Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1941 “NAFARINN” “Nafarinn” smaug gegnum götur bæjarins, með treyjukragann brettan upp um eyru. Hver sem hann kom að uppljómuðum búðarglugga, gekk hann sem næst veggjunum og gaut horn- auga til þeirra, sem fram hjá gengu, stakk svo hökunni sem lengst niður í barminn, og flýtti sér þangað sem skuggalegra var. Einu sinni gekk lögregluþjónn rétt fram hjá honum, þá laumað- ist “Nafarinn” eins og skuggi undir tröppurnar á húsinu, er hann var hjá, og beið þar, þangað til vörður laganna var kominn langt burtu. Það var kalt í veðri, svo nef hans og eyru voru blá af kulda. Hann var í þunnum jakka og þó hann stingi höndunum djúpt niður í vasana, voru þær næstum tilfinningarlausar af kulda. Hann var nú kominn í úthverfi borgarinnar,' þar sem lystihúsin byrjuðu. Öðru hverju stanz- aði hann og skoðaði þau; bara að hann gæti fundið sér hlýjan afkima í eldiviðarkompu eða þvottahúsi, þar sem hann gæti hvílt sig og hlýjað sér. Svo væri nú ekkert að því, að geta krækt sér í matarbita, eða eitthvað, sem hægt væri að koma í peninga. Hann stanzaði skyndilega og tióð sér upp að þyrnigerði, meðan garðshliðið var opnað og maður og kona gengu út um það. Þau sneru sér við og horfðu á húsið; sér “Nafarinn” þá að þetta var prestur í fullum skrúða og kona hans. “Vonandi að ekkert verði að henni,” sagði konan og var kvíðablær á röddinni. “Mér er illa við að skilja hana eina eftir heima.” “Nú, hún er nú orðin sex ára gömul, og við komum aftur eftir svo sem hálfan annan tírua. Það er nú heldur ekki svo framorðið, klukkan er hálf sex.” “Samt sem áður er mér ekki um það gefið,” sagði frúin og stundi við, um leið og þau gengu af stað til borgarinnar. “Það var líka svo ó- heppilegt, að Kristín varð að fara strax í kvöld.” Raddir þeirra dóu út, og “Nafarinn” teygði úr sér og fylgdi þeim eftir með augunum. Hér var auðsjáanlega tækifæri, þar sem enginn var heima í húsinu nema sex ára gömul telja. Kristín, sem sjálfsagt var vinnukonan, var líka fjarverandi, svo leiðin var opin að eldhúsi og búri. Svo var ekki úr vegi að athuga lestrar- herbergi prestsins. Hann laumaðist inn um hliðið og gekk hljóð- lega kringum húsið. Hann nam staðar við eld- húsgluggann og litaðist um. Það var niðamyrk- ur. Frá næsta húsi barst aðeins ómur af manna- máli. Hann fór nú að skoða gluggana og gloiti háðslega, er hann varð þess var, að einn þeirra stóð hálf opinn. Á svipstundu hafði hann opnað hann upp á gátt, og hljóp nú inn um har.n, hljóðlaust eins og köttur og lokaði honum á eftir sér. Þar var þægilega hlýtt. Hann stóð kyr um stund, til að hlýja sér, og reyna að átta sig í myrkrinu. Hann grilti í hurð og læddist að henni. Alveg rétt, indæl matarlykt, þarna er búrið. Honum var nú víst óhætt að kveikja ljós hérna inni. Hann lét aftur dyrnar og fann rafmagnskveikjara og litaðist svo um í birtunni. Hér virtist ekki þröng í búri. Það var bæði smjör og steikarfeiti, steikt flesk, reykt kjot og ostur og á veggnum hengu nokkur heima- gerð bjúgu. Það birti yfir honum. Bjúgu voru uppáhalds- réttur hans. Hér var alt lagt upp í hendurnar á honum. Nóg