Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.07.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1943. 5 Frú Salín Sigurbjörg Johnson Páll Hafsteinn Johnson Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og alt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Líf íslenzku frumbyggjanna hér vestan hafs, hefir oft og tíðum verið margvíslegum þraut um háð, vegna erfiðra lífskjara, fátæktar og vanheilsu. Þeir hafa, svo sem augljóst er, brugðist misjafnlega við hinum erfiðu lífskjörum. Sumir hafa yfirbug- að þau, og borið merki mann- dóms síns með sæmd til grafar, en aðrir hafa látið yfirbugast. Fer hin misjafna heildarútkoma lífsins ekki eftir dutlungum ör- laganna, eins og oft er talið, heldur eftir því manngildi sem einstaklingurinn á yfir að ráða, og þeirri lífsspeki sem menn ausa af nægtabrunni reynzlunn- arí meðlæti og mótlæti. Á öndverðum s.l. vetri var það að frú Salín Sigurbjörg John- son svaraði dauðans kyrra kalli. Æfidagar hennar voru ekki full sjötíu ár, en lífið hafði oft farið um hana hörðum höndum eins og svo margar stallsystur henn- ar fyr og síðar. En þótt nafn hennar væri ekki víðrómað utan þeirra bygða þar sem hún háði lífsbaráttu sína, fremur en ann- ara kvenna sem bera kross sinn í hógværð, og gleðjast í striti frumbyggjans við sól og svörð, bar hún gæfu til að leggja fram ríflegan skerf til byggingar hins nýja kjörlands síns í mörgum vel gefnum og' myndarlegum börnum. I huga þeirra og fjölda annara sem þektu hana vel er bjart yfir minningu hennar, og þeim er fögnuður í huga í þeirri fullvissu að hvað hana snertir er nú björt sól upp runnin á bak við dauðans dimmu nótt. Hún er fædd að Borgum í Vopnafirði, 14 maí 1874. For- eldrar hennar voru þau Kristján Friðfinnsson, af hinni svonefndu Ljósavatnsætt úr Eyjafjarðar- sýslu, og Kristín Kristjánsdóttir. Var Salín ein af tólf systkinum. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna og dvaldi í heimahögum fram til ársins 1893. Þá fluttist hún til Kanada. í sömu ferðinni vestur kom og unnusti hennar, Guðjón JónSson, sonur Jóns Jónssonar og Guðlaugar Gísla- dóttur, sem lengi bjuggu að Svínabökkum í Vopnafirði. Fyrstu misserin voru þau í vist- um sitt í hvoru lagi í Brandon og Winnipeg. En árið 1894 voru þau gefin saman í hjónaband af séra Oddi Gíslasyni í Selkirk, og mynduðu þar heimili. Árið 1902 fluttust þau norður til Nýja íslands, og tóku heimilisréttar- land skamt frá þar sem bærinn Árborg stendur nú. Þar unnu þau sitt æfistarf, og dvöldu þar til ársins 1929, en þá var heilsa hennar að þrotum komin. Fór hún þá til Winnipeg, að leita sér lækninga, og dvaldi hjá dætr um sínum þar til skiftis, unz oaaður hennar brá búi og flutt- !st einnig til borgarinnar, og þau settu þar heimili á stofn, asamt þeim af börnum þeirra *em enn voru í föðurgarði. Þeim Guðjóni og Salín varð 'þrettán barna auðið; tvö þeirra ^óu í æsku, einn sonur þeirra Jézt fimm mánuðum síðar ert ■oaóðir hans, en tíu eru á lífi. Börn þeirra búsett í Winnipeg eru: Kristján Gunnlaugur; “A eg að gæta bróður míns” » Aftur hljóma þessi orð í eyru ^uanna er maður les greinina eftir Einar Einarson í Lögbergi júní. Áður hafði eg lesið grein frú Thoroddsen og varð Frú Salín Sigurbjörg Johnson. 