Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
1«
ooi-
£• í£\5
i 1 v^ic
>A
For Betíer
Dry CleanLig
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
*»%
(•"' ..-c: a^d
Co*-
Service
and
Satisfactior
56 ÁRGANGUR
LÖGSERG. FIMTUDAGÍNN 30. SEPTEMBER 1943.
NÚMER 39
HELZTU FRÉTTIR
FLUGVÉLATAP BRETLANDS
OG BANDARÍKJANNA.
Sir Archibald Sinclair, flug-
máiaráðherra brezku stjórnar-
innar, gerði þá yfirlýsingu í
berzka þinginu þann 23. þ. m.,
að frá byrjun yfirstandandi árs
og fram til ágústmánaðarloka,
hefðu Bretar tapað 1,651 flugvél,
en Bandaríkin 447 í sprengju-
leiðangrum yfir norðurhluta
Evrópu. í
? ? •?
ÞRÍVELDAFUNDUR
í UPPSIGLINGU.
Antony Eden, utanríkisráð-
herra Breta, hefir nýlega látið
það í Ijós, að nokkurn veginn
megi víst telja, að innan tiltölu-
lega skamms tíma verði boðað
til fundar milli brezkra, rúss-
neskra og amerískra stjórnar-
valda, bæði vegna stríðssóknar-
innar og þeirra sameiginlegu
vandamála, sem ráða verði fram
úr að loknu stríðinu.
? ¦¥ *
RÁÐUNEYTISBREYTING.
Mr. Churchill tilkynnti á laug
ardaginn var, að sú breyting
hefði orðið á ráðuneytinu brezka,
að Sir John Anderson tæki að
sér forustu fjármálaráðuneytis-
ins í stað Kingsley Wood, sem
er nýlátinn. Beaverbrook lávarð-
ur hefir verið tekinn inn í ráðu-
neytið á ný sem innsiglisvórð-
ur, jafnframt því sem R. K. Law,
sonur Andrew Bonar Law, sem
um eitt skeið var forsætisráð-
herra Breta, hefði verið valinn til
þess-að gegna ríkisritara embætti.
Cranborne lávarður hefir verið
skipaður ráðherra hinna brezku
sj álf stjórnarþj óða.
Þeir Beaverbrook og Mr. Law
eru báðir fæddir í Canada.
JÁRNBRAUTARÞJÓNAR
KREFJAST LAUNAHÆKKUN-
AR.
Málsvarar járnbrautarþjóna
samtakanna í Canada, hafa far-
ið fram á það við hina alþjóð-
legu stríðstíma verkamálanefnd
í Ottawa, að hún hlutist til um
það, að laun járnbrautamanna í
landinu verði hækkuð til jafns
við það kaup, sem greitt er fyrir
samskonar vinnu í austurríkjum
Bandaríkjanna. Tala þeirra cana-
disku járnbrautarþjóna, sem
fram á launahækkunina fara,
nemur hundrað og fjörutíu þús-
undum. Hvaða undirtektir mál
þetta fær, er enn eigi vitað, þó
líklegt þyki að einhver miðlun-
arvegur verði fundinn, þannig,
að verkfalli verði afstýrt.
? *• ?
RANNSÓKN VEGNA
BROTTREKSTURS ÚR VINNU.
Meðal þeirra erindreka, er sátu
nýlega afstaðið ársþing Canadian
Congress of Labor í Montreal,
var Mr. A. Nelson Alles, nýkjör-
inn C.C.F. þingmaður fyrir Essex
fíorth fylkiskjördæmið í Ontario;
hann var starfsmaður hjá Ford
bifreiðaverksmiðjunni í Windsor.
Mr. Alles kvaðst hafa sótt um
leyfi hjá forstjóra verksmiðjunn-
ar til þess að sækja áminst þing,
en því hefði veríð synjað; en
með því að hann var löglega
kjörinn erindreki, ákvað hann að
sækja þingið þrátt fyrir synjun-
ina um fararleyfi. En er Mr.
Alles kom til vinnu sinnar að
verkamannaþinginu loknu, var
honum þegar sagt upp stöðunni.