var af brauði, og tíminn nógur til þess að matast. Hann fór sér því hægt að öllu. Fyrst skar hann sér sex stórar brauðsneiðar og smurði þær, tvær með smjöri en fjórar með steikarfloti, svo tók hann eitt bjúgað, settist á þrífættan stól, er stóð þar inni, með bjúgað í annari hendinni, en brauðið í hinni, og beit svo í það á víxl. “Láttu bjúgað hennar mömmu vera”, var sagt í dyrunum í skipunarróm. “Nafarinn” þaut upp eins og hann hefði verið stunginn af býflugu, og starði með opinn munn- inn á litla veru í hvítum náttkjól. “Þurfir þú endilega að borða bjúgað, átt þú að skera það í sneiðar, og leggja ofan á brauðið,” sagði litla stúlkan alvarlega og ákveðið. “Og sneiðarnar eiga ekki að vera mjög þykkar — þó það bragðist betur,” bætti hún við hugsandi. “Jæja”, tautaði “Nafarinn”, sem ekki var búinn að átta sig að fullu. “Og það má ekki borða í búrinu,” hélt litla stúlkan áfram. Svo datt henni í húg hvaða glæpur hafði verið framinn, og sagði áköf: “Þú mátt ekki borða bjúgun hennar mömmu, það má ekki smakka á þeim fyr en á jóladaginn, ekki á morgun heldur hinn,” sagði hún ásak- andi. “Nafarinn” leit nú upp og lagði bjúgað frá sér, hálf sneyptur, og reyndi að hylja það með pappírsblaði. “Það vissi eg ekki,” sagði hann hálf hátt og afsakandi. “Eg var svo svangur, og mér þykja • bjúgu svo góð.” “Ert þú svangur?” Hún horfði undrandi á hann. “Sé svo, er eg ekki viss um nema þú megir það.” Hún hugsaði sig ofurlítið um. “En þú mátt heldur borða af steikta fleskinu,” bætti hún áköf við, “því af því borðuðum við í dag, og pabbi segir, að mig dreymi illa af því.” “Þökk fyrir,” sagði “Nafarinn” og fór að skera sér sneið af fleskinu. Hann skotraði augunum til barnsins, er horfði stöðugt á hann, og skar því sneiðina þynnri en hann gjarnan vildi. “Væri ekki betra fyrir þig að fara í rúmið? Þér verður víst kalt að standa svona,” sagði hann, því nú var hann farinn að jafna sig. “Nei, það geri eg ekki. Eg er líka í nátt- sokkum, sko!” Hún lyfti kjólnum ofurlítið upp og teygði fram fótinn. “Og nú verður þú að flýta þér að borða, og svo verður þú að koma inn og leika við mig.” “Hvað verð eg?” spurði “Nafr<rinn”, sem gleymdi að tyggja bitann sem hann var með upp í sér, hann varð svo hvumsa við. “Þú verður að leika við mig! Mér leiðist.” Hún sagði þetta svo ákveðið, eins og það væri sjálfsagt. “Nafarinn”, fór nú að tyggja og leit hugsandi út. “Eg heiti Birgitta,” sagði litla stúlkan. “En hvað heitir þú?” “Hm!” Hann hugsaði éig ofurltið urn. “Eg heiti Níels”, sagði hann hikandi. “Það er nú ekkert sérstaklega fallegt nafn, en þú átt víst ekki neitt betra! Ertu svo ekki bráðum búinn Níels? Þú hlýtur nú að hafa borðað nóg!” “Nú á eg aðeins einn bita eftir, tautaði hann og tók tvo stóra munnbita í snatri og flýtti sér að gleypa þá, og stinga því sem eftir var upp í sig. “Svona, nú er eg búinn.” “Komdu svo,” sagði hún og gekk á undan honum. “Mundu að slökkva ljósið!” Hún tók í hönd hans og leiddi hann gegn um eldhúsið inn í herbergi, sem auðsjáanlega var ætlað börnum. “Hvað eigum við að leika okkur?” spurði hún og horfði áhyggjufull á hann. “Ja, eg veit svei mér