Lögberg - 04.11.1943, Page 1

Lögberg - 04.11.1943, Page 1
56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1943. NÚMER 44 Fjórveldafundurinn í Moskva felur í sér fögur fyrirheit Fundur sá, sem staðið hefir yfir í Moskva milli utanríkisráð- herra Breta, Bandaríkjanna, Rúss lands og Kína, bar skýlausan vott um einingu þessara fjögurra stórvelda, eigi aðeins á vettvangi stríðssóknarinnar, heldur og engu síður með hliðsjón af framtíðar- öryggi mannkynsins að lokinni yfirstandandi heimsstyrjöld. Niðurstöður fundarins eru í sjö megin liðum; 1. Að samstilltum átökum linni eigi gagnvart sameiginlegum óvinum fyr en þeim sé skilyrðis- laust komið á kné, og að sam- starf sameinuðu þjóðanna haldi áfram til tryggingar alþjóðaör- yggi og varanlegum friði. 2. Að þeir, sem í stríði eiga við sameiginlega óvini, standi saman hlið við hlið, unz slíkir óvinir hafa lagt niður vopn. 3. Að gerðar verði ailar hugs- anlegar ráðstafanir til þess, að fyrirbyggja að hinum sigruðu þjóðum reynist kieift, að ganga á gerða samninga, og stofna með því á ný heimsfriðnum í hættu. 4. Að viðurkend verði nauð- syn á því, að stofna beri til al- þjóða samtaka eins fljótt og því verði við komið, er grundvölluð séu á fullveldislegu jafnrétti allra friðelskandi þjóða, stórra sem smárra, er þær eigi aðgang að, með það fyrir augum, að tryggja alþjóða öryggi og frið. 5. Að í þeim tilgangi, að við- halda alþjóðafriði meðan verið er að koma á fót keríisbundnu skipulagi um framtíðaröryggi þjóða heims, skulu þessi fjögur stórveldi bera ráð sín sáman við aðra meðlimi sameinuðu þjóð- anna, og taka þær ráðstafanir, er þurfa þykir. 6. Að eftir að stríðinu lýkur, skuli þessi fjögur stórveldi ekki, beita herafla innan landamæra annara ríkja, nema í þeim til- gangi, sem þessi yfirlýsing felur í sér, er að ráðstafanir í samræmi við hana hafa farið fram. 7. Að þjóðir þessar beri ráð sín saman, og vinni að því í samræmi við hina meðlimi sameinuðu þjóð anna, að koma á hagkvæmum samningum viðvíkjandi ákvæð- um um takmörkun vopna eftir að bundinn hefir verið endir á stríðið. HELZTU FRETTIR RITHÖFUNDUR KVÆNIST. Einn af helztu rithöfundum og skáldum canadisku þjóðarinnar, Sir Charles G. D. Roberts, tók upp á því í vikunni sem leið, að ganga í heilagt hjónaband; hann er 83 ára að aldri, en brúðurin 33 ára; hún er af skozkum ætt- um, útskrifuð af háskólanum í Toronto. -f ♦ ♦ VOÐASKOT VELDUR DAUÐASLYSI. Á sunnudaginn var beið ung- ur Reykvíkingur, Gunnar Haf- ber að nafni, sonur Engilberts Hafbergs, kaupmanns og bónda í- Viðey, bana af skoti, er hann var að fuglaveiðum í Viðey. Voru þeir saman tveir piltar og hljóp skotið úr rifli föru- nauts Gunnars. Var hann ör- endur eftir skamma stund. Gunnar var seytján ára gam- all. Hann va;r í sumarleyfi í Viðey, er þetta sorglega slys varð. ?