Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1943. 7 Á mynd þessari sézt brezkur fallhlífar hermaður við æfingar; honum hefir mistekist að komast út úr fallhlífinni, en brezkur eftirlitsmaður kemur til fulltingis við hann. Er Stalin lýðrœðismaður ? Eflir Sir Charles Trevelyan. Framtíð okkar og gæfa sem þjóðar, er tengd við Soviet Rússland. Tilvera beggja hvíiir á framtíðarsamvinnu; en því miður er svo hættulegur og djúpur misskilningur ríkjandi meðal okkar Englendinga, að fullur trúnaður virðist óhugsan- legur án þess meiri skilningur verði rótfestur. Ensk blöð og enskir stjórn- málamenn, hafa um samfeld síðustu tuttugu ár, slegið því alveg föstu, að Rússland sé ekki lýðveldi. Stalin hefir verið minnst sem einvaldsherra og nafn hans tengt við Hitlers og Mússolini, með sama soramarki, sama ábyrgðarleysi og sama valdi. Stalin er vissulega voldugur stjórnari; hann hefir óskorað traust og aðdáun þjóðar sionar. Mörgu er líkt ákomið með hon- um og Churchill og Roosewelt; þeir eru einnig voldugir og vin- sælir; þeir hafa báðir á þessum yfirstandandi tímum næstum ó- takmarkað vald. Stalin er for- sætisráðherra stórveldis, sem hefir þjóð-kosið þing er valdi hann sinn æðsta ráðherra. Hér má benda á að öll stjórnin í heiid er útnefnd af æðsta ráði ríkisins. Churchill og Roosewelt velja sjálfir sína eigin samverka menn í ráðuneytið, en Stalin með-ráðherrar eru valdir af öðr- um. Þrátt fyrir það þó völd Stalins séu allvíðtæk, þá semur hann engin lög, það gjörif hið “æðsta ráð” (Supreme Soviet). Eins langt og samanburður er mögulegur, er afstaða þessara þriggja stjórnara mjög svip- uð, vald þeirra er skapað og ábyrgst af þingi þjóðarinnar, er einnig getur svift þá völdum, fyrir andstæð öfl við þau er hófu þá til valda og tigrar. Hin óvenjulegu áhrif Stalins eru eldri en hinna tveggja. Bret- land og Ameríka hafa aðeins um fimm ára skeið staðið í stríðsundirbúningi og stríðinu sjálfu, þar sem á hinn bóginn að Rússland hefir búist við sam- einaðri árás auðvaldsrikjanoa alla tíð síðan þeirra dauðþreytti her rak innrásar herskarana af höndum sér árið 1922. Stjórn landsins var því hagað á ákveð- inn máta, í tilefni af þessari yfir vofandi hættu; þetta sérstaka tímabil er því allmikið lengra með Rússum en okkur. Enginn meðalskynugur lýð- veldismaður mun telja sig þræl, þó kosnum leiðtogum séu feng- in allmikil völd í hendur af “the Parliament” “Congress” eða “Supreme Soviet”. Látum okkur athuga saman- burð á þingbundnu fyrirkomu- lagi Rússlands annarsvegar og Bretlands og Ameríku hinsveg- ar. Beatrice Webb segir svo: “Rússland er fremsta jafnaðar- lýðveldi í heiminum”. Gegnum staðbundnar kosnar neíndir, neðan frá upp til æðsta ráðs ríkisins, stjórnar fólkið sér sjálft það kýs sína eigin fulltrúa. Hver einasti maður og kona frá Minsk til Vladivostok, og frá Archan- gel til Samkarhand, hefir kosn- ingarrétt til æðsta ráðs, einn fulltrúa fyrir hverja 300.000 íbúa. Engir menn eru sviftir kosningarrétti eins og tíðkaðist á keisaratímanum. Ný og róttæk regla hefir komð