Lögberg - 09.09.1943, Síða 1

Lögberg - 09.09.1943, Síða 1
PHONES 86 311 Seven Lines C°x' liot rers LOlin^f*tr. a^1 Cle^erS A^' lvW«A For Betier Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines \ >VC( atv^ Cot- ^ Service and Satisfaction S6 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. 3EPTEMBER 1943. NÚMER 36 Herskarar sameinuðu þjóðanna ráðast á suðurodda Italíu. Hafa þegar náð í vald sitt fjörutíu mílna strandlengju. * ■ . ....... Viðnáms af hálfu ítala gegn innrásinni hefir fram að þessu lítils gætt. Síðastliðinn föstudagsmorgun gerðust þau tíðindi, að fjölmenn ir herskarar sameinuðu þjóð- anna réðust inn á suðurodda ítalíu án nokkurs veruiegs við- náms, og náðu þegar haldi á ýmsum borgum við ströndina; nokkuð leikur það á tvennum tungum hversu innrásarherinn hafi verið fjölmennur, þó getið sé til, að hann hafi saman stað- ið af freklega hálfri miljón vígra manna. Fjöldi mikill her- skipa og flugvéla, aðstoðuðu við landgönguna; aðallega voru það brezkir og canadiskir hermenn, sem í þessari fyrstu meginlands innrás tóku þátt; talið er víst, að eftir því sem lengra dregur inn í landið og umhverfið verð- ur fjöllóttara, muni viðnám af hálfu möndulveldanna aukast, nema þá því aðeins, að ítalir sjái þann kost vænstan, að leggja niður vopn og gefast skilyrðis- lau.st upp. Innrásarherinn hefir þegar tekið um 3.000 ítalska her- menn til fanga. Frá Sendiraði Islands í Washington 4. september, 1943. Sendiráðinu barst í gærkveldi símskeyti frá utanríkisráðuneyti íslands, þar sem skýrt er frá því, að ríkisstjórn Islands hafi þann 1. sept., s. 1. viðurkennt frönsku þjóðfrelsisnefndina Ennfremur segir í símskeyt- inu, að Alþingi hafi komið sam an sama dag. Virðingarfyllst, F. h. s. Hinrik S. Björnsson. ÞJÓÐVERJAR Á LÁTLAUSU UNDANHALDI. Samkvæmt nýjustu fregnum frá Moskvu, eru Þjóðverjar á svo hröðu undanhaldi í Donets- héruðunum í Rússlandi, að víst er talið, að þeir treystist eigi til viðnáms fyr en þá við Dnieperfljót. Stalino, er tólfta borg" Rússlands að mannfjölda, er nú rétt í þann veginn að falla Rússum í hendur, ef þeir hafa þá ekki þegar náð henni á sitt vald. Þjóðverjar hafa ráð- ið yfir Stalino hátt á annað ár, og framleitt þar kynstrin cll af stáli. Þá hefir rauði herinn einnig náð aldi á bænum Konotop, sem liggur um 127 mílur suð- vestur af Kiev, höfuðborginni í Úkraníu, en þar höfðu Þjóðverj- ar lengi haft miklar víggirðing- ar, og töldu bæinn eitt sitt allra öruggasta vígi þar um slóðir. ♦ -f ♦ líknarsamlag WINNIPEGBORGAR. Hin árlega fjársöfnun til af- nota fyrir Líkr.arsamlag Winni- Pegborgar hefst 13. þessa mán- aðar, og nemur sú úpphæð, sem fram á er farið 325 þúsund doll- urum. Italía gefst upp skilyrðis- laust Rétt um það leyti sem Lögberg var full- búið til prentunar, flutti útvarpið þau góðu tíðindi, að Ítalía hefði gengið að kröfum sameinuðu þjóðanna um skilyrðislausa uppgjöf; þetta hefir legið í loftinu síðan Mussolini hröklaðist frá völdum, þó eigi kæmi til framkvæmda fyr en nú. HELZTU FRÉTTIR í herþjónustu LOFTÁRÁS Á MUNICH. Á