Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.10.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1943. 7 Úr æskuminningum: Á grasafjalli Sjálfsagður liður í vorönnum á flestum heimilum fyrir alda- mótin var að fara á grasafjall. Hjá okkur þarna í firðinum og sveitinni yfirleitt voru það hin- ar svokölluðu skottuferðir, sem um var að ræða. þ. e. þegar ekki var legið við tjald. En þarna þótti það ekki ómaksins vert, því tiltölulega stutt var á sæmilegt grasland. Þessar ferðir voru farnar venjulega fyrir sláttarbyrjun, er leit út fyrir hæglætis vætu, eða vott væri á grasi og ekki útlit fyrir þurviðri. í vætu er vanda- laust að sjá grösin, en í þurviðri dyljast þau mjög, að eg ekki tali um í sólskini, því þá faila þau vel saman við gulgráar mosaþúfurnar og fela sig með öllu, nema vendilega sé leitað. Stundum var farið á túna- slætti til grasa, ef vætutíð var og hikað var við að slá niður töðuna. Bezt þótti til grasatekju hæglátt og hlýtt veður, en sól- skinslaust, og nú lá fyrir okkur að fara í eina slíka skottuferð. Veðri var þannig farið, að vætumolla var á, og hlýtt í veðri. Sá til sólar af og til og hafði svo verið nokkra daga, að ekki þornaði af strái, og þótti' því gott grasaveður. Við vorum fjögur, sem áttum nú að fara, tvær stúlkur og við tveir strák- arnir. Grasapokarnir voru teknir fram og bundinn lindafetill í opið og brugðið um öxl sér, og nestisbiti í horni pokans, og sið- an lagt af stað um dagmála- leitið. Silfurskær döggin glitr- aði á hverju blaði og blómi, þeg- ar blessuð sólin sendi gullinn geislavönd sinn af og til inn á milli skýjanna. Og döggin hrundi um fætur manns af puntinum í hlíðinni, og þegar við stöldruðum við á Brúninni til að kasta mæðinni og litum til baka, mátti greina slóðina alla leið heim til bæjar. Fyrir neð- an lá fjörðurinn spegilsléttur, og æðurinn úaði værðarlega með fjöld unga um allan sjó. Hann var nú kominn í sumar- leyfi inn í fjarðarbotna, úr verinu fyrir utan fjarðarmynnið og var nú hinn ánægðasti yfir lífinu, bústinn og þriflegur að vanda. En nú skall þokan yíir okkur og byrgði útsýn alla; grá og köld vafði hún okkur örm- um. Við gengum nú upp í Kross- táar og fórum að svipast um eftir grösum, en fundum lítið, því að auðvitað hafði búsmal- inn étið þau öll svona í heima- högum. Héldum við því áfra.m upp að Lómatjörnum. Lómn- um brá í brún, er hann leit þessi þokkatröll nálgast heim- kynni sín. Synti frá landi á m:k- illi ferð og spáði þerri, og fékk hann ekki nema skammir hjá okkur fyrir svona vitlausa spá, að okkur fannst, í þokusúld og fýlu. Öndín var þögulli og lét sér nægja að gæta unga sinna sem bezt, og treysti foræðinu í kring til að halda okkur í hæfi- legri fjarlægð. Eigi þótti okkur grasalegt hér og héldum því vestur um Enni allt í Mjóvadal og vorum þar um stund og hittum fyrir okkur grös og dbeifðum okkur um mó- ana og svo hjá Miklavatni. Létti þá til meðan við snudduðum meðfram vatninu, svo að sá til sólar af og til. Tveir hólmar eru í vatninu og hafði fjallasvanur setzt þar að í minni hólmanum, og var hann hvanngrænn í kringum dyngjuna, og sat frúin uppi, en bóndi var á verði með landi fram. Seppinn Kátur hafði slegizt í förina með okkur, og þeim hjónum mun hafa þótt hann í mesta máta grunsamleg- ur, enda var pilturinn, sem með mér var, að etja honum fram á sundið, þrátt fyrir bann okkar, og tókst það um síðir. En þeg- ar frúin sér það, stígur hún fram úr dyngjunni og leggur á sund- ið með bónda sínum, og vilja þau nú reka fjanda þann af höndum sér. Synda þau nú tígu- lega fram á ládautt sundið og báru höfuð hátt, og þangað sem seppi var og börðu vatnsflöt- inn með hinum voldugu vængj- um. Leizt þá Kát ekki á blikuna og snéri til lands, en svanahjón- in hertu þá eftirförina og slógu hann með væng sínum, svo seppi hélt skrækjandi til lands og var æði lúpulegur, er hann skreið upp úr vatninu, en svan- irnir syntu yfirlætislega kring- um hólmann, og það leyndi sér eigi, að þeir voru sér þess