Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.09.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ Séra Haraldur Sigmar frá Mountain, forseti kirkjufelags- ins var á ferð í borginm um helgina. I fylgd með honum var W. Hillman bóndi frá Mountain. Þeir fóru heiinleiðis á mánu- daginn. ♦ ' ♦ ♦ ♦ Laugardaginn 4. sept. lézt Kristín Brynjólfsdóttir frá Tröllatungu í Strandasýslu. á heimili sonar síns, 522 Lipton St., á 86 aldursári. Hun var ekkja Zakaríasar Björnssonar frá Klúka við Steingnmsíjöið; komu þau vestur um haf 1885. Jarðarförin fór fram frá Bar- dals á þriðjudaginn með aðstoð séra Valdimar J. Eylands. Heimilisiðnaðarfélagið heldur fyrsta fund eítir sumarfriið á miðvikudags kvöldið 15. sept. að heimili Mrs. W. S. Jónasson, 169 Hazeldell Ave., Fundurinn byrjar kl. 8. ♦ ♦ ♦ Jon Sigurdsson Chaptei I.O. D.E. requests the names and addresses of all Iceiandic Soldiers, Sailors and Airmon, overseas. Also change of addr- ess if any from address already sent in to the Chapter. Please be sure to send the correct (present) address — this is very important, for all parcels must be mailed before the end of September. r r r Frá fslandi barst sú frétt til Steindórs Jakobssonar kaup- manns í Winnipeg, - að móðir hans, Jóhanna Friðriksdóttir hafi andast síðastliðinn sunnu- dag, að heimiir dóttur sinnar og tengdasonar, Nýbjargar Jakobsson og Vigfúsar Friðriks- sonar á Akureyri. Frú Jóhanna var 78 ára. Hún átti margt venslafólk og vini hér Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 GÚðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á íslenzku kl. .7. e. h. Allir æfinlega velkomnir. ♦ ♦ ♦ ♦ Messur við Churchbridge cg víðar í sepiember mánuðir Þann 5 í Concordia; þ. 12. í Hóla skóla kl. 2. eftir miðdag. í Concrdia þ. 19. og þ. 26. kl. 11 f. m. á Red Deer Point og kl. 3. e. h. í Winniegosis sama dag. Menn eru beðnir að gæta þess, að messutíminn í Hóla skóla er ákveðinn klukkan 2. e. h. s. s. c. ♦ ♦ ♦ Lúierska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 12. sept. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7. síðd. Allir boðnir velkomnir. Messað á Betel sama dag kl. 9.30 árd. S. Ólafsson. Þau Ingimar G. Hanson og Margrét Sigríður Sveinson bæði til heimilis í Árborg, voru gcf- in saman í hjónaband 2. sept. Séra Valdimar J. Eylands íram- kvæmdi athöfnina að heimili sínu 776 Victor St. -f f f Skúli Sigurgeirsson guðfræð- ingur, prédikar á Vogar sunnu- daginn þann 12. þ. m. kl. 2 e. h. en á Oak View kl. 3.30 þann sama dag. Þann 19. þ. m. flytur Skúli guðsþjónustu á Steep Rock. Allar þessar guðsþjón- ustur fara fram á íslenzku. -f f -f Major Suchorov D.S.O. will be the guest speaker at the next meeting of the Iceland Can. Club which will be held in the Antique, Tea Rooms, Enderton Bld. at 8.30 p. m. Sept 12. Prospective members are heart- ily welcomed. -f -f f Mr. Gísli Sigmundsson verzl- unarstjóri á Hnausum kom til borgarinnar á þriðjudaginn ásamt frú sinni. ♦ f ♦ Mrs. Margrét Kjartanson frá Amaranth, sem skorin var upp á Almenna spítalanum hér í borginni þann 9. ágúst síðast- liðinn, er nú komin til góðrar heilsu og lagði af stað heim- leiðis á föstudaginn var. f f f íslenzk, barnlaus hjón, geta fengi fengið með góðum skil- málum bústað á Gimli næsta vetur, gegn smásnúningum fvrir aldraða konu þar í bænum. Fyrirspurnum svarar, Frank Magnússon, 755 Beverley St., Wpg. Sími 88 968. vestan hafs. ♦ f f “Tea” verður haldið