Lögberg - 07.10.1943, Side 1

Lögberg - 07.10.1943, Side 1
PHONES 86 311 Seven Lines . , A \ \ \&XV haVaQ\f& atl For Beiler Qo*- Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines . * v^vc ,l\ Cot' nderets *»4 Service and Satisfaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1943. NÚMER 40 Canadadiski tundurspillirinn St. Croix sprengdur upp í Norður-Atlantshafi— 146 sjóliðar týna lífi Flotamálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Hon. A. L. Mac- donald, tilkynnti á föstudaginn var að canadiski tundurspillirinn St. Croix, hefði þá fyrir skömmu verið sprengdur upp í Atlants- hafi af óvinavöldum. Skip þetta hafði 147 manna áhöfn, og komst aðeins einn maður lífs af, W. A. ÍTALÍA. Sameinuðu þjóðirnar hafa náð fullu haldi á hafnarborginni Neapel, og komið miklum liðs- auka á land við Termoli á aust- urströnd ítalíu; er það einkum hinn 8. her Breta, ásamt Canada- mönnum, sem þar hefir verið harðast að verki. Á hinn bóginn hefir 5. her Bandaríkjanna tekið Bonevento og bæinn Montesar- chio, sem liggur þaðan eitthvað um sjö mílur í suðvestur. Út- varpsfregnir frá Vichy á þriðju- dagsmorguninn staðhæfa, að Albert Kesselring marskálkur, yfirharshöfðingi Þjóðverja á þessum slóðum sjái sér ekki leng ur fært að veita viðnám við Volturno fljót, heldur sé hann í óða önn að koma megin herskör um sínum til Rómaborgar, og búist þar tij varnar. Hinn nýi forsætisráðherra ítalíu, Badoglio marskálkur, hef- ir í útvarpsræðu lýst því yfir, að hið endurskipaða ráðuneyti sitt sé að öllu samsett af einlæg- um lýðræðissinnum, er staðráðn- ir séu í því, að hreinsa Italíu af Fasisma um aldur og æfi. Stjórn- arsetur ítala er til bráðabirgða í Neapel og þangað er konungur kominn, ásamt krónprinsinum, eftir riokkura útivist á Sikiley. ♦ ♦ ♦ HERFLUTNINGABÖRÐUM SÖKT. Aðfaranótt þess 2. þ. m., söktu amerísk herskip 40 japönskum herflutningabörðum skamt und- an Kolombangaraeyjunum í Vella flóanum í suðvestur Kyrra hafi; höfðu Japanir barða þessa í notkun til þess að reyna að koma undan liði, sem var í þann veginn að verða króað inni á þessum vettvangi stríðssóknar- innar. ♦ -f ♦ CORSICA í HÖNDUM SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA. Samkvæmt fregnum' frá her- stöðvum sameinuðu þjóðanna í Algiers, hafa hersveitir hinna frjálsu Frakka tekið hafnarbæ- inn Bastia á norðausturströnd Corsicu, og þar með náð í raun og veru fullu haldi á eynni. Út- varpið í Berlín skýrði frá því á mánudaginn, að Þjóðverjar hefðu komið undan megininu af liði þeirra á Corsicu yfir á meginland ítalíu. ■f -f f JAPANIR HEFJA MAGNAÐA SÓKN í KÍNA. Um síðustu helgi hófu Japanir grimmilega sókn í suðaustur fylkjum Kína, og unnu þar svo mikið á, að Kínverjar urðu meðal annars, að gefa upp járnbrautar- borgina Suancheng, sem liggur um 80 mílur suður af Nanking. Mrs. J. Preece jan 867 Winnipeg Ave. Fisher, kyndari frá Black Dia- mond, Alberta. St. Croix var í gæzlufylgd með skipalest all mikilli, sem var á vesturleið um Atlantshaf, sem fylking þýzkra kafbáta veitti eftirför. Harðvítug viðureign stóð yfir milli beggja aðilja, er lauk með því, að átta skipum úr