Lögberg - 04.11.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.11.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1943, væru einnig sameðlis, þá fór mér ekki að lítast á blikuna. Eg skifti skapi mínu og reiddist en reiði mín varð honum hláturs- efni. Að hugsa sér það, að sjá Djöfulinn í besta skapi! Eg starði á hann orðvana um stund og vegna skorts á betri hugs- unum, var eg í þann veginn, að segja honum að fara til helvítis. En mér kom ráð til hugar. Hon um hafði tekist að reita mig til reiði, láta mig brenna af bræði, aðeins vegna þess, að mér geðj- aðist ekki að skoðunum hans. Það var ekkert vit í því, að eg skyldi verða reiður, og auglýsa þg/ð eðlisfar, sem eg hafði altaf til- einkað Djöflinum sjálfum. Eg fór því að hlægja, en við hlátur minn breyttist hlátur hans í undr un og svo, smámsaman, sá eg að andlit hans harði\aði og að bræði gneistar brunnu úr augum hans. Mér hafði tekist að særa tilfinn- ingar hans með því að hlægja að honum. Og fyrir þessar ástæð- ur veltist eg um af hlátri, því eg vissi að nú vorum við báðir í okkar rétta eðli. En Djöfullinn las hugsanir mínar og eg sá að hann reyndi til þess að stilla sig. “Hefir þú nokkurn tíma séð prik með aðeins einum enda?” spurði hann. Nei, það hafði eg aldrei séð, — það var óhugsanlegt, Eg reyndi til þess að halda hlátursdrátt- unum í andlitinu á mér óbreytt- um, því eg þóttist vita, að hann væri að útbúa einhverja gildru, til þess að veiða mig í, skoðunum sjálfs hans til stuðnings. “Það er eins með ást og hatur”, sagði hann. “Það er ekki auðvelt að finna jafnvægismarkið, en ein hverstaðar er það þó. Hatrið er mótstæða kærleikans en þessar tvær ástríður eru í raun og veru sameðlis, eins og hiti og kulai. Ástin er annar endinn á prik- inu en hatrið er hinn endinn”. Eg starði á hann. Gat Djöfull- inn sjálfur sannfært mig með rökum sínum? Hlátursdrættirnir í andlitinu á mér, höfðu nú horf- ig við það, að eg neytti allrar orku minnar til þess, að finna rök sem gætu eyðilagt rökfærsl- ur hans. Að slíkar andstæður væru sameðlis, gat ekki átt sér stað. Að lokum þóttist eg hafa séð veg út úr vandræðunum: “Þú ert þó í raun og veru ekki, að reyna til þess, að telja mér trú um það, að gott og ilt sé sameðlis?” spurði eg hróðugur. En þessi spurning varð aðeins til þess, að Djöfullinn fór aftur að hlægja. Augun í honum dró- ust saman og munnvikin á hon- um lyftust upp til eyrnanna sem á sama tíma drógust að haus- kúpu hans og hornin á honum virtust rísa hærra upp úr hári hans. “Gott og ílt”, át hann eftir mér. “Getur þú ekki séð það, að gott og ilt eru að minsta kosti afar líkir tvíburar? Engar and- stæður í heiminum eru eins skyld ar og engar andstæður eru eins óaðgreinanlegar og það, sem kall- að er gott og ilt. Menn berjast fyrir því sem þeir álíta að sé gott, en þó eru flestra skoðanir skiftar um það, hvað í raun og veru sé gott, Það sem vinur þinn getur álitið að sé gott, getur þú sjálfur álitið að vera ilt. Hið illa klæðist iðulega gerfi hins góða og er því óþekkjanlegt frá hinu góða. Þess vegna er það skiljanlegt að meira sé til af hinu illa í heiminum en hinu góða”. Mér varð þungt um andann. Djöfullinn virtist ennþá hafa á réttu máli að standa. “Er það þá svo, að þú viliir sannfæra mig um það, að máttur kærleikans og Guðs. megi sín minna en hatur sjálfs þíns?” spurði eg ráðleysislega. Hann nuddaði