Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 6
6 LOGBERG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eflir Edgar Wallace. “Hver drap hann? Gerðuð þér það?” Hann nærri því hentist upp úr stólnum. “Eg,” skrækti hann upp. “Guð minn! Eg mundi ekki láta mér til hugar koma að leggja hendur á versta óvin minn! Eg veit ekki hver drap hann. Það getur eins vel verið að hann hafi orðið fyrir slysi.” “Hvers vegna segið þér þá að Bradley hafi drepið hann?” hún hélt áfram hlýfðarlaust. “Var það Mark?” Hann glápti á hana í ráðaleysi. “Var það Mark?” endurtók hún. “Mín kæra Miss Bradley — eg meina Miss Anna, því spyrjið þér slíkrar spurningar?- Það er heimskulegt, finst yður ekki? Eg skil yður ekki — hreint ekki. Eg veit ekkert um það.” Alt í einu greip hann hræðileg hugsun. “Þér eruð í samvinnu við Bradley — eg er viss um það, Miss Anna. Slíkum ágætis manni! Eg þekki engan mann sem eg dáist eins mikið að.” Hún greip fram í fyrir honunTT og sleit í sundur þessa lofræðu. “Eg er ekki að vinna fyrir neinn, ekki einu sinni fyrir yður Mr. Tiser, þér verðið að láta þessi fimm hundruð pund aftur í bankann — eða þér brúkið það, ef til vill, til að bæta úr báginda kjörum einhverra þeirra vesalinga, sem þér og Mark hafið eyðilagt.” Hún drakk teið úr bollanum, stóð upp án þess að segja meir og fór. Þegar hún kom ofan í búðina, keypti hún nokkra smámuni, en mundi þá að hún hafði skilið eftir hand- töskuna sína uppi, þar sem hún drakk teið. Henni þótti ilt að þurfa að fara þangað aftur og mæta Tiser, ef hann skyldi fara að bjóða henni peningana aftur, til að segja sér fcver væri útsö'lumaður Marks í Cardiff. Þegar hún var komin hálfa leið að lyftunni, sá hún Tiser fara út, og veitingastúlkan, sem bar henni teið, kom á móti henni með handtöskuna hennar. Hún hafði tvisvar, síðustu fimm dag- ana, tínt eða gleymt handtöskunni sinni. í annað skiftið hafði Bradley komið henni til skila. Hún smeygði hendinni í hankan. og gekk svo út. Mr. Tiser sá hana ganga í hægðum sínum eftir strætinu. Hann gaf merki, til manns, sem stóð á næsta götuhorni, sem hún þekti ekki, en hafði veitt því eftirtekt að hann hafði fylgt á eftir Tiser allan daginn. Hann var afar ógeðslegur, og fremur illa búinn, með háan togleðurkraga um hálsinn. Þegar maðurinn kom til Tisers sagði hann. “Þarna er stúlkan,” og benti á Önnu, “hafðu gætur á henni.” Það bíða margir leiguvagnar hér við rand- steininn — segðu fyrsta bílstjóranum sem þú nærð í —,” maðurinn kinkaði kolli, og h.élt í humátt eftir Önnu, en Tiser beið þar til hann var horfinn, þá tók hann leiguvagn og hélt heim. 30. kafli. önnu kom ekki til hugar að sér væri veitt eftirför. Hún fór -i hægðum sínum, stansaði af og til, til að horfa á ýmsan skraut varning í búðar gluggunum. 1 einum búðarglugganum sá hún nokkuð sem vakti sérstaka athygli hennar, það voru bún- ingar, og ýmislegt, sem fólk brúkar í hita- beltislöndunum. Meðan hún var að horfa á þetta kom vel búinn maður, sem. bar á sér hermansblæ, og slengdist á hana. Hann lyfti hattinum og beiddi fonláts, og hélt svo áfram. Anna gleymdi þessu atviki, sem snöggvast, en þá —: “Afsakið Miss,” var sagt í höstum og skip- andi róm. Hún vissi strax að það var leyni- lögreglumaður sem talaði til sín. “Hafið þér séð þennan mann áður?'” og benti á manninn með háa togleðurskragann, sem stóð fáein skref frá henni. Hún leit á manninn, og hristi höfuðið undrandi