til fram- kvæmda með hinni nýju stjórn- arskrá. Margir þjóðflokkai eru í ríkjasambandinu, með mis- munandi tungumálum og á misjöfnu þnoskastigi; þeir búa í eyðimörkunum, í fjallahéruð- unum og á fjarlægu norður- heimskautasléttunum. Marga þessara mundum við Bretar kalla óæðri þjóðflokka og þætt- umst alveg sjálfkjörnir að ráða yfir þeim til að manna þá og menta á okkar vísu; en í Rúss- landi eru allir jafnir, þeir eru allir borgarar, réttur þeiria er jafn. Hermaðurinn sem barði Gyð- inginn, af því hann var Gyð- ingur, hóteleigandinn sem rak svertingjann á dyr, af því hann | var svartur og herramaðurinn 1 sem sparkaði í Indverjann, I mundu efláust hafa hlotið tveggja ára fangavist í Rúss- landi. Hvernig fer nú ef menn nota ekki borgararétt sinn sakir ótta eða áhugaleysis, þó þeir hafi bestu stjórnarskrána í heimi? munu ýmsir spyrja; slíku er ekki til að dreifa með Rússa, því engin þjóð hefir meira yndi af pólitískum bollaleggingum. Sérlega athyglisvert dæmi í því máli er dregið fram af Beatrice Webb, gagnvart umræðum um myndun hinnar nýju stjórnar- skrár, árið 1936. Það plagg var ékki verk Stalins, þó hann hafi eflaust átt nokkurn þátt í mv.id un frumdráttanna. Það uppkast var 4il að byrja með rætt ýtar- lega og því breytt að ýmsu leiti af æðsta ráðinu. Þar næst var það prentað með sínum 146 greinum, í 10.000 dagblöðum og sent út til þjóðarinnar. Sextíu milljónum eintaka í bæklings- formi á öllum tungumálum ríkis ins, var dreift út til ystu endi- marka. 527,000 opinberir um- ræðufundir voru haldnir til að útlista og rökræða málið fyrir 36% milljón manna er fundina sóttu. 150.000 uppástungur og breytingartillögur voru bornar fram og sendar til Moskva, er allar voru áthugaðar. Æðsta ráðið veitti sérstaka athygli öll- um veigameiri breytingartillög- unum og fór mjög víða að ráði uppástungumanna. Á þennann máta varð stjórnarskráin í sann- leika smíðisgripur allrar þjóðar- innar í heild. Aðferð þessi er Rússar hafa í meðferð sinna opinberu máia, er ekki hið eina vitni um hve rík lýðræðisstefnan er þar í landi. En er sú Stefna einhlýt til að formleggja hið daglega líf einstaklingsins, á heimilun- um, í verksmiðjunum og bú- görðunum? Eða verða menn að láta stjórn og tilhögun þessara hluta í umsjá jarðeigandans, verksmiðjustjóranna eða annara einstaklinga úr hinni drottnandi stétt? v Hið daglega líf og athafnir fólksins er algjörlega í þess eig- in umsjá og ábyrgð; þar er engin yfirstétt. Þjóðin er verka- menn • og bændur, og þeirra er ákvörðunarrétturinn. 1 stór- hýsum verkalýðsins eru engir húseigendur til að slnfta sér af hlutunum. fbúarnir kjósa sína eigin framkvæmdanefnd, til að sjá um bygginguna, innheimta húsaleigu, jafna sakir ef ein- hverjar eru og úthluta vistar- verum. Öl'l vandamál gagnvart vinnu- aðferðum og framleiðslu í verk- smiðjum, eru afgreidd af verka- mönnum sjálfum; þeir kjósa ur sínum hópi framkvæmdarstjóra, sem vissulega er ekki hafinn yf- ir réttmætar aðfinslur. Verka- menn geta kært hann ef ástæða er til, vikið honum frá og kosið annan