Lögberg - 14.10.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.10.1943, Blaðsíða 6
6 L.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1943. Vitringarnir frá Austurlöndum Helgisaga um hin íyráiu jól, sem Arabar segja enn í dag. Efiir Francis Dwyer. Vitringarnir áðu ulföldum smum í hallargarði Heródesar, söðlarnir á þeim voru úr lituðu leðri, aktygin úr snúnu silki og á höfuðklæðum voru smá klukkur úr gulli. Tveir úlfaldarnir sváfu eða jórtruðu háif- sofandi. Þriðji úlfaldinn, Mreena, var vakandi og hafði augun á folaldinu sínu, sem var á sveimi í kring um hann og starði annað veifið undrun slegið á það sem fyrir augun bar, eða lét varðmennina klappa sér. Folald Mreena var hvítt, sólhvítt. Faldurinn loðinn og hárið hrokkið eins og á lambi. Þáð var ekki nema missirisgamalt, og þar eð úlfalda móðirin lætur æolaldið sjúga sig tvö missiri þá fékk það að fylgja móðurinni á þessari merkis- för frá landi vitringanna til Jerúsalem. Allir, sem um garðinn fóru, litu forvitms- augum á unga úlfaldann, og við og við námu þeir staðar og spurðu verðina hver ætti hann og frá hvaða landi hann væri kominn. Og verðirnir svöruðu hvíslandi, hljóðlega, að hvíti úlfaldinn væri folald eins hinna þriggja úlfalda, sem lagst hefðu í garðinum, en eigend- ur úlfaldanna væru inni hjá Heródes, þeir væru útlendingar, vitringar, dökkir á hörund, skarp- leitir og töluðu útlenda tungu. Þeir væru komn- ir frá Austurlöndum og hefði stórtíðindi að flytja Heródesi. Enginn vissi hver þau tíðindi væru, en nýjungar væru það. Miðdegis hvíldarstundirnar liðu. Sagan ba-rst eins og sinueldur um borgina. Fölleitir fræði- menn töluðu í hljóði við varðforingja hallar- innar. Aðkomnu mennirnir væru harla vitrir pienn; þeir kynnu að lesa út úr stjörnunum, hvað verða mundi, framtíðin lægi fyrir þeim eins og opin bók, þeir hefðu séð tákn á himnin- um að því er sagt væri. Og nú væri Heródes tð spyrja þá spjörunum úr. Og sagan barst. Prestur, sem skundaði fram- hjá kvað vitringana hafa séð stjörnu, stjörnu sem vísaði þeim leið alt til þessarar borgar. — En stjörnurnar eru óteljandi, sagði vaið- mannaforinginn. — Já, en þessi stjarna er alveg einstök í sinni röð, svöruðu fræðimennirnir; hún boðax fæðingu — konungsfæðingu. Heródes er hug- sjúkur og hræddur. Hann er náfölur og spyr -’tringana lævíslega. Vitringana fýsti að hevra orð spámannana og í staðinn hefir hann beðið þá að veita sér hollustu. Ef þeir finni staðinn þar serii þessi konungur hafi fæðst, þá ríði þeir til- baka og skýri honum frá því. Jú, Heródes er bragðvís konungur. Það var síðla dags, er vitringarnir komu frá ráðum. Þeir gengu hægt milli varðmannarað- anna og á þá var starað. Það voru dularfullir menn — skeggjaðir menn, dökkeygðir menn og störðu á sjóndeildarhringinn. Þeir stigu þögulir á bak úlföldum sínum. Sá, er sat á Mreena snéri höfðinu að hliðinu og Mreena kumraði til að láta son sinn vita að hann væri á förum. Vatnsberi nokkur var í þeim svifum að stynga rauðu blómi á bak við eyrað á folaldinu hvíta, og er hann var búinn að því, stökk folaldið til móður sinnar, hlógu þá aliir sem í garðinum voru. Vitringarnir riðu áfrám í djúpri