Lögberg - 12.08.1943, Side 1

Lögberg - 12.08.1943, Side 1
Canadísk borgararéttindi og borgara skyldur Eftir Ingibjörgu Jónsson. (Gimli 2. ágúst, 1!)43) í dag minnumst við ættlands okk- ar, Islands; við minnumst feðra okk- ar og mæðra, landnemanna íslenzku og við hyllum okkar eigið land, Canada, landið sem elur okkur. Við höldum þessa hátíð í þeirri trú, að iiollusta við erfðir okkar og hollusta við land okkar haldist í hendur. Við trúum því að við verðum betri kon- ur og menn — betri canadiskir borg- arar — ef við kunnum að meta og bera lotningu fyrir því, sem fagurt og göfugt er í menningarerfðuni okk- ar; að við sýnum manndóm með því að bera rækt til feðra okkar og mæðra og minnast þeirra með þakklæti og virðingu. Aldrei hefir landi okkar legið meir á en nú að eiga góða borgara —- konur og menn, sem kunna að meta og virða það, sem dýr- mætt, er og eru reiðubúin að leggja fram fórnir því til varnar. Canada hefir nú staðið í grimtni- legu stríði í hartnær fjögur ár gegn einræðisstjórnum, sem áformuðu að hneppa allar þjóðir heimsins í lík- amlegan og andlegan þrældóm. Að- ferð þessara ófriðarstjórna var sú, að sundra og sigra — spilla samvinnu meðal þjóðanna fyrir sameiginlegu öryggi, og leggja þær síðan undir sig, eina og eina í senn, þar til allar væru yfirbugaðar. Þessi aðferð heppnaðist þeim lengi vel, sökum þess að marg- ar þjóðir trúðu því að þær myndu ó- hultar gegn ofbeldisþjóðunum, ef þær aðeins lýstu yfir hlutleysi stnu. Þeim varð ekki að trú sinni og ein þjóðin af annari varð árásarvörgunum að bráð. Hefði Bretland fallið og óvin- irnir náð brezka flotanum á sitt vald, þá var röðin komin að okkar landi —• Canada. En Bretland, þetta forna vígi lýðræðisins, féll ekki. Þjóðin okkar, Canada, og hinar þjóðir brezka rikjasambandsins fylktu sér að baki Bretlands. Viðnám þessa .þjóðasam- bands ásamt vörn Kínverja bjargaði mannkyninu frá því að vera dregið til baka niður á frumstig villimensk- unnar. Eftir að óvinirnir réðust á Rúss- land og Bandaríkin, sameinuðust loks allar þessar þjóðir um það að verja frelsi sitt, brjóta ofbeldisöflin á bak aftur og leysa hinar undirokuðu þjóð- ir úr ánauð. I dag erutn við ekki lengur í varnarstöðu; við sækjum á, og það er undir okkur komið, borg- /Urum þessara landa, hve sigursæl sóknin verður og hve fljótt við getum bundið enda á þessa ægilegu styrjöld. Ungmenni okkar sækja fram á sjó, a landi og í lofti, gegn óvinunum og leggja fram dýrustu fórnir, jafnvel lífið sjálft, í þjónustu lands okkar. Við, sem heima sitjum verðum að standa að baki þeirra sem einn mað- ur og veita þeim allan þann stuðning, sem við getum í orðum og verkum. Því betur, sem við rækjum þá skyldu, því fyr koma þeir heim. Það er mannlegt eðli að meta ekki íyllilega það, sem maður hefir tekið 1 arf og ekki barist sjálfur fyrir að oðlast. Okkur, sem njótuni þeirra réttinda, sem lýðræðisland veitir Þegnum sínum, hættir oft við að taka þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. Enginn veit hvað átt hefir fyr en luist hefir. Hinar undirokuðu lýð- ræðisþjóðir munu nú skilja fyllilega Sddi þeirra réttinda, sem þær hafa verið sviftar. Stjórn hins undir- okaða lands er sjálfvalin klíka, sem ekki má finna að við og ekki er hægt að víkja úr sessi hvað mikilli kúgun sem hún beitir. Skipunum þessarar klíku verður fólkið að hlýða mögl- unarlaust. Spæjarar stjórnarinnar eru alstaðar á verði gegn því að