í hans stað. Nú eru 140.000 samvinnubú í Rússlandi, og fólksfjöldi sá sem við þau er tengdur, mun nema að minsta kosti 120 milljónum manna, kvenna og barna. Öllum /þessum samvinnufélagsheildum er stjórnað af lýðræðisbundnum framkvæmdarnefndum. sérfróð- um í akuryrkju og kvikfjárrækt; þær hafa umsjón með lifnaðar- háttum samvinnumannanna, skipuleggja framleiðsluna, gjöra ákvarðanir gagnvart uppsker- unni og kaupa og selja kvik- fénað og aðra framleiðsJu. Þær ábyrgjast vellíðan fólksins, ment un þess og framkvæmda starf- semi. Því er sleytulaust haldið fram að Rússum sé ekki leyfilegt að efast um bjargfestu hinna fjár- hagslegu undirstöðu ríkisins. Það má völ vera að svo sé, en þess ber að gæta að þegar slíku hártoganir eru af landráðaleg- um toga spunnar, framkalla slík tilfelli vitanlega frelsistakmark- anir í hvaða þjóðfélagi sem er. Rússland hefir verið að her- væðast gegn fjandsamlegri ver- öld síðan árið 1922; er þá svo furðulegt að þeir þoli illa áróð- ur gegn þeirra eigin innbyrðis- skipulagi, sem fellur í frjósam- an akur hlustandi óvina um- hverfis? Á stríðstímum hegðum við okk ur á líkann máta og þeir — við vörpum fasistunum í fang- elsi, en Rússar skjóta þá. Báðar aðferðirnar eru tryggar og ó- hultar. Þýtt úr World Digest. Jónbjörn Gíslason. Dánarfregn Á Almenna sjúkrahúsinu í Vancouver andaðist á annan í páskum, 26. apríl síðastliðinn. merkiskonan, Mrs. Hólmfríður Salome Fines. Hún var lasburða nokkra mánuði og mikið veik síðustu vikurnar, aí innvoitis meinsemd. Hún var jarðsungin fimtudaginn, 29. apríl, af séra Runólfi Marteinssyni. Mrs. Fines var fædd að Swan Lake, Man., 8. marz, 1898. For- eldrar hennar voru þau hjónin, Árni og Kristín Einarsson. Þeg- ar Hólmfríður var árs gömul, fluttist fjölskyldan í Álftavatns- bygðina, og var pósthúsið Mary Hill, síðar Clarkleigh. Þar ólst hún upp og naut skólagöngu. Með góðum hæfileikum og mikl- um viljakrafti ruddi hún sér braut til menta. Hún stundaði nám við Jóns Bjarnasonar skóla og Wesley, College. Útskrifað- ist sem B.A. af háskóla Mani- toba fylkis og varð kennari. Hún kendi á ýmsum stöðum í Manitoba og Saskatchewan. var skólastjóri í Árborg og víðar Árið 1927 giftist hún Elmer Finas, frá Baldur, Man., og var hann einnig kennari. Heimili þeirra var lengst af í Sask., sérstaklega í Regina. Þar eign- uðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi: Christine, Lavinia, Richard, Dorothy og- Arlene. Systkini Mr. Fines á lífi eru: Albert og Friðgeir, báðir til heimilis að Clai'kleigh, Man., og fóstursystir Elinborg, Mrs. H. P. Bedford, að Killarney, Man. Mrs. Fines átti einnig systurdóttur í VancouveLr, Mrs. S. Guðmundson, sem var dótt- ir Mrs. Lilju Helgu Bjarnason, er dó í Sask. Mrs. Fines annaðist skyldu- störf sín á lífslejðinni með frá- bærri atorku og lægni. Ósér- hlífni, einbeittur viljakraftur, trúmenska og trygð einkendu alla hennar framkomu. Fróð- leiksþorsti og trúrækni voru pund sem hún ávajctaði ríku- lega. Hún var kristin afbragðs- kona, var ástvinum sínum alt í öllu og rétti