Lögberg - 29.07.1943, Síða 1

Lögberg - 29.07.1943, Síða 1
56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1943. NÚMER 30 fslenzkar menningarerfðir safna þúsundum til Gimii á Isiendingadaginn Alt í uppnámi á Italíu. Mussolini hröklast (rá völdum eftir að hafa í tuttugu og eitt ár haldið ítölsku þjóðinni í þrælaviðjum t Pielro Badoglio, marskálkur, hefir myndað nýtt ráðuneytL Öll ítalía sett í herkví. Eins og frá er skýrt á ritstjórnarsíðu þessa blaðs, gerðust þau miklu tíðindi á sunnudaginn var, að Benito Mussolini hlökklaðist frá völdum á ítalíu, og fylgdi sú saga, að hann hefði verið handsamaður og hnepptur í varðhald; fréttin um íangelsun hans hefir enn eigi verið staðfest. ítalía heldur enn áfram stríðsbraski sínu á hlið Þjóðverja, þó líkur bendi til, að þjóðin sjái, áður en langt um líður, þann kost vænstan, að leggja niður vopn og gefa sig skilyrðislaust upp. Mr. Cnurchill hefir skorað á ítali, að gera það án frekari umsvifa. Símfregn- ir láta þess getið, að ítölsk alþýða fagni mjög yfir falli Mussolinis, og sé því eindregið fylgjandi, að ítalska þjóðin semji, ef unt er, sérstakan frið, eða að minsta kosti vopnahlé við bandamenn. Efnilegur íslenzkur lœknir íslenzkt námsfólk vestan hafs hefir skrifað fagurt blað og merkilegt í sögu þjóðstofns vors í landi hér. Er það mikið ánægjuefni, að ýmsir í hópi þess Ihalda áfram að vinna glæsilega sigra á námsbraut sinni, bæði í Canada og Bandaríkjunum. Á þeim bekk skipar hinn ungi efnismaður, sem hér verður stutt lega sagt frá, rúm sitt vel. Dr. John Gíslason. Dr. Gerhard John Gíslason er fæddur í Grand Forks, N. D., 16. september 1919, og er því tuttugu og íjögra ára að aldri á komandi hausti. Hann á til merks og mæts fólks að telja í báðar ættir, því að hann er sonur þeirra dr. Guðmundar J. Gislason og konu hans Esther Marie. Var Guðmundur læknir, er lést um aldur fram árið 1934, mikilhæfur gáfumaður, en frú Esther er dóttir hins góðkunna prestaöldungs séra Hans B. Thorgrimsen, sem nýlega er lát- inn. John Gislason, en undir því nafni gengur hann meðal ætt- ingja sinna og vina, á sér óvenju lega glæsilegan námsferil að baki. Hann útskrifaðist með heiðri af gagnfræðaskóla Grand Forks borgar vorið 1935, og var næst-efstur af hinum fjölmenna nemendahóp, er þá lauk námi. Hóf hann þvínæst nám þá um haustið á ríkisháskólanum í Grand Forks (University of North Dakota) og lauk þar stúdentsprófi (“Bachelor of Arts”) vorið 1939, en undirbún- ingsprófi í læknisfræði (“Bachel °r of Science in Medicine”) naesta vor. Þegar hann lauk hinu fyrra prófi, var hann á ný næst-efstur í hinum stóra stúdentahóp, er útskrifaðist það vor. Hafði hann á námsárum sínum á ríkisháskólanum staðið mjög framarlega í félagslífi stúdenta, meðal annars verið forseti Kristlegs félags ungra manna (Y.M.C.A.) á háskólan- um. Einnig vann hann náms- verðlaun og hlaut margvíslegar heiðursviðurkenningar; t. d. var hann kosinn félagi í heiðurs- félaginu “Phi Beta Kappa en su sæmd fellur aðeins hinu hezta námsfólki í hlut, og félagi \ “Hlue Key Service Fraternity”, 1 viðurkenningarskyni fyrir for- ystu í félagsmálum háskólastú- denta. Framhaldsnám sitt í læknis- fraeði stundaði John Gislason síðan við ágætan orðstír á lækna skóla University of Pennsylvania í Philadelphia og hlaut þar mentastigið “Doctor of Medicine” vorið 1942. Eftir það var hann þangað til nýlega við spítalanám