Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1943. Stjörnuspár Efíir Jón Árnason, preniara Sú grein stjörnuspeki, sem hér birtist, er nefnd þjóðar- stjörnuspeki, National Astrology, Þegar um þá tegund stjörnuspeki er að ræða, þá eru það ákveð- in tímabil á ári hverju eða tíma- mót, sem lögð eru til grundvall- ar. Eru jafndægrin og sólhvörfin þeirra merkust og eru vorjafn- dægrin — þegar stjörnuárið hefst — veigamest þeirra. Þá eru nýju tunglin, sólmyrkvar og tungl- myrkvar álitin mjög markverð viðfangsefni. Jafnvel þó að menn noti al- ment orðið stjörnuspár eða spá- dóma, þá er það ekki allskostar réttnefni, því að rétta orðið ei\ stjörnulestur. Ástæða. er til þess að benda á, að alt, sem undirritaður segir í þessu sambandi, er bundið við fræðikerfi það, sem hér er um að raéða, og er hann skuldbund- inn reglum þeim og aðferðum, sem viðurkendar eru í félögum stjörnuspekinga og þess vegna er það, sem sagt er, birt án tillits til þess hvort mönnum líkar það betur eða ver. Hér getur enginn áróður átt sér stað. Alt er lesið út úr stjörnunum og þær fara ekki í manngreiningarálit. / Sumarsólhvörf. Alþjóðayfirlit eftir A. C. Gran- ing, í “Astrology Guide”. Þriðji ársfjórðungur ársins 1943 er markverður. Von er um batnandi aðstæður í hinum her- numdu löndum heims, því Júpí ter kemst í miðnætursdepflinn í stundsjá Bandaríkjanna, sem bendir á ágæt og heillavænleg endalok sérstakrar baráttu utan- lands. Sólin er í húsi fjórafla, sem styrkir fjárhagsaðstöðuna. Oranus og Merkúr eru aítur á austursjóndeildarhring og Satúrn ekki langt á eftir þeim, sem veitir almenningi mikið hugrænt ákvörðunarefni að fást við. Sér- stakt eftirtektavert atriði í þess- ari ársfjórðungs stundsjá er það, að tunglið er á 26. stigi í Vatns- bera, þeim stað. sem tunglið var statt í grundvallarstundsjá Banda ríkjanna 1776. Það er engin tilJ viljun. Það er tákn þjóðarsigurs. Stundsjá Moskóvu bendir á þrótt og er góð. Berlín hefir tunglið í 7 húsi, sem bendir á almenna óánægju með styrjald- arástandið og aukinn lýðræðis- anda, sem fer um Norðurálfui a. Þaþ gæti bent á að oki Nasista yrði létt af almenningi, ef hin sameinuðu veldi hefðu nógu á- kveðið styrkt sig og vopnað. Þó að hættulegum bardögum yrði enn haldið áfram, þá eru breyt- ingar sýnilegar. Þessi sumarárs- fjórðungur 1943 mun birta alt aðra mynd en hinn hræðilegi sumarársfjórðungur 1940, þegar Þýzkaland drottnaði. Stundsjá Tokyo er ennþá slæm útlits. Tvíburapláneturnar eru aftur í 7. húsi (Úran, Merkúr, og Satúrn), sem bendir á ógæfu og styrjöld. Eitthvað hugaræsandi er yfirvofandi í stjórn Japans. Við munum verða þess vör á þessum ársfjórðungi. Lundúnastundsjá þessa árs- fjórðungs er mjög áberandi. Mars í hádegisstað, tungl í 8. húsi, Venus í austursjóndeildar- hring. — Þetta bendir á mikinn hraða í áttina til hernaðarlegra sigra. Megnið af plánetunum eru hagstæðar með tilliti til Banda- ríkjanna og samherja þeirra. Þó niá eigi ætla að það bendi á ákveðinn frið eða skilyrðislausa uppgjöf, heldur sigurvænlega framsókn, sem bendir á sigur. Sumarsólhvörf 1943. ísland. — Löggjöf og löggjafar- starfsemi mun mjög á dagskrá með þjóðinni á þessum ársfjórð- ungi. Sitji þingið á rökstólum, mætti búast við ýmiskonar á- greiningi, jafnvel þó að Saturn og Úran hafi flestar afstöðvar góðar, en þeir eru með Merkúr í 11. húsi, húsi þingsins. Breyting- ar nokkrar gætu átt sér stað á löggjafarsviðinu o. fl. þar að lút- .andi, jafnvel