saman diöndunum af gleði. “Eg er þín eigin sköpun, sagði hann, “þess vegna er það í þínu eigin valdi, að takmarka veldi mitt. Þú hefir skapað mig í þinni eigin mynd. Hornin á mér eru líklega hið eina sem þú hefir gefið mér til umbóta fram yfir sjálfan þig, þér hefir verið kent, að Guð hafi skapað þig í sinni mynd en í raun og veru hefir þú skapað Guð í þinni mynd, því allar hugsanir þínar eru takmark aðar við hæfileika þína eða getu að hugsa. — Þú og eg — við erum sameðlis. Þú gleðst og hryggist; gleði þinni lýsir þú með gleðisvip eða hlátri, en mótlæti þínu með alvörusvip eða reiði. Við höfum báðir hlegið og reiðst síðan við byrjuðum samtal okk- ar. Eg get ekki yfirstígið þig í hinu illa, af því að þínar eigin hugmyndir um hið illa ná ekki lengra og á þann hátt takmarka getu mína. Þú og eg — við erum Mynd þessi er af ítalska yfirherforingjanum, Gotti Porchin- ary, sem hafði á hendi forustu Napoli hersveitarinnar, en var tekinn til fanga; umhverfis hann eru brezkir gæzlumenn. Hittið naesta liðssöfnunarmann að máli óaðskiljanlega sameðlis.” Hann þagnaði en samt sá eg varirnar á honum hreyfast. Mér fanst hann vera að hvísla ein- hverju að mér um Guðs hugmynd mína. Hve takmörkuð þessi hug- mynd væri, vegna þess að eg hefði bundið hugmyndir mínar um Guð við sjálfan mig og skap- að hann í minni eigin líkingu. En nú var djöfullinn horfinn. Eg var einn. Það þaut í skógm- um fyrir aftan mig, en fyrir framan mig rann silfurtær læk- ur. Eg strauk hendinni um ennið á mér sem var heitt og sveitt. Mig langaði til þess, að losa sjálf an mig við hugsanir mínar. Eg beygði mig niður að læknum til þess að ná mér í svalateyg af kristalshreinu, köldu vatninu sem þarna rann. Varir mínar nálguð- ust flöt vatnsins sem var ýfður hann á fund með Victor Sifton forseta Free Press félagsins og fylgdi fram máli prentaranna með svo mikilli alvöru og sann- girni að Sifton félst á kröfur hans, þar með var verkfallinu lokið með fullum sigri fyrir prentarana og ánægju á báðar hliðar. Victor Anderson hefir alla æfi verið verkamaður og altaf unnið að prentiðn; hann þekkir öll prentarasamtök frá a til ö, hefir sjálfur fylgst með þeim frá byrjun. Hann hefir verið svo trúr í öllum málum verkamanna að fáir eiga fegri sögu. Það er líka eftirtektarvert að þegar aðal maður Free Press, Victor Sifton, hafði hlustað á rökfærslur And- ersons, sannfærðist hann um rétt maeti þeirra og var nógu dreng- lyndur til þess að viðurkenna af straumhraðanum og blænum ; það. sem leið yfir yfirborð þess. En — hvað var þetta? Var það endurspeglun af sjálfum mér sem eg sá í vatninu, afskræmd af smábárunum á yfirborði þess, eða var Djöfullinn þarna að reyna til þess að villa um sjónir fyrir mér. Óvænt og óverðskuldað Þegar einhver íslendingur hef- ir staðið sérstaklega vel í ein- hverri stöðu eða orðið sér og þjóð sinni til sóma á einhvern hátt, hefir það verið venja blað- anna okkar að hef ja hann upp til skýjanna og ausa hann lofi. Þetta er góð regla og gagnleg; hún lyftir þjóðinni í heild sinni og skapar henni aukna sjálfsvirð- ingu; en hvetur þá einstaklinga, sem vel hafa gert, til þess að gera betur og enn þá betur. Nú vildi þannig til nýlega að hér í Winnipeg að íslendingi, sem kosinn hafði verið í vanda- samt og ábyrgðarmikið embætti, hafði með einurð sinni, samfara lipurð og sanngirni auðnast að greiða úr vandamáli