þögn. Þeir mundu eftir viðtalinu við Heródes. Þeir höfðu frætt konung á því, að þeir hefðu séð stjörnnu, sem boðaði stórtíðindi og að þeir hefðu ásett sér að fylgja henni. — Það var svo að sjá, að hann yrði skelfdur, sagði sá er sat á Mreena, er þeir komu út fyrir Beb el Khalli eða Jaffa-hliðið. — Hann var fölur, sagði annar. — Hendurnar á honum skulfu og varir hans voru þurrar, sagði hinn þriðji. Þegar þeir riðu inn í Hinnams-dal þá skall á þá nóttin. Og með næturhúminu kom stjarnan í ljós á himni, stjarnan, sem sagði þeim frá konungs fæðingu. Vitringarnir höfðu augun á stjörnunni. Þeir fylgdu henni örugglega. Úlfaldarnir þrömmuðu dimmu götuna, sem lá suður eftir milli olífu- garða og víngarða. Sonur Mreena, hinn hvíti, skemti sér hið besta. Hann fann á sér hið dularfulla við þessa för. Hann stökk frá einum götubakkanum til annars. Við og við fældist hann, er einhver bóndinn gekk framhjá á heimleið. Svo hljóp hann aftur langbeinn sem skjótast til móður sinnar, til að nasa af henni og segja henni frá hræðslu sinni. Og Mreena kumraði hljóðlega og sagði honum, að hann þyrfti ekki að vera hræddur. Og hann spurði hana, hví þau lægi ekki í stallinum nú, þar sem nótt væri komin. Mreena svaraði óþolin móðlega, að hún gæti ekki gert grein fyrir því, og minti hann á að halda sér fast að henni. Maður gæti aldrei vitað nema þjófur væri fram með götunni, stigamenn. Mreena var ókunnug þessu landi en ef hanri hlypi á undan, þá gæti hún haft augun á honum í myrkrinu. Hvíti úlfaldinn litli hlýddi og hljóp á undan .hinum. Rauða blómið toldi altaf bak við eyrað. Mreena humraði til hans og var hin ánægðasta. Stjarnan skein og vitringarnir höfðu ekki aug- un af henni. Þeir voru altaf að hugsa um Heródes, mintust föla andlitsins og hinna titrandi vara, er hann bað þá snúa til baka og segja sér, hvað þeir hefðu fundið, þeir höfðu sagt honum frá gullinu, reykelsinu og myrrunni, sem þeir höfðu með sér, og voru það gjafir handa nýfædda barn- inu og hann hafði í snatri sagt að hann viidi líka færa barninu gjafir og tilbiðja það er það væri fætt. — Hann var lymskulegur á svipinn, sagði sá, sem §at á Mreen§, þegar úlfaldarnir komu út á E1 Buæeias-hásléttuna. — Hann var eins og krókódíll á svipinn, sagði sa er reið til vinstri. — Augun í honum voru græn eins og glugga- grindur, sgaði sá þriðji Hann hefir — en sjáið, stjarnan stendur kyr! Hún bíður! — Þeir héldu áfram hræddir og undrandi. Stjarnan stóð kyr á himninum. Og fram undan þeim lá Betlehem eins og smáar silfurstjörnur í næturmyrkrinu. Þeir höfðu. nú upp fyrir sér orð spámannsins Mika, sem þeir heyrðu æðstu prestana og fræði- mennina hafa yfir hjá Heródesi. — Og þú Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minst af héraðsborgunum í Júda þá skal þó frá þér koma sá er verða skal drottnari í ísrael og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðardögum. (Míka. 5, 1.) Stjarnan stóð kyr, lágt á himni, og geislar hennar féllu á fjárhúsið. Þeir nálguðust fæð- ingarstað konungsins. Úlfaldarnir kru'pu á kné, og lögðust, og vitringarnir stukku af baki. Út um opnar dyr kom silfurbjart ljós á móti þeim, og er þeir komu inn fyrir dyrnar féllu þeir á kné og tilbáðu. Þeir færðu sig nær og nær geislabaugnum um barnið. Þeir hófu upp höfuð sín og sáu — son guðs og hann brosti til þeirra, og þeir urðu eins og börn, einfaldir og hrekklausir. Þeir leystu í sundur silkisjölin, sem þeir geymdu í gjafir sínar, og fengu þær móðurinni. Þeir ætluðu eitthvað.að segja en þeim vafðist tunga um tönn. 