Lögberg - 29.07.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.07.1943, Blaðsíða 4
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1943. ! Samtal við Kristján X.. og Roosevelt íorseta (með meiru) Staddur einhverstaðar í diúpu dalverpi í norðvestur hluta British Columbia, dagsetning hernaðarlegt leyndarmál. Háttbjóðandii herra ritstjóri Lögbergs, náðugi herra riddari, háttagtaði málkunningi og dús- bróðir! Eg lofaði þér s. 1. haust þegar eg fór úr Winnipeg, að senda þér línu við tækifæri, — og eg rubbaði upp talsverðu rugli um ferðalagið vestur að Terrace og veru mína þar, en svo hef eg nú ákveðið að láta þetta bíða þang- að til veru minni lýkur hér um slóðir, — og býst við að geta þá haft ruglið eitthvað lengra því meira sem eg fæ að heyra og sjá. — Eg var rétta fimm mán- uði að Terrace hjá Carter Halls félaginu, og var “eimn af átján” við- matreiðsluna þar, við höfð- um í kringum sex hundruð manns á fóðrum fyrri part vetrarins, en svo smá fækkaði starfsliðinu, og nú mun verkið þar nærri fullgert. Það sem rekur mig nú til þess að skrifa þessar línur er dreum- ur, sem mig dreymdi rétt fyrir miðjan maí — og var alt í eintf kominn á fund Kristjáns X. Danakonumgs, hann var bros- andi og í góðu skapi. “Hvað heitir þú nú,” sputði hátignin. “Stefán”, svaraði eg, “og eg gæti verið sonur þinn hvað nafnið snertir, því eg er Krist- jánsson. Þá brosti hátignin í kamp, og lét sér þetta vel líka, þá sé eg alt í einu að faðir minn er kominn til okkar með 2. eða 3. mjalla hvíta kodda, kóngurinn leit blíðlega til föður míns, og eg þóttist vita að þessir hvítu koddar væru ætlaðir hátigninni, en ekki töluðu þeir neitt sam- an nafnarnir, kinkuðu aðeins kolli hver til annars, með vina- legu augnaráði, — og þar með var “draumurinn búinn”. Mér liggur við að kalla þetta stefnumót okkar þremenning- anna “fund í ríkisráði.” fnð- saman og ánægjulegan þótt ræðuhöldin væru ekki löng, og hinn mjalla hvíti litur á kodd- unum álít eg að merki frið, Dönum til handa, að líkir;dum áður en mjög langt líður. Svo dreymdi mig næstu nótt Roosevelt forseta, hann var þreytulegur að sjá og frekar raunalegur á svipinn, og ekki gat eg fengið hann til að tala við mig neitt það, sem nokkru máli skiftir, eg þóttist vita að hann ætti við ramman reip að draga, og er það ekki með ólíkindum, þar sem innanlands óeining og verkföll spilla að miklum mun fyrir hinni urn- svifa miklu stríðssókn, en ekki efa eg að Bandaríkin muni ganga sigrandi af hólmi, — á endanum, og dettur mér í hug, í sambandi við þetta, vitrun Washington’s hershöfðingja og síðar forseta, það var þegar út- litið var einna ískyggilegast í Frelsisstríðinu, hann sá þá alt í einu borgir og bæi rísa upp um landið þvert og endilangt, og þá birtist honum vera, sem sagði honum að hann skyldi ekki örvænta, því hann myndi vinna sigur, og engin þjóð myndi nokkurn tíma vinna sig- ur á þeirri þjóð, sem hann væri að berjast fyrir og sameina. Þetta er aðeins stuttur út- dráttur úr vitruninni, eg las hana í gamalli amerískri bók fyrir nokkrum árum, og þar er tekið fram að Washington hafi skrifað hana niður samstundis í votta viðurvist. Eg vil geta þess til gamans, að mig dreymdi Roosevelt for- seta fyrir nokkrum árum, þá lá vel á honum, hann talaði við mig nokkur