1874—1942. Kristín Friðrika, Mrs. G. F. Jónasson; Lovísa Sigurdrif, Mrs. Rolls; Sigrún; Salin Juliette. Mrs. W. Montford; og Jón Emil. Tveir synir eru búsettir í seven Sisters Falls, Man.: Altred og Stanley; Octavía Aðalheiður, Mrs. Harry Smallwood er bú- sett í London, Ontario, og Olga Sigurey, M.rs. A. Johnson, á heima á Lundar. Ellefu barna- börn á ýmsum aldri sakna nú einnig ömmu sinnar. Sjö af systkinum hennar eru einnig á lífi er þetta er-ritað. Þrjú þeirra komu til Kanada: Árni í Winnipeg; Stefán í Van- couver, og Oddný, Mrs. O. Anderson í Wynyard, Sask. En á íslandi eru: Kristján, Friðfinn- ur, Jón og Kristrún. Hinir eldri menn í Árborg, sem bezt þekkja lífsstarf þeirra Guðjóns og Salínar bera þeim hina ágætustu sögu. Hann var hinn hægláti en sístarfandi mað ur sem annaðist aðdrætti til heimilis síns eftir beztu getu. Hún var hin sanna móðir sem breiddi sig yfir barnahópinn sinn stóra, og veitti þeim þá fræðslu og tækifæíi til afkomu sem kostur var á. Hún var að sögn gædd hæfileikum og miklu andlegu atgjörvi. Fastheldin var hún um þjóðararfinn íslenzka, svo sem bezt verður á kosið. Hún lagði mikla stund á að kenna börnum sínum að lesa og skrifa móðurmál sitt Einnig kendi húrt þeim kristin fræði í heimahúsum, og hvatti þau til þátttöku í sunnudagaskólastarfi og kirkjugöngu eftir að skipu- lögð starfsemi komst á í bygð- inni í þeim málum. Þótt hún öðlaðist aldrei auð- legð á veraldlega vísu, átti hún jþó þann auð sem er fjármunum dýrmætari; hin mörgu mann- vænlegu og vel gefnu börn. Þau reyndust henni einnig umhyggju söm og ástrík er heilsa hennar tók að hnigna, og töldu ekki á sig fé né fyrirhöfn til að létta henni bvrði lífsins þegar hún- þurfti þess mest með. Hún andaðist að heimili sínu í Winnipeg fimtudaginn 3. des. s. 1. Var hún þá búin að stríða við vanheilsu í mörg ár, þótt hún hefði oftast fótavist. Dauð- ann bar að næsta fyrirvaralítið. Þannig hafði hún óskað að endir inn mætti verða, og sú bæn var heyrð. Útförin fór fram frá útfarar- stofu Bardals 5. desember og var mjög fjölmenn. Samferða- sveitin vottaði henni þannig virðing sína og þakklæti, og hinum aldurhnigna eiginmanni og börnum innilega samúð. Séra Valdimar J. Eylands, prestur Fyrstu lútersku kirkju í Winni- peg flutti kveðjumál þar sem hann lagði út af orðunum: “Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu til landsins sem eg mun vísa þér á, — og 'eg mun blessa þig.” (l.Mós. 12:2). Fórust honum í því sambandi orð á þessa leið: “I dag erum vér að hugsa um æfiferil þess- arar konu, frá því hún hlýddi kalli útflytjandans. Vér hugsum um starf hennar og stríð' bar- áttu hennar við frumskóga og fátækt, og þá ekki síður um velgengni hennar og vonarljós. Til þess að hlýða þessu boði sem teksti minn greinir frá þurfti mikla trú og sjálfsafneitun. Það þarf mikið þrek til að slíta öll bönd sem tengja menn við átt- haga, ástvini og æskuheimili. En fyrirskipunin var ákveðin “Far þú burt ” Það var ekki lak- asta fólkið sem fór, heldur hið gagnstæða, fólk sem mátti mikils af vænta, dygðugt og úáðríkt fólk. Og það fór burt, vitandi ei hvert leiðin lá, né hvað við myndi taka. Það hafði aðeins eitt leiðarljós, fyrirheitið frá Guði um að hann myndi blessa það. Þessi látna kona, móðir og amma tilheyrir þeirri kynslóð sem fékk þessa fyrirskipun og laut þessari köllun. En hún fór ekki ein úr landi; í fylgd með henni voru þau systkinin: trú, von og kærleikur. Trúin á for- sjón Guðs lýsti vegferð hennar, vonin um framtíðina var björt og fögur á vormorgni æskunnar, og kærleikurinn var holdi klædd ur í persónu elskhuga hennar Guðjóns Jónssonar, sem hún síð- ar gekk að eiga, og sem nú fylg- ir henni til moldar eftir hart nær hálfrar aldar sambúð og samstarf í blíðu og stríðu. Veg- ferð þeirra var ekki rósum stráð fremur en annara frumbyggja þessa lands. En þau