Lögberg - 04.11.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.11.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1943. 7 Alexander hershöfðingi Sigur Bandamanna í Egiplalandi og Líbyu á síðastliðn- um vetri má öðrum fremur þakka einum manni, Alexander hershöfðingja. Hann hafði yfirstjórn hersins, lagði á ráðin og fylgdist með framkvæmd þeirra. Mountgomery, sem var næsti undirmaður hans og framkvæmdi fyrirskipanir hans, hefir hlotið meiri frægð, en það stafar ekki sízt af því, að Alexander lætur jafnan lítið á sér bera. Þegar Libyustyrjöldinni lauk, var Alexander yfirstjórn- andi herja Bandamanna í Túnis, en Eisenhower var yfir- maður alls herafla þeirra í Afríku. Það var Alexander, sem lagði á ráðin um Túnisstyrjöldina og leiddi hana lil sigursælla lykta. Þá hefir hann unnið öðrum meira að inn- rásinni á Sikiley, eins og sjá má á því, að hann hefir verið skipaður landstjóri þar. er hæfileiki hans til að koma sér vel við menn, vinna sér vinsemd þeirra og tiltrú. Alexander hefir alveg sérstaka hæfni til að hlusta á menn, en það er mikilsverðara en marga grunar. Hann er líka sérstaklega vin- margur. Það má segja, að til herstöðva hans sé stöðugur straumur af mönnum, er koma Alexander hershöfðingi er 51 árs. Hann er írskur að ætt og uppruna. Þegar fyrri heims- stvrjöldin hófst var hann orð- inn liðsforingi. I þeirri styrjöld gat hann sér gott orð og jafnan síðan, eins og sjá má á því, að hann hlaut hershöfðingjatign 45 ára gamall og var þá yngsti hershöfðingi Breta. Þegar styrjöldin hófst 1939 var Alexander stjórnandi fyrsta ; tif að heimsækja hann. Það eru herfylkisins, er fór til Frakk- j herforingjar og stjórnmálamenn lands. Við Dunkirk tók hann við °- s- frv- Hann Setur veitt öllum yfirstjórn brezka hersins, er Gort lávarður fór til Englands. Hann steig þar seinast altfa breskra hermanna á skipsfjöl og vann jafnt hermönnum sínum allan tímann meðan liðflutn- ingarnir stóðu yfir. Seinasta daginn við Dunkirk klæddist hann skrautlegasta búningi enskra hershöfðingja og þótti það mjög í frásögur færandi. íslendingar munu minnast ekki ósvipaðra sagna af Skúla íó- geta. í ársbyrjun 1942 var Alex- ander falin yfirherstjórn í Burma. Vörnin þar var von- laus, en hann stjórnaði undan- haldinu með slíkum ágætum, að það mæltist hvarvetna vel fyrir, þegar honum var falin her- stjórnin í Egiptalandi síðastliðið sumar. Enski blaðamaðurinn, . Allan Moorehead, er var í Tunis, þeg- ar styrjöldin geisaði þar, sendi þá blaði sínu frásögn þá um Alexander, er hér fer á eftir nokkuð stytt: - — Hæfileikar Alexanders felast ekki í því, að hann sé leikari eða yfirborðsmaður, sem veki þannig á sér athygli og aðdáun. Það er ekki neitt við útlit hans, framkomu eða talsmáta, er dreg- ur að honum athygli. Eg hefi séð hann nokkuð oft undir ólíkum kringumstæðum. Hann hefir altaf verið eins, snoturlegur og snarlegur. Höf- uðið er lítið, augnaráðið kalt. Hann talar hratt en þægilega og lætur sér oftast nægja að segja stuttar, gagnorðar setn- ingar. Ýmsar setningar hans hafa verið notaðar sem kjörorð af hermönnum hans. Einkalíf hans er líka mjög venjulegt. Irskur riddaraliðs- ttiaður, málari í tómstundum, á konu og þrjú börn — allt er þetta mjög algengt. Hann er lítið gefinn fyrir að láta bera á sér opinberlega, sennilega miklu minna en flest- ir hershöfðingjar. Þótt hann stjórnaði sigursókn Breta í Li- byu, kom hann nær aldrei fram er herinn hélt hátíðlega innreið sína, t. d. í Tripolis. Hann er vingjarnlegur og greiðasamur við stríðsfréttarit- ara. En þeir koma oftast litlu fróðari af fundi hans. Hann hefir lag á að láta umræðurnar snúast á þann veg. Vegna þess hvað Alexander er blátt áfram og ósérkennilegur í öllu hátterni sínu, er næsta erf- itt að kynnast honum til hlítar og gera sér grein fyrir hæfileik- um hans. En hvarvetna, þar sem hann vinnur eða hefir unnið, uaætir manni sú lýsing á hon- um, að hann komi sér vel við alla. Það er ekki ólíkleg tilgáta, að þetta sé lykill að “leyndar- dóminum” um hann. Það, sem má sín meira en mikil starfsorka og þrautseigja hans, móttöku og állir virðast fara ánægðari af fundi hans. Framar öllu má þakka vin- sældum hans, hversu vel honum hefir tekizt.»Hann hefir óvenju- legt lag á að fá menn til að vinna fyrir sig. Hann gerir það ekki með ofsa og eldmóði, heldur með hóflegri og skynsamlegri röksemdafærslu. Lifnaðarhættir Alexanders eru mjög fábreyttir. Hann fer venju- lega á fætur kl. 6 30, borðar morgunverð með ýmsum foringj- um sínum og fer síðan oftast til vígstöðvanna, ýmist í flugvél eða bifreið. Þegar hann hefir heim- sótt hinar ýmsu herþeildarstöðv- ar, fer hann iðulega til hersve't- anna í fremstu víglínu, ræðir við hermennina þar, fregnar álit þeirra og athugar staðhætti eins vel og hann getur í gegnum kíki sinn. Það er ekki ósjald- gæft að sjá Alexander á fremstu vígstöðvum með landabréf á knjánum, kíki fyrir augum og liðsforingja hjá honum, er skýra fyrir honum fyrirætlanir sínar um næstu árás á andstæðing- ana. Síðari hluta dagsins heldur Alexander heim til aðaibæki- stöðva sinna aftur, hefir fund með herráði sínu, afgreiðir ýms erindi o. s. frv. Klukkan 21.30 er hann venjulega háttaður og les skemmtirit stuttan tíma áður en hann fer að sofa. Á aðalbækist.öðvum Alexand- ers er allt mjög einfalt og óbrot- ið. Meðan Tunisstyrjöldin st.óð yfir, yfirgaf hann vígstöðvarnar ekki nema í 2—3 skipti, er hann fór til fundar við Eisenhower í Algier. Þó að hann kunni að vera orðinn þreyttur, verður þess ekki vart. Hann vinnur, borðar og sefur jafn reglubundið og í upphafi stríðsins og engin breyting er sjáanleg á honum. Mér dettur þó ekki í hug að halda, að hann sé nein vél. Eg álít heldur ekki að hann sé frá- bær yfirburðamaður Eg vil held ur segja, að hann sameini marga algenga hæfileika góðra her- manna. Einn hæfileikinn ber ekki annan ofurliði. Hann er laus við mótsetningar. Jafnvægið er mesti kostur hans. Hann er laus við allt ofstæki. Hann reykir og drekkur, en hvorttveggja í fullkomnu hófi. Það er hófsemd hans og jafn- vægi, er gerir hann öruggari flestum hershöfðingjuni. — Jón: Menn tala um, að sumir verði gráhærðir af hinu og þessu. Björn: Já — en eg hef séð mann verða hvíthærðan á einu augna- bliki. Jón: Það er hræðilegt, hvernig átti það sér stað? Björn: Hann fékk mjölpoka of- an í kollinn á sér. Þáttur af Eiríki í Ormalóni Heimildarmaður minn að þess- um sögum, var