Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1943. 3 Árni Árnason lœknir: Traust á Guði og vísindunum i. Það kom fyrir atvik i Hafnar- íirði. Nokkrir menn neituðu að hlýðnast ráðstöfunum heil- brigðisstjórnarinnar til verndar lífi og heilsu landsfólksins og báru við trú sinni og trausti á Guði. Þetta var ekki mikill né rnerkur atburður, en hann varð landskunnur. Gildi hans, ef svo má að orði komast, var það, að hann vakti til umhugsunar um ákveðnar spurningar. Samrýmist guðstraustið heilbrigðri skyn- semi, þekkingu og reynslu eða ekki? Brýtur vísindaleg þekkmg °g reynsla bág við guðstrú og guðstrabst? Þetta eru ekki veiga- litlar spurningar. Þær koma við lífsskoðun hvers manns. II. Árekstur milli trúar og vísinda er gömul saga, en ekki ný. Það vita allir, sem eitthvað þekkja til sögunnar. Árekstrarnir voru oft sðeins fræðilegir, og eru það enn. Hinir lærðu hafa deilt og gjöra það enn. En deilan gat líka orðið alvarlegri. Menn voru ofsóttir og dæmdir vegna skoðana sinna. — Kirkjan var oft þröngsýn og ranglát og beitti valdi sínu eft- ir því. Síðar urðu reynsluvis- indin ofan á og reyndu eftir niætti að snúa kenningum kirkj- unnar í villu. — Fulltrúar vísird- anna brendu menn ekki á báli, en hitt hermir ekki sagan, hvern- ig þeir hafa oft og tíðum farið nieð sálirnar, það er að segja sálarfrið og hamingju skjólstæð- inga sinna. En það lítur út fyrir, að árekstr arnir geti líka orðið alvarlegir og haft örlagaríkar afleiðingar á 20. öldinni, og það jafnvel'á voru landi, ef til dæmis lífi og heilsu fleiri eða fænri landsins barna yrði stefnt í voða af þeim sÖkum. Komi það fyrir að fólk van- ræki að leita læknis, eða jafnvel að hlýða nauðsynlegum- og gild- andi heilbrigðisreglum og heilsu- verndarráðstöfunum, vegna trúar sannfæringar og trausts á krafta- verkum, þá hljótum vér læknar vitanlega að snúast öndverðir gegn slíku/— En þá getur verið stutt bilið yfir til þess að álasa sjálfri trúnni og dæma guðstraust ið fánýtt. Það er skiljanlegt, að ; þeim geti í fljótu bragði orðið það á, sem ekki eiga sjálfir á- kveðna trú. Þá beinist gagnrýnxn líka að hinum opinberu fulltrúum trúarinnar, starfsmönnum kirkj- unnar. Það er til, að kirkjan sé talin éiga sök á þessu vegna kenn ingar sinnar. Þetta þarf ekki að vera af óvild, eða til þess að reyna að finna höggstað á kirkj- unni, heldur að fullkominni sann- færingu. Þess vegna er full á- stæða til að athuga þær spurn- ingar, sem að framan greinir, og ræða málið með sanngirni og öfgalaust á báðar hliðar. \ III. Er guðstraust réttmætt og skynsamlegt, eða er það barna- skapur og fjarstæða? Það er sann færing allra trúaðra manna, að Guð sé höfundur og stjórnandi heimsins, að allur heimurinn og alt lögmál hinnar lifandi og dauðu náttúru sé hans verk. Þar með er því einnig trúað, að guð hafi skapað mannsandann. Þessi trúarskoðun verður ekki sönnuð, en hún verður ekki heldur af- sönnuð og þarf ekki frekar orð- um að því að eyða. Það hefir verið deilt um sambandið milli guðs og manna og þá einkum um frjálsræði mannsandans og sjálf- stæði viljans. Vér getum látið það atriði liggja milli hluta í þessu sambandi. Trúaðir menn eru þess full- vissir, að öll framþróun er trá guði, og að frá honum eru öll þau gæði og andleg verðmæti, sem mannsandinn hefir aflað sér um aldirnar og hann á nú og getur notið. Allir þeir möguleikar til hjálpar og til fegrunar og full- komnunar lífsins, sem listir og vísindi