Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines í. oi- For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines \« lot *^$r4 Coí- itot* Service and Saiisfactiov\ 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1943. NÚMER 45 HELZTU FRÉTTIR RÆÐA STALINS. Á laugardaginn 6. nóv., héldu Rússar hátíðlegt 26. afmæli Bolshevista byltingarinnar um leið og þeir fögnuðu yfir hin- um mikla sigri sínum við Kiev. Við þetta tækifæri flutti Stalin ræðu og fullvissaði rússnesku þjóðina um það að innan skamms myndi henni takast að reka ó- vinina af höndum sér og hreinsa þá út úr landinu. Hann sagði að Vjóðverjar stæðu nú á glöt- unarbarmi; að ósigrar þeirra á Rússlandi og á Italíu væru búnir að þjappa svo að þeim að fasista bygging þeirra væri nú þegar tek in að hrynja. Hann hvað Finn- land, Rúmeníu og Ungverjaland, vera mjög áfram um að finna leið til þess að hætta þáttöku í stríðinu því þessar þjóðir væru nú vissar um að sameinuðu þjóð- irnar myndu vinna sigur innan skamms. Þá sagði Stalin, að bráðiega yrðu opnaðar nýjar vígstöðvar. Hann lét í ljósi þakklæti fyrir stuðning bandaþjóða sinna. Hann hvað stríðssókn þeirra í Afríku og á ítalíu ásamt hinum stöð- ugu loftárásum á verksmiðju- borgir Þýzkalands hafa gert mögulega hina miklu sigra Rauða hersins þetta ár. Þar að auk hefðu bandamenn stöðugt sent þeim vopn og hráefni. ? ? -f RÚSSAR TAKA KIEV. Kiev, höfuðborg Úkraníu, og afarsterkt vígi á vesturbakka Dnieper-fljótsins, féll í hendur Rauða hersins á laugardaginn. Þjóðverjar tóku Kiev þrem mán- uðum eftir að þeir hófu innrás sína á Rússland. Fyrir vestan Kicv er sléttlendi og því ekki auðvelt fyrir Þjóðverja að búa um sig til þess að verja fram- göngu Rauða hersins, enda hefir hann rutt sér braut með miklum hraða síðan Kiev féll og er kom- inn um 40—50 mílur norðvestur og suðvestur af Kiev. Rússar eru í þann veginn að taka Kerch, serh er á austurhorni Krímskagans. Á miðvígstöðvun- um, eiga þeir aðeins eftir 50 mílur til landamæra Latvíu. ? ? -t- Á HEIMLEIÐ. Á miðvikudagsmorguninn lögðu af stað til íslands flug- mennirnir Kristinn Olsen, Alfreð Elíasson og Sigurður Ólafsson, sem dvalið hafa hér um nokkurt skeið, og lokið fullnaðarprófi í flugi. Þeir félagar keyptu sér flugvél og fóru í henni til New York. Þessir ungu og efnilegu menn hafa með drengilegri fram komu sinni aflað sér fjölda vina hér um slóðir, er árna þeim góðs brautargengis. Farfuglar þessir báðu Lögberg að flytja vinum þeirra alúðarþakkir fyrir ógleym anlegar samverustundir. ? ? > ÁR HINNA MIKLU FÓRNA. Forsætisráðherra Breta, Wins- ton Churchill, flutti eina af sín- um allra áhrifamestu ræðum í London á þriðjudaginn var, þar sem hann beindi því að brezku þjóðinni, og sameinuðu þjóðun- um yfirleitt, að næsta ár yrði ár hinna miklu fórna; hrun Þýzkalands væri auðsætt nú þegar; en áður en yfir lyki, yrðu hinar sameinuðu og frelsisunn- andi þjóðir, að leggja feiknin öll í sölurnar. I borgarbúar orðið að láta kensluna fara fram víðsvegar út um bæ, fTALÍA !' safnaðarhúsum, bókasöfnum, ! samkomuhúsum og á heimilum Þo sokn sameinuöu þjoðanna I einstakra manna. a Itahu geti ekki kallast neitt: leifturstríð, þá miðar henm þó' Árið 1941 var komin nokkur þannig áfram, að alt stefnir í skiPun á hernaðarstarfið undir rétta átt; einkum hefir 8. herinn þessum kringumstæðum. Þá var unnið verulega á upp með strönd farið að taka kennara fasta. um Adríahafsins, og náð á vald Margir þeirra fluttir til Finn- sitt þremur borgum, sem eru merkur og hafðir þar í haldi Qg innan við tvær mílur frá Sangro þrælkun. Kenslan truflaðist í