Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 8
8 LOGbERG. FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1943. Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E S. Feldsted, 5?ö Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. . ♦ ♦ ♦ Gísli Björnson frá Riverton, 38 ára að aldri, innritaðist í her- þjónustu í byrjun yfirstandand: mánaðar; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. Halli Björnson í Riverton, sem nú eru bæði látin. Gísli hefir stundað fiskiveiðar á Winnipeg-vatni. -f -f > Sögubækur, Ljóðmæli, Tíma- ril, Almanök og Pésar, seir. gef- ið er úí hér vesfan hafs, ósk- ast keypt. Sömuleiðis "Tíund" eftir Gunnst. Eyjólfsson, Út á víðavangi" eftir St. G. Stefáns- son, Herlæknisögurnar allar, sex bindin. Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave, f Winn’peg. ♦ f f Þakkarorð. Við undirrituð þökkum hér með einlæglega, börnum okkar, vinum og vandamönnum, gjafir og gleðimót í tilefni af fimmtíu ára giftingarafmæli okkar, var okkur þetta hvorttveggja til ó- gleymanlegrar ánægju. Með þakklæti og blessunarósk- um. Mr. og Mrs. Konráð Eyjólfsson. f f f Mr. Árni G. F.g-gertson, K.C., lagfii af staö austur til Ottawa sí8astli8inn laugardag, til þess að sitja þar árs- þing Libéral samtakanna í Canada. Mrs. Eggertson var farin ausfur nokkrum dögum áöu'r. Frá Ottawa . ráSgerðu þau Mr. og Mrs. Eggertson að bregða sér til Montreal, Washing- ton, 'D.C. og New York. f -f f Mrs. J. G. Thorgeirson, fyrrum matvörukaupmaður hér í borginni, varð 81 árs að aldri siðastliðinn laug- ardag: hann er enn vel ern og frár á fæti, sem ungur væri. Lögberg flvtur honum innilegar árnaðaróskir í tilefni af afmælisdeginum. f -f f Jóns Sigurðssonar félagið held ur sitt árlega Silver Tea, og sölu á heimatilbúnum mat á laugar daginn þann 9. október næstk frá kl. 2,30 til 5,30 e. h., í Assem bly Hall á 7 lofti í T. Eaton búð inni. Messuboð Fyrsia lúiercka kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Ey’.ands, * prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. / Messur við Churchbridge cg víðar í sepiember mánuði: S. S. C. f f f S. Ólafsscii f f f ISLENSK GUDSÞJÓNUSTA í dönsku kirkjunni í Vancouver, E. 19th Ave. og Eurns St., sunnudaginn 3. okt., kl. 7.30 að kvöldiu. Allir vel- komnir. R. Marteinsson. PRESTAKALL NORÐUl NÝJA ÍSLANDS v ' 3. okt.—Víðir, messa kl. 2 e. h.; Geysir, messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason. f f f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 3. okt. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. En.sk messa, kl. 7 síðd. Áilir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. f f f Messur í Vainabygðum. Sunnudaginn 3. okt., 1943. Foam Lake klukkan 2,30 e. h. íslenzk messa. Leslie klukkan 7,30 e. h. ensk messa. B. T. Sigurdsson. f f f Presíakall Norður Nýja íslands 3. okt.—Víðir, messa kl. 2 e. h.; Ceysir, messa kl. 8.30 e. h. 10. okt.—Mikley, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. BUSINESS EDUCATION DAY OR EVENING CLASSES To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone us. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. Educational Admittance Standard To our Day Classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For Evening Classes we have no edu- cational admittance standard. AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air- conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG Deild nr. 1. í Kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar, heldur Silver Tea og útsölu á heimatilbún- um mat á heimili Mrs. J. Blöndal 909 Winnipeg Ave., á miðviku- daginn 6. okt., frá kl. 3—5, og frá 8—10 að kvöldinu. f f f • Mrs. Sigríður Sigurðsson, 532 Sar- gent Ave., fór suður til Chicago um miðja fyrri viku í heimsókn til dótt- ur sinnar og tengdasonar, Mr^ og Mrs. C. W. Miller, sem búsett eru að 1424 Farragate Ave., Chicago. Mr. G. A. Wiiliams kaupmaður frá He;la, hefir dvaiið í borginni ásamt f.