skipalestinni var sökt. LÝKUR PRÓFI í HJÚKRUNAR- FRÆÐI. Miss Helga Erica Dalman Þessi glæsilega og gáfaða stúlka, Miss Helga Erica Dalman hefir nýlega lokið prófi í hjúkr- unarfræði með fyrstu ágætiseink unn, við St. Pauls sjúkrahúsið í Saskatoon; hún er dóttir J. B. Dalmans og konu hans Guðrúnar Jakobsdóttur, nú látin, frá Dala- bæ við Siglufjörð. Miss Dalman er alin upp af þeim Mr. og Mrs. E. Helgason í Kandahar, Sask. ♦ f ÁRÁS Á EYNA COS Skömmu eftir miðjan septem- ber síðastliðinn, náðu herir sam- einuðu þjóðanna fótfestu á eynni Cos, sem telst til Dodecanese eyjaklasans, og bjuggu þar, að því er í fyrstu virtist, all ramm- byggilega um sig. En í lok fyrri viku, sendu Þjóðverjar öflugan flokk fallhlífarliðs til eyjarinnar, og náðu brátt haldi á megin flug völlunum á staðnum. Cos-eyjan er 23 mílur á lengd. Harðir bar- dagar standa enn yfir á eynni, og hafa Þjóðverjar fram að þessu haft þar yfirhönd. f f f SKIPAÐUR í HÁA ÁBYRGÐARSTÖÐU. íslendingurinn Dr. Edward Johnson, hefir verið skipaður yfirlæknir og yfirumsjónarmað- ur geðveikraspítalans í Selkirk, í stað Dr. E. C. Barnes, sem ný- lega hefir fengið lausn frá em- bætti. Dr. Johnson hefir gegnt aðstoðar umsjónarmannsembætti við áminstan spítala í síðastliðin 13 ár. Dr. Edward Johnson er fædd- ur í Winnipeg, sonur Guðmund- ar Johnson, sem um langt skeið rak álnavöruverzlun hér í borg-1 inni, og Katrínar konu hans, sem bæði eru látin. Dr. Johnson er útskrifaður í læknisfræði af Manitoba-háskóla með hinum lofsamlegasta vitnis- burði, en stundaði framhalds- nám í Boston og við Johns Hopkins spítalann í Baltimore, lútandi að sérgrein sinni á sviði læknisfræðinnar. i i “Opin er feigs vök”, segir hið fornkveðna, og koip það1 hér sem oftar á daginn. Brezk hersnekkja, sem viðstödd var viðureign þessa bjargaði áttatíu og einum manni af St. Croix, en slíkt varð skamm góður vermir, því fáum mínút* um seinna var hersnekkjunni með allri áhöfn, einnig sökt í saltan mar. Dr. Johnson er kvæntur maður og á þrjú börn. Hann hefir tekið mikinn og gifturíkan þátt í vel- ferðarmálum Selkirkbæjar. Fimm senatorar á ferð heimsækja ísland “Markmið okkar er að skapa heim, þar sem hver einasta þjóð hefir það stjórnarfyrirkomulag, sem hún kýs sér helst og þar sem engin þjóð líður vegna smæð ar sinnar og engin þjóð hagnast vegna veldis síns”. Með þessum orðum lýsti Richard B. Russell, þingmaður frá Georgia, mark- miði Bandaríkjamanna með styrj öldinni. Russell er formaður 5 manna þingnefndar, sem kom hingað til þess að heimsækja amerísku hersveitirnar, dveljast hér. Þessi þingnefnd Bandaríkj- anna, sem hefir það hlutverk að fylgjast með starfi og að- búnaði amerísku hersveitanna utan Ameríku, var hér um kyrt í tvo daga. Af þossum nefndiarmönnum, sem komu hingað til landsins síðastliðið miðvikudagskvöld, eru 3 demokratar og 2 republikanar. Auk Russells, sem er demokrati, eru í nefndinni þetssir mdnn: James M. Mead, demokrati frá New York, Albert B. Chandler, demokrati frá Kentucky, Henry Cobot Lodge yngri, republikani frá Massachusetts og Ralph O. Brewster, republikani frá Maine. í fylgd með Key hershöfðingja