Lögberg - 12.08.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.08.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST. 1943 Hin harðsnúna lögregiusveit Eflir Edgar Wallace. “Öllu nema einni eða tveimur únsum,” endui tók Tiser. “Hvað meinið þér, minn kæri Mark?” “Hún tók ofurlítið af því og lét það í litla öskju, og hafði heim með sér, það getur komið mér í vandræði. Eg hafði vakandi auga á henni meðan hún var að leyta að pakkanum — eg treysti ekki önnu, hún er of kunnug Bradley. En eg býst samt ekki við að hún geri neinn hávaða um þetta. Eg leigði mér bíl og fylgdi henni eftir alla leiðina, og horfði á hana þegar hún fann pakkann. Eins og eg hef sagt, fleygði hún mestu af því, en hún tók nógu mikið með sér til að koma mér í alvarlega hættu. Það er sem eg er að kvíða fyrir. Hún hefir stefnumót við Bradley; hann kemur heim til hennar klukkan níu í kvöld.” “Hvernig vitið þér það?” spurði Tiser. Mark var undarlega rólegur; en vanalega var hann stórbokkalegur, og leið ekki að hann væri spurður nokkurs. Hann tók bréf upp úr vasa sínum og fleygði því á borðið. “Það er bréf frá Bradley,” sagði hann. “Eg mætti drengnum sem var sendur með bréfið, og tók við því af honum.” Bréfið var stutt og ákveðið. Kæra Anna! Eg er hræddur um að eg geti ekki komið í kvöld — eg hefi mjög áríðandi máli að sinna. Getið þér hitt mig á morgun? Tiser hallaði sér aftur í stólinn, náfölur og skjálfandi. “Hvað meinar þetta?” spurði hann skjálf- raddaður. Mark leit á hann með fyrirlitningu. “Mun líða yfir yður ef eg segi yður eins og er? Annaðhvort hefir hún cocainið, eða Bradley sem stofnar okkur í beina hættu, eða hún hefir tekið það til að fullvissa sig um að það hafi verið cocaine sem hún keyrði út með. Hvort heldur sem er, er hún orðin okkur hættnleg. Það verðuf einhver að fara til París í fyrra- málið, og senda kveðju til Bradley frá Boulogna, með hraðskeyti, undir nafni önnu.” Tiser leit upp, undrandi. “Hvað verður um önnu?” spurði hann for- viða. “Þér segið að það séu engir hér á heimilinu, — það ætti að vera auðvelt.” Síminn hringdi, og Tiser flýtti sér í ofboði að símanum. “Ansið þér símanum, og vitið um hver er að tala,” skipaði Mark. Tiser tók upp heyrnartólið með skjálfandi hendi. “Hver —” byrjaði hann að segja, en þá allt í einu þekkti hann málróminn. “Eruð það þér, góði Tiser? Er Mark minn þarna? Eg þarf að tala við hann.” Tiser lagði lófann fyrir símatúðuna. “Það er Eli,” hvíslaði hann í hásum róm. “Hann vill fá að tala við yður, Mark.” Mark hrifsaði heyrnatólið úr hendi hans. “Eli, hvað vilt þú mér?” spurði hann snökkt. “Hvar ert þú staddur núna?” Hann heyrði ofurlitla skríkjur. ^ “Eg er ekki í Meyjastiganum núna hí hí. Við höfum ekki síma þar. Eg skal bráðum sjá yður, Mark. “Hvar ertu?” spurði Mark aftur. “Komið þér í Meyjastigann, Mark — ekki á morgun, en daginn eftir, komið þér með ungu stúlkuna, hí hí — systir vinar okkar, Ronnie. Veslings pilturinn — Mark heyrði að hann var að tala við ósýni- legu börnin, eins og hann var vanur. “Já, eg skal koma þangað.” “Og þér komið með minn kæra vin, Tiser með yður? Já eg held að þér komið, Mark — eins og eg var búinn að missa mynnið, þá man eg nú, allt svo vel.” Það var ekkert efamál,' að í þessum sundur- Iausu orðum fólst hótun. “Á föstudaginn, á hvaða tíma?” Gamli maðurinn ansaði ekki og Mark heyrði að símanum var lokað. “Hvað vildi hann, Mark? Hann