ú sir.ni, undanfarna daga. f f ♦ Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk þ. 25. sept., að miklum mannfjölda viðstöddum, Thomas Macdonald Wallace, Winnipeg, Man., og Jónína Sophie Ólafson, dóttir Mr. og Mrs. Ólafur Ólafson í Selkirk. Að giftingar athöfninni afstað- inni var setin virðuleg og ágæt veizla að heimili Ólafson’s hjón- anna, á Vaughan St. Þá voru einnig skírð 3 börn, barnabörn Ólafson’s hjónanna. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Winnipeg. Sóknarprestur gifti. ♦ ♦ ♦ ÞAKKARORD Þar sem St. Heklu I.O.G.T. barst nýlega mjög höfðingleg gjöf að upp- hæð .‘þlOO.OO frá St. Berthu Jones, 829 S.O., Parkview, Los Angeles; þá viljum við'hér með votta henni okk- ar innilegasta þakklæti fyrir trygð hennar við stúkuna. Þessir peningar liafa nú verið innlagðir í sjúkrasjóð- inn. — Guðlaun, systir Bertha Jones. f f f Þau systkinin, Vilma, Kristín og /Irynjólfur Sigurgeirsson frá Hecla, hafa dvalið í borginni undanfarinn vikutíma. f f ♦ Jcn Sigurðson félagið heldur næsta fund á heimili Mrs. H. F. Daníelson, þriðjudagskvöldið 5. október. + 4- ♦ The Icelandic Canadian, árs- fjórðungsrit það, sem Icelandic Canadian Club stendur að, sept., 1943, er nýkomið á bókamarkað, og hefir verið sent út til kaup- enda. En með því að hefti þetta barst Lögbergi ekki í hendur fyr en um elleftu stundu, verður frekari umsögn^um það að bí-ða næsta blaðs. Mr. Skúli Sigurgeirsson guðfræða- slúdent, lagði af stað vestur til Saska- toon síðastliðinn fimtudag ásamt frú sinni og syni, til framhaldsnáms við lúterska prestaskólann þar í borginni; mun Skúli Ijúka embættisprófi vestur þar næsta vor. f f 'f Mr. Laurier Tomasson í þjónustu canadiska flugliðsins, kom til borgar- innar seinnipart fyrri viku, og fór norður í Mikley á laugardaginn í stutta heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. C. Tomasson. f f f LEIÐRÉTTING Icelandic Canadian CSept. 1943)— Printer’s errors in the article “Amphi- theatre of Dentocracy”: Page 5, col. 1, 39th line — the word “proved” should be “proud"; .p. 7, col. 1, 19th line, the word “north’ should be “south”; same page, f.t the bottom of col. 2 there are lines disarranged, and should read thus: “a red skirt, well ornamented, and a scarlet mantle lavishly em- broidered with gold; her hair hangs over her hosom and it is long and beautiful.” Hóhnfríðnr Daní'elson. f f ♦ Ágætur bókaskápur til sölu nú ^egar við afar sanngjörnu verði. Upplýsingar á skrifstofu Lög- aergs. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 3. október messar séra H. Sigmar í Brown kl. 2 e. h. Við ressa guðsþjónustu verður almenn altarisganga i söfnuðinum. Allir eru boðnir og velkomnir. MINNIST B E T E L t ERFÐASKRAM YÐAR Laugardagsskólinn. Eins og frá er skýrt í vikunni, sem leið, tekur Laugardagsskóli þjóðræknisfélagsins til starfa í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn kemur,4d. 10 f. h. ’ Mjög er áríðandi, að nemendur mæti stundvíslega, eigi aðeins fyrsta daginn, heldur alla þá kennsludaga, sem skólinn stend- ur yfir. Skólinn hefir eins og að undan förnu, úrvals kennslukröftum á að skipa; þær Ingibjörg Jónsson og Hólmfríður Daníelson, halda áfram kennslu í vetur, auk þess sem nýr og hæfur kennari bætist við Vordís Friðfinnson. Fjölmennið á skólann næst- komandi laugardag og alla kensludagana. Skólanefndin. 