austur þar, og er nú starfandi læknir á sjúkrahúsi í Pennsylvaniaháskóla., Jafnframt hefir hann verið skipaður liðs- foringi (First Lieutenant) í Bandaríkjahernum, og er því reiðubúinn að ganga í þjónustu hans. Yngri systkini Johns Gisia- sonar hafa einnig lokið námi eða stunda nám á æðri mennta- stofnunum. Anna Eleanor, elsta systir hans, lauk námi í hjúkr- unarfræði á Presbyterian Hospital í Chicago vorið 1942, og er nú hjúkrunarkona (En- sign) á sjúkrahúsi ameríska sjóliðsins í Oakland, California; Esther Marie, næst-elsta systir- in, lauk sama vor stúdentsprófi (“Bachelor of Arts”) á ríkis- háskólanum í N. D. og starfar nú að “social service” í Balti- more, Maryland. Paul, yngri bróðir ^Johns, var síðastliðið ár við nám á ríkisháskólanum í N. Dakota og hefir í huga að leggja stund á laéknisfræði, en stund- ar nú undirbúningsnám til þjón ustu í sjóliði Bandaríkjanna á kennaraskólanum í Minot, N. Dakota. Helen Louise, sem er yngst þeirra Gislason-svstkina, stunda|r gagnfræðaskólanám í Grand Forks. Vinir dr. Gerhards John Gisla son fagna að vonum yfir sigur- vinningum hans á námsbraut- inni og vænta hins besta af ihonum í framtíðarstarfi hans, og það því fremur sem hjá honum fara saman ágætar gáfur, prúðmennska og festa. Richard Beck. Wartime Prices and Trade Board Spurt. Við búumst við að ráða tvo vinnumenn til þriggja daga til þess að hjálpa við upp- skeruna í haust. Er hægt að biðja um aukaskamt? Svar. Já. Tveir menn í þrjá daga, og þrjár máltíðir á dag, er að samantöldu 18 máltíðir. Bændur sem ráða menn til aukavinnu og búast við að skamta meira en tólf máltíðir, geta fengið aukinn matarskamt með því að biðja um leyfi á næstu skrifstofu “Local Ration Board”. Skýrið frá hve margir menn verði ráðnir, hve marga daga þeir muni verða á heim- ilinu og hve margar máltíðir verði framreiddar. Spurt. Er nauðsynlegt að fá leyfi frá W. P. & T. B. til þess að slátra svínum til heimilis- neyzlu? Svar. Nei. Það er ekki nauð- synlegt að fá leyfi til þess að slátra skepnum til heimilis- neyzlu, en það á að tilkvnna “Local Ration Board” annað hvort munnlega eða skriflega, svo að maður verði skrásettur sem framleiðandi (meat prod- ucer). Spurt. Er nokkuð hámarks- verð á notuðum sauðskinnskáp- um? Svar. Já. Hver kaupmaður á að halda sér við það verð er hann seldi fyrir á hámarkstíma- bilinu, en verðið má aldrei vera hærra en $8.00 fyrir 36” kápur og $14.00 fyrir síðar kápur. Þetta varð á aðeins við kápur sem eru óskemdar og í bezta lagi að öllu leyti. Spurt. Ef eg hefi altaf notað rafmagnseldavél, og sú sem eg á er útslitin, má eg kaupa mér aðra í staðinn? Svar. Já. Ef sá sem þú kaupir Ihjá fyllir út nauðsynleg eyðu- blöð og fær sérstakt leyfi frá W. P. & T. B. til þess að selja þér eldavélina. Spurt. Það er ómögulegt fyrir mig að geyma mat á sumrin nema að ís fáist daglega. En mér er sagt að hann fáist ekki nema þrisvar í viku. Er þetta rétt? Svar. Nei. ís fæst daglega, að undanteknum sunnudögum, fram að öðrum október. Spurt. Hvernig er hægt að fá auka matarskamt fyrir sunnu dagaskóla “picnic” sem haldið er árlega, og á nú að haldast í ágúst mánuði?. Okkur hefir ver- ið neitað af “Social Ration Board”. Svar. Þetta er rétt'hjá S.R.B. Enginn aukaskamtur af mat er fáanlegur til þess að halda “picnics” eða aðrar skemtanir. Þið eigið að nota ykkar eigin skamt. Spurt. Hvað er hámarksverð á nýjum