Lögberg - 14.10.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.10.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1943. 7 Útdráttur úr fréttaskýrslu upplýsinga- ráðuneytisins á íslandi H. f. Hamar 25 ára. Eitt af stærstu iðnfyrirtækjum íslands varð 25 ára í júnímánuði. Það var stofnað 28. júní 1918 af þessum mönnum: Aug. Flyg- enring kaupmanni, P. O. Christ- ensen lyfsala, Hjalta Jónssyni skipstjóra, nú konsúli, Jes Zim- sen kaupmanni, Sveini Björns- syni yfirdómslögmanni, nú ríkis- stjóra og N. P. Kirk verkfræðingi. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Aug. Flygenring formaður, Hjalti Jónsson og N. P. Kirk. Framkvæmdarstjóri var ráð- }nn O. Malmberg, sefn hafði verið verkstjóri hjá N. C. Mon- berg, við byggingu Reykjavíkur hafnar. Stjórnaði hann félaginu til 1. jan. 1932, en þá tók við stjórn Ben. Gröndal, verkfræð- ingur, og hefir hann stjórnað 'því síðan. Félagið keypti vélsmiðju Gísla Finnssonar við Norðurstíg og sömuleiðis Járnstepyu Reykja- víkur og jók brátt þessi fyrir- tæki með kaupum nýrra vinnu- véla. Um tíma hafði félagið útibú í Hafnarfirði og einnig á Siglu- firði. Á árunum 1930—1932 gakkst h.f. Hamar fyrir því, að nýju lífi væri veitt inn í Slippfélagið í Reykjavík og að þetta félag bygði nýjar dráttarbrautir, sem gætu tekið á land skip af togara- stærð. Árið 1933 stofnaði h.f. Hamar í félagi við vélsmiðjuna Héðin sameignarfélagið Stálsmiðjuna, og 1940 var bygð nýtísku járn- steypa í félagi við vélsmiðjuna Héðin og það fyrirtæki lagt inn undir Stálsmiðjuna. Félagið hefir alt frá upphafi haft með höndum hin margvís- legustu störf, aðallega skipa- og vélaviðgerðir, en auk þess ýmsa nýsmíði á sviði járniðnaðarins. Síðan stríðið hófst, hefir Hamar annast viðgerðir á flestum inn- lendum skipum og mörgum er- lendum. Félagið stendur nú með mikl- um blóma. Stjórn þess skipa nú Hjalti Jónsson konsúll, formaður, Geir Zoega vegamálastjóri og Steindór Gunnarsson prent- smiðjustjóri. í varastjórn á sæti Kristján Siggeirsson kaupmað- ur. Fimta sambandsþing íslenzkra kvenna var haldið í Skíðaskálanum í Hveradölum 31. maí til 2. júní og í Reykjavík 4. og 5. júní. Rulltrúar voru mættir frá 8 kvenfélagasamböndum. Aðalverk efni fundarins var að samþykkja ný lög fyrir sambandið, en auk þess voru rædd skóla- og upp- eldismál og allmargar tillögur og ályktanir þeim viðvíkjandi samþykktar. Aðalályktanirnar voru um barnafræðslu, unglinga- fræðslu, húsmæðrafræðslu,* hús- mæðrakennaraskóla íslands og heimilisiðnað. Forseti sambandsins var end- urkosin frú Ragnhildur Péturs- dóttir, varaforseti frú Guðrún Geirsdóttir. NÝJAR bækur. "Svo skal böl bæta". Út hefir komið ný skáldsaga með þessun nafni eftir unga ís- lenzka konu Oddnýju Guðmunds dóttir frá Hóli í Norður-Þingeyj- arsýslu. 