Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
fi«
Aot<
Co«-
l0V^
aíi°
For Better
Dry Cleaning
and Laundry-
iðbefn
PHONES 86 311
Seven Lines
W3
Co*-
•35?«-*
Service
and
Satisfaction
56 ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER, 1943.
NÚMER 37
Stórorustur á Italíu; Róm
og Milan í höndum Þjóð-
verja.
Mussolini genginn aftur.
Síðastliðinn föstudag náðu Þjóðverjar haldi á Róm og litlu
síðar Mílan; hafa borgir þessar verið settar í herkví. og er
svo látið í veðri vaka sem alt sé þar með kyrrum kjörum;
þó róstusamt muni vera innan vébanda þeirra annað veifið.
Svo þokukendar eru fréttirnar frá ítalíu um þessar mandir"
að örðugt er að lesa á milli línanna; einn daginn er til dæmis
fvá því skýrt, að ítalska konungsfjölskyldan sé flúin til Sikil-
eyjar, en næsta dag er þetta borið til baka; þó mun nokkurn
veginn mega víst telja, að' konungur, ásamt hirð sinni, hafi
hypjað sig á brott. Badoglio forsætisráðherra, sá, er við tók
af Mussolini, heyrist nú naumast nefndur á nafn.
Um Mussolini hafa gengið margskonar kviksögur undan-
farna daga; hann hefir átt að vera lokaður í svartholi hjá
hernaðarvöldum sameinuðu þjóðanna, og hann hefir líka átt að
vera gestur Hitlers; en hvað sem er um það, þá gorta Þióð-
verjar af því, að hafa með furðulegum hætti, fyrir atbeina
tallhlífarhermanna sinna, bjargað Mussolini úr heljarklóm; og
-svo er smiðshöggið rekið á með því, að á miðvikudagiun lýsir
Mussolini afturgenginn því persónuiega yfir, að hann á ný hafi
1ekið að sér frelsun hinnar ítölsku þjóðar.
Afar harðar og mannskæðar orustur standa yfir umhverfis
Neapel og Salerno, þar sem Bretar, Bandaríkjamenn og Canada-
menn að sögn líka, takast á fangbrögðum við fylkingar þýzkra
Mazista, sem eiga að ýmsu leyti betri aðstöðu vegna ramm-
byggilegra hernaðaraðgerða í fjöllum uppi og langvarandi und-
rbúnings; en á hinn bóginn er það víst, að bandamenn auka
daglega liðsafla sinn á þessum vettvangi stríðssókn&rinnar,
eínkum í loftinu, og er þess því ekki ólíklega til getið, að
slíkt ríði baggamuninn, auk þess sem meginið af ítalska flot-
anum er komið í hendur sameinuðu þjóðanna.
LIBERALAR
FUNDAR.
BOÐA TIL
HELZTU FRÉTTIR
ÞINGKOSNINGAR Á PRINCE
EDWARD ISLAND.
Fylkisþingið á Prince Edward
Island hefir verið rofið, og nýjar
kosningar fyrirskipaðar þann 15.
þ. m. Þingmenn eru þrjátíu að
tölu. Flokkaskiftingin var þann-
ig áður en þing var leyst upp:
Liberalar 22, Conservativar 4 og
utanflokka 4.
? ? ?
KOSIN í FRAMKVÆMDA-
NEFND CANADISKA
RITHÖFUNDAFÉLAGSINS.
Islenzki rithöfundurinn, Laura
Goodman Salverson, var á ný-
afstöðnum ársfundi rithöfunda-
félagsins canadiska, kosin í fram
kvæmdanefnd þessara fjölmennu
samtaka. Frú Salverson er rit-
stjóri ársfjórðungsritsins ''The
Icelandic Canadian".
? ? ?
FJöRUTÍU OG NÍU ÍToLSK
HERSKIP SLEPPA ÚR KLÓM
NASISTA.
Að því er nýjustu fregnir
herma, hafa fjörutíu og níu
ítölsk herskip af ýmissum stærð-
um, sloppið úr klóm hinna
þýzku Nazista, og eru komin í
öruggar hafnir við Malta og
Gíbraltar. Þrjú eða fjögur af
herskipum Itala, eru sögð að
hafa komist til spænskra hafna
og verið tekin þar í gæzlu vegna
þess að Spánn er enn að nafni
til hlutlaus í styr/Öldinni. Það
var eitt af skilyrðum Eisen-
hovers yfirherforingja fyrir
vopnahléinu við ítali, að þeir
gerðu alt, sem í þeirra valdi
stæði til þess að fyrirbyggja að
'tolsk skip, jafnt herskip sem
verzlunarskip, kæmust í hendur
í^jóðverja.
