Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 6
6 L6GBERG, FIMTUDAGINJM 16. SEPTEMBER, 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eflir Edgar Wallace. Frá glugganum í setustofu hennar var gott útsýni yfir Cavendish stræti. Það var stór grá bíll, liggjandi á hliðinni, og lítill bíll sem hafði runnið inn í hann. 1 þeirri fjarlægð sem hún var, gat hún þó séð að strætið í kringum bílana var blóði Jitað. Ritchie kom upp til hennar, fullur af frétt- um. “Þeir náðu tveimum af þeim—þeir voru ekki slasaðir, það var þó farið með annan í hospítalið . . . Ó, já, maðurinn sem var í litla bílnum var drepinn. Hann rendi beint á stóra bílinn, en þessir kauðar kæra sig ekki um nvað þeir gera. Þeir sögðu að bílstjórin hefði verið undir cocaine áhrifum.” Hún vildi ekki heyra meira, og benti mann- inum að fara, og lokaði dyrunum það fljótasta. Þessi djöfullega eiturlyfja verzlun Marks virt- ist engan endir hafa. Hún sá nú glögt að pessir litlu pakkar sem hún var að tína upp frá flug- vélum, og dreifa svo út til agenta Marks; þetta sem hún gerði með svo mikilli ánægju og glöðu geði, hvaða dæmalaus bjáni gat hún verið, hún skildi það r.ú, að hún v^r notuð til að villa lögreglunni sjónir og tefja fyrir þeim á allan hátt; en hverjar voru svo afléiðingarnar —hörmungar og dauði saklausra manna og kvenna—innilokanir í fúlum fangaklefum, þar sem menn biðu hinnar óhjákvæmilegu og hræð- ilegu stundar. Um kvöldið fékk hún gest—Mr. Sedemann, betur búinn en vanalega, nú var hvíti topphatt- unin hans snjóhvítur og hreinn. Engin vissi neitt uppá víst hvenær Sedemann hafði byrjað sinn smáglæpa feril. Hann hafði verið í nærri því öllum fangelsum á Englandi, og komið sér alstaðar vel við fangaverðina. Hann var alveg ódrukkinn og hinn skrafhreifnasti. Það einkennilegasta við Mr. Sedemann var það að þegar hann var ódrukkinn lét hann miklu meira yfir sér. Hann gat altaf verið að tala um hina ímynduðu vini sína, sem væru í háum stöðum, um útlenda greifa, og aðra herramenn, til og frá á meginlandinu, og hversu velkomin að hann hefði ávalt verið í þeirra félagsskap. Það gat hafa verið eitthvað til í þessum sögum því hann var vel mentaður maður, talaði sem innfæddur, frönsku og þýzku, og var sæmilega góður í spönsku og ítölsku, auk latínu og grísku. Hann hafði sagt henni tvisvar að hann væri útskrifaður af einum elsta og nafntogaðasta liáskólanum á Englandi og það hefir lÍKlega verið satt. “Fáið yður sæti Mr. Sedemann. Eg held eg hafi séðu yður í gær—” "“Drukkin, býst eg við.” Sedemann hristi sitt hélugráa höfuð, og sagði: “Vín er ekki það sem það var á mínum yngri árum—eða kanske að nöfnin séu dálítið breytt. Eg, til allrar óhaming ju, vandist á að drekka með konungbornum mönnum, við drykkjuborðin í Long Acre. Hvort hann var konungborin eða ekki, er eg í miklum efa um. Hann sagðist vera konungur í Abys- siníu og var að biðja um peningalán fyrir tvö frímerki á bréf sem hann sagðist vera að skrifa forsætisráðherranum í því merkilega landi. Hann var að minsta kosti svartur, en eg hefi komist að því síðan, að hann selur leynilega upplýsingamiða að veðreiðum, sem samsvarar ekki vel þeirri lýsingu sem hann gaf af sér, og hirðlífi sínu.” Hann varp mæðilega öndinni. “Eg kom hingað til að biðja yður, að beita áhrifum yðar við okkar góða vin, Mr. Bradley, sem er bæði lögreglumaður og þrúðmenni, að hann falli frá þeirri vanhugsuðu fyrirætlun að setja mig á Stofnun. Eg hefi forðast að vera settur á neina slíka stofnun alla æfina—” hann þagnaði sem snöggvast. — “að undantekinni stofnunni í