ekki,” svaraði hann hálf vandræðalega og klóraði sér í höfðinu. “Þú verður nú að finna upp á einhverju,” sagði hún óánægjulega. “Áttu enga myndabók?” “Ó, jú, hérna eru margar, komdu, svo setj- umst við á gólfið, fyrst þú, og svo sest eg í kjöltu þína, eins og hjá honum pabba.” “Nafarinn” fann til einkennilegra tilfinninga og hann fann þarna litlan barnslíkama halla sér upp að sér í fullu trausti. “Átt þú enga myndabók? þú mátt gjarna eiga þessa bók. Eg fæ áreiðanlega nýja á morgun. “Svo! Er afmælisdagurinn þinn á morgun?” “Guð minn góður! Já, það er víst satt.” “Hvar hefir þú jólatré? Heima hjá pabba þínum og mömmu?” Hann klappaði á kinn barnsins. “Nei, litla stúlka, eg á hvorki föður né móður, og engan sem hugsar um mig á aðfangadagskvöld.” “Veslings Níels' Eg skal hugsa um þig! Þú skalt koma til okkar; við höfum það svo skemti- legt. Fyrst förum við ti! íólksins í bænum — þú veizt að pabbi á sveitabæ hérna rétt bak við — og þar er haft stórt jólatré, og pabbi heldur svo fallega ræðu, og svo bjóðum við öil- um “gleðileg jól” og gefum þeim öllum gjafir. — Hversvegna átt þú enga móðir?” spurði hún alt í einu. “Hún er dáin, litla vina, fyrir löngu.” “Veslings Níels!” Hún strauk hönd hans með mjúkum fingrum sínum. “Þá get eg vel skilið, að þú vitir það ekki, að bjúgu eiga að sneiðast þunt. — Átt þú ekki heldur pabba?” Hann hristi höfuðið. • “Pabbi minn er svo góður, og á aðfangadags- kvöld talar hann svo fallega við okkur og svo dönsum við kring um jólatréð.” Hún geispaði svolítið og þrýsti sér fastar að honum. “Svo talar pabbi um hvaða þýðingu jólin hafa fyrir oxkur, og svo biður hann fyrir öllum sjúkum og fyrir föngum.” “Nafarinr.” kiptist við ofurlítið. Hún misskildi hreyfinguna. “Hann gerir það vissulega,” sagði hún áköf. “Mamma sagði mér það sjálf í dag.” “Það er vel gert af honum,” tautaði hann lágt “Pabbi er altaf góður,” sagði hún ákveðin. Hún geispaði aftur og hélt svo áfram hálf sifjuð: “Svo blessar pabbi yfir okkur öll og segir: “Friður á jörðu og----eg er svo sifjuð.” Rödd hennar smálækkaði, og litlu augun hennar lokuðust. “Nafarinn” sat grafkyr og þofði varla að draga andann. Straumar af óþektum tilfinn- ingum streymdu um huga hans, þar sem hann starði fram undan sér, og hugsaði um orð litlu stúlkunnar. “Friður á jörðu!” Já, Guð gæfi að hann gæti fundið frið. Hann leit á Birgittu litiu sem hvíldi svo rótt við brjóst hans, og innileg ástúð greip hann, er hann sveipaði snjáða jakkanum sínum utan um hann. Alt það, sem hafði dregið hann inn í þetta hús var gleymt. Hann hugsaði ekkert um hvað verða mundi, því hugur hans var svo fullur af þessum ó- venjulegu tilfinningum, er orð barnsins höfðu vakið til lífs. Hvað svo sem Verða vildi, mundi hann þó ætíð minnast þessa augnabliks. Honum virtist hann heyra óljóst hljóð? “Hvað í ósköpunum er nú þetta?” var spurt í undrunarrómi fram við dyrnar bak við hann. “En Birgitta!” Frúin flýtti sér til hennar og létti út hendurnar eftir litlu stúlkunni, og presturinn flýtti sér nær. “Hver eruð þér?” spurði hann stranglega. Birgitta opnaði augun til hálfs og lét móður sína lyfta sér upp. “Það