DÝR UNDIRTYLLA.
Nýlega gerðist sá atburður,
að Þýzk undirtylla í ræningja-
flokki Hitlers í Kaupmannahöfn
var drepin, og Danir sakaðir
um tilverknaðinn. Manngjöld
þau, er þýzku hernaðaryfirvöld-
in kröfðust fyrir líf þessa légáta
síns, námu $1,000,000, og bæjar
stjórn Kaupmannahafnar gert
að skyldu að greiða þetta lítil
ræði refjalaust.
? ? ?
CANADISKT MANNTJÓN
Á SIKILEY.
Hernaðarvöldin í Ottawa hafa
tilkynnt, að canadiskt manntjón
í Sikileyjarleiðangrinum hafi, að
því er bezt sé vitað, numið
2,387. Slysalistinn ber með sér,
að 38 foringjar voru drepnir í
orustu eða dáið af sárum, 123
særðir og 10 ókomnir fram;
úr flokki óbreyttra liðsmanna
féllu eða dóu af sárum 438;
1,641 særðust, en 137 voru týnd-
ir, eða höfðu verið teknir til
fanga.
? ? ?
LENGI A LEIÐINNI.
Mr. C. H. Harness,' bifhjóla-
kaupmaður, 715 Banning. hér í
borginni, fékk þann 10 þ.m. bréf
spjald frá bróður sínum á Eng-
landi, sem dagsett var 20. júlí,
1912. Bréfspjaldið kom frá fæð-
ingarbæ Gladstone, hins víð-
kunna stjórnmálamanns biezku
þjóðarinnar. Það þyk;r eins
dæmum sæta að bréfspjald þetta
skyldi komast til skila eftir
freklega þrjátíu og eitt ár.
? ? ?
SAMEINAST C.C.F.
Samtök verkamanna, sem
vinna við stáliðnaðarverksmiðj-
urnar í Austur-Canada, hafa í
einu hljóði fallist á það, að
ganga í pólitískt bandalag við
C.G.F.-flokkinn.
Að boði forsætisráðherra, hafa
Liberalþingmenn á sambands-
þingí verið kvaddir á fund í
Ottawa, til skrafs og ráðagerða
þann 27. þ. m., en landssamtök-
um Liberala hefir jafnframt ver-
ið stefnt til fundar í höfuðborg-
inni þremur dögum seinna;
hvort þetta hvorutveggju getur
skoðast sem fyrirboði sambands
kosninga á næstunni. er enn
eigi vitað.
RÚSSAR TAKA BRYANSK.
Samkvæmt tilkynningu frá
Berlín síðastliðinn þnðjudag,
hafa Rússar endurheimt Bry-
ansk, hina miklu iðnaðai- og
járnbrautarmiðstöð á mið-víg-
stöðvunum. Þjóðverjar höfðu
haldið borg þessari í því nær
tvö ár; næsta stórborgin, sem
víst má telja, að falli Rússum
hendur, verður Smole'isk, og
fer þá heldur en ekki að sax-
ast á limina hans Björns míns
austan Dnieper-fljóts.
JAPANIR í KLÍPU.
Eftir harða sókn af hálfu
Bandaríkjamanna, sem staðið
hefir yfir nokkuð á aðra viku;
hafa Japanir hröklast á ílótta
frá Salamaua á New Guineu,
og skilið þar eftir kynstrin öll
af vopnabirgðum; mannfdli af
hálfu Japana á stöðvum þessum
varð gífurlegt, auk stórkostlegs
flugvélatjóns.
þessari bók inn á sem allra flest
heimili. Gleðilegt væri að sjá svo
mikinn áhuga fyrir þessu mali
að einn eða tveir í hverri bygð
gæfu sig fram sem sjáliboða
við þetta starf og gerðu það
sem allra fyrst.
Þessar línur eru ritaðar til
þess að láta fólk vita hvernig
gengur. — Meira síðar.
Sig Júl. Jóhannson.
ENDURKOSINN
í FORSETAEMBÆTTI.