að heimili Mrs. J. G. Snidal 547 Sherburne St., á miðvikudaginn þann 15. þ. m., síðdegis og að kvöldinu, með það fyrir augum, að afla peninga til þess að kaupa fyrir jólaböggla handa þeim hermönn um úr Fyrsta lúterska söfnuði, sem í herþjónustu eru austan við haf. Forstöðukonur eru: Mrs. J. G. Snidal. Mrs. Ben Baldwin. Mrs. G. K. Stephenson. ♦ f ♦ Laugardaginn 17. júlí s. 1. voru gefin saman í hjónaband í Yuma, Arizona ríkinu þau Mr. Johannes Sveinsson frá Reyk- holti í Borgarfirði og Mrs. Jóhanna Ingibjörg Thorgríms- son frá Los Angeles, Cal. Framtíðarheimili þeirra verð- ur í Suður Californiu. > ♦ ♦ Samkvæmt tilkynningu frá hérnaðarvöldunum, innritaðist Alma Tergesen í Candian Women’s Army Corps í des- embermánuði 1942;. Hún er fædd og uppalin á Gimli. Systir henn- ar, Mrs. J. McKenty, á heima að 121 Girton Boulevard, Winni- peg- f f ♦ Hið yngra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfríið í samkomusal kirkjunnar á þriðju daginn þann 14. þ. m., kl. 2.30 e. h. f f f Dr. Kristján Jónasson lagði af stað suður til Rochester, Minn., síðastliðið miðvikudags- kvöld ásamt frú sinni. Fyrsta lúterska kirkja. Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. f f f Argyle prestakall. Sunnudaginn 12. september. Grund kl. 11 f. h. ensk messa. Brú kl. 2 e. h. ensk messa. Baldur kl. 7.30 e. h. ensk messa. E. H. Fafnis. f f ♦ Sunnudaginn 12. sept. messar séra H. Sigmar í Vídalíns kirkju kl. 11 f. h. og í Hallsonkirkju kl. 2.30 e. h. Ferming og altaris- ganga við báðar messurnar. Allir velkomnir. Aths: Eg bið hlutaðeigendur •velvirðingar á því að í smágrein sem eg skrifaði um samsæti það sem Þjóðræknisdeildin “Báran” á Mountain hélt, þeim Mr. og Mrs. S. S. Laxdal, þegar þau voru*að flytja til Blaine Wash., láðist mér að geta um myndar- legt og vingjarnlegt kvæði, sem G. J. Jónasson flutti heiðurs- gestunum. H. Sigmar. Öldruð kona vill fá herbergi á íslenzku heimili hér í botg- inni, á sömu hæð og baðherberg- ið er. Sími 34 470. f f f Æfður Net-hanger óskast í vinnu nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs, Toronto og Sargent. ♦ f ♦ Ungfrú Selma Jónsdóttiv frá Borgarnesi, sem dvalið hefir hér um slóðir síðan á íslendinga- daginn, lagði af stað suður til Berkley, Cal. á þriðjudags- kvöldið. f f ♦ Dr. S. E. Björnsson fra Ár- borg var * staddur í borginni á mánudaginn. ♦ ♦ ♦ Herra Jóhannes Snorrason flugmaður og frú, og hr. Magnús Guðmundsson flugmaður, lögðu af stað áleiðis til íslands síðast- liðið miðvikudagskvöld. Lögberg árnar ferðafólki þessu goðs brautargengis og þakkar því ánægjulega viðkynningu. Hitt og þetta ÞaS er mjög mismunandi hvað hljómsveitarstjórar láta hljómsveitir sínar spila söniu tónverk á Iöngum tinia. Einn amerískur hljómsveitar- stióri lét t. d. hljómsveit sína leika svmfóníu Dvoraks “Frá nýja heim- inum” á fjörutíu mínútum, en hljóm- sveit annars var ekki búin með hana fyr en eftir 68 mínútna leik. • Uxarnir, sem eru notaðir við járn- námurnar í Mondragon á Noröur- Spáni, hafa drukkiö vín undanfarin 20 ár og þeir vilja þaö ekki blandað. Haustfrakkinn yðar bíður hérna Innfluttir og Canadiskir úr- vals yfirfrakkar nú til taks. Vandaur frágangur og ný- tízku snið. -Herringbone vefnaður og Donegal-gerð tweeds, Köflóttir og einlit- ir. Stærðir 35 til 44. Verð $31.00 Men’s Clothing Section, The Hargrave Shops for Men, Main Floor. T. EATON C? LIMITED Þetta er gert til þess eins að hressa uxana og fá þá til að