4- -f 4- NOTICE Hollywood’s biggest stars are com- ing to the aid of Canada’s Fifth Victorv bond drive. Films which the National War Finance Committee are making avail- able to loan organizers in city and country to attract interest in the drive, and add stimulus to the eíforts of the salesmen and unit chairmen, fea- ture yich stars as Bing Crosby, Frank Morgan, Charlie Chaplin and Mary Pickford. Bing Crosby appears in a four mjnute reel in a script written around the new Canadian nickel: Frank Morgan’s inimitable comedy will brighten a trailer in which a travel bureau in the post-war era and a honeymoon couple set the stage for some useful clowping^ while Charlie Chaplin and \^ary Pickford will stir nostalgic memories in reels which they niade in the days of the other war, to sell Victory Bonds. These films, of course, have been brought up to date for the present job of selling the fifth Victory IvOan. » These and a big series of other filrns of 'an inspirational and educa- tional type will be made available to interested groups from October 11 until the end of the campaign. Groups of 50 or more will be furnished on re- (juest with films, operator and pro- jector and, where desired, with speakers. LEIÐRÉTTING via prentvillur í “Vestanvindurinn” í Lögb. 23. sept., '43. II., III., IV., V. partur kvæðisins. II. par.ur, 14. lina, — á að vera: “—Þú skapar, rótar, eyðir og breytir— þú, ó, heyr ! III. partur, 12. lína, — á að vera: ”en safalaus, né blómskrýdd blöð að hlúa:— III. p. 14. lína (vekur út) á að vera:— sem vekur skelfing niður á neðsta grunn. IV. p., 6. lína — á að vera : — “sem frjáls, og öðlast hlutverk öflg og nv. V’. p., 1. lína — á að vera: “Gjör mig þér að hörpu, sem hléskóg- urinn er; V. p., 11. lína — á að vera: “orðgnótt minnb, Iýsandi hverri sál á storð. V. p. 14. Iína — á að vera: ”Ó, vindur ! flyt þá Vorsins og Sóiar sigurljóð ! S. B. B. Petty officer Claude Anderson, sonur Victors B. Andersonar bæj arfulltrúa og Mrs. Anderson, er nýkominn til borgarinnar í heim sókn til foreldra sinna. Mr. Ármann Björnsson skáld frá Flin Flon, er nýkominn tii borgarinnar ásamt fjölskyldu sinni á leið vestur til Vancouver, þar sem fjölskyldan ráðgerir að setjast- að. Mynd þessi sýnir óvinaskip, sem orðið hefir óþægilega fyrir barðinu á brezkri Eeaufighters sprengjuflugvél. Hitt og þetta Brúðguminn: Jæja, ástin mín, nú erum við gift. Við skulum strax skifta með okkur verkum. Viltu vera forseti eða varaforseti; Brúðurin (ástúðlega): Hvorugt. Þú getur verið hvort- tveggja. Eg vil aðeins vera fjár- málaráðherra. “Eg ætla að bjóða Gunnari til kvöldverðar í kvöld”, sagði hús- bóndinn. Bjóða honum heim í kvöld!” hrópaði kona hans. “Þú veist, að vinnukonan hljóp burtu og að barnið er að taka tennur, og að eg hefi fengið köldu og að slátr- arinn hefir neitað að láta okkur fá nokkurn mat, þar til við höf- um borgað reikninginn ” “Já, já, eg veit alt þetta”, svar- aði hann. “Það er nú einmitt þess vegna, sm eg ætla að bjóða hon- um heim. Mér geðjast vel að þessum feita, unga náunga, og hann hefir fengið þá flugu í kollinn að fara að gifta sig”. Sumarleyfi og framleiðsla. Fram verði til mikils ávinnings Það mun hafa verið sumarið fyrir íþróttahfeyfinguna í bæn- 1941, ef eg man rétt, sem blöðin um og vafalaust verður svo voru að hvetja fólk til að verja einnig um komu þeirra íþrótta- sumarleyfum sínum að einhverju j flokka, sem boðað hafa