Nú hefir hinn nýi forsætisráð-
herra Oritario-fylkis, Col. Drew,
fyrirskipað opinbera rannsókn
Siríðssóknin
!
i
í þessu brottvikningarmáli til
þess að ganga úr skugga um það,
hvort Ford verksmiðjan hafi brot
ið lög á hinum nýkjörna fylkis-
þingmanni, eða ekki.
? ? ?
PRENTARA VERKFALL.
Fjóra daga í vikunni sem leið
stóð yfir verkfall meðal prentara
í prentsmiðju dagblaðsins Winni-
peg Free Press, og var blaðið þá
dagana prentað hjá Winnipeg
Pribune. Orsakirnar, sem til verk
falls þessa leiddu voru þær, að
forráðendur prentsmiðjunnar
vildu ríghalda sér við samning,
sem gerður var fyrir átta árum
milli hlutaðeigandi prentara, og
samtaka blaðaútgefenda; prent-
arar töldu slíkt ástæðulaust, þar
sem vitað væri að þeir, fyrir
hálfu öðru ári, hefðu sameinast
alþjóða prentarasambandinu.
Eftir þjark nokkuð, sem stóð yf-
ir í fjórða dag, náðist fult sam-
komulag um það, að prentara-
sambandið skyldi vera sá eini,
löglegi milliliður, sem blaðaút-
gefendum bæri að semja við.
Forseti Winnipeg deildar prent
arasambandsins, er Victor B.
Anderson, var það ekki sízt samn
ingslipurð hans að þakka, hve
skjót og góð lausn náðist í þessu
ágreiningsmáli.
? ¦ ? >?
STJÓRNIN LEGGUR HÖMLUR
Á WINNIPEG EXCHANGE.
Samkvæmt tilkynningu frá
verzlunarráðherra sambands-
stjórnar, Mac Kimmon, hefir
stjórnin gert þá ráðstöfun, að
hveitiverzlun á Winnipeg Grain
Exchange, (Trading in futures),
skuli samstundis stöðvuð, og er
því borið við, að slík verzlun
sé farin að hafa raskandi áhrif
á verðfestingarkerfi stjórnarinn-
ar. Samtímis þessu lýsti Mr.
Mac Kinnon yfir því, að stjörn-
in hafi ákveðið að greiða fram-
leiðendum $1,25 á hveitimælinn,
No. 1 Northern í Fort William, í
stað 90 centa, eins og áður var
íyrir mælt.
? ? ?
HJÓNAEFNI
Lögbergi barst nýverið fregn
um það, að þann 3. október næst-
komandi, verði gefin saman í
hjónaband í Brooklyn, ungfrú
Lilly Knudsen og Þórhallur Ás-
geirsson, Attaché við íslenzku
sendisveitina í Washington. At-
höfnin mun fara fram í Bethany
Lutheran Church og að henni
lokinni halda foreldrar brúðar-
innar veizlu í húsakynnum Nor-
wegan Club, 117 Columbia
Heights í Brooklyn.
Ungfrú Knudsen er dóttir
norsku hjónanna Rögnu og
Sverris, byggingarmeistara; hún
hefir átt heima í Noregi í nokk-
ur ár og hefir undanfarin ár unn
ið við tryggingarskrifstofu
norska ríkisins í New York.
Þórhallur er sonur Ásgeirs As-
geirssonar fyrrum forsætisráð-
herra og frú Dóru Ásgeirsson,
dóttur Þórhalls Bjarnasonar
biskups.
í herþjónustu
Lance-Corporal Ingibjörg M.
Sigurdson, gekk í herþjónustu í
síðastliðnum febrúarmánuði, og
hefir nú nýverið, samkvæmt yfir
lýsingu hernaðarvaldanna full-
nægt þeim kaöfum, sem til þess
eru gerðar, að verða "movement
control Clerk". Þessi unga stúlka,
er fædd í Keevatin, Ont., og þar
á faðir hennar Magnús Sigurdson
heima.
Af viCureigninni milli Rússa og
ÞjóCverja, er nú i raun og vcru ávalt
hiC sama ao segja, meC þvi ai^ Rússar
halda uppi látlausri sigursókn nótt sem
nvtan dag; þeir hafa nú tekiC Smol-
. sem Nazistar höfCu haldið i
heljar greipum í freklega tvö ár; og
og viChorfiC nú er, má nokkurn
veginn vist telja, aC Kiev falli þá og
RauCu sveitirnar eru á mörg-
u'i stöCuro komnar vestur yfir Dnieper
fljóti og er ekki annaC fyrir sjáanlegt,
en þar verCi einnig alt undan aC láta.