frjáls hugsun sé látin í ljósi. Gerist nokkur svo djarfur að finna að gerðum ein- ræðisstjórnarinnar er honum þegar varpað í fangabúðir, þar sem hann er kvalinn og pindur til þess að segja til annara, sem kunna að vera á móti harðstjórunum. Allar menningar- stofnanir, skólar, kirkjur, blöð, bæk- ur, útvarp, leikhús, o. s. frv. eru tekn- ar í þarfir stjórnarinnar, til þess að móta hugsun fólksins í samræmi við kenningar flokksins. Hver sem ekki sættir sig við þennan andlega og lík- amlega þrældóm er ofsóttur miskunn- arlaust. Allir hafa heyrt um bóka- brennurnar, um ofsóknirnar gegn mentamönnum, kennurum og kirkjum. Og allir hafa heyrt um hvernig alt fólkið í vissum þorpum hefir verið myrt sökum þess að það dirfðist að sýna mótþróa. Ungmenni Canada eru að berjast í dag til þess að verja okkur frá því að við verðum slíkum harðstjórum að bráð. Þeir eru að verja réttindi þau, sem við njótum sem borgarat í lýðræðislandi. I okkar landi höfunt við rétt til okkar eigin skoðana t pólittskum, trúarbragða og mannfélagsmálum. Við megum láta skoðanir okkar í ljósi, afla okkur skoðanafylgjenda og mynda flokka um áhugamál okkar. Við megum finna að við hvort annað og fimir. að við stjórnina, og við höfuni rétt til þess að víkja stjórninni frá völduin ef að við erum óáuægð með hana. Atkvæðisrétti okkar get- um við beitt til þess að kjósa þá stjórn, sem við æskjum og til þess að koma fram lagabreytingum, ef okkur finst viss lagaákvæði óréttlát eða úrelt. Ef við erum ólögum beitt höfum við ÖIl santa rétt til að sækja réttindi okkar fyrir dómstólum lands- ins. En við höfum ekki rétt til þess að taka lögin í okkar hendur, né höf- um við rétt til þess að reyna að breyta lögunum né breyta stjórn landsins með því að prédika ofbeldi eða beita ofbeldi. Slíkt eru ólög, en með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Ógæfa undirokuðu þjóðanna færir okkur heim sanninn um það hve skoð- anafrelsi okkar og lýðræðisréttindi þau, sem við njótum eru mikils virði. En lýðfrelsi okkar er samt langt frá því að vera fullkomið og þessvegna tapaði margt fólk trúnni á það og heilar þjóðir voru kærulausar um þessi réttindi sín og seldu þau í hend- ur einræðisstjórna, sem lofuðu þeim gulli og grænum skógum. Fólkið hugsaði þannig: Hvers virði er mér atkvæðisréttur, ef eg fæ ekki að vinna fyrir lífvænlegu kaupi, ef eg þarf að þiggja atvinnuleysisstyrk og tapa þannig sjálfsvirðingu minni, ef börn líða skort en á sama tima er mjólk helt niður og korn og ávextir plægðir í jörð, ef ungmennin fá ekki þau tækifæri, sem þeim ber, en lenda á flæking landshornanna á milli í at- vinnuleit? Fyrir tuttugu og fimm ár- um fórnuðum við þúsundum manns- lífa til þess að verja lýðfrelsi okkar, en það lýðfrelsi veitti okkur ekki ör- yggi gegn skorti eða öryggi gegn at- vinnuleysi. Leiðtogar lýðræðisþjóðanna hafa svarað kröfum fólksins um að lýð- frelsið yrði gert víðtækara. I janúar 1942 lét Roosevelt forseti svo um- mælt að tryggja bæri þjóðunum fer- falt frelsi: málfrelsi, trúfrelsi, frelsi án skorts og frelsi án ótta. Á fund- inum á Atlantshafinu gerðu Churchill og Roosevelt sameiginlega yfirlýsingu um að þetta væri takmarkið að strið- inu loknu. Margar lýðræðisstjórnir eru þegar farnar að gera áætlanir, sem stefna að þessu takmarki; á það benda Beveridge áætlunin á Bretlandi og Marsh áætlunin í Canada. Nýlega héldu fulltrúar frá sameinuðu þjóð- unum þing í Hot