í sambandi við utanríkismálin og gætu þau á- hrif birst vegna viðskipta við Bandaríkin. Sól ræður 1. húsi. Ættu því allar afstöður og aðstæður þjóð- arinnar að vera sæmilegar og hagsæld ríkjandi. Plutó er á austursjóndeildarhring og heíir því mikil áhrif á almenning. Er hætt við að heilbrigðisástandið ~é að einhverju leyti athugavert. Örðugleikar gætu birst, sem koma alveg fyrirvaralaust. Áhrif Plútós eru, sem von er, enn þá lítt kunn. Venus ræður yfir fjármálum og bönkum (2. hús). Tekjur hins opinbera munu vaxa, einnig bankainnstæður. Sé um ein- hverja hindrun að ræða, þá kem- ur hún frá bændum og fylgis- mönnum þeirra og má leita áhrif anna hjá þinginu. Merkúr ræður yfir ferðalögum, útgáfu bóka og blaða og er illa settur. Örðugleikar geta birst í þessum greinum. Kunnur rithöf- undur gæti dáið. Neptún ræður 4. húsi. Örðug- leikar í sambandi við landbún- aðinn. Ekki heppileg afstaða fyr- ir stjórnina. Kommúnistaáróður sýnilegur. Mars ræður 5. húsi. Örðug- leikar birtast í sambandi við leikhús og leikara. Eldur gæti brotist út í leikhúsi eða skemti- stað. Dauðsfall gæti átt sér stað meðal leikara eða listamanna. Satúrn ræður 6. húsi. Kvilia- samt gæti orðið á þessum tíma, einkum koma taugasjúkdómar til greina. Óánægja meðal þjóna og verkamanna. Satúrn ræður 7. húsi, utanrík- ismálum og viðskiptufn. Örðug- leikar nokkrir munu eiga sér stað á milli íslands og Banda- ríkjanna út af viðskiptum og siglingum. - Trúarbragðastarfsemi og við- leitni í þá átt mun aukast. Örðugleika mun stjórnin ennþá verða að fást við, því Mars ræð- ur 10. húsi. Dauðsföll gætu átt sér stað meðal hátt settra manna. Mbl. 18. júlí. Lágt og blítt Efíir Alfred Lord Tennyson. Lágt og blítt, lágt og blítt, vindur vestan um sæ, lágt, lágt, blási blítt, . vindar, vestan um sæ. Yfir veltandi bárur, hann beri til mín, inar blikandi öldur, er máninn skín — munu blása hann baka til mín, á meðan litli, fríði sonurinn minn sefur. Sof þú í ró, sof þú í ró, senn kemur faðir þinn heim. Sof við brjóst mömmu, sof í ró, senn kemur pabbi þinn heim. Pabbi mun koma úr hernaði heim, við hún glitra seglin á leiðangri þeim og flytja hann föður þinn heim. Sof, litli, blíði sonur, — sof í ró. . i S. B. Benedictsson. ER NU I NAND! Við erum allir canadiskir — hver og einn af oss, án tillits til þess hvar vér erum fæddir, eða hvar for- feður vorir áttu heima. Og nú er ný von að kvikna í brjóstum vorum. Canadiskir samborgarar vorir eru nú í sóknaraðstöðu — flytja oss nær og nær sigri. Frelsun hinna undir- okuðu og þrautpíndu þjóða er vís, og fæst ef til vill fyr en vér þorum að vona. Já, vér sjáum þegar bjarm- ann af degi frelsisins. Vér, sem heima dveljum, vitum að frelsið verður dýru verði keypt. Og við þá af oss, sem ekki eru í herþjón- ustu, er einungis farið fram á það, að vér lánum pen- inga vora til þess að flýta fyrir sigri. Senn fáum vér heimsókn vegna sölu sigurlánsskírteina. Og vitaskuld fögnum vér því, að eiga þess kost, að kaupa fleiri hluti í Canada. í þessu eru engar fórnir faldar — vegna þess að vér fáum dollarana til baka - i ásamt vöxtum. Og með þessa dollara í höndum, getum vér orðið margvíslegra hlunninda aðnjótandi að stríð- inu loknu. Já, vér finnum veg til þess, að kaupa alveg ejns mörg Sigurlánsbréf og síðast — og fleiri. Verið viðbúnir kaupum Sigurláns Veðbréfa NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 5—30

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.