1 auglýsingu um bók þessa seg- ir að hún fjalli um “ást og æsku, táp og fjör vormanna íslands, framtak þeirra og stórhug”. Er þetta fyrsta bókin sem út kemur eftir þennan höfund. Mannkynssaga. Á forlagi Máls og menningar hefir komið út fyrsta bindi af mannkynssögu eftir Ásgeir Hiart arson sagnfræðing. Er það 294 bls. að stærð með 80 myndum og nær yfir fornöldina, Austurlönd og Grikkland fram til. ca. 300 f. Kr. Þingvísur. Jóhannes skáld úr Kötlum hef- ur safnað saman og gefið út gaml ar og nýjar þingvísur. Huganir. er safn ritgerða eftir dr. Guð- mund Finnbogason landsbóka- vörð er út komu á sjötíu ára af- mæli hans 6. júní. Iðnsaga íslands. Iðnsaga íslands er komin út. Þetta mikla rit er gefið út af tilefni 75 ára afmælis Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík 3. febr. 1942. Það er 824 blaðsíður að stærð og auk mynda aftan við fyrra bindi er mikill fjöldi mynda prýðir bæði bindi ritsins. Ritstjóri Iðnsögu íslands er dr. Guðmundur Finnbogason, og hefir hann ritað megin efni sög- unnar og hefir hún inni að halda geysimikinn fróðleik um iðnað Islendinga frá fyrstu tíð til vorra daga. í fyrsta bindinu eru þessar greinar: Húsagerð á Islandi eftir Guðmund Hannesson. Skipasmíð ar, Húsgagnasmíðar og Báta- smíðar, allar eftir Guðmund Finnbogason og Skurðlist, eftir Guðmund Finnbogason og Rík- arð Jónsson. Auk þess eru 1 þessu fyrsta bindi margar sjálfstæðar myndasíður af fornum gripum. í síðara bindinu eru þessar greinar eftir ritstjórann: Söðla- smíði, Saltgerð, Brauðgerð, Lit- un, Dráttlist og handritaskraut og Bókband. Klyfjareiðskapur eft ir Þorstein Konráðsson,*Járngerð eftir Þorkel Jóhannesson, Brenni steinsnám, eftir Jón E. Vestdal, Silfurberg eftir Helga Hermann Eiríksson, Kalkiðnaður í Mógilsá, eftir Björn Kristjánsson. Ölgerð eftir Guðmund Jónsson, Skinna- verkun' eftir Gísla Þorkelsson, Ullariðnaður eftir Þorkel Jó- hannesson, Vefnaður, prjón og saumur eftir Ingu Lárusdóttur, Prentlist eftir Hallbjörn Hall- dórsson, Málmsmíði fyrr á tím- um, eftir Matthías Þórðarson, íslenzkur iðjurekstur, eftir Klem- ens Tryggvason og Torfa Ásgeirs son, Skrá um iðju og handiðnað á íslandi f árslök 1942, eftir Sveinbjörn Jónsson. — En-auk þess eru í þessu síðara bindi: Efnisskrá, eftir Finn Sigmunds- son og nafnaskrá eftir Lárus H. Blöndal. I þessu hefti eru marg- ar myndir. Landsfundur SjálfstæSismanna var haldinn í Reykjavík og Þingvöllum 17. júní og næsta dag á eftir. Um 270 fulltrúar sátu fundinn. Fundarhöldin hófust með því að formaður flokksins Ólafur Thors hélt 2 klst. ræðu um landsmál, þ. á. m. ítarlega um sjálfstæðismálið. Er fundi var haldið áfram daginn eftir á Þmg völlum var eftirfarandi ályktun gerð þar í sjálfstæðismálinu* “Landsfundur Sjálfstæðis- manna haldinn á Þingvöllum 18. júní 1943 lýsir eindregnum stuðn ingi sínum við stjórnarskrárfrum varp og tillögur milliþinganefnd- ar í stjórnarskrármálinu, einkan- lega það ákvæði, að lýðveldis- stjórnarskráln skuli taka gildi eigi síðar en 17. júní 1944. Fund- urinn felur öllum trúnaðarmönn um Sjálfstæðisflokksins að vinna að því, að svo megi verða og heitir á aðra flokka og allan landslýð til samvinnu um fram- gang málsins.” í skattamálunum var svohljóð andi tillaga samþykkt: “Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins telur, að nú þegar sé