spaugsyrði, kvaddi mig svo með hlýju hand taki, og sagði á íslenzku: “Vertu blessaður og sæll.” Mér þótti draumurinn skemti legur, en nú er eftir að vita, hvort hann rætist nokkurn- tíma. Eg ætlaði s. 1. haust að senda Lögbergi draum, sem mig dreymdi norður á Winnipeg- vatni þegar eg var hjá Leifa HaLfygrímssyni við matreiðslu, mér þótti hann raunar ekki trú- legur svo eg færði hann ekki í letur, en iðraðist svo eftir að hafa ekki látið hann á þrykk út ganga, þegar eg heyrði hvað gerðist í Afríku þann 11. nóv. s. 1. haust. Mig dreymdi að einhver ó- kunnugur segði eithvert orð, sem eg ekki heyrði rétt eða skildi, en þá er alt í einu kom- inn þar Hermann Jónasson fyrv. forsætisráðherra (og samverka- maður minn við flóðgarðinn á Siglufirði), hann segir: “Þetta er franska og þýðir frið þann 11. návember.” Mig dreymdi þetta um miðj- an október og sagði Leifi Hall- grímssyni og einhverjum af fiskimönnunum drauminn, svo kom eg til Winnipeg um mán- aðamótin okt.—nóv., og lét Ás- mund Jóhannsson og fleiri kunn ingja heyra draum þennan, — svona rétt til gamans, þá leit ekki neitt friðvænlega út, hvorki í Afríku né annars stað- ar á vígvöllunum, — en allir vita nú hvað gerðist í Afríku þann 11. nóvember, — bað var að vissu leyti friður, og mikill ávinningur fyrir bandaþjóðirnar, að fá Afríku-Frakkana á sína hlið, — og sjálfsagt hefir þessi skynúilegi viðburður komið mörgum á óvart. Eg áleit altaf eftir að mig dreymdi drauminn, að hann myndi aðallega standa í sam- bandi við frönsku þjóðina, eða hina sundruðu Frakka, — af því að draumgjafinn var fransk- ur, — en mér þótti ekki nafn túlksins (Hermann = hermað- ur) friðvænlegt, enda hafa mikl ar erjur og sundurlyndi átt sér stað milli Afríku-Frakkanna og hinna, sem eru á Englandi eða annarsstaðar utan Frakklands, og bamingjan má vita hvenært þar verður ein hjörð og eirni hirðir. Eg slæ hú botninn í þessar draumahugleiðingar og vík að veru minni hér með nokkrum orðum. Eg var hingað sendur frá Terrace til þess að matreiða fyrir þá, sem vinna við flug vallargerð hér) það var byriað á verkinu snemma í apríl, eg vígði hér nýtt og skemtilegt eldhús með tveimur heljarstór- um eldavélum, og margskonar þægindum, sem eg hef ekki átt að venjast í fiskiverbúðunum á Winnipeg-vatni, þetta á líka að verða framtíðarheimili flughers- ins, það er nú búið að vinna hér á þriðja mánuð, margar og miklar byggingar hafa risið upp og hingað koma oft flugvélar einhverra orsaka vegna, nýlega komu nokkrir yfirmenn úr flug hernum í konunglegum skrúða, þeir voru svangir og eg gaf þeim einhvern matarbita og kaffigutl, þeir þökkuðu mér með mikilli blíðu og sögðu að hér væri gott að koma, svo svifu þeir upp í loftið klukkan átta um kvöldið og hafa sjálfsagt náð háttum í V ancouver-borg, — því þangað var ferðinni heitið. Það hefir gengið treglega að fá nógu marga menn hingað, til þess að ljúka verkinu í tæka tíð, því alstaðar er eitthvað að gera um þetta leyti árs, það var því tekið til bragðs að láta drengina úr flugliðinu vinna hér líka eins og hverja aðra verkamenn, þeir eru nú hér milli 20 og 30, en alls vinna við flugvöllinn um 70 manns, og þessum náungum þarf eg að skamta þrisvar á dag, það er nóg að borða, þótt sumt sé takmarkað, við höfum á morgn- ana glóaldin fyrir