vinlia af meira þappi. Fyrir nokkuru fanst námaeig- endunum rétt að reyna að spara með þvi að blanda vatni í vínið, sem ux- unum var gefið, en þá vildu þeir bara ekki lita við því. Vildu ekki bragða dropa fyr en þeir fengu óblandað vín, með ögn af pipar og cinnamon út í til brgaðbætis. Þetta drukku þeir með áfergju og byrjuðu svo að vinna af kappi. Þessi víngjöf er þó ekki ný hug- mynd á Spáni, því að það var siður áður fyr að gefa ungum bardaga- nautum vín — með púðri út í — til þess að fjorga þau, áður en þau áttu að hlaupa um stræti þorpanna, þegar hátíðir voru haldnar. En púðrið fór ekki vel með þau. Það fjörgaði þau að vísYi gífurlega, en eyðilagði heilsu þeirra. Þau gátu ekki lifað meira en svo sem þrjá rnánuði eftir að farið var að gefa þeim púður og þegar þeir dóu, þá var það æfinlega milli klukkan tvö og fjögur eftir miðnætti. Við krufningu kom í Ijós, að þau létust jafnan af hjartabilun. Upprunalega gaf námafélagið uxum sinum sjö lítra á virkum' dögum, en nú er skamturinn tíu lítrar. Á hvíld- ardögum fá þeir tvo eða þrjá lxtra. • Kona nokkur mætti vinnu manni sínum sem var að koma út af drykkjukrá. “Það hryggir mig,” segir hún “að sjá þig koma út af þessum stað.” “Nú, jæja, húsfreyja góð,” sagði vinnumaðurinn, “eg skal fara strax inn aftur.” • Undanfarin tuttugu ár hefir verið miklu heilnæmara loft í Rio de Janeiro en áður, ekki eint heitt og mollulegt. Það sem olli breytingunni, var það, að stórt fjall, sem stóð vestan við borgina — Morro do Castello — og varnaði hressandi andvara frá sjón- um að leika um hana, var flutt á brott. Síðan hefir meðalhiti í borg- inni að sumarlagi lækkað um þrjú stig. Wartime Prices and Trade Board Bakaravörur. Eftir 13. september verður bökurum bannað ’að búa til “parkerhouse rolls”, “hamburg- er” eða “hot-dög rolls”. Einnig “Pastries” eða kökur sem vigta minna en hálft pund bakaðar. Bannið á ekki við kleinur (doughnuts), “drop-cakes”, smá- kökur eða brauð sem sérstak- lega er búið til í sandwiches (special sandwicish loaver). Þyikk “icing” á kökur er bönnuð, að undanteknum brúð- arkökum. Aukin eftirspurn eftir bakara vörum, en skortur á vinnukrafti hjá þeim sem baka, hefir orsak- að þessa fyrirskipun. * * * Kjötseðlar númer 15, Kaffi- seðlar númer 14 og 15, Smjör- seðlar númer 26. og 27.. Svk- urseðlar númer 14. og 15. og “D” seðlar númer 1, gengu allir í gildi annan september. Kjöt- seðlar númer 16 öðluðust gildi þann níunda. * * * Fólk er góðfúslega beðið ao fara yfir nýju skömtunarbæk- urnar sínar og fullvissa sig um að alt sé í lagi. Innihald bókanna á að vera sem hér segir: Ein síða af kaffi eða te seðlum (grænum). Þessi síða á ekki að vera í bókum barna innar tólf ára. Ein stfða af sykur seðlum (rauðum). Tvær síður af smjör seðltxm (fjólu bláum). Þrjár síður af kjöt seðlum (ljós brúnum). Tvær gíður af litlum “D” seðlum (dökkum). Ein síða af “E” seðlum (ljós grænum). MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Ein síða af “F” seðlum (blá- um). Næst er spjald sem á að fylia út þegar skift er um bækur, þessu næst er spjaldið sem sent er ef breytt er um heimilisfang eða nafn, og aftast er eyðu- blaðið sem notað er þegar beð- ið er uip sykur til niðursuöu ávaxta. Ef nokkur kann að hafa feng- ið bók sem ekki er í lagi, er best að fara með hana á næstu skrifstoíu Local Ration Board og fá aðra í staðinn. % Spurningar og svör. Spurt. Eg hef verið að safna hrosshári. Hvert á að senda