Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1943. i.ögt)erg.................... GeíiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and pubiished by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnip'eg, Manitona PHONE 86 327 Við svo búið má ekki standa Það fólk af íslenzkum stofni, sem stendur að Icelandic Canadian Club, má ekki undir neinum kringumstæðum telja sér trú um, að það hafi við útgáfu dálítils ársfjórðungsrits á ensku, goldið að fullu skuld sína við íslenzkar menn- ingarerfðir; að með því sé öllu borgið; að með því sé viðkvæmt vandamál að fullu leyst; á- byrgðin, sem fólk þetta ber, eða að minsta kosti á að bera, gagnvart verndun og viðhaldi íslenzkr ar tungu, er engu léttari í dag, en hún var í gær, og krefst undanfærslulaust hreinna reikn- ingsskila, hver sem í hlut á, því línurnar þurfa að vera það skýrar, að eigi verði um vilst hvert stefni. 1 vetur, sem leið, létu ýmsir af forustumönn- um áminsts félags það í veðri vaka, að þeim væri ant um að beita sér fyrir kennslu í ís- lenzku meðal fólks á ungþroska aldri, og ráð- guðust um þetta yið nokkura utanfélagsmenn; þetta þótti góðs viti, og hugðu margir gott til efndanna; sá skriður komst á málið, að ráðgert var, að persónur, sem fengist höfðu við íslenzku- kennslu í Laugardagsskóla Þjóðræknisfélagsins hér í borginni, kæmu til fundar við framkvæmd- arnefnd Icelandic Canadian Club með það fyrir augum, að hjálpa til við skipulagningu hins fyrirhugaða námskeiðs; tilgangurinn var sá, að þetta nýja námsskeið tæki við þar sem kenslu í Laugardagsskólanum lyki; þetta var drengileg hugmynd og líkleg til nytsamlegs árangurs, ef til framkvæmda hefði komið, en síðan hefir ekki til hennar spurst. Hvað veldur? íslenzku þjóðerni í þessari álfu verður aldrei til lengdar haldið við með veizluhöldum, eða tyllidagaprjáli; það kemur að engu haldi, að skreyta sig með íslenzkum fjöðrum einu sinni á ári eða svo, ef mikið stendur til, en sofa svo svefni hinna andvaralausu alla hina daga árs- ins, og láta reka á reiðanum; slíkt er með öllu ósamboðið íslendingseðlinu, og má ekki við- gangast átölulaust. Einn af merkustu íslendingum hinnar yngri kynslóðar vestan hafs, lét nýverið þanuig um mælt: “Eftir að hafa velt því fyrir mér á allan hugsanlegan hátt, hvert sé hlutverk vor íslend- inga sem þjóðarbrots í þessu landi, að því er félagsleg samtök vor á meðal áhrærir, hefi eg sannfæTst um það, að viðhald íslenzkunnar sé aðalatriðið, og að í þá átt beri oss öllum að beita sameinuðum átökum”. Þessi maður vissi hvað hann vildi og var ekki í neinum vafa um áttirnar. Icelandic Canadian Club getur enn bætt fyrir vanrækslusyndir sínar, með því að stofna til íslenzkukennslu í vetur og láta það ekki-dragast á langinn. í þessari borg er margt ungt fólk, sem hefir brennandi löngun til þess að fuil- numa sig í íslenzku, en á þess ekki kost vegna þess að kennslu skilyrðin eru ekki fyrir hendi. Hér býðst áminstu félagi gullvægt taékifæri til þess að sanna í verki hollustu sína við íslenzka tungu og íslenzkar menningrerfðir, og getur með því fyrirbyggt þann grun, að vera ef til vill einskonar “fimta fylking” á vettvangi hinna þjóðernislegu samtaka vorra innan vébanda vors dreifða og fámenna þjóðarbrots; það gæti heldur ekki sakað, þó tímarit félagsins gerði þjóðræknismálin endrum og eins að umtalsefni sínu, og hvetti lesendur sína til þess að leggja rækt við íslenzkuna, í stað þess að endurprenta gamlar ritstjórnargreinar og gömul kvæði eftir ritstjórann. Fram að þessu hefir engin slík hvatningargrein komið í ritinu, og er það því sízt undrunarefni þótt ýmsum verði það á að spyrja hvert stefni. 