er bara hann Níeis,” sagði hún í svefnrofunum. “Við höfum leikið okkur saman og hann á hvorki föður né móður, og svo bítur hann ( bjúgun.” Höfuð hennnar hneig ofan á öxl móður hennar og hún sofnaði aftur. “Viljið þér ekki koma með mér inn í her- befgið mitt,” sagði prestur. “Eg vildi gjarna fá skýringu á þessu öllu saman.” “Nafarinn” fylgdi honum niðurlútur, sá í anda fangelsisdyrnar lokast á eftir sér. “Setjið yður niður,” sagði prestur. “Hver eruð þér og hvernig stendur á því að þér eruð hér?” “Nafarinn” var að því kominn að gefa miður sennilega skýringu á veru sinni þar, en þá fanst honum að hann sæi skæru augun hennar Birgittu litlu, svo skær og full af trausti. Hann lyfti höfði og leit á prestinn. “Eg er nefndur “Nafarinn” og kom hingað til þess að stelá. “Já — svo,” sagði presturinn hægt. “Hafið þér stolið nokkru?” “Nei! Aðeins sex brauðsneiðum, eg var svo svangur.” Prestur horfði rannsóknaraugum á hann eitt augnablik. “En hvernig stendur á því að eg hitti yður með litlu dóttur mína sofandi í fang- inu?” “Nafarinn” hugsaði sig ofurlítið um, svo byrj- aði hann»lágri röddu, að segja frá öllu er gerst hafði um kvöldið. Þegar hann hafði lokið frá- sögn sinni bætti hann hikandi við: “Og nú getið þér gert lögreglunni aðvart. Þeir taka mig hvort sem er fyr eða síðar fyrir flaxk og það er þó ætíð dálítil hlýja í klefanum. Þar að augi” — hann hikaði ofurlítið — “tek eg mín eigin jól með mér í fangelsið.” “Eg kæri yður ekki,” svaraði presturinn. “En hafið þér nokkuð á móti því; að eg leiti mér upplýsinga um yður?” “Nei, gerið þér svo vel.” svaraði “Nafarinn” og horfði á gólfið. Presturinn hringdi á lögreglustöðina og spurð- ist fyrir um “Nafarinn”, án þess að geta þess c.ð hann væri hjá honum, að því loknu lagði hann símtólið hugsandi frá sér og mælti: “Það eru nú ekki góð meðmæli sem þér fáið “Nafarinn” ypti öxlum. “Því bjóst eg heldur ekki við,” svaraði hann. “En hvað get eg gert? í bæjunum fæ eg ekki vinnu, vegna þess eg er ekki í neinu iðnfélagi og uppi í sveit vilja þeir ekki hafa mig, vegna þess að eg hefi verið í fangelsi og kann ekki sveitavinnu. En á sjónum er eg ónýtur, þá er ekki annað að velja fyrir mig en fangelsið.” Prestur studdi hönd undir kinn og athugaði hann grandgæfilega. “Haldið þér að þér gætuð haldið yður í skefjum, ef þér fengjuð fasta vinnu?” ‘ “Nafarinn” hugsaði sig ofurlítið um en svar- aði svo: “Fyrir tveim stundum hefði eg sagt já, og gripið fyrsta tækifæri til þess að stela, en nú svara eg já og eg held að mér takist það — það hefir svo mikið skeð á þessum tveim stund- um,” bætti hann við með ofurlitlu brosi. “Gatt,” sagði prestur. “Bíðið hérna ofur- lítið.” Hann gekk út um aðrar dyrnar, en “Nafar- inn” sat eftir hugsi. Presturinn var lengi burtu. Eftir nokkrar mínútur lyfti “Nafarinn” höfði og litaðist um. Þetta var skrautlegt herbergi með bókaskápum. Hann stóð upp og gekk að þeim. Undir glugganum stóð skrifborð, og á því lá bréfapressa og undir henni tíu króna seðill! Hann lyfti bréfapressunni varlega og tók seðil- \ inn upp. En í stað þess að stinga honum á sig hélt hann á honum í hendinni. Honum varð