'Þeir hófu aftur höfuð sín og litu á barnið síðasta sinni. En nú varð þeim flemt við. Mreena og hvíta folaldið hennar voru komin inn í stall- inn og gengu þangað sem barnið var og störðu á ljómann yfir því. Eigandinm ætlaði að reka þau út sem skjótast en móðir barnsins lyfti hendi og bað hann vera kyrran. Hvíti litli úlf- aldinn gekk að barninu og hristi höfuðið lítið eitt, og rauða blómið sem vatnsberinn í garði Heródesar festi bak við eyrað á honum, féll þá niður á barnið. Eigandinn rak nú litla úlfaldann út með hægð en hann vildi ekki fara, heldur slapp úr hönd- um vitringsins inn aftur til að horfa á barnið, þá' urðu hinir vitringarnir óþolinmóðir og lögð- ust allir á eitt til að koma honum út. Vitringarnir voru glaðir af því að hafa náð sínu marki og gengu nú til úlfalda sinna. Þeir | * voru fullir lotningar af því, sem þeir höfðu séð, og hróðugir af því, sem þeir höfðu lesið í stjörn- unum. Nú var ekki annað fyrir hendi en að hverfa heim aftur, en áður urðu þeir þó að efna orð sín við Heródes. Mreena vildi með engu móti hverfa til Jerú- salem aftur. En samt lögðu þeir af stað er móðirin var búin að heimta til sín litla af- kvæmið sitt hvíta. Hann hafði aftur hlaupið inn í stallinn. En er þeir höfðu riðið hálftíma á leið tii Jerúsalem, þá hafði hvíti úlfaldinn litli tvisv- ar snúið sér í áttina til Betlehem. Það var auð- sætt að hann þráði enn að sjá barn’ð í jötunni, í dyrástallinum lága. Sá, er átti litla hvíta úlf- aldann og móður hans sagði: — Það eru smælingjarnir, sem skilja. Hviti litli úlfaldinn skilur að barnið er konungur. En nú komu þeir á vegamó.t, þar sem annar vegurinn lá til Jerúsalem en hinn austur til landa. Þá tók hvíti úlfaldinn af skarið og var - , ófáanlegur til að fylgja þeim áleiðis til Jerú- salem. Hann hljóp út á veginn, sem lá til austurs og þeir á eftir, en náðu honum ekki. Móðir hans kallaði til hans en alt kom fyrir ekki. Þá héldu vitringarnir ráðstefnu. Hafði einn þeirra fengið vitrun um það í draumi að þeir skýldu fara heim til síns lands, en ekki til Heródesar, eða þá leiðina, sem lá austur um Jerúsalem. Var nú atferli litla hvíta úlfaldans staðfesting á þessum draumi? Ekki ólíklegt! En þá kom sá töfraljómi í augu litla úlfaid- ans, sem heillaði þá svo að þeir urðu lostnir undrun og stóðu lengi hreyfingaxlausir. Eigandi litla úlfaldans varð fyrstur til að ranka við sér og vakti hina af leiðsludraumin- um, og sagði að þeir yrðu að snúa við sem skjótast, svo að Heródes næði þeim ekki, því að þeir væru komnir svo nálægt Jerúsalem. Þeir stigu svo á bak úlföldum sínum hið bráðasta. Hvíti litli úlfaldinn hljóp á undan og stýrði förinni. Þeir gátu ekki gleymt þessu undri, sem þeir sáu og reyndu, því að þeir höfðu svo greinilega séð mynd af barninu í jötunni í augum úlfaldans. Þessi