hafa veitt mönnunum, eru frá guði. En þessi gæði falla Bœndur og vinnumenn þeirra Hafi bœndavinna yðar minkað við aðkomu vetrar, er yðar þörf annarsstaðar við nauðsynleg störf Nú er hælia á að nauðsynleg störf í þágu hinnar canadisku siríðssóknar iefjist vegna manneklu. Meðal þeirra fáu siaða, þar sem aðsioðar er von er frá bænd- um, og vinnumönnum þeirra, sem geia iekið að sér hærri forgangs-aivinnu í hausi og vetur meðan minna er annríki á búgörðum. Mörgum mikilvægum kröf- um þarf að sinna við framleiðslu skóg- arafurða, málmiekju, frágang matvæla og viðhald járnbrauia. Ef þér eruð við búskap, og eigið héimangengi hausi og veiur, æiluð þér að sinna þessari al- þjóðlegu áskorun. Bændur, sem taka að sérl þessi nauð- synjasiörf, fá að fara heim þegar þörf krefur. Einnig þeir, sem hafa fengið fresiun samkvæmi herúlboðslögunum, fá áframhaldandi frestun við áminst nauðsynjastörf meðan hægasi er um á búgörðum. Gefið yður fram NÚ ÞEGAR. Leiiið fullkominna upplýsinga hjá: Næsiu aivinnu- og Selective Service skrifstofu, eða Næsia umboðsmanni búnaðardeildar fylkissijórnar, eða Framleiðslunefnd bændasamtaka í nágrenninu. NATIONAL SELECTIVE SERVICE DEPARTMENT OF LABOR ]TUMPHKrrV' MITCHELL, A. MAC NAMARA, Minister of Labour DiiTT'tor, National Selective Service B.C.A.S. 1 mönnum ekki í skaut fyrirhafnar laust, á yfirnáttúrlegan hátt. Það eru menn, vísindamenn, lista- menn o. s. frv., sem eru milli- liðir, ef svo má segja, verkfæri í hendi guðs, svo að notuð seu líking. Vísindamennirnir hafa skapað vísindin, þau eru starf mannlegs anda. En hæfileiki og orka manns andans t31 þessa starfs er frá Guði. Hinar hug- vitssömu og snjöllu uppfindingar og uppgötvanir eru opinberanir frá Guði, þaðan eru hugarleiftrin og snildin. Guð hefir smám sam- an opinberað mannsandamam leyndardóma náttúrunnar, eftir því, sem hann óx að þroska Vís- indamennirnir eru í þjónustu Guðs. Þeir starfa að framþróun- inni og vinna að hagsæld og heill einstaklinga og þjóða — eða eiga að gjöra það. Þeir eru þetta alveg jafnt, hvort sem þeir sjálfir vita það og viðurkenna, eða ekki. “Og samt snýst hún”, sagði Galilei. Trúarskoðanir manna eru mis- jafnar, sem von er, en hvað sam rú hvers eins líður, þá er þetta einfalt mál og rökrétt hugsun, 'xg ætti að vera auðskilið hverj- um menntuðum manni. Það er þess vegna alveg óþarÞ, áð reyna að gjöra guðstrúna og guðstraust ið að einhverri fjarstæðu og lok- leysu. IV. En úr því að öll gæði og óll hálp er frá Guði, hversvegna lætur hann mönnum þá líða svo ’lla, og hversvegna kennir hann ekki mönnunum að lækna hina ólæknandi sjúkdóma? Þetta er gömul spurning og gömul rök- semd, eða réttara sagt mótbára vantrúarmanna. Já, hversvegna skapaði Guð heiminn svona, en ekki öðruvísi? Hversvegna gjörði hann náttúrulögmálið eins og það er? Hversvegna gjörði hann ekki alt betur? “Ef eg væri Guð”, sagði strák- urinn, þá ætlaði hann að gjöra betpr. “Ójá”, sagði móðir hans, “ekki vantar þig gáfurnar til þess, drengur minn, en það hefir ekki átt fyrir þér að liggja”. Annars má benda á það, að nú á tímum veit hver læknir, að vísindunum hefir bæði tekist að koma í veg fyrir og lækna suma þá sjúk- dóma, er áður voru ólæknandi. Allir vona, að þeim ráðum fari fjölgandi. Trúaðir menn treysta Guði, en þeir beita skynseminni engu að síður og gjöra ráð fyrir, að hjálp- in komi í eðlilegri mynd. Þess eru að vísu dæmi að sjúklingar til dæmis trúi á og treysti krafta- verkum