yfir þess- ari spurningu. “Nei, eg hef aldrei séð hann áður.” “Hafið þér nokkurntíma boðið honum nokk- uð til kaups?” “Boðið honum nokkuð til kaups?” erdurtók Anna undrandi. “Auðvitað ekki! Eg hefi ekkert að selja.” “Buðuð þér honum ekki tvo pakka af cocaine úr handtöskunni yðar?” “Hvaða fjarstæða,” sagði hún, með ofur- lítilli óþolinmæði. “Eg hefi ekkert slíkt í handtöskunni minni. Henni varð litið niður á gangstéttina, og sá að handtaskan hennar lá þar opin og tóm. Tií allrar hamingju voru peningarnir hennar í vel læstum litlum vasa í töskunni. Henni flaug nú í hug maðurinn sem slengdist á hana. “Eg hefi verið rænd,” sagði hún. “Það var maður sem lést óvart slengjast á mig, þar sem eg stóð við búðarglugga.” Hún sagði söguna um það, og iögreglu maðurinn skildi að hún var að segja satt, en hann sagði hógværlega við hana, að hún skvldi ganga með sér til næstu lögreglustöðvar, á- samt manninum sem hafði kært hana. Hann, hefði fegin viljað þverfa sem fyrst burt, en lögreglu maðurinn var við því búinn. “Þú gengur á undan mér drengur minn,” sagði hann, og maðurinn, þó hann langaði til, þorði ekki að sýna óhlýðni. Þegar Anna kom á lögreglustöðina, heyrði hún hina furðulegu sögu. Maðurinn með hvíta togleðurskragann, hafði kært hana fyrir að hafa boðið sér til kaups tvo pakka af cocaine, og svarið að hann hefði séð að hún hafði í handtösku sinni, að minsta kosti tyift, eða meyra af cocaine pökkum. Hann bar þessa kæru fram við fyrsta leynilögreglumanninn, sem hann mætti, sem var þess valdandi að Anna var kölluð á lögreglustöðina. Það var enginn hamingjudagur fyrir þennan ræfil, sem bar þessa lýgi á Önnu, því á lög- reglustöðinni var leynilögreglumaður sem var sérstaklega kunnugur atfertli þessara skugga- valda, og kannaðist strax við þennan kaupa, og talaði til hans kunnuglega. “Mér þykir mjög mikið fyrir, Miss Perry- man,” sagði maðurinn sem hafði tekið hana til fanga. “En þessi maður hefir sjáanlega gabbað log- regluna. Viljið þér gera svo vel og gefa okkur lýsingu á manninum, sem slengdist a yður?” Hún gaf nákvæma lýsingu af honum, og log- reglumaðurinn brosti lítilsháttar. “Eg þekki hann,” sagði hann ákveðið. Þegar hún var að fara úr lögreglustöðinni, ætlaði maðurinn sem hafði kært hana að fylgja á eftir henni, en hann var gripinn með sterkri hendi og haldið kyrrum. “Þú verður nú hér,” sagði lögreglumaður- inn, með íbyggilegu glotti. “Fyrir hvað er eg tekinn til fanga,” krafðist hann að vita, og fékk það svar, að hann yrði í fyrramálið að gera grein fyrir lögreglurétt- inum, í hvaða tilgangi að hann væri að slæp- ast á hverju kvöldi, og allar nætur um göt- urnar. Lögreglumaðurinn sem hafði tekið önnu á lögreglustöðina, fylgdi henni ofan strætið. Hann sýndi henni alla kurteysi, og var hinn vingjarnlegasti við hana, og á leiðinni sagði hann henni að hann hefði verið samstarfs- maður Bradleys, þá fanst henni, sér til óþæg- inda, að hún væri ekki með öllu óþekt meðal lögreglunnar. “Eg get ekki skilið hvernig á því stendur að þessi maður fór að kæra yður; hann hefur blotið að vera alveg viss um að hér hefðuð cocaine í handtöskunni yðar”. “Það er aldeilis ómögulegt,” sagði hún. “Ekki eins ómögulegt og þér haldið, Miss Perryman. Eg gæti búist við að hann hefði komið fáeinum cocaine pökkum í töskuna yðar, til þess að geta kært yður. Skilduð þér töskuna yðar eftir nokkurstaðar?” Hún hugsaði sig um, og mundi þá