litið á mynd er stóð á skrifborðinu. Inni í rammanum brosti Birgitta litla móti honum. Hann stóð ofurltla stund, og horfði á þetta vingjarnlega barnsandlit, svo komu fastir drætt- ir í andlit hans. Hann lyfti bréfapressunni aftur og lagði seðilinn þar sem -hann áður var. Svo sneri hann sér við og mætti þá hinum alvarlegu augum prestsins. “Eg ætla að hjálpa yður! Eg sá til yðar.” Inni í borðstofunni stóð stór og þrekinn mað- ur! “Þetta er bústjóri minn,” sagði prestur og sneri sér að honum og mælti: “Hér er Neíls Andersen er eg hefi tekið. Þér verðið að muna að hann er alveg óvanur sveita- störfum svo þér verðið að vera þolinmóður við hann fyrst í stað. Það væri máske réttast að hann byrjaði ekki að vinna fyr en eftir jól, en þér sýnið honum alt og skýrið fyrir honum hvað hann á að gera. — Og svo sjáið þér um fötln sem eg talaði um.” “Já,* herra prestur! Já, komið svo með mér, Andersen.” “Góða nótt!” Presturinn kinkaði vingjarn- lega kolli til þeirra er þeir fylgdust að út í myrkrið. Það var komið aðfangadagskvöld. Úti í bæn- um glóði ljósið á geysistóru jólatré, og alt vinnu- fólkið ásamt bústjóranum var saman komið í stofunni. Við hlið hans stóð Níels, áður “Naf- arinn”, dálítið óframfærinn í þessum óvenju- legu krirígumstæðum, en með það á tilfinning- unni að nú hefði honum loks boðist tæki- færi. Hann var klæddur hlýjum, gráum föt- um, er bústjórinn hafði keypt handa honum um daginn. Og honum fanst, þar sem hann stóð undir hátíðaskreyttu jólatré, að um hann streymdi löngun til að reyna af fremsta megni, að vinna sig áfram á heiðarlegan hátt. Presturinn gekk nú að trénu. en frúin og Birgitta stóðu skamt frá. Hann talaði fagurt og látlaust um jólin og þýðingu þeirra. Það hafði djúp áhrif á Níels, sem aldrei hafði he^rt það fyr, eða að minsta kosti aldrei skiiið það 1 fyr en nú. Svo endaði presturinn með þessurti orðum: “Og fram gegnum aldirnar lýsa þessi orð, sem fremur öllu öðru heyra jólunum til og sem fæst hafa gleði og blessun inn á miljónir og aftur miljónir heimila: “Friður á jörðu!” — Gleði- leg jól öll!” Þungt andvarp leið upp frá brjósti Níelsar, eins og gömlu hlekkirnir væru að springa, svo friðurinn gæti komist þar að. Prestsfrúin tók nú gjafirnar og lét Birgittu útbýta þeim. Þar var eitthvað handa öllum, föt, pípur, tóbak og vindlar og lok^ tók presturinn lítinn böggul og hvíslaði einhverju að Birgittu, en hún hljóp af stað til Níelsar með hann, lagði hann í lófa hans og hvíslaði: “Á morgun fáum við bjúgu.” í bögglinum var myndabókin er Birgitta hafði lofað honum, ljósmynd hennar er staðið hafði á skrifborði prestsins og loks tíu króna seðiil, og á pappírsblað hafði presturinn skrifað: “Það sem við vitum tveir einir, fá engir aðrir að vita. — Heill og hamingja í framtíðinni, Níels /indersen, og gleðileg jólþ” Þegar Níels lagðist til hvíldar þetta kvöld í litla vinnumannaherberginu, skildi hann hvað orðin: “Friður á jörðu”, höfðu að þýða fyrir mannkynið. Myndin af Birgittu litlu stóð á borðinu, og á það horfði hann síðast, er hann slökti ljósið og lagðist til svefns. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.