eftirmat eða epla eða tómötu safa, og marg- ar tegundir af garðmat með aðalmáltíðunum svo og margar tegundir af niðursoðnum á- vöxtum, við fáum nærri dag- lega einhverskonar nýmeti vest- an frá Prince Rupert, en best af öUu þykir mér laxinn og lúðan úr Kyrrahafinu, og svo fáum við stundum silung og lax úr fljótinu, sem rennur í gegnum dalinn okkar, hann er ekki mjög breiður, en tignarleg fjöll til beggja handa, þau hafa haft alt fram undir þennan tíma mjallhvítan upphlut, en sól og regn hafa smátt og smátt upp- litað búninginn, fjöl'lin sýnast ekki mjög há, en þau eru þó sjö þúsund fetum hærri en eg sjálfur, — mig langar til að fara yfir þessi fjöll, — einhvern- tíma, til þess að vita hvað hinu- megin býr, en eg verð líklega að kúrast hér nokkrar vikur enn í eldhúsinu, því talsvert er eftir enn af verkinu, þar á meðal loftskeytastöð, sem byrj- að verður á bráðlega. — Eg hef hér tvær dalameyjar í þjón- ustu minni í eldhúsinu, þar ganga um beina og snúast í kringum mig við eitt og annað svo skiftast drengirnir úr flug- liðinu á um það að þvo matar- dallana, venjulega þrír í einu, þeir kalla mig altaf “Chef”, og finst mér álíka mikil virðing í þessu orði eins og að vera kallaður “séra” á íslenzku, en undarlegt er það, að mig skyldi aldrei hafa órað verulega fyrir fyrjr því að eg ætti eftir að verða nokkurskonar yfirmaður garpanna úr hinu konunglega Canadiska flugliði, en auðvitað skifti eg mér ekkert af því hvað þeir hafast að uppi í loft- inu, og læt mér nægja að þeir geri Skyldu' sína í eldhúsinu, þeir reyna að gera alt eftir bestu getu, og stundum sting eg einhverjum gómsætum mat- arbita upp í munninn á þeim og þá hæla þeir mér fyrir hvað þetta sé gott. “Það er langtum betra að borða hjá þér heldur en þar sem við vorum áður,” segja þeir stundum, þeir eru í úr öllum áttum úr landinu, sum ir héðan úr fylkinu, B. C., en aðrir alla leið austan frá hafi, einn þeirra austlendinganna sagði mér að bróðir sinn hefði verið um tíma á íslandi við herþjónustu og líkað þar sæmi- lega. Eg veit ekki um að hér sé nokkur íslendingur, en að Terrace hitti eg eina fjóra, sem hófu vinnu þar, og eina íslenzka stúlku, sem vann með okkur í eldhúsinu, (dóttir Davíðs Guð- mundssonar, Árborg, Man.), eg hef því engan til að tala við á móðurmálinu nema sjálfan mig, og það verð eg að láta mér nægja þótt leiðinlegt sé. / Það sefur hér í næsta her- bergi við mig franskur karl, hann segir að eg tali stundum upp úr svefninum á finsku! — en eg vil halda því fram að hann hafi ekki tekið rétt eftir, — eg muni tala upp úr svefn- inum á ísilenzku. “Það getur verið,” segir hann, og svo hlægjum við að öllu saman. Þessi aldurhnigni Frakki er gamall uppgjafa matreiðslu- maður, hann hefir eftirlit með vistum og tóbaki, stundum er hann mér hjálplegur við mat- reiðsluna þegar hann hefir tíma, hann matreiðir á frans'ka vísu, en eg á canadiska, og þegar við leggjum báðir sam- an, þá verður úr því brasi okk ar einhverskonar sósulomsa með nokkurskonar fromsuflens um, — það er ágætis hræri grautur og öllum verður gott af. Um tíðarfarið hér skal eg ekki vera ilangorður. Mér hefir líkað það sæmilega, hér eru næturnar svalar alt sumarið þótt stundum sé heitt á dag- :'»in, mér þótti veðrið í febrúar og apríl skemtilegast, þá