1 þessu landi er enn við lýði harðsnúinn flokkur manna og kvenna, sem lætur engan bil- bug á sér finna í baráttunni fyrir viðhaldi ís- lenzkunnar, og telur engin átök eftir sér í því augnamiði. í þessu sambandi má benda á íslenzkukenslu Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg, sem gengur undir nafninu Laugardagsskólinn; við skólann starfa kennarar, sem nógu öðru hafa að sinna, en leggja fram krafta sina og tíma við kennsluna öldungis endurgjaldslaust. vegna ástar á málefninu sjálfu; kennararnir telja þetta sjálfsagða skyldu og inna hana af hendi með fögnuði; þeim er ant um, að börn og unglingar af íslenzkum uppruna fari ekki að öllu á mis við þá menningarlegu auðlegð, sem íslenzk tunga býr yfir, og telja þar af leiðandi engin ómök eftir sér, er að settu marki stefna; þetta er lærdóms- rílA og holt til fyrirmyndar. Það, sem hér hefir verið sagt um ísienzku- kennsluna í Winnipeg, gildir að sjálfsögðu einnig um hliðstæða fræðslu út um nýbygðir íslend- inga á öðrum slóðum; einnig þar, er það ástin á íslenzkunni, sem ræður ríkjum og knýr til framkvæmda; í þessum efnum verður það hinn fórnandi máttur, sem nær yfirtökunum og ryð- ur brautina til sigurs. “Aldrei að víkja”, var kjörorð íslands mesta manns. Slíkt skyldi einnig vera kjörorð vor Vestmanna, að þvi er viðkemur viðhaldi vorrar tignu tungu, sögu vorrar og bókmennta. “Þar sem við ekkert ér að berjast, er ekki sigur neinn að fá”. Barátta vor fyrir viðhaldi íslenzkumrar, er engan veginn vonlaus barátta. Séum vér heil- lyndir menn, stælist baráttuhugur vor við erfið- leikana, þannig, að alt verður undan að láta. íslenzkan á enn langt líf fyrir höndum vestan hafs, þjóðflokki vorum til sæmdar og menning- arauka, þrátt fyrir það þó einstöku grunnmiða- menn haldi að sér höndunum og jafnvel skerist alveg úr leik. * Hvað ungur nemur gamall temur Sporvagnafélagið í Winnipeg veitir yfir höfuð að tala viðskiptavinum sínum hina ágætustu þjónustu; vagnstjórar þess eru háttprúðir menn og nærgætnir við farþega sína. Um hádegisbil var sporvagn á leið niður í bæ- inn; hann var þéttskipaður farþegum; vagninn nam staðar á gatnamótum, þar sem háöldruð kona beið eftir fari; kona þessi var næsta hrum og gekk við hækju; vagnstjórinn hraðaði sér út, og studdi gömlu konuna upp í vagninn; var þar sjáanlega ekkert autt sæti; fram við útgöngu- dyr sátu nokkrar flyssandi ungar stúlkur á leið til þess að leika “golf”. Engin þeirra gaf gömlu konunni það mikinn gaum, að rýma fyrir henni sæti; aðrir gátu ekki komið því við vegna þrengsla. Engu skal um það spáð, hver örlög bíði stúlkna þessara, þó vonandi sé að þau verði góð. Þó er það engan veginn óhugsanlegt, að einhver þeirra kunni að fyrirfinna sjálfa sig í sporum gömlu konunnar, áður en yfir lýkur, og hvers ætti þá sú að vænta? Sennilega má athugunarleysi einu um kenna, hvernig til tókst í áminstu tilfelli. En væri þá hitt ekki einnig hugsanlegt, að heimilin hefðu vanrækt að brýna fyrir börnunum þá siðferðislegu skyldu, að auðsýna farlama fólki tilhlýðilega nærgætni, því enginn veit sína æf- ina fyr en öll er. Betur má ef duga skal Nú er liðin rúm vika frá því, er hið fimta sigurlán canadizku þjóðarinnar hóf göngu sína, og þó nokkuð hafi þegar unnist á, er það sýnt, að frekari samtaka og frekari átaka er þörf, ef hin tiltekna upphæð á að fást á hinu ákveðna tímabili; en náist hún ekki í tæka tíð, verður útboðstíminn vitanlega framlengdur. En með hliðsjón af því hve gott er í ári, og yfirleitt mikið um atvinnu, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að lánsupphæðin náist, jafnvel á styttri tíma, en áætlað var. Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal. Canada er eitt hið allra auðugasta land í heimi, og náttúrufríðindi þess svo að segja ótæmandi; vanefnum verður því ekki undir neinum kring- umstæðum um kent, ef framgangur lántökunnar torveldast eða dregst á langinn. Menr\ verða að láta sér skiljast, að lántaka þessi er óhjákvæmileg, og þótt upphæðin kunni að vaxa einhverjum í augum, þá er hún engu að síður það allra minsta, sem stjórnin getur komist af með, vegna hinnar risafengnu stríðs- sóknar þjóðarinnar, sem vaxandi fer með degi hverjum. Mannfrelsið verður aldrei of dýru verði keypt. Dapurlegar horfur Fyrir skömmu gerði ráðherra Indlandsmál- efna, Mr. Amery, það lýðum ljóst í brezka þing- inu, að í sumum fylkjum Indlands geisaði um þessar mundir svo alvarlegt hallæri, einkum í Eengal, að tugþúsundir manna og kvenna hefðu á tiltölulega skömmum tíma látið líf sitt af völdum þess. í borginni Calcutta hafði dauðs- föllum, að því er Mr. Amery sagðist frá, fjölgað um 30 af hundraði á síðastliðnum þremur mán- uðum; þetta eymdarástand á að miklu leyti rætur sínar að rekja til uppskerubrests á hrís- grjónum, sem er á mörgum svæðum m^egin- framleiðslugrein landsmanna. Nú hefir brezka stjórnin tekið sér fyrir hendur, að ráða fram úr þessum vandræðum Indverja með vistasend- ingum til landsins, þótt treglega gangi vegna tilfinnanlegs skorts á skipakosti. Hér er verk- efni fyrir hendi, sem Canadastjórn ætti ekki að láta liggja afskiftalaust, því hér í landi er gnótt vista, sem þjóðin getur auðveldlega verið án. Hér er um mannúðarmál að ræða, sem varð- ar allar þjóðir jafnt, sem af einhverju hafa að miðla. Gullbrúðkaup í Blaine Uppi á allhárri hæð, austur af Blaine, hafa búið um nokkurra ára skeið heiðurshjónin, Sigur- jón og Jóna Björnsson. Frá heim- ili þeirra er útsýn hin fegursta í allar áttir. Þar er gestum og gangandi gott að koma; ekki að- eins til að njóta fegurðarinnar hið ytra, heldur einnig til að njóta ylríkrar gleði í gistivináttu hjónanna. Sunnudaginn 19. sept. var óvenju gestkvæmt hjá þeim. Mill 40 og 50 vinir og vanda- menn heimsóttu þau þann dag, í tilefni af því að þau höfðu þá verið gift í full 50 ár. Tvö af börnum þeirra og fjölskyldur þeirra voru viðstödd: Björn, frá Seattle, kona hans og þrír synir og Guðrún (Mrs. Carlstrom) frá Vancouver, maður hennar og tvær dætur. Önnur dóttir Sigur- jóns og Jónu, Mrs. Goodman í Winnipeg, gat ekki komið, en hun og fjölskylda hennar sendi lukku- óskaskeyti. Ágætis veitingar voru frambornar og gullbrúðhjónm sátu prúðbúin og með bros á brá fyrir litlu borði, á miðju borð- inu stóð fagurlega skreytt brúð- arkaka og umhverfis hana var raðað silfurborðbúnaði, sem börn þeirra höfðu gefið þeim fyrir 25 árum. Mrs. A. E. Kristjánsson og Mrs. Gíslason heltu kaffinu í bollana en veitingar báru til gestanna tvær dóttur-dætur gull- brúðhjónanna. Meðal vinagjafa voru tveir gullhringar frá börnum þeirra, “Florescent” rafljós í eldhúsið frá Fríkirkjusöfnuði, vandaður blómavasi, fullur að ferskum rós um, frá kvenfélagi Fríkirkju- safnaðar, (til Mrs. Björnsson). Fleiri gjafir munu þeim hjónum I hafa borist þennan dag, þó þeim sem þetta ritar sé það ekki nægi- lega kunnugt til að geta þess hér. Fyrir gjöf kvenfélagsins mælti Mrs. Kristjánsson nokkrum vel völdum orðum til brúðarinnar, en maður hennar afhenti, einnig með stuttu ávarpi, gjöf safnað- arins. Mrs. J. Vopnfjörð las upp ávarp frá manni sínum og fylgir það hér. Kæru heiðurshjón, Sigurjón og Jóna Björnsson: Það er okkur hjónunum sönn ánægja, að vera þess aðnjótandi að koma til ykkar, samgleðjast ykkur og árna heilla á gullbrúð- kaupsdegi ykkar, og mér er ljúft að segja fáein orð til ykkar. Eg held, að af því fólki, sem heimsækir ykkur í dag, hafi fáir þekt ykkur eins lengi og við, og eftir því sem viðkynningin leng- ist, því vænna þykir okkur um ykkur bæði Það eru nú því nær 30 ár síðan við hittumst fyrst, og á þeim tíma hefi eg átt marg- þætt viðskipti við Sigurjón, og oft gerðum við samninga okkar á milli án þess að stafur væri settur á blað eða lögmaður kæmi þar nærri, en úrslitin voru altaf hin ákjósanlegustu. í 50 ár hafið þið, kæru vinir, borið