Jón Eiríksson gullsmiður, sem látinn er fyrir nokkrum árum á Gimli F. H. Húsviijunin. Þegar séra Vigfús Sigurðsson hafði tekið við Svalbarðs presta- kalli í Þistilfirði og kvnst sóknar- fólki sínu þar, fanst honum að flest af því sem á að prýða menn í góðri hegðun við kristni og kirkjun, væri bæði halt og van- að hjá því. Sumir bændurnir voru drykkjumenn, og var það jafnvel siður þeirra og gamall vani, að hafa brennivínsfiösku í brjóstvasa sínum eða þá kútholu við hnakkinn til að gleðja sjálfa sig og kunningja sína á, þegar fundum þeirra bar saman við kirkjuna á messudögum, þenn- | ann ljóta blett á siðferði þeirra j vildi prestur nudda sem fyrst af þeim, Annað var það sem presti þótti lýsa kæruleysi þeirra, að jafnvel hver maður sem kom til kirkju lét hund elta sig, hann gat ekki skilið hvaða erindi þess- ir Andrar, Bósar og Lokar áttu þangað, þó þeir greiin bæru ekki Bakkus í kollinum, þó voru þeir þó að eðlisfari, drambsamir ribb- aldar og áflogaseggir og sjálf- sagt að þreyta orustur sínar og einvígi við kirkju veggina, þetta þótti presti glepja kirkjufriðinn, því stundum heyrðist ekki eitt einasta orð' af því sem hann sagði fyrir þessum orustugný. Sr. Vigfús var skyldurækinn við öll prestsverk sín, hann vildi stuðla til þess af alefli að sóknar- fólkið sitt eldra og yngra, yrði það sem í hans valdi stóð, sæmi- lega vel upplýst í kristnum fræð- um, og framkomu gagnvart sjálfu sér og samtíð sinni. Ekki síst ung lingarnir og börnin, sem voru að alast þar upp. Árlega fór hann í húsvitjunar ferð um alla sóknina, lét hann þá gamla sem unga lesa og áminti foreldra um að búa börn sín sem best undir-fermingu, sem komin voru á þann aldur, svo hann þylrfti ekki að vísa þeim frá þeirri athöfn fyrir þekkingar- leysi í kristilegum fræðum þetta síðast talda viðurkendu húsfeður og mæður að væri vel- meint hjá presti og skildi að það stóð í verkahring hans. En hitt, þetta um flöskuna og kútinn fanst sumum bændunum óþörf afskiftasemi, aldrei höfðu séra Jón Benediktsson eða séra Guðmundur Þorsteinsson, sett neitt út á það þó þau hjúin, kútur og flaska, yrðu þeim sam- ferða til kirkju, þeir hefðu bara glaft hjarta sitt við þau með sóknarbörnum sínum, og verið betri menn á eftir. Enginn mundi heldur eftir því að þeir hefðu sett sig upp á móti því þó rakka greyin fylgdu eigendum sínum til kirkju. En altaf koma’ nýir siðir með nýjum herrum, sagði fólkið, kröfuharður þótti sóknar- bændum þessi nýji prestur í öll- um innheimtum fyrir sig sjálf- an og kirkjuna, landskuldir af kirkjujörðum setti hann upp um einn sauð, og lét reka tvö lömb til fóðurs þangað sem ekki hafði verið nema eitt áður, út af þessum tilþrifum prests risu þrætur og málaferli milii hans og bændanna. En málaferlin urðu þeim þungleikin við prestinn, hann vann hvert einasta mál móti þeim, og urðu þeir svo að sitja og standa eins og honum sýndist. Eiríkur á Ormalóni var þá maður á sjötugsaldri og lítið orðið eftir af honum nema skapið og skinnið, en það sagðist hann hvorugt láta fyr en dauðinn tæki þau frá sér, börn hans voru þá fullorðin, sum gift og hin í vinnu mensku, Mundi sem getið er um í næstu sögu hér að framan, var þar enn, og hafði sáralítið farið