Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER, 1943. 5 Winnipeg Eftir M. Markússon. Björt á breiðum sléttum böðuð morgun sól, þar sem bjarkir breiða blóm við dögg og skjól, þar sem háar hallir horfa yfir torg, frjáls á sterkum stofni stendur friðsæl borg. Þættir ýmsra þjóða þitt við fóstur skaut, tengjast bróður böndum bægja hverri þraut, vorsins þroska veldi vermir samfélag, sem í ljósi lyftir landsins auðnu hag. Fljóð og frónskir drengir finna hjá þér skjól, hér er móður málsins merki reist við sól. Menning, mál og saga merkja tímans braut, • sem í samkeppninni sigrar hverja þraut. Lít ég leið til baka löngu gengin spor, þegar fyrst eg fann þinn faðm, með sól og vor. Tíminn hefur hækkað hug þinn verk og ráð, framsókn, fjör og þróttur , fögru marki náð. Borgin bersku fríða bjarta vonar skjól, reistu manndóms merki móti dagsins sól, Drottinn lands og lýða lyfti þínum hag, mannúð, ment og friður merki hvern þinn dag. Kvæði þetta er endurbirt vegna línuruglings, sem komst mn í tvö erindi. Ritstj. Ford-bíla þeirra tíma — en þá er líka mikið sagt. — Einu sinni atvikaðist það svo að eg gekk frá Pt. Roberts til Coal-Brook, um 18 mílna veg, það var á gamlársdag 1915; öðru sinni, tveimur árum seinna að vori til, fór eg af sunnanlest- inni, er rennur til Vancouver, á téðri stöð, og gekk til Pt. Roberts. Nærri lét, að sú för mín yrði hin síðasta; — en um það fjölyrði eg ekki frekar. — Eg var hrifinn af hinni ágætu breiðu braut, (en við breiða veginum erum við prestarnir stöðugt að vara aðra), sem við Mr. Thordarson nú keyrðum eft- ir á allhraðri ferð, í áttina til Blaine. Það má heita ein óslitin bygð, úr því komið er upp á hæðirnar — alt að landamær- um. Útsýnið er einkar fagurt út til sjávar, og til Semiahmo- bay, er dregur nær Blaine. Hið fagra “Peace Arch” er þar. Mig langar til að minnast lítil- lega á bók sem eg hefi nýlega lesið. Hún heitir “Landkönnun og Landnám Islendinga í Vest- urheimi” og er eftir Jón Dúa- son. Aðeins fyrsta bindið, um 488 blaðsíður, er komið ut svo mér sé kunnugt. Finnst mér lík- legt að þetta rit mum verða talið með því .merkilegasta sem um þetta mál hefir verði rit- að. Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um “Upphaf íslendinga” 'og færir höfundur þar rök fyrir þeirri skoðun sinni að Islending- ar eða landnámsmenn íslands hafi ekki verið Norðmenn. Hann álítur að sem þjóð hafi Nor'ð- menn ekki verið til fyr en 1030 eða hundrað árum eftir að ís- lenska þjóðin varð til. Island var því aldrei norsk nýlenda. Annar kaflinn er um íslenzku heimsmyndina. Höfundur telur íslendinga hafa verið fyrsta haf- siglingaþjóð heimsins því allar hinar miklu siglingaþjó&ir hafi, fyrir daga Islendinga, aðeins siglt með ströndum fram eða “lengst stuttar fjarlægð)r milli þekktra landa.” Ekkert vitum við um fyrsta fund íslands, seg- ir höfundur, en hann álítur að annaðhvort hafi einhverjir norr ænir menn eða þá Piktar verið fyrstir manna til að finna land- Óvíða hefi eg séð vinalegri stað en “Peace Arch Park”, er einnig mun kendur við frömuðinn Samuel Hill. Minnir mig hann ætti frumkvæði að og stóran þátt í hugsuninni um byggingu þessa fagra friðarlunds, Og hér blasti Blaine-bær við auga. Hann hafði eg fyrst augum lit- ið stuttu eftir aldamót. — Þar hafa íslendingar átt bygð og fjölmennir verið, milli 40—50 ár. Allan þann tíma, og enn þann dag í dag. er Blaine umhverfið íslenzkasia bygðin á allri Kyrra hafsströnd og þó víðar sé loitað. Þar hafa margir íslendingar, er þangað komu alslausir, barist góðri æfibaráttu, lifað og lát’st. Þegar eg sá Blaine-bæ blasa við sjónum, komu mér í hug orð skáldsins: “Ættjarðarböndum mig gríp- ur hver grund, — sem grær kringum íslendingsins bein.” ið þó að írar hafi verið þar fyrir þegar norrænir menn tóku sér bólfestu þar á níundu öld. Mun höfundur aðhyllast þá skoð un ýmsra fræðimanna að sigl- ingar norrænna manna, Ira og annara séu miklu eldri en upp- haf Víkingaaldarinnar. Þessu