eftir hvar hún hafði skilið eftir töskuna. “Já, eg skildi hana eftir í te veitingastof- unni.” “Var nokkur með yður?” Hún hikaði við að svara. “Enginn sem eg get grunað,” sagði hún. Það, var Tiser sem var með henni, auð- vitað. Það var eitthvað lymskulegt í fram- komu þessa manns, og henni datt í hug að hann væri að reyna að fiska upp úr henni, hvort Bradley hefði verið með henni í te- veitinga salnum. Þegar hún kom heim, voru dyrnar að íbúð Marks opnar, og auðsjáanlega hafði hann verið að hafa gætur á því þegar hún kæmi. “Komið þér inn, sem snöggvast, Anna.” Það var fremur einlægni en skipun í mál- róm hans. “Þér þurfið ekkert að óttast, húsið er fullt af þjónustufólki, mönnum og konum.” Hún fór inn til hans, og hann lokaði hurð- inni á eftir henni, og fylgdi henni inn í setu- stofuna. Þegar hann hafði lokað dyrunum og þau voru sest, spurði hann: “Því tóku þeir yður fasta?” Hún sagði honum alla söguna, eins og hún var. “Þér fóruð inn í teveitingasal, og -skilduð þar eftir handtöskuna yðar? Hver var með yður?” Átti hún að segja honum það? Henni fanst það ekkert vera neitt til að koma upp tvö- feldni Tisers. “Mr. Tiser,” svaraði hún. “Eg gat ekki ímyndað mér að hann mundi gera neitt svo svívirðilegt.” Mark kipraði saman varirnar, eins og hann ætlaði að fara að blístra. “Tiser, hann hefur með þessu ætlað að kom- ast að mér baka til.” “Ekki hugsa eg það,” byrjaði hún að segja. “Auðvitað var það tilgangur hans”. Hann kreisti samar. augun, og sagði eftir stundar þögn: “Það er skrítið ef eg verð hengdur í staðinn fyrri Tiser.” “Því skyldi hann vilja koma því til leiðar?” “Því skyldi hann vilja”, hreytti Mark út úr sér. “Af því hann er rotta, og hann vissi að ef þér yrðuð teknar fyrir lögregluréttinn, þá kæmist eg í málið. Tiser er þessi stóri óþekti, eg komst að því í dag, þegar þér voruð úti. Reyndi hann að múta yður til að segja sér hver væri umboðsmaður minn í Cardiff.” Hún stundi við.. “Eg veit ekki hvað hann reyndi til að kaupa. Eg er orðin svo veik af öllu þessu djöfullega atferli — það er mér gleðitilhugsun að komast sem fyrst burt héðan.” “Eruð þér enn að hugsa um að fara til París?” spurði Mark, og horfði ísmeygilega á hana. “Það held eg.” “Ekki þó alveg vissar um það? Mun ekki verða fremur óþægilegt fyrir yður að vera hér í London? Nafn yðar hefur verið býsna mikið nefnt meðal lögreglunnar, og það er engin hjálp fyrir Bradley, þegar þér eruð giftar honum”. ' Hún svaraði þessu engu. “Hann gengur kannske úr lögregluliðinu?” “Gera þeir það ekki flestir, fyr eða síðar?” spurði hún kæi;uleysislega. Hann hló kuldahlátur; hann var allt annað en í góðu skapi. “Það væri það skrítnasta af öllu — giftast lögregluþjón, eg meina, þér hefðuð átt að gera betur en það, Anna.” “Eg hefði getað gifst eiturlyfjaprangara.” svaraði hún storkandi. “Varla,” svaraði hann, með mestu róleg- heitum. “Eg er giftur — eg veit ekki hvar hún er, eða hvort eg get fengið skilnað frá henni. Eg býst ekki við því. Eruð þér hissa?” “Nei, ef verð ekki hissa nú orðið á neinu, Mark — engu um yður.” Hann klappaði henni léttilega á herðarnar, en hún hrökk við undan hendi hans. “Verið þér ekki svona heimskar, eg ætla ekki að myrða yður. Ef eg skyldi kyrkja nokkurn í nótt þá væri það — þér vitið hvern. Þetta er alt sem eg hefi að segja, Anna.” Hann opnaði hurðina fyrir henni, og þegar hún var að ganga út, sagði hann. “Vitið þér hvað Tiser er