fram vingjarn- lega hjálparhönd í hverri þörf, af fremsta megni. Minningarorð Símon Sveinsson Þann 27. janúar síðastliðinn, •lézt að heimili sínu 1850 S. Sawyer Street í Chicago Símon trésmíðameistari Sveinsson. Blað ið Chicago Daily News birti þegar andlátsfregn hans, ásamt helztu æviatriðum; láts hans hefir enn eigi verið getið í ís- lenzkum blöðum fyr en nú í Lögbergi. Símon var fæddur á Gimli, 2. ágúst 1878, en fluttist þaðan með foreldrum sínum þá um haustið til Mountain, N.-Dak., þar bjuggu foreldrar hans um alllangt skeið, en fluttu baðan til Akra-bygðar, og þar lézt fað- ir Símonar, Sveinn Sveinsson, árið 1924. Móðir Símonar, Guð- rún, lézt hjá dóttur sinni, S’g- ríði Björnson að Hensel 1939. Systkini Símonar eru Jón, Cavalier, N. D.; Mrs. Thorvald- 'or; Los Angeiles, Cal.; Mr. Jón Sveinsson, Wynyard, Sask.; Mrs. Christianson, Hensel, N. D. og Sveinn í Helena, Montana. - Á ungum aldri nam Símon heitinn húsasmíði, og stundaði þá atvinnugrein í Chicago og grend, síðustu tuttugu árin; hann vann í allmörg ár að “Studio”- byggingum fyrir frægan list- málara í Chicago, Sol Cogen; málaði hann frábærilega glögga mynd að Símoni eins og hann þá var, og hafði að undirsknft þessa setningu: “Símon — a genuine craftsman.” Símon átti við langvarandi vanheilsu að stríða, og var alveg frá vinnu tvö síðustu æviár sín; hann bar sjúkdóm sinn eins og hetja, og gerði sér ávalt vonir um, að öðlast heilsu á ný. Þó Símon væri fæddur og upp alinn vestan hafs, bar hann órjúfandi tryggð til tslands og íslenzkra menningarerfða, og mælti á íslenzka tungu sem þá, er bezt getur. Símon var kvæntur Sólveigu Sveinson, kensilukonu frá Mont- ain, N. D., er lifir hann ásamt fjórum börnum þeirra hjóna. j Sólveig er enn í Ghicago. Börn- in eru þessi: Veronica, gift prófessor Rozehnal við State College í Wisconsin; Wynvard, tannlæknir í Elgin, Illincis; Kelly, formaður við trésmíða- deild Elwood Defence Plant, og Valdi, fjölfræðingur, sem vinn- ur að framkvæmdum stjórnar- mannvirkja í Alaska. Allir eru bræður þessir kvænt ir menn, og þau systkini um alt hin mannvænlegustu. Með Símoni Sveinssyni er til grafar genginn mætur maður og góðvdjaður; ástríkur cigin- maður og faðir. Þess skal að lokum getið, að fyrstu sambúðarár sín bjuggu þau Símon og Solveig í Wyr.y- ard Sask., og mun hús þeirra hafa verið fyrsta einkaheimilið, sem reist var í þeim bæ. HVERNIG GŒTA SKAL SIGURLÁNSBREFA Fyrir nokkur cent / / • a an SIGURLÁNSBRÉF eru verðmæt og ættu ekki að liggja á glámbekk. Látið bank- ann geyma þau. Það kostar mjög litið. Hér eru dæmi: 25 cent nægja fyrir geymslu Sigurláns- bréfa upp að $250 virði fyrir árið. 50 cent nægja fyrir geymslu á $500 virði Sigurlánsbréfa á ári. Fyrir þessa litlu upphæð geymir bankinn Sigurlánsbréf yðar á tryggum stað. Klippið arðmiðann af á hverjum sex mánuðum og leggið upphæðina inn í reikning yðar. Notfærið yður þessa ódýru vernd. Hafið verðbréf yðar óhult. Frekari upplýsingar í útibúunum. THE ROYAL BANK OFCANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.