og yfirmanni flotans og undir- mönnum þeirra, skoðuðu nefnd- armennirnir herstöðvar hér. Þar sem þeir höfðu ekki nein erindi við íslenzk stjórnarvöld, þá komu þeir ekki til fundar við neina íslenzka embættismenn. Þeir áttu stutt viðtal við ís- lenzka blaðamenn og aðra frétta- ritara í skrifstofu Leland B. Morris sendiherra. Viðlal við blaðamenn. Richard B. Russel, formaður nefndarinnar, hafði orð fyrir nefndarmönnum og fórust hon- um svo orð: “Okkur er, sem fultrúum Bandaríkjaþings, sérstök ánægja að koma hingað til íslands, vöggu þingræðisins. — Þjóð okkar neyt- ir allrar orku til að yfirbuga óvinina, sem við eigum í höggi við, og við munum gera það, hversu langan tíma, sem það mun taka. Jafnvel áður en þjóð okkar fór í stríðið, sýndu Is- lendingar mikinn skilning á mál stað okkar, og þeir báðu um vernd hersveitanna, sem nú eru Hér. Við erum mjög þakklátir fyrir gestrisni íslenzku þjóðar- innar og afstöðu hennar og stjórnar hennar til okkar verð- ur ekki feld úr minni. “Eg harma það að við skyldum verða að hafa hér svo stutta við- dvöl, að við gætum ekki átt form legan fund með fulltrúum ís- lenzku stjórnarinnar, en við biðjum ykkur, fulltrúa blaðanna, að færa þeim og íslenzku þjóð- inni allri dýpstu þakkir vorar. ísland er fyrsti aðalviðkomu- staðurinn á ferð okkar, og mig langar til þess að segja það, að mér finst Island vera fagurt land. Eg harma það að geta ekki verið hér lengur, til þess að reyna veiðiárnar ykkar, sem eg hefi heyrt mikið látið af. Mér myndi þykja gaman, ef eg gæti ein- hverntíma seinna skroppið hing- að, þegar eg hefi frí frá störfum, og rent í árnar”. Þingmennirnir drápu á ýmis- legt, sem þeim hafði komið í hug, þegar þeir voru að skoða sig um hér. “Eg hefi mikinn á- huga á kartöflurækt ykkar,” sagði Brewster þingmaður frá Maine. “Eins og þið vitið, þá er mikil kartöflurækt í Maine. Og mér hefir verið sagt, að veturnir hér séu mildari en í Maine”. “Mér leist líka vel á hestana ykkar,” sagði Chandler, þing- maður frá Kentucky. “Eins og ykkur mun kunnugt, er Kentucky heimsfrægt fyrir góða hesta. Eg sá skeiðvöllinn, þar sem nýlega voru haldnar kappreiðar, og mér hefir litist mjög vel á þá íslenzku hesta, sem eg hefi séð.” Aðslaða íslendinga eflir slríð. Einn íslenzku blaðamannanna spurði: “Hvernig verður aðstaða íslendinga, sem einnar smáþjóð- anrva að stríðinu loknu. ■ Um svör Russells voru allir nefndarmennirnir sammála, en það var svona: “Markmið okkar er heimur, þar sem hver þjóð hefir þá stjórn, er hún kýs, og þar sem engin þjóð líður tjón af smæð sinni, og engin þjóð hagn- ast vegna þess hve voldug hún er. Þingmennirnir voru sérstak- lega ánægðir með heilsufar her- sveitanna hér á landi, og bentu á það, að veikindi væru minni meðal hersveitanna á íslandi en jafnvel í Bandaríkjunum. Þingmennirnir skoðuðu helstu" herstöðvar hér nærlendis, könn- uðu liðið á stöðvum landhersins, flughers og flota. Auk þess var þingmönnum gefin skýrsla af mönnum þeim, sem stjórna stjórn arskrifstofum Bandaríkjanna hér á landi, upplýsingaskrifstofunni, vöruflutninganefndinn og láns- og leigulagaskrifstofunni, en fyrir milligöngu