Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1943. -.........Hðgfaerg —- ' Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED b95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: j; EDITOR LOGBERG, i. 695 Sargent Ave, Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON j. Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram I. The “Uiigberg" is printed and publishea by 1 The Columhia Press. Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg. ManitoDa riIONE 8 6 327 Afturelding Alþjóð manna stendur það enn í fersku minni, hve ógiptusamlega tókst til um meðferð Banda- ríkjanna á þjóðabandalagssáttmálanum eftir að Versalasamningum lauk; þessari voldugu þjóð, íéllust þá hrapalega hendur, eða öllu heldur. skammsýnum og sérgóðum forustumönnum hennar; það sýndist þegar liggja nokkurnveginn í augum uppi, að án virkrar þáttöku af hálfu hinnar amerísku þjóðar, myndi þjóðabandalag- ið eiga örðugt uppdráttar, eins og brátt kom á daginn; enda virtist alt annað óhugsanlegt, þar sem vitað var, að auk mikilvægs vopnabúnaðar, átti siðferðisþungi þjóðarinnar í því styrkan þátt, að flýta fyrir upplausn þýzka hersins, og binda með því enda á styrjöldina. Forustumenn einangrunarstefnunnar syðra, gengu sigrandi af hólmi í það skiptið, þó nú sé góðu heilli auð- sjáanlega farið að breytast veður í lofti suður þar. í vikunni, sem leið, afgreiddi neðri mál- stofa þjóðþingsins í Washington þingsályktun- artillögu með 360 atkvæðum gegn 29 þess efms, að þingið sé því hlynt, að komið verði á fót alþjóðasamtökum með fullnægjandi áhrifavaldi til þess að tryggja öllum þjóðum heims varan- legan frið; þetta er óneitanlega gleðiríkt tákn tímanna, sem breytir vonum í vissu. Stofnun þjóðabandalagsins var einn af feg- urstu draumum mannkynsins; Þeir, sem frum- kvæði áttu að göngu þess, Woodrow Wilson og Cecil lávarður, voru báðir mannvinir og hug- sjónamenn, ^og þeir voru sannfærðir um það, að réttlætisvitundin með þjóðunum yæri það vakandi og rík, að stofnuninni hlyti að verða borgið; eh hér fór sem oftar, að síngirnin varð ofan á unz þar kom, að loðnar loppur hennar með eiturörvar á milli fingranna, bundu þessari óviðjafnanlega fögru bjargráðastarfsemi mann- kynsins óvirðulega helskó. Þegar ráðist var á Kínaveldi, voru raddir hinna kínversku fori^tumanna hummaðar fram af sér, og þegar beita átti refsiaðgerðum gagn- vart ítalíu vegna þrælmannlegrar árásar Músso- linis á Abessiníu, endurtekur sig sama sagah, og þetta átti að vera gert í nafni friðarins; afstaða canadiskra stjórnarvalda, að minsta kosti í hinu síðara tilfellinu, var vægast sagt alt annað en öfundsverð. Og svo er meistarayerkið kórónað með fluginu eftirminnilega til Munich og afkvistun Tékkóslóvakíu að næturlagi; alt þetta kom úr hörðustu átt, eða frá þeim þjóð- um, sem hæst höfðu látið yfir nauðsyn þjóða- bandalagsins, og lýst yfir margítrekaðri holl- ustu sinni við hugsjónir þess. * Hreinskilni í daglegri umgengni við samferða- mennina, er réttilega talin sjálfsögð, og því ætti hún þá ekki að teljast jafn sjálfsögð á vettvangi mannfélagsforustunnar? Þjóðabandalagið, sem þeir Woodrow Wilson og Cecel lávarður lögðu grundvöll að, er enn eigi úr sögunni þó það sé blóðþynnra en átt hefði að vera, vegna þeirra svikráða, sem til var stofnað gagnvart tilveru þess; það starf- rækir enn aðalskrifstofur sínar í Geneva, og heldur uppi margháttaðri nytja- og upplýsinga- starfsemi vítt um heim, eins og tildæmis á sviði verkamálanna; hvort það verður endurvakið til virkrar alþjóðaforustu að lokinni yfirstandandi