og varna því að það yrði að vandræða- máli. V. B. Anderson, sem lengi hefir verið fulltrúi í bæjarráðinu með sívaxandi trausti og virð- ingu, hefir hlotið svo mikið álit meðal samstarfsmanna sinna — prentaranna, að hann var fyrir skömmu kosinn forseti í aðal- félagi þeirra, sem er deild í al- þjóða samtökum prentara, — International Typographical Union. — Er það voldugt félag og hefir komið ár sinni vel fyrir borð í kappróðri þeim, sem á sér stað milli vinnuveitenda og vinnuþiggj enda. Mörgum vinnuveitendum afarilla við öll atkvæðamikil og áhrifarík samtök verkamanna. Eitt af brögðum vinnuveit- enda í þessum leik er það að neita verkafólki sínu um þau sjálfsögðu réttindi að heyra til hvaða sambandsfélagsskap, sem það kýs, og fá það til þess að vera yfirborðs ánægt með heima- félög, þar sem hver verksmiðja hafi sitt félag út af fyrir sig. þessi félög eru köiluð “Company Union”. Nú höfðu prentararnir hjá Free Press fyrir átta árum sagt skilið við alþjóðafélagið og myndað “Company Union” ásamt fleirum prenturum. En þeir höfðu séð sig um hönd síðar og gerst aftur meðlimir alþjóoa- félagsins. Voru þeir 69 alls og all- ir komnir í alþjóðafélagið nemg. 4 (tveir þeirra voru eftir í Company Union, en tveir voru í engum félagsskap. Þeir tilkyntu því Free Press að allir samningar sem þeir hér eftir gerðu yrðu að vera staðfestir fyrir þeirra hönd af fulltrúum þess félags. En Free Press neitaði að samþykkja það. Þá lýstu prentarar yfir að þeir gerðu verkfall og sátu aðgerða- lausir í sætum sínum. Alþjóðafélagið sendi fulltrúa til þess að reyna að miðla mál- um, en Free Press neitaði að tala við hann. Loksins kom til kasta prentara- forsetans, V. B. Andersonar. Kom Eg bjóst við að bæði íslenzku Ltlöðin flyttu mynd af V. B. Anderson ásamt verðugri hrós- grein eftir þetta lofsverða verk; eg hélt að þau mundu nota það sem fagra fjöður í hátíðahatt ís- lenzkrar þjóðrækni. Eg varð því meira en lítið hissa þegar Heims- kringla flutti grein er glögglega sýndi það að hún hafði alls ekki skilið málið. Victor Anderson er enginn auglýsingamaður, þess vegna býst eg við að hann hvorki bás- úni þetta heillaverk sitt í blöð- um né annarsstaðar, en mér finst allir íslendingar ættu að vita það og skilja það rétt — þess vegna skrifa eg þessar línur. Sig. Júl. Jóhannesson Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Er það á móti regiu- gerðunum fyrir verzlunarmenn að setja hjá vörur, eins og rúsín- ur t. d., og halda þeim fyrir við- skiftavini sína? Svar. Það eru engar reglugerð- ir; sem banna matsölum að sjá viðskiptavinum sínum borgið áð- ur en selt er til annara. Spurt. Er hámarksverð á “over- alls”? Svar. Hver kaupmaður á að halda sér við það verð er hann seldi fyrir á hámarkstímabilinu, 15. sept. til 11. okt., 1941. Spurt. Um daginn ætlaði eg að kaupa “strawberry jam”, en kaupmaðurinn sagðist þá ekki hafa það til. Hvernig gat þetta verið, þar sem jam er skamtað og eg hafði nóga seðla? Svar. Vörur eru “skamtaðar” vegna þess að það er skortur á er þeim, og skamturinn er ákveðinn í þeim tilgangi að fáanlegar birgð ir nái til sem flestra og að dreyf- ing verði sem jöfnust. Að hafa nóga skömtunarseðla er engin trygging fyrir því að vörurnar fáist. Spurt. Mér fannst kjötsalinn setja mér of hátt vc$rð fyrir kindarlæri, sem eg keypti. Hvern ig get eg sannað þetta? Svar. Kjötsalar eiga