sér til bjargar, þegar •xnnað þrýtur. En það er ekki heldur undantekningarj Trúaðir sjúklingar treysta því alment, eins og aðrir, að meinabótin verði með læknishjálp. Þeir vita, ð heimska og rangar ályktanir miða ekki til bjargar, og að það er brot gegn lögmáli Guðs í náttúrunni, að ganga í berhögg við þekkingu og heilbrigða skyn- semi. Og hér er þá komið að þeim, sem halda því fram, að Guð muni lækna sig án mannlegrar hjálpar og vilja þess vegna ekki hafa saman við læknana að sælda. Sé hægt að beita skynsemi við slíka menn, þá mætti spyrja þá, hvaðan þeir álíta, að öll þau gæði, huggun og meinabót séu komin, sem læknavísindin hafa veitt mannkyninu. Þeir heimta, í þessu efni, aðeins kraftaverk og vilja ekki annað þiggja. Þeir ættu að minnast orða Krists til þeirra, s@m kröfðust teikns. I Þriðja lagi má benda þeim á freistingarsögu Krists, er freist- arinn hvatti hann til þess að stofna sér í h'fsháska að óþörfu. Þeir eru einmitt sjálfir að kasta sér fram af musterisbustinni, þvert ofan í orð og eftirdæmi meistarans. V. Hér skal ekki út í það farið, hvort trúin sjálf er í samræ.ni Kristjana Margrét Árnason Föstudaginn 23. apríl s. 1. — í páskavikunni —, andaðist að heimili sínu í Bellingham, Wash. frú Kristjana Margrét Árnason, eftir stutta sjúkdómslegu. Hun Wash. árið 1906. Þar stundaði Stephán vöruflutning og farnað- ist vel. — Síðast hafa þau átt heima í Bellingham, fluttu þang- að 1938, til þess að húa nálægt börnum sínum. Þeim hjónum varð sex barna auðið. — Tvö dóu í bernsku, og einn sonur fullorðinn frá konu og barni. Á lífi eru, Halldór Guð- brandur, fasteignasali í Belling- ham, kvæntur Augustín Good- man. Olive Emily, gift B. Bouth- nes, býr nálægt Custer, Wash. — Mathilda Louise, gift Eric Lind- quist, í Bellingham, — hjá þeim á Stephán heima. Kristjana sál. var fríð kona og skörugleg, hún bar það með sér að hún var góðum gáfum gæxid, og hún var prúð og hjálpsöm í allri framkomu. Hún var barn landnámsins í orðsins fylsta skilningi. Elstu börn frumbyggjanna fóru á mis við skólamenntun, en urðu að ganga að allri vinnu með for- eldrum sínum — “og alheimta ei daglaun að kvöldum”. — Krist- jana sál. auðsýndi alla æfi þá ástúðlegustu umhyggju fyrir öll- um á heimilinu, og ósérplægni þá sem hún nam í skóla lífsins alt frá barnæsku. — Til hennar flutti faðir hennar í elli sinni, og hún annaðist hann biindan i mörg ár, þar til hann kvaadi heiminn, 87 ára gamáll. Með þeim voru miklir kærleikar. Kristjana sál. var skemtileg og frjálslynd í hugsunarhætti og bar djúpa lotningu fyrir öllu því sem háleitt er og göfugt. Hún unni fögrum ljóðum og fögrum listum, og hafði alla æfi mesta yndi af góðum bókum. — Minn- ing hennar blessa eftirlifandi ástvinir hennar, og ótal margir vinir nær og fjær. Krisijana Margrét Árnason. var jarðsungin af séra A. E. Kristjánssyni, og lögð til hinztu hvíldar í Woodlawn Cemetry, Bellingham. Frú Kristjana var fædd þann 31. okt. 1869, að He-<gafelli í Snæfellsnessýslu á Islandi, þar ólst hún upp hjá foreldrum sín- um, Halldóri Magnússyni og Jó- hönnu Jónsdóttur, og fluttist með þeim vestur um haf árið 1883. Fvrstu þrjú árin var heimili þeirra í Winnipeg, Canada. En árið 1886 námu þau Halldór og Jóhanna land vestarlega í Argyle bygðinni, og bjuggu þar góðu búi til elli ára og voru merkir og nýtir landnemar. Þau áttu þrjú börn. Kristjana sál. var elst, svo Matthildur, ekkja Stefáns Christie í Glenboro, og