styrjöld, eða hliðstæð stofnun tekur við af því, er vitanlega að miklu leyti enn á huldu, þó fleira bendi í þá átt, að fyrrnefnda leiðin verði valin, með því að þar eru allir innviðir fyrir hendi, sem grípa þarf til. Þótt enn kveði við herdunur um víða veröld, og þungar fórnir bíði framundan, er þó mjög farið að rofa til í lofti., Norður-Afríka hefir verið leyst úr heljarklóm, ásamt Sikiley, auk þess sem hinar fræknu sveitir sameinuðu þjóð- anna veita villiherskörum Hitlers á ítalíu eina ágjöfina annari meiri; þá hefir svo verið djarf- lega þröngvað að djöfladrekum Nasizta á heims- höfunum, að í ágústmánuði síðastliðnum, lán- a’ðist þeim ekki að sökkva einu einast skipi á siglingaleiðum Atlantshafs, eða annars staðar svo vitað sé. Sigursókn Rússa í sumar hefir verið það stórfengleg, að hún sennilega á engan sinn lika í veraldarsögunni; þessi frækna þjóð, með ein- ungis aldarfjóðungs nýsköpun að baki, heíir sundrað því nær til agna, einu því rammgerðasta og ósvífnasta ránshernaðar vélavirki, sem sögur fara af. Það er ekki einasta, að Þjóðverjr séu ó algengu undanhaldi á vígstöðvum Rússlands, heldur eru þeir hvorki meira né minna en hreint og beint á óstöðvandi handahlaupum í áttina til ósigurs og óvirðulegs dauða.-Nú hafa Rússar hrakið þá burt frá Smolensk, auk þess sem flest bendir til, að höfuðborg Úkraníu, Kiev, muni þá og þegar falla. Og énn rís Bretland eins og klettur úr hafi; klettur, sem ekkert fær unnið ú; klettur, sem svo er traustur, að engar eiturþjalir fá sorfið hann syo að merki sjáist til. “Pearl Harbor” sameinaði Banaaríkjaþjóðina, svo nú beitir hún samstiltum átökum sem einn maður, sem ein sál, gegn hernaðarbrjálæði japönsku þjóðarinnar, og nú eru Japanir alt af að tapa. Á hverjum einasta vettvangi stríðssókn- arinnar, vex fylkingum mannréttinda fiskur um hrygg. En það er ekk^ nóg, að þær vinni stríð- ið; þær þurfa líka að vinna friðinn; trúin á það að slíkt lánist, styrkist að sjálfsögðu til muna við áminsta yfirlýsingu þjóðþingsins í Washington, um virka þáttöku Bandaríkjanna í alþjóðasam- tökum heimsfriðnum til öryggis, að loknum nú- verandi hjaðningavígum. Ardís Ársrit Bandalags lúterskra kvenna. XI. hefti. Thorgeirson Company, Winnipeg, 1943. Rit- stjórn: Ingibjörg J. Ólafsson og Margrét Steph- ensen. Framkvæmdarstjórar: Guðrún Johnson og Þorbjörg Jónasson. Um hefti þetta er í raun og veru ekki nema gott eitt að segja; það er harla vandað að efnis- vali og sæmilegt að hinum ytra frágangi. Efnisyfirlit er á þessa leið: Ávarp til íslenzkra mæðra, séra Sigurður Ólafsson; Kirkjan og mannfélagsmálin, séra Runólfur Marteinsson; Framtíðarhorfur, Kirstín H. Ólafson; Trúboðs- félag ýSelkirksafnaðar, María Henriksson; Syst- urnar þrjár, Ingibjörg J. Ólafsson; Kvenfélags- starf á fslandi, Guðrún Johnson; The Challenge of our Foremothers, Lilja Eylands; Námsskeið Bandalagsins, Hólmfríður Daníelsson; Santal trúboðið, séra Valdimar J. Eylands; Lohengrin, Margrét Stephensen; Icelandic Poems and Stories, H. S. Minningar með myndum, eftir ýmissar félagskonur; Skýrsla forseta, Lena Thorleifson; Þingtíðindi (á íslenzku og ensku), Lilja Guttormsson. Bandalag lúterskra kvenna hefir unnið hið þarfasta verk með útgáfu þessa gagnmerka rits, sem vonandi á enn langt og nytsamt líf fyrir höndum; það fjallar um margvísleg menningar- mál, sem nauðsyn ber til að haldið sé vakandi, auk þess sem það stuðlar að kynning og æski- legu samstarfi meðal fólks í hinum dreifðu ný- byggðum vorum; en á þessu hvorttveggja er í rauninni hin brýnasta þörf. Margar