hennar hafa þegar vérið keyptar fyrir 52 milj. dollara íslenzkar vörur til þess að senda til Englands samkvæmt láns- og leigulögunum. Ungir öldungar. Það var skemtilegt fyrir ís- lenzka blaðamenn að fá tækifæri til að eiga tal við þessa öldunga- deildarþingmenn, þótt ekki væri nema stutt stund. “öldunga deild” þýðir auðvitað “deild gam alla manna”. En það voru engin gamalmenni, sem komu hingað. Formaður nefndarinnar, Russell, er tæpra 46 ára gamall. Mead er elstur, hann verður 58 ára í desember. Brewster er 55 ára að aldri, Chandler 45 ára og Lodge, sem er yngstur þeirra, er 41 árs. Það var afi hans, Henry Cabot Lodge, þigmaður, sem var í broddi fylkingar þeirra manna, sem voru á móti því, að Banda- ríkin gengju í Þjóðabandalagið eftir síðustu styrjöld. Lodge þekk ir hermálin, meira en af afspurn. Hann er majór í skriðdrekasveit hersins, og í fyrra, þegar hann átti frí frá þingstörfum, fór hann til Norður-Afríku og barðist þar. Við það að tala við þessa menn varð mönnum ljóst, að ríkjatil- finningin í Bandaríkjunum er mjög sterk. — Einn talaði um kartöflur, aðalframleiðsluvöruna í sínu ríki. Annar talaði um hrossarækt, af því að ríki hans var frægt á því sviði. Allir voru þeir kumpánlegir og voru auð- sjáanlega van;r að koma fram sem stjórnmálamenn. Við her- könnunina, þar sem þeir voru í virðulegri fylgd hershöfðingja, stönsuðu þeir oft fyrir framan óbreyfta liðsmenn, röbbuðu við þá og rifjuðu upp sameiginlegar endurminningar, ef þeir hittu mann frá sama ríki og þeir voru sjálfir. Mbl. 1. ágústA í ÞÁGU FISKIVEIÐANNA. Náttúrufríðinda ráðherra fylk- isstjórnarinnar í Manitoba, Hon. J. S. Mc Diarmid, og aðstoðar- ráðherra hans, Mr. Stephens, fóru suður til Chicago í fyrri viku í þágu fiskiveiðanna, til þess íð reyna að koma í veg fyrir það, að Bandaríkjastjórn setti slíkt ákvæðisverð á fisk úr Sléttu fylkjunum, er framleiðendur og fiskkaupmenn stæðu sig ekki við. Um fullan árangur af ferð þessari, er enn ekki vitað með fullu, þó líklegt sé að hann verði nokkur. Af hálfu íslendinga tóku þátt í för þessari, Mr. G. F. Jóns- son, forstjóri Keystone Fisheries Ltd. og Mr. S. V. Sigurðsson, for- stjóri Sigurðsson Fisheries Ltd. í Riverton. ♦ ♦ ♦ RÚSSLAND. Frá sókn Rússa við Kiev hafa engar fregnir borist síðustu dag- ana, hvorki frá Berlín né Moskva, þó víst sé, að harðar atrennur eigi sér þar stað; á flestum víg- stöðvum Rússlands eru haustrign ingar komnar í algleyming, og hafa þær hamlað sókn og vörn á báðar hliðar. ♦ ♦ ♦ MANNFAGNAÐUR. Á laugardagskvöldið var, komu saman eitthvað um fjörutíu manns á heimili þeirra Mr. og Mrs. Ágúst Sædal, 696 Simcoe Street hér í borginni, til þess að samfagna þeim á hinu þrítugasta og fimta hjónabandsafmæli þeirra, og jafnframt í tilefni af því, að þetta kvöld voru öll hm mannvænlégu börn þeirra heima sonur þeirra, Bob, sem er* í sjó- hernum, var þá nýkominn heim í viku heimsókn til foreldra sinna og systkina. Einar P. Jónsson, vinur þeirra Sædalshjóna frá samverutímum í Reykjavík, hafði orð fyrir gest- um, og bar fram árnaðaróskir til heiðursgestanna frá vinum og vandamönnum, jafnframt því, sem