með- vitandi, að það voru þeir, sem áttu sigri að hrósa. Ekkert varp var að sjá í hin- um stærri hólmanum, nema ef vera skyldi krían, en þarna sveif hún yfir vatnsfletinum og gæddi sér á flugu óg sýli, þegar hún sá sér færi. f fjörunni skauzt um víkur og voga seftdlingurirn, snar og lágfleygur, og meðfram vatninu var fjallaféð á beit og gæddi sér á safamiklum gróðri hálendisins og naut sumarleyíis í kyrrð og næði, nema þegar þessar tvífættu tröllaverur þok- unnar nálguðust. Þá reisti það hálsinn, stappaði niður framfót- unum á víxl og blés hvellu’blístri og hvarf svo eins og elding eitt- hvað út í buskann á svipstundu. Þegar leið að nóni birti þok- una og gerði sólskin og bjart veður og þurt til kvölds, svo okkur gekk illa að sjá grösm. Kom nú grasafólkið saman og ■ mældi grasafenginn, sem var eftir öllum vonum. Nevttum /ið nú matar í fagurri grasbrekku austan vatnsins og létum sólina ylja okkur. Bjart og tært vatnið lá spegilslétt framundan, og grænir rindar teygðu sig upp í holtin umhverfis og krían og svanurinn settu sinn svip á það og ómur svansins barst að eyr- um okkar, þar sem við sátum og nutum vermandi ylms mið- degissólarinnar. Eftir að við höfðum matast og ærslast um stund, kom okkur saman um að fá okkur dúr, og nota heldur kvöldið og nóttina til að afla þess, sem á vantaði til að fylla grasapokana. Sofnaðist okkur vel um stund í góðviðrinu og er við brugðum blundi sól orðin lágt á lofti á bak við gullkögruð skýjadrög í vestrinu. í norðvestri- stóðu Reibólsfjöll hvít fyrir hærum hið efra, en smáfannir héldu sig enn í lautum og dældum hið neðra á bak við brúnir Djúpa- dals. En í norðri ómælisvídd heiðanna inn af Þorskafirði og Djúpafirði, allt til Laugadals í ísafjarðarsýslu og Staðardals í Strandasýslu. Nær lá Rauðafell á brún Þorgeirsdals og Bjórfell til landsuðurs austan Vaðlafjalla. í fellum þessum bjuggu skessur tvær til forna. Kom þeim fatt á óvart, sem gerðist í byggðinni, segir þjóðsagan, sem eg heyrði í æsku. Töluðust þær við yfir fjörðinn, Hvannahlíðarfjallið og Þorgeirsdal og sögðu hvor ann- ari af því sem við bar, og eink- um ef þær vissu gott til fanga með einhverjum hætti. Þá var ein sú um Grettir Ás- mundsson, að hann átti að hafa verið fjölþreyfinn um eigur manna þarna í byggðinni og haft aðsetur á Vaðlafjöllum og bændur orðið þess varir, safnað liði, gert umsát um hann og ætlað að svelta hann þar unz hann gengi þeim á vald. Svo er þarna háttað, að ekki er að leita uppgöngu á fjöllin, sem eigin- lega eru tveir tindar, nema á milli þeirra, en þar er snarbrött skriða á báða vegu og eigi fýsi- legt að sækja þar upp, þó ekki væri nema meðalmaður að verja, og grjót nóg við hendina. Það mátti því heita ófært að sækja þar uppi rpóti grjóti og vopnum Grettis, enda tóku bændur hinn kostinn, sem var hættu minni að svelta hann sem melrakka í greni. Svo kom þó að lokum, að Gretti tók að þrjóta matvæli, og átti loks ekki ann- að matar en eitt blóðmörsiður, og enn héldu bændur umsátinni. Sýndisl, nú Gretti óvænlega horfa um sitt ráð. Verður hon- um þá nærtækast að storka bændum, og kveður þá lengi mega bíða þess, að hann þryti mat og kastar niður til þei’ra blóðmörsiðrinu og biður þá éta. því nóg sé af björg hjá sér. Fell- ur bændum þá allur ketill í eid, og töldu örvænt um að Grettir yrði unninn með þessum hætti, og dreifðu liðinu, en Gretti var borgið að þessu sinni. — Nú tókum við grasafólkið göngu um Katlavötn og fannst heldur fátt um grösin og lögð- um því leið fram í Djúpadal. Leið nú nær óttu og sól af lofti fyrir löngu, en með döggfall- inu fengu grösin aftur sinn græna lit og blöðin breiddu úr sér á ný og mjúk skæðagrös, og þótti okkur gott hér að vera, meðan júlínóttin hjúpaði fjöll og dali dimmbláum feldi draum- Ijvifrar kyrðar hið yndislega umhverfi Gilsfjarðar, Beru- fjarðar og Króksfjarðar í suðri, og hinar sögulegu minningar, rem tengdar voru við héraðið í heild. Nú var keppzt við að fylla grasapokana, því þarna var vel um grös, og undir