Springs, Virginia, til þess að ræða samvinnu þjóðanna á sviði framleiðslu og útbýtingu mat- væla. Alt þetta eru spor í rýtta átt og' munu sennilega bera mikinn árangur ef fólkið í heild sinni fylgir þessu fast eftir og krefst framkvæmda. En hið sanna lýðfrelsi, sem veitir hverj- um einum hlutdeild í gæðum jarðar- innar og tækifæri til þess að þroskast á þann hátt, sem honum var áskapað munum við sennilega ekki öðlast fyr en gagngerð breyting yerður á hugs- unarhætti okkar. Síngirni og gróða- hvöt hafa fylgt mannkyninu frá upp- hafi, en eftir byltinguna í iðnaðinum, þegar að vélaöldin hófst, voru þessar hvatir hafnar upp í veldi dygðanna. Það var álitin dygð að græða fé og komast yfir auðæfi og völd. Það var álitið að sá maður, sem gæfi sig al- gerlega að sínum persónulegu hags- munum væri um leið að vinna að hags- fhunum almennings, og það var álitin goðgá ef að stjórn fólksins fetti fing- ur út í gerðir manna á iðnaðar og viðskiftasviðinu. Aldrei í veraldar- sögunni hefir mammon verið dýrk- aður eins og á siðastliðnum tveimur öldum. Árangurinn af þessum hugsunar- hætti og þessari ótakmörkuðu sam- kepni, er loks orðinn sá, að stóriðn- aðurinn og viðskiftin á heimsmark- aðnum eru komin i hendur auðvalds- hringa, sem ráða framleiðslunni, skiftingu nauðsynjanna og verði þeirra. Þessir hringir starfa ekki aðaliega í þágu almennings; það sem ræður gjörðum þeirra ér fyrst og fremst gróðahvötin. Þegar talað er um auðvald er auð- vitað ekki átt við þá einstaklinga, sem komist hafa yfir nokkurt fjármagn sökum atorku sinnar og hagsýni og geta þannig oft skapað skilyrði til Framhald á bls. 4 Islenzkir sjómenn heiðraðir fyrir björgunarafrek Eimskipafélag íslands hefir sæmt 10 háseta og einn farþeka á e.s. Brú- arfossi heiðursviðurkenningu fyrir frækilega björgun úr sjávarháska. Brúarfoss var í skipalest á leið- inni milli New York og íslands. Varð skipalestin fyrir 5 sólarhringa lát- lausri kafbátaárás og bjargaði Brúar- foss áhöfninni af einu skipanna, sem sökt var, 40—50 manns. Nokkrir menn af Brúarfossi þar á meðal einn farþegi sýndu sérstakan dugnað og fórnfýsi við björgunina og lögðu jafnvel líf sitt í hættu. Viðurkenningarskjal Eimskipafé- lagsins, sem undirritað er af stjórn félagsins hljóðar þannig: “Stjórn og framkvæmdarstjóri h.f. Eimskipafélags íslands vilja hér með tjá yður virðingu sína og þakklæti fyrir djarflega framgöngu við björg- un skipshafnarinnar af e.s. “-----” um borð í skip vort e.s. “Brúarfoss” á leið frá Ameríku. Með hluttöku yðar i umræddu björgunarstarfi, þar sem þér af frjálsum vilja lögðuð líf yðar í hættu hafið þér varpað ljóma yfir sjómannastétt íslands.” Eftirtaldir menn, áhöfn og farþegi á Brúarfossi, hlutu heiðursviðurkenn- ingu Eimskipafélagsins: Kristjón Aðalsteinsson, 2 stýrimaður, Sigurður Jóhannss. 3. stýrimaður, Jörundur Gíslason 4. vélstjóri, Guðmundur Sigmundsson lofskeytam., Svavar Sigurðsson háseti, Geir Jónsson, háseti, Einar Þórarinsson háseti, Kristján Einarsson, farþegi |Þ|órarinn Sigurjónsson, liáseti, Sigurbjörn Þórðarson, háseti, Gunnar Einarsson, kyndari. Hr. Hinrik Björnsson sendiráðsskrifári frá Washington og frú hans, lögðu af stað heim- leiðis á laugardaginn eftir rúm- rar viku dvöl í Winnipeg. Létu þau hið besta af viðkynningu sinni af fólki hér, og eins má óhætt segja að fólki hér hafi verið ,hin mesta ánægja af að kynnast þeim. Þau eru bæði einkar prúð og ljúfmannleg