er þó von- andi ekki að koma okkur í nein vandræði, eða hvað?” Mark horfði með fyrirlitningu á þennan hug- lausa félaga sinn, og honum hefði verið hin mesta ánægja, að gefa honum ærlega á kjaft- inn. “Hann er búinn að fá minnið aftur,, en hver tekur þennan vitlausa gamla djöful trúanleg- ann?” Hann stóð upp og fór að símanum. Tiser heyrði hann kalla upp símanúmer önnu, sem jók á óstyrk hans og hræðslu! “Eruð það þér Anna? Það er Mark sem er að tala. Eg er staddur á Heimilinu. Bradley er hér, hann vill sjá yður í sambandi við það sem þér komuð með frá Ashdown.” Anna varð alveg hissa. “Það sem eg kom með?” “Þér vitið það, Anna. Hann segir að þér hafið komið með litla öskjur fullar af cocaine — já, cocaine, þér vitið hvað það er.” Það var óþolinmæði og einlægni í röddinni, sem sannfærði hana um að hann væri að segja satt, og að Bradley væri þar, og xannsókn yrði hafin, fanst henni trúlegt. “Eg skal koma strax.” “Takið þér leiguvagn,” sagði ’nann og lokaði af símanum. Tiser starði undrandi á hann. “Því eruð þér að láta hana koma hingað?” spurði hann með ákefð, en Mark ansaði ekki spurningunni. Hann kveikti sér í vindling og púaði reyknum út úr sér með ákefð. “Munið^þér eftir vandræðunum sem lentum • í fyrir fjórum eða fimm árum, út af mann- inum, sem gerði hér uppreisnina á Heimilinu, að náttu til?” spurði Mark. Tiser gaf merki um. að hann myndi það. “Hvað gerðum við við hann?” spurði Mark. Tiser stundi við, eins og sársaukakend endur- minning væri vakin upp í huga hans. “Minn kæri Mark, þér vitið hvað við gerð- um. Það voruð þér sem stunguð upp á því, að mig minnir. Við settum hann í númer sex. En við höfum ekki brúkað það síðan.” Mark knikaði kolli. “Við settum hann í númer sex, svo hann gæti sagt eins mikið og hann vildi, og enginn heyrði til hans, var það ekki ágætt ráð?” spurði hann hörkulega. “Það herbergi er tómt núna?” “Já, Mark —- en þér gerið það ekki — þeir leita þar fyrst aftir henni”. “Því þá,” spurði Mark. “Ef Bradley fær hraðskeytið í fyrramálið, sem segir að Anna hafi farið burtu, þá skiftir hann sér ekki meira um hana. Eg skal sjá um að ferðakistan hennar sé tekin burt úr íbúð hennar, og allt sem henni tilheyrir.” Tiser engdist sundur og saman í stólnum, eins og hann hefði óbærilegar kvalir. “Gerið þér það ekki, kæri Mark, gerið það ekki! Vesalings stúlkan —”. . “Þér eruð ekki að hugsa um yðar vesling sjálfan, eða eruð þér?” spurði Mark kulda- lega. í “Hafið þér hugsað um hverju, að síðustu tuttugu og fjórir tímarnir í fangaklefa dauða- dæmds manns muni vera — hvenær þér legg- ist á bakið og hvenær þér farið á fætur — hvað þér hugsið um þegar þér opnið augun? Ef þeir taka vitnisburð Eli gamla gildan, þá verðum við báðir hengdir. Þeir geta aðeins hengt okkur einu sinni, þó við hefðum drepið hvert mannsbarn í Lundúnaborg.” “Þér ætlið þó ekki að drepa hana?” spurði Tiser í ofsa geðshræringu. “Eg lýð það ekki —”. Mark tók með sinni þykku og sterku hendi fyrir munn Tisers, og þrýsti honum niður í stólinn. “Sitjið þér bara kyr, eða eg skal taka ómakið af Mr. Steen- Hvað óttist þér?” Það leið gáð stund áður en Tiser gæti náð sér, hann varð svo skelkaður af því sem Mark hafði sagt. Það var barið að dyrum, Mark opnaði hurðina, og sá Önnu standa við dyrnar. “Hvernig komust þér inn?” spurði hann í fremur höstum róm. “Hurðin var opin,” svaraði hún. Mark gekk snúðugt framhjá