Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.09.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER, 1943. 7 Á mynd þessari sézt snörp árás brezkra sprengjuflugvéla á skipakvíar í Rotterdam á Hollandi. , ^ Kveðju minning Mrs. Guðrún Björnson að Vindheimum við Riverion, Man. Dáin 7. ágúsi 1943. Fluii við jarðarför hennar. Kveður Guðrún kæra Vindheima. Skarð er nú hvar skjöldur hlífði, árin mörgu sem eru að baki horfin sjónum huldar leiðir. Margs að minnast mega vinir, heimili þá hennar líta, þar sem rausn var rík í eðli, stjórnsöm lund þar stýrði verki. Börnin minnast mætrar móður, sitt þar traust þau óskift áttu. Það sem trygð og trúskap festi tengda móður muna sína. Systkin hennar sárt hér sakna. Ei hér systir inn nú leiðir. Sæti er autt, er á það minnir breyting þá sem nú er orðin. Lækning fengin- Liðin þjáning er, leiðin vonar hafin böli frá þangað sem að engin eymdir sér; alsælunnar veldi birtist þá. Alt er breytt, — þá ekkert jarðneskt sjáum alt fullkomið litið þá vér fáum. Umbverfið, hvar æfileið þíri' var, atorkunnar markað tímans skeið. Samleið þakkar, sorg og gleði þar sinna daga stundar förnu leið. Verkin miklu vitni henni bera, viðfangsefnin, kona sönn að vera. öldruð móðir, er nú starir hljóð, — ætíð reynist bitur sorgar stund. Ferðabúin foldar reikar slóð, ^ fjör að þrjóta, svíður hjartans und. En það huggar, aftur mun hún finna elsku dóttir- meðal kærra sinna. Himins fagra helga vonarland, heimur nýr, þar sælt er bústað fá; þar er friðar fullkomnasta band, framtíð, eilífð reynist mönnum þá. Eiginmanni og öllum þínum meður í þeim fögnuð’ sérhver stund þig gleður. B. J. Hornfjörð. Ólafur Andrésson Fæddur 23. sept. 1856 að Gils- bakka í Skagafirði, dáinn 8. júlí 1943. Foreldrar Andrés Guð- mundsson og Ingibjörg Eyjólfs- dóttir. Stundaði Ólafur sjó- mensku og gekk að algengum vinnubrögðum öðrum. Fluttist til Canada 1888; var um þrjú ár í Nýja íslandi; fluttist þaðan til Lögbergsbygðar í Sask., og settist þar á heimilisréttarland sitt, og bjó þar blómabúi, þar til hann brá búi, en hélt til á þeim stöðvum til endadægurs. Árið 1881 giftist hann Guð- rúnu Þorleifsdóttur frá Reykjum á Reykjaströnd í Skagaíjarðar- sýslu þann 20. júní. Guðrún lézt þann 5. ágúst 1933. Börn þeirra hjóna eru: Þor- leifur, bóndi við Calder, Sask., Sigríður gift Jóni Þorleifssyni, til heimilis í Flin Flon. Andrés, til heimilis í Winniþeg. Guð- rún gift Thom. Smith við Salt Coats, Sask. Pétur póstafgreiðslu maður í McNut, Sask., og Ingi- björg, uppkomin, látin fyrir nokkrum árum. Öll eru börnin mannvænleg. Ekki er mér kunnugt um náin skyldmenni Ólafs önnur, nema um eina systur, Ingibjörgu. sem var vestur við haf; dáin fyrir nokkru. Ólafur var maður yfirlætis- laus; taldi sig lítt til bókmenta borinn. Hann taldi sér aldrei til ágætis, að hann var atorkumað- ur við alla vinnu og ráðdeild- arsamur; fór sérlega vel með skepnur sínar, stóð með mynd- arskap fyrir heimili sínu, og ástundaði að ala önn fyrir börn- um sínum andlega og líkamlega; naut þar aðstoðar sinnar ágætu konu, sem var honum í öllu sam- hent. Gestrisnin “sat á gullstóli” á því heimili; átti margur þar leið um. Aldrei heyrðist Ólafur halla á nokkurn mann eða málefni, en bar fyrir brjósti hag allra, sem áttu við örðug kjör að búa. Han langaði til að öllum gæti liðið vel; vildi koma vel fram í öllum málum; var sérstaklega ant um hin andlegu mal. Hann var einn af stofnendum Lögbergssafnaðar, og studdi mál- efni hans af öllu megni; bar hlýleika til fólks og kirkju. Gott var að hafa Ólaf þátt- takandi við messugjörð; hugur hans var allur með því, sem fram var borið; enda söngmað- ur góður og lagviss; sótti hann kirkju reglulega