aldinum? Verðið er miklu hærra en í fyrra. Svar. Ný aldini eru undaíi- þegin öllum hámarksreglugerð um. Spurt. Verður uppsögn á hús- næði að vera skrifleg, er einnig nauðsynlegt að ástæða sé tekin fram? Svar. Já. Uppsögnin á að vera skrifleg og góð og gild ástæða verður einnig að vera tekin fram. Spurt. Er hámarksverð á notuðum “radiotubes”? Svar. Já. Verðið má ekki vera nema einn fjórði af söluverði á nýjum “tube” af sömu teg- und. Spurt. Getur maður sem þarfn ast aukaskamts af kjöti sökum vanheilsu, fengið aðra skömtun- arseðla bók? Svar. Nei. En hann getur feng ið aukaskamt með því að sýna lækriisvottorð. Kjötseðlar númer 4., 5., 6., og 7 og Smjörseðlar númer 16, 17, 18 og 19 falla allir úr gildi 31. júlí, 1943. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne 700 Banning St. Wpg. Sögunefndin nýja Fyrir skömmu birtust nokkr- ar línuf í íslenzku blöðunum þar, sem frá því var skýrt að “Sögumálið” hefði vaknað af svefni og að ný nefnd hefði myndast í því skyni að sjá því borgið. En sökum þess að nefnd- in var þá ekki fullmynduð voru nöfnin ekki birt. Fjölda margir hafa sent fyrir spurnir um það, hverjir þessir menn séu; hvort nokkuð sé á þá að treysta; hvort þeir hafi nokkurt bein í nefinu, eins og komist er að orði, og hvort nokk ur trygging sé fyrir því að verk ið haldi nú áfram fremur en áður. Sökum þess að nér er um mál að ræða, sem alla íslendinga varðar og sökum þess að ætlast er til að allir taki saman hönd- um í því að útbreiða bókina, kaupa hana og selja, þá er það sanngjarnt og sjálfsagt að svara þeirri spurningu hverjir þeir séu, sem nefndina skipa og mál ið hafa með höndum. Hér fylgja nöfn nefndarmanna í þeirri röð, sem þeir skrifuðu undir tilboð- ið til Þjóðræknisfélagsins: G. F. Jónassoq, formaður. Kriðrik Kristjánsson, vara-tor maður. J. G. Johannson, skrifari. Sig. Júl. Jóhannesson, vara- skrifari og fréttaritari. J. J. Swanson, féhirðir. Ólafur Pétursson, vara-féhirð- ir. Sveinn Pálmason, bókavörð- ur. Halldór Johnson. Sveinn Thorvaldson M.B.E. Séra Philip Pétursson. Hannes Pétursson. W. J. Líndal, dómari. Þ. Þ. Þorsteinsson. Sófanías Thorkelsson. Nefndin hefir ráðið Þ. Þ. Þor- steinsson til þess að byrja verk- ið að nýju og hefir hann þegar tekið til starfa. Er búist við að verkið verði fimm bindi alls — þrjú í viðbót við þau tvö, sem þegar eru fullrituð. Prentur. ann ars bindis er þegar byrjuð hjá “Columbia Press”. Áætlað er að öllu verkinu verði lokið á fjór- um til fimm árum hér frá. Sem svar við vissum spurn- higum (allmörgum) skal það endurtekið hér sem frá var skýrt áður, að nefndin leggur sjálf fram alt það fé, sem fyrir- tækið krefst, rentulaust að öllu leyti; verði fjárhalli af verkinu loknu borgar nefndin hann úr eigin vasa, en verði afgangur af kostnaðinum fellur það fé í sjóð Þjóðræknisfélagsins. Þrátt fyrir það þótt nefndin annist útgáfuna að öllu leyti, verður sagan samt gefin út í nafni Þj óðræknisfélagsins. Annað bindi verður komið út nógu snemma til þess að komast á bókámarkaðinn fyrir jólin. Sig Júl. Jóhannesson. Messuboð / Séra Guðm. P. Johnson flytur ræðpr við allar messur í presta kalli séra Bjarna A. Bjarnason- ar í Nýja íslandi^ sunnud. 