saga hefir síðar verið sögð öld af öld alt fram á vora daga. Og Arabar fullyrða hátíð- lega, að eg einhver horfi í augun á hvítum úlfalda, þá sjái hann mynd af brosandi barni í vöggu. i • rrsr> Við Grænavatn Úíilegumannasaga. Margir eru þeir staðir í óbygðum á landi voru, sem enn eru lítt þektir, en eiga merkilega sögu, sem þjóðsagnir vorar um huldufólk og utilegumenn eru bundnar við. Norðvestan við Hofsjökul er dalverpi eitt lítið með háum, bröttum hlíðum alt í kring og vatn í miðjunni. Lægð þessi var kölluð Grænavatn, eða öllu heldur Við Grænavatn. Festi ekki snjó í hlíðum kringum vatnið vegna jarðhita og vatn ið lá heldur ekki undir ísum, vegna velgju sem í því var. Þegar grænar hlíðarnir spegluðust í vatninu, sýndist vatnið grænt, og mun af því vera komið nafnið Grænavatn. Þar var fyrrum útilegumannabygð. Meðan þilskipaútvegurinn var ekki kominn á hér á landi, var róið á opnum bátum trá vissum stöðum á landinu, þar sem var hvort- tveggja í senn: góð lending og stuttróið til fiskj- ar. Þurftu menn því að sækja oft langt í næstu verstöðvar. Sóttu Norðlendingar þá mikið suður á Reykjaneshafnir til sjóróðra. Það var um haust eitt á áliðinni 18. öld, að tveir menn, Helgi og Sigurður, fóru úr Skaga- firði og ætluðu suður til Hafnarfjarðar til róðra. Frost var og stilt veður, þegar þeir lögðu af stað að morgni dags. Gengu þeir nú eins og leiðir lágu fram undir miðjan dag; fór þá að þykna í lofti, en veður hélzt stilt. Byrjaði nú að drífa. ■'Urðu þeir brátt viltir og vissu ekki hvert halda skildi. Gengu þeir þannig til kvölds. Voru þeir þá orðnir þreyttir, sérstaklega Helgi, sem var tæpra 19 ára. Þeir báru föt sín og annan nauðsynlegan varning, sem gerði þeim erfiðari ganginn. Þeir settust niður á heiðarbrún og ætluðu að ræða ' um, hvernig ferðinni skyldi haga. Heyra þeir þá hó langt fyrir neðan sig. Þeir standa á fætur og hóa á móti. En undarlegt þótti þeim, að sá sem hóaði skyldi ekki svara þeim. Þeir ganga nú það hraðasta sem þeir máttu niður hlíðina og þótti þeim það undarlegt, að þrátt fyrir kafaldið var hlíðin auð. Nú var myrkrið svo svart, að lítt var hægt að greina frá sér. Héldu þeir áfram, unz þeir komu að vatni. Kom þá stór mórauður hundur til þeirra og fór síðan aftur. Reyndu þeir þá að elta hundinn og sáu nú brátt karlmann, er rak fé á undan sér. Kölluðu þeir í hann, en maðurinn svaraði því ekki og vildi heldur ekki bíða. Náðu þeir honum ekki fyr en hann stanzaði við fjárhús. Var þar gamall maður og tveir unglingar um tvítugt. Þegar þeir höfðu hleypt fénu inn, gengur karlinn á móti þeim og skoðar þá Sigurð og Helga í krók og kring, spyr þá hvaðan úr sveit- um þeir séu og muni þeir vilja fá að vera þar um nóttina. Sigurður kvað hann rétt geta og spurði hvað sá staður héti, sem þeir væru til komnir. Kvað karl það litlu skifta, ef þeir fengju húsaskjólið, og bað þá með sér ganga. Ganga þeir nú skamma stund, unz þeir koma að stórum torfbæ. Fer karl þar inn og bað þá eftir ganga. Voru það löng göng, unz þeir koma í herbergi á vinstri hönd. Bað karl þá þar bíða, unz komið yrði með ljós. Fóru þá Helgi og Sigurður að tala um eitt og annað, er á daginn hafði