búið að ganga svo langt í skatta- álögum á atvinnurekstur lands- manna, að öll viðleitni til hækk unar á þeim sköttum sé bein og vísvitandi tilraun til þess að legja einkaframtakið í rústir í því skyni að koma með þeim hætti á opinberum rekstri í stað einka- reksturs. Landsfundurinn mótmælir því eindregið öllum frekari aðgerð- um í þessa átt og krefst þess, að einkaframtakinu verði ekki með skataálögum gert ókleift að skapa almenningi lífvænleg atvinnu- skilyrði að ófriðarlokum.” Nýji Siúdeniagarðurinn. Sýslunefnd Vestur-Isafjarðar- sýslu hefir samþykt að leggja kr. 10.000 — andvirði eins her- bergis — til Nýja Stúdentagarðs ins, og verður herbergið nefnt Jóns Sigurðssonar herbergi. Sýslunefnd Strandasýslu hefir hefir lagt kr. 10.000 til Nýja Stúdentagarðsins, og ákveðið að herbergið skuli bera nafnið “Skrúður”. Sýslunefdn Strandasýslu hefir samþykt að gefa kr. 10.000 til Nýja Stúdentagarðsins. Sýslunefndir Suður- og Norður Þingeyjarsýslna hafa samþykt að gefa, í sameiningu, kr. 10.000, til herbergis á Nýja Stúdentagarð- inum. Gullbringu- og Kjósarsýsla höfðu áður lagt fram andvirði eins herbergis í Nýja- Stúdenta- garðinum. Á sýslufundum sem nýlega hafa verið haldnir hefur verið samþykkt að hvor sýsla fyrir sig eignist eitt herbergi og verður herbergi Gullbringusýslu nefnt .“Gullbringa” en herbergi Kjósarsýslu “Esja”. Systur Guðmundar Eiríkssonar bæjarfulltrúa og byggingameist ara, sem lézt 1941, hafa gefið andvirði eins herbergis, kr. 10.000 til minningar um . hann. Herbergið skal heita “Hjálp” og skulu fbrgangsrétt af því hafa nákomin skyldmenni Guðmund- ar og niðjar þeirra, en að þeim frágengnum, stúdentar er nema byggingarverkfræði. Fjársafnanir. Hjá Morgunblaðinu einu var Þormóðssöfnunin hinn 12. júní orðin kr. 343.443.50. I byrjun júní var Sovietsöfn- unin orðin 131.000 krónur þar af höfðu safnast í Reykjavík 78. 337 krónur. Söfnun þessari var lokið 22. júní og var þá fjárhæð- in samtdls 135.000 krónur gr safnast hafði. Frumherji fallinn í val Þann 24. apríl síðastliðinn lezt að 532 Sargent Ave. hér í borg- inni, sæmdarmaðurinn Stefán Johnson, hniginn all mjög að aldri, fæddur í Sköruvík á Langa nesi þann 18. maí 1855. Foreldrar hans voru þau Sigurður Jónsson og Margrét Pétursdóttir, sem þar bjuggu um þær mundir, en íluttust síðar að Skálum í sömu sveit. Stefán fluttist til Vestur- heims með foreldrum sínum og tveimur bræðrum, Jóni og Benjamín, árið 1879. Þeir eru fyrir löngu dánir, en hin eina systir Stefáns, Steinunn, varð eftir heima á íslandi. Fjölskyl.d- an settist að um haustið í Moor- head, Minn., en fluttist þaðan næsta vor til Little Salt, Dakota Territory, nú Caskel, North Dakota. Þá voru einu flutnings- tækin hinir svo nefndu flatbát- ar á Rauðá. Með kvikfénað fóru peir bræður fðtgangandi alla leið. Árið 1882 missti Stefán báða foreldra sína með mánaðar milli- bili. Þann 15. nóvember 1883 kvænt ist Stefán, og gekk að eiga Marg'r éti Jóhönnu Johnson, dóttur Hall dórs Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur frá Litla-Bakka í