störfuðu vel og dyggilega. Og Drottinn blessaði þau, á margan hátt og gaf þeim stóran hóp efnilegra og kærleiksríkra barna sem öll hafa komist vel áfram. Eða hvaða auður er betri, eða hver líftrygging traustari en góð og umhyggjusöm börn? Og aftur er nú kallið komið: “Far burt ' úr landi þínu og frá ættfólki þínu ” Eftir næst- um sjötíu ára dvöl hér hefir hún nú flutt sig til bjartari og betri landa. Vér vitum að blessun Guðs fylgir henni á hinni nýju vegferð. Vér flytjum nú líkama hennar þangað sem mætast mold ir allra þjóða. Vér erum þakklát fvrir starfið sem hún vann, og það tillag sem hún hefir gefið þessu þjóðfélagi í börnum sínum og barnabörnum.” Við útfarir frumherjanna, sem eins og þessi góða kona, hafa borið merki manndóms síns með sæmd til grafar, og kveðja heim inn saddir lífdaga, er vissulega meiri ástæða til að samgleðjast þeim en að syrgja þá. Að Vísu hverfa menn aldrei frá mold- um ástvina sinna án saknaðar, en syngja þó í hjarta sínu fyrir mátt hinnar eilífu trúar á lífið. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er alt, sem Guði’ er frá. V. J. E. “Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið.” Á öðrum stað í blaðinu er get- ið um móður þessa manns, og þess minst að hann hafi gengið grafarveg fimm mánuðum síðar en hún. Hann var einn af son- um þeirra Guðjóns og Salínar Johnson sem lengi bjuggu í Ár- borg, og þar var hann fæddur 23. október 1904. Hann lézt á Grace spítalanum í Winnipeg 3. apríl s. 1. eftir sjö ára vax- andi vanheilsu og langvistir á ýmsum spítölum og sjúkrnhús- um. Var hann þannig rúmlega þrítugur er veikindin gripu hann heljartökum. Þegar barns- aldur og þroskaár eru dregin frá þeim árafjölda er ekki mikiil tími aflögu til að vinna neitt það sem kallast getur lífsstarf. Æfi þessa manns virtist aðeins nýbyrjuð þegar henni var lokið. Virðist slíkt ávalt mótsögn, og mun lengi talið eitthvert hið erfiðasta viðfangsefni fyrir mannsandann að lfeysa úr. Hví var þessi beður búinn? Hví eru menn, sem eins og Páll eru góð- um hæfileikum búnir, sviftir lif- inu áður en þeir hafa eiginlega byrjað dagsverk sitt? Vér spyrj- um, en vonarsnauða vizkan veld ur köldu svari. Þannig hefir það ávalt reynst. Beda prestur, sem heilagur er nefndur, segir frá því í kirkjusögu sinni að kon- ungur einn á Englandi ráðgaðist um það við gæðinga sína hvort hann ætti að taka kristna trú. Tók þá öldungur einn til máls: “Munið þér, að í fyrra vetur efndi Játvarður konungur £1 mikillar veizlu í höll sinni. Þar brunnu kyndlar og eldar miklir á örnum, en úti fyrir var storm- ur og niðadimmt. Gluggar voru opnir beggja vegna á hliðum. Páll Hafsteinn Johnson. 1904—1943. Þá kom spörr fljúgandi inn um glugga einn, flögraði um þvera höllina, bjarta og hlýja, og hvarf svo út um annan glugga út í náttmyrkrið. Líf mannsins er líkt flugi þessa fugls gegn um höllina. Geti hinn "nýji siður frætt oss um, hvað úti fyrir býr, skulum vér gefa honum gaum.” Þetta er sígild líking, og bendir á hin dýpstu sannindi. Að vísu er fjarri því að sérhver rún sé ráðin jafnvel fyrir kristna menn, að því er snertir leyndardóma lífs og dauða, en þó eigum vér svar við spurningunni: Hvaðan? Hvert? Enginn af oss lifir sjálf- um sér, og enginn deyr sjálfum sér. Hvort sem vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum deyjum vér Drottni, hvort held- ur þess vegna sem vér lifum eða deyjum þá erum vér Drottins. Hví var þessi beður búinn? Og svarið kemur óðara af vörum hins kristna manns: “Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum.” Páll