Lögberg - 28.10.1943, Síða 1

Lögberg - 28.10.1943, Síða 1
PHONES 86 311 Seven Lines W&' . „lll t 4 L\\^0Í1 "r“ f,«Qloíi ' ,ndcrerS " d 1‘a\xOl&‘ atV For Beííer Cot’ Dry Cleaning and Laundry 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1943. NÚMER 43 rr. HELZTU FRETTIR Rússarjrjúfa varnarlínu Þjóðverja í suðurhluta Rússlands Svo hafa Rússar hert á sókn í suðurhluta Úkraníu, undan- farna daga, að haldi þeir áfram með hliðstæðum feiknakrafti, er engan veginn ólíklegt, að þeir verði búnir að hrekja her- sveitir Nazista vestur að landa- mærum Póllands fyrir næstkom andi áramót. Á sumum stöðum eru Þjóðverjar á slíkum flótta, að þeir hafa hlaupið frá öllum vistum og vopnabirgðum, og það í slíkri óreiðu, að helzt er svo að sjá, að þeir hafi ekki minstu hugmynd hvert þeir séu að fara, eða hvað taki við, og þá eru horfur þeirra á Krímskaga litlu bjartari; þar hafa þeir um miljón manns undir vopnum, sem litla von hafa um undankomu; á þess- um vígstöðvum eru það aðallega Kósakkar, sem sækja að hinum þýzku innrásarhersveitum, en þeir eru heimsfrægir orustugarp ar, sem ganga fram fyrir fylk- ingar og bíta í skjaldarrendur eins og víkingarnir forðum. ♦ ♦ ♦ TUNDURSNEKKJUM SÖKT. Nýverið veittust 30 þýzkar tundursnekkjur að brezkri skipa lest undan austurströnd Eng- lands; var 7 af þeim þegar sökt. Ekki eitt einasta hinna brezku skipa varð fyrir skemdum; hinar snekkjurnar hröðuðu sér á brott. -f ♦ ♦ STÓRKOSTLEGT FLUGVÉLATAP. Á síðastliðnum þremur dögum mistu Japanir 132 orustuflugvél- ar yfir norðurhluta Solomonseyja til móts við fjórar, sem banda- þjóðirnar töpuðu. Er nú mælt, að forsætisráðherra Japana sé farið að verða næsta órótt inn- anbrjósts, vegna látlausra hrak- fara hersins á sjónum, og engu síður í lofti. -f -f -f ÞJÓÐMINNINGARDAGUR BANDARÍKJANNA. Key, yfirhershöfðingi Banaa- ríkjahersins á Islandi, efndi til boðs á sunnudaginn var, 4. júlí, en þá var þjóðminningardagur Bandaríkjamanna. Þann dag árið 1776 samþykkti Banda- ríkjaþing sjálfstæðisyfirlýsing- una, sem síðan hefir verið grundvöllurinn að framgangi og veldi Bandaríkjanna. Var í boði hershöfðingjans sýnd kvik- mynd úr sögu Bandaríkjanna og bandaríska fánans. 1 boði þessu ávarpaði hers- höfðinginn blaðamenn og lýsti í fáum orðum skoðunum sínum á þjóðinni, eftir þau kynni, er hann hefði þegar haft af henni. Var hann hispurslaus í tali og kvaðst eigi hafa gert sér fáar hugmyndir um íslenzka menn- ingu, er hann lagði af stað hing- að. En þetta hefði breytzt þann stutta tíma, sem hann væri bú- inn að dvelja hér. Sérstaklega rómaði hanh frjálslega fram- göngu fólks, og sagðist hafa orð- ið þess var, að frelsisþrá væri rík í íslendingum eigi síður en Bandaríkj amönnum. Hershöfðinginn bað blaða- mennina að færa íslenzkri al- þýðu kveðju sína og þakklæti fyrir góða sambúð hennar við herinn. Tíminn 6. júlí. •> MIÐAR AFRAM PÓ HÆGT FARI. Sóknin á Italíu gengur tieglega þó smáþokist hún að vísu í rétta átt. Alexander her- foringi hefir látið sér þau orð um munn fara, að hernám ítalíu geti allmjög dregist á lang- inn, og hljóti að verða kostnað- arsamt. Hin 5. herfylking, sem samsett er að mestu af Banda- ríkjamönnum, hefir nýlega náð haldi á tveimur bæjum, sem liggja um nítján mílur norður af Capua og hafa mikla hernaðar- lega þýðingu, vegna járnbrauta, sem um þá liggja. Þjóðverjar hafa öflugan landher á vígstöðv- um ítalíu, en á hinn bóginn eiga bandamenn langtum öflugri loft- her á að skipa, og mun það á sínum tíma ríða baggamuninn. T ♦ -f HEITIR BÆNDUM GULLI OG GRÆNUM SKÓGUM. jVIr. John Bracken, hinn ný- dubbaði foringi Progressive Con- servative flokksins í Canada, hefir verið á ferð og flugi um landið þvert og endilangt undan- farna mánuði, með úttroðna lof- orðatösku í fanginu. Síðastliðið þriðjudagskvöld var Mr. Brack- en staddur í Lethbridge, o.g heiti þar yfir bændur umbótaskrá í 30 liðum, sem lækna átti öll þeirra mein; veittist ræðumaður allmjög að núverandi sambandsstjórn, og brá henni um óafsakanlegt af- skiftaleysi af velferðarmálum bændastéttarinnar; alt slíkt átti vitanlega skjótt að breytast til hins betra, eftir að hann og flokkur hans kæmi til valda, þó það geti nú að vísu dregist nokk- uð á langinn. •f ♦ ♦ ÍSKYGGILEGAR HORFUR. Eins og vitað er, hefir ekki alt verið með kyrrum kjörum viðvíkjandi kolaframleiðslunni í Bandaríkjunum síðan á öndverðu, yfirstandi ári; hafa verkföll verið svo tíð, að til vandræða hefir horft um framleiðsluna; og nú helzt svo að sjá, sem ein trufl- unin enn sé í aðsigi á þessum vettvangi athafnalífsins. Námu- menn hafa farið fram á $1.50 kauphækkun á dag, og hótað að öðrum kosti að leggja niður vinnu. Nú hefir verkamálaráð stjórnarinnar neitað að verða við slíkri kröfu, og er því naumast annað fyrirsjáanlegt, en að verk- föll hefjist þá og þegar í flest- um megin kolanámum Banda- ríkjanna, nema því aðeins, að Roosevelt forseti skerist sjálfur í leik, eins og hann gerði í vor þegar alt var að fara í græn- an sjó viðvíkjandi kolafram- leiðslunni. •f -f ♦ ÞVERTEKUR FYRIR SAMVINNU. Á fjölmennum fundi C.C.F. flokksins, sem haldinn var ný- lega hér í borginni, var það svo að segja í einu hljóði kveðið niður, að eiga nokkur pólitisk mök við hinn svonefnda Labor- Progressive flokk. Mr. Stanley Knowles, sambandsþingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið nyðra, taldi þenna nýskírða flokk ekkert annað en kommún- istaflokkinn gamla, sem flaggaði nú með nýju nafni til þess að reyna að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum; samstarf við slíkan flokk af hálfu C.C.F., kæmi þar af leiðandi ekki til nokkurra mála. Úr bréfi “Eg sendi þér í vor fréttir af Dr. Karli (Jónssyni) Stefáns- son. x Hann var fyrsti Islend- ingurinn sem tók doktorsgráð- una hér við skólann (í jarð- fræði) og var strax eftir það sendur til Alaska aÍ5 líta eftir námu þar. Hann er nú kom- inn heim og verður í Washing- tön í vetur að vinna úr sumar- vinnunni. I haust tók Jóhannes New- ton próf í vélfræði hér við há- skólann (B.E.) eftir hálfs þriðja árs nám. Hann kom hing- I að til Johns Hopkins háskólans haustið 1940, fyrsti (og eini) ís- lenzki stúdentinn, sem hingað 1 hefír komið á stríðsárunum. Skól inn hér veitti honum ókeypis kenslu (free tuition) og kom það sér vel fyrir hann, því kensiu- gjald hér er hátt (450). Hygg eg að það sé í fyrsta sinn, sem ame- rískur háskóli hefir veitt íslend- ingi slík fríðindi, og munu fregn- ir þær er vestur-ísl. blöðin fluttu eftir Tímanum um fyrstu frí- kenslu handa Islendingum (í Washington University) vera á misskilningi bygt. Jóhannes fór í gegn um skólann með prýði, þegar þess er gætt að hann kom bæði lítt undirbúinn og var ekki heill heilsu fyrsta veturinn, sem hann var hér í skólanum. Kom hann sér hið bezta, og eignaðist margt vina hér í Baltimore. Hann' er nú lagður af stað vestur til Los Angeles til þess að vinna þar í flugvélaverksmiðju. Jóhannes Newton er í móður- ætt úr Sagafirði, enda fæddur þar og uppalinn að ^iokkru. Fað-. ir