StaChæft er. aiS einn daginn i vik-
unni sem leiíS, hefCu" Þjóöverjar mist
8,000 manns á þessum vettvangi stríös-
sóknarinnar. —
ViCnám Narista á ítalíu sýnist
fara þverrandi meC hverjum degin-
um. Hcrir sameinuðu þjóCanna hafa
nú náð fullu haldi á járnbrautaborg-
inni Foggia á SuCur-ltaltu, auk þess
sem sóknin um Neapel af þeirra hálfu
harCnar og bendir til skjótra, sigur-
sæMa úrslita.
Væntir þess, að kosn-
ingar fari ekki fram
fyr en í stríðslok
f veizlu, sem King forsætísráCherra
liélt i Ottawa á mánudagskvöldiC þeim
erindrekum viCsvegar úr landinu, sem
sóttu" Liberal Federation xingiC, lét
hann þess getið, aC hann vonaðist til,
að eigi þýrfti aC koma til sambands.-
kosninga iyr en i stríöslok; kjörtíma-
bil núverandi þings rennur ekki út
fyr en i marz L945. Á hann bóginn
l'ór Mr. King ekki dult meC þaC, aC
ef stríCiC yrCi ekki á enda i lok yfír-
standandi kjörtímabils, færu kosning-
ar aC SJálf3ÖgCu frani. svo sem 1 '.'¦
mæla fyrir. Ehnfremur lét Mr. King
gétiC, aC ef fullnægjandi sann-
anir kæmu áCur fram fyrir því, ao
endura vaeri þaC ógeCfelt, aC veita
stjórninni stuðning i meginmálum,
myndu kosningar verCa skynsamieg-
asta úrlausnin; þá gæti þao' og orCiC
Eullgild ástæCa til þingrofs og nýrra
kosninga, ef andstæCingaflokkarnir á
NorCurálfunnar, og á mánudagskveld-
iC var þaC iCnaCarborgin Hannover,
sem varC fyrir þyngsta skakkafallinu.
í baráttunni um yfirrátSin á New
Guineu fara Japank halloka jafnt og GULLBRÚÐKAUP.
þétt fyrir fylkingum Bandaríkjanna j j gær áUu þau Mf Qg Mrg
og Ástraiiun.anna: cr Japónum auC- ( Christian Johnson, 204 Maryland
sjáanlega ekki fariC a« iítast á blik-1 St hér { borginni) hálfrar aldar
una. því Bú hata þeir Scrt róftekar, hjónabands afmælii og hafa þau
breytingar á ráCuneytinu, og lækkaC aUan þann Uma verið buseU {
ýmissa herforTngja í tign. j Winnipeg; þar sem christián hef-
SameínuCu þjóCirnar halda uppi, ir gefið sig við húsgagnabólstrun.
látlausum loftár»sum á meginland; Mr. Johnson er ættaður frá Hjarð
Xorourálíunnar. o;;- mánudagskvelditS arfelli í Dölum, en frú hans úr
,;ir þáC iCnaCarborgin Slanuover. sem Reykjavík. Mr. Johnson er sann
vanN fyrir þyngsta skakkafallinu.
•f ? ?
ORÐASVEIMUR UM
UPPÞOT Á HERSKIPUM.
Sænska útvarpið flytur þá
fregn á sunnudagskvöldið var,
óstaðfesta að vísu, að þýzkir
sjóliðar á þremur þýzkum her-
skipum, sem lágu inni á höfn í
Noregi, hefðu stofnað til upp-
þots eða samsæris með það fyrir
augum, að gera herskip þessi ó-
fær til orustu; skipin voru sögð
að vera Tirpitz, 40.000 smálestir,
Scharnhorst, 26,000 smálestir og
Luetzow, sem er um 10.000 smá-
lestir að stærð.