miðjan morg- un var búið að fylla þá alla, og oevsur og jakka í tilbót, og sett- ust nú stúlkurnar okkar við að sauma fyrir háls og bol. Var'svo lagt af stað heimleiðis með stór- eflis poka í bak og fyrir. Sól reis í austri og varð okkur því heitt undir byrðunum á heimleiðinni. Og það var dálítið skrítin sjón að sjá þessa graslest smá fær- ast ofan hlíðina. Og feginn varð maður, löðrandi af svita, að varpa af sér byrðunum á bæjar- hólnum. En vel þóttum við hafa grasað, og var np veitt hið bezta sem búið hafði að bjóða, harður steinbítur, brauð og smjör, þetta dísæta heimabakaða brauð, úr heimamöluðu korni, sem nú þekkist ekki lengur, og skyr, sem hafði verið stráð yfir og rjómabland út á, og kallaður herramannsmatur. En nú leit út fyrir þerri í dag, og hver hönd á bænum var nú á lofti að flekkja töðuna og rifja. Sólin ýtti góðviðriskýjun- um til hliðar er á daginn leið og allir voru í góðu skapi og við grasafólkið bættum okkur upp sumarnæturvökuna með dúr á milli rifjinga, og þótti gott, er nú rættist um töðuþurkinn um sinn. G. J Vísir. DÁNARFREGNIR Föstudaginn 1. okt. dó Jón K. Johnson, bóndi í grend við Mountain, á sjúkrahúsi í Edin- burg N. D. Hafði hann verið mikið bilaður á heilsu og mest af rúmfastur síðustu fimm ánn. Jón Kristjánsson Johnson fædd- ist á Breiðumýri í Þingeyjar- sýslu á íslandi 4. okt. 1868, og var því hartnær 75 ára að aldri er hann lézt. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson og Sessilia Sig- urðardóttir bæði Þingeysk að ætt. Komu þau hjón til Ameríku 1883, og börn þeirra með þeim. Jón sál. átti fimm systkini, eru þau nú öll dáin, nema Sigurður bróðir hans, sem býr við Mounta- in. Jón var ókvæntur maður. Bjuggu þeir Jón og Sigurður félagsbúi og Anna systir þeirra með þeim, meðan hún lifði. Búnaðist þeim mjög vel. Og var heimilið ávalt þekt og viðurkent, sem risnu heimili, þar sem gest- risni og góðgjörðasemi ríkti. Enda hafa systkinin ávalt verið mjög vinsæl og vellátin í sveit- inni. Jón var vel gefinn maður og bókhneigður, og las mikið. Hann var mjög félagslyndur, og vildi leggja öllum góðum málefnum sveitarinnar lið. Lengi starfaði hann í Víkursöfnuði að Mountain var hann féhirðir safnaðarins um fjöldamörg ár, og studdi söfnuð- inn, ásamt með systkinum sín- um mjög drengilega og vel. Jón var jarðsunginn frá heim- ili sínu og kirkju Eyford safn- aðar, 5. okt., og lagður til hvíldar í reit fjölskyldunnar í grafreit þess safnaðar. Séra H. Sigmar jarðsöng. • TMánudaginn 27. sept. dó Þor- björg Dalmann í Cavalier N. D. á heimili Mr. og Mrs. McWilliam, þar sem hún hafði dvalið nokkra síðustu mánuðina. Þorbjörg fæddist á Brattagerði í Norður-Múlasýslu 24. des. 1869. Foreldrar hennar voru: Páll Vigfússon Dalmann og kona hans Elisabet Guðmundsdóttir, sem lengi bjuggu sunnan við Garðar, en eru nú bæði dáin. Komu þau hjón til Ameríku, ásamt börn- um sínum, 1878 og settust að í Nýja Islandi, en fluttust til Gardar N. D. árið 1881. Bjó fjöl- skvldan síðan í Gardar bygðinni. Um 30 ára skeið var Þorbjörg sál Dalmann ráðskona á hinu stóra og myndarlega heimili Jóns <?ál. Brandson í Garðar bygð. Áður hafði hún lært og stundað fatasaum. Um 11 ára skeið hafði hin látna verið mikill krossberi, oftastnær rúmföst, eða því sem næst. En þenna mikla og þunga sjúkdómskross bar hún með frá- bærri stilling, hugprýði Qg bjart- sýni. Bar það vott um mikið þrek, og trúarstyrk Enda var það samferðafólki hennar kunn- ugt að hún var einlæg og ákveð- in trúkona. Þorbjörg sál. var listræn kona, kom það fram bæði í hæfileikum hennar að leika í sjónleikjum og í hannyrðum og ýmsu listfengu verki er hún vann í höndunum, jafnvel lengi eftir að kraftarnir voru teknir að bila mjög mikrð, og fram undir andlátið. Systkini hinnar látnu, sem lifa hana eru Oddur Dalmann í Tacoma, Wash. og Lilja Dalmann vði Garðar, Systir hennar, Rósa dó fyrir 7 árum. Jón Hall hálfbróðir fyrir mörgum árum og ein systir í æsku. Hin látna var jarðsungin frá kirkju Garðar safnaðar, föstu- daginn 