það? Svar. Upplýsingar fást hjá Furniture Administration, W. P. T. B. 204 Richmond St„ West. Toronto, Ont. Spurt. Er hunang sem selt er af framleiendum háð nýju skömtunar reglugerðunum" Svar. Já. Framleiðendur sem æija hunang, verða að inn- heimta “D” seðla sem svara því sem selt er. Skamturinn er sex mældar únzur af hun- angi fyrir hvern seðil. Spurt. Eg er bóndi og hefi sem itendur stáltunnu (steel drum) sem er hér um bil tóm, og sem mig langar til að fá að eiga þegar búið er að tæma hana. Verð eg að skila henni? Svar. Nei. Ef þú þarft hennar nauðsynlega með, þá mátt þú halda henni. Ástæðan verður samt að vera góð og gild. Spurt. Eg ætla í heimsókn til Bandaríkjanna. Á eg að fá mér bráðabirgða skömtunar- spjald áður en eg fer héðan? Svar. Nei. Þú verður að fá spjaldið í Bandaríkjunum. Það eru Local Ration Board skrif- stofúr þar eins og hér, og þú færð spjaldið á þeirri skrifstofu sem þér er nálægust þegar þú ert kominn suður. Spurt. Mér er sagt að það megi nota “D” seðlana til þess að kaupa sykur í staðinn fvrir marmalade og þess háttar. Er ætlast til að þetta sykur sé notað til niðursuðu? Svar. Nei. Maður má nota sykrið hvernig sem maður vill. Spurt. Er hægt að leggja inn kjötseðla hjá verzlunum og fá svo kjöt út á þá seinna, þegar sfeðlarnir eru gengnir úr gilai? Svar. Nei. Þetta er ólöglegt. Spurt. Getur garage-maður heimtað að sér sé sýnd gasoline skömtunarbókin áður en hann gerir við bíl? Svar. Já. Þess er krafist að | það sé gert, vegna þess að nauð- synjabílar hafa forgangsrétt. Spurt. Eg keypti upp á þrjá dollara í búð á mánudaginn, en á þriðjudaginn neitaði sami kaup maðurinn að senda heim fvrir mig vörur sem voru erfiðar meðferðis, vegna þess að verðið var fyrir innan dollar. Var þetta rétt hjá honum? 0 Svar. Það eru engar reglu- gerðir hjá W. P. T. B. sem heimta að verzlanir sendi heim vörur keyptar hjá þeim hvað sem þær kosta. En smásalar mega, ef þeir vilja, senda vörur sem eru of erfiðar meðferðis til þess að bera þær, þó verðið sé fyrir innan dollar. Það kemur málinu ekkert við, að vörur voru keyptar fyrir þrjá dollara daginn áður. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg. KONUR óskaát í vinnu Stúlkur eða giftar konur óskast í vinnu að parti til við þvoUa og fatahreinsun, ekki yfir 24 klukkustundir á viku. Æfing á- kjósanleg, en ekki alveg nauð- synleg. Umsækjendur verða að vera við því búnir, að takast á hendur fsta atvinnu. Finnið að máli PERTH’S 484 Poriage Avenue Rökkur framundan! iiiiiininii!iiiiii!iiiiiii[[[[iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiii[[iiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiii “Vetur gamli bíður á næsta leiti”. Árstíð langra kvelda er í að- sigi. Einu sinni enn þarf að endurnýja lampaglös og fá birgðir' til vara. Illlllll[!!llllllllllllllllll[|[[|l!!!lllllllllllllllll!![lllllllllllll!llll|||||||||![|!l!ll!||lil General Electric laiæpaglös lýsa ávalt best og endast líka bést. Frestið ekki innkaupum á nýjum lampaglösum, látið Hydro manninn, sem reiknar út Ijósarotk- un færa yður þau, eða innheimtumanninn, er hann kemur næst. Látið seíida þau C. O. D , eða andvirðið lagt við næsta Ijósareikning. Pantanir yfir $1.00 eða meira, einungis sendar heiri^. Athugið þetta lága verð fyrir úrvals lampaglös: f 15 til 60 wolt stærðir. í eða • ^ Sex 400 watt stærðir . fyrir ........... JL • CITY HYDRO Boyd Building — Sími 848 131

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.