Tentonville — og eg er alveg viss um að geðsmunalega er eg algjörlega óhæfur til að vera á slíkum stofnunum. I fyrsta lagi, er eg ekki gamall, nema ef þér kallið fjörutíu og níu ár háan áldur.” Hann horfði fast í andlit Önnu, en Anna var hin alvarlegasta, og stökk ekki bros. “í öðru lagi, eg ann óháðu frelsi, þar sem eg get farið ferða minna óhindraður, og séð hið nýja í verklegum og vísindalegum fram- förum. í þriðja lagi, vinkona mín hefir boðið að gefa mér gott kristilegt heimili, ef lögreglan fæst til að samþykkja það — henni verður slept út úr Hallaway fangelsinu í næstu viku. í millitíðinni, kæra Miss Perryman — þér haf- ið svo mikinn svip af Sedemanns ættinni, að mér gæti komið til hugar að við værum skyld. — Jæja, eins og eg var að segja, þrátt fyrir ógæfu mína og þær áhyggjur og kvíða sem mitt umflakkandi líf hefur haft í för með sér, ef eg má svo að orði komast, þá er enn þá mín sterkasta þrá, að taka þátt í kjörum hinna undirokuðu og fótum troðnu og eg hefi hugsað mér snjallt ráð til að bæta kjör rnargra, ef eg get fengið nægilega mikið af peningum til að byggja röð af smáhýsum, nálægt Esher, það er fallegur staður. Eg hef, eða er búinn að fá loforð fyrir þrjátíu þúsund og sjö hundr- uð pundum sterling, og gó^ðir vinir og velunn- arar þessa fyrirtækis, leggja allt sem þeir geta til þessa.” Hann sagði þetta mjög alvar- lega. Anna opnaði handtöskuna sína, og tók upp úr henni fimm dollara bankaseðil og rétti honum. “Þakka yður, fyrir,” sagði Mr. Sedemann. “Yður verður send kvittun frá féhirðinum þeg- ar þar að kemur. Mér þykir fyrir að segja yður, að lögreglan hefur ekki mikla trú á þessu fyrirtæki. Eg hefi farið þrisvar til. Meyja stigans, sem hefur kostað mig talsverða pen- inga, bæði í fargjaldi og hressingu, en þar til nú hefur þessi kostnaður ekki verið tekinn til greina.” “Farið þér oft til Meyjastigans?” Hann kinkaði kolli. “Hafið þér mætt Mrs. Shiffan? Hún lítur eftir öllu þar — lauslætis budda, hún er gift manni, sem síst hefur meiri siðferðilega eiginleika en hún sjálf —.” Sedeman leit út um gluggann, brosti, og kjamsaði með munn- inum. “Er það virkilega, Mr. Sedemann?” “Eg dáist að fegurðinni út af fyrir . sig.” - flýtti gamli maðurinn sér að segja, “eins og maður dáist að málverki eftir Leonard da Vinci, eða lítilli standmynd af Benvenuto, eða ítölsku sólarlagi.” Og svo alt í einu. “Eg hefi orðsendingu til yðar.” Hann stakk hendinni í vasa innan á yfirhöfninni sinni, og tók upp stórt bréf og rétti hénr.i. Hún þekti skriftina, og sá að bréfið var frá Bradley. Það var aðeins fáein orð, á þessa leið. “Eg bið yður að fara ekki út úr húsinu í dag, hversu knýjandi ástæða sem virðist til þess. Prófið sannleiksgildi allrd upplýsinga sem yður berast, með því, að kalla upp síma númer 49.” “Frá sameiginlegum vini okkar,” sagði Mr. Sedemann ánægjulega. Þegar hann var að fara út, sneri hann sér alt í einu að Önnu og sagði. “Eg vil biðja yður að minnast ekki á þessi litlu heimili mín við Bradley — eg býst ekki við að hann hafi mikla samhygð með því íyrir- tæki, og þar sem viðleitni mín hefir verið svo hörmulega misskilin undanfarið, er alls ekki óhugsandi að hann álíti þessa góðgjörnu við- leitni mína, alt annars eðlis.” Anna hló að þessari romsu, þrátt fyrir þann kvíða sem orðsending Bradleys vakti hjá henni. “Þér meinið, það sem eg gaf yður,” sagði hún. “Já”, svaraði hann. Hún varð þess brátt vör að það var ekki ófyrirsynju að Bradley varaði hana við hætt- unni sem yfir henni vofði. Um klukkan sjö um kvöldið, þegar hún var tið borða kvöldverð, kom sendi drengur inn til hennar með bréf, sem var skrifað á sendi- bréfa pappír, sem prentað var á “Scotland Yard”, hún var beðin að koma strax í bílnum, sem biði fyrir framan húsið. Hún fór inn í svefnherbergið sitt, til að skifta um búning, þegar hún mundi eftir bréfinu sem Bradley skrifaði henni, og kallaði upp síma r.