henni. Hús- gæzlumaðurinn var farinn. Hann hafði búist við að vera látinn fara úr vistinni, og hafði farið með ýmsa verðmæta muni, sem ekki var saknað í bráð. Mark lokaði vandlega úti hurð- inni, og sneri svo til Önnu, sem var komin inn í stofuna. “Hvar er Bradley?” spurði hún. “Hann fór út en hann kemur strax aftur. Það hefir verið hann sem skildi hurðina eftir opna, fáið yður sæti, Anna. Hvaðan stafar þetta umtal, að þér hafið tekið með yður cocain frá Ashdown til London?” Hún sat um stund þegjandi, og starði á gólfið, þar til allt í einu að hún leit upp. “Já, eg tók með mér svolítið af cocaine til London. Eg vildi vera viss um hvað það væri sem þér létuð mig keyra út með. En, Mark, þér hafið altaf logið að mér. — Það var sann- leikur sem Bradley sagði mér um það.” “Mr. Bradley hefir altaf rétt fyrir sér, er ekki svo?” sagði hann í háði. “Því ekki, sjálfur hjartaásinn meðal lögreglunnar! Þér hafið kom ið mér í mjög hættulegar kringumstæður, og þér verðið að hjálpa mér út úr því. Bradley hefir fundið talsvert af því hér, og vill láta yður segja til um hvað það var sem þér keyrð- uð út með.” Hún horfði undrandi á hann. “Hvernig get eg gert það? Eg sá sjaldnast pakkana sem eg fór með,” svaraði hún. Hún veitti Tiser, sem sat í hnipri í stólnum sem Mark henti honum í enga eftirtekt. Hann var öskugrár í andliti, og var óaflátanlega að flétta sínar beinaberu og löngu fingur hvern yfir annan. “Ef þér getið þekt þá pakka sem þér hafið farið með, þá er yður frjálst að segja til þess þeir eru fimtíu, eða þar um bil,” sagði Mark. Hann opnaði hurðina og gaf henni merki um að fylgja sér, og hún fylgdi honum hiklaust upp stigann. Næst við stigann, þegar upp var komið, var afar þung hurð, sem hann opnaði. Það var myrkur í herberginu, en hann kveikti ljós sem gaf daufa birtu, en nóg til þess að ■hún sá að þetta herbergi var afar ógeðslegt. Þar voru engin húsgögn nema lélegt rúmstæði, einn gamall stólgarmur, og brotin vatnskanna. “Þarna er það,” hann benti henni bak við hurðina, og hún fór án frekari hugsunar inn í herbergið. Hann spirnti jafnskjótt með fætinum í hurð- ina, og hún féll í lás. Hún horfði eitt augna- blik á hann, og gat ekki áttað sig á hvað. hann hafði í huga, hljóp því næst að dyrunum og ætlaði út, en hann tók hana í fang sér og hélt henni. “Það er til einskis fyrir yður að hljóða upp eða kalla,” sagði hann. “Þetta herbergi var sérstaklega svo tilbúið, að hið kyrláta fólk sem hér býr á Hammer- smith, væri ekki ónáðað með neinum hávaða. Við höfum haft hér í þessu herbergi menn sem hafa haft drykkjuæði. Það heyrist ekkert héðan hvað hátt sem er haft.” Hún sá nú að veggirnir voru lagðir að innan með þykkum stoppuðum dúk, og að það var enginn gluggi á herberginu, aðeins ofurlítill strompur upp í gegnun^ loftið, hann sá að hún hvítnaði í andliti, er hún gerði sér ljóst í hvaða hættu að hún var stödd. “Bradley og þessir vinir yðar verða að fljúga ef þeir ætla að ná þessari dúfu,” sagði hann ögrandi. “Anna þér hafið verið slæm stúlka.” “Lofið mér að fara út, viljið þér gera svo vel.” “Þér verðið hér einn eða tvo daga, eða þar til eg er kominn burt úr landinu. Ef þér gerið mér nokkra frekari erviðleika, verið þér út úr landinu, og út úr heiminum, löngu áður en eg verð kominn til Sauthamton.” Hann sagði þetta í viðfeldum róm, en hún gerði sér ljósa grein þeirrar ægilegu hótunar sem lá í orðum hans. Anna