fljótinu; höfðu Þjóðverjar lið- skólunum eða lagðist niður, svo styrk mikinn á þessum svæðum, æskulýður borgarinnar hefir ekki en sáu þann kost vænstan, að nálægt því fengið tilætlaða skóla- draga hann skjótt til baka, að svo vist- ^ miklu, sem auðið varð. | En kennaralið þjóðarinnar hef- Ýmsir helztu forustumenn ir þá í stað kenslunnar aflað ítala vilja losna við kónginn og æskulýð Noregs fagurt fordæmi koma á fót lýðveldi að loknu um kjark og föðurlandsást og stríði. Konungsfjölskyldan heíir j stefnufestu. Sá lærdómur er sem stendur aðsetur sitt í Neapel. Jæskulýð þjóðarinnar meira virði en löng skólaganga. Mbl. 10. sept. NASISTISKT IÐNSAMBAND í NOREGI. Odd Fossum, sem quislingar hafa gert að yfirmanni iðnsam- bandsins norska, hefir sent helstu undirmönnum sínum innan iðnfélaganna skjal, þar sem skýrt ei frá ráðagerð hans um að félögin sameinist í nasistiskt iðnsamband. Fossum skýrir frá því, í þessu skjali sínu, að hann verði yfir- maður sambandsins og enginn sé réttur yfirmaður hinna ýmsu iðnfélaga, nema sá, sem hann hefir tilnefnt, en auðvitað sé ekki til neins fyrir þessa yfir- menn, að finna að því hvernig hann stjórni eða fari með fjár- magn sambandsins, þar sem hann standi aðeins reikningsskap gerða sinna við forsætisráðherrann. Að lokum brýndi Fossum það fyrir undirmönnum dínum að rökræða ekki við einstaka félags- menn um núverandi stjórnmála ástand, þar sem það geti orðið stéttinni skaðlegt, heldur aðeins stjórna eins og þeim ber. Mbl. 10. sept. * * •* HERSHÖFÐINGJAR. SEM VORU Á ÍSLANDI HEIÐRAÐIR. Nýlega voru tveir hershöfð- ingjar, sem starfað hafa á íslandi, heiðraðir af stjórn Bandaríkj- anna. John Marston hershöfð- ingi hefir verið gerður að yfir- stjórnanda landgönguliðsins á Kyrrahafsstöðvunum. Þar tekur hann við af Wi]|liam Upshur hershöfðingja, sem fórst í flug- slysi. Marston hershöfðingi kom til íslands sumarið 1941, þegar fyrstu landgönguliðarnir komu hingað. Hinn hershöfðinginn er Willi- am Chambers. Chambers hershöfðingja var veitt heiðursmerkið "Legion of Merit", fyrir ágæta frammistöðu, sem yfirmaður austurhluta varnarbeltis Bandaríkjahersins á íslandi. Honum var nýlega af- hent þetta heiðursmerki af Jacob L. Devers yfirhershöfðingja Bandaríkjahersins í Evrópu. Mbl. 10. sept. ? ? ? ÞJÓÐVERJAR HAFA ALLA SKÓLANA. 1 Oslo eru 80 barna- og ungl- ingaskólar. Þeir eru nú allir í höndum þýzka hersins. Hernað- aryfirvöldin tóku þá síðustu í sumar með stuttum fyrirvara. Strax í apríl 1940 byrjuðu Þjóð verjar að leggja undir sig skóla borgarinnar. Síðan hafa þeir tek- ið fleiri og fleiri til sinna afnota, yfirleitt jafnóðum og lokið hefir verið við að byggja loftvarna- byrgi fyrri nemendurna. Eftir að skólahúsin hafa verið tekin til hernaðarafnota, hafa ? -f ÍSLAND. HÖFUÐBÓL SJÁVARRANNSÓKNA. I 2. hefti Fróns,'tímariti Félags íslr-nzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn birtist skemtilog grein um gróður og líf á djúpsævi, eftir Heimanrl Einarsson. I lok grein- arinnar kemur fram þessi merki- lega tillaga: "Það er eins og náttúran hafi gert stórkostlega tilraun með legu Islands í Norður-Atlants- hafi með djúpálum á alla vegu. þar sem heitir og kaldir straum- ar mætast. Lífsskilyrði dýranna eru á þessum slóðum mjög ólík á mismunandi stööum og br leg frá ári til árs. Samanburður á dýrum ýmissa svæða og lifn- aðarháttum þeirra hefir þess vegna gefið mjög merkan árang- ur. sem hefir haft alþjóðlegt vís- indalegt gildi og aukið frama þeirra þjóða er að rannsóknun- um hafa staðið. En allar rannsóknir vorar á dýralífi íslandshafa eru þó enn þá á byrjunarstígi, og