fram í lestri og bænagerð. Eitt- uHinuBnKBanDi Jón Thordarson Jón Thordarson 1860—1943. Áttunda október s. 1. var Jón Þórðarson á Langruth borinn til grafar. Hafði hann átt heima þar í bygðinni í hart nær hálfa öld, og í öllum hlutum reynzt hinn mesti sóma og dugnaðarmaður. Hann var fæddur 25. nóvember 1860 að Innra-HólmiÁ Akranesi. Foreldrar hans voru Þórður Björnsson, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Lundareykja dal í Borgarfirði, hálfsystir Tóm- asar Jónssonar “ríka” á Skarði. Ólst hann upp á fæðingarbæ sín- um til 10 ára aldurs, en þá dó móðir hans, en faðir hans mun hafa verið dáinn þá nokkrum árum áður. Nokkur næstu árm dvaldi hann hjá Guðfnundi bónda Jörundssyni á Dægru á Akranesi. Sextán ára gamail tók hann að stunda sjómensku, og varð bratt fovmaður. Stundaði hann upp frá því formennsku við sjóróðra meðan hann dvaldi á íslandi. Var hann talinn harðdrægur sjósókn ari og bráðheppinn til fanga. Á íslandi átti Jón síðast heima á Nýjabæ á Akranesi. Þaðan fluttist hann vestur um haf og kom til Winnipeg' í júlímánuði árið 1886. Tók hann þá strax að stunda járnbrautarvinnu,sem var þá helsta atvinnugrein innflytj- enda. Árið 1890 giftist hann GrrtS- finnu Tómasdóttur frá Litla-Ár- móti í Árnessýslu. Reistu þau brátt bú í Þingvallabygð í Sask., og áttu þar heima í fimm ár. Árið 1895 fluttust þau austur að Manitoba-vatni og festu sér bú- jörð nálægt þar sem nú er Lang- ruth bær, og þar bjuggu þau all- an sinn búskap síðan. Þau Jón og Guðfinna gátu sér hið mesta sæmdarorð bæði inn- an og utan sveitar. Jón var strax athafnamikill í búsýslu sinni, og heimili hans fyrirmyndarheimili. Hann var félagslyndur maður, og lét ekkert það er bygðinni mætti teljast til heilla sér óviðkomandi. Hann beitti sér með miklum dugpaði fyrir ýmsum velferöa- málum bygðarinnar, svo sem byggingu samkomuhúss og kirkju. Hann var forseti Herðu- breiðar safnaðar á Langruth í tíu ár, og sat á kirkjuþingum sem fulltrúi þess safnaðar oftar en einu sinni. Halldór Daníelsson, sveitungi hans og vinur gefur Jóni þann vitnisburð í grein sem hann ritaði um hann í Almanak O. Th., fyrir nokkrum árum, “að hann hafi verið örlátur í fram- lögum til félagsmálefna, og ávalt reiðubúinn að rétta hjálparhönd einstökum mönnum, sem urðu fyrir eignatjóni vegna slysa eða vanheilsu. Hann var stefnufast- ur maður, og tillögugóður um öll þau mál sem hann lét sig varða.” Þeim hjónum varð átta barna auðið; eru þau talin hér eftir aldri: Tómas Ingimar; Albert Þórður; Guðmundur Frímann; Guðjón; Guðrún Viktoría; Gustaf Adolf (d. 1932); Bjarniog Gordon. Einnig tóku þau eina stúlku til fósturs á barnsaldri. Er hún syst- urdóttir Mrs. Thordarson, og heitir Guðfinna Jónína (f. Ólaís- son) nú gift manni að nafni Cecil Crunk, og búsett í Winnipeg. Auk þessara barna og ekkjunnar læt- ur Jón eftir sig tvo bræður hér í landi, þá Bjarna í Foam Lake, Sask., og Björn í Amaranth, Man. Jón lézt að heimili 9Ínu á Langruth 5. október, eftir stutta legu. Jarðarförin fór fram írá kirkjunni þar í bænum. Var hún mjög fjölmenn, og bar á ýmsan hátt vott um hina miklu virð- ingu og þakklæti sem bygðar- búar báru í hjarta til hins látna leiðtoga og fjölskyldu