ritgerðir þessa Árdísar-heftis eru prýðilega samdar, þótt af beri, að vorri hygg]u sú, eftir frú Lilju Eylands, sem mótuð er hinum sannasta bókmenntablæ. Áminst hefti kostar aðeins 35 cents, og fæst hjá Mrs. Finnur Johnson, Ste 14 Thelmo Mansi- ons, Winnipeg. Kneeshaw héraðs- dómari, látinn Síðastliðið fimtudagskvöld þ. 23. september, lézt að heimili sínu í Pembiná, Norður Dakota, öld- ungurinn W. J. Kneeshaw hér- aðsdomari, nálega níræður að aldri. Með honum er að velli fallinn fornvinur íslendinga á þeim slóðum, því að hann var kominn á þær stöðvar nokkrum árum áður en landnám þeirra hófst í Pembina-héraði, og hafði því fylgst með kjörum þeirra og starfi frá fyrstu tíð. Hafði hann tengst mörgum þeirra nánum vinaböndum, en þeir á hinn bóg- inn lært að meta hæfileika hans og drenglyndi. Var hann einnig, eins og maklegt var, heiðurs- gestur á 50 ára landnámshátíð Islendinga í Norður Dakota 1928, og minntist íslenzkra frumherja fagurlega í ræðu sinni við það tækifæri, rifjaði upp hin nánu kynni sín við fjölmarga þeirra og aíkomendur þeirra, og kvaðst af þeim ástæðum finnast sem hann væri nærri því orðinn íslend- ingur. Annars var Kneeshaw dómari Canadamaður að uppruna, fædd- ur í Ottawa, Ont., 5. maí 1854; stundaði hann undirbúningsnáxr. í ýmsum skólum þar í fylkinu og síðan framhaldsnám (laga- nám) í McGill University í Mont- real. Innan við tvítugsaldur, í júlí- byrjun 1873, fluttist hann til Pembina og hafði átt þar heima jafnan síðan, eða í full 70 ár. Var hann þ^r fyrst verslunarstjóri, en ekki leið á löngu áður en hon- um væru falin opinber trúnaðar- störf, því að hann var kosinn héraðsstjóri (County Commiss- ioner) 1876. Þrem árum síðar var honum veitt málafærsluleyfi, en þá var hann héraðsféhirðir. Að útrunnu kjörtímabili hans í því embætti var hann kosinn ríkislögsóknari og gengdi því embætti samfleytt í fjögur kjör- tímabil. í nóvember aldamóta- árið var hann kosinn héraðsdóm- Hermálaráðherra Bandaríkjanna á íslandi Heimsótti ríkisstjóra og ræddi við blaðamenn. Hermálaráðherra Bandaríkjanna, Henry L. Stimson, kom hingað ti| landsins síðastliðinn laugardag á leið sinni til Englands, en þangað kom hann síðdegis á sunnudag. Stóð ráðherrann við hér á landi í einn sólarhring. Hann ræddi við Svein Björnsson ríkisstjóra og skoðaði herbúðir ameríska hersins hér, horfði á æfingar og ræddi við hermennina. Ráðherrann ræddi einnig við íslenzka blaðamenn og fréttarit- ^ ara helstu fréttastofa heimsins. Stimson hermálaráðherra kom hingað í flugvél frá Bandaríkj- unum. í för með honum voru m. a. Alexander D. Surles hers- höfðingi, sem er yfirmaður upp- lýsinga- og sambandsdeildar ameríska hersins (Bureau of Public Relations). Eitt af fyrstu verkum Stim- son hermálaráðherra eftir að hann kom hingað var að ganga á fund Sveins Björnssonar ríkis- stjóra íslands í skrifstofum ríkis- stjóra í Alþingisþúsinu. Þar var og viðstaddur Vilhjálmur Þór utanríkismálaráðherra. 1 för með hermálaráðherranum var, auk háttsettra manna úr hernum, Leland B. Morris, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi. Hermálaráðherrann heimsótti amerískt sjúkrahús og fór síðan í Fossvogskirkjugarð, þar sem hann lagði krans á leiði Frank M. Andrews hershöfðingja, sem þar er grafinn, ásamt 13 öðrum Bandaríkjamönnum, sem fórust með honum í flugslysi þann 3. maí s. 1. Ráðherrann skoðar Súðina. Eftir hádegi fór Stimson ráð- herra niður að höfn til að skoða hana og skoðaði hann meðal annars Súðina, sem nú liggur hér í höfninni til viðgerðar eftir árás þýzku flugvélarinnar á skipið 