Kínversku landi ætti til dæmis að vera stjórn- að af öðrum en þar búa; þetta þarf og verður að segja nú þe^ar, en ekki eftir dúk og disk. Það er skylduverk þjóðanna að finna aðferð og fyrirkomu- lag er aðstoði nýlenduþjóðirnar til að sameinast málstað banda- manna, með þeim tilgangi að verða frjálsar og' sjálfstæðar 'þjóðir. Við verðum að semja áætlun fyrir þær að vinna eft- ir að sínum áhuga og framtíðar- málum, og æfa hæfa menn til forystu eftir eigin geðþótta. Við verðum að stofnsetja brynvarða ábyrgð í höndum sambands- þjóðanna fyrir því að þessar sömu þjóðir hverfi ekki aftur til nýlendufyrirkomulagsins. Sumir telja heppilegra að hreyfa ekki þessum málum fyr en sigur er unninn. En nákvæm- lega það gagpstæða er rétt og sjálfsagt, af því að einlægar að- gerðir í þessa átt nú þegar styrkja okkar málstað ómetan- lega. Munið, að andstæðingar allra framsókna, prédika sífeld- an undandrátt, og færa sem á- stæðu, óhentugan tíma. Eftir stríð getur umbótin orðið of smá og komið of seint. Við verðum að skapa við- skifti og viðskiftamöguleika meðal þjóðanna, svo að þær allar hafi sömu tækifæri og við Ameríkubúar höfum notið. Bandaríkjamenn eru beðnir að fórna um stundarsakir einstak- lingsfrelsi og fjármálahagsmun- um, svo auðveldara veiti að sigra öxulríkin að fullu. Þetta veð- setta frelsi verður að endur- heimta að loknu því starfi, og vissasti vegurinn til þess er sköpun nýrrar veraldar fyrir frjálst mannkyn.” Erh. Minningarorð Ellefta maí 1942 lézt að heim- ili sínu í Wynyard, Sask., ekkjan Sigríður Jóhanna Jóhannesdótt- ir, Jóhannessonar, hátt komin á 84 ár. Hún var jarðsungin 13. maí, af séra Theodór Sigurðs- syni. Sigríður Jóhanna, var fædd 17. ágúst, 1858, að Leiðarhöfn í Hofssókn í Vopnafirði á íslandi. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson og kona hans Ragn- hildur Jónsdóttir. Hin látna mun ávalt hafa ver- ið nefnd með seinna nafninu og mun fáum hafa verið kunnugt um fyrra nafnið. Af þeirri á- stæðu verður hún nefnd seinna nafninu hér. Jóhanna ólst upp \ Leiðarhöfn með foreldrum sínum. Rétt um tvítugsaldur misti hún móður sína og tók þá við búsforráðum hjá föður sínum og þótti farast það vel úr hendi. Meðal annars tóku þau feðgin ársgamalt barn það sama sumar er Ragnhildur móðir Jóhönnu lézt. Var dreng- urinn hjá þeim þar til hann var níu ára. Hann óx upp og komst til ára, var vel gefinn og nýtur maður. Þegar hann lézt, það var hér í Ameríku 1931, þá skrifaði Jóhanna, skýra og fallega minn- ingargrein eftir hann. í föðurgarði giftist Jóhanna, ungum manni úr nærliggjandi héraði. Jóhannes Jóhannesson hét hgnn. Móðir hans og kona föður hans hét Agnes. Um föð- urnafn hennar er mér ekki kunnugt. Jóhannes Jóhannesson var stakt prúðmenni í allri fram komu og framúrskarandi í allri framkomu og framúrskarandi verkmaður. öllum varð vel til hans er með honum vóru, þetta hefir sagt þeirri er þetta ritar vel- kunnugur og ábyggilegur maður. Árið 1895 fluttu þau Jóhannes og Jóhanna ásamt börnum sín- um til Ameríku, þau komu fyrst til Winnipeg, svo til Garðar og árið 1905 út í sveit hjá Wynyard, Sask., Canada. Árið 1908 dó Jóhannes Jóhann- esson á heimili þeirra þar hjá Wynyard, en Jóhanna hélt áfram búskap um tíma með sonum sínum. Þau hjónin eignuðust sex drengi, tveir dóu í æsku, Einar og Jón, sá þriðji dó um tvítugs- aldur eftir margra ára þungt sjúkdómsstríð, hann hét Sigur- vin. Þrír eru á lífi, Jóhannes, ókvæntur, býr í Wynyard, Þór- arinn. bóndi við Wynyard, kvænt ur Guðrúnu Ólöfu, dóttur Hall- gríms Thorlaciusar og konu hans Maríu Bergmann Thorlacius. Þriðji sonur þeirra Jóhannes- ar og Jóhönnu, sem á lífi er, er Ragnar skólakennari í Ver- wood, Sask. að saman, þó hættu bæri að höndum. Hún hafði bæði fnllan skilning á hættunni og jafnfult vald yfir sjálfri sér. Um andlegt viðhorf hennar veiúeg það, að hún hafði Passíu- sálmana í föggum sínum, er hún heimsótti okkur hér; tók þi upp á kvöldin er hún var komin í rúmið, las í þeim og lét þá svo niður aftur. Hvíli hún í friði Guðs. . Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Roskin kona leit mjög hlýlega til karlmanns, sem var á svipuð- um aldri og hún og stóð upp fyT ir henni í strætisvagni. “Hversvegna eruð þér svona vingjarnlegir í minn garð?” spurði hún brosandi. “Það er vegna þess”, svaraði maðurinn, “að eg á móður, konu og dóttur” * * * Della: Ef eg væri í þinum sporum, Sigga, myndi eg segja honum hreint út, hvað eg héldi um hann. Sigga: Já, en hvernig í ósköp- unum get eg gert það, hann hef- ir engan síma. Business and Professional Cards MEÐÖL íá£í Skrifið NIKKEL’S 5CIENTIFIC LABORATORY CLARKLEIGH, MAN. MANITOBA FISHERIES WINNIPBG, MAN. T. Bercovitch, framlcv.stj. Verzla í heildsöiu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasimi 55 463 Þau Þórarinn og Guðrún eiga sjö börn og heita: Jóhannes, Hallgrímur, Máría, Hannah, Einar, Sigfús og Emily. Jóhanna bar mikið traust til sona sinna enda reyndust þeir henni vel þó þeir ættu við sitt að stríða. Ragnar,að brjótast áfram til menta og Þórarinn við búskap- inn og mikið fjölskylduhald. Jó- hannes var lengst njeð herni á landinu. Barnabörnin reyndust ekki síður. Þær systur Hannah og María, dætur Þórarins og Guð- rúnar voru til skiftis hjá ömmu sinni síðustu árin og sýndu henni umönnun og ástríki. Eink- um reyndi mikið á síðustu fjóra mánuðina, því þá lá Jóhanna xúmföst. Sá tími, er mér sagt, að hafi fallið inn á verkahring Hannuh að stunda ömmu sína og að hún hafi leyst það starl af hendi með dáð og prýði. Með Sigríði Jóhönnu Jóhannes dóttur, er fallin í valinn ein af þessum íslenzku alþýðukonum, sem með þreklund og þolinmæði afgreiða lífsstörf sín. Hún kynti sig alstaðar prýði- lega, þar er hún kom, var fas- prúð og fáorð í dagfari, þó sýnt um alt er henni bar að gera og glaðlynd í viðmóti. Hún var bæði iðjusöm og vel virk, saum- aði mikið á yngri árum og ull- arvinna fórst henni vel úr hendi. Hún var sæmilega skrifandi og er það ekki svo lítið atriði, ér maður hugsar um aldur hennar. Mun því vera óhætt að fullyrða að hún hafi verið meir en í meðallagi vel að sér bæði til munns og handa, þegar miðað er við alþýðu manna á hennar tíð. Jóhanna var vinföst þar sem hún tók því. Hún var mikil vin- kona Guðrúnar Hólmfríðar Björnsdóttir, konu Sigurbjörns Sigurðssonar í Skógum og síð- ar á Ytra-Núpi í Vopnafirði. svo að dóttir þeirra hjóna ólöf Ragnhildur var nefnd seinna nafninu eftir móður Jóhönnu, og Jóhannes, elzta barnið, var oft í dvöl hjá þeim á Núpi, er hanm var barn. Vináttusamband Jóhönnu og Ólafar Ragnhildar, dáin 31. marz 1938, hélzt eftir að þær fluttu til Ameríku, þó leiðir þeirra væru fjarlægar í mörg ár, enda voru báðar trygglyndar. Tengdadóttir hennar, Guðrún kona Þórarins ber henni þetta °rð. “Hún var mér æfinlega sem bezta móðir og vildi alla hluti gera fyrir okkur öll. Hún elskaði blómin og alt sem var fagurt.” Sú, er þetta ritar minnist nokk urra atvika í sambandi við Jó- hönnu, frá þeim tíma, er hún fyrir mörgum árum heimsótti okkur hér. Viðmót hennar v^r ávalt vinsamlegt, þó kyrlátt, neerri feimnislegt. Hún sýndi þá líka fyrir óvænt atvik að hún unni fögrum hljóðfæraslætti,, líka það að henni var ekki fisj- Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., VVinrilpeg Phone 21020 Manufacturers of - • BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. StofnaS 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FI8H H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 5C • Phones 9 5 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 « WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hós. Út- vega peningalán og eldsábytgð. bifreiöaAbyrgð, o. s. frv. Phone 2 6 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offlce tfmar 3-4.30 • Heimili\ 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physidan & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDO Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 Hleifezs SlAAjdÍOS X^aL, (ffryed Hwfoyraphic OwaniiaiwnVi Canatu 224 Notre Dame- Þhone 96 647 JH« í CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. II. Page, Managing Directot Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Phone lies Phone 87 293 _ 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p m and by appointment ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfrœðingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.f WINNIPEG e pœgilegur og rólegur bústaöur í miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og Þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests DRS. H. R. and H. W, TWEED / Tannlœknar • 40 6 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 HeimiUs talslmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna. augna, nef f pg hálssjúkdómum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofustmi 22 2 51 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Taisími 30 877 e Viðtalstfmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.