viðkomu leyti til þess að vinna að fram- hér síðar í sumar. Er gott að fá leiðslustörfum, t. d. heyskap, hingað frjáls-íþróttamenn, því Akureyrarbréf Góðar spreifuhorfur. Sláttur er nú víðast hvar haf- inn hér í nágrenninu og gras- spretta góð á túnum, a. m. k. langt fram yfir það, sem menn bjuggust við framan af sumrinu. Þó eru sumar nýræktir kaldar á pörtum. Horfur virðast vera á sæmilegum heyskap, þar sem mannafli er nægur, en á það skortir ærið víða. Og svo gæti tíðarfarið gert strik í reikning- inn, en um það verður að tala varlega á opinberum vettvangi nú til dags. Ferðamenn. vegna þeirrar hættu, er þjóðinni gæti stafað af samdrætti fram- leiðslunnnar í fólkseklunni. Hvort þessi tilmæli blaðanna hafa borið árangur, get eg ekki dæmt um, en nú heyrast þessar raddar ekki í blöðunum, og heíir þó fólkseklan víst aldrei verið meiri en nú i sveitunum. Heyvinna er yfirleitt hreinleg vinna og holl, og er fjirðulegt, hve margir ungir og frískir menn eru fráhverfir henni og kjósa heldur að moka mold eða möl. Eg held, að þeir bæjarbúar, sem vinna innivinnu, en eru gamal-1 vanir heyskap, hefðu gott af að verja nokkrum dögum af sumar-| leyfi sínu til að fara í heyvinnu,' ef leyfi þeirra nær 10—14 dög- um. Þeir myndu a. m. k. vinna fyrir sér þá dagana í stað þess að eyða af kaupi sínu í ferðalög eða dvöl á gistihúsum, og svo er altaf einhver ánægja, sem fylgir því að hafa unnið sig líkamlega þreyttan. Hins er síður að vænta, að þeir, sem ekkert kunna til heyvinnu, fari að bjóða sig til slíkra starfa. Lislviðburðir — íþróltir. Okkur Norðlendingum hafa í sumar boðist óvenju mörg tæki- færi til að kynnast listinni. Á eg þar við heimsóknir söng- manna, kóra, íþróttaflokka, leik- flokka o. s. frv. Koma Leikfélags Reykjavíkur með “Orðið”, heirn- sókn Fóstbræðra og Þorsteins Hannessonar og loks breska myndlistarsýningin eru alt sam- an kærkomnir listviðburðir hér. Þá hafa og heimsóknir glímú- flokks og fimleikaflokka Ár- manns og Knattspyrnufélagsins að of lítil rækt er hér lögð við hlaup, stökk og köst. Knatt- spyrna er helsta sumaríþróttin, en r.uk þéss sund, tennis og golf, en í skíðaíþróttinni hafa Akureyringar staðið mjög fram- arlega hin síðustu ár. Mbl. 13. júlí. Óskast til kaups NÚ ÞEGAR Ullarvetlirgar handa fiskimönnum SETJIÐ YÐUR í SAMBAND VIÐ KARASICKS Ltd 275 McDermot Ave. Sími 21 371 KONUR óskaát í vinnu Stúlkur eða giftar konur óskast í vinnu að parti til við þvo4ta og fatahreinsun, ekki yfir 24 klukkustundir á viku. Æfing á- kjósanleg, en ekki alveg nauð- synleg. Umsækjendur verða að vera við því búnir, að taka.st a hendur fsta atvinnu. Finnið að máli PERTH’S 484 Porlage Avenue Ferðamannastraumurinn hing- að til Akureyrar er nú í algleym- ingi, og er mestur frá höfuð- staðnum. Enda er fyrri hluti júlí- mánaðar sá táminn, e|r menn kjósa helst sumarleyfi sín. Flest- ir, sem til Norðurlandsins koma, dvelja hér á Akureyri eina eða fleiri nætur, skoða bæinn og um hverfi hans, en halda síðan aust- ur um land, til Mývatnssveitar, Ásbyrgis og alt austur á Hérað og Fjörðu. Er Akureyri þannig samgöngumiðstöð fyrir Norður- og Norðausturland og leynist slíkt engum, sem lagt hefir leið sína um göturnar undanfarna daga. Sitjið við þann eldin sem best brennur Nú er sá tími kominn, er fólk fer að búa sig undir vetur, að því er loðfatnað áhrærir, og þá vill það vita- skuld sitja við þann eldinn, sem bezt brennur. í sambandi við kaup og að gerðir á loðkápum, ættuð þér að snúa yður til — M. KIM, FURRIER 608 TIME BUILDING Sími 86 947

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.