úmerið sem hann vísaði henni til. Henni var svarað: “Nei, við höfum ekki sent eftir neinum. Þér skuluð láta sem þér ætlið að fara, við skulum vera komnir innan þriggja mínútna.” Þegar hún leit út um gluggann, sá hún lokaðan bíl renná upp að randsteininum fyrir framan húsið. Hún fór til sendimannsins og sagði hönum að skila til bílstjórans, að hún yrði búin að koma, eftir fáeinar mínútur. Hún sá brátt að hver sem í bílnum var ætlaði ekki að eiga neitt á hættu, því þegar hún leit aftur út um gluggann til að gæta að hvort lögreglubíllinn væri kominn, sá hún þennan bíl, sem beið hennar hraða sér í burtu. í sömu svifum kom lögreglubíllinn. í honum var Bradley sjálfur, með nokkra lögreglu- menn með sér. “Því í ósköpunum er þeim svo umhugað að ná mér? Eg mundi verða þeim til meiri travala en gagns.” “Þér gætuð orðið þeim til mikils liðs,” sagði Bradley. “Mark mundi hvort sem er ekki vita neitt um það, hvað skeði — það var útreikningur Tisers. Hann er eins illgjarn eins og afbrýðis- söm kona. Eg sendi yður konu til að vera hjá yður í nótt — hafið þér nokkuð á móti því? Hún er meðlimur í kvennlögreglunni, og mjög ábyggileg. Eg vil ógjarna setja lögregluvörð hér, en þetta er það minst áberandi sem eg get hugsað mér.” Sannast að segja, varð Anna hjartanlega fegin, þegar hin beinabera og fremur Iirikalega kona kom inn til hennar til að vera hjá henni um nóttina, þó henni yrði ekki svefnsamt, því hún vaknaði hvað eftir annað við hinar hræði- legu hrotur í lögreglukonunni. Það kom ekkert fyrir um nóttina. Ekkert síma kall, hvorki frá Mark né Tiser. Tiser var heima hjá sér þetta kvöld og hugsaði ekki um neitt nema hvernig hann gæti sem best komið ár sinni fyrir borð. Húsið sem hann nú bjó í var fremur lítið, á afskektum stað skamt frá Bayswater vegin- um. Hann bjó þar einn, hafði bara tvo bjóna á daginn, sem fóru burt klukkan sex á kvöld- in. Hann bjó sér til kvöldverð sjálíur, eftir að þjónustumennirnir voru farnir; í þetta sinn var hann að steikja handa sér reykt svíns- flesk og egg, þegar dyrabjallan í eldhúsinu hringdi. Hann opnaði hurðina og leit út. Hann sá við dyrnar þann menn sem hann allra manna síst vildi sjá. “Komið þér inn kæri Mark,” sagði hann, vandræðalega. “Eg ætlaði að skrifa yður i kvöld, og biðja yður að koma og sjá nýja húsið mitt.” “Eg hef þá með því að koma, sparað vður að kaupa frímerki,” svaraði Mark. “Eru fleiri en þéf hér?” Sviksamlegt glott lék um varir Tisers. “Bara tveir menn og þjónustu stúlka.” Hann kallaði upp á loft og sagði: “Eg vil ekki láta ónáða mig fyrir stund. Mr. Mark Mc Gill er hér.” Þegar hann þóttist vera búinn að gera þessu fólki aðvart um að ónáða sig ekki, sá hann að Mark var brosandi. “Þetta er bæði óþarft og illa hugsað, finst yður ekki?” sagði Mark. “Jafnvel þó eg hefði ekki séð þegar þjónar yðar fóru, hefði eg samt sem áður verið viss um að þér væruð einn í húsinu. Þér þurfið ekki að vera hræddur, eg ætla ekki að gera yður neitt illt í kvöld.” Þeir fóru inn í litla stofu, lestrastofu Tisers, og áttu þar langt samtal, sem var ekki eins ijlt og Tiser bjóst við, Hann var vanyr að Mark skammaði sig, og tók því með dýrslegri undirgefni; en hann bjóst við einhverju miklu verra, en Mark, sem vissi vel hvað