hans. V. J. E. hvað höfðu þeir kynst prestur og Eiríkur, nóg til þess að þeim varð uppsigað í orðum hverjum við annan. Prestur var stórlynd- ur, og orðhvass ef hann reiddist og lét ekki kotbændur standa uppi í hári sér. Eiríki þótti það vænt um hærur sínar að hann leið þá ekki heldur prestinum að hanga í þeim án þess að urra. Eitthvert sinn hafði prestur spurt Eirík að því hvort það væri satt sem sér hefði verið sagt, að hann bæri djöfulinn í vösum sínum, Eiríkur svaraði, sá ætti ekki að spyrja svona sem ber hann undir prestshempunni. Einu sinni þegar þeir rifust, sagði Eiríkur við prest, beygðu þig skömmin þín, svo eg geti gefið^þér á báða kjaftana. í Ormalóni var húsmensku maður, sem Sigmundur hét, ekki er getið um annan búpening hans en eina kú, svarta á lit. Einhvern dag fréttist það að Ormalóni að Vigfús prestur væri a ferð um sveitina í húsvitjun og myndi hann koma þangað næsta dag. Kallaði þá Eiríkur á Munda eitt- hvað afsíðis og mælti til hans þessum orðum: Nú er Svalbarðs Fúsi á næstu grösum á húsvitjun- arferð hingað, heyrir þú það bölvaður tossinn þinn, sem ekki getur lært svo mikið sem borð- bæn, hvað ætlarðu að segja við Fúsa, þegar hann opnar bókina til þess að láta þig lesa. Mundi vissi ekki hverju hann átti að svara, glápti bara ú Eirík, og steinþagði. Eg skal nú kenna þér ráð skömmin þín, svo þú verðir þér ekki til algerðrar skammar, íyrir honum Fúsa, þegar hann kallar þig til að lesa, þá skaitu segja við hann: kystu hana svörtu kussu hans Sigmundar. Mundu nú eftir þessu bölvuð skömmin þín. Og skammastu nú frá augum mínum. Eins og áður er sagt kom prestur þangað næsta dag, honum var boðið inn og var Eiríkur hinn kátasti og sýndist leika á alls oddi við prest. Mundi stóð hjá Eiríki og glápti á þenn- an velklædda mann. sem kom- inn var. Prestur sdgðlist hafa komið þangað til að húsvitja, tók bók úr tösku sinni, og bað Munda að lesa fyrir sig nokkr- ar línur. Hérna lambið mitt, lestu nokkrar línur, sagði prestur, og benti Munda að koma til sín, Mundi kallaði þá til prests og sagði: Diddu ana vöddu duddu ans imunda. Prestur leit til Ei- ríks og spyr hvað segir blessað barnið. Þá svarar Eiríkur, það er ekki nema viljinn fyrir hon- um Munda greyinu, hann segir þér að kyssa hana svörtu kussu hans Sigmundar. Prestur stóð orðlaus um stund, horfði á Eirik heiftar augum. Stakk bókinni í töskuna og fór. Sigríði, konu Eiríks féll þetta atvik stórilla, sýr.di hún honum fram á það hvaða stórskömm hann hefði gert sjálfum sér og heimili þeirra með þessu, þá sagði Eiríkur: Þetta sléttist alt saman Sigríður mín, við Fúsi sættumst heilum sáttum áður en eg d-ey. Það varð líka, að sagt er, þegar Eiríkur lá bana legu sína sendi hann eftir séra Vigfúsi til að þjónusta sig, kom prestur strax þangað og fram- kvæmdi það verk. Er þá sagt að þeir hafi lesið bænir saman og sæst heilum sáttum. Eiríkur dó 1866 þá hátt á níræðisaldri, fædd- ur um 1780. Móðirin: Einar! Hættu að draga köttinn á rófunni. Einar: Eg held bara í rófuna — það er kötturinn, sem dregur mig. * * * “Köstum vopnunum!” sagði ungfrú Rósamunda, þegar hún tók niður hárkolluna og lagði hana á snyrtiborðið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.