Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines v« iot ^$£ »& l)i« ,0*«**' s <£U*° ,io* *o tí& a^c For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines , A -tsO^ Service Qot- and Satisfaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1943. NÚMER 42 Sigurlánið krefst stuðnings hvers einasta mannsbarns Canadísku þjóðarinnar HELZTU FRÉTTIR ÞRÍR AKUREYRINGAR FARA TIL FLUGNÁMS í AMERÍKU. Þrír Akureyringar eru nýlega farnir vestur til Los Angeles í Kaliforníu, til að stunda þar flug nám og flughreyflafræði. Menn þessir eru: Kristján Mikaelsson, Eyrar- landsvegi, Ak., Gunnar Sigurðs- son, Glerárþorpi, og Steinþór Loftsson, Guðmundssonar frá Þúfnavöllum. ? ? ?, SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR VINNA Á í ÍTALÍU. Sókninni við Volturno fljótið á ítalíu, er nú lokið með fulln- aðarsigri fyrir hersveitir sam- einuðu þjóðanna, hafa Þjóðverj- ar dregið burtu allan liðsafla sinn frá vígstöðvum þessum, og búast nú að sögn, til frekari varnar í nærliggjandi háfjöll- um, þótt slíkt muni einnig reyn- ast þemi skammgóður vermir, því hinar sameinuðu þjóðir senda dag lega nýjan og margaukinn her- afla inn í landið. ? -f ? AUKAKOSNINGAR TIL FYLKISÞINGS. Síðastliðinn fimtudag lýsti Hon. Stuart S. Garson yí'ir því, að aukakosningar til fylkisþings ins í Manitoba færu fram í Brand on og Portage la Prairie kjör- dæmunum, þann 18. nóvember næstkomandi. Þingmenn beggja þessara kjördæma, Mr. George Dinsdale í Brandon, og Mr. W. R. Sexsmith í Portage la Prairie, létust á yfirstandandi ári, þeir töldust báðir til íhaldsflokksins, en fylgdu samvinnustjórn Mr. Garsons að málum. Nú hefir E. H. Young, borgar- stjóri í Brandon, verið útnefnd- ur sem þingmannsefni af hálfu stjórnarsinna, en í Portage la Prairie, Charles E. Greenlee, sveitarstjórnarskrifari. Mr. Gar- son mætti á báðum framboðs- fundunum og skoraði á kjósend ur, að veita frambjóðendum samvinnustjórnarinnar óskipt fyigi- C.C.F. flokkurinn - mun hafa frambjóðendur í báðum þessum kjördæmum þó enn sé eigi vitað, hverjir þeir verði. ? -f ? STÓRORUSTUR GEISA Á VÍGSTÖÐVUM RÚSSLANDS. Að því, er nýjustu fregnir skýra frá, færist sókn Rússa í aukana með hverjum líðandi degi; einkum standa nú yfir geigvænlegar orustur í suður- hluta Úkraníu, þar sem mann- fall af hálfu þjóðverja, er orðið svo gífurlegt, að það minnir á hrakfarir þeirra í fyrra við Stalingrad. Fregnir frá London staðhæfa, að liðsstyrkur Rússa á þessum vígstöðvum nemi að minsta kosti 300 þúsundum vígra manna. Enn er eigi vitað með vissu hvernig til hagar í Kiev, og þar í grendinni. I fyrri viku skýrðu útvarpsfregnir frá því, að Þjóð- verjar hefðu kveikt í borginni og kvatt herlið sitt þaðan á brott. En nú er svo að sjá, sem enn sé barist um þessa fornfrægu borg af heljarafli á báðar hliðar. FRAMBJÓÐENDUR C.C.F. flokksins í 2. kjördeild. Bæjarstjórnarkqsningar í VVinnipeg fara fram þann 26. nóv. næstkomandi, og eru ílokkar þeir, sem í kosningunum ætla að taka þátt, þegar teknir að her- væðast. C.C.F. flokkurinn heíir þegar útnefnt frambjóðendur sína í 2. kjördeild, og eru þeir þessir: Victor B. Anderson, núverardi bæjarfulltrúi, og Howard Mc Kelvey í bæjarráð, en í skóla- ráð Harry Chappell og séra Philip M. Pétursson. -f -f -f SPÁIR INNRÁS í BALKAN- LÖNDIN. Forsætisráðherra Suður-Afríku sambandsins, Smuts marskálkur, hefir nýverið spáð því, að