hann hugsaði, sá í andliti hans bregða fyrir vonarglampa, sem skýringu þess að Tiser hefði búist við miklu verra. “Þér eruð heppinn Tiser,” sagði Mark, í nýst- andi köldum róm, sem oft var merki þess að hann væri að komast í ofsalega geðshrærmgu. “Ef eg hefði vitað um það fyr, og ekki lægi eins mikið á hefði eg látið það bíða um stund að heimsækja yður, þar til eg hefði séð mér fært að komast hingað, án þess að hafa lög- regluspæjara á hælunum á mér.” “Voru þeir á eftir yður?” Mark kinkaði kolli. “Þér megið vera vissir um það Mr. Tiser, að ef eg verð engdur, þá verðið þér hengdir líka. Þér eruð svo flæktur í öllum okkar sam- eiginlegu málum, að þér getið enga vörn haft gegn lögreglunni. Bradley vill sjá yður dingla í gálganum, engu síður en mig, og ef það kemur fyrir, þá bið eg um, að við verðum ekki báðir hengdir sama daginn. Eg mótmæli því að síðustu augnablik æfi minnar verði gerð óbærilegri með því, að hafa nálægt sér aðra eins skrækjandi rottu eins og yður.” Hann sagði alt í einu: “Við förum á morgun til að sjá Eli gamla Josef, til að jafna sakirnar við hann.” “Hvar er hann?” “Hann er kominn aftur í Meyjastigann. Hann er búinn að vera þar nokkra daga.” Hann tók úr vasa sínum, samanböglað ó- hreint blað og lagði á borðið fyrir framan sig. Á blaðinu var illa skrifuð orðsending. “Komið á morgun í Meyjastigann, klukkan ellefu. Eg hefi nokkuð sem eg vil sýna yður, kæri Mark. — Eli”. “Þér skuluð koma heim til mín í fyrramálið,” sagði Mark, og braut saman blaðið. “Við skulum fara saman til að sjá Eli gamla.” “Eg vil ekki, eg vil ekki fara!” skrækti Tiser. • “Eg vil ekki fara þangað aftur Mark! Þetta er slagsmunabragð sem Bradley hefir fundið upp til að koma okkur þangað.” “Slagsmunabragð Bradleys!” Endurtók Mark með fyrirlitningu. “Haldið þér að eg þekki ekki öll hans slags- munabrögð, og það afturábak? Þér verðið að koma, og það þó eg verði að draga yður þang- að. Hvað hafið þér að óttast? Þér látið yður þó ekki detta í hug, að nokkur kviðdómur muni taka til greina vitnisburð þessa gamla hálf- bjána? Getið þér ekki ímyndað yður að við værum ekki látnir ganga lausir núna, ef vitnisburður Eli Josefs væri tekinn gildur? Hann hefir sagt þeim allt sem hann veit; en Bradley er nógu hygginn til að taka okkur ekki fyrir rétt, og þurfa að byggja kæruna á sögusögn Elis. Þér þurfið ekkert að óttast — þess þarf eg ekki heldur.” Hann sá svipbrigði sem snöggvast á andliti Tisers, og hló. “Það væri skrambans mikið snjallræði, Tiser. Hversu oft hefur yður komið það til hugar? Þér haldið að Bradley mundi taka vitnisburð yðar góðan? Þér eruð bjáni' Hann gat verið búinn að láta yður meðganga, hve- nær sem hann hefði viljað, en þér eruð of- mikið flæktur í afdrifum Ronnie Perrymans, þér voruð til aðstoðar —”. “Eg reyndi að bjarga honum — þér vitið, að eg reyndi að bjarga honum, Mark!” stamaði Tiser út úr sér. “Eg beiddi yður að skjóta ekki, munið þér það ekki Mark? Þér hafið æfinlega verið sann gjarn við mig, Mark — þér viljið þó ekki láta þá hengja mig fyrir það sem þér gerðuð? Að hvaða gagni væri yður það? Eg revndi að bjarga Ronnie. Eg sagði yður —.” “Þér sögðuð ekki neitt,” hreytti Mark út úr sér, “nema að það mundi vera það besta fyrir okkur að koma honum sem fyrst úr vegi. Hann sá þig aldrei, svo að hann ekki hræddist að þér og móðgaði þig, og þér hötuðuð hann. Eg hataði hann aldrei. Það var 'óhjákvæmileg nauðsyn að honum yrði rutt úr vegi, og með sjálfum mér þótti mér mikið fyrir því að hann yrði að fara. En þér fögnuðuð yfir því. Það voruð þér sem slóuð á handlegginn