þegar hann gat mögulega komið því við. Þeir eru kallaðir gáfumenn, sem skara fram úr í ýmsu bók- legu, þótt þá skorti þekkingu á mörgum nytsemismálum mann- félagsins; séu á þeim svæðum “barn í lögum.” Því má þá ekki alveg eins telja þá gáfumenn, sem hafa hyggindi og þrautseigju til að bera og brjótast í gegn um brimgarð frumbýlis og þúsund örðugleika; það kostar líka mik- ið vit og hyggindi. Ólafur bar gæfu til þess að greind til, að ná lendingu á þennan hátt. Hann vildi standa á eigin fótum, og vera engum skuldbundinn; hafði góða þekk- ingu þeirra mála, sem lutu að verkahring hans; var varfær- inn í tali og vel hagmæltur, og hafði ánægju af ljóðum og lestri góðra bóka. Ekki fer hjá því, að þeir sem kyntust Ólafi muni finna sig fátækari við burtför hans. Nú hvíla hinar jarðnesku leif- ar Ólafs við staðinn, sem hon- um var kærastur allra staða hér- lendis, og andlegt heimili hans. “Nú þegar Guðs vilji var, við lokið æfistarf, öndin frá nauðum útlegðar, aftur til Drottins hvarf. Svo geymir herrans hönd húsið, sem dauðlegt var Hve mun þá honum önd hámæt sem bygði þar.” s. s. c. Dánarfregn Þann 7. ágúst andaðist á Al- menna sjúkrahúsinu í Winni- peg, Mrs. Guðný MacMillan, til heimilis að 169 Inkster Blvd. Bar dauða hennar að stuttu eftir barnsburð. Hún var fædd 10. febr. 1906, í Grunnavatnsbygð. Foreldrar hennar voru hjónin Daniel Dan- ielsson, þingeyingur að ætt, og Guðrún kona hans. Systkini hennar á dífi eru: Ólöf, kona Gísla kaupmanns Sigpmndsson- ar að Hnausum í Breiðuvík, Jónína Þuríður, kona Jóhanesar Bergmann Thordarsonar, bónda í Nýhaga í Hnausabygð, og Jóhann, búsettur í Winnipeg, kvæntur Ástu Magnússon frá Eyjólfsstöðum í Hnausabygð. Guðrún ólst upp með foreldr- um sínum, ung að aldri giftist hún Friðjóni Victor, syni Krist- jóns kaupmanns Finnssonar, en misti hann 3. júní 1938. Árið 1941 giftist hún Frederich W. MacMillan, Winnipeg, þau eignuðust dreng og stúlku, bæði í fyrsta bernsku. Guðrún var fögur kona á- sýndum hugrökk og bjartsýn í baráttu við veila eigin heilsu, og fyrri manns síns. Er hennar sárt saknað af eftirskildum eig- inmanni, systkinum, frændaliði og fjölmennum vinahópi. Er sár harmur kveðinn að ungum eiginmanni við fráfall henn- ar. Útförin fór fram frá út- fararstofu Mordue Bros, í Winnipeg, þann 10. ágúst, að mörgu fólki viðsrtöddu. Kveðjuorð flutti sá er þetta ritar. Jarðsett var í Elmwood grafreit. S. Ólafsson. (Aðstandendur eru beðnir af- sökunar á því, hve lengi hefir dregist að birta þessa dánar- fregn, er hafði áður verið rit- uð, en glatast.) S. Ó. R. B. Emerson is Elect- ed President of Line Elevators R. R. Emerson, prominent Win- nipeg grain man, was elected president of The North-West Line Elevators Association, at the thirty-ninth annual general meeting held in the Grain Exchange Building, Winnipeg, Tuesday. C. C. Head and S. D. MacEachern were elected vice- presidents. Directors elected were C. E. Austen, General Manager, McCabe Bros. Grain Co. Ltd.; G. F. Copeland, Ass- istant Manager, Reliance Grain Co. Ltd.; W. J. Dower, Secretary Treasurer, Parrish & Heimbeck- er Ltd.; R. R. Emerson, Vice- President and General Manager, National Grain Co. Ltd.; J. M. Gilchrist, Vice-President, Searle Grain Company Ltd.; W. A. Hastings, Manager, Lake of the Wood Milling Cö. Ltd.; C. E. Hayles, President, Canadian Consolidated Grain Co. Ltd.; C. C. Head, General Manager, N. M. Paterson & Co. Ltd.; S. D. MacEachern, Winnipeg Manag- er, The Alberta Pacific Grain Co. Ltd.; Wm. McG. Rait, President,,, Pioneer Gra’n Co. Ltd.; A. C. Reid, President, Western Grain Co. Ltd.; V. W. Tryon, Manager, Federal Grain Limited Officers ap- p o i n t e d for the e n