25. júlí. Fólk er beðið að fjölmenna. -f -t- Presiakall Norður Nýja íslands: Sunnudaginn 1. ágúst. Framnes, messa kl. 2 e. h. Hnausar, messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Blaine, Wash. Séra Guðmundur P. Johnson, prestut. Sunnudagaskóli og biblíu- klassi kl. 10 f. h. * Messa á hverjum sunnudegi kl. 11 f. h. 1. og 3. sunnudag hvers mán- aðar á ensku, en 2., 4. og 5. á íslenzku. Y.P.C.S. heldur fundi sína annanhvern sunnudag kl. 8 að kvöldi. Prestur Blaine safnaðar, mess ar einnig í St. Marks Lútersku kirkjunni í Bellingham, á hverjum sunnudegi kl. 8 e. h. á ensku, en á íslenzku 2. sunnu dag hvers mánaðar kl. 3 e. h. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ íþróttirnar á íslendingadegin- um að Gimli byrja ekki fyr en kl. 11 svo börn frá Winnipeg geti tekið þátt í þeim. -r ♦ ♦ Mr. Magnús Johnson, námu- verkfræðingur frá Larder Lake, Ont., lagði af stað heimleiðis á fimtudaginn var ásamt frú sinni og börnum, eftir ánægju- lega dvöl hjá ættingjum og vin- um hér í borginni. ♦ ♦ ♦ • Fundir Liberalflokksins í Selkirk kjördæmi. GimlL 30. júlí, kl. 8 e. h. Ræðumepn: Mr. Fillmore og Ralph Maybank, M. P. Lundar, 30. júlí, Hon. James Gardiner, kl. 8.30 e. h. Ashern, 31. júlí, kl. 8 30, Mr. Fillmore og aðrir ræðumenn. Selkirk, 3. ágúst, Han. J. L. Ilsley. ♦ ♦ ♦ Séra Guðm. P. Johnson, þjon- andi prestur Blaine safnaðar og St. Marks kirkjunnar í Belling- ham, Wash. sat hið Lúterska kirkjuþing að Mountain N. D. og hefir starfað hér austurfrá síð- an samkvæmt beiðni heimatrú- boðsnefndar kirkjufélagsins. Hann hefir flutt Guðsþjónustur 1 4 kirkjum í Prestakalli séra H. Sigmars N. D. hann dvaldi einnig tveggja vikna tíma í Piney Man. heimsótti mörg is- lenzk heimili og flutti 4 messur. Sunnudaginn 18. júlí flutti hann 4 messur í Gimli prestakalli og síðastliðinn sunnudag prédikaði hann í 3 kirkjum hjá séra B. A. Bjarnasyni í Nýja íslandi. Séra Guðmundur lætur hið besta af ferð sinni og hinum innilegustu viðtökum sem hann naut hjá öllum löndum okkar á þessum stöðum, vill séra Guð rnundur færa öllu þessu góða fólki sínar innilegustu hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur og ánægjulega viðkynningu. Hann lagði af stað vestur til Blaine á þriðjudagsmorguninn, þar sem hann hefur starf sitt þann 1. ágúst eftir ánægjúlegt sumarfrí. Jóns Sigurðssonar félagið held ur næsta fund sinn á heimili Mrs. E. A. Isfeld 668 Alverstone Street á þriðjudagskvöldið 3. ágúst, kl. 8. ♦ ♦ ♦ Miss Salome Halldórsson, fram bjóðandi Social Credit flokksins í Selkirk kjördæmi við auka- kosningarnar til sambandsþings þann 9. ágúst næstkomandi. held ur kosmngafund á Lundar þami 6. ágúst kl. 8.30. Áhriíamikill flokksbróðir hennar í sambands- þinginu, flytur einnig ræðu á fundinum. ♦ ♦ ♦ Mr. Stefán Hansen flytur ræðu í Wynyard, Sask. þann 30. þ. m. kl. 8.30 e. h. til stuðnings við Frank Crenn, frambjóðanda Liberalflokksins við aukakosn- inguna til sambandsþings í Humboldt kjördæminu í Sask., sem fram fer þann 9. ágúst næstkomandi. ♦ ♦ ♦ Heitt vatn verður til staðar í Parkinu á Gimli á íslendinga- daginn. ♦ ♦ ♦ Ferðir járnbrauialesta milli Gimli og Winnipeg 2. ágúst verða sem hé^ segir: Frá Winnipeg kl. 10 f. h. og kl. 1.45 e.h. Frá Gimli kl. 7.15 og 7.45 e. h. Lestirnar frá Winnipeg nema staðar við Gimli Park. Lestirnar frá Gimli verða og 15 til 20 mínútum fyrir þann tíma, sem að ofan getur, hjá Gimli Park, vilji menn spara sér að ganga yfir á járnbrautar- stöðina. Fargjald fram og til baka er $1.45. BÝÐUR SIG FRAM í SELKIRK Miss Salome Halldórson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.