var ekki hræðslugjörn, en nú greip hana hræðsla. Hún vissi að Bradley var ekki í húsinu, og hafði ekki komið þar, og sagan sem Mark sagði henni um rannsóknina var blá- ber lygasaga. “Mark, þér eruð að reyna að gera yður skáld- legan,” sagði hún, og reyndi að hafa vald á málróm sínum. “Þér vitið vel hversvegna að eg tók svolítið af cocaininu og hafði með mér til London — eg vildi ver viss um, hvort það væri saccharine eða ekki, og það var eina ráðið fyrir mig að komast að því.” “Þér hafið þó ekki sent það til að láta rann- saka það, vona eg?” spurði hann í ertni. “Það var ekki nauðsynlegt. Eg þurfti ekki annað en snerta það með tungunni til að vera viss um að það var ekki saccharine, heldur þetta hræðilega eitur. Ef eg hefði haft í huga að koma yður í hendurnar á lögreglunni, því skyldi eg þá ekki hafa farið með pakkann til London? Því skyldi eg hafa eyðilagt svo gott sönnunargagn gegn yður, með því að fleyja því í tjörnina?” Mark hugsaði sig um eitt augnablik, hann var fljótur að hugsa. “Þetta er rétt ályktað, mín kæra Anna, en eg ætla að hafa yður hér, einn eða tvo daga, í tilfelli ef nokkuð kemur fyrir. Eg skal sjá um að þér fáið nóg að borða.” “Því ekki að lofa mér að fara til Parísar?” spurði hún, með ofurlitlum óstyrk í rómnum. “Þá væri eg með öllu úr vegi, Mark. Þér þyrftuð ekki að óttast að eg sæi Mr. Bradley.” “Þér getið farði til París egtir tvo eða þrjá ciaga,” svaraði Mark. “En á meðan verðið þér hér — og þér getið verið þakklátar fyrir það ■ þegar þér farið að sofa í kvöld, að þér eruð vissar um að vakna upp í fyrramálið.” Hann opnaði hurðina og sneri bakinu að henni. Áður en hann varði hafði hún gripið um handlegginn á honum og snúið honum í kring. Þar eð hann var ekki við þessu búinn, misti hann sem snöggvast jafnvægið, og áður en hann gat áttað sig, hafði hún opnað hurðina og hlaupið út, en áður en hún komst að stiganum, náði Mark henni, og hélt utan um hana með annari hendi, en hinni fyrir andlit hennar. “Hvað gengur á hér?” Mark leit í kringum sig og sá, sér til mik- illar undrunar, Sedemann gamla standa þar rétt hjá sér. Hann var aðeins hálfklæddur, í buxum og uppletaðri skyrtu; hið mikla hvíta skegg hans flaxaðist til hliðar fyrir dragsúg frá opnum glugga, sem gerði hann skringilega afkáralegann ásýndum. Á hið hárlausa höfjjjð hans skein eins og vel skygða málmkúlu, og í hendinni hafði hann sinn svera og þunga göngustaf, sem hann skildi aldrei við sig. “Hvaða leikur er þetta, Mark?” endurtók hann. Mark leit heiftaraugum á hann, og reyndi að draga önnu aftur inn í herbergið, sem hún slapp út úr; en með skjótu viðbragði var Sedemann kominn milli hans og dyranna. “Sleppið þér þessari ungu stúlku strax, eða eg stein rota yður.” Mark hafði áður fengið að kenna á hinu ægilega afli gamla mannsins svo hann slepti Önnu. Hún stóð ráðalaus og hallaði sér upp að veggnum, því það var næstum liðið yfir hana. “Ekki með hendina í vasann,” þrumaði Sede- mann, og á sama augnabliki sá hann, að Mark hafði skammbyssuna í hendinni. “Burt úr vegi frá mér!” hvæsti Mark. Kynlegu brosi brá fyrir á andliti gamla mannsins. “Þér hegðið yður eins og sumar þessar hræðilegu hetjur, sem ráðast á varnarlaust kvenfólk til að ræna það af fáeinum skilding- um,” sagði Sedemann. “Nei, minn kæri Mark, eg fer ekki úr vegi, og þér skjótið ekki. Og hvers vegna? Því þér vitið að skothvellurinn heyrðist