s u i n g year at a sub- sequent meet- ing of direct- tors were: J. G. Fraser, sec- retary - man- ager; J a m e s Seaton, assist- ant secretary; Dr. K. W. Neatby, director of the agricultural department; Cecil Lamont, ex- ecutive vice-president. The North-West Line Eleva- tors Association is comprised of the owners and operators of 3,400 country grain elevators located throughout the prairie provinces and terminal elevators at the Head of the Great Lakes and on the Pacific Coast with a total storage capacity of approximately 274,000,000 bus- hels. The Association was organ ized in 1899 “for the purpose of formulating rules to govern transactions between its memb- ers in the handling and shipp- ing of grain, with the object of reducing expenses of handling the crop of the country to a minimum.” Since the formation of the Association charges for handling grain have been reduc- ed to a point where Canada is recognized as having the most efficient and economical grain handling system in the world. The Association has extended its activities to act as a service R. R. EMERSON organization for prairie farm- ers and öperates its own argi- cultural department for the benefit of the farming commun- ity. Gaman og alvara - Hér á eftir birtist saga um sér- kennilega flugferö og nýstárlegan flugfarþega.' Er sagan a8 mestu tek- in úr “Hlin” 22. árg. 1941. Nálægt miðri öldinni, sem leiö, bjó á KollabúSum í I'orskafirbi bóndi sá, sem Sumarliði hét. — Dag einn um vor gekk hann fram í KollabúSadal, til aS gæta aS kindum. Sér hann þá í laut eitthvað missmíSi, heldur þaS sé dauS kind, en er nær kemur sýnist honum þaS vera nokkuS annaS, geng- ur því þangaS og hyggur aS. harna lá þá dauSur örn og köttur á baki hans. — SumarliSi tekur á kettinum og talar viS hann. Sézt þá lífsmark meS kisu. SumarliSi ætlar þá aS taka hana, en þaS er ekki auShlaupiS aS því, klær kisu eru svo fastar i arnar- skrokknum, aS SumarliSi verSur aS nota vasahníf sinn til aS ná sundur beinum í hrygg arnarins. Var þaS ekki vandalaust, því ekki mátti meiSa kisu. Loks var hún þó laus, en gat bvorki staSiS né gengiS. — Sumar- liSi hættir viS kindaleitina aS sinni, tekur kisu.# lætur bana á brjóst sér, utan yfir nærfötin og fer heim. Þar er hlúS aS kisu sem bezt, látin i volgt rúm, gefin volg ntjólk o. s. frv. og eftir nokkra daga er kisa orSin hress og sér ekki á henni. — En hvernig stóS á þessu ferSalagi hjá kisu? — ÞaS komu margir aS Kollabúöum í þá daga. Var fjölfarinn vegur yfir KollabúSaheiSi, sem liggur upp af bænum KollabúSum, hér um bil þyers yfir fjallgarSinn norSur í StaSardal í Strandasýslu. Barst því fregnin um fund kisu noröur aS StaS. — En svo var mál meS vexti, aS kötturinn á StaS var týndur og fanst hvergi. Hafði hún veriS hinn bezti veiöi- köttur og ekki látið sér alt fyrir brjósti brenna- hafSi t. d. oft setiS um aS veiða örn, sem var þar stundum upp viS fjalliS. Sunnudaginn áður en kisa fanst frá KollabúSum var messaS á StaS, sem oftar, og margt fólk viS kirkju. Drógst fram á kvöldiS aS fólkiS færi heim til sín frá kirkj- unni. En þegar fariS var aS borða um kvöldiS, kemur kisa ekki, mót venju. ÞaS er fariS aS kalla á hana og leita út um alt, strax um kveldiS og svo næstu daga, en árangurslaust; kisa finst ekki.,— En eftir upplýsing- um, er seinna fengust, þegar boriö var saman hvarf kisu á StaS og fundur arnarins í Kollabúöardalnum, svo og sögu kunnugra manna, sem séu kisu þessa og þektu þá, sem hvarf, aS alt var sami kötturinn. —i Þótti vmsum gestum gaman aS sjá kisu, því loftferöalög voru þá ókunn hér um slóöir. Var kisa i KollabúS- um til dánardægurs. H.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.