íminn, 20. ág.. + + + VEGNA FRELSISINS. Þó því verði engan veginn neitað, að sæmilega hafi fram að þessu tekist til um útboð fimta sigurlánsins og sölu sigur- láns verðbréfa, þá er hinu setta marki enn eigi náð, og vantar þó nokkuð til, að svo verði; það er því sýnt, að við svo búið má ekki lengur standa, heldur verða þegnar þessa lands, hver og einn, að herða í þessu átök sín unz yfir lýkur. Mannréttindin verða aldrei of dýru verði keypt, og hvað eru fjármálafórnir, borið saman við fórnir hinna vösku sona canadisku þjóðarinnar á vettvangi stríðssóknarinnar, hand an við hin breiðu höf? Þeirra barátta er vor barátta. Látum þá ekkert skorta, er vér megnum að láta af hendi. Samstillum átök vor og kaupum sigurlánsverð- bréf, allir sem einn. ÓHINDRUÐ VIÐSKIPTI LÍFSNAUÐSYN. Á fundi, sem n’lega var hald- inn í New York, til þess að ræða um viðskipti þjóða á milli, hét Mr. King forsætisráðherra þvi fyrir hönd Canada, að gera alt, sem í valdi stjórnarinnar stæði í þá átt, að stubla að greið- um og hagvænlegum viðskiptum milli hinna ýmsu þjóða heims að lokinni yfirstandandi styrjöld, með það fyrir augum, að tryggja stöðuga atvinnu og vellíðan með al almennings; voru uppástung- ur Mr. Kings þessu viðvíkjandi í fjórum liðum: 1. Að stofna til viðskiptasam- banda við sem flestar þjóðir á hliðstæðum grundvelli, sem nú á sér stað milli Canada og Banda ríkjanna, og innan þeirra þjóða, sem mynda brezka heimsveldið. 2. Alþjóðasamningar um lækk- un tollmúra, þannig að til alþjóða trausts leiði á sviði viðskipta- lífsins. 3. Haganlegt fyrirkomulag um ákúæði þjóða á milli varðandi peningagengi og lánstraust. 4. Að teknar verði slíkar ráð- stafanir heima fyrir, sem skapi trjrgga atvinnu, og útiloki verð- þenslu. ♦ ♦ ♦ NÝ BÓKABÚÐ. Lárus Blöndal, áður verzlun- arstjóri í Bókaverzlun ísafoldar, opnaði síðastliðinn laugardag bóka- og ritfangaverzlun í nýju húsi á Skólavörðustíg 2. Bókaverzlun þessi er í mjög vistlegu og rúmgóðu húsnæði og afgreiðsluskilyrði öll hin beztu. Á súlu við afgreiðsluborðið er fyrirhugað að setja upp margar hillur, sem snúast fyrir raf- magni umhverfis súluna. Verð- ur það mjög smekklegt og þægi- legt fyrirkomulag til þess að vekja athygli á nýjustu bókun- um, auk veglegs rýmingar- glugga. Húsgagnavinnustofan Björk hefir smíðað borð og hill- ur úr svartvið^ alt mjög vand- að. Tíminn, 20. ág. HLÝTUR NÁMSVERÐLAUN. Miss Margrel Chrisiianson. Þessi unga stúlka, sem mynd- in er af, er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Guðni Christianson, 245 Burren Avenue. West Kildonan; hún varð nýlega þeirrar sæmdar aðnjótandi, að hljóta hljómlistar verðlaun Jóns Sigurðssonar fél- agsins, að upphæð $50.00. Miss Christianson hefir á öllum svið- um skarað fram úr við nám; hún lauk ellefta bekkjar prófi í vor, sem leið. Kennari hennar er Jean D. Broadfoot. ÍSLENZKT BÓKASAFN. Hr.'Nikulás Ottenson, fyrrum yfirumsjónarmaður í River Park, fræðaþulur vanur rúnaristum, átti bókasafn mikið, er hann fyr- ir rúmu ári seldi Johns Hopkins háskólanum í Baltimore, þar sem, Dr. Stefán Einarsson hinn aust- firski gegnir prófessors embætti. Myndin hér að neðan er af miða, sem límdur er á hverja bók í Ottenson-safninu þar syðra. ♦ -f LIBRARY of THE JOHNS HOPKINS UNIVERSITY THE FRIENDS OF THE LIBRARY The OTTENSON collection of ICELANDIC LITERATURE Gathered by Mr. N. Ottenson of Winnipeg, Manitoba, and ac- quired from him in 1942 by the friends of the library. -f + -f REPUBLIANAR VINNA Á. Við nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum, hafa Republ- icanar unnið athyglisverða sigra, bæði hvað snertir val ríkisstjóra og borgarstjóra; gengu þeir með- al annars sigrandi af hólmi í New York, New Jersey, og Ken- tucky. Wendell L. Willky, Ié1 þannig um mælt á miðvikudags- morguninn, að kosningaúrslitin bæru það augljóslega með sér, að fólk væri almennt orðið sár- óánægt með núverandi stjórnar- forustu í Washington. Ríkisstjórinn í Norður Dakota les Njáiu í tómstundum Nýlega barst mér skemnvtileg sönnun þess, hverjar mætur er- lendir merkismenn hafa á ís- landi og íslenzkum bókmennt- um. Svo er mál með vexti, að í nafni vararæðismannsskrifstofu íslands í Norður Dakota sendi eg John Moses ríkisstjóra eintak af hinum fróðlega fyrirlestri dr. Guðmundar Finnbogasonar um íslendinga, “The Icelanders”, er mér hafði borist frá Utanríkis- ráðuneytis Islands til útbýtingar. Þakkaði ríkisstjóri sendmguna með einkar vinsamlegu bréfi, þar sem honum féllu orð á þessa leið: “ísland og íslenzk efni hafa jafnan hrifið mig stórkostlega. Þykir yður, ekki ólíklega, fróð- legt að vita í því sambandi, að eg hefi esnmitt lokið við að endurlesa Njáls sögu, eg veit ekki í hvaða skipti. Þó að hana beri vafalaust eigi að skoða sem leiðarljós fyrir þann, er vill afla sér aukinnar þekkingar um ís- lendinga nútímans, hrífur hún mig eigi að síður ennþá eins stór- kostlega og hún gerði, er eg las hana í fyrsta skifti, í útdrætti, í lesbók minni í fimmta bekk barnaskólans heima í Noregi”. Moses ríkisstjóri er, eins og bréfið gefur í skyn, fæddur og uppalinn í Noregi og hlaut undir búningsmenntun sína þar í landi, en vestur um haf fluttist hann á tvítugsaldri. Er hann af mjög merkum ættum kominn, og átti einn af forfeðrum hans sæti á hinu söfufræga löggjafarþingi Norðmanna á Eiðsvelli árið 1814. En því þótti mér sæma að skýra íslenzkum almenningi írá því, hversu Njáls saga hefir hrifið huga þessa mikilsvirta son- ar frændþjóðar vorrar og ríkis- stjóra Norður Dakota, að dæmi hans mætti vera oss, er teljum oss mestan sóma að fornbók- menntum vorum, áminning um að notfæra oss þær og aðrar menningarerfðir vorar sem best, og varðveita þær sem lengst hér- lendis. Richard Beck. -f ♦ ♦ SENDA LIÐ FRÁ ÍTALÍU - TIL RÚSSLANDS. Að því er sænsk blöð skýra frá um síðustu helgi, hafa Þjoð- verjar nú daglega verið að flytja herlið frá ítalíu til austurvíg- stöðvanna til þess að reyna að hnekkja framgangi Rússa, þó litl ar líkur séu á að það breyti miklu um, því undan sigursókn rauðu hersveitanna sýnist alt verða að láta, eins og nú horíir við. -f + > VERKFALL í KOLANÁMUM. Um 9 þúsund náma'menn í kolanámum í Alberta og British Columbia, ganga auðum höndum um þessar mundir vegna þess, að þeir hafa enn eigi fengið sann- gjarna kauphækkun, sem þeir fóru fram á; þeir hafa einmg krafist þess að fá tveggja vikna hvíldartíma frá daglegum störf- um á ári, með fullu kaupi. Samn- ingstilraunir standa yfir í Ot- tawa þessa dagana til þess að reyna að jafna ágreiningsmálin. -f -f f NÁMUVERKFALL í BANDARÍKJUNUM. Alvarlegt verkfall í kolanám- um Bandaríkjanna stendur yfir um þessar mundir; námumenn krefjast $1.50 kauphækkun á