"Eins og í sögu"
"Þetta gengur alveg eins og
í sögu", segir fólk þegar ein-
hverju miðar sérstaklega vel
áfram.
Á það sannarlega við um
"Sögumálið" síðan nýja nefnd
in tók það að sér.
Nýlega hefir það verið ákveð
ið að þetta annað bindi verði
um hundrað blaðsíðum stærra
en fyrsta bindið. Auk þess verð-
ur þetta bindi enn þá eigulegra
sókum þess að í því verða sex
eða sjö fræðandi landabréf
Verða þar sýnd öll helztu héruð
og allir merkustu staðir, sem
koma við sögu vesturflutning-
anna, og einnig sýnd iega og
afstaða flestra bygða Vestur-
íslendinga.
Meira en helmingur aJlrar
bókarinnar er nú stílsettur.
Verður hún fullprentuð og kom
in á markaðinn í tæka tíð fyrir
jólin. Betri eða eigulegii jóia-
gjöf verður ekki hægt að velja
í þetta skifti.
Heima á íslandi er sala bókar-
innar tryggð; Jónas Jónsson al-
þingismaður frá Hriflu, sem
á ýmsan hátt hefir sýnt frá-
bæra velvild og vináttu í garð
Vestur-Islendinga skrifaði ný-
lega Soffaníasi Thorkels^yni og
lofaði fylgi sínu við útbreiðslu
bókarinnar heima; og fyrir fá-
um dögum kom símskeyti frá
Mentamálaráði íslands til próf.
Richards Beck forseta Þjóð-
ræknisfélagsins þar sem það
lofar að gangast fyrir sölu bók-
arinnar. Er þetta trygging fyrir
sölu hennar heima og ætti að
mega vænta þess að Vestur-
íslendingar láti ekki síður til
sín taka við kaup og sölu þess-
arar bókar.
Nú líður að þeim tíma þegar
leitað verður sérstakra liðs-
manna í hverri einustu ísienzkri
bygð, sem taki að sér að koma
í herþjónustu
Serg. Sigurður G. Kjartanson,
25 ára, innritaðist í herinn i
nóvember 1941, en fór til Eng-
lands í vor, sem leið.
Jón G. Kjartanson, 23 ára,
gekk í canadiska herinn í
febrúar 1941. Hann hefir dvalið
á Englandi í 18 mánuði og
starfar þar fyrir eina af flutn-
ingadeildum hersins.
Gunnar R. Kjartanson innrit-
aðist í flugherinn í ágústmán-
uði 1942; hann er 28 ára að
aldri og er enn við æfingar í
Canada.
Foreldrar þessara bræðia,
voru Björn Kjartanson, sem
látinn er fyrir nokkrum árum
við Amaranth, og Margrét
Kjartanson, sem þar býr.
Kjartan Stadfeld innritaðist í
herinh þann 31. ágúst s. 1., hann
er 36 ára að aldri og hefir stund-
að fiskiveiðar á Winnipegvatni;
hann er fæddur í Riverton; for-
eldrar hans eru: Guðrún, fyrir
nokkru látin, en faðir hans
Jóhann Stadfeld, er búsettur á
Gimli.
? ? ?
Baldwin Sigurðson gekk í her-
þjónustu þann 6. ágúst síðastl.;
hann er fæddur í Glenboro, og
þar er faðir hans, Herbert Sig-
urðson búsettur.
FORSETI FJÁRSÖFNUNAR.
Prófessor Watson Kirkconnell
Á nýafstöðnum ársfundi rit-
höfundafélagsins í Canada, sem
haldinn var í Toronto, var próf.
Watson Kirkconnell endurkos-
inn í forsetaembætti. Mr. Kirk-
connell er vinmargur meðal Is-
lendinga vegna margítrekaðra
vinsemda hans í þeirra garð og
þýðingastarfsemi hans a ís-
lenzkum ljóðum á enska tungu.
EIN ÁRÁSIN Á
SPITZBERGEN ENN.
I fyrri viku var frá þvi skýrt,
að Þjóðverjar hefðu náð ha!di á
Spitzbergen, og rekið á brott alt
setulið sameinuðu þjóðanna, sem
þar var fyrir. En á þriðjudags-
morguninn flutti brezka útvarp-
ið þá fregn, og bar fyrir sig
Berlín, að fimm brezkir tund-
urspillar frá stöðvum Breta við
Island, hefðu þá nýverið komið
til Spitzbergen og sett þar á
land nokkuð af stórskotabyss-
um til uppbótar fyrir þær vopna
birgðir, sem Þjóðverjar höfðu
átt að eyðileggja í áminstri á-
rás þeirra á landið.