hræddur við?” “Þig,” gat hún til. Hann sagði ekkert, en ypti öxlum. “Steen”. Hann hló að þessu, og virtist hafa hina mestu ánægju af því sem hann hafði í huga. “Hann er hræddur um að hann verði hengd- ur. Það er alveg þjáningalaus dauði — og hræðilega vel viðeigandi. Mér væri sama fyrir sjálfan mig.” Hún leit snöggvast í augu hans, og virti fyrir sér hið óútreiknanlega augnaráð hans. "Hverja hafið þér drepið, Mark?” Hún hélt að hún hefði séð hann eins og kveinka sér. Það var engin efi á því að í huga hans var einhver viðkvæmur blettur sem fann til sársauka. “Eg hefi drepið fjórar manneskjur,” svaraði hann. “Eg sé ekki eftir að hafa drepið nema einn af þessum fjórum. Svona, farið þór nú.” Hann hálf ýtti henni út úr dyrunum, og þvert a móti venju sinni fylgdi hann henni ekki út að framdyrunum. Þegar hún kom inn í herbergi sín, var sím- inn að hringja, og hún heyrði málróm Bradleys í símanum. “Þeir tóku yður á lögreglustöðina, var það ekki? Þér eruð nærri því að fá slæmt naín, Anna. Mér þykir fjarska slæmt að bað skvidi koma fyrir.” “Ó, góði minn, það var ekkert —” byrjaði hún að segja, og fann strax að hún roðnaði í andliti. “Segið, þetta aftur — nei, eg vil ekki biðja yður þess. Passið að vera í sambandi við mig. Eg þarf yðar með ef til vill á hverju augna- bliki. Þér eruð ekki hrædd við Eli Joseí, eða andana hans?” “Þér vitið að eg er ekki hrædd við Eli gamla, þér hafið spurt mig að því áður.” Hún hikaði við eitt augnablik, og sagði svo. “Eg fór þangað í gærkveldi, þér vitið það — þér hafið ekki spurt mig til hvers.” “Eg giskaði á það,” svaraði hann. “Urðuð þér hræddar þegar ljósin voru slökt?” Hún spurði hann ekki um hvernig að hann vissi um að ljósin höfðu verið slökt. Það var eins og honum væri kunnugt um alt sem gerðist í Meyjastiganum. Það var nærri því ótrúlegt hvernig smá atvik gátu valdið henni órólegheitum. Skugginn sem lá á huga hennar var að hún að öllum líkindum yrði að kæra vasaþjófinn, sem stal fáeinum smápeningum úr handtöskunni hennar, þetta varð henni ljósara þegar lögreglumaður kom til hennar seinni part dagsins, og sagði henni að hann hefði verið tekinn til fanga, og að* í fórum hans hefði fundist lítið gull vindlinga veski, •sem hún ætti, og á því væri fangamark hennar. En í þessu tilfelli, sem öðrum, var BradJey ÍJjótur til að frelsa hana úr þessunr óþægind- um. Lögreglumaðurinn hafði séð Bradley, og hann hafði sagt honum að segja henni, að það sem væri nauðsynlegt fyrir hana að gera, væri bara að helga sér þá muni sem var stolið úr töskunni hennar. Við höfum aðrar sakir á móti honum.” Þessi óþægindi voru brátt af staðin. Hun þekti manninn strax og hún sá hann, og sömuleiðis munina sem hann stal frá henni. En hann virtist ekki skammast sín hið minsta, og var hinn hróðugasti. Mark hafði keypt nýjan bíl. Anna sá hann með öðrum manni, sem var að reyna hann og þegar hún fór fram hjá þeim, veifaði hann til hennar. Hún varð strax hrædd um að hann með því að veifa til sín, mundi vera að gefa sér bendingu um að hann mundi koma til hennar, en hún sá ek.ki meir af honum það kvöld; en hann símaði henni, rétt áður en hún fór að hátta. “Eg held að Tiser sé búinn að fá sér nýtt hús. Vitið þér nokkuð um hvar það muni vera?” “Er hann ekki á Heimilinu?” spurði hun eins og í undanfærslu. “Nei, hann er farinn burt af Heimilinu, með alt sem honum tilheyrði. Refurinn hefir grafið sig niður.” “Hvers vegna þurfið þér að sjá hann?” Hún heyrði hann hlægja. “Erþ að óeðlilegt að mig langi til að vita um gamlan og tryggan félaga?” spurði hann í bitrum tón, og lokaði símanum áður en hun gæti svarað honum. 