í viðmóti. Á föstudagskvöldið var þeim haldið samsæti á Royal Alexandra hótelinu. Rúmlega hundrað manns voru viðstaddir. Fór samsætið fram hið besta með stjórn Hannesar Péturssonar. Auk hans fluttu ræður þeir hr. Jón J. Bíldfell fyrir minni Is- lands, séra Philip Petursson fyrir minni frú Torfhildar og. séra Valdimar J. Eylands fyrir minni heiðursgestsins. Er ávarp hins síðastnefnda birt á öðrum stað í þessu blaði. Á milli ávarpanna fór fram söngur undir stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar, en dóttir hans Agnes aðstoðaði við hljóðfærið. í lok samsætisins þakkaði hr. Björnsson fyrir sig og hönd konu sinnar með lipurri ræðu, og mælti einnig nokkur orð á ensku Lauk þannig heimsókn þessara góðu gesta til Winnipeg í þetta sinn. En vér vonum að leiðir þessara góðu hjóna liggi brátt aftur hingað vestur Islendingadagurinn í Blaine, Wash. 25. JOLf, 1943 Dag-urinn rann upp ríkur af sól og suniri, eins og flestir dagar hér eru á þessum tíma ársins. Himininn var heiður og blár, hvergi sást skíhnobri á lofti. Sólin streymdi sínum lífgandi geislum yfir lög og láö, svalur sjáv- arblærinn hressir alt sem lifir og gef- ur því nýtt líf og fjör. Öll náttúran í kringum mann er skrautklædd i sín- um marglita SumarskrúíSa, og virSist brosandi bjóöa öllum góðan daginn. Loftið er' svo hreint og tært að jafn- vel fjöllin í kring virðast “krjúpa á kné” næstum við fætur manns, þó við vitum að þau eru i nokkurra mílna fjarlægð. Náttúran hefir ekkert sparað til að gera þennan hátíðisdag okkar hátíð- legan, barasta að okkur takist eins vel að gera þannan dag hátíðlegan í end- urminningum allra þeirra, sem taka þátt í því. 1 dag er íslendingdagshátíð haldin í Blaine, einasti dagur ársins, sem við höfum helgað okkur. í dag, að minsta kosti, ættum við allir og öll að vilja vera íslendingar; allar leiðir Is- lendinga á þessurh slóðum ættu að liggja til Blaine i dag. Það er það minsta, sem hver og einn getur gert, til að styrkja þessa þjóðræknisstarf- semi með nærveru sinni. Nefndin, sem kosin var norðan megin landamæranna hafði ráðstafað því við B. C. Electric félagið, að hafa nóga vagna til að taka alla þá, sem vildu sækja hátiðahaldið í Blaine, til Cloverdale, B.C. með lestinni sem fer þangað kl. 8.45 f. h. frá Van- couver. Fjöldi af löndum hafði safnast saman á vagnstöðina, allir komust um borð, þó þröngt væri, og margir urðu að standa í byrjun, en eftir því sem lengra var farið^ smá rýmkaðist, svo allir fengu sæti. Til Cloverdale var komið um kl. 10 f. h. þar sem allir landarnir fóru af. Svo þá var helst til of mikið rúm á lest- inni. í Cloverdale mætti gestunum hópur af mönnum með bíla, til að taka allan hópinn til The Peace Arch jPark, í Blaine, þar sem hátíðarhaldið fór fram. Svo var aljur hópurinn keyrður til baka til Cloverdale kl. 7 um kvöldið; alt var þetta gert kostn- aðarlaust. Þegar eg vildi þakka hon- um, sem eg. keyrði með fyrir fyrir- höfnina, þá þótti lionutn það ekki nema því að minnast á það. Býst eg við að allir hinir keyrslumennirnir hafi verið sama hugar. Eg er sann- færður um það, að hver og einn í okkar hóp sendir keyrslumönnunum innilegt þakklæti fyrir rausn þá og gestrisni, sent þeir sýndu okkur. Klukkan var um 11 f.h. er hópur- inn kom til Peace Arch Park. Þar sem skemtiskráin byrjaði ekki fyr en kl. 1.30 e.h. þá brúkaði fólkið vel þann tíma til að mæta gömluni vinum og skyldfólki, sem ekki