hns var frá Ástralíu.” Slefán Einarsson. (Johns Hopkins University) ♦ ♦ ♦ SETULIÐSBLAÐIÐ UM "ÁSTANDIÐ". Blað Amerískra setuliðsmanna hér “The White Falcon” ræðir í síðasta tölublaði um sambúð Islendinga og setuliðsins. Greinin er ritstjórnargrein og nefnist “Annar sigur”. Það hefir lítið •eða ekkert heyrst frá Banda- ríkjamönnum hér um álit þeirra á sambúðinni, en hins vegar hef- ir það ekki vantað, að Islending- ar létu sínar skoðanir í ljósi. Það" er því fróðlegt að sjá, hvern- ig setuliðsmenn líta á þessi mál. Greinin hefst á því, að mint er á, að mönnum hér gleymist, hvað áunnist hefir í bættri sam- búð á þeim tveimur árum, sem liðin eru frá því Bonesteel hers- höfðingi kom með aðalið sitt hingað “að beiðni íslenzku rík- isstjórnarinnar”. Vopnagnýrinn í heiminum yfirgnæfir stundum þann mikla árangur, sem hér hefir náðst, og sé það þó sist ómerkara heldur en sigrar Bandaríkjamanna sumstaðar ann arsstaðar. Sigurinn hér hafi ekki verið unninn með vopnum, heldur með brosi. Og síðan er tekið til sam- anburðar “fyrirmyndarhernám ’ Þjóðverja í Danmörku. Mbl. 10. ágúst. ♦ ♦ ♦ LLOYD GEORGE KVÆNIST. Þann 23. þ. m., voru gefin sam- an í hjónaband í sveitakirkju á Englandi, David Lloyd George, fyrrum forsætisráðherra Breta, og Miss Frances L. Stevenson. Brúðguminn stóð þá rétt á átt- ræðu, en brúðurin var fimmtíu og fimm ára að aldri; þefir hún verið einkaritari hans síðan 1913. Er hún talin með allra fjölhæf- ustu konum. Fyrri konu sína misti Lloyd George árið 1941. Hann er enn hinn ernasti, og tekur reglubundinn þátt í þing- störfum. \ FULLKOMNARI FHAM- LEIÐSLA Á VIKURSTEINUM. Vikurfélagið fær nýja steypuvél. Jón Loftsson, framkvæmda- stjóri Vikurfélagsins, bauð blaðamönnum nýlega í verk- smiðju félagsins til þess að skoða nýja steypuvél, er það hefir lat- ið setja upp. Er hún hraðvirkari og fullkomnari en aðrar vélar, er hér hafa verið til, og hin eina af þðSsari gerð, sem til er í allr'i Norðurálfu. Er hún frá Besser Manufacturing Co. í Mic- higan, og kom einn af vélaverk- fræðingum félagsins, P. Paul Kle mens, hingað með vélina og sá um uppsetninguna. I vél þessari er hægt að steypa sex tegundir hleðslusteina, þar á meðal hornsteina og glugga- steina. Er svonefnd hristiað- ferð viðhöfð með þessari vél, og gefst hún mun betur en þjöpp- unaraðferðin, sem gamlar steypuvélar eru miðaðar við. Er hægt að steypa um 1000 steina í vél þessari á dag, miðað við 8 stunda vinnu. s Þegar búið er að steypa stein- ana, eru þeir þurrkaðir í ser- stökum klefum. Þaðan eru þeir fluttir í hjalla, og eftri fáa daga eru þeir hæfir til hleðslu. Einnig eru einangrunarplötur steyptar í vélum Vikurfélagsins, enda hefir vikur mest verið not- aður í einangrunarplötur hér á landi til þessa. Vestan hafs er nú mjög tíðkað að byggja hús úr steyptum hleðslusteinum, jafnvel stórhýsi. Tíminn, 25. júlí. Úr borg og bygð Látin er nýlega á Royal Alex- andra sjúkrahúsinu í Edmonton, Miss Laufey Jennie Einarson, yfirumsjónarkona hjúkrunar- kvenna við áminst sjúkrahús. Miss Einarson stundaði fram- haldsnám í hjúkrunarfræði við McGill háskólann 1930 og 1931. Hún lætur eftir sig tvo bræður, Höskuld í Arras, B. C., og Bis- mark í Tantallún, Sask. Einnig lætur hún eftir sig eina systur, Mrs. G. F. Guðmundson í Mozart Sask. Útför Laufeyjar fór fram síðastliðinn laugardag. ♦ ♦ ♦ Síðastliðinn sunnudag lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borg inni Björn Johnson, ættaður úr Húnaþingi, um eitt skeið bóndi í grend við Leslie, Sask. Björn var 71 árs að aldri, er dauða hans bar að; hann tók þátt í heims- styrjöldinni fyrri, en vann eftir að heim kom við bílaverksmiðju Fordfélagsins í þessari borg. Björn var glaðvær maður og fyndinn í tilsvörum. Útför hans fór fram frá Bardals á rhiðviku- dagsmorguninn. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ♦ ♦ ♦ Mr. Benedikt Eyford, forstjóri við Western Steel félagið í Saska- toon, hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga í heim- sókn hjá föður sínum. Guðmundi Eyford, trésmíðameistara. ♦ ♦ ♦ Prestakall Norður Nýja íslands 31. okt.—Riverton, íslenzk messa og ársfundur kl. 2. e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. 7. nóv.—Hnausa, messa og árs- fundur kl. 2 e. h. Geysir, messa kl. 8,30 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Séra E. H. Fáfnis messar í Upham á sunnudaginn þ. 31. þ. m., kl. 2 e. h. Við guðsþjón- ustu þessa fer fram ferming og altarisganga. Athöfn þessi verð- ur á ensku og íslenzku. 3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3SÍS3S3$SSSSSSSSSSSSSSSSSS33$SS$ Haraldur Jóhannes Davíðsson Fæddur 1. ágúsl 1912 — Fallinn 26. okt. 1942. (Undir nafni móðurinnar) Á dánarafmæli drengsins míns, er deginum fer að halla, eg stari hljóð upp í himininn, mér heyrist hann vera að kalla á vini sína, vinina sína alla. Á erlendri storð hann bana beið í brjóstfylking þeirra manna, sem hatast við illvígt aldarfar, en unna því rétta og sanna, og elska mest hin ónumdu lönd og kanna. Þó fjarlæg mold geymi fallinn son, þá finn eg samt nálægð þína, og yndisbjarmann eg ennþá lít úr augunum þínum skína, þá veit eg glögt í veðrinu fer að hlýna. Einar P. Jónsson. Kristjana Margiét Árnason Þú hvarfst er vorið vakti fræ af vetrardvala lífsins til. Það leyndust boð í léttum blæ um lausn og sigur þér 1 vil. Þér valdi örlát vorsins mund á vegamótum brúðarskraut. — Hve blíð og klökk sú kveðjustund, þér kærleikshugur fylgdi á braut. Það varir æ með áhrif sterk. sem ástin vekur hér á jörð, þín gjörvöll æfi, orð og verk, er efni í djúpa þakkargjörð. Þó hjörtun syrgi sannan vin, er sízt að muna dauða og gröf. Þú birtir öllum endurskin af alveldisins dýrstu gjöf. Jakobína Johnson. Seattle, Wash. Vetur Þú hásæti átt við hinn yzta pól, ofið með hranna slæðum. Úthafsins djúp er þitt aðal ból; yfir hvolfir þeim veldisstól himinn í hvítum klæðum. Uppheimsins tign er þitt erfðagóz alstirnt bláloft með norðurljós, er hrynja sem fossandi ár í ós við aflið frá þínum kvæðum. Þú kveður um stormanna mikla mátt, sem mjöllinni í skafla hleður; eg brimhljóð þitt heyri úr hverri átt með hafdjúpsins þunga andardrátt, er marvaðann mjöllin treður. Þú talar við fjöllin himinhá, um hjarnið er svæfir blómin smá, þegar sjálft lífið leggst í dá, við ljóðmælin, sem þú kveður. I þögn þinni heyri eg hörpuslátt af himni mjöll þína falla er nótt þín ríkir í allri átt. Eg útrétti hönd mína í friði og sátt við lífið; við alt og alla. Er þrýstir mér djúpsins þagnarmál og þýðir burt klakann úr minni kál, raddir, sem hugði eg hljómsins tál frá húminu til mín kalla. Því vil eg að sért þú velkominn er völd þú í hendur tekur. s Svo ótalmargt gott eg í þér finn, sem eflir og stælir huga minn og veiklaðar taugar vekur. Þú löngun vilt kenna mér ljóðin þín: þó látir þá fenna í sporin mín, lífsvonin unga með sumrin sýn söknuðinn frá mér rekur. S. E. Björnsson. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS:

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.