að hafa verðskrá yfir hinar ýmsu kjöt- tegundir á opinberum stöðum í búðum sínum, til þess að kaup- endur geti, ef þeir vilja, borið saman verðið sem þeim er sett. við verðið sem tiltekið er á verð- skránni. Spurt. • Hvernig fæst nýr “tractor”? Svar. fyrst þarf að fylla út umsóknareyðublað, þessi eyðu- blöð fást í öllum vélaverzlunum. Þegar spurningum hefir öllum verið svarað, beiðnin dagsett og undirrituð, tekur verzlunarmað- urinn við henni og sendir hana á aðalskrifstofu félagsins. Þaðan er hún send til þess embættis- manns er hefir með höndum út- hlutun á landbúnaðarvélum (Farm maqhinery rationing officer) til úrslita. Spurt. Fyrir skömmu keypti eg notaða eldavél, en hún bilaði eít- ir aðeins fáa daga. Mér var sagt af verzlunarmanninum að engin ábyrgð fengist á notuðum vör- um. Er þetta rétt? 6 Mynd þessi sýnir brezk innrásarskip, sem notuð eru til þess að koma herjum sameinuðu þjóðanna á land á Sikiléy. Svar. Nei. Samkvæmt reglu- gerðum W. P. T. B. sem við- víkja sölu á notuðum eldavél- um, er ákveðið að sölunni fylgi “implied warranty” þ. e. a. s. vélin er seld upp á þá skilmála að hún sé í góðu standi og fylli- lega nothæf í alla staði, og að verzlunin sem selur hana sjái um viðgerðir ef vélin bilar innan tiltekins tíma. Ef þú vilt gera svo vel að senda allar nauðsyn- legar upplýsingar, þá verður þetta mál rannsakað fyrir þig. Spurt. Er hægt að fá niður- soðna mjólk til heimilisneyzlu. Svar. Sala á niðursoðinni mjólk hefir verið takmörkuð af W. P. T. B. til þess að vissa verði fyrir því, að ungbörn innan tveggja ára geti fengið það sem þau þurfa með, eins þeir sem verða að fá mjólkina sér til heilsu- bótar. Ef verzlanir hafa afgang, þá má selja hann hverjum sem er, án seðla. Spurt. Eg keypti tvö “tons” af Souris kolum núna í vikunni og borgaði $6.90 fyrir hvert “ton”. Vinur minn sem keypti sömu kolategund í ágúst mánuði borg- aði ekki nema $6.70 fyrir tonmð. Var mér sett of hátt verð? Svar. Nei. Hámarksverðið er 6.90 í Winnipeg. Það er mjög líklegt að kolin hafi verið dá- lítið ódýrari í sumar, en séu nú seld með hámarksverði. Spurt. Er “Cranberry-sauce” skömtuð? Svar,- Já. “Cranbérry-sauce” hefir rétt nýlega verið bætt við skömtuðu vörutegundirnar. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg. I BUSINESS EDUCATION DAY OR EVENING CLASSES To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone us. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. Educational Admittance Standard To our Day Classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For Evening Classes we have no edu- cational admittance standard. AIR*-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air- conditioned, air-cooled private Commercial College in«Winnipeg. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG Borgið Lögberg! LEND NOW . .to supply THE FINISHING TOUCHl Send our troops storming to crush the tottering Nazis. Armed to the teeth by your 5th Victory Loan purchases, they’ll sweep all before them; move the Victory hour ahead. Then, the home coming! Can’t you picture it? That’s what you’re asked to invest in: a speeay Victory, a speedy, triumphant return. Lend notv to bring the boys home. SPEED THE VICTORY... BUY BONDS This Advertisement Sponsored by The Columbia Press Limited PublisKers of Lögberg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.