máli hefir Vilhjálmur Stefáns- son gert góð skil í bók sinni “Ultima Thule”. Þar næst ræðir Jón Dúason skipakost og sjómennsku íslend- inga, landafræðismál þeirra, menningarlegar kringumstæður og heimildirnar fyrir landafund- unum. Svo snýr hann ser að fundi Grænlands og farast þann ig orð: “Hinir eiginlegu finn- endur Grænlands eru Snæbjörn galti, Hrólfur rauðsendski og félagar þeirra.” Eiríkur rauði fór bara að kanna þetta nafn- lausa land sem þessir menn höfðu fundið. Að Eiríkur rauði hafi verði íslendingur og Græn- land íslenzk nýlenda sýnir hann og fram á. Ítarlega er rædd landaskipun íslenzku heimsmyndarinnai, ís- lendingar munu hafa talið Græn land part af Asíu en Vínland áfast Afríku því ekki var í þá tíð álitið að heimsálfurnar væru fleiri en þrjár. Um það hvar í Ameríku Vínland hafi verið seg- ir höfundur: “Það landslag og gróðurlag, sem komið gat til mála að kalla Vínland, er ekki að finna fyr en suður á austur- strönd Bandaríkjanna, enda þótt Nova Scotia og suðurstrandir St. Lawrence-flóans væru hlut- ar Vínlands. Og það loftslag og þann vetrargróður, sem lýst er í Vínlandsferð Leifs Eiríkssonar í Grænlendinga sögu, er ekki að finna fyr en suður á Florida- skaga eða á sunnanverðri aust- urströnd Bandaríkjanna, suður undir Florida.” Það er og álit Jóns Duasonar að Islendingar munu hafa getað siglt að minnsta kosti til norð- urstranda Suður Ameríku. Fær- ir hann töluverð rök fyrir þessu. Mörgum sem hafa lesið “The Conquest of Mexico and the Conquest of Peru!’ eftir Pres- cott mun hafa dottið í hug að íslendingar hafi komjð víðar í Ameríku en álitið er. Lítill efi finnst mér á því að þeir hafi farið miklu víðar um Norður Ameríku en almennt er haldið og færir Jón töluverð rök fvrir þeirri skoðun í þessu bindi. Fróð legt mun verða að sjá seinni bindi ritsins þar sem hann ri’Hm ætla að gera því máli rækileg skil (hér ræðir hann það að- eins í sambandi við landaskipun íslenzku heimsmyndannnar). Feikilegur fróðleikur er í þess- um kafla en of langt mál yrði þetta ef farið væri að ræða það frekar. Þar næst er töluvert langt mál um hinar fyrstu Vínlands- ferðir Islendinga. Rangt telur höfundur það að kalla Leif Eiríksson finnanda Ameríku — það hafi verið Bjarni Herjólfs- son. Eg get ekki stillt mig um að taka upp kafla í þessu sam- bandi: “ Engin forn heimild hefur kent fyrsta fund Ameríku við nafn Leifs Eiríkssonar; eng- in heimild hefur heldur kent fund Marklands og Heliulands við nafn hans, heldur aðeins fund þessa lands í Amreíku, er nefnt var Vínland, og aldrei hefur merkt það sama og Ame- ríka, sem heild. Það, aö kalla Leif Eiríksson fyrsta finnanda Vesturheims, er aðeins hegóm- legt prjál seinni tíma. Viður- nefnið “hinn heppni” fékk hann heldur ekki fyrir að finna heims álfu, sem fundin var áður, held- ur fyrir að bjarga skipshöfn í hafsnauð. Það að Leifur hefur verið rangnefndur Norðmaður, gerir hann ekki að finnanda Ameríku. Leifi varð það drjúgt til lofs, sem fleirum, að ganga erinda kirkju og erlends kon- ungs. Ekki er það fundur Ame- ríku. — Bjarni hlaut niðið eitt, enda hefur enginn blettur fall- ið á trygð hans við trú íeðra sinna né föðurland.” Eftir að hafa rætt Vínlands- ferðirnar snýr höfundur sér að öðru málefni er hann nefnir “Brot úr íslenzku heimsmynd- inni í miðalda bókmentum Norð urálfu.” Að mörgu leyti er þetta veigamesti kafli bókarinnar I löngu og ítarlegu máli finnst mér höfundur taka af allan efa að Evrópumenn miðaldanna þekktu heimsmynd íslendinga. Ekki munu samt allir vera hon- um sammála í þessu máli, sér- stakléga hvað viðvíkur landa- bréfum miðaldanna eða þvi sem hann segir um Columbus, en eftirtektarverðar eru niðurstöð- ur hans. Síðasti partur þessa fvrsta bindis er “Islendingar á Græn- landi” og skiftist í þrjá kafla: 1. Landið og bygging þess; 2. Ágrip um atvinnumenningu ís- lendinga á Grænlandi; 3. And- leg menning Islendinga á Græn- landi. Sérstaklega veitti eg eft- irtekt því