drifið, og um það, hvar þeir mundu vera Leið sú er þeir ætluðu lá niður í Borgarfjörð og Hálsasveit, en þar sem Sigurður var þar þaulkunnugur, bæði mönn um óg staðháttum, þótti honum hér alt öðru- vísi við bregða. Grunaði þá nú, að þeir mundu hafa vilst mikið af leið og hefðu lent í útilegu- mannabygðum, skildu þeir því vera varir um sig og eigi skilja. * Nú sáu þeir ljós frammi í göngunum og inn kom stúlka með stórt tólgarkerti og sokka handa þeim bygðarmönnum. Fór hún síðan út, an þess að tala eitt orð, en kom að vörmu spori aftur með soðið kjöt og mjólk. Það sá Sigurður, að stúlkan vildi segja þeim eitthvað, en þorði- það ekki, og leit hún oft til dyra, eins og hún óttaðist einhvern. Þegar Sigurður hafði veitt þessu eftirtekt, fór hann að ganga um gólf, og gekk þá fram með v.eggnum að dyrunum, og sá hann þá manns- andliti bregða fyrir í myrkrinu. Um leið og stúlkan gekk út, hvíslaði hún að honum: “Þegar þú sérð ljósið í ganginum”. Sigurður settist nú við kjötið, og ræddu þeir félagar um það, hvað hún mundi hafa meint með þessu. Töldu þeir réttara að hafa ^ndvara á sér um nóttina, til skiftis. Skoðuðu þeir nú herbergið hátt og lágt og sáu að viðirnir voru úr íslenzkum birkiskógi, og hvíldi þakið á traustum stofnum, sem voru negldir saman í kross og á þá voru lagðar stórar, limþéttar hríslur, sem héldu torfinu upp á mill- um sperranna. Gólfið var niðurtroðin jörð. í herberginu var eitt rúm og í því loðskinn. Nú voru þeir vissir um, að þetta mundi úti- legumenn vera, sem þeir höfðu lent hjá, og vissu því, að allur mundi varinn góður. Þegar þeir höfðu snætt, kom karlinn inn og vísaði þeim til sængur í rúmi, er þar var. Tóku þeir nú eftir svip karls og þótti hann nokkuð illilegur og harður. Var hann með sítt, hært skegg og prjónahúfu á höfði. Þeir þóttust nú vita, að illa mundi með ganga að komast þaðan burtu, því ekki mundi karl vilja láta bygðamenn vita um dal þennan. Gengu þeir nú til sængurs, en háttuðu ekki, heldur lögðust niður í fötum og breiddu gæru- feldinn yfir sig. Helgi sofnaði brátt, því hann var orðinn þreyttur mjög, en Sigurður lá vak- andi fyrir framan Helga í rúminu. Hvernig sem liann reyndi að sofna gat hann það ekki, þvi r.ú fór hann að hugsa um það, sem stúlkan hafði hvíslað að honum: “Þegar þú sérð ljósið í ganginum”. Hann hafði nú sterkar gætur á því, hvort hann sæi nokkurt ljós inn um rifurnar á hurðinni. Kertið var útlogað hjá þeim Helga og Sigurði, en svolítil skíma af tunglsljósi kom inn um gluggagat á enda herbergisins. og var hægt að greina afstöðuna inni. Nú sá Sigurður alt í einu Ijósi bregða fyrir framan við hurðina. Hann læddist fram fyrir, og er þar þá stúlkan, er gekk þeim beina kvöldið áður, og bendir honum að hafa hljótt. Segir hún honum að þeir séu komnir til útilegumanna, og heiti þessi dalur Við Grænavatn. Búi karlinn einn með þremur sonum sínum og systur, sem orðin sé gömul. Segist hún hafa verið að fara í vist norðan úr Eyjafirði og suður í Biskups- tungur fyrir þremur árum síðan, og hafi þaU vilst, fylgdarmaður hennar og hún, og lent hér og ekki fengið að fara aftur, því þeir feðgar vilji ekki sleppa nokkrum manni, sem þeir verða