1. okt. Kristín Björnson söng fagrann einsöng við jarð- arförina. Séra H. Sigmar, járð- söng. Föstudaginn 1. okt. dó Árni Thorfinnsqn á hefmili sínu í grend við Mountain N. D. Halði hann verið mjög heilsulaus síð- an í vor, og þungt haldinn síð- ustu mánuðina. Árni var fædd- ur að Brekkukoti í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu 7. nóv. 1877. Foreldrar hans voru Þorfinnur Jóhannesson og kona hans Elisa- bet Pétursdóttir. Til Ámeríku fluttist hann með foreldrum sín- um, og systkinum 1882. Komu þau þá þegar til Montain. Hatði Árni ávalt síðan átt heima í N. D., og lengst af í grend við Mountain. Árni giftist eftirlifandi konu sinni Sigríði Sigurðardóttir Björnson 4. janúar 1907. Þeim hjónum varð 10 barna auðið, er öll lifa föður sinn, og eru 7 þau elstu gift: Elmar, Clarence, Thor- finnur, Thelma (Mrs. M. B. Hill- man), Steinunn (Mrs. M. Becher), Friðrik í sjóher Bandaríkjanna og Lynn. Yngstu systkinin eru 3: Sidney, Richard og Norine. Barnabörnin eru 9. Systkini Árna á lífi eru Thorlákur og Kristín hér í bygð; Guðný Jósephson og Friðrik í Wynyard. Tvær systur hans dóu í æsku, en Margrét systir hans kona Sigurðar Reyk- fjörð og Pétur bróðir hans, sem bæði voru búsett á Mountain, dóu á fullorðinsaldri. Árni sál. var mjög velgefinn maður. Sérlega myndarlegur var hann í útliti og framkomu. Bú- höldur var hann góður, og ákaf- lega duglegur. Er svo mælt að hann hafi verið foreldrum sínum ástríkur og góður sonur, og syst- kinum sínum góður og velvilj- aður. Hann var og líka ástríkur eiginmaður og faðir, og nant mikillar ástúðar af hálfu þeirra allra. Ásamt með fjölskyldu sinni var.hann vinsæll í sveit- inni, og hjá þeim er til hans þektu. Harmdauði var hann ástvinum sínum, og hans saknað í sveitinni. Jarðarförin fór fram miðviku- daginn 6. okt. frá heimilinu og kirkju Víkursafnaðar á Mountain Margir fylgdu hinum látna til grafar og auðsýndu þar með vin- semd sína hinum látna og ást- vinum hans. Séra H. Sigmar jarðsöng. INF0RMATI0N For Western Farmers Selling Feed Grains to Eastern Farmers WHEAT • OATS • BARLEY 1. Wheat, up to 14 bu. per authorized acre and one car of oats and/or barley over the quota may be shipped. 2. Every seller must apply to the Canadian Wheat Board, Winnipeg, for a permit to ship each carload before loading for shipment. 3. Cars shipped will be in- spected at Winnipeg for grade and dockage. On the basis of sample inspection, certificates will be issued by the Board of Grain Cemmissioners, for cars held “too full” for regular inspection. The Inspection Cer- tificate establishes the grade and dockage. GOVERNMENT SUBSIDIES AVAILABLE As announced by the Dominion Government, the subsidy o! lOc per bushel on oats and 15c per bushel on barley applies on oats and barley sold by any western farmer to a farmer or feed dealer east of Fort William-Port Arthur. Special appli- cation must be made to the Canadian Wheat Board, Winnipeg in order to secure payment. Special forms for this purpose will be provided by the Canadian Wheat Board on request These subsidies will also be paid on community sales between farmer and farmer in western Canada, provided the farmer delivers the grain over an elevator scale and meets other requirements of the Wheat Board. AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Deparfment of Agriculture, Ottawa Honourable JAMES G. GARDINER, Minltlor IHW 4. Dockage up to 3% is al- lowed. Dockage above 1% cannot be charged for, and pay- ment will not be made for tht difference in weight between 1% and the actual dockage. 5. Eleva o • scale tickets or rail- way weights must accompany the bill of lading. Freight charges are to be paid by the farmer in Eastern Canada. PRICE I N FORMATION On oats and barley the price per bushel to be charged the eastern farmer is the ceiling price (or the cash price if it is lower), basis in store at Fort William or Port Arthur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.