var oft sólskin og blíða að heita mátti daglega, en nú um tíma hafa verði skúrir og súld við og við einmitt um sama leyti og miklir hitar hafa verið á sléttufylkjunum. — Eg get ekki annað sagt en að eg uni hag mínum hér sæmilega hjá Carter Halls félaginu, yfirmennirnir hafa verið liprir og sanngjarnir, félagið hefir hernaðarverk með höndum á fimm stöðum hér í fylkinu, og áætlað er að það verði fullgert innan nokkurra mánaða. Yfirmaður félagsins, sem ferðast á milli vinnustöðv- anna kom hingað eftir að eg hafði verið hér tíu daga, nann opnaði whisky-flösku og gaf mér staup og segir: “Drengjunum líkar vel að borða hjá þér, þeir eru ánægð- ari hér en þar sem þeir voru áður,* við skulum hækka kaup þitt um 25 dali á mánuði, og svo færðu að líkindum “bonus” þegar frá líður.” “Þetta er fallegt,” sagði eg, það er “oll ræt” sagði hann, og svo fór hann leiðar sinnar. Að síðustu bið eg Lögberg að flytja kæra kveðju mína til allra kunningja og vina. — bæði þessa heims og annars. Stefán B. Kristjánsson. Hæsta verð fyrir húðir. Fugla og dýra veiðileyfi seld. Er ístein’s "Limited. l General Merchanis SELKIRK, MANITOBA Sími 21 Innilegar hátíðarkveðjur til íslendinga í tilefni af íslendingadeginum. Armstrong Gimli Fisheries Limited 807 Great West Permanent Bldg. Winnipeg l 1 I £ I E S I I Í 1 Kjósendur í Selkirk kjördœmi! Greiðið atkvæði þeim frambjóðandanum, sem búsettur er í kjördæm- inu, og reyndur er að þeim hyggindum sem í hag koma. Þessi maður er Charles E. Fillmore í Clandeboye, frambjóð- andi Liberalflokksins; hann hefir að baki sér margra ára nytsama reynslu í meðferð héraðs málefna. Merkið kjörseðil yðar þannig: ISLENDINGADAGURINN I GIMLI PARK Mánudaginn, 2. ágúst, 1943 Forseti H. Pétursson. Fjallkona. frú Guðrún Skaptason Hirðmeyjar: Miss Guðrún H. A. Skaptason og Miss Helen K. Sigurðsson. Formaður íþrótlanefndar. E. A. ísfeld, Winnipeg. Kl. 10 f. h. íþrótlir á íþróttavellinum Smemtiskráin byrjar kl. 2 e. h. Dansinn byrjar kl. 9 e. h. SKEMTISKRÁ 1. O, Canada. 2. Ó, Guð vors lands. ræða, Hinrik S. f T ± T i i i ♦;♦ t t i ♦;♦ : f f f f f f f t ♦:♦ f t t f ♦> 3. Forseti, H. Pétursson, setur sam- komuna. 4. Karlakór íslendinga í Winnipeg. 5. Ávarp “Fjallkonunnar” frú Guðrún Skaptason. / 6. Karlakórinn. 7. Hon. Stuart S. Garson, Premier of Manitoba. 8. Karlakórinn. 9. Minni íslands, Björnsson. 10. Minni Islands, kvæði, Páll S. Pálss. 11. Canadisk borgararéttindi og borgara skyldur, frú Ingibjörg Jónsson. 12. Karlakórinn. 13. Landneminn, kvæði, E. P. Jónsson. 14. Endurminningar frá landnámstíð, G. J. Guttormsson. * f f f ♦:♦ 15. Karlalcórinn. God Save the King. Kl. 4 Skrúðganga. Fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. Kl. 7 Almennur söngur, undir stjórn Paul Bardal. Kl. 9 Dans í Gimli Pavilion. Aðgangur að dansinum 25 cent. O. Thorsteinsson Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í garðinn 25 cent fyrir fullorðna, 10 cent fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhom og hljóðaukar verða við allra hæfi. Sérstakur pallur fyrir Gullafmælisbörnin og gamla fólkið á “Betel”. Karlakórinn syngur undir stjórn Gunnars Erlendssonar. Takið efiir auglýsingu um "Traina"-ferðir og fargjald. milli Gimli og Wpg. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.