sem sagt er um Norðursetu, veiðimannabygðina. Höfundur heldur fram að hér hafi einnig verið föst bygð og gerir mikinn greinarmun á menningu þar og í landbúnað- arbygðunum. Ekki efast eg um það að mörgum finnist, við lestur þessa rits, að oft sé tekið fulldjúpt í árina. Svo kann og að viiðast, en ekki álít eg það neinn ókost. Rannsókn á landkönnun og land námi Islendinga í Ameríku er, þrátt fyrir öll þau óskop sem um það hafa verið ritað, aðeins á byrjunarstigi. Má jafnvel segja að einhver dofi hafi hvilt og hvíli yfir því, hvað Islendinga sjálfa snertir. Það liggor í augum uppi að aðrir eins garp- ar og íslendingar í fornöld voru hafi ekki, eftir að þeir fundu þessa heimsálfu, látið það und- ir höfuð leggjast að kanna hana og notfæra sér að mins4a kosti einhver auðæfi hennar. Enda fullyrðir Jón Dúason að “stein- hlaðin hróf og naust ísler.zkra skipa” standi “um allar strend- ur Ameríku frá St. Lawrence fljótinu norður Austurströndina, vestur Norðurströndina, og suð- ur Vesturströndina góðan spöl, óg meira að segja yfir á Aust- urtöngum Asíu líka. Um þetta sama svæði standa rústir ís- lenzkra búðsetumannaskala með gluggum, seti og sérhverju því öðru, er sérkennir íslenzkan skála, og í sambandi við þessar skálarústir öll þau steinhlaðin mannvirki, sem þekt eru eða hægt er að búast við, í sam- bandi við íslenzka búðsetumanna menningu.” Eg vildi að þessi bók yrði til að vekja Vestur-íslendinga tii verks. Þeir ættu öllum fremur að láta þetta mál til sín taka. En það hefir ekki verið gert að svo komnu. Þjóðræknisfélag- ið ætti að vera sjálfkjörið til að standa fyrir þessu. Það e’r nú að gefa út sögu Islendinga í þessari álfu. En upphaf þeirr- ar sögu er ekki að finna á nítjándu öldinni, heldur á þeirri tíundu. Hvað á sú saga lengi að liggja hulin. Eg bíð með óþreyju þess sem óútkomið er af bók Jóns Dúa- sonar. Hana ætti hver Vestur Islendingur, sem vill þekkja sögu forfeðra sinna, að eiga og lesa oft. Tryggvi J. Oleson. Stúdentastyrkir amer- ísku háskólanna Menntamálaráð íslands nefir úthlutað þannig styrkjum þeim, sem amerískir háskólar veita ís- lenzkum stúdentum: Jónas Árnason: American University, Washington D. C. of Public Administration. Gunnhildur Snorradóttir: Ame rican University, Washington D. C., School of Social Science and Public Affairs. Jón R. Guðjónsson: Southern Methodist University. Dsllas, Texas. Júlíus Magnússon: University of Southern California, Los Angeles, California. Björn Eiríksson: Boston Uni- versity, Boston, Massachusetts. Birgir Möller: Brown Uni- versity, Providence, Rhode Is- land. Kristín Guðmundsdóttir: Northwestern University, Evans ton, Illinois. Júlíus Guðmundsson: Uni- versity of Wisconsin, Wiscon- sin. 12 Stofnanir fyrir barnvernd aldur og tr'iarbrögð undanskilin 2 Stofnanir fyrir gamalmenni 0 Stofnanir fyrir heilsu- og sj úkdómavar nir 2 Stofnanir fyrir f j ölskyldu vernd 3 Stofnanir fyrir treystingu skapgerðar ÞORF Þökk sé yður, Mr. og Mrs. Win- nipeg, fyrir þann góðfúslega og örláta stuðning, er þér hafið veitt Líknarsamlaginu í 22 ár. Nú er annað ár liðið, og þörf á framlögum. Eruð þér við því búin? Hinar 25 stofnanir vorar þarfnast $ 325.000 til reksturs. Blindir sjúkir og munaðarleys- ingjar á meðal vor þurfa hjálp. Þeir eru nágrannar yðar og þeir þarfnast yðar — strax. Tillag yðar má draga frá skatt- skyldum lekjum. 13. til 25. Sept. 0 F GREATER WINNIPEG 460 MAIN STREÉT Virði Baráttu . . . Virði FRAMLAGA Mbl. 30. júlí. 0 SIIMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITAR'Í AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT. STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policv to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evenin^ Classes, which will continue throughöut the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Portage Ave. ai Edmonion Si. WINNIPEG. I 1 I 1 Landkönnun íslendinga í Ameríku

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.