einn sonur, Guðmundur, dámn fyrir mörgum árum. Árið 1898 giftist Kristjana sál. eftirlifandi manni sínum Stepháni Árnasyni, ættuðum úr Eyjafirði. Þau reistu bú í Argyle og áttu þar heima nokkur ar. þá voru ýmsir bændur að flytja vestur að hafi, og þau hjónin fylgdust með í þessu nýja land- námi, — settust að í Blaine, Business and Professional Cards við vísindin. Það yrði alt of langt mál. I þessum fáu línum hefir aðeins verið að því vikið, að traustið á Guði, samkvæmt kristinni lífsskoðun, brýtur hvorki bág við þekkingu og heil- brigða hugsun, né heldur við traustið á vísindum og kunnáttu manna í hvaða grein sem er. Að lokum er ef til vill rétt að minnast á boðbera trúarinnar, þjóna kirkjunnar. Það er rarig látt, að láta þá sæta ámæli ^yrir kenningar sínar yfirleitt, þótt skoðanir geti verið' skiftar um einstök atriði. Erum vér læknar ekki líka ósammála í ýmsum atriðum? — Frekar hefir mér þótt bera á því í seinni tíð. Það nær engri átt, að ætla prestun- um eintómar hugsunar villur og fjarstæðu. Hitt er annað mál, að það er æskilegt og þess er þörf, að þeir ættu kost á víðtækari mentun og rækilegri undirbún- ingi undir starf sitt, svo sem í sálarfræði og uppeldisfræði. Eg er viss um, að þeir tækju á móti slíkum breytingum með fögnuði. Þar sem þeir eiga að vera upp- fræðendur, þá væri líka æskilegt, að þeir, eins og kennarar, fengju undirstöðuþekkingu í heilsu- verndun. (heilsufræði). Traustið á Guðshjálp, sem hafn ar mannlegri hjáxp, og traustið á mannlegri hjálp og getu, án Guðs hjálpar, eru tvennar öfg- ar. Trúuðum mönnum er engu hættara en vantrúarmönnum við því, að lenda í þeim öfgum. Guðstraustið og álitið á vísind- unum eiga ekki að rekast á og ekki að metast, heldur “hvort öðru sýni þau heiðurs skil, sem höfundur lífs hefir ætlast tii Lesbók Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., VVinnipeg: Phone 21020 Manufacturers of BLTJENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm siundvíslega afgreidd THE ROSERY StofnaC 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. LTD. G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Baekman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale DistrihuUfrs of FRESH AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðlngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buiiding, Portage Ave. P.O. Box 165t Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. fslenzkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pösti. Fljðt afgreiðsla. Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsflbyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Lsgsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir verðskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 02 3 MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 Itleifets Éd! 224 Notre Dame- fHONE 96 647 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J H. Parre, Manaping Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Phone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfrœöingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St PHONE 26 645 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfml 86 607 Heimilis talsfmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstfml — 11 til 1 og 2 til 5 Skrlfstofustmi 22 261 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Pelnt snCur af Banninp:) Talsími 30 877 ViCtal8tími 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.