dag. Roosevelt forseti hefir tekist á hendur forustu um lausn þessa máls, og er líklegt talið, að stjórn in taki að sér rekstur námanna til stríðsloka. I EIGA GULLBRÚBKAUPSAFMÆLI. Mr. og Mrs. J. J. Vopni. Föstpdaginn þann 29. október síðastliðinn, áttu þau Mr. John J. Vopni og frú Sigurborg Vopni, 597 Bannatyne Avenue, hér í borginni, gullbrúðkaupsafmæli; þau komu bæði frá íslandi 1887, en voru gefin saman í hjónaband í Winnipeg 29. október, 1893. Var gestkvæmt á heimili þeirra á gullbrúðkaupsafmælisdaginn, þar sem viðstödd voru börn þeirra, barnabörn, og margt annað skyld- menna og vina. Mr. Vopni er 80 ára, en frú hans 74 ára að aldri; Öll eru börn þeirra hjóna hin mannvænlegustu, og kunn að atorku tins og foreldrar þeirra. Mr. Vopni hefir verið við margt riðinn um dagana; hann átti sæti í bæjarstjórn, framkvæmdarstjórn Almenna spítalans í Winni- peg, rak um langt skeið fasteignasölu, og hafði með höndum lagn- ingu járnbrauta og bryggjusmíði; hann var um eitt skeið forstjóri Columbia Press Ltd., en hefir í félagi við sonu sína starfrækt síðan 1920, prentsmiðjuna Art Press Ltd. Þau hjón hafa bæði tekið mikinn þátt í kirkjumálum sem meðlimir Fyrsta lúterska safnaðar. NORRÆN SAMVINNA EFTIR STRÍÐ Tveir sænskir ráðherrar, Gunther utanríkisráðherra og Sköld landvarnaráðherra, héldu ræður í gær um samvinnu Norð- urianda eftir stríðið. Guther talaði í Granna. Hann sagði meðal annars, að enn væri ekki kominn tími til þess að unci- irbúa endanlega norræna sam- vinnu eftir stríðið. Sköld hélt sína ræðu í Arvik'i Hann kvaðst hafa mikla trú á samvinnu og bandalagi nor- rænna þjóða. Taldi hann kosti siíkrar samvinnu og bandalags mjög marga og mikla, ekki sízt a hernaðarsviðinu.—Vísir 28. ág. IIVALREKI í VESTMANN AEY JUM Nýlega sá Magnús Guðmunds- son í Vesturhúsum rekald á floti skamt vestan Heimaeyjar, sem honum virtist vera hvalur. Brá hann skjótt við og fékk m.b. Emmu, skipstjóri Eyjólfur Gísla- son, til að athuga þetta. Þetta reyndist vera búrhvalur, illa útleikinn mjög, sennilega eftir djúpsprengju eða tundur- dufl. Var hann dreginn til hafn- ar og síðan upp í fjöru norðan við Eiðið. Verðmæti búrhvalsins er að- allega í hausnum (lýsi og tann- ir) og ambra í görnunum. En hversu mikið af því verðmæti finst í þessu hvalræksni, hefir enn ekki unnist tími til að rann- saka,—Vísir 28. ág. LEITAR ENDURKOSNINGAR í 2 KJÖRDEILD. Victor B. Anderson, baejarfullirúi ÞJÓÐVERJAR NAUÐULEGA STADDIR Á KRÍMSKAGA. Vegna síharðnand’ sóknar af hálfu Rússa, eru herskarar Þjóð- verja á Krímskaga nú svo nauðu lega staddir, að litlar líkur þykja til, að þeim verði undankomu auðið; mælt er að á vígstöðvum þessum nemi liðsafli Þjóðverja fullum hundrað þúsundum, sem horfi fram á fullnaðartortíming. Á öðrum vígstöðvum halda Rúss- ar einnig uppi óslitinni sigur- för. BÝÐUR SIG FRAM TIL BÆJARSTJÓRNAR í 2 KJÖRDEILD. Jack St. John. Þetta er í fyrsta skipti sem Mr. Jack St. John, lyfsali, býður sig fram til bæjarstjórnar í Winni- peg; umsögn um hann og stefnu- skrá hans, verður birt seinna. -f -f -f BÝÐUR SIG FRAM í SKÓLARÁÐ Á NÝ. Séra Philip M. Pétursson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.