hann af þeirra hálfu, af- henti þeim silfurborðbúnað að gjöf til minja um atburðinn. Til máls tóku einnig Hannes Péturs- son, Bergþór Emil Johnson, Sveinn Oddson og frú Ingibjöfg Jónsson, er öll hyltu þessi mætu hjón með hlýjum árnaðaróskum. Nokkrir menn úr Karlakór ís- lendinga í Winnipeg, voru við- staddir þennan mannfagnað, og sungu nokkur iög undir leiðsögn Gunnars Erlendssonar, og þótti það hin bezta skemtun. Þau Mr. og Mrs. Sædal þökkuðu hvort um sig með vel völdum orðum, þá góðvild, er þessi óvænta heim- sókn bæri vott um, og árnuðu gestum framtíðarheilla. Ágúst Sædal er ættaður af Húsavík í Þingeyjarsýslu, en kona hans, Mínerva, fædd og upp alin í Reykjavík. Islenzkur fremdarmaður Sigurður W. Melsied. Ph.D. Sigurður W. Melsted, sonur hjónanna Benedikts og Geirfríð- ar Melsted, sem búa skamt frá Garðar, N.-Dak., var, 7. júní ’43, sæmdur doktorsgráðu Ph.D. af University of Illinois. Hann haíði lagt fyrir sig jarðræktarfræði, og hlaut doktorsgráðuna í þeirri vísindagrein. Sigurður fæddist 23. nóv. 1911, að heimili foreldra sinna í Garð- ar-bygð. Þar ólst hann upp. Barnaskólanám stundaði hann í heimabygðinni en miðskólanám við búnaðar miðskólann í Park River, N.-Dak. Þaðan útskrifað- ist hann með lofsamlegum vitn- isburði vorið 1930. Næstu fjögur árin dvaldi hann í foreldrahús- um, og stundaði búskap með föður sínum. Þennan tíira tók hann mikinn þátt í félags- og velferðar-málum sveitarinnar. Haustið 1934 innritaðist Sig- urður til náms við búnaðarskól- ann í Fargo, N.-Dak., og útskrif- aðist þaðan vorið 1938, sem Bachelor of Science í vísinda- legri búfræði. Vegna framúr- skarandi námfýsi, dugnaðar og ágætis vitnisburðar, bauðst hon- um tækifæri til framhaldsnáms og til vísindalegra rannsókna á jarðvegs efnafræði, við Rutgers College, New Brunswick í New Jersey. Þessu glæsilega boði tók hann, og gaf sig við tilteknu verköfni næstu tvö árii^, við ágætan orðstír, og hlaut að þeim tíma liðnum meistaragráðuna Master of Science in Soil Chemis try. Haustið 1940 bauðst honum staða við University of Illinois til að aðstoða við rannsóknir þær, sem sá skóli hefur með höndum. Eftir tveggja ára veru við það verk, var hann kjörinn til að vera einn af þeim mönnum sem reka þessar rannsóknir fyrir hönd skólans. Að námshæfileikar og dugn- aður þessa unga manns hafi vakið eftirtekt, sést meðal annars á því að hann hefur verið kjörinn meðlimur í Sigma Xi. Phi Kappa Phi, Gamma Sigma Delta, og Alpha Zeta, sem öll taka í með lima tölu sína aðeins þá er sér- staklega hafa skarað fram úr námsmönnum skólanna. Auk þess er Sigurður meðlimur i American Chemical Society, American Society of Agronomy, og Soil Science Socitey of Aem- rica. Það vita kunnugir að engir aðrir en þeir allra færustu með- al námsmanna, eiga kost á að gjörast meðlimir í þessum fél- ögum. Vinir og nágrannar samgleðj- ast þessum glæsilega unga manni, foreldrum hans og syst- kinum yfir sigri þeim er hann hefir unnið yfir öllum erfiðleik- um sem hafa mætt honum á mentabraut hans. Og heillaóskir þeirra fylgja honum út í lífið. K. H. O.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.