Hróarstungu, og reistu þau þá þegar bú á áminstum stað í North Dakota og bjuggu þar í sex ár; var heimili þeirra í raun og veru samkomustaður byggð- arbúa; það lá einnig í þjóðbraut, og bar því jafnan margt gesta að garði, engu síður ókunnuga, en kunnuga; aldrei var gjalds ** WOW — MOIA SAY’S PAD’S ^OUGHT ME another , VlCTORY BONP krafist fyrir gistingu, og slíku ^ ekki viðtaka veitt þó fram væri ^ boðið. I augum húsráðenda voru allir jafnir fyrir lögum án til-1 lits til þess hvernig þeir voru til reika; má þess gjarnan geta, að í þá daga var sægur mikill flæk- inga æ sveimi um Rauðárdal. Stefán var einn af stofnendum Grafton-safnaðar, og gengdi þar ýmsum trúnaðar- og virðingar- stöðum; voru guðsþjónustur tíð- um fluttar á heimili þeirra John- son-hjóna, með því að söfnuður- inn hafði þá enn eigi komið sér upp kirkju. Þann 13. júlí 1889 fluttu þau Stefán og Jóhanna til Winnipeg, og þar stóð heimili þeirra jafn- an síðan; var það þegar hér, engu síður en annars staðar, auðkennt af anda hinnar sönnustu gest- risni, og þar átti margur aðkomu unglingurinn kærleiksríkt skjól og athvarf. Ekki varð þeim Stefáni og Jóhönnu barna auðið, en í sept- ember mánuði árið 1892 tóku þau fósturbarn, Guðrúnu Sol- veigu Jónsdóttur, er þau gengu í góðra foreldra stað; ólst stúlk- þessi upp hjá þeim við mikið ástríki, unz hún giftist Sigur- birni Pálssyni smið, þann 21. júlí 1909. Guðrún Solveig lézt eftir langvarandi þungan sjúkdóm ár- ið 1914. Hún lét eftir sig son, Stefán Ingvar, sem þau Stefán og Jóhanna fóstruðu þar til faðir hans kvæntist í annað sinn. Þessi efnilegi sveinn dó 9. febr. 1922, og má réttilega segja, að eftir þessi tvö sorgartilfelli, liti þau aldrei jafn glaðan dag og áður. Jóhönnu konu sína missti Stefán 26. september 1931, eftir langvarandi vanheilsu; var hún hinn mesti kvenskör.ungur og manni sínum samhent í öllu. Stefán naut ágaetrar heilsu mestan hluta æfinnar, en mátti teljast rúmfastur síðasta ánð; hann var af góðu bergi brotinn, og reyndist það honum hið besta vegarnesti til daganna enda. Stefán var fríður maður sýn- um og prúður í umgengni; hann var manna laghentastur, og gaf sig töluvert við tréskurði og teikn ingum. Heimili þeirra Stefáns og Jó- hönnu var mótað af guðrækni, [ og voru húslestrar þar tíðir bæði á sunnudögum og eins á föstunni. Megin part starfsæfi sinnar í þessum bæ, vann Stefán hjá heildsölufélaginu Jobin-Marrin, ' og naut þar sem annarsstaðar í óskipts trausts yfirboðara og sam | ferðamanna. Eftir að Stefán misti i konu sína, tókst ekkjufrú Sigríð ur Sigurðson á hendur bústjórn á heimili hans, og hún annaðist hann í banalegunni með stakri alúð og prýði. Útför Stefáns fór fram frá Bardals þann 27. apríl, að við- stöddum allstórum hópi vina og venzlaliðs. Séra Valdimar J. Ey- lands jarðsöng. Vinur. Mynd þessi sýnir tvo ítalska yfirhershöfðingja, sem teknir voru til fanga í Afríku, og komnir eru í gæzlu á suðurhluta Englands. Þriðji maðurinn á myndinni er brezki herforinginn Bellitt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.