hita og þunga dagsins hvort með öðru, hrygst og glaðst hvort með öðru, og mætt blíðu og stríðu með þreki og hugprýði. Hjálpsemi við nágranna og aðra útífrá, gestrisni og góðvild haf- ið þið auðsýnt í ríkum mæli, enda notið verðugra vinsælda. Guð hefir gefið ykkur mann- vænleg börn, góðum kostum og hæfileikum búin og ykkur hefir auðnast að sjá álitlegan hóp barna-barna. Þið hafið lokið stóru d^gsverki og eruð nú farin að þokast niður hallann áleiðis til síðasta hjall- ans, og eg er þess fullviss, að þið leggið á stað í síðustu lang- ferðina, þegar þar að kemur, sátt við Guð og menn. Við þökkum vináttu ykkar, tryggð og traust, óskum ykkur og ástvinum ykkar aíls góðs og að aftan og æfikvöld ykkar verði friðsælt og fagurt, en gjarnan vildum við að heilsa og kraftur okkar allra leyfðu að við sætum 6Uy VIGTORY BONDS demantsbrúðkaupið og að vina- hópurinn verði þá stærri. Jakob Vopnfjörð Smágjöf frá Kristjánssons hjón unum fylgdu nokkrar línur, sem Sigurjón óskaði að birtar væru með þessari fregn. Eru þær því settar hér: Blaine; 19 sept. ’43. Kæru vinir, Sigurjón og Jóna: Við viljum nota þetta 50 ára giftingarafmæli ykkar til að tjá ykkur ástar þakkir fyrir góðvild ykkar, glaðværð og trygga vin- áttu okkur til handa. Megi síð- degis geislar æfisólarinnar verma ykkur og færa ykkur frið og fögnuð, engu síður en árdegis- geislarnir, og umhyggja 'vina og vandamanna skýla ykkur fyrir öllum haustnæðingum. Þið hafið til þess unnið. Guð blessi ykkur æfinlega. Þess biðja Albert og Anna. Islenzkir söngvar voru sungmr. Meðal annara: “Hvað er svo glatt”, og fyrsta versið af brúð- kaupssálminum: “Hve gott og fagurt”, Óhætt mun að fullyrða að yfir þessu vinamóti sveif andi einiægrar og fölskvalausrar vin- áttu í garð hinna rosknu heið- urshjóna, sem þó ætíð verða ung í anda. Til þess var stofnað mjög að verðugu vegna þeirra mann- kosta sem aflað hafa þessum hjónum vina hvar sem þau hafa dvalið. Fjöldi vina í Winnipeg og Argyle, og máske víðar, mundu fúslega samþykkja þetta og hefðu gjarnan viljað vera með í hófinu, ef fjarlægðin hefði ekki hindrað. Þessum línum fylgir kær kveðja og þakkir til allra vinanna, sem Guð hefir gefið gullbrúðhjónunum. A. E. K. BORGIÐ LÖGBERG Drengilega mælt og meint er það af Skagfirðingum eða eiginlega Norðlendingum, að vilja endurreisa hina fornu frægð Hólastóls, sem alt of lengi hefir í dái legið, (en betra er seint en aldrei, segir máltækið). Grein sú er birtist í Heimskringlu 6. okt. þ. á., ber það ljóslega með sér, að þar eru dugnaðar drengir að verki í Skagafirði, sem eru brautryðjendur í þessu fyrirtæki bæði viðreisnar eða endur- vakning Hólastóls og minningu Jóns biskups Arasonar. Með bæði þessi atriði er farið eins rétt’með að mínu áliti eins og framast er mögulegt, eins og Norðlendinga er von og vísa. Með fáum orðum vil eg minn- ast Jóns biskups Arasonar. Það er líklega litlum vafa bundið að hann hefir verið harður í horn að taka, og yfirgangsmaður mikill. En hann mun samt sem áður verða álitinn af fleirum en mér, síðasti víkingurinn af ís- lenzku þjóðinni. Höfðinglyndur var hann þegar því var að skifta, óg gestrisinn, og gleði- maður við gesti sína. Einnig mun það engum vafa bundið, að þó að Jón biskup væri strang kaþólskur, þá var það samt föðurlands frelsisást sem reið honum að fullu, og fyrir þá ástæðu lét hann lífið, að hann vildi ekki að föðurland- ið væri undir kúgunarveldi ann- ara þjóða. Mér finst þetta vera mál sem að Þjóðræknisfélagið ætti að taka til meðferðar, því að alþj'ðumál er þetta. Eg sem þessar línur skrifa er ekki Norðlendingur, nei, Vest- firðingur er eg, en fyrst og fremst hefir mér altaf þótt vænt um Jón Arason fyrir hans hetjuskap og svo líka 12 liður frá honum, að honum meðtöldum sjálfum. N. Ottenson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.