31. kafli. Atburðirnir voru sem hraðast að breytast og dragast saman til einhverra úrslita. Anna haíði einhverja óljósa ímyndun um, að hún væri að berast með feikna hraða að einhverju — hræðilegu marki. Hún hafði enga sérstaka ástæðu fyrir þessari ímyndún sinni, því ekkert óvanalegt hafði komið fyrir. Morguninn eftir er hún sat við gluggan í setustofu sinni. sá hún Mark ganga yfir strætið. Hann var prúð- búinn, með háan hatt, og í fínum morgun- frakka. Þessi búningur fór honum nvjög vel, og sýndi sem best hans stóru og sterklegu líkams byggingu. Það gat skeð að hann væri að fara til að vera við giftingu, en hann var í raun og veru að fara til að sjá yfirmanninn á ferðaleyfisskrifstofunni. Mark treysti mjö<? á það, þegar hann vildi koma einhverju, sem hon um þótti mikils varða fram, að vera sem best útlítandi. Hún hefði átt að geta getið sér þess til, að hann væri í einhverjum djörfum, eða ósvíín- um erindagerðum, er hann bjó sig slikum viðhafnarbúningi. Síðari hluta þessa sama dags bar það fyrir, 1 hana, sem fyllti hug hennar hræðslu og við- bjóði. Hún var stödd á Regent stræti, og sá, an þess að gefa því neinn gaum, sóðalega útlítandi tveggja manna bíl sem fór í hægðum sínum inn á Oxford strxti. Bíllinn næstum stansaði, þó ekkert virtist vera í vegi fyrir honum, svo þessi hægi akstur virtist alls ekki nauðsynlegur. Allt í einu heyrði hún skell, og skerandi org, og sá mann hlaupa í áttina til' bílsins, og lögreglumann á eftir honum- Þegar maðurinn hljóp upp á pallborðið á bílnum, sem þá var kominn á hraða ferð, sneri hann sér við, og hún heyrði að skotið var úr skammbyssu, tveimur skotum, hvoru á eftir öðru. Hún sá að lögreglumaðurinn riðaði og féll á hnéin. Á sama augnabliki var bíllinn þotinn í burt og beygði fyrir næsta horn. Hún var .fyrst til að koma til lögregíu- mannsins, sem var lítið sem ekkert meiddur, þó kúlurnar hefðu farið í gegnum hjálminn hans, og rifið stykki úr honum. Áður en hún komst út úr mannfjöldanum sem þyrptist í kringum lögreglumainninn, sá hún annan bíl, sem ók með feikna hraða í sömu átt sem hinn fór. Það var stærri bíll og margir menn í hon- um, hann gaf merki með sérkennilegu hljóði, svo öll umferð stöðvaðist. Báðir bílarnir. hurfu fyrir næsta götuhorn. Hún heyrði einhvern segja “svifhraða lögreglan”, og var að furða sig yfir hvaðan þeri hefðu komið, svona a svipstundu. Hún heyrði mann sem stóð rétt hjá henni segja við félaga sinn, nokkuð sem setti hroll um allar taugar hennar. “Sáuð þér náungann- sem skaut á lcgreglu- manninn? Hann var hvítur sem snjór í and- litinu. Ef hann var ekki undir cocaine áhrif- um, þá hef eg aldrei séð slíkan.” Hún varð bókstaflega veik af viðbjóði er hún heyrði þetta. Kannske hún hefði koiruð þessu djöfullega eitri þangað, sem þessi half brjólaði glæpaðmaður hafi fengið það. Ef log reglumaðurinn hefði dáið, hefði hún talið sig seka um það. Hún hraðaði sér heim, veik af að hugsa um allt það, sem kynni að hafa leitt af starfi hennar í þjónustu Marks. Þegar hún kom inn á Cacendish stræti, sá hún fjölda fólks í kringum eitthvað, hún forvitnaðist ekki neitt um það, en hélt rakleitt til herbergja sinna. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.