16. júní s. 1. Á fundi með blaðamönnum. Um hádegið gengu blaðamenn ,á fund hermálaráðherrans í aðal ari og síðan jafnan endurkosinn. stöðvum Key hershöfðingja. Her- Landsbanki íslands 1943 Skýrsla þessarar höfuð peningastofnunar ís- lenzka ríkisins fyrir áminst ár, hefir Lögbergi nýverið borist í hendur, og hefir hún vitaskuld nú, eins og endranær, margháttaðann fróðleik til brunns að bera; bendir innihald hennar ljós- lega til þess, hve stórstíg þjóðin hefir verið á braut hinnar efnalegu þróunar, og mun það verða afkomendum hennar í þessari álfu hið mesta fagnaðarefni, því enn eru hér mörg hjörtu, sem slá í takt við ísland. 1 fyrra birti Lögberg megin inntak Lands- bankaskýrslunnar fyrir árið á undan; nú gerist hliðstæðrar birtingar ekki þörf, vegna hinna stórfróðlegu skýrslna, sem blaðið flytur við og við lesendum sínum frá upplýsingadeild utan- ríkisráðuneytisins á.lslandi. Áminst skírsla er engu að síður kærkomin, og skal að makleik- um þökkuð. Var hann er hann lézt elsti dóm- ari í embættissessi í Bandaríkj- unum. Fyr á árum var hann einn ig borgarstjóri í Pembina. Kneeshaw dómari tók einnig mikinn þátt í starfsemi Frímúr- arareglunnar og annara bræðra- félaga, og hafði skipað hinar æðstu virðingarstöður í þeim fél- ögum. 1 stjórnmálum fylgdi hann jafnan Republican-flokknum að málum og var traustur stuðnings maður kirkju sinnar, Methodist Episopal kirkju.nnar. Kneeshaw dómari naut mikils álits fyrir trúmennsku og dugn- að í embættisfærslu sinni og al- mennra vinsælda. í viðurkenn- ingarskyni fyrir langt og marg- þætt nytjastarf hans helgaði Frumherjafélag Pembinahéraðs (Pembina County Old Settlers Association) honum árshátíð >ína sumarið 1929, er mikið fjöl- menni sótti, meðal annars, þá- verandi ríkisstjóri, dómsmálaráð- herra og forseti hæstaréttar N.- Dakota ríkis, sem vottuðu hinum aldraða heiðursmanni virðingu sína og þökk í fögrum ræðum. Guðmundur Grímson dómari N.-Dakota, var einn af tveim héraðsdómurum ríkisins, sem stjórnaði þátttöku héraðsdóms- stóls þess umdæmis í sambandi við þessi virðulegu hátíðahöld til heiðurs hinum mikilsvirta stéttarbróður hans. Árið 1877 kvæntist Kneeshaw dómari canadiskri konu að nafm Susan Randall í Ontario, nú lát- in. Þeim varð átta barna auðið; eru sex þeirra ý lífi, fjórar dæt- ur og tveir synir, og mörg barna- börn. Jarðarför Kneeshaw dómara fór fram í Pembina seinni part- inn á mánudaginn að viðstöddu fjölmenni, en fyrri hluta dagsins var haldin kveðjuathöfn í sam- komuhúsi Frímúrara í Grafton, Norður Dakota. Meðal líkmanna (Honorary Pallbearers) voru þessir íslendingar: Guðmundur málaráðherrann hélt stutta ræðu, þar sem hann sagði: “Það, sem hefir vakið athygli mína einna mest í þessari stuttu heimsókn er, að á íslandi er full- komið prentfrelsi. Samband okk- ar við blöðin, bæði í Englandi og Ameríku er mikið betra held- ur en vera myndi, ef blöðin væru ófrjáls. íslenzkir blaðamenn hafa sömu áhugamál og fara eftir sömu reglum og amerískir blaða- menn og mér er ánægja að hinni góðu sambúð, sem eg hefi séð að ríkir hér.” Ráðherrann vék síðan nokkr- um orðum að hernum, sem hér er og mintist á, að hingað hafi verið sendur her frá Ameríku til þess að vernda frelsið í heiminum, og hefði það verið fyrsti herinn, sem Bandaríkin sendu til útlanda í þessum ófriði. Er hermálaráðherrann var spurður að því, hvernig honum litist á sig hér á íslandi, svaraði hann: “Þetta er í fyrsta sinn, sem eg kem til Islands og heimsókn- in hefir orðið mér til ánægju. Eg hitti ríkisstjóra ykkar, Svein Björnsson í morgun