út um allt nágrennið. Fleyjið byssunni.” Hann talaði rólega, hann rétti út hendina, og áður en Mark vissi af fanst honum eins og hendin væri brot- in af um úlnliðinn, og heyrði byssuna detta á gólfið. “Nú, Anna, ætlið þér að vera hér?” * “Eg fer sagði Anna,” í lágum róm. “Þér eruð ekki færar um að fara, eins og þér eruð,” sagði Mark. Hann hafði náð jafn- vægi sínu undra fljótt. “Komið þér inn í herbergi Tisers og hvílið yður. Eg lofa yður, að hafa engar meiri glett- ur í frammi við yður. Fylgið þér Sedemann ofan, eg býst við að hann vilji fá sér í staupinu fyrir lítið.” Hann sneri sér að Önnu og sagði: “Mér þykir fjarskamikið fyrir þessu. Eg hefði aldrei gert sl,kt, ef eg væri ekki viti mínu fjær af ótta við það sem bíður mín. Eg vildi ekki hafa gert yður mein — það get eg svarið.” Hún riðaði á fótunum þegar hún fór ofan stigann. Jafnvel þó hún hefði viljað gat hún ekki gengið út úr húsinu og út á strætið, nema vekja eftirtekt, og það vildi hún síst gera. Hún fylgdi Sedemann gamla inn í herbergi Tisers. Hann sat í sömu skorðum eins og hann var þegar hún fór upp með Mark, nábleikur í andliti, og ennþá að vefja sína löngu og mögru fingur, hvern yfir annan. Sedemap var í góðu skapi, og gerði grín að hvernig Tiser leit út. “Það eru engin rúm eins þægileg eins og rúmin hér á Heimilinu, Tiser, vinur minn.” Hann sagði þetta meðan hann var að hella whisky í stórt ölglas. “Viljið þér ekki bragða á þessu jómfrú.” Anna bara hristi höfuðið neitandi. “Það var mikil hamingja að eg var hér — já, mikil hamingja. Okkar göfugi Marcus var að brjóta á móti sínu betra eðli — slæmt, mjög slæmt.” Hann hristi höfuðið þunglyndislega, eins og hann vaknaði af vondum draumi, en Anna veitti því eftirtekt, að hann hélt stöðugt sín- um svera göngustaf í hendinnir- Mark sá það, að hann gat ekki haft neitt heimulegt samtal við hana, svo það sem hann vildi segja, varð hann að segja svo Sedemann heyrði. “Getið þér fyrirgefið mér, Anna?” Hún svaraði dræmt, og utan við sig. “Eg held það.” Það var eins og hún hefði mist alla orku og viljakraft, og gerði sér hvorki grein fyrir þeirri hættu sem hún var stödd í, né óttaðist þrælmennsku Marks. “Eg held eg vilji fara heim.” “Upp með yður,” sagði Sedemann glaðlega. “Eg skal gæta yðar þangað til þér náið í leigubíl,” það voru talsverð umsvið á gamla manninum, hann hratt Tiser úr vegi frá sér, hann vissi að Tiser langaði til að fylgja henni, en hann trúði sjálfum sér best, og stóð berfætt- ur á kaldri steinstéttinni, þar til hún var horfin sjónum; þá fór hann inn til Marks. “Eg hefi forðað yður frá mikilli hættu/kæri Mark, sagði Sedemann gamli, mjög hróðugur. “Þér haldið kannske að það sé ekki satt- Bradley kemur hér klukkan ellefu.” XXV. kafli. Mark hlustaði á það sem Sedemann sagði eins og ekkert væri um að vera. Það var ómögulegt að sjá á andliti hans, minnstu merki þess dauðlega haturs sem hann bjó yfir. “Ætlar hann að klifra upp eftir regnvatns pípunni til að heimsækja þig?” Sedemann gamli brosti sjálfbirginslega að þessari spurningu. “Þegar eg set ákveðinn tíma, þá meina eg það, eins og Romeo; hann stendur fyrir utan gluggann, og eg tala við hann.” Mark læsti hurðinni. “Setjist niður, Sedemann,” sagði hann vin- gjarnlega. “Mér skyldi þykja gaman að vita hvaða erindi hann hefir við þig. Hvað svosem getur þú sagt Bradley?” (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.