mánudaginn var gerðu Bretar og Canadamenn risa- fengna loftárás á Munich, vöggu Nazismans þýzka, þá langmestu, er borg þessi fram að þessu hafði sætt. Svo magnaðar og háværar voru þessar sprenging- ar, að tíðindamenn segja, að þær hefðu auðveldlega átt að geta heyrst í Berchtesgaden, felu- stað Hitlers, eða sem svarar 50 mílna vegalengd. TVÖ JÁRNBRAUTARSLYS SAMA DAGINN. Eitt hið ægilegasta járnbraut- arslys sem sögur fara af í Banda ríkjunum, skeði á mánudaginn, er Pennsylvanian Congressional Ltd., ein hin allra hraðskreið- asta eimlest í heimi, liðaðist í sundur vegna sprunginnar hita- leiðslu í einum vagninum; sprakk sá vagn í agnir, og þeir sem næstir voru, urðu og fyrir skakkafalli, þótt eigi kvæði eins rammt að. Nú er það vitað, að 64 manneskjur létu lífið af völd- um þessa hörmulega slyss, auk þess sem á annað hundrað manns sætti siíkum meiðslum, að flytja þurfti á sjúkrahús. Sama daginn og áminst slys vildi til, fór 20th Century ]est- in milli Chicago og New York út af spori, og biðu tíu menn bana; þrír járnbrautarþjónar og sjö farþegar. ♦ ♦ SJÖ ÞÝZKUM KAFBÁTUM SÖKT. Flotamálaráðuneytið brezka hefir tilkynnt, að sjö þýzkum kafbátum hafa nýlega verið sökt við mynni Biscay flóans; voru það brezkar og ameriskar sprengjuflugvélar, sem komu þessum djöfladrekum Nazista fyrir kattarnef. -f -f VILJA EKKERT SAMNEYTI EIGA VIÐ KOMMÚNISTA. C.C.F. flokkurinn hefir ný- lokið þriggja daga fundi í Calgary. Að fundinum loknum lýsti þingleiðtogi C.C.F. flokks- ins í Ontorio, E. B. Jolliffe því yfir, að fundarmenn hefðu ver- ið því nær á eitt sáttir um það, að samvinna við hinn endur- skírða flokk kommúnista, kæmi ekki til nokkurra mála. JAPANIR FÁ SÍNA VÖRU SELDA. Frá herbúðum sameinuðu þjóð anna í Suð-vestur Kyrrahafinu, bárust þær fregnir á þriðjudag- inn, að Bandaríkjamenn og Ástralíumenn hefðu kroað inni um 20.000 japanska hermenn á ströndum New Guineu og náð haldi á Japönskum flugvelli í hinum svonefnda Markhandal. -f -f -f FIMTA SIGURLÁNIÐ. Fjármálaráðherra sambands- stjórnar hefir nýverið tilkynnt að hið fimta sigurlán cana- disku þjóðarinnar komi á mark- að til útboðs þann 18. október næstkomandi. Ákveðið er að upphæð lánsins nemi biljón dollurum og tvö hundruð miij- ónum. -f -f -f ÞRIVELDA FUNDUR. Eins og sakir standa, bendir nú flest til þess, að fundur milli brezkra, rússneskra og ame- rískra stjórnarvalda verði hald- inn á næstunni, þó enn sé eigi vitað um stund né stað. Roose- velt forseti lqt þessa getið í samtali við blaðamenn á þriðju daginn. sérgrein sína í canadiska hern- um. f f ♦ Þann 6. ágúst síðastliðinn, inn ritaðist í canadiska flugherinn, | sem clerk, operations room, Miss Margáret Ellen Thorson, dóttir Hon. J. T. Thorson dómsforseta og Mrs. Thorson. Miss Thorson útskrifaðist úr Manitobaháskól- anum í Home Economics 1942, og hlaut B.Sc. gráðu. f f f Síðastliðið vor gekk í cana- diska flugherinn S. C. Thorson, sonur Charles Thorson, sem bú- settur er í Hollywood, Cal. Flug liði þessi er liðlega 18 ára að aldri. Mary M. Goodman innritaðist í Canadian