og naut þar hinnar bestu móttöku. Ameríski sendiherrann hér hefir í alla staði staðfest þær góðu hug- myndir, sem eg hefi fengið um land ykkar”. Sambúð seluliðsins og íslendinga. Stimson ráðherra mintist á sam búðina milli setuliðsins og ís- lendinga og sagði: “Sambúðin milli setuliðsins og landsmanna virðist vera góð og vinsamleg. Frá stjórnendum hers ins hér hefi eg fengið þær upp- lýsingar, að sambúðin við setu- liðið sé vingjarnleg og er eg mjög þakklátur fyrir það. Við Bandaríkjamenn metum mikds þá vinsemd, sem hermönnunum hefir verið sýnd hér og eg vildi biðja blaðamennina að færa ís- lenzku þjóðinni okkar innilegustu þakkir.” Að lokum var lítillega minst á hernaðarlegt mikilvægi íslands fyrir bandamenn í styrjöldinni og sagði ráðherrann það vera mjög mikið. Því hafði verið haldið leyndu, að von væri á Stimson hermála- ráðherra hingað til lands, en samt sem áður safnaðist, mikill mannfjöldi fyrir framan Alþingis húsið á laugardagsmorgun, er ráðherrann gekk á fund ríkis- stjóra, og annarsstaðar í bænum, þar sem ráðherrann fór um. Kvöldverður. Á laugardagskvöld var kvöld- verður í aðalstöðvum Key hers- höfðingja til heiðurs hermálaráð herranum. Þar voru m. a. Sveinn Björnsson ríkisstjóri, Vilhjálmur Þór utanríkismálaráðherra, Le- land B. Morris sendiherra, Björn Ólafsson fjármálaráðherra, auk margra háttsettra foringja úr her og flota Bandaríkjanna hér á landi. Um Stimson ráðherra. Henry Lewis Stimson hermála ráðherra Bandaríkjastjórnar er 76 ára að aldri, fæddur í New York 21. sept. 1867. Hann hefir gegnt ýmsum ábyrgðarmestu em bættum fyrir Bandaríkin. Hann var hermálaráðherra í stjórn Tafts forseta árið 1911—1913 og innanríkisráðherra í stjórn Hoov ers forseta 1929—1933. Hann var fulltrúi Bandaríkjanna á flota- málaráðstefnunni í Bretlandi 1930 og einnig á afvopnunarráð- stefnunni 1932. Grímsson héraðsdómari, Rugby, og lögfræðingarnir: F. S. Snow- field, Cavalier; J. M. Snow- field, Langdon; Ásmundur Ben- son og Óscar B. Benson, Botti- neau; og Nels G. Johnson, Town- er, Norður Dakota. Richard Beck. Glæsileg Ólafsvöku- hátíð Fœreyinga Ólafsvökuhátíö Færeyinga í Reykja- -vík hófst með því að Færeyingar söfnuðust saman vftS Iönó kl. 2 síöd. og var færeyskur fáni dreginn aö hún á húsinu. I’aöan var gengiö fylktu liöi suður í gamla kirkjugaröinn og voru þaö alls 60 manhs. Jóannes Iversen frá Kví- vík á Straumey, fánaberi ungmenna- félaganna í Færeyjum, bar færeyskan fána fyrir fylkingunni. Var hann í íæreyskum þjóöbúningi. Fyrst var haldiö aö leiöi skips- hafnarinnar af skútunni “Önnu,” sem fórst viö Grindavík í aprilmánuöi 1924. — Mintust þeir Peter Vigelund og Jóhannes Sigurösson, prentari, færeysku sjómannanna og færéysku þjóöarinnar og var síöan sunginn sálmurinn “Sig tú ikke av at stúra,” en Sarnúel Davidsen blaöamaður lagöi blómsveig á leiöi sjómannanna. Síöan var haldiö aö leiði 7 sjó- manna, sem fórust er eldur kom upp i skútunni “Acorn” 20. marz 1928 hér viö íslandsstrendur. Lagöi ungur Færeyingur, Meinhardt Nielsen, blóm- sveig á leiðin, en þá var sunginn þjóö- söngur Færeyinga “Tú alfagra land mitt,” eftir hinn nýlátna menningar- frömuð Færéyinga, Simun av Skaröi. —Jóannes Iversen stóö heiðursvörö undir færeyska fánanum viö grafirn- ar meöan athöfnjn fór fram. Þjóöhátíöar Færeyinga var minst t rikisútvarpinu í gærkvöldi meö ræöu- höldum, söngvum og dansi. Loks var matarveisla í Iðnó í gær- kvöldi meö ræðuhöldum, söng, fær- eyskum dansi og venjulegum sam- kvæmisdansi.—Mbl. 30. júli.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.