haffræð- mga bíða hér ótal verkefm. En oss íslendingum má vera það metnaðarmál að höfuðsetu: slíkra "rannsókna sé á íslandi, og mér er kunnugt um það, að það eru sameiginlegar vonir þeirra, sem að íslenzkum sjávar- rannsóknum vinna, að landið verði frumkvöðull að stofnun rannsóknarstöðvar, sem erlendir sérfræðingar gætu gist um lengri eða skemmri tíma. Vísinda legt gildi slíkrar stofnunar er slíkt, að vænta má alþjóðlegrar, og þó sérstaklega norrænnar að- stoðar við byggingu hennar og rekstur. Myndum vér líka með því sýna vilja vorn til menning- arlegrar samvinnu, sem vel yrði metinn meðal nágranna vorra. Vestmannaeyjar væru tilval- inn staður slíkrar stofnunar. Þaðan er skammt til djúphafs, og þar að auki liggja eyjarnar rétt við eitt hið besta fiskimið norður- hafa. Selvogsgrunn, þar sem vandlegra rannsókna er hin mesta þörf. Hér mætti takast að auka þekkingu vora að mun á lífverum og lífsskilyrðum hafs- ins, og það fyrir brot þess fjár, sem ein af manndrápsvélum nú- tímans kostar". Mbl. 12. sept. Hitt og þetta Sjötti hluti Bandaríkjanna er svo sviðin eyðimörk, að talið er að ekki verði unnt að rækta nema 5 prósent með því að veita vatni yfir landið. Jarðfræðingar halda því fram, að þar.sem þessar eyðimerkur eru nú, hafj í fornöld verið gróðurríki mikið og nægi- legt .vatn frá ótal stöðuvötnum. Mörg þessara uppþornuðu stöðu- vatna hafa skilið eftir þykk sand lög..í Suður-Californíu er Searles Lake, þar sem saltlagið er sums staðar allt að 60 fet á dýpt. Á sínum tíma hefir saltið fluzt þangað frá fjalllendinu eftir fljót unum. En vegna þess að ekkert frárennsli var úr vötnunum hef- ir saltið setið eftir á botninum, begar vötnin þornuðu upp. Hversu ódýr ýmis lyf eru, sér- staklega burís, og natrón, er að þakka þessum saltlögum. Saltið er grafið upp og þegar búið er að hreinsa það, er það sent á markaðinn. Sums staðar er saltið þó svo hreint að ekki þarf að hreinsa það; það er strax hægt ð mylja það, láta það í sekki og senda það af stað. Frá sendiráði íslands í Washington 1. nóv. 1943. aður í hvíta húsinu í Washington Samkvæmt símskeyti, sem þ. 9. nóvermber næstk. Magnús sendiráðinu hefir borizt frá utan- Sigurðsson mun einnig verða ríkisráðuneytinú í Reykjavík, fulltrúi íslands í ráði hjálpar- og hefur Alþingi þann 19. þ. m. sam- endurreisnar stofnunarinnar kvæmt þing'sályktun um þáttöku | (Council of the Uniter Nations íslands í fyrirhugaðri hjálpar-og Relief and Rehabil'tation Ad- endurreisnarstofnun hinna sam-' ministration). einuðu þjóða (United Nationsj Aðstoðarmaður Magnúsar Sig- Relief and Rehabilitation Ad- urðssonar hefir verið skipaður ministration). Er þetta í fyrsta! Sveinbjörn Finnsson, verðlags- sinn, sem Island tekur þátt í' stjóri. Ennfremur hafa þeir Ólaf- þessháttar alþjóðastarfsemi. ur Johnson og Helgi Þorsteins- Ríkisstjórnin hefur nú skipað son, forstjórar íslenzku innkaupa Magnús Sigurðsson, bankastjóra | nefndarinnar í New York, verið Landsbankans, til þess að vera skipaðir ráðgjafarfulltrúa á ís- fulltrúa sinn við undirskrift lands í ráðinu, en vara-fulltrúi samningsins um stofnun hjálpar-! í ráðinu hefir verið skipaður og endurreisnarstofnunarinnar. Hinrik Sv. Björnsson, sendiráðs- en samningurinn verður undirrit! fulltrúi. I herþjónustu Guðrún S. Sigurðson frá Sandy Hook, sem fyrir nokkru innrit- aðist í Canadian Women's Army Corps, hefir nýlokið með lofsam- legum vitnisburði fullnaðarprófi í sérgrein, sem henni var falið að inna af hendi. Enskt blað spyr lesendur sína að: "Hvers vegna er veturinn kaldari en sumarið, og hversu djúpt sökkva