J. N. Connacher
Mr. Connacher forseti nefndar
mnar, sem gengst fyrir fjár-
söfnun í sjóð Líknarsarnlags
Winnipegborgar. Ákveðið er, að
upphæð sú, sem safna skal,
nemi $325.000.
í framkvæmdarstjórn líknar-
samlagsins í Winnipeg
Frank Denne
Þríburar fæddir á
Fljótsdalshéraði
Siúlkur, 8, 10 og 12 merkur.
Þann 18. júlí síðastliðinn fædd
ust þríburar að Fossvöllum á
Héraði. Voru það þrjár stulkur,
Stúlkurnar eru allar hraustar og
matlystugar og dafna vel. Þær
eru allar dökkar á brún og brá.
Fæðingin gekk ágætlega.
Móðir þríburanna heitir Anna
Björg Einarsdóttir, en fað^rinn
Ragnar Gunnarsson.
Sagt er, að áður en- þrí-
burarnir fæddust, hafi tveir
menn veðjað um það hvort
móðirin gengi með einu barni
eða tveim. Veslings mennirnir
töpuðu báðir.
Næst á undan þessum ný-
fæddu þríburum munu þríburar
hafa fæðst hér á landi siðast 7.
júní 1936. Þeir fæddust að Skál-
holti á Hellissandi. Börnin voru
sveinbarn 14 merkur, meybarn
11 merkur og sveinbarn 12
merkur. Foreldrar þeirra voru
Sigurást Friðgeirsdóttir og Þor-
kell Sigurgeirsson.
Þríburafæðihgar eru sjaldgæf
ar. A. Guzzoni, kunnur 'talna-
fræðingur og sérfræðingur í
barnsfæðingarmálum, heíir kom
ist að þeirri niðurstöðu, að af
hverjum 7,103 fæðingum, sé 1
þríburafæðing.
Tvíburafæðingar eru algengar
ein af hverjum 87 fæðingum.
Fjórburafæðingar eru mjög sjald
gæfar, 1 af hverjum 757,000
fæðingum.
Mbl., 30. julí.
Kveðja til Noregs
17. maí 1943.
Eg man þann bjarta morgun við þín yztu, auðu sker,
í árdagsljóma, gamla land, þá heilsaðirðu mér. —
Það lýsti yfir Dofra, — með ljós á hverjum tindi
og lagði ilm af skógi með hægum morgunvindi.
Já, — þetta var þá Noregur, — hið forna feðraland.
Með fjöll af sólargulli, líkt og óendanlegt band!
— Og hrein og fögur gleði um hugann ungan streymdi,
— eg hallaðist að söxum. — Eg starði fram. — Mig dreymdi.
Mér fannst eg hefði áður siglt um þessi þröngu sund,
eg þekkti fjöll og víkur og ilm af birkilund.
— Hér var eg ekki útlendur, — átti enn hér heima:
Um Islendings hjarta fann eg Norðmanns blóðið streyma.
Því moldin sjálf og grjótið og fjörðurinn og fjöll
mér frið og ástúð bauð, svo að deilumálin öll
sem hýði duttu' af fræjum: Þau frjógast gátu' í næði. —
í framtíð var eg ríkur, — eg átti löndin bæði.
Við þekkjum ykkar dáðir og drengilega vörn,
er dvergur varðist risa — og rjúpa flaug á örn.
— Þá svall oss stoltur harmur, er hrammur Noregs barði.
og hrammurinn var særður, — því fólkið landið varði.
Við hyllum ykkur, drengir, sem þolduð þessa raun
og þáðuð aðeins dauðann í hetjusigurlaun.
Nei, dauði sá er lífið, þótt legstaðir sé' faldir.
— Og ljóma slær á Noreg og syni hans um aldir!
Þú bugast aldrei, Noregur, þótt verjist nú í vök.
Þú vannst þinn stóra sigur: Að liggja ei undir sök.
Á knjánum verstu enn, meðan svíða sér og blæða. —
I sigri munt þú rísa, sem Dofrafjöll, til hæða!
Þórir Bergsson.
Eimreiðin.