á honum þegar eg skaut hann.” Tiser sat í hnipri í stólnum, og fléttaði saman sína löngu fingur í ráðleysis ákafa, og andlitið afmyndaðist, svo það mátti varla mann leg ásjóna kallast. Hann var stirnaður upp af hræðslu. Hann var fljótur að skijla hvað Mark meinti með því, að þeir skyldu ekk; verða hengdir samtímis, og það jók svo á hræðsluna að hann næstum misti vitið. “Eg skal segja yður, Mr. Tiser. Þér komist ekki burt héðan. Eg sagði yður að maður hefði fylgt á eftir mér — og annar er á verði hér í kringum húsið. Þeir eru engir asnar þess- ir lögreglumenn. Þeir vita upp á hár hvað þér hafið verið að hafast að, og hversu lengi að þér hafið verið hér. Þeir vita vel hvar þeir eiga að finna yður, þegar þeir þurfa yðar með.” Hann tók fína hanska upp úr vasa sínum, smeygði öðrum á hendi sér, og hnepti honum með mestu aðgætni. “Klukkan tíu í fyrramálið komið þér heim til mín,”. sagði hann í skipandi róm. “Þér hafið ekki nema eina einustu afsök- un fyrir því að koma ekki, og það er: ef þér verðið dauðir; en ef þér reynið að snúa á mig á nokkurn hátt, þá vitið þér hvað yðar bíður.” Að svo mæltu gakk Mark hægt og róJega út, en Tiser sat samanhnipraður í stólnum, nær dauða en lífi, af ótta og skelfingu. Hann sat þannig alla nóttina, til að hugsa upp ráð til að komast burt, en öll jafn ómöguleg. 32. kafli. Meyjastiginn var nú orðinn nýtt almennings umræðuefni. Gamli Eli Josef var kominn þang- að aftur. Mrs. Shiffan hafði séð hann nokkr- um sinnum seinni part nætur — hrörlegann, boginn — slagandi úr einu herbergi í annað, nóldrandi eitthvað við sig sjálfan, og ósýni- legu litlu börnin sín. Hún hafði yrt á hann en-hann svaraði henni ekki. Maðurinn hennar hafði gert frekari tilraunir til að kynnast hon- um. Hann hafði mætt Eli gamla eina nótt í stiganum, og reynt að hefja samtal við hann, en árangurslaust, Eli gamli þyrlaðist framhjá honum, meir eins og dragsúgur, en lifandi maður. Hann heyrði eitthvað hljóð, líkt hænu- klaki, sem Mr. Shiffan sagði að hefði næstum frosið blóðið í æðum sínum. Mr. Sedimann var tíður, en óvelkominn gest- ur í Meyjastiganum. Hann kom þegar minst varði, gekk drembilega um húsið en spurði engann um leyfi. Um það leiti átti hann heima í þorpinu meðfram læknum; bjó hjá ungri og laglegri ekkju. Hann eyddi mestum tíma í drykkju stofunni í næsta hóteli, þar sem hann naut hinnar mestu virðnigar, ekki einungis fyrir hversu fróður hann var, heldur og fyrir hversu oft hann hafði verið dæmdur fyrir ýms lagabrot, og smá glæpi. Svo var og önnur ástæða fyrir þeirri lotningu sem honum var sýnd þar, þrátt fyrir aldur hans — hann hlaut að vera nær áttatíu en sjötíu ■— var hann ennþá afburða sterkur. Með annari hendi hafði hann hent Cosh Martin út í gegn- um vyngja hurðina, sem voru fyrir drykkju- stofunni. Hann var eins dularfullur eins og nókkur maður hafði nokkurn tíma verið, drap mjög óákveðið á vináttu sína við Eli, en neit- aði algjörlega að gefa neinar upplýsingar um hann eða hvar hann væri. Hann sagðist vera eini maðurinn sem hefði séð hann og talað við hann. Hann var álitinn að vita meira en nokkur annar hvað hefði gerst í Meyjastiganum. Eitt kvöld, er hann var á rangli út á stræti, óvana- lega mikið drukkinn, tók lögreglan þann og fylgdi honum heim til sín. Hann skammaði lögregluna eins og hund fyrir að vera að skifta sér af slíkum manni sem hann var, en lögreglumaðurinn lét það gott heita og setti enga kæru á móti honum. Þetta þótti félögum hans í drykkjukránni, honum hinn mesti vegs- auki. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.