heitinn var hár maður og tígullegur á velli. I fram- komu allri var hann einkar að- laðandi, kom fram sem hvers manns hugljúfi. Um eitt skeið átti hann kost á því að ganga í lögreglulið Canadastjórnar (Royal Mounted Police). En í þá stöðu eru aðeins valdir hinir beztu- og hæfustu menn. Ein- hvernveginn atvikaðist það svo að hann greip ekki þetta tæki- færi, sem þó hefði vafalaust orð- ið honum til mikillar gæfu. Hann varði allri æfi sinni í þessu fylki og stundaði til skiftis búskap og fiskiveiðar. Einnig var hann um hríð formaður sög- unarmillu í Seven Sisters Falls og fórst það vel. Þungur harmur er kveðinn öldruðum föður hins unga manns, sem á sama missirinu var til þess kvaddur að ganga grafarveg með eiginkonu og uppkomnum syni. Burtför kon- unnar var eðlileg, og jafnvel æskileg vegna hennar sjálfrar. En vér getum ekki sætt oss á sama hátt við burtköllun hinna ungu. Ef til vill hvarlar í huga hins aldraða föður sama hugs- unin sem Egill Skallagrímsson setti fram í Sonatorreki sínu forðum. Veit ek ófullt ok opit standa sonar skarð En börnin hans sem eftir eru sem eru nafngreind í greininni um Salín Johnson, móður Páls, munu skipa sér í þeim mun þéttari fylking um föður sinn, og gjöra það sem í þeirra valdi stendur til að fylla skarð hins látna sonar. óðar var við að sjóndeildarhring ur hennar hafði vikkað við komu hennar íi aðra álfu. Það gladdi okkur að verða var við að kannast er við dálítið bróð- erni — þvi öll erum við Guðs börn. En kuldinn í þessari síðustu grein sendi ósjálfrátt hroll um hjarta þeirra sem eru hér af- komendur íslenzkra frumbýl- inga. ísland hefir verið okkur sem kær móðir — móðir, því okkur var kent að elska og virða uppruna okkar og það eríðafé V. J. E sem foreldrar okkar fluttu hing- að. \ Hvaða breytingar eru orðnar í landinu og hvaðan kemur þessi kuldi, nístandi andi sem innblæs þessa áminstu grein? Vitanlega myndi Island hafa kosið að mega vera í friði og standa til hliðar og horfa á það sem var að gerast í heiminum. En forsjónin ákvað öðruvísi. “Engin lifir sjálfum sér og eng- inn deyr sjálfum sér, hvort sem við lifum eða deyjum, erum við Drottins”y Mannkynið er líka smátt og smátt að læra það að bræðralag verður að vera undir staða mannfélagsins ef vel á að fara. Má vera að sumix þessir her- menn eigi það ekki skilið að þeim sé boðið á prívat heimili, samt viðgengst þetta í öllum öðrum löndum. En aðallega er það þó siður að opna einhvern staðar í bænum samkomusal þar sem drengirnir geta komið saman í fríi sínu og haft skemti stund. Þetta útheimtir als enga áníðslu á heimilum, en er aðeins að sýna útlendingum hjarta- gæzku og þessa aðferð skýrði frú Thoroddsen frá í grein sinni. Eg vona að íslendingar heima breyti afstöðu sinni í þessum efnum og leyfi hlýjum straum- um bræðralags og kærleika að komast að hjá sér. Eg á tvo syni í Canadahernum og hafa þeif báðir skrifað mér um góðvild ýmissa heimila sem hafa boðið þeim til sín í frístundum og skift með þeim sínum skamt- aða mat og drykk. Eg.fæ aldrei fullþakkað slíka hjartagæzku en bið Guð að blessa þessa vini. Því altaf hljómar hin gullna regla í eyrum vorum: “Það sem þér viljið að menn- irnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera.” Margrét Stephensen. Admiráll Claud Barrington Barry, sá, er yfirumsjón hefir með kafbátahernaði Breta. Fjöldi brezkra stúlkna taka um þessar mundir þátt í mikil- vægum störfum við brezkar flug- og flotastöðvar; hér gefur að líta eina þeirra.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.