varir við að viti um dal þeirra. Fylgdarmaður hennar hafi setið um að strjúka og komst karl- inn að því, og hvarf hann þá. “Býst eg við að hann hafi drepið hann einhversstaðar. Síðan hefir öll von verið úti hjá mér að komast héðan. Heiti eg nú á ykkur að hjálpa mér, en eg skal leggja á öll ráð. Reynið ekki að fara héðan, ef karlinn stendur á móti því”. Segir stúlkan Sig- u-rði, að þeir feðgar sofi í herbergi fremst út við göngin, en þær, kerlingin og hún, inni í báð- stofu. En hvenær þetta fólk hafi komið í þennan dal, viti hún ekki um. Skilja þau nú og fer Sigurður til sængur og sofnar brátt. Þegar þeir Sigurður og Helgi höfðu snætt um morguninn, kom karlinn inn til þeirra og spyr, hvort þeir hugsi til ferða í dag. Sigurður varð fyrir svörum og segir, að því skuli hann ráða, því nógu vel fari um þá- og megi þeir vel við una slíkum viðtökum, er hann hafi veitt þeim Glaðnar þá yfir karli og segir þeim heimil vist svo lengi sem þeir megi una. En segja verði þeir sér, þegar þeir hugsi til brottfarar.’ Líður nú svo fram veturinn og ber ekki neitt nýrra við. Sigurður sagði Helga frá samtali þeirra, stúlkunnar og hans um nóttina, og taldi rétt að láta þá feðga ekki vita neitt um að þeir vildu komast heim, en hugðu að strjúka þegar tækifæri gæfist og hafa stúlkuna með sér. Það mátti karlinn eigi vita, því þá var þeirn eigi lengi lífdaga auðið. Einn dag um vorið náði stúlkan tali af Sigurði og sagði honum að nú færu þeir feðgar næsta dag upp á heiðavötn að veiða silung. Skyldi Helgi þykjast veikur og leggjast í rúmið, en hann skuli fara með þeim og þegar líði undir kvöld skuli hann þykjast detta og meiða sig í fæti og verða á eftir þeim heim. Þegar þeir hverfi ofan af hlíðarbrúninni skuli hann bíða og þá komi þau Helgi í ljós og skuli hún þar eftir ráða ferðum. Þetta var nú ráðið. Segist Helgi vera veikur og leggst í rúmið. Daginn eftir snemma um morguninn kemur karl til þeirra Sigurðar og Helga og segir þeim að hann ætli í veiðisbap í dag og biður þá með sér fara. Stynur nú Helgi og þykist illa haldinn og kvað sig eigi mega hræra fyrir kvölum. Lét karl sér það þó lynda og sagði að Sigurður skyldi með þeim fara. Ber nú ekkert til tíðinda um daginn. Þeir fiska mikinn silung og búa sig svo til heimferð- ar er áliðið var orðið dags. Halda þeir síðan allir heimleiðis og bera allir nokkuð. Gekk Sigurður þeirra fremstur og þótt- ist hann detta og hljóðaði við. Karlinn gengur til hans og sér fótinn niðri í holu„ og vill hann kippa fætinum upp úr, en nær honum eigi. Fer hann þá að plokka smásteina utan frá og þykist Sigurður þá ná fætinum. Er hann nú mjög haltur og þykist hann ekki komast nema hökta á öðrum fætinum. Þykir þeim feðgum ferðin ganga seint heim; fara þeir á undan og segjast koma á móti Sigurði, þegar þeir hafi komið veiðinni heim. Sigurður lætur sér það gott þykja og játar því. Þegar þeir feðgar voru horfnir niður fyrir brúnina, sér Sigurður hvar þau Helgi og stúlkan koma, og breyta þau nú stefnu og fara í þá att er stúlkan sagði til um. Ganga þau nú nóttina alla og morguninn fram undir hádegi. Koma (Framh. á. bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.