Nokkru fyrir lok fyrra verald-
arstríðs, gerðu þýzkir sjóliðar
uppreisn á þeim hluta þýzka
flotans, sem var staddur í Keel,
og flýtti slíkt eigi alllítið fyrir
falli Þjóðverja. Vel má vera, að
í þessu tilfelli sé sagan^að end-
urtaka sig.
Nýr dansstaður fyrir
Islendinga eina
Nú er farið að dansa í Odd-
fellow-húsinu á kvöldin frá kl.
9. Hljómsveit Aage Lorange leik-
ur. Einungis íslendingum verð-
ur leyfður aðgangur.
Mun þetta ungum Reykvíking-
um fagnaðarefni. Þeir hafa
hvergi getað dansað undanfarið
á kvöldin, ef ekki eru böll, án
þess að þurfa að vera innan urh
setuliðsmenn.
"Restaurationin í Oddfellow-
húsinu", sem Egill Benediktsson
rak, hefir nú hætt starfrækslu,
en við rekstri veitingasalanna í
Oddfellow-húsinu hefir tekið
"Tjarnarkaffi h.f.". Egill Bene-
diktsson verður framkvæmdar-
stjóri félagsins.
Ólíklegt er að sú ráðstöfun fél-
agsins, að veita Islendingum ein-
um aðgang að veitingasölunum
á kvöldin, baki félaginu fjárhags
legt tjón.
Mbl. 15. júlí.
færður um að talan 13 sé happa
tala; hann er fæddur 3. septem-
ber 1873, kom til Canada 1883 og
kvæntist 1893. Mr. Johnson hefir
yndi af söng og hljóðfæraslætti
og var um eitt skeið organisti
við sunnudagsskóla Fyrsta lút-
erska safnaðar. Mrs. Johnson er
sérlega bókhneigð kona, og hefir
mikla unun af lestri fagurra Ijóða
jafnt á ensku sem íslenzku; bæði
njóta þau Mr. og Mrs. Johnson
almennra vinsælda af hálfu sam-
ferðamanna sinna. Fjórar af sex
dætrum þeirra Johnson hjóna
eru á lífi, þær Mrs. D. A. Swail,
Mrs. T. S. Foulds, Mrs. J. G.
Pattie og Mrs. H. M. Weir.
Lögberg flytur þeim Mr. og
Mrs. Johnson innilegar hamingju
óskir í tilefni af gullbrúðkaupi
þeirra.
Nýtt rit
Ársrit gefið út til styrktar fyr-
ir bókasafn sjúklinga í Kristnes-
hæli og félag þeirra þar, er ný-
komið á markaðinn.
Rit þetta nefnist "Helsingjar"
og er útgefandinn "Sjálfsvörn"
félag sjúklinga í Kristneshæli.
Ritið er hið læsilegasta og mjög
snoturt að ytri frágangi, flytur
það stuttar smágreinar, ljóð og
fleira.
A morgun og næstu daga verð-
ur ritið fil sölu hér í bænum og
ættu Reykvíkingar, ef að vanda
lætur að bregðast vel við þessari
málaleitun. Fátt er hinu sjúka
fólki nauðsynlegra og velkomn
ara til afþreyingar en lestur
bóka. — En safn sjúklinganna í
Kristneshæli hefir frá fyrstu tið
átt við mikla fátækt að stríða.
Einu tekjur'þess hafa verið gjaf-
ir hjálpfúsra og velviljaðra ein-
staklinga. Og með núverandi
verðlagi á bókum og bókbandi
hafa erfiðleikar þess margfald-
ast.
Það þarfnast því skjótrar og
drengilegrar hjálpar.
Mbl. 5. ágúst.
Bræður vinna sér mikinn frama
Krisíján Kristjánsson, B.Sc. Baldur H. Kristjánsson, B.Sc.
Þessir ungu og efnilegu menn, eiga hvor um sig óvenju
glæsilegan menntaferil að baki; þeir hafa einn námsstyrkinn
c-í öðrum hlotið, sem námu allstórum fjárhæðum, og vakið á sér
athygli vegna þreks og viljafestu hvar sem leið þeirra hefir
negið; þeir hafa báðir hlotið rífleg námsverðlaun við Virginia
Polytechnic Institute. Kristján lauk prófi í búvísindum við há-
skólann í Alberta í vor, sem leið, en Baldur utskrifaðist af
IvTanitoba-háskólanum 1939, og sköruðu þeir báðir mjög fram úr
skólabræðrum sínum við fullnaðarpróf hvors háskólans um sig.