hafði sézt í fjölda tnörg ár, í mörgutn tilfellum voru það 40 til 50 ár, var þá margs að minnast frá ‘hádegi lífsdaganna” og sólskini æskunnar. Var öllum þeim tima vel varið, og ekki minsti þáttur- inn til að gera þetta hátíðahald skemti- legt og endurminningarnar um þessa santfundi munu lifa það sem eftir er, t hugum okkar flestra. Stundvíslega kl. 1.30 e. h. byrjaði hátiðarhaldið. Forsetinn, AndreW Daníelson setti samkomuna með snjöllu ávarpi. Eg ætla ekki að skýra neitt frá skemtiskránni, það verða sjálfsagt aðrir til þess. Máske ræð- urnar og þrjú frumort kvæði birtist i íslenzku blöðunum. Voru allir, sem á dagskránni voru okkar heimamenn og konur hér á vesturströndinni, nema séra Sigurður Ólafsson frá Sel- kirk, Man. Eitt var það, sem eg sann- færðist um er eg hafði hlustað á skemtiskrána, en það var það, að við geturn ekki, eða þurfum ekki, að fá neitt frá öðrum til að halda okkar þjóðræknisdaga, við fáuni ekkert betra en við Jiöfum að bjóða sjálfir, eins og nú stendur. Annað var það sem mér þótti mikils vert, svo að ís- lendingurinn í mér varð dálítið hreik- inn, og er mikils vert-fyrir okkur alla landana hér á vegturvegum, var það, að sumt af kvæðum þeim, sem sung- in voru, voru eftir skáldkonuna okk- ar hér vestra, Jakobínu Johnson. Einnig voru sum lögin, sem sungin voru, raddsett af H. S. Helgason í William Bryce Hinn nýkjörni C.C.F. þing- maður Selkirk kjördæmis var kosinn með miklum atkvæða- mun umfram gagnsækendur sína í kosningunum á Þriðjudaginn. Er þetta fyrsti kosningasigur þessa flokks í fylkinu utan Winnipegborgar. Annar merk- isberi sama flokks var kosinn í Humboldt kjördæminu í Sas- katchewan. Heitir hann Joseph W. Burton. Bellingham; voru þau bæði leidd fram á ræðupallinn og kynt öllum af söng- konunni Ninnu Stevens. Var þeim fagnað með fjörugu lófaklappi. Þau Ninna Stevens og Júl. Samuelson sungu nokkra einsöngva. Var þeim báðum vel fagnað með lófaklappi, og kölluð upp aftur og aftur. Alt á dagskránni var á íslenzku, nema ein ræðan flutt af M. M. Linfors ritstjóra fyrir sænskt blað, sem "gefið er út t Vancouver. Hann og Magnús Elías- son hafa mest unnið að því, að koma á meiri samvinnu í öllum félagsmálum milli skandinavisku þjóðanna, Dana, Norðmanna. Svía og íslendinga. Hafa nokkrar samkomur verið haldnar, þar sem allir þessir þjóðflokkar hafa sam- eiginlega tekið þátt í. Það var talið, að um 200 manns hafi sótt þetta mót, frá Vancouver og New Westminster. Er það ótrú- lega fátt af öllunt þeim fjölda sem er hér búsettur, frá 1500 til 2000 manns. Vonandi er, landar góðir, að þið verðið árvakrari næsta ár og minnist skyldunnar, sem á okkur hvílir gagpt- vart þjóðræknisstarfseminni, sem allir góðir og gildir íslendingar vilja styðja af fremsta tnegni. Þessi Is- lendingadagshöld eru stór þáttur í þjóðræknisstarfsemi Vestur-íslend- inga. Stígið því á stokk og strengið þess heit, að fornum sið, að þið og alt ykkar sifjalið, sækið íslendinga- daginn næsta ár. — Hvorki þið né börnin ykkar inega missa af þvt. Peace Arch Park er fagur og minn- ir gesti sína á að vera friðsamir; líka voru það allir i þetta sinn. Við Van- couver-búar þekkjum engan fegri stað á þessari jörð en Stanley Park í Vancouver. S. Guðmundsson. Myndin er-af svif-flugu, sem notuð er til herflutninga; stjórnendur þeirra eru sérstak- lega valdir fyrir harðfylgi og einbeittni.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.