Women,s Army Corps í síðastliðnum mánuði. Móðir hennar, Mrs. Ena Good- man, er búsett að 361 Carlton St., hér í borginni. George Thomas ísfjörð Þessi bráðefnilegi piltur, sem aðeins er rúmlega átján ára að aldri, er sonur þeirra Mr. og Mrs. Thomas ísfjörð, 600 Beverley St., hér í borginni; hann lauk í fyrra vor ellefta bekkjar prófi við Daniel Mc Intyre skólann, og var um tíma í sumar við heræfingar í Shilo herbúðunum, sem meðlimur vara liðsins í landinu; nú er hann nýlega genginn í fasta herþjón- ustu og kominn austur til Mc Gill háskólans, þar sem hann verður fyrst um sinn við átta mánaða nám í sambandi við ■H Hér gefur a líta tvær brezkar stúlkur, sem vinna að framræslu á Englandi með það fyrir augum, að auka framleiðslu búnaðarafurða. Gaman og alvara í Austurlöndum er það sumsstaðar siður, að þegar fólk er búið að borða, þá andar þáð að sér því ilmvatni, sem því finst bezt, og handleikur fint silki í þeirri trú, að sú vellíðan, sem af því geti leitt, hafi þætandi áhrif á melt inguna. Okrari (í glugganum): “Hvað er það, sem vekur mig svona um miðja nótt?” Skuldunautur: “Það er eg! Eg átti ómögulegt með að sofna, veðna þess að víxillinn, sem eg skulda yður, fellur í gjalddaga á morgun, og þessvegna fór eg á fætur aftur.” Okrarinn: “Nú, jæja; en það lá nú ekki svo mikið á því, að þér þyrftuð að vekja mig um miðja nótt.” Suldanauturinn: “Nei, en eg ætlaði bara að segja yður, að eg get ekki borgað víxilinn, og nú vona eg að eg geti sofnað. — Nú eruð það þér, sem ekki getið sofnað.” Avarp Svo mælti Reginn við Richard Beck, er saman þeir sátu að sumbli, og við munngát úr Mímis brunni, lyftu ljósblikum liðins tíma: Orðin hans Snorra: “Ekki skal höggva,” lifa í leiðtoga, ljóði og verki; þau eru brjóstvörn í Braga málum, anda ódauðleiks íslendingum. Þeir sem vargaldar vopnin hefja, og hrópa hástöfum: “Höggva skal”, brenna eggjar á brynjum þeirra sem á útverði íslands standa. Þér hefi’ eg Beck að þjóðmálum, i fulltingi veitt þó fáir viti, því við hlustir þér hrafnar mínir, vizku orð vöktu vara þinna. Þú ert stafnbúi stórorustu, merkisberandi máls og snilli, iþegar þjóðerni þúsund ára, berst á Útgörðum erfiðleika. Sterki stafnbúi, stórorustu; skaraðu skjöldum á skipi þínu; “Ekki skal höggva”, þó aldir líði, erfi auðlegðir íslendinga! Þegar þú Beck í brynju þinni, hug til heimferðar hneigja verður, munu Valkyrjur veg þér benda yfir Bifröst að boði mínu! Dauft er að yrkja dauðum manni eftirmæli við opna gröf; því skal maklega minnast þeirra, sem í stafnbúa stöðu lifa! PálmL Konan Þýlí úr "Árdís", fyrir árið 1943. Vinsamlega íileinkað frú Lilju Eylands. Það er talað um konunnar hlutverk há, sem þau hafi sín takmarka bönd. Það er hvorki til staður á himni né jörð; það er hvorki til verkefni — orð eða gjörð; það er hvorki til blessun né böl oss hjá; ekki bros eða hjal — hvorki nei eða já; hvorki líf eða dauði við fæðing, er finst, sem er fjöðurstafs virði, — ei snemma né hinst, þar sem kemur ei konunnar hönd. S. B. Benedictsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.