sökkvandi skip?" Flest svörin við fyrri spurning- unni reyndust vera röng, því fjögur af fimm svaranna hljóð- aði á þann veg, að veturinn væri kaldari vegna þess að á þeim tíma væri sólin fjær jörðinni. En þetta er alrangt. því að á veturna er sólin nær jörðinni. Hnattlögun jarðarinnar orsakar, að sólin er hærra á lofti á sumr- um en á vetrum, og geislar henn- ar falla beinna niður á jörðina. Flest svörin við síðari hluta spurningarinnar voru á þá leið, að sokkin skip færtt ekki alveg til botns, heldur morruðu í kafi einhvers staðar í sjónum. Þetta er ekki rétt, því að þungir hlutir sökkva vegna þess að þeir eru þéttari en vatn. Skip. sekkur því til botns vegna þess, að þéttleiki vatnsins er óbreyttur, þrátt fyrir óhemju mikinn þrýsting í hinu mikla dýpi. Belgíukonungur ber titilinn "kcnungur Belgíumanna", en ekki "konungur Belgíu". Titill- inn "konungur Belgíumanna" sýnir, að hann ríkir samkvæmt vilja belgisku þjóðarinnar. Tit- illinn "konungur Belgíu" ber aft- ur á^móti með sér, að hann sé konungur af "Guðs náð" í sam- ræmi við hina gömlu erfikenn- ingu, að enginn verði konungur nema að vera til þess útvalinn af Guði og fyrir honum einum beri konungurinn ábyrgð. í þessu sambandi má minna á það, að Napoleon I. og III. voru aldrei kallaðir "keisari Frakklands", heldur "keisavi Frakka". Ein or- sök frönsku byltingarinnar 1830, sem steypti Karl V. frá völdum og lyfti Louis Philippe í hásætið, var óbeit frönsku þjóðarinnar á titlinum "konungur Frakklands" sem Karl V. þóttist hafa fullan rétt til að bera. Eysteinn Arnason, kennari Fæddur 29. maí 1896. — Dáinn 3. júní 1943. Það var ekki komið að kvöldi er þú kvaddir og lagðir af stað. Þú sigldir á hafið huMa um hádegi — hví skyldi það? — Ennþá var sólin í suðri( er þú sagðir eg legg upp í ferð. Eg skil ekki að skapadægur sé skuldbundin reglugerð. Þú hafðir stórt hlutverk að vinna í verkahring þínum hér, sem alhug þinn átti af hjarta aldrei þú hlífðir þér. Skyldan þig allan átti og altaf þig kallaði á. Jafnan þú vaka vildir, ef vinurinn hvíldist þá. Eg gat ekki áttað mig á því, er örlögin sviftu mig þér Mér finst þar sé réttlæti rofið raddir því hvísla að mér. En rödd er þar önnur er reynir að ræða um þetta með hægð, en hugurinn hömlum er bundinn og hjartað fær litla vægð. Samt er þó sælt að muna um sólríkan hálfan. dag. Það gefur mér guð í hjarta uns gengið er sólarlag. Undir nafni ekkju hins látna. S. Arnason. Sveinbjörn Benteinsson, Skó garsaga Heimilisbl. SJÖ SKIPUM SÖKT. Samkvæmt símfregnum á mánudagsmorguninn, söktu brezkir kafbátar sjö þýzkum vöruflutningaskipum í Miðjarð- ar- og Algearhafi í vikunni, sem leið, auk þess sem nokkur önnur flutningaskip sættu meiri og minni skemdum. Lærdómsrík er hún, sagan sú, sem frá barnæsku eg og þú, heyrðum af hvers manns vörum: Áður en mannfólk að Islandi bar eyjan laufskógi þakin var, ofan úr fjöllum að fjörum. Gerði úr jurtunum græna flík gróðursæld Frónsins nægtarík, auðug af kostakjörum. Eyðingarstarf komu mennirnir með, margt hefir síðan í bjarkríki skeð, þeir hjuggu, brutu og brenndu. Skóglendi fagurt að foksvæði varð. Fauskarnir gömlu við stormnúið barð sorglega söguna kenndu. Sást þá að lokum hve landeyðu starf lífkraftinn drepur, sem menningin þarf frá grænmörk og góðjurta lendu. Ilmbjarkar munu þó ættstofnsins til eftirstöðvar um hlíð og gil, eyðingar áleitni tefja. Vörnin þessi er víðfræg enn, vita það íslands gróðrarmenn. Þarna skal heillastarf hefja. Lengri sögu við segjum brátt, sjáandi græðslu furðumátt rætur um roflönd vefja.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.