Þessir efnilegu bræður eru synir þeirra Mr. og Mrs. Hannes
Kristjánsson á Gimli.
Þrettán ný götunöfn
Á fundi bæjarráCs 2'J. júlí síöast-
IiCinn voru lagCar fram tillögur próf.
(')lafs Lárussonar, háskólaritara Péturs
SigurCssonar og dr. Ein^rs ol. Sveins-
onar, um nöfn á nýjum gqtíim á
RauCarárholti suöurhluta NbrCur-
mýrar og í Langholti. Tillögurnar
eru þessar:
Ratiðarárholt:
Gatan, sem liggur frá Stórholti að
Kringlumýrarvegi samhliCa SuCur-
landsbraut heití SKIPHOLT. Gatan
samhliða Skipholti mríli hennar og^
SuCurlandsbrautar heiti BRAUTAR-
HOLT. Göturnar frá Suðurlands-
braut aC Skipholti, taliC frá vinstri
lieiti HÖRGSIÍOLT, VALLH'OLTi
og STÚFHOLT. Gatan sem H,<;t;ur
til attstttrs fr.á Stúfhoíti heiti KOLS-
HOLT.
SuSur hlufi Norðurmýrar:
Gatan sera liggur hprnrétt
af
Miklubraut aC Reykjanesbraut milli
Miklubrautar og EngihlíCar heiti
ESKIHLID, en gataa milli EskihlíC-
ar og EngihlíCar heiti MJÓAHLÍD.
Gatan sem liggur frá Háteigsvegi ao'
Reykjanesbraut, heiti REYKJA-
HLID, og satan sem liggur í fram-
haldi af Nóatúni frá torgi vií Há-
teigsveg heiti LANGATff.fn.
Langholt:
Gatan sem lis>íur naest fyrir vestan
Langholtsveg og samhliða honum, frá
Kleppsvegi, heiti HJALLAVEGUR
og natsta gata þar fyrir vestan sam-
hliCa Hjallavegi heiti KAMBSVEG-
UR.
Tillögurnar voru samþyktar.
—Mbl. 5. ásúst.
Minningarherbergi séra
Jóns Halldórssonar
í Nýja-Garði
Magnús Torfason sýslumaður
hefir gefið andvirði eins her-
bergis, kr. 10.000 til minningar
um séra Jón lærða Halldórsson í
HítardaL Skal herbergið nefnt
"Hítardalur" og er forréttur ætl-
aður reglusömum og efnilegum
stúdent, er stundar íslenzk fræði,
og skal þar um leita tillagna dr.
Páls E. Ólafsonar sagnameistara
meðan hans nýtur.
Mbl. 15. júlí.
Stúlka óskast í vist nú þegar;
Góð aðbúð, gott kaup. Upplýsing-
ar hjá N. Karnasick, 122 Ash St.
Sími 403 166. Á heimilinu eru
engin börn.
María Björnsdóttir Baldvinsson
fædd 12. ágúst 1875. — dáin 30. október 1941.
» Eg leit þig aldrei augum —
en aðeins bréfin þín.
Þar lýsti sér hugur þinn hreinn og góður.
og hjartalag göfugrar móður.
Eg fann þú varst því vaxin
að vinna dagsverk stórt.
— I kyrþey var afrek með kærleik unnið,
unz kertið þitt skæra var brunnið.
Þér lifðu Ijóð í hjarta
sem lífsins norðurljós.
Hver hending var dýrmæt sem hugrekkið treysti,
og hugsjóna flugvængi léysti.
Hver efar andinn lifi
og eignist starfsvið nýtt?
Hver efar að lifi þín insta þráin,
og ódauðleiks rætist þar spáin?
Við eigum endurfundi
á æðra sviði lífs.
Og systkina hópur er saknar þín hljóður,
þar sameinast ástríkri móður.
Jakobína Johnson.
,^^-^í«>#,^,«^*S^i/*#»#^>#S*N^^VS/Sf,^/S^^S^^S^S/>^>i^^N/s/^