sam- einuðu þjóðirnar muni ráðast inn í Balkanlöndin áður en næst- komandi vetur gangi í garð, og að Bandaríkin myndu eiga í því drjúgan þátt, að greiða herskör- um Hitlers fullnaðar rothögg á komandi ári; kvað Mr. Smuts það einsætt, að jafnskjótt og Hitler væri úr sögunni, kæmi röðin skjótt að Japönum, og yrði þá bundin endi á baráttuna um yfirráöin á Kyrrahafinu; dóms- dagur Japana væri óðum að nálgast. -f -f -f BANNI LÉTT AF. King forsætisráðherra lýsti því yfir í vikunni, sem leið, að nú hefði verið létt banni af sex mannfélagssamtökum í Canada, er leyzt voru upp samkvæmt ákvæðum hervarnarregiugerð- anna, sem komu til framkvæmda nokkru eftir að stríðið braust út; meðal þessara samtaka, sem lögum samkvæmt mega taka til starfa á ný, eru sértrúarflokkur- inn Jehova Witnesses, og Ukran- ian Labor Temple félagsskapur- inn. Þessi nýja stjórnarráðstöfun hefir hvarvetna mælst vel fyrir. -f -f -f VALGEIR BJÖRNSSON HAFNARSTJÓRI. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt, samkvæmt tillögu hafnarstjóra, að veita Valgeiri Björnssyni bæjarverkfræðingi hafnarstjóraembættið frá næstu áramótum. Hafnarstjórn hefir farið fram á það við Sigurð Þorsteinsson að hann gegni hafnarstjóraem- bættinu til áramóta. Vísir 5. sept. f f f LEIFS EIRÍKSSONAR DAGS- INS MINNST í GRAND FORKS. Leifs Eiríkssonar og Vínlands- fundar hans var með ýmsum hætti minnst í Grand Forks, N.-D., í ár. Dr. Richard Beck, vara-ræðismaður íslands og for- seti deildar ameríska Leifs-fé- lagsins þar í ríkinu, flutti útvarps ræðu um Leif og Ameríkufund hans frá útvarpsstöðinni KILO í Grand Forks, föstudagskvöldið þann 8. október, en þann 9. októ ber er Leifsdagur hátíðlegur haldinn í allmörgum ríkjum í Bandaríkjunum. Meðal annars lagði ræðumaður áherzlu á hreystilund þá og þann frelsis- hug, sem einkennt hefðu nor- ræna menn frá fyrstu tíð. Dagblaðið "Grand Forks Herald" flutti einnig ávarpsorð frá dr. Beck þann 12. október, en sá dagur er hátíðlegur hald- inn í N.-Dakota sem "Discovery Day" til minningSr um AmerÍKU fund þeirra Leifs og Columbusar. Loks var 40 ára afmælishátíð þjóðræknisdeildar Norðmanna (Sons of Norway), sem haldin var miðvikudagskvöldið 13 okt. og dr. Beck stýrði, helguð minn- ingu Leifs og Vínlanasfundi hans að öðrum þræði. Margrét Árnadóttir Bjarnason SEXTÍU ÁRA BLAÐAMENSKU-AFMÆLI. Margrét Árnadóttir Bjarnason. 31. okt. 1868 — 19. sept. 1743. DR. JOHN W. DAFOE A öörum staí hér í blaöinu, er vikiö aö' sextíu ára blaoamenskuaf- mæli Dr. Johns W. Dafoe, hins mik- ilsvirta ritstjóra Winnipeg Free Press. Hann er ungur og ern, þótt nú telji siötíu og sjö ár af> baki. ÞRÍVELDAFUNDUR. t Moskva hófst fundur á mánudag- inn, er Bretland, Rússland og Banda- ríkin standa aS, til þess aö ræöa um viöhorf stríSsins, og taka frekari rá8- stafanir stríCssókninni til samræm- ingar. Þeir Eden, Molotoff og Hull, Utanríkis ráiSherrar áminstra þrivelda, sitja fund þennan fyrir hond hlutaíS- eigandi þjóCa, ásamt fjölmenum hópi sérfræðinga frá hverju landi um sig, -f -f ? FYRSTA ÍSLENZKA ÓPERETTAN. Sigurður Þórðarson, tónskáld hefir samið ópérettu. eða söng- leik við texta eftir Dagfinn Svein björnsson ("Dagfinn bónda"). Söngleikur þessi, sem er sá fyrsti, sem íslendingur semur, heitir: "í álögum" og er efnið tekið úr þjóðsögunum ísienzku. -f -f -f fSLENZKUR RITHÖFUNDUR HLÝTUR BÓKMENTAVERÐ- LAUN í DANMÖRKU. Ungur íslenzkur rithöfundur, Þorsteinn Stefánsson að nafní, liðlega þrítugur að aldri, gaf út fyrstu bók sína á dönsku á Nyt Nordisk Forlag í Kaupmanna- höfn í fyrra. Bókin hlaut heið- urs-minnispening H. C. Ander- sens, sem veittur er á afmæli skáldsins þau ár, sem einhver bók eftir ungan rithöfund er talin verðlauna verð. Verðlaun þessi hafa ekki verið veitt síðan 1936, og Islendingur hefir ekki hlotið þau fyrr. Skáld saga Þorsteins hetiir "Dalen" og fjallar um lífið til sveita á Aust- fjörðum. Þorsteinn er ættaður úr Loð- mundarfirði. Hefir hann lítillar skólamenntunar notið, en stund- að alla algenga vinnu til lands og sjávar. Hann er kvæntur danskri konu, sem einnig er rit- höfundur. Hún er fædd í Hofsósi við Skagafjörð. Foreldrar hennar voru þau Árni Árnason og Sig- ríður Eggertsdóttir, kona hans. Tveggja ára gömul fluttist hún að Sauðárkróki og þar ólst hún upp. í tvö ár gekk hún á kvenr.a- skólann í Ytri-Ey, sem var í þá daga ein helzta menntastofnun fyrir konur sem til var á ís- landi. Þar lærði hún sauma, hús- stjórn og aðrar kvenlegar listir. Árið 1892 fluttist hún vestur um haf, settist að í Winnipeg, og stundaði sauma um nokkur ár. Árið 1898 giftist hún Halldóri Bjarnasyni frá Litla-Múla í Dala sýslu (f. 29. nóv. 1862). Hafði -hann einnig alist upp í Skaga- firði. Hann hafði komið vestur árið 1887, og stundaði verzlunar- störf í Glenboro um það leyti er þau giftust. Þar áttu þau heima í tíu ár. Árið 1907 flutt- ust þau til Winnipeg. Þar setti Halldór matvælaverzlun á stofn og starfrækti hana með miklum dugnaði í 27 ár, og farnaðist vel. Farsæld fylgdi þeim hjónum í öllu starfi þeirra og lífi. Þau nutu mikils álits og virðingar allra sem þektu þau. Sambúð þeirra var hin ástúðlegasta, og þau nutu blessunar í börnum sínum. Börnin eru þrjú, þau Lára Guðrún, gift Jóni A. Vopna, rit- stjóra í Davidson, Sask., Anna Margrét, hjúkrunarkona í New York City, og Otto Harold, verk- fræðingur búsettur í Geraldton, Ontario. Öll sýndu börnin móð- ur sinni frábæra alúð og ástríki í sjúkdómsstríði hennar. Jarðarförin fór fram fra. heim- ili hinnar látnu, 704 Victor St. og Fyrstu Lútersku kirkju mið- vikudaginn 22. sept. og var mjög fjölmenn. Höfðu þau hjón átt heima á sama staðnum í 36 ár, og verið allan þann tíma traustir safnaðarlimir. Töldu þau sig einn ig eiga Fyrsta lúterska söfnuði mikið að þakka. í kirkjunni höfðu þau fundið skjól í aðkasti lífs- ins, uppörfun í erfiðleikum, og í söfnuðinum höfðu myndast ó- rjúfandi vináttubönd sem þau töldu sér meira virði en sv< hægt væri að meta til fjár. t kirkjunni mælti sá er þetta ritar, eitthvað á þessa leið: "Ef eg ætti að velja einkunn- arorð, eða áletrun á legstein Margrétar Bjarnason myndi eg velja orðin: Sælir eru hjarta- hreinir. Eg hygg að allir sem þektu hana muni mér sammála um að slík álitrun væri mak- leg og sönn. Hvort þau orð verða nokkru sinni meitluð á stein, er standi á leiði hennar, skiftir í sjálfu sér litlu máli, því þau eru rituð í hjörtu samferðamanna hennar, þeirra er þektu hana bezt. En sá er hjartahreinn sem elskar Guð, útilokar sem verða má allan sora og synd úr hugs- un sinni, á göfugar Jorár, lifir í falslausum kærleika, er hógvær, orðvar, öllum velviljaður öllum hjáipsamur. Vér í þessum söfn- uði eigum Guði mikið fyrir að þakka, er vér minnumst hinna mörgu manna og kvenna sem með oss hafa lifað og starfað, búnir þessum eiginleikum, heig- aðir þessari viðleitni. Fjarri se það mér að fara í manngreinar- álit, eða gjöra samanburð á þess- um trúu liðsmönnum og konum sem starfað hafa í þessum söfn- uði fyr og síðar, en hitt leyfi eg mér að segja að þessi góða kona stóð framarlega í hópi þeirra Auk eiginmanns og barna, lætur Margrét heitin eftir sig eina systur, Birgittu Björnson í Selkirk, og tvo bræður, Eggert í Bandaríkjunum, og Friðrik á Islandi. Skömmu eftir jarðarförina var heimilið leist upp og húsið selt. Er nú Halldór fluttur til dóttur sinnar og tengdasónar í David- :on, Sask. og býst við að dvelja þar framvegis. Þykir nú hinum eldri íslendingum sem ganga um Victor St., skarð fyrir skyldi að þau Bjarnasons hjónin eru þar ekki lengUr. En skörðin eru óðum að fjölga í fylkingu hinna ís- lenzku frumheria í borg og bygð um. Vér sem eftir stóndum þurf- um að þjappa oss þeim mun bet- ur saman til að standa straum af áhugamálum vorum. En hugheil- ar blessunaróskir fylgja nú hin- um aldraða öðlingsmanni og börnum hans frá vinum þeirra í Winnipeg. V. J. E. JAPANIR SÆTA ÞUNGUM BÚSIFJUM. Á laugardaginn var, stóð yfir grimmúðug loftorusta yfir Solomonseyjum milli Bandaríkja manna og Jajana, og biðu Jap- anir þar einn hinn allra risa- fengnasta ósigur, er þeir fram að þessu hafa beðið á nokkrum vettvangi stríðssóknarinnar; misstu þeir í þessari viðureign 104 orustuvélar til móts við 2 af hálfu hinna amerísku sóknar- flugsveita. Fyrir nokkru töpuðu Japanir haldi á Finschhafen flugvellinum á New Guineu, sem var lang þýðingarmesti flugvöllurinn á þeim vígstöðvum; nú á mánu- daginn gexðu þeir tilraun til þess, að ná þessum flugvelli aft- ur í sínar hendur, en slíkt fór með öllu út um þúfur, og tóp- uðu þeir í það skiptið 46 árásar- flugvélum, en Ameríkumenn ekki einni einustu flugvél. Realm of Beautv My humble love will ever kneel When beauty comes in sight, A tender glow within I feel As I behold her light. The satin sheen on growing grass; The cool hush of a stream; The sun rays on cathedral glass Like fragments of a dream. The tear of night on morning air; The vital breath of rain: The autumn leaves the harvest prayer; The wildwood and the plain. Within the realm the sacred shrine, Her temple land or sea; I sip the healing glow like wine And taste eternity. Freda Mc Donald. Hin síðaáta sumar-rós Eftir Thomas Moore. Hér stendur nú in síðasta sumar-rósin, í sumarskrúða ein, en föl á brá; kynsystur allar hér að foldu fallnar — ' fölnaðar, dánar blómareitum á. Ástabönd slitin, auður beður rósa — ekkert, er vekur lífsins gleði fró, né vinarbros, er lyfti sorg af sinni, né söknuð mýki, þess er lifði og dó. Ó, einstæðingur! — ein á fölvum stöngli, svo angurrík, við þig ei skilið get. Bú nú með þeim, er sætt í draumi sofa, — þær systur þínar — gegnum lífsins hret. því vil eg þínum bleiku blöðum dreifa á beðinn þann, er geyrhir dánar lík ilmvana blóma — allra þinna systra, — þau örlög bíða lífsins börnum slík. Og eins mun eg, er fornum vinum fækkar — er fölnar glit á ástarinnar baug, — er gimsteinar af gullhring lífsins falla, — er gleðidúfa lífsins burtu flaug, — er trygðaböndin